Heimskringla - 26.01.1927, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.01.1927, Blaðsíða 2
2. BLAÐSlÐA TIEIMSKRIN GLA WINNIPEG 26. JANÚAR 1927 Innskot. Er eg tók blaðið Heimskringlu í j hönd og leit yfir innihald þess, varð fyrir niér fyrirsögnin ‘‘Stökur’’. Við, sem fædd og uppalin erum i: þessu landi, og höfum þar af leið- arjjli Island aldrei augum litið, höf—j um ekkert af því að segja nema gegn . um foreldra, blöð og bækur, eins og | flest vestur-islenzk ungmenni. Eg hygg aö ekkert dragi okkur nær þjóö j og landi en skáldskapurinn, ekkert: sem betur vekur virðingu og ást til , iandsins, sem ól okkar foreldra. j Ekkert, sem kynnir okkur þjóðina eins vel. Ekkert, sem eins vel vökvar: hinar dýpstu rætur þjóðarandans, svo að hann haldi áfram að þróast, þó i öðru landi sé. Það eru vist óvíða til kvæöabækur eftir beztu skáld Islands, svo að hin unga kynslóð fái tækifæri sem skyldi til að kynnast þvi bezta, sem þjóöin frá fyrstu tíð hefir haft til að bera. Þiö ritstjórar Heimskringlu og Lögbergs, geriö það ekki fyrir gömlu ' karlana og konurnar einungis, ef þið léðuð einhvern part af blööunum fyrir vísur, hvort sem þær eru eftir j g-ömlu skáldin heima eða eftir þau hér, eins og F. H. kemst að orði. ■ Eg hygg að margir séu honum þakk. , látir fyrir svo góða byrjun, ekki sízt fyrir það, að hafa það svona fjöl— , breytt, til að kynna okkur sem flesta bragarhætti. Halldór B. Johnspn. Bréf til Heimskringlu (Frá fréttaritara Hkr.) Markerville, 15. jan. 1927 Tíðin hér hefir verið góð síðan fyrir jól; fyrri partinn af deseniber nokkuð köld, með stormbyljum, tals— verðu frosti og snjófalli nokikru. Nú er aftur kaldara í veðri og vetrarút— lit. I haust yfir októbermánuð, var tíðin stillt; bætti hún nokkuð um eftir hina löngu óhappatiö, sem hald— ist hafði hvíldarlitið um 6—7 vikna tíma, og valdið stórskemmdum á allri kornuppskeru, sem eldki mun víð i hér í grend óskemmd. Ejnnig spilltust sumir akrar af frosti í júlí og ágúst, sem mun hafa gert meiri skaða en haustáfellið, þó vont væri. öviða mun hveitikorn reynast nr. 1—2, en viðar 4—5. — Hér mun þresking almennt hafa verið lokið við endi október— mánaðar. Margir munu hafa misst tíluvert, sem varð bleytunni að her- fang'i; ivarð aldjrei slegið. ; Korn— magnið mun víða hafa verið rnikið að vöxtum, en lítið að gæðum; heyrt hefi eg getið um 22—25 mæla af ekrunni af hveitikorni, en minna á mörgum ökrum. Heilsa fólks nú almennt góð. — Skömmu fyrir jólin veiktist St. G. St. skáld hastarlega, Og hefir legið rúmfastur siðpn; mun nú vera á nokkrum batavegi, þó hægfara. Markaðsverð á korntegundum mun vera hér um bil þetta; Hveiti, mælir— inn, nr. 1, $1.08; nr. 3, 99c. Hafr— ar, mælirinn, 2 C. W., 41c. Bygg, nr. 2 C. W., 43c. Smjör. pundið 36c. Egg, tylftin 40c. Svín $10.50. Hér ber fátt til tiðinda, sem mark— vert er, og læt eg þtta duga að þessu sinni. Verði svo þetta nýbyrjaða ár farsælt og friðsamt, ritstjóra Heims— kringlu og lesendum hennar. um, að þeim varð ofurefli að vaða móðuna miklu. Þess vegna þykir mörgunt, sem fargi sé af þeim létt, þegar mesta skammdeginu er lokið og fyrsti sólarsigurinn unninn. Nú er sá sigur nýfenginn. Við erum komin yfir vetrarsólhvörfin. Dýpsti áll skammdegismóðuimar liggttr að baki. Blessuð jólahátíð— in er upprtinninn. — 1 fyrndinni voru jól haldin hátíð— leg í minningu Mítra sólguðs. Og það var ekki fyr en skömmu eftir 350 e. Kr., að farið var að halda 25. desember hátíðlegan sem fæðingar- dag Jesú. Menn vissu ekki, á hvaða tíma árs hann fæddist, og vita ekki enn. Af þv't fara engar skýrar sagn— ir. En dkkur, sem dveljum á norö— ttrhveli jarðar, þykir vel valinn tím— inn til fagnaðarhátíðar meistarans. Okkttr finnst eðlilegt, að fæðingu hans hafi borið að unt leið og sól vann fyrsta sigttr á myrkri vetrarins. Kristur var ljós— og ylgjafi. Og segja má, að vetrarsólhvörf hafi orðið í andlegtt lífi þjóða við fæðingu hans. Fyrir kotnu Krists var eins og and- leg sól færi að mörgu leyti lækikandi á lofti. Trúarbrögð Róniverja voru að þrotum komin. Þau fttllnægðu ekki trúarþörfinni lengttr. Og úr þessu var reynt að bæta nteð því að talka ýmislegt úr öðrum trúarbrögð- um og sameina þaö hinutn rómversku. En.það kom ekki að míklu haldi. — Megnasta efasýki og lítilsvirðing fyrir lífi og tilveru greip hugi tnarga. Siðferði versnaði. Lífs— þreyta og svartsýni óx. Og eftir herleiðinguna, fór trúar— lífi Gyðingaþjóðarinnar hnignandi. Kröfum spámannanna um siðgæði og innra guðssamband, var ekki skeytt. Guðsdýrkun var fólgin í því, að fjölda ytri fyrirskipana væri fylgt út í yztu æsar. Sá, er fylgdi þeim nokkttrn veginn vel, var talinn rétt- látur, hvað sem framferði hans leið. Guðsdýrkunin var gengin á glap— stigu. Eitthvert andleysisntyrkur hafði náð tökum á trúarvitund flestra forsprakka Gyðinga. Og einhver kulda_ og kæruleysiskólga hafði lagst yfir hinn róntverska heim. i Þó var trúarþörfin undirniðri bæði tneð Gyðingum og Rómverjum. Ef til vill var andlegttr þorsti alþýðu aldrei jafnbrennandi og þá. Menn Ieituðu' svölunar, en fundu enga. — Mannsandinn, sent aldrei unir til Iengdar við efnisheiminn tómann, þráði eitthvað ævarandi og göfugt. Hann kveinaði og kallaði á ljós. O," þá fór, eins og jafnan hefir farið og jafnan mun fara, er líkt er ástatt: Þegar Ijósþráin er orðin nógu sterk i brjósttim mannanna, kemur æfin— lega svar frá guði. Fylling tímans var komin og sól— hvörf fyrir dyrum. Birta drottins Ijómaði skyndilega i mannheimum. Frelsari fæddist á jörðu. Lítið sveinbarn vafið reif— um, lauk upp augttm og leit á til— verttna hér. Og nokkrir sáu him— að ýmsu í augum ntanna í ljósi meist— arans. Eilifðin blasti við betur en áður. Og hvar sein. hann fór, spruttu lífgrös í sporum hans. Allstaðar var hann Iæknir, græðari, fræðari, skjól og skjöldur þeirra, er engar áttu 'hlíf ar, einstakur, flekklaus og öllum hærri. Þeir voru fáir, sem þetta sáu þá. Seinna viðurkenndu það ntiljónir manna, — að minnsta kosti i orði. — að mat hans á hlutunum sé rétt— látt og gott. En þó, varð lífsspeki meistarans sárfáum inngróin, eins og allir vita. Samt fór sól hækkandi í Iofti um hríð eftir komu hans. En nú eru liðnar 19 aldir, síðan þau sólhvörf urðu. Og fyrir langa löngu er aftur fariö að vetra. Kirkjan vildi kettna lífspeki Krists og læncLa mönnum á ljósið. En stundum urðu kenningar hennar að þoku og skýjabólstrum, er byrgðit hina andlegu sól, stundum að storm— um, sem þyrluðu ryki í augu manna. Og rökkrið tók aftur að færast í aukana. Gantla matið á hlutunum gekk aftur í gildi. Hrollkaldir næð— ingar hugsjónaleysisins tóku að blása um hugi manna. Og vængirnlr á eilífðarþránni frusu fastir við efn— ishyggjuklalkann. Og nú er loks svo komið, að ýms— ir hyggja, að þjóðirnar sétt staddar i svartasta skammdegismyrkrinu. — Ögurlegar plágur hafa herjað þessa álfu undanfarin ár. Heift og styrj- aldir, httngur og drepsóttir, grip— deild, gremja, ásælni og öfund, hafa vaðið uppi hvaðanæfa. Vandræði steðja að á öllutn sviðum. Stjórnmál. in eru spillt, kirkjan máttlaus, vís— ir.din ráðþrota. Vonleysisþoka læð— ist um hugi, og kuldi smýgur inn i brjóstið. Menn biðja um Ijós og lið. Og eilífðarþráin berst um og biðttr eftir þeim, sem þiðir hina frosntt vængi. Mannkynið dregst áfrant í myrfkri, með þungan bagga af óleystum við- fangsefnum. Er þá ekki upprofið nærri'? Eru ekki sólhvörf í nánd? Er ekki fylling tímans komin, sú, að frelsari fæðist í heiminn? * Flestir munu neita eða engu svara. En þó eru nú uppi í veröldinni um 70 þúsundir ntanna, setn svara þess— um spurningum játandi hiklaust. Það eru félagar “Stjörnunnar í austri”. I 16 ár hafa þeir flutt þann boð— skap, að andleg sólhvörf séu i nánd, að meistarinn miikli, sá, er kristnar þjóðir kalla frelsara sinn, muni inn— an skamnts konia fram hér í heimi — ekki til að dæma og fótum troða, heldur til að lækna, græða, leiðbeina og vernda litilmagnana eins og áð— ttr. Margir þeirra eru meira að segja fulltrúa um það, að kraftur hans sé þegar farinn að streyma yfir heiminn með alveg sérstökum hætti. En hér er ekki rúm til að sikýra nán— i ar frá því. Það verður gert bráð— lega á öðrum stað. Nú verður aö láta sér nægja að geta þess, að fé- ’agar “Stjörnunnar í austri” trúa Óþolinmæði. Jólasaga eftir Guðbrand Jónsson. ininn opnast í þeim attgum. En fæst j . : „v , . ... , 1 p I þvt, að svartasta mannltfsmyrkrið se ir skildtt, að nokkuð óvenjulegt væri ! .,*• , , • . x . . . ' ’ 1 * I að bakt, en t aðstgt etnmuna andlegt Sólhvörf. J ólahiiglciðing. Eitt af skáldum okkar hefir líkt skammdeginu við mynka og breiða móðu, sem við verðum árlega að leggja út í. Undanfarnar vikur höfunt við verið að vaða skammdegismóðuna. Sól hefir farið lækkandi á lofti, dög- um hallað og skuggalangar skatnm- degisnætur hlaðið niður fönn. Myrkri og kulda hefir sntám saman aukist afl og sigursældin verið þeirra meg— in. I^etta Jkanundegismyrkur lætur mannshugina sjaldnast ósnerta. Það er eins og eitthvað af því smjúgi þangað inn, seilist til munablóma og kreisti þatt með köldum, rökum fingr um. Þunglyndir menn þjást að jafn- aði mest í skammdeginu. Og svo nljög hefir mvrkrið sorfið að sum- á ferðuni. því að engin hiðrasvei: tilkynnti komtt Krists. Nei, — “Hann kom ekki i pellskrúði og purpuraljóma nteð prúðbúið riddaralið; hann lét ekki á undan sér herbttmb— I . ttr hljoma. svo heimttrinn riðaði við. Hann bar hvorki skjöld né skjóma. Hanrf lék sér sem barn milli blóma, hann, fulltrúi kærteifkans, friðarint boðberinn góði, hin fegtursta httgsjón i Israels— skáldanna Ijóði, hann, Ijósgjafinn aldanna, íklæddur holcli og blóði.’’ Hann fæddist svo, að fáir visstt af, eins og allt það, er dýrmætast er. Hann hlaut enga almenna athygli fyrst í stað. En seinna sáu menn Ijóntann. Oig í þeim ljóma gerbreytt ist verðmæti á ntörgtt. Það, sem áðttr þótti gott og gilt, vor. Trú þeirra hvilir að visu á rökum, en þó ekki mestmegnis á þeint. Hún er fremur rttnnin af hinu, að hið innra með þeint hefir vaxið upp sannfærittg fyrir því. að lávarður lífsins sé að kotna. Mörgum mun nú þykja ólíklega ntælt. En það slkiftir litlu. Margttr sá sannleikttr, er við metum nú mest, var áðttr með ólíkindttm talinn. Og hví skyldi ekki Alfaðir hjálpa nteð sérstökum hætti, þegar neyðin er stærst? F.ða dettjtr nokkrttm í httg. að hann muni hætta við hafið verk? Nei, — við trúum himt, að hann leiði mannkynið smánt saman út úr öllu slkammdegismyrkri nær eilíftt sumri, inn i hreinna og hlýrra lofts— lag, ttnz þvi upplýkst "nóttlaus voraldar veröld, þar sent víðsýnið skín.” En fyrir þvi flvtuni við bezt með reyndist einskisvert í þessari birtu. | því, að vinna að vetrarsólhvörfum Falsgyllingar bliknuðu'og ttrðti að, í okkar eigin sálum, — að lifa í engu. En i leirnum, þar setn enginn orði og verki þann sannleik, er við átti gersema von, sást glitra á ó— sjáum og viðurkennum,! því að svikið gttll. Hjartalag bersyndugra reyndist betri jörð en flestra hinna. sem engar stórsyndir frömdu að al— manna dómi. Landamerki góðs og ills breyttust "sannleikurinn frjálsa.’’ —Alþýðublaðið. gera yðttr Takob Kristinsson. Eiríkur E. Harold, — Harold fasteignasali frá Saskatoon, Sas— katchewan, Canada, — gekk óþolin— móður fram og aftur á járnbrautar- stöðinni í Liverpool. Hann var af— aróþolinmóður. Fótaburðurinn og hver hreyfing bar vott unt þessa sam anreknu, jaxlbítandi og alveg árang— urslausu ákefð, sem köllttð er óþol— intnæði. Hann stappaði niður fótunum, rétt eins og lestin til Edinborgar, sem hann var að bíða eftir, myndi við það renna upp að stéttinni, eins og vatnið úr klettinum á eyðimörikinni forðum, þegar Móses laust hann með staf sínum. En hún kom ekki, sem ekki var heldur von, því áætlunar— tími hennar var fyrst að fimnt mín— útum liðmtm. Svo beit Harold á þunnar varirnar og starði út eftir teinunum, og var líkastur því, sem stæði hann sjálfur við ketil eimreiðarinnar, og væri að rembast við, að láta hana hafa senr mesta ferð. En allt kom fyrir eldki, þvi að lest— in fór eftir áætluninni, en ekki eft— ir óþolinmæði Eiríks H. Harolds. fasteignasala frá Sáskatoon. Hún var reyndar ekki ein um það. En. Mr. Harold skildi ekkert í því, og það var líklega varla von, því hann var búinn að vera óþolinmóður í 25 ár. í öll þau ár hafði hann stefnt að ákveðnu takmarki. Hann hafði alltaf verið að færast nær þvt. Og alltaf hafði hann, eftir því sem nær dró, verið að verða óþolinmóöari og ó— þolinmóðari. En nú, þegar ekki var nema seiling að því, og hann var með hendina búna til grips, tók þó út yfir. Svona hafði hann beðið t stundar— fjórðung, svo órór, að hinir, sem með rósemi höfðu beðið, honum til sam— lætis, höfðu varla haft af honum augun. Svo heyrði hann másið í "feimreiðinni, og úr því fannst honum nú tíminn standa í stað, eða jafnvel hörfa aftur á bak. Og þó skifti úr því engum togum aö lestin kæmi. “Ætlar bölvuð lestin aldrei að dragnast inn,” tautaði hann á ís- lenzku. En varla var hann búinn að sl ppa orðinu, þá stóð lestin við stéttina. Og svo varð allt að einnt kvikandi mannkös. I>að var ekki ósvipaö að horfa á mannösina, eins og að lita á straum— hart fljót. Mannfólkið var eins og öldurnar á flúðinni, sem risu og sukiku endalaust. Hreyfingarnar voru eins og eldingar, sem hverjar ráku aðra, svo hart og títt, að manni gat legið við að sundla. En Mr. Harold sinnti þessp ekki. Hann þreif handtösku sína og steypti sér, — öðruvisi verður það ekki orð að, — inn i röstina. Straumurinn var harður. og sitt á hvað. Sumir ætluðu inn i lestina og aðrir ut úr henni, og vék enginn fyr ir öðrutn, og ekki heldur fyrir Mr. Harold. En hann skildi það ekki, því að hann hafði nú verið óþolin— móður i 25 ár. Svo beit hann aftur á vörina, — hann hafði alltaf gert það. þegar mikið lá við, og nteð góðurn árangri, — og klauf strauminn. svo að allt sópaðist til hliðar. Og fólkið i kös- inni. heiðarlegir útsláttarlausir Ixtrg- arar, setn gengu cftir götu lífsins tneð seinagangi almanaksins, litu hissa á þenna berserk. sem óð fram, bít— andi skjaldarrendur, og skeytti um ekkert nema sjálfan sig. Svo litu þeir á klukkuna — hið sitifandi hjarta i lifi þeirra, — og hristti höf— uðin stein—grallaralausir. -— Nógur timi. En Mr. Harold ruddist inn i lest— ina, og kastaði sér í sæti í hornintt hjá glugganum t einum fvrsta flokks klefanttm, og leit með fyrirlitningu á hópinn. — Að hann skyldi hafa þol- intuæði til að bíða þetta. Hann leit á klttkkuna: “Skyljli lestin ekki ætla að komast af stað ?” Svo fór um hana titringur, hún tók kipp aftur á bak, og skreið svo eins og ormttr úr hýði út ttndan gler— hvelfingttnni, fyrst hægt og hægt, en svo fljótar og fljótar og fljótar, ttnz hún þaut eins og kólfur áfram, á— fram. — — Það féll eitthvað. sem líktist ró, yfir Eirtk E. Harold frá Saskatoon. Það var eins og lestinni tækist að verða óþolimnæðinni í honum sam— síða. Hann tók upp dagblað, hallaðist upp í hornið og reyndi að lesa. En blaðið hneig fljótt ofan á kné hon— um. Hann starði fram undan sér. Og öll árin, — þessi löngu 25 ár, liðtt um hug hans. Stundir og dagar, vikttr og mánuðir, og árin, — öll þessi drepandi ár. —----------- — Hann hét Eirtkur Eiríksson og var úr Reykjavik. Faðir hans var Har— aldsson, — þaðan kont honum nafn— ið Harold, — og hann hafði verið á skútu, — einni af fyrstu skútunum, aði, einu sinni þegar hún var vel vátryggð, — og slíkt bar stundum við i þá daga, — og faðir F.iriks drukkn aði. Þá var hann tveggja ára. Móöir hans reyndi að halda sér og honuni frá sveit. Hún bar vatn, fór i lattgar, var i kolum og í öllu, sem hægt var að fá peninga fyrir, hvort sem erfitt var eða ekki, svo hún hefði ofan í sig og drenginn. Bæinn, sent hún bjó i, í Skitggahverfinu, átti hún. Það var léttir að því. En róðurinn var samt þungttr, og einn vetur var henni hvað þyngstur. Atvinnan brást og margoft haföi hún ekki mat nema handa Eiríki einum. Hann var þá á 15. ári, og var hafður til ýmiskonar vika hér og hvar. En til sjós hafði móöir hans aldrei viljað láta hann fara. Margir lágtt heni á hálsi fyrir það, en hún mundi eftir vátryggðu skútunni, og lét sér á sama standa. Svo kom þessi vetur. Það var ein- muna tíð. Annan eins vetur mundu varla elztu menn. Snjór féll fyrst á Þorláksmessu. En fyrir fálæk- linga var það fimbulvetur, þrátt fyrir alla blíðu. Það var, eins og á óskilj— anlegan hátt, komið drep i alla at— vinnu. Svo sagði hún sig til sveitar í 9. viku vetrar. Fátækranefndin, — þessi óbilandi hjálparhella allra þeirra, sem engan eiga að nenia föðurlandið, — hélt fund nteð umræðum og atkvæða— greiðslum um tillögur og rökstudd— ar dagskrár, og samþykti að Ieggja Þuríði framfærslufé, en að fá Ei- riki farareyri til Vesturheims. T þá daga var Canada vara-sveitasjóður allra hreppsfélaga á Islandi. Eiríkur mundi eftir seinustit jólun- unt, í bænum hjá móður sinni. Hon- um gleymdust þau aldrei. Þau höfðu geirneglst inn i vitund hans. - Það var logndrífa, — skæðadrifa, — úti. Þetta einkennilega, niilda vetrarveður, sem á svo vel við jólin. / Móðir hans hafði hrísgrjónagraut og hangikjöt á borðum. Og síöan hafði sá matur, þó hann hefði reyndar borðað margar krásir eftir það, virst , honum vera það eftirsóknarverðasta sælgæti í heimi, — og hann hafðt aldrei bragðað hann siðan. Svo j kveikti hún á jólahrislunni. Það var ekki Iifandi grenitré með angandi barri, eins og nú tíðkast. I>að var , staur, — venjulegitr, stvalur, illa heflaður staur, og í hann voru rekn— ar tegldar spýtur, svo sem i greina Stað; en allt var vafið þurkuðu lyngi. A trénu loguðu 5—6 kerti, og á borð inu lágu niórauðir, islenzkir ullar— sokkar, — það var breiður, hvitur jaðar á bolunum að ofanverðu. Þá , hafði Þuríður prjónað sjálf handa Eiriki, — það var allur sá farareyr— ir, sem hún gat lagt honum. Þeir höfðu kostað sjálfsafneitun, sem var jafnvirði auðæfa, er kaupa mátti fyr- ir borgir og skrúðgrænar lendur, ef sjálfsafneitun væri lögeyrir. Og Eiriki fannst ljóminn af mislitu kert— isskörunum vera sú dýrlegasta birta, sem hann hafði séð. Fyrst í janúar fór Eiríkur til Vesturheims, á kostnað föðurlands— ins. Hann stóð lengst aftur á þilfari á “Lauru” gömlu og leit inn yfir bæ— inn, — þenna kotbæ, þar sem hver þekkti annan, og vissi hvort köttur nágrannans var grár eða bröndóttur. Hann leit inn yfir bæinn, og sá grilla í steinolíutýrurnar á götunum. og honum fanst eins og hert væri að hjartanu í sér. Það var þessi ein kennilega tilfinning, er grípur mann þegar maður er að skilja við ein- hvern eða eitthvað, sem manni er kært. Það er ómögulegt að lýsa þessunt bæði likamlega og andlega sársauka, sem er blandinn þvi beiska hunangi, sem gleðin þá er, og sem. þó furðulegt megi virðast, fylgir öll— ttm raunum. Það var' útfararbl!ær yfir öllu, en hann vissi ekki, hvort han.n var líkið eða syrgjandinn. Og honum fannst eins og frá bæn— um legði út til hans ilminn af sið— asta jólamat nióöur hans, og bjarnt- ann af ljósunum á jólatrémt henn— ar. Hann fann, að honum var jnt rykkt meö rótum upp úr stnum eðli— lega jarðvegi. Og hann fann. að hann þurfti að komast t hann aftur. Þar og hvergi annarsstaðar gat hann þrifist. Hann vissi, að hann gat ekkt snúið aftur nú. Og hann óx allt i HIÐ NÝJA | GOLDEN GLOW | SPECIAL EXPORT ALE j “BEST BY EVERY TEST” Nú fáanlegt fyrir leyfishafa í Manitoba. I Vagnarnir fara alstaðar. | Pantið það í kössum eða smákössum frá hinu » nýja ölgerðarhúsi voru í Ft. Rouge. f í PELISSIERS LTD. j I i hD SIMI 41 111 Yilt þú komast áfram Velgengni er einungis þeirra, sem eru reiðubúnir að grípa tækifærið, þegar það gefst. Eruð þér? Eða eruð þér ánægð að fljóta úr einni lágt launaðri stöðu í aðra? Nútíðar verzlun krefst þekkingar og kunnáttu. Hún bíður ekki eftir að óreyndir byrjendur læri einhvern graut í starfi sínu. Látið ekki vankunnáttu standa yður fyrir þrifum. Byrjið kaupsýslustarfið rétt. Elmwood Business Col/ege veitir fullkomna kenslu í öilum kaupsýslufögum. Sér- stakar greinir kendar ef æskt er. Ágætlega Iærðir og hæfir kennarar, sem hafa haft virkilega starfsreynslu, tryggja gagnkvæma kenslu. Sífeld eftirspurn eftir ELMWOOD LÆRLINCUM. ........... Verð: Námsgreinir Bookkeeping, Typewriting, Shorthand, Spelling, Composition, Grammar Fiiing, Commercial Law Business Etiquette High School Subjects, Burrough’s Calculator. Skrifið eftir fullum upplýsingum til skólastjórans. 210 HESPLER AVE., ELMWOOD. Talsími: 52 777 Heimili: 52 642 Á máúuðl Dagkensla........$12.00 Kvöldkensla.......5.00 Morgunkensla .. .. 9.00

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.