Heimskringla - 09.02.1927, Blaðsíða 2

Heimskringla - 09.02.1927, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA TIEIMSKRIN GLA WINNIPEG 9. FEBRÚAR 1927 Nýtt skilningarvit- Eftir Þórberg Þórðarson. (TekiS úr Alþýðublaðinu.) V. Heilvita menn deilir varla á um nauSsyn alþjóðlegs hjálparmáls. — Þróun félagslífsins heimtar það. Einiskip, járnbrautir, flugvélar, simi, loftskeyti og víövarp, hafa svift burtu einangrunarmúrunum, er sam- gönguörðugleikar fyrri jalda hlóSfl unthverfis lönd og þjóð.ir. Andleg og efnaleg viðskiíti milli landa og heimsálfa vaxa hröðum skrefum með ári hverju. Hugsjónir, stefnur, á- huganxál, menntastofnanir, iðnaður, vísindi og listir. trúarbrögð og verzl un, í fáum orðum sagt þensla and- legrar og likamlegrar orícu, er að sameina þessi dreifðu og sundruðu landakríli i eitt allsherjarriki, eina allsherjar samábyrgð sálrænna og verklegra krafta. Allt lif vort, atvinnu vora, mennt-. un, þekkingu, siðferði, vistarverur, föt og fæði, eigum vér að miklu leyti undir öðrum þjóðum. Og brot af lífi sinu og menningu eiga þær einn, ig undir oss. Engri þjóð er lengur hollt né kleift að hokra einangruð í sinu horni. Þótt náttúrugæði sumry landa leyfðu slíka búnaðarháttu, þá myndi það ala af sér andlegan kyrk- ing og kyrstöðu, baka þjóðinni hnignun og andlegan datiða. Rás mannlifsins svnir. að andlegt lif og verkleg afrek þrífast þar bezt, sem samgöngur við aðrar þjóðir standa t mestum blóma. En einangraðar þjóðir veslast upp úr andlegri úr- kvnjun.* Fjöldi alþjóðaráðstefna og alþjóða þinga konta saman á hverju ári og brjóta heilann ttm sameiginleg vel- ferðarmál alls mannkynsins. Miljón_ ir manna ferðast á ári hverjtt borg úr borg. land úr landi, álftt úr álfu. Elöð, bækur og uppgötvanir fljúga á vængjunt vindanna hnöttinn hring- inn i kring. Þetta er aðferð þróun- arinnar til að vikka hinrt jandlega sjóndeildarhring einstaklinga og þjóða. En öll alþjóðleg viðskifti eiga við einn höfttðerfiðleika að etja. Það er mismunur hinna mæltu mála. Hann leitast við að einangra og útskúfa. Hann innrætir þröngsýnar mannfé- lagsskoðanir og skapar kotungslegar httgsayr. Hann blæs upp sérgæð- ingslegan ættjarðarhroka. Og hann stuðlar að þjóðahatri og blóðugttm stvrjöldum. Hann ónýtir að ntiklu leyti þá ávöxtu, setn alþjóðleg við- skifti hugar og handar gætu borið þjóðum og einstaklingum. Og loks sóar hantt óhemjti tíma og orku. Suni alþjóðgþingin eru augljósast vitni þessara sanninda. Fundastörf, seni Esperantistar vinna á þrem dög- ttnt í Genf, taka tíu daga, þegar þing störfin fara fram á þjóðatungunum. !Mikið af þingtimanum fer í að þýðtj. ræður og fundasamþykktir af einni þjóðtungunni á aðra. Þetta gerir fundarhöldin þrevtandi leiðinleg. — Margir fundarmenn skilja ekki nánd- arnærri til fttlls tungur þær, sem þar er leyft að tala. Mikið af fundar— störfum fer fvrir ofan garð og neð- an hjá þeim. Þeir þjóðafulltrúar, sem eiga þær tungur, er fundahöldin fara fram á. ráða þar löguni og lof- um. Þar drottnar hróplegt misrétti. Qg síðan rísa ttpp deilur milli ríkj.i um það, hvernig skilja beri þýðingar á hinttm og þessum atriðum í fundar. samþykktunum, er fjalla unt hags— tnuni rtkjanna. Á friðarfundi Þjóðabandalagsins, er haldinn var 28. ágúst til 3. sept- etnber í sumar, ríkti t. d. megnasti tungttmálaglundroði. Og margir fttndarmenn kvörtuðu sáran ttndan vöntun á sameiginlegtt tungumáli. • Allir þessir meinbugir hinna mæltu ntála, er verða að sama skapi bagan- legri, sem alþjóðleg viðskifti auk- ast, — þeir hafa opnað augu manna fyrir nauðsyn á léttu og attðlærðu alþjóðamáli, hjálparmáli, er allar þjóðir læri og kunni jöfnum höndum móðurmáli sintt. Sá dýrlegi dagttr er ekki ýkja langt fram undan, að sltk alþjóðatunga verðttr talin jafn— nanðsynlegt og ómissandi ntenning- artæki, sent bækur, viðvarp og loft- för. Þú átt ef til vill erfitt nteð að gera þér svo ntikinn menningarþroska í hugarlund. Þér er tamara að stara 4 villutýrur forfeðra þinna en menn— ingarstólpa ókominna kynkvísla. En reyndu að setja þér fyrir sjónir öll þau tákn og stórmerki, sem gerst hafa á láði og legi, síðan langamma þín stafaði sig fram úr Jónsbókarlestri, við grútarkolu inni í gluggalausri ntoldardyngju og langafi þinn svalt til bana og barði í hel umkonutlaus— an sveitarómaga samkvæmt “'húsag— ans skikkan’’ Þá ættirðu að geta rennt grun í, að veröldin stendur þó að minnsta kosti el|ki eiliflega í stað. Oss hryllir upp, er vér reyniim að skilja svaðilfarir forfeðra vorra \ smáfleytum fanda á milli í hafróti og hvassviðrum. Oravegu, sem þeir slörkuðu upp á líf og dauða á nokkrum víkum og jafnvel mánuðum, þýtur þú leikandi á dúnmjúkum flos— bekkjum á fjórum til fimm dögurn, jafnvel nokkruni klukkustundum. — Jafnvel heimilisiðnaðarsinnuðum forn menningardýrkendum finnast þeir timar broslega villimannslegir, er fólk varð að labba með bréfsnepil, eða stutt rííilaboð bæ frá bæ og sveit úr sveit. Og þeir ganga sjálfir svo þvervega í berhögg við dýrkun sína á uppeldiskrafti einfalds lífs, að þéir fást ekki til þess að lifa eftir trú sinni eitt einasta augnablik æfi sinn. ar. I stað þess að hlaupa eftir dilks— læri í kraftsúpuna handa fjölskyldu sinni, biðja þeir kjötsalann um það i sínia, er ameriskur byltingarseggur gerði sig að athlægi með að þröngva upp á blindar ihaldshræður samtiðar sinnar. Eftir nokkrar mínútur fær hinn trúi þjónn — seni þá er kann. ske að skrifa tímaritsgrein um gagn— semi einfalds lífs — dilkslærið sent heim til sin í lokuðum Ford.bíl. — Nokkru siðar bregður hann sér til Danmerkur á 1500 tonna gufudampi, sem snúðaður er í Flydedokken í Kaupmannahöfn, spókar sig þar á fyrsta farrými, uppstrokinn i fínum sivjotjakka og buxum frá London, í gljáandi klæðisfrakka frá Manchest. er, með sévróskó frá Vínarbiirg og silkihatt frá Lyon, í stað þess ~að taka sér far á einmöstruðum Arna- þung, klæddur í alularsikakskyrtu og skinnstakk, í hnéháum skinnsokk. um, með sortulitaða lambhúshettu á höfði, — allt samanrekið úr "hald- góðu íslenzku efni", eins og for— feður hans gerðu á sínum eftirsókn— arverðu gullaldartímum. F.n vér, sem prisuni oss sæla af að lifa i þessum hagsýna menningar— 'heimi, erum samt neyddir til að sóa mörgum beztu áruin æfi vorrar í að læra þrjú eða fjögur þung og flók— in tungumál. Arangurinn af þess— ari vitfirringslegu bruðlun á tíma og orku, er þó sjaldnast rneiri en það, að vér getum rétt komist að efni al— gengra bóka um algengustu hluti á þessum tungumálum, og þegar bezt lætur, getum vér við illan leik stam. að fram úr oss hversdagslegustu hugmyndum á hversdagslegum stöð- um við litinn hluta mannkynsins. — Niðjar vorir, sem leika sér að þvi að tala/til hjarta hvers einasta ntanns barns á jörðinni á einföldu og full— komnu alþjóðarhjálparmáli, sem þeir læra til hlítar á nokkrum vikum, — þeir munti kenna álika í brjósti um menningarvesaldóm vorn. eins og vér vorkennum vikapiltum fyrri alda og skinnklæddum farþeganum með lamb. háshettuna á ArrA—þungnum. VI. Nei. Menn greinir ekki lengur á um nauð.syn alþjóðamáls. Svo langt er þó menningunni komið. En um hitt skiftast aftur á móti skoðanir margra, hvaða tungu skuli hlotnast sá heiður að veræ gerð að hjáipar- máli alþjóða. Ut úr þessu vandamáli eru aðeins þrjár leiðir. Og þær eru I þessar: D að velja að alþjóðamáli ein— hverja talaða tungu, 2) að vékja upp til þess eitthvert dautt mál, 3) að lögfesta til alþjóðanotkunar "tilbúið” mál. Ihttgum þessa möguleika hvern um sig. Setjum svo, að velja skyldi talaða tungu að alþjóðamáli. Fyrir slíku vali gæti aðeins orðið einhver tunga stórþjóðanna. Þessi úrlausn virðist í fljótu bragði einkar-ákjósanleg. — Tungur hinna stærri þ'óða skipa virðulegan sess í menningarheimin— um. Þær eru talaðar af mörgum miljónum manna. Og þær varðveita ógrynni bóklegra auðæfa. En ef vér skyggnumst undir yfir- borð þessa úrlausnarefnis, komumst vér undireins að raun um, að slíkt val yrðr ekki aðeins mjög óhag— kvæmt fyrir meginþorra mannkyns— ins, heldur væri það að öllu leyti óframkvæmanlegt. Það, sem gerði það ótækt til framkvæmda, er ein— dregin mótspyrna allra þeirra stór— þjóða, er ekki yrðu fyrir valinu. — Þeirri þjóð, sem ætti hið útvalda alþjóðamál, væri þar með í lófa lag— ið að drottna yfir andlegu og verk- legu lífi mannlkynsins. Gegn slíkri yfirdrottnun myndu allar aðrar stór- þjóðir berjast með hnúum og hnef— um. Hugsum okkur að alþjóðanefnl kæmi saman i Genf, til þess að ráða þessu vandamáli til lykta. Geruni ráð fyrir, að nefndin, eða meirihluti hennar yrði svo slysalega • grunn— hyggin að leggja það til, að einhver þjóðatungan, t. d. enska, yrði lög- helgaö hjálparmát alþjóða. Hver yrði afleiðing slikrar til— lögu ? Allar hinar stórþjóðirnar myndu þverneita einum rónti að lögleiða easku í skólum sinum sem alþjóð— legt hjálparmál. Tillaga nefndar— innar yrði marklaus fundarsamþykkt, dauður bókstafur. Frakkar myndu meira að segja gera þá kröfu, að franskan yrði gerð að alþjóðamáli. Þjóðverjar myndu heimta þennan sama rétt han.da þýzkunni. Spánverj- ar myndu segja: Vér viljúm að móðurmál vort sé Iögleitt hjálparmál mannkynsins. Italir myndu krefjast þes?, að þeilrra hljómfögru tun ju félli þessi heiður í skaut. Rússar myndu ota fram sinni tungu. Og elkki er ósennilegt að Indverjar og Kinverjar, er voru orðnar glæsilegar menningarþjóðir, þegar við á vest- urhjari heints hökkuðum hráa dýra- skrokka og gátum börn i holum og hellisskútum, heimtuðu, að þeirra klassisku mál sætu í fyrirrúmi fyrir nýgervingtun hinna vestrænu villi- rnanna. Þetta eitt út af fyrir sig er nægi— Ieg ástæða til þess, að ekkert mælt mál getur nokkurntíma orðið al— þjóðatunga. Og eg skal taka það fram, aö þessir meinbugir eru ekl# grillur, sem eg hefi skapað. Það hefir margsinnis komið til tals úti \ heimi, að gera einhverja tungu stór. þjóðanna að alþjóðamáli, og þá oft— ast tilnefnd ensk tunga. En allar þessháttar orðagerðir hafa jafnan strandað og munu ávalt stranda á mótspyrnu þeirra stórþjóða, sem ekki hafa orðið fyrir valinu. Nú á tím - um eru vitrir menn horfnir frá svo barnalegum bollaleggingum. I öðru lagi er þess að minnast, þegar rætt er um alþjóðlegt hjálpar- mál, að allar talaðar tungur, eru geysierfiðar lærdóms nteginþorra mannkynsins. Að læra að rita og tala mælt mál fullum fetum, er þar að auki gersantlega ókleift. nema menn dveljist langvlstum í landi því, , þar sent tungan er lifandi mál á vörunt lýðsins. Hér á landi eru á- reiðanlega nokkrar þúsundir manna, sem hafa sóað miklunt tíma í ensku- nám. F.n eg efast um, að meðal allra þessara þúsunda finnist einar tiu sál— ir, er kunna að tala og rita enska tungu stórlýtalítið. Japanar segjast þurfa sjö ár til þess að læra svo ensku, að þeir hafi hana nokkurn veginn á valdi sínu. Sarna máli gegn ir um Kinverja. En esperantó læra þeir á niiklu skentmri tíma. Alþjóðlegt hjálparntál nær þvi að— eins tilgangi sínum, að allttr almenn— ingur, bæði leikir sent lærðir, geti talað það og ritað með svipaðri leikni og ntóðttrmál sitt. En. slíkri leikni nær almenningur aldrei nema ntálið sé margfalt léttara lærdóms og auðveldara notkunar en mæltu málin. Þriðja ástæðap gegn talaðri tungu sem alþjóðamáli, er sálfræðilegs eðl— is. Hún er sú, að töluð tunga, sem er séreign ákveðinnar þjóðar, verk— ar aldrei sálfræðilega sem hlutlaus sameign alþjóðp, er enginn geti helgað sér öðrum fremur. Hún fuIL nægir aldrei þeim jafnréttisanda, þeirri hlutleysismeðvitund, sem er nauðsynleg undirstaða alþjóðamáls. Hún getur aldrei orðið lifandi inn— blástur, er hefji og sanieini fjarskylda sálarkrafta. Islendingur, sent talar ensku í enskuntælandi landi, ^finnur jafnan til þeirrar misréttismeðvitundar, . að hann stendur ekki jafnt að vigi og enskumælandinn, er hann skiftir orð. um við. Tslendingnttm finnst hann vera mirrni máttar, finnst hann veri andleg undirlægja. En ef þeir skift. ast á hugsunum á hlutlausu alþjóða— máli, setn báðir kunna álíka vel og etigin einstök þjóð getur talið sína sérgrein, þá gleymist báðttnt, að hið ytra hjónt, er vér köllum mál, þjóð— erni og staðhætti, hefir gert annan að vesölunt Islendingi, en hinn að voldugum Breta. Islendingurinn gleðst af þeirri réttmætu meðvitund, að vera jafnrétthár ntálvini sínum i ríki andans. Þennan sannleika þekk— ir hver esperantisti af eigin reynd. Fyrir esperantista er þjóðerni aðeins fræðilegt hugtak. Esperantistinn sér þar ekkert nema mcnn. Þessi jafn— réttismeðvitund er undirstaða bræðra lagshugsjónarinnar. A n jafnréttis cifkcrt brœðralag. An brœðralags ckkcrt jafnrétti. Þetta eru höfuðrökin gegn töluð— um tungum sem hjálparmáli alþjóða. Ef vekja mætti upp ' dautt mál í þjónustu alþjóðlegra viðskifta, þá kæmi þar aðeins ein tunga til greina. Það er latinan. Hún var nokkrar aldir alheimsmál hinna menntuðu stétta mannkynsins. Hún hefir tvo kosti til brunns að bera sem alþjóða— tunga. Hún er hlutlaust mál og hún varðveitir merkilegar bókmentir. Hún hefir aðeins einn agnúa. En hann er lika miklu þyngri á metun— um en verðleikar hennar. Og það er þessi agnúi, sem gerir hana ó- hæfa til alþjóðlegra viðskifta, eins og þau gerast nú á timum og verða rekin um ókomnar aldaraðir. Lat- ínan er svo erfitt mál, að það er margra, margra ára þrældómur, að læa að læita henni í ræðu og riti. Hún er meira að segja svo torveld viðureignar, að margfaldur meiri— hluti mannkynsins væri um aldur og eilífð útilokaður frá að geta hag— nýtt sér hana til andlegra og verk- legra viðskifta. Latinan yrði ein— göngu meðfærileg hinum svokölluðu lærðu stéttum, sem brjáluð þjóðfé— lagsskjpun veitir tækifæri til a sóa beztu árum æfi sinnan í vitleysu. Ollum öðrum yrði hún gagnslaus bókstafur. Þar að auki fullyrða fróðir menn, að latínan sé orðin svo á eftir tím— anum, að ekki yrði komist hjá að lappa stórum upp á hana, ef hún ætti að geta fullnægt kröfum vorrar margbrotnu menningar. — Latínan !kæmi því aldrei til álita sem alþjóð— legt hjálparmál. — Um þroskagiidi latinunnar reit eg skemtilega grein í Alþýðublaðið vorið 1925 og skal þvi sleppa að henda ganian af því í þessari ritgerð minni. Þá er aðeins eftir að velja þann veginn, að velja til alþjóðanotkunar “tilbúið” mál. “Tilbúin” mál eru mörg. En einungis eitt þeirra hefir náð verulegri' hylli og viðurkenn- ingu. Það er ésperantó. Esperantö tekur margfaldlega fram öllum til— raununi, er gerðar höfðu verið til að semja alþjóðamál fram til daga Zamenhofs. Og eg hefi sýnt fram á það fyrstu köfluni þessarar rit- gerðar, að esperantó sé miklu full— komnara, auðlærðara og auðnotaðra en nokkur töluð tunga. Rúmið mein. ar mér því miður að birta hér vitn— isburða fjölda viturra manna og sér_ fræðinga um mikilleik ésperantós. Þó leyfi eg mér að taka hér upp dóm prófessors Ottó Jespersens, úr rit— fregnum er hann skrifaði um danska kennslubók í esperantó árið 1904. Prófessor Tespersen segir þar: “Esperantó er mörgum sinnum auð. veldara en nokkurt náttúrumál. Það er auðugt og hljómar vel, og það hefir nú staðist eldraunina sem rit— mál og töluð tunga." Upp úr esperantó hafa verið soðin niörg “alhéímsmál”. Ekkert þeirra hefir þó náð neinni verulegri hylli. Idó greip þó dálítið um sig fyrstu árin, einkum meðal “lærðra tnanna”. En síðan hefir það litinn eða eng— an framgang haft. Dr. Ottó Jesper.. sen varð fyrir því slysi að vera skip— aður í nefnd vísindamanna, er sauð idó upp úr meistaraverki Zamenhofs. Þá gerðist dr. Jespersen idisti. Ido er endurtekning á esperantó, i öllum atriðtim, sem verulegu máli skifta. Það, sem skilur það frá “móðurmál. inu”, er að mestu leyti smámunir einir. Idistar staðhæfa þó, að þessir smámunir gefi idó mikla yfirburði yfr esperantó. Esperantistar halda því afturá móti fram, að idó standi að baki esperantó. Prófessor Coll- inson í Liverpool segir t. d.: “Eg hefir kjmnt mér ýmiskonar alþjóða— mál, og eg er ekki i vafa um, að eg tek esperantó umfram þau öll. Það er reist á skynsamlegum málfræði- reglum, fer skynsamlegan meðalveg milli rökfræðilegrar reglusemi og fínna tilbreytinga og kröfu til hljóm. fegurðar. Hinn eftirtakanlegi eðli— legleiki og samkvæmni þess á aö minni ríiyggju rót sína að rekja til þess, að það er til orðið i heila manns, er var gæddur afburða mála— gáfu. Þaö er ekki ófrjótt miðlunar. mál óhagsýnnar visindamannanefnd- ar......” Esperantó er eina "tilbúna" málið, er náð hefir verulegri útbreiðslu. Og það eru engar likur til, að neitt ann. að “tilbúið" mál nái alþjóðahylli. — Esperantó eykst óðum fylgi um víða veröld og bókmenntir þess eflast hröðum skrefum. Esperantó er því eina málið undir sólinni, sem líkur er>j 1 til að geti orðið alþjóðlegt hjálpar— j mál. Kostirnir, sen< það hefir til brunns að bera til alþjóðanotkunar fram yfir dautt mál og talaðar tung- ur, eru í stuttu máli þessir: Esperantó er hlutlaust mál. Eng— in þjóð getur hclgað sér það annari frernur. Espcra.ntó cr sameign ger— ralls inannkytisinS. Espcrantó er margfalt auðlœrðara cti dautt mál eða talaðar tungur. Og það er margfalt auðveldara að beiia því bœði í rccðu og riti. Espcrantó er hœgt að læra að lesj rita og tala fulluni fetum, hvar sem maur er staddur á hnettinmn. ..,Esperantó cr fullkomnara en nokk j uð dautt mál eða töluð tunga. Espcrantó er andlcg nýjung, vold— j ugur innblástur.sem á eftir að frjóyga ! * og auka mcnningu mannkynsins í • borð við prcntlistina cða opinbcra'nir nýrra truarbragða. Esperantó verður sannarlega eitt— hvert máttugasta menningartæki al— inna og óborinna. (Frh.) Fyrsta fimleikaför I. R. til Norðurlandsins Eftir Bennó Það eru nú rúm átta ár, síðan fyrst var vakið máls á því í Iþrótta. ^ félagi Reykjavikur (= I. R.), að! senda ætti beztu fimleikamenn félags. * ins kringum land, að sýna fimleik.i í öllum helztu kaupstöðum landsins; þvi það rnyndi áreiðanlega vera bezta leiðin, til að útbreiða fimleikalist— ina í okkar strjálbygða landi, en fimleikar eru af mörgum taldir vera undirstaða fvrir frekari iþróttaiðk. unum og keppni í þeim, og ættu í— þróttamenn vorir að muna það bet— ur, en þeir hafa gert til þessa. Er enginn efi á því,' að t. d. íslenzka glíman yrði ólikt fallegri og til— þrifameiri, ef glímumenn vorir vildu leggja meiri stund á fimleika, en þeir hafa gett hingað til. En bæði vegna fjárskorts og ann. ara orsaka, hefir aldrei orðið neitt úr jþessum fjimletkalfeiðangri L Rl- fyr en á þessu ári (þ. e. 1923), að félagið sendi karlasveit sína íiorður á Akureyri. Þó hafði, eins og gef— ur að skilja, oft verið á það minnst innan félags, og áhuganum fyrir slikri útbreiðsluför Ihaldið vakandi. I fyrstu var tilætlunin að senda minnst 10 ntanna sveit, en er leið að burtfarardegi, koniu ýmsar óvæntar hindranir, er höfðu þau áhrif, að við urðum aðeins sex fimleikamennirn— ir, er norður fóru fvrir félagið að sýna, og voru það þessir: Björtr Steffensen, Ösvaldur Knudsen, Sig- urliði Kristjánsson, Magnús Þorgeirs son, Tryggvi Magnússon og undir— ritaður. Auk þess voru með í förinni r Steiiulór fintleiLækennari ■iBjörnsson frá Gröf, sem var umsjónarmaður áhalda, og Guðm. myndhöggvári Einarsson frá Miðdal, er var fána— geri á sýningunum. Fimleikakenn. ari Björn Jakobsson. frá Narfastöð— ttm, stjórnaði fimleikasveitinni, og æfði hana sérstaklega undir þessa norðurför, og það á hverjuni degf síðasta mánuðinn. Þótti stjórn i— þróttafélagsins og öðrum áhuga— sömum félagsmönnum, þessi sveit vera vel valin. og efuðust ekki um að húrjí myndi verða félaginu ,~tiT sónta, og íþróttastefnunni til gagns og framfara. Varð sú og raunin um sýningarsveitina, eins og síðar seg— ir II. Við lögðum af stað héðan 11. júli, með e.s. “Botniu” áleiðis til Akur— eyrar. Skipið1 átti að fara héðan kvöldið áður, en vegna bilunar á gufupipu, gat það ekki farið fyrr' en daginn eftir. Vegna þessarar tafar. gat ekki orðið úr fimleikasýningu á Oh I HIÐ NÝJA GOLDEN GLOW SPECIAL EXPORT ALE "BEST BY EVERY TEST” Nú fáanlegt fyrir leyfishafa í Manitoba. Vagnarnir fara alstaðar. Pantið það í kössum eða smákössum frá hinu nýja ölgerðarhúsi voru í Ft. Rouge. í i I PELISSIERS LTD. j í SIMl 41 111 I MO Yilt þú komast áfram Velgengni er einungis þeirra, sem eru reiðubúnii að grípa tækifærið, þegar það gefst. Eruð þér? Eða eruð þér ánægð að fljóta úr einni lágt launaðri stöðu í aðra? Nútíðar verzlun krefst þekkingar og kunnáttu. Hún bíður ekki eftir að óreyndir byrjendur læri einhvern graut í starfi sínu. Látið ekki vankunnáttu standa yður fyrir þrifum. Byrjið kaupsýslustarfið rétt. Elmwood Business Co/lege véitir fullkomna kenslu í öllum kaupsýslufögum. Sér- stakar greinir kendar ef æskt er. Ágætlega lærðir og hæfir kennarar, sem hafa haft virkilega starfsreynslu, tryggja gagnkvæma kenslu. Sífeld eftirspurn eftir ELMWOOD LÆRLINCUM. Námsgreinir Bookkeeping, Typewriting, Shorthand, Spelling, Composition, Grammar Filing, Commercial Law Business Etiquette High School Subjects, Burrough’s Calculator. Skrifið eftir fullum upplýsingum til skólastjórans. 210 HESPLER AVE., ELMWOOD. Talsími: 52 777 Heimili: 52 642 Verð: Á máliuðl Dagkensla........$12.00 Kvöldkensla.......5.00 Morgunkensla .. .. 9.00

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.