Heimskringla - 22.12.1926, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.12.1926, Blaðsíða 4
8. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22.DES. 1925.. *-— ¥ (StofnnV 1886) Krmnr nt á hverjHm mltlvlfcndegrl. EIÍiKNDI'K: VIKING PRESS, LTD. 853 OK 885 SAHOEXT AVE.. WUVNIPEQ. TnUinil: N-6537 Vero blaoslns er $3.00 irgangurtnn borg- t«t fyrirfram. Allar borpanir eendlet THE VIKING PREtSS ITD. BIQTtJS HALLD6RS frá, Höfnum Bitstjóri. JAKOB P. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. Utanaakrlft tll hlalislnai THE VIKINti PRKSS, Ltd., Bol 8105 I tnnfldkrlft tll rltxtIftranni EDITOIl HKIMSKItlNtiI.A, Box 8105 WINIVIPEG, MAN. "Heimskrlngla is published by Tne Vlkine Prea* I>td. and printed by OITY PHINTING & PUBLISHING CO. 858-S55 Sararrnt Ave., Wlnnlper. M«m. Telephone: .8« 53 7 WINNTPEG, MAN. 22. DESEMBER, 192G Gleðilegjól. Heimskringla óskar öllum lesendum, af alhug, gleðilegra jóla, og reyndar öll- um mönnum, sem til þekkja, þeim sem hyggjast vera "trúlausir", jafnt og þeim sem hyggjast vera trúaðir. Og hún sakn ar þess, að hafa ekki frá eigin brjósti þau orð á hraðbergi, sem henni þykja viðeig- andi um þessa miklu ljóshátíð hvítra manna. En úr því hafa vinir hennar bætt. færari menn en hún sjálf hefir á að skipa. Það er ekki í fyrsta sinn. En að þessu sinni flytur Heimskringla einn- ig jólahugleiðingar eftir tvo leikmenn, að vísu báða góðkunningja blaðsins. Vonar Heimskringla, að lesendur kunni því ný- mæli vel, og því fremur, sem alkunna er. að báðir mennirnir standa tvímælalaust í fremstu röð ritfærra íslendinga vestan hafs. Að annar þeirra skrifar á ensku máli að þessu sinni, vonumst vér til að veki ekki óánægju. — Að vísu var heimild til að þýða, en mál L. F. er svo sérkennilega byggt og kjarnað, að erfitt og raunar ómögulegt er -að gera því full skil í þýðingu. Er þá og ekki litið til þess, að vera* mætti að einhverjir af yngri kynslóðinni, sem tamari eru ensku máli, mættu eiga sér eina grein sérstaklega í jólablaðinu. Og þá vill Heimskringla þakka öllum vínum sínum, konum sem körlum, er lagt hafa skerf til þessa jólablaðs; nýjum á- gætum vinum, sem gömlum, ágætum vinum. Einnig þeim, er vel hafa viljað, en annir hafa tafið. Það eitt skyggir á fulla gleði, að sökum ófyrirsjáanlegrar hendingar, varð að hafa jólablaðið minna að þessu sinni, en til var ætlast. og tfani hefir verið, svo að hér kemst ekki alt, er beðið var um. Það gengur til þess að prýða innihald nýársblaðsins, sem verður þá þeim mun auðugra. En á þakklæti vort skyggir ekkert. HJARTANS ÞÖKK! og. GLEÐILEC JÓL! Jólagleði. Sólin er móðir lífsins á jörðinni, við- hald þess og verndarengill. Hún er Gimli fornaldarmanna og himnaríki forfeðr- anna. Sólarleysi er myrkur og Hel. Skammdegið er sú árstíðin, sem skyld- ust er því síðarnefnda. Þá þrá allir hækkandi sól, hversu heitt sem hún hefir á þá skinið síðasta sumar. Þá þrá allir ljósið, mæddir myrkrinu, eins og skáldið segir í þessari alkunnu þjóðvísu: í myrkrinu eg mæðist hér meður þanka snauðum. Ljósið blessað lýsi mér lifandi og dauðum. Þegar dimmast er í heiminum, kalla menn oftast á drottinn sinn. Lífið ótt- ast myrkrið og biður um ljós. Ásýnd byrgir sólin sína, sortinn myrkra heldur vörð. Ó, guð, lát þú engla þína oss í kringum halda vörð, kvað Þorsteinn skáld á Hvarfi, eitt and- ríkasta og trúareinlægasta sálmaskáldið, sem íslenzka þjóðin hefir eignast. Hér er guð sólín, og englar hans geislar hennar. Öll einlæg trú, sem ljóssins leitar, er ó- beinlínis dýrkun sólarinnar, hverju nafni sem alfaðirinn er nefndur, synir hans, spámenn og sendiboðar. Maríubarnið, guðssonurinn Jesú, er ímynd aukinnar birtu í heiminum, vax- andi Ijóss, hækkandi sólar. Syndin, sem hann berst við fulltíða maður, er myrkr- ið — skammdegi hugar og hjarta. Dimm- an er dauðinn eilífi — heljarnóttin dag- lausa, eða hin yztu myrkur, eins og "Helgakverið" nefndi það. Lífið er ljós. Eilíft líf er ævarandi birta. Jesú er son- ur ljóssins, eða faðir þess, rétt eftir því hvern skilning menn leggja í táknmynd- ina, faðir og sonur. Sagan um fæðing Jesú, er ljóssins saga. og hann sjálfur ljóssins barn. Hvort sem hann er fæddur í júní eða desember, og þótt hann hafi aldrei fæðst né Hfað á Gyðingalandi, þá er jólahátíðin eins sönn fyrir það í hugsjón sinni, og sál Jesú eins raunveruleg í ljósleit mannanna, von þeirra og trúarþörf. Allra fegurstu sögurn ar, sem sagðar hafa verið á jarðríki, eru hjúpaðar dýrðlegum hugsjónum braut- ryðjenda mannanna, skáldanna og spá- mannanna, sem hófu þjóðirnar úr búrs- og eldhúsleit munns og maga. upp á sigurhæðir loflegra lista, hæstu hugsjóna og hins altsigrandi kærleika. Sönn og lifandi trú innibindur þetta alt. Hún er þörf sálarinnar, að lifa í fullu samræmi við hið æðsta, beztaog hæsta. Sannleikurinn mikli er sá, að Jesú hefir fæðst í öllum löndum. sem ljóssækn ar þjóðir hafa bygt. Þess vegna er jóla- háto'ðin sannsöguleg. Þess vegna geta allir tekið þátt í henni og glaðst. Heið- inginn alveg eins vel og sá kristni. Vís- indamaðurinn eins og biskupinn. Trúneit- arinn eins og strangtrúarmaðurinn. Hverja trú, sem vér játum, og þótt vér játum engri sérstakri trúarskoðun, þá erum vér samt allir játendur Ijóssins. Um alla jörð, eru næstum sömu lífsörlögin öllum skráð, sem fæðast, lifa og deyja. Sami líkama skapnaður, sami blóðhiti, sama fæðubörfin. Og allir þráum vér hækkandi sól, birtu og yl, fögnuð og sælu. Allir þráum vér að verið sé gott við okkur, og okkur líði vel. Vér þráum jól. Séra Magnús Einarsson, "Svanurinn á Tjörn", forfaðir Þorsteins á Hvarfi Þor- kelssonar, segir í þeim eina sálmi, sem Sálmabókin núgildandi, flytur eftir hann: Ó, rhinn Jesú, elskan blíða, ofan komst þú himnum frá, helvítis við her að stríða hingað syndalandið á, svo oss þungum sviftir kvíða, sem á vorum herðum lá. Mér þykir vænt um þetta vers. Ein- lægni þess er svo auðsæ. Nú gerast þeir fáir, einlægu trúmennirnir í þröngu merk ingunni. Kirkjan sýndi bezt, hvaða Kristshetjum hún hafði á að skipa í heimsstyrjöldinni síðustu. Friðarmerkið var fótum troðið. Bróðurkærleikinn sví- virtur. Helgidómurinn ræningjabæli. Kristskirkjan er svæfð svefnþorni okrar- anna. Hún er ambátt auðkýfinga og harðstjórnar annars vegar, og tindiltá jazzins og farfapúðans hins vegar. Kirkj- an, veltandi undan brekkunni, á nútíðar- vélhjólunum, með Jahva og Mammon og Krist og Mars fyrir altarinu, á lítið orðið skylt við "Jesú, minnar sálar söl", því hér eru öfl helvítis, myrkrið, sett í hásæt- ið með ljósinu. Jólafögnuðurinn breytt- ur í glysmangarahátíð. Það er því auðséð, að kirkjan og Jesú eru orðin sitt hvað. Jesú, er elskan blíða, i eins og Magnús prestur á Tjörn kemst að j orði, sem kemur frá himnum til að stríða I móti valdi syndarinnar á jörðinni, svo j kvíðinn hyrfi úr sál vorri. Enn þá sama ' hugmyndin: sólin að hrekja burt myrkrin, í svo oss líði vel. Vorir fornu ljósguðir j herjuðu líka á jötna myrkursins. Alstað- j ar býr þessi saiha frumtrú. Þrá manns- j ins til ljóssins. Brennandi löngun anda og holds að frelsast frá myrkrinu. En kirkjan, eins og hún er nú, er ekki þessa eðlis, þótt hún ætti máske að vera það. Þótt reynt væri að gleyma öllum glæpum hennar, en minnast aðeins þess, er hún hefir gott gert, þá verða það ekki nema sérstakir meðhaldsmenn hennar, sem trúa henni í framtíðinni fyrir Jesú- hugmyndinni, syni himinsins, ljósþránni, vortrúnni. Til þess hefir hún of trúlega gengið í fótspor Gyðinganna, á liðnum og yfirstandandi tímum, og krossfest Jesú daglega. NiðurTæging kirkjunnar stafar af því, að hún batt lifandi anda meistarans mikla í dauðan bókstaf og svæfandi form, sem hundruð deilda hennar naggast og bítast og berjast um, enn þann dag í dag, með sverðið og veldissprotann að merki. Nú er andi hennar orðinn það, sem Stephan kemst að orði, um Biblíurímurnar forðum. En þess vegna er minnst svo dapur- lega á kirkjuna hér, að hún virðist hafa, viljandi eða óviljandi, gert samband við verzlunaranda vors vestræna heims, til að draga úr andlegri hrifningu og háleit- um fjálgleik Ijósshátíðarinnar miklu, fæð ingu Jesú, með hinum mikla kaupþys, prangaralátum og skrumskellum, sem algerlega hafa gleypt alla jólahelgina, og látið menn gleyma Ijósi því, er leita bar — stjörnunnar björtu, ástinni til alls sem lifir, jöfnuðinum og kærleikanum, sem Kristur kenndi, og frumhugsjónum fylgj- enda hans, sem létu eitt yfir alla ganga, skiftu brauði sínu hver með öðrum, og elskuðu hver annan sem sjálfa sig. Til hvers er oss að syngja: — Nú gleðifregn oss flutt er ný — og Sjá, morgunstjarnan blikar blíð — og Velkominn vertu — og Upp gleðjist allir — og Nú eru byrjuð blessuð jól — og Syng guði dýrð — og Hin fegursta rósin er fundin — og Dýrð sé guði í hæstum hæðum! — og í dag er glatt í döprum hjörtum — og alla, alla jólasálmana, meðan hugur vor og hjarta eru barmafull af myrkri og dauðalofti sérdrægninnar og síngirninn- ar, haturs og hefnda, öfundar og illsku, yfirdrepsskapar /og yfirmennskulöngun- ar — í einu orði sagt: öllu því, er Kristur kom í heiminn til að frelsa mennina frá? Er ekki kominn tími til að kasta hism- inu og leita kjarnans? Eg er svo mikill jólamaður, birtumað- ur, vortrúarmaður, þrátt fyrir grýtt og hrjóstrugt umhverfið, að eg trúi því, að jólahugsjóninni, í sinni fegurstu mynd, tak ist að lokum að gera lífið langtum far- sælla, og miklu sólríkara, en skammdegi þess er nú. Þetta er himnaríkið mitt, sem eg horfi upp til, hérna neðan úr rökkrinu. Og það er svo hátt og breitt og langt, að í því rúmast allir himnar allra maivna, að fornu og nýju. — Þetta er jólagleðin mín. Daginn tekur að lengja. Gleðileg jól! Þ. Þ. Þ. Salmagundi. Óbugaður. (Invictus). Eftir Wm. Henley. Þótt mynduð væri í myrkra geim, Er mannheim lykur, eins og skál, Eg vildi þakka verund þeim, sem vakti mína styrku sál. Þótt örlögin mér gyldu grátt, Þeim gerði eg líka nokkur skil. Og ennþá ber eg höfuð hátt, Þótt hafi blóðgast af og til. Eftir heimsins arg og tár Mér ógnar bið í skuggans val; En fyrir handan Öld og ár M3g enginn hræddan finna skal. Og þótt mér hótist hverskyns fár, Og hörð sé leið um tímans ál. Eigin skapa herra hár, Eg hlýt að stjórna minni sál. P. B. An old man. oí rather a seedy appearance, applied for lodging íor the night at the Saskatoon city jail recently. His plea was that he could find no work that he could do, and was destitute. His request was readily granted, and he was given a cell to sleep in. During the night he blcw out his brains. In the morning the necessary machinery appropriate to investigate a "case" of this nature was set in motion. The nian's past was probed, his circumstances investigated, his relatives notified and his carcass exa mined. Two surgeons gave consider— able titvie towards ascertaining the man's physical condition, and their findings were that he had cheated life out of only a few months, there being evidence of a cancerous growth in the stomach, and the appendix diseased. The jury then sat on it, bringing in the verdict that death was brought alxiut by a revolver in the hands of the deceased ,the act being probably ¦£ommitted in a fit of des- pondency due to ill health and desti— tution. The remains were laid away with appropriate sanctimotiousness, and the incident of the man's death closed, except for'the necessary ent— ries in the city's expense account. In a Saskatchewan village a wo— man, in her late fifties, lay in bed, a peaked little girl of eleven buzzing about the stove and trying to do the "housevvork'' there was to do. The shack in which they dwelt was pity- fully linadequate ; the furnishings were such as one might expect to find in the first home of a single home- steader. The larder had very little sustaining fare. It was plain that the woman was in the late stages of pulmonary con-- sumption. It was equally plain that the little girl, the youngest of the woman's 14 of fspring and now left to fend for them as best she could, was in the earlier stages of the same dis- ease. Of the two other surviving children one boy had come under the eye of a benevolent association and was in a sanatorium. (He has since died.) The husband and father was away somewhere, presumably work— ing, but failing to provide. For months the woman and her daughter had been cared for, after a fashion, by líind-ihearted neigihboulrs, some of whom had not a great deal to spare. But such help as they provided sufficed merely to stand off for the moments absolute want, and miti— gating in but small measure the misery of life on such terms. Authorities were appealed to. They could do nothing. As individuals they would be glad to donate some- thing tow/ards the support of the needy. P>ut there was no public machinery that could be put in mo- tion to sup^plant the natural pro- vider of the family. The man. was a sot and a ne'er—do—well. It was an unfortunate affair; but there was nothing to be done. * * * I don't know whether there is a moral to be found in either of the cases cited above. But the point at issue in the first is while the old man, ill an destitute, is still with us in the flesh there is nothing to be done for him beyond giving him lodging for the night in the*city's "lock-up". As soon as he is decently — or at least thoroughly — dead, there is the liecessary machinery to investigate his life and examine his "innards" for whatever was the matter with him. The woraan will eventually be in— terred, and decently interred, I have no doubt, at the public expense. The girl may come around, and live to have fourteen offsprings and die of old age; but luck will have to favot her. In any event she will have been done out of her childhood and the education and opportunities nor- mally due her. She has her fathev to thank- but somehow that doesn't seem to mend matters very much. The stubborn fact is that circumstances over which she has not the least control are bearing down upon her and crushing her. DODD'S 1 KIDNEYl /, PILLS "Ubetes 0; ð» DODD'S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd's Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. As Christmas approaches it is difficult to keep the mind from straying to the class which this little girl typifies. There is some comfort in the thought that their case is not so thoroughly bad as it might be — they are assured of de- cent burial when they shuffle off. But while on the roster of the living there is very little that can be done. It may I>e pointed out that no end of benevolent sooieties, religious and lay, are applying themselves and their means towards helping in ex— treme cases of misery. For which small mercy, great thanks. But it can be, at best, but feeble gestures of sympathy, because these societies are not attacking the disease of want and misery, but merely its outward effects. To provide at Christmas a hamper of tasty food and warm clothing for a numerous family liv— ing in a one-room shack on the outskirts, is a fine act of sympathy. It will fill the bellies and make glad the hearts of the recipients. Whether it will help to raise the standard of living of the family to the plane of which. by very reason of their exis— tence they are entitled, is another matter. * * * It is, I am told, a difficult pro— blem. The point is conceded. Wheth er it is quite as difficult as it is made out to be, is open to doubt. There are many whose opinions are deeply entrénched in the excellence of our present social and economic systtms, and these are to be conjured with. They are satisfied with it; they are doing exceeding well under it. Why desire a change ? It is this very body of opinion vvhich has most to say about an.y changes in the sys— tem; therein lies the chief difficulty. It would not, for instance, be tre— mendously difficult to put the matter of public health on such a basis that anyone ín need of medical or sur— gical attention could be assured of skillful and timely help whether or not his purse was adequate to the occasion. As it is ,one in ten of people over forty die from cancer in this country; and cancer, I read, is fairly easily diagnosed and overcome in the earlv stages. Is it, then, that people do not submit thetnselves to examination often enough if the initiative is left with them'?. Woukl not a thorough and systematic semi— annual examination of people over forty tend to the dvscovery of can— cerous growths in time to stay their further progress? Would it be in— fringing too much on the liberty of the individual to make it obligatory for him to submit himself for exa— mination every six months at the public expense, for his ovvn good and for his preservation as an economic asset to the state? I ask in all humility. The child is entitled to a fair start in life, wherever and under whatever conditions he enters upon it. He is entitled to a fair edu— cation and a good fund of health at the expiration of his public school— ing. I do not hear the statement challenged, so assume that it is con— ceded The state that does not pro— vide for the child and the youth in this measure is derelict in its dutv.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.