Heimskringla - 22.12.1926, Síða 1

Heimskringla - 22.12.1926, Síða 1
XLI. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MAN, MIÐVIKUDAGINN, 22. DESEMBER 1926 NÚMER 12 Vögguljóð. Kuðungurinn. Eftir O. IV. Holmes. Júi eg hefi áður unnað, en aldrei svona heitt. Eg veit ei veðrabrigði — og vérS ei franiar þreytt. Jú, eg hef áSur unnað’ en aldrei svona heitt. í>ví ef eg sé hann sofa, nieð sælufrið um brá, Þá kýs eg alla æfi þann yndisleik að sjá. ' Og vofum virkileikans eg vildi bægja frá. En aítuf ef hann vakir, og augun, dökk og skær, Með brosi trausts og blíðu alt blessa fjær og nær, Þá langar mig þau lýsi eins lengi og hjartað slær. Og ef hann leggur arma með ástúð mér um háls, Og miúkur vangi vermir, — þá vaknar sál mín frjáls- Að syngja um ást og yndi — þó oft sé varnað máls. Og ef hann mælir: "Manima", — þá man eg ekki neitt Eei’ ekkert, sem mér aniar, eg er ei vitund þreytt. Jú, eg hefi áður unnað, en aldrei svona heitt. Jakobína Joliiisoti.' (1925). Flugferð. I flugvél minni hófst eg jupp í hæðir Og himinblámans víddir snemma dags. — A slíkum morgni andann ekkert hræðir, Ei uggir hann að kvölda taki strax, Ur heiðu lofti hegli eða blási’ Né heldur rigni glóðum eða snjó. Það leiftraði upp af lofthjólveifu—ási. Sem ljósbaug röðuls hálfutn upp úr sjó* Og eftir því sem hæðum flaug eg hærra, Með hraða þeim> sem eigi verður lýst, Varð andrúmsloft í heiði hreinna og tærra, En helzti laust fyrir öllu, sém þar snýst. Og alt fyrir ’ neðan virtist smærra’ og smærra, Svo smátt, að jörðin sjálf mér nærri hvarf, En alt, sem var fyrir bfam virtist stærra, Sem eigi taka fram né skýra þarf. Eg hugðist eins og ljóð frá lúðurbarka, I loft upp komast, sem á hæsta stig, Til gufuhvolfsins efstu endimarka’ En — ofar hafði loftflóð borið mig. Við þessa ógn mér fyrir borð eg fleygði, Og fann að það var versta örþrifsráð, Því loftflóðaldan ofar þá mig teygði Og upp mig bar svo langt sem hún gat náð. Og flugvél min var horfin, hennar kliður Mér hljóður, því mig stöðugt ofar bar> Unz reynsla var mér ný, að hrapa niður. Eg nam ei staðar fyr en — guð veit hvar. — Að mér var náð. Og nú var eg í haldi Hjá næstu stjörnum, koniinn á það stig- Jafn hlutfallslega’ að vera’ á þeirra valdi, Eg vissi og fann þær to^ast á um mig. A ferðinni ofan fyrst tók eg að snúast, Og fann hve mjög að snúningshraðinn jókst. Því neðar sem eg félh eg fór að búast Við færi á að stöðvast, sem ei tókst. Að snúast eins og snælda — eigi falla — Gat snurðu látið falla á lifs míns þráð. Hvort mundi’ eg snúast svo um æfi alla, sem eftir var, í geimnum. Var því spáð? I þoku’ sem eg efnisúða nefni. Og uppi’ í geimnum hátt og víða finnst, Eg tók að hlaðast ungu sólarefni, Sem eyðst ei gat, en lýst er varði minnst. — A sviði mínu’ mána, stjarna og jarðar, Eg meginhnöttur varð, eitt geimsins hjóí, Serrf altaf snerist’ snerist harðar, harðar, Svo hart, að kviknaði’ í, og eg varð sól. Gnttormur J. Guttormsson. Ilann er það skelja-fley, sem skáldin sjá Skeiða yfir timans lá. Hin hugum-geista gnoð, Er glaðvind sumars spennir skarlats voð I töfra—vík við sævar seiði-boð, Þar klifa kóral tær Og köld á hrönnum hafmey rís og hár í sólu þvær Ei blakta í stafni Iengur lífræn tjöld. Lífs eru dægur töld. Og hverja þind og þró, » Er þögull skeljarbúi óf í ró Og dreyminn bygði’, unz vaf úr vexti dró, Þér birtir brotið hrak Með brostin rökkur—rými og renni—gullið þak. Ar frá ári’ hann hljóður vatt og vann Og vefjar—snúð sér spann, Svo ótt sem árið þraut Hann efndi þrá, að flytja í nýrra skaut; Því undir bogans lága hvolf hann laut. Lét úrelt óðul kyr, Rfeis upp með rögg af rekkju og rak hið liðna á dyr. Þú flytur oss í heiminn himna—von, — Þökk, hafsins undra son ! A flæðisker þú flauzt’ Enn fölvar varir hrópa skærri raust, En hafguð nokkur skreyttan lúður laust. Er hlýði eg óm þann á, I innra heimi hugans mér heyrist söngrödd tjá: Reis þér’ mín sála, einatt hærri höll Við hverful tímans föll. Lát afrækt óðal þitt. Lát yngsta hofið þenja ræfur sitt, Unz ber við himin hvolf þess, loga—litt- Oig leystur læðing af Þú Ieggur serkinn síðsta við sollið lifsins haf. P. B. i, , . d Yið gluggann. Eg þér á margt að þakka, gamli aldingarður, A götuhorni stórborgar fjöldi manns þig sér, En oft hefir mér fundist sem engan mundi gruna Þann unað og þann styrk, sem þín návist færir mér. Nei’ ekki var það “góðskáld” — og enginn listamaður, Sem eitt sinn gróðursetti þín kræklótt aldintré. Þau þykja tæpast ‘‘valin’’ — og vantar góða hlynning. —Þau vaxa rétt sem býður þeim sól og rúm og hlé. Mér er það lán ei léttvægt, að líta þig á yoritv Er langþreytt dvel eg inni við tafsöm hversdags störf. Eg staðnæmist við gluggann — þá streymir til mín fegurð, Og stöðvar hugans útþrá’ sem á vorin er svo djörf. Því hver ein hrufótt smágrein er þakin hvítum blómum Og þægur ilmur berst mér um opinn gluggann minn. Svo dreifir blærinn blöðunum út um allan garðinn Sem yndislegri snædrífu’, er slæðist til mín inn. Senn grænkar, — ó- sú unun — því engin fegurð jafnast Við endurfæðing skógarins, nýútsprungin blöð. Er glitra þau og titra í geislum morgunsólar- Frá glugganum eg sný mér til starfa nrinna glöð. Og þó mér ógni ysinn — þá finnst þó fugl svo djarfur, Að festa sumarbústað í lágu eplatré. — Eg veit þú skýlir ungunum, óræktaði garður- , Og otal dýrmæt hlunnindi lætur þeim í té. Eg man það lengst, hve ljúft er að líta mánan gægjast Um limið þétt — er annirnar kveðja sumardag. Mig dreymir þá sem snöggvast’ að eg sé ung að nýju, — Og áhyggjurnar breytast í von um glæstan hag. A sumrin hylur laufskrúðið lág og rykug býli, Svo leiíju borgar umhverfi gleymi eg um sttind. — — Og nú er fokin fegurð — en fuglahópar koma. Þeir fagna hvíld á langferð. þó heilli suðræn grund. Jú’ þú átt þakkir mínar, gamli aldingarður, Þú glöggvar myndir sýnir af náttúrunnar dýrð. — Eg tel það lán ei léttvægt, sem leyfði mér urn glugga Að líta meiri fegttrð’ en orðum verði skýrð. ' Jakobína Johnsort. 4. desember 1926. Jólaóskir. Vor aldraði heimur, þó óski eg þér til umbóta—hamingju um jólin, eg veit að sú þrekraun mér ofvaxin er, þín örlaga skift fá um hjólin. Því þú ert svo grár, sem á grönum má sjá og grátlega afvegaleiddur, og ofan í botnlausa ginnunga gjá af gjálífis helnornum seiddur. • Eg vildi þér gæti’ eg í guðsriki breytt’ með göfgum og háfleygum sálum, í sannleika’ og réttlæti, er yrðu sem eitt og allsherjar samfélagsmálum. Eg vildi eg gæti fært grænan í kjól hvert grasstrá, sent hulið er frera, og sérhverri lifandi skepnu veitt skjób er skýlislaus úti má vera. Eg vildi eg gæti á veginn leitt þann, - sem viltist í moldviðri tíða, og verndað hvern særðan og svívirtan mann. er saklaus má óréttinn líða. Eg vildi eg gæti’ á hvert svíðandi sár lagt sefandi og græðandi hendur- og þerrað hvert einstaklings angistar tár, sem einmana’ og vinalaus stendur. Eg vildi’ eg gæti’ alla vermt þá og klætt- sem vart geta nekt sína falið. Hvern hungraðan mettað og hag þeirra bætt, sem heimurinn mest hefir kvalið. Eg vildi eg gæti frá sorgmæddum sút burt sópað með huggeislum björtum, og rekið burt illyrmi ranglætis út, sem ríkir í mannanna hjörtum. Eg vildi eg gæti’ öllu glingrinu breytt, — er gerist nú barnanna sjóður — í manndygða frækorn- er frjófguðust greitt, og færði þeim andlegan gróður. Ef einu eg gæti’ af þeim atriðum breytt, í óskum sem hér hefi falið, þá væri það merkasta máttarverk eitt’ er mannkyns í sögum er talið. Til dæmis: Ef fylt gæti’ eg hugskotin hörð og hluttekning Mammons í þjálfum, þá væri eg mestur af mönnum á jörð og máttugri guðunum sjálfum.........' Þorskabítur. Regndagurinn. Eftir H. IV. Longfellow. Veðrið er kalt og dimt og dapurt. — Dynur á súðum regnið napurt — Lyngtágin fálmar um fúna veggi, En fjúka burt lauf í köldu hreggi. — Og veðrið er dimt og dapurt. Líf mitt er kalt og dimt og dapurt. — Dynur á súðum regnið napurt —. I anda eg lít yfir æfiskeiðið’ En æskuvonirnar krjúpa við leiðið. Og líf mitt er dimt og dapurt. En stiltu þig ennþá, mitt hrellda hjarta, I heiði skín aftur sólin bjarta. Sama hlutskiftið hendir alla : I hafróti lífs að rísa og falla — Að mæta í svip hinu svarta. Kveðja. ..t ■ *>• > P. B >. (Þau ár sem Reinh. Prinz dvaldi hér á landi, aflaði hann.sér almennra vinsælda um land alt. Ast hans og virðing fyrir landi voru og þjóð, var svo einlæg.að fádæmum sætir. —• Hið glögga gestsauga hans sá betur en maður á að venjast, ýmsa kosti lands og þjóðar, en hann sá líka galla nútíðarinnar hér í óvenjulega skýru ljósi. — Aður en hann fór af landi burt, bað hann ísafold að flytja kveðju þá, er hér birtist.' ^ ¥ Kveðjustund er hátíðarstund. Mig tekur mjög sárt að þurfa að skilja við Island, sem hefir verið fóstra mín um þriggja ára skeið. Allir spyrja mig: Hlakkar þú ekki til að koma heim — eftir svo langan tima?” “Jú, eg hlakka víst til að koma heim.” — og í huga mínum leita eg til vina minna heima, til garðsins á bak við foreldrahúsið, garðsins rneð blómum og aldintrjám, og eg finn til þess, hve hið erfiða, en lífsþrungna og vongóða ástand í föðurlandi minu, kallar alla sonu þess með öflugu seiðmagni, hvern á sinn stað. Jú ,eg hlakka mikið til að koma heim — eftir þessa langvarandi ‘‘úti— legu”, eins og margir hafa kallað það, þó eg sjálfur geti ekki annað en brosað að því. Um leið og eg svara því, finst mér einhvern hlýjan straum, sem kemur úr annari átt, leggja um mig allan, það er straipn- ur endurminninganna, sem rennur úr ótæmanlegum lindum þriggja Islands ára. Hann rennur um fagrar sveit- ir og um hina voldugu fegurð ör— æfanna. Fannhvitir jöklar, svört og dimmblá fjöll, eggjóttir hryggir og blíðar skógarhlíðar, speglast í bylgj- um þessarar elfu. Yfir henni hvelf- ist hnmnn, feem re!ui"l*r f;Sigi sér ó— segjanlega fegurð allra ljósðrigða og lita. Niður þessa'straums, er hin hreina, máttuga tunga þessarar þjóð- ar» °g ' fossum hans hljóma söngvar, sent eru fæddir af fjöri og ættjarðar- ást og af öllum leyndardómum hinn— ar islenzku náttúru. Hver endurminning rekur aðra. Eg verð aftur að taka í höndina á mörg— um, mörgum mönnum, til þess að þakka fvrir gestrisni fyrir hjálpsemi og góðvild, fyrir skemtun og ástúð. Eg verð aftur að strjúka faxið á fallegti, fjörugu hestunum, sem hafa kent mér “að drekka hvern gleðinn— ar dropa i grunn”, sem hafa veitt mér marga ógleyman'ega ánægju— stund. Þakklæti skipar öndvegi í sálu mt'.ni á þessatt kvað'uttund. En hlýtt, osjálfrátt þakklæti e rbergmál alls þess góða, sent hefir seitlað inn í okkar instu hjartarætur. Ekki kom um við orðum að þessum dýpstu til- finningum vorum, og það, sem við gerum í þakklætisskyni er ekki nema örlitið brot af því, sem við vildum geta látið í 1 jós. Það er ekki litilræði, sem lífið hefir gefið mér á þessuni Islandsárum. Það er heill. nýr heimur, auðugur og sérkennilegur, sem eg hefi kynst. Það er fögur og svipmikil tunga, sem geyntir furðanlegan auð af hugsjón— um og verkum skálda. Það er nátt- ura, se mer svo stórfefd og svo dýrð leg, svo grimm og svo töfrandi fin- gerð og fríð, að þeim, sem þekkir vald hennar og mátt, virðist hún risa eins og drntning yfir hafið og yfir nágrannalöndin. Mér hefir lán- ast að afla mér þekkingar á kostum og kjörum heillar þjóðar, á tilfinn- um hennar, erfiðleikum og vonum. Og ósjálfrátt er eg orðinn vinur hennar, sem ekki getur annað en bor ið fyrir brjósti öll örlög hennar. Nú, er eg verð að skilja við Island, finn eg betur en nokkru sinni áður, hve hjarta mitt hefir fest djúpar og víð— tækar rætur i þessu landi. (Frh. á 7. bls.)

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.