Heimskringla - 09.02.1927, Blaðsíða 4

Heimskringla - 09.02.1927, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 9. FEBRÚAR 192T l^dinskringla (StofnuK 188«) Krmnr Ot ft hvrrjnm ml)Jvlhudr(t EIGENDCR! VIKING PRESS, LTD. 853 o* 855 SARGEJiT AVE., WIJINIPKG. Talntml: N-653T VerD blaTSslns er Í3.00 árgangurinn borg- lst fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PREfcS LTD. 8IGFÚS HALI.DÓRS frá Höfnum Rltstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. ITtanðskrlit til blattnlnM! THE VIKING PRESS, L,td., Bo* 8105 1'tnnftMkrltt tll rltntjftrnnai EDITOR IIKIMSK It I Vtil. A. Koz 3105 WIVSIPEG, MAN. "Helmskrlngla is published by The Vlklng Prens I,td. and prlnted by CITY PRINTING <t PUBI.ISHING CO. 853-855 Snrgent Ave.. Wlnnlpeg, Mnn. Telepkone: .86 53 T WINNIPEG MAN., 9. FEBRÚAR 1927 Til Yestur-Islendinga. Ársþing Þjóðræknisfélagsins kemur sam an 1 Winnipeg þann 22. febrúar, eins og Iesendur íslenzku blaðanna hafa þegar séð. Fyrir hönd félagsins mælist eg til, að deildir þess sendi mér tafarlaust skýrsl ur um hagi sína og störf sín. íslenzk félög og einstaklingar vestan hafs, er starfa og stefna í svipaða átt sem Þjóðræknisfélagið, ættu með engu móti að láta það dragast lengur að gerast með. limir aðalfélagsins. Þjóðræknismenn eru og hvattir til að fjölmenna á þingi. Deildir eru beðnar að senda sem flesta fulltrúa. Ferðamenn eru sömuleiðis minntir á að haga þannig ferðum sínum, ef unt er, að þeir geti setið þingið og mót þess. Þá, er riefa vildu félaginu gamlar, ís- lenzkar bækur, og þannig varðveita þær frá glötun, eða á annan hátt greiða götu félagsins, bið eg hér með að gera mér aðvart. Æski meðlimir félagsins, er ekki eiga þess kost að sækja þing, að benda á það, er íslenzkri þjóðrækni horfi til heilla, veita ritari og forseti slíkum bendingjum fúslega móttöku. Beini eg ekki sízt orðum mínum til íslenzkra leiðtoga, og þeirra allra, er kannast við skuld sína við þjóðerni sitt, tungu, bókmenntir og foreldri, að þeir láti það ekki lengur dragast úr hömlu, að sinna varðveizlu þjóðararfsins af bróður- hug og með framsýni. Jónas A. Sigurðsson. Ritstjóraskifti við Lögberg. í síðasta tölublaði Lögbergs var til- kynning til lesendanna, frá hr. J. J. Bíld- fell, og hr. Einari P. Jónssyni, þess efn- is, að hinn fyrnefndi léti með því tölublaði af ritstjórn Lögbergs, en hinn síðarnefndi tæki við. Hinn nýi ritstjóri gerir nokkra grein fyrir stefnu sinni, sem siður er til, og fylg ir blaöið auðvitað sem fyr liberala flokkn um að málum, og þarf það engra athuga- semda við, hvorki til né frá, og því síður, sem hinn nýi ritstjóri hefir ávalt fyllt þann flokk síðan hann se’ttist að í þessu landi. Hitt er meira vert, að hann lýsir afdráttarlaust yfir löngun sinni til þess að halda drengilegan frið; óánægiju sinni yfir þeirri beiskju — sem heiftrækni má kalla — er oft hefir blandast í mála- sóknir manna, og vilja sínum til þess að kveða niður, eða skirrast, persónulegar deilur. Engum getur þessi yfirlýsing fallið bet ur í geð en ritstjóra þessa blaðs. Því er miður, að á hinni tiltölulega miklu og á- gætu ritmennsku íslendinga, hefir verið og er enn, blettur — eiginlega eini blett- urnn, sem kveður að—persónulegar á- rásir. Það hefir, því miður, borið meira á því í blaðamennsku fslendinga en nokk- urrar annarar siðaðrar þjóðar, er vér þekkjum til, að menn séu lagðir í einelti og farið svívirðingum um einkalíf þeirra, sökum skoðana þeirra eða flokksfylgis Og gr þetta sízt frekar mælt í garð Vestur-íslendinga, en heimaþjóðarinnar. Ekki svo að skilja, að ekki geti verið rétt- mætt, og enda nauðsynlegt, að ýta við mönnum, er ganga glæpsamlega á lög, eða fara í bága við almennan drengskap. En að veitast að mönnum persónulega, og reyna að gera skapgerð þeirra alla, eðlisfar og einkaKf tortryggilegt, fyrir það eitt, að þeir fylgja annari lífsstefnu, eða segja hispurslaust, en mannskemmd- arlaust, álit sitt á ýmsum verðmætum eða fyrirbrigðum, er óhæfa, sem siðaðir menn verða að reyna að gera útteega, ef þeir annars vilja gera nokkra réttarkröfu til þess að mega nefnast svo. Aftur á móti er síður en svo, að nokk- uð sé að því að deila um málefni á sæmi- | legan hátt. Hvert mál græðir á því að I það sé gert, og það jafnvel þótt menn séu j nokkuð stórhöggir. Engan vitum vér hafa lýst því ágætlegar, en skáldjöfur j Norðmanna, Knut Hamsun, er hann kveð j ur til Björnsons: ■ I “— Du brugte ei sværdet til stik! —■ endvidere saa du dig om til de saar. edes saar för du gik.”*) Þannig ættu menn að deila, að ganga með óflekkaðan skjöld af hólmi. Vér drögum ekki í efa, að hinn nýi rit- l stjóri Lögbergs riti í samræmi við yfir- lýsingu sína. Þá er og öllu óhætt, þótt bera kynni á milli um skoðanir, ogi munu ekki hljótast af vandræði milli blaðanna eða í opinberum málum Vestur-íslend- inga, meðan núverandi ritstjóri verður ; við Heimskringlu, hvort sem sú dvöl j verður til vikna eða ára. Óskum vér svo hinum nýja ritstjóra Lögbergs heilla og i velgengni við starfið. glímumenn til þeirra leikja, ef færi ann- j næstur með ritgerð: “Helgiar ar gefst? Og því þá ekki að miða eftir heimsmeistaranafnbótinni um leið? Eða er það ekki viljinn, sem flytur fjöll? Bókafregn. Kappglíman. Nú fer að nálgast hin árlega kapp- j glíma Þjóðræknisfélagsins, um $100.00 j verðlaunin, er Jóhannes Jósefsson gefur árlega í 10 ár. Ákveðið er að kappglím- an fari fram að kvöldi hins fyrsta þing- j dags, og: mega Vestur-íslendingar, íþrótta I menn sem áhorfendur ekki láta rausn- ’ ; argjöf Johannesar ser til skammar verða. Ættu sem flest byggðarlög að senda menn til þessarar kappglímu, og mega menn ekki kynoka sér við að keppa, þótt þeir hafi litla eða enga sigurvon. Er allt annað að glíma á æfingum, þótt af fullri harðneskju og kappi sé glfmt. KannaSt allir við það, sém tekið hafa þátt í kapp- glímum, að þeir sem þeim eru óvanir standa ver að vígi en hinir. Veldur því taugaæsingur — glímuskjálftinn góð- kunni sem því nær enginn kemst hjá fyrst er glímt er, eða einhyer önnur íþrótt er þreytt fyrir framan hinn “hundr aðhöfðaða áhorfanda ’. Er því nauðsyn. j legt að venjast áhorfendum, og raunar ^ ekki síður að kynnast því, hve mikið má að sér leggja framan af eh'munni, svo endast megi þrekið sem lengst til sigurs. Ekkert er líklegra en að fríður flokkur íslenzkra glímumanna gisti oss sumarið 1928, að afstöðnum olympsku leikjun- um í Amsterdam. Fara þeir þá um byggð- ir íslendinga og sýna list sína. Má þá j ekki fara svo, að. enginn hérlendur mað. ur geti tekið þá gh'mutökum, né fellt að velli í bróðerni, að minnsta kosti suma þeirra. Þetta ætti að vera í lófa lagið. Sé ekkj mestur áhugi til líkamsmennta dauður með íslendingum hér, ættu þeir að geta gert glímuna að þjóðaríþrótt, rétt eins og svo margar aðrar aðfluttar og engu aðgiengilegri íþróttir. Hefir það sýnt sig, að algerlega óíslenzkir drengir og ung- lingar hér, hafa á stuttum tíma og með takmarkaðri tilsögn, fengið áhuga á glímunni. Glímjufarir íslendinga til Noreeg og Danmerkur, hafa í báðum löndum vakið eftirtekt á gh'munni, og þá ekki síður í Færeyjum. Má ganga að því vísu, að þessar þjóðir fari brátt að leggja sig eft- ir henni. Jafnvíst er það, að íslendingar muni nota fyrsta tækifæri til þess að koma henni að á olympsku leikjunum, til umkeppni, í stað þess að verða nú að láta sér nægja að sýna hana aöeins. Er eng- inn efi á því að til þess fá þeir styrk hinna Norðurlandaþjóðanna, sem nú eru hvað óðast að vakna til meðvitundar um forn- menningu sína, oy teknar að líta upp til íslendinga sem gæzlumanna þess arfs, í stað þess að líta niður á þá, sem hálfvillta úrkynjunarþjóð, eða hálfgerða Skræl- ingja. íslenzkir piltar vörpuðu fyrstir veru- legum frægðarljóma yfir líkamsmennt Canada, þegar þeir tóku heim með sér frá olympsku leikjunum, heimsmeistara. titilinn fyrir ísaknattleik. Það ætti ekki að vera segin saga, að þeir — eða bræður þeirra fyrir sunnan landamærin — geti ekki snúið heim með sama titilinn fyrir íslenzka glímu, áður en mjögi langt h'ður. Árið 1935 greiðir Jónhannes Jósefsson síðustu $100 af $1000 gjöf sinni til efl- ingar íslenzkri glímu vestan hafs. Næsta vetur, 1936, verða olympskir Ipikir ein- hversstaðar haldnir. Væri honum of- þakkað, þótt héðan að vestan kærnu *• Tnt notaðír ekki sverðið sem títuprjón j ( þ. e. a. s. þú hjóst svöðusár!) — en þú leizt j eftir sárum hínna særðu (mótstöðumanna) áðnr , en þú gengir af hólminum. “VAKA”. Tímarit handa Islnd- ingum. Útgefendur: Ágúst Bjarna son, Árni Pálsson, Ásgeir Ásgieirs- son, Guðm. Finnbogason, Jón Sig- urðsson(frá Kaldaðarnesi), Kristj- án Albertsson, ólafur Lárusson, Páll fsólfsson, Sigurður Nordal.— Reykjavík. Prentsmiðjan Guten- berg — MCMXXVII. I., 1. jan. Hér hefur nýtt tímarit göngu sína á íslandi, og standa ekki smámenni að: skáld, listamenn, rithöfundar og fræði- menn, margir þeirra þjóðkunnir orðnir fyrir ritmennsku sína, jafnt meðal íslend.. inga vestra, sem heima fyrir. Boðsbréf- ið birti Heimskringla fyrir nokkru, og i þarf því ei annars að geta nú, en að tíma- I ritið á að vinna að umbótum og ryðja hug 1 sjónum veg um sem víðu’st svið lands- mála og listgáfu. Gefur að skilja á nafni tímaritsins, nöfnum útgefenda og inni- haldinu, að það eigi að vekja þjóðina til nýrra dáða og verða henni bæði “Fjöln- ir” og ogi “Ný Félagsrit”. Er erfitt að spá, hvernig um það muni fara, þar sem útgefendur munu ekki einhuga um allar brautir, en vonandi að þroski íslendinga sé það meiri nú, en fyrir tæpum 100 ár. um síðan, að allir megi nokkurt gagn af hljóta, en lendi ekki í ráðlausu ringli frá einu stórbúinu á annað. En tvímælalaust er vel af stað farið. Er innihaldið mjög mikið jafnbetra en það, er önnur tímarit á íslandi hafa nú að bjóða, þau er hingað koma vestur, að þeim annars ólöstuðum. Gefst nú, því miður hvorki tími né rúm að gera svo ít- arlegia grein fyrir innihaldinu, sem vera skyldi, og skal því aðeins drepið á það lauslega. Fyrstur kemur til dyra Ágúst Bjarna- son prófessor, með ritgerð, er hann nefn ir “Sjálfstæði íslands”. Skýrir inngang- urinn nokkuð frá þeim grundvelli, er Jón Sigurðsson lagði undir það og rekur fram á vora daga, til fullveldisins. Þykir hon- um það þó tæpast svo tryggilegt, sem það var auðfengið, meðan fjárhagurinn standi jafiivöltum fótum og nú, að jafnan þurfi að færa undir hann erlendar stoðir, ef á bjátar. Sér hann það úrræði bezt, að “stofna- öflugan almannasjóð, er verði miklu stærri og sterkari en ríkissjóður er nú og geti tekið á sig að bera þær byrð ar, sem aðallega eru gerðar framtíðinni og komandi kynslóðum til láns ogi heilla.” Vill hann safna í sjóðinn “með almennri lögboðinni elli- og slysatryggingu”, og sé skyldugt hverjum manni milli 16 ára og 60, að leggja í hann 10 kr. á ári hverju. Muni sjóðurinn þá nema 50 mljón krónum árið 1962, og nægi hann þá land. inu til fjárhagslegs frelsis, auk þess sem þá sé hvert mannsbarn tryggt fyrir slys- um og elli. Vill hann að árið 1962 verði þannig fagnaðarár, til uppbótar fyrir sorgarárin 1262 og 1662, er íslendingiar seldu sjálfstæði sitt af hendi Næst er ritgerð eftir ólaf Lárusson prófessor: “Lög og landslýður”. Gerir hann ljósa groin fyrir írf^uðsyninnii til þess að lögin séu sem samgrónust þjóð- lífinu, vill ekki að íslendingar sætti sig [ við það, að sízt horfi ver í því efni fyrir þeim en öðrum þjóðum, og hyggur þá enn skorta mjög þjóðfélagshneigð, til þess að allt geti farið sem bezt, og kennir um ein. staklingshyggjunni (að hver sé sjálfum sér næstur, og eigi að vera sem óbundn. astur samlífinu við aðra menn), er hafi verið í hávegumhöfð á íslandi’ um nokkurt skeið, óspart studd af misskiln. ingi á sögu íslands og þjóðareðli. Menn séu alltof ókunnugir löggjöf landsins, ár- legri viðbót sem eldri, og jafnvel stjórn- arskránni. Sé hið fyrra afsakanlegt, þar sem ekkert lagasafn sé til, er að gagni megi koma. Vill hann ráða bót á þessu með því að semja lögbók, er verði þjóð- innj eitthvað líkt því og Jónsbók var. Sé hún á sem breiðustum grundvelli, og inni haldi öll aðalatriði, er mönnum er nauð- synlegast að vita, um einkaréttarmálefni, verzlunarmálefni og refsimálefni. Vill höf. heiðra svo miqjiingu Úlflióts, að út- gáfu sh'krar bókar, sé vel á veg komið árið 1930, svo að lögin séu aftur færð nær þjóðinni, í anda hans og samverka- manna hans, er Jeystu svo dæmalaust af- rek af hendi fyrir 1000 árum síðan. — Þetta hrafl gefur því miður enga hug. mynd um ágæti ritgerðarinnar. Þá skrifar Sigurður Nordal prófessor, stutta grein um “rafstöðvar á sveitabæj- um” og lýsir merkilegri framtakssemi og sjálfsbjörg í þá átt í Skaftafellssýslum. tilgangurinn tækin”. Velur hann sér að texta hina skemti- legu og merkilegu frásögu Þor- valds þátts víðförla um það, hvernig Þórdís spákona frá Spákonufelli selur fé til utan. ferðar og frama Þorvaldi Koð- ranssyni frá Giljá, úr misfengn- um fjárafla Koðrans. — Kemst Guðmundur á prýðilegan . hátt að þveröfugri niðurstöðu við Jesúíta. Sé ekki rétt, þegar til alls komi, að vega skerf ekkj- unnar á sömu vogarskálina og okrarans. En einmitt með því hafi kirkjan rifið niður annari hendi það, em hún reisti með hinni, unz skáldið gat með sanni sagt: Mammon var er alhreinn orðinn, Kristindóms- og kirkju-þveginn. En guði og Mammon sé ekki hægt að þjóna í senn, enda sé sú grein í gildi um fleiri stofn- anir en kirkjuna, vísindastofn- anir sem aðrar. — Er þetta vel og gáfulega rökstutt erindi, og sérlega skemtilegt aflestrar. Þá er Sig. Nordal prófessor, aftur með erindi, er heitir “Samlagning”, afbragðsþa/Hfa og velritaða hugvekju, alvar- lega á minningu til Islendinga, að láta ekki sér til höfuðs stíga ýmsar þær öfgar, vitleysur og a)gertega ósannaðar 1 tilgátur, sem dregnar eru af hinum svo- nefndu gáfna. og hæfileikamæl ingum, sem gerðar eru á ýmsan hátt. Varar hann við að beita stærðfj-æðinni um of á vits- munina; tekur fram, að þar gildi ekki lögmál samlagningar, heldur geti hún hreint og beint snúist í frádrátt, og vitnar beint til Platós ’og Ólafs páa, sem að vísu báru ekki alltaf stökustu virðingu fyrir höfðatölu Aþenu- manna og íslendinga, né vöxt- unum af því, er almúgi þessara gáfuðustu þjóða til forna — og máske á öllum tímum — pund- aði saman gáfum sínum í einn sjóð. Þekkingu manna sé hægt. að mæla, er þeir leggja út í líf. ið, en síður hvernig sá höfuð- stóll muni ávaxtast þaðan af. Endar hann grein sína á þessa leið: “En ef nokkurri þjóð er það skylt og nauðsynlegt að rísa gegn ofríki talnanna, þá eru íslendingar sú þjóð....... Vér höfum verið og verðum lík lega alltaf kögurþjóð á mæli- kvarða vaxtanna: að mann- fjölda, auði og verklegum fram- kvæmdum......... En ef veldi vitsins fer sívaxandi í hlutfalli við veldi líkamskrafta, héðan af eins og hingað til, þá vex að því skapi von smárra menningar- þjóða aö láta til sín taka. Hún er reist á því einfalda lögmáli, að á sviði vitsmúnanna eru tveir og tveir ekki fjórir. Þar verða herskarar miðlungsmanna að lúta í lægra haldi fyrir ein- um manni fullgildum........” Ýmsum mun þykja hér, sem Nordal seilast um öxl, til að sel- bita Vestur.íslendinga, þá er honum rennur í hug saman- burður á “mælingafræðinni” og sveitamenningunni íslenzku. Er það og tæpast ástæðulaust, þótt eðlilega sé hann hér í Ameríku -— í Bandaríkjunum — með þann fótinn, er stendur á mælingafræðinni, — sem vafalaust má nota til góðs sem ills, er tímar líða. — En bæði er það, að þessi tegund gáfna- mælinga, er ekki enn orðin landföst hér, og svo hitt, að Vestur-íslendingar eru sér þess ekki meðvitandi, að hafa gum- að mikið af barnamenntun sinni.. En þótt svo væri, að einhver “Vínlendingur” hefði af kappgirni eða heimskuslætti gert sig kunnan að því heima, þá er hæpið að láta allan þjóð. flokkinn hér vestra sæta ábyrgð fyrir það. — Þá er kvæði eftir Davíð Ste- fánsson frá Fagraskógi: “Hall- freður vandræðaskáld”, gott kvæði um andlát Hallfreðar. Næst kemur “Gengi” eftir Ás- geir Ásgeirsson fræðslumála- stjóra, mjög fróðleg grein, og DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’9 Kidney Pills kosta 50c askjan. eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. atvinnulíf þjóðanna, er snögg- ar, tíðar gengissveiflur hafa í för með sér. Lestina rekur ritstjóri Skírn- is, Árni Pálsson bókavörður, með ritgerð er hann nefnir “Þingræðið á glapstigum”. Er það skörp ádeila, ein af mörg- um á síðari tímum, á hinar mörgu misfellur, sem óneitan- lega eru á þingræðinu, og víða snarpt og fallega að orði kom- ist. En því miður er höfund- inum engin leið ljós út úr ó- göngunum. Telur hann einna háskalegasta flokkatvístring- una, þ.e. að enginn einn flokkur hafi meirihluta atkvæða á þingí. Er þó marereynt, að það er eng n trygging, og ber sjálf ritgerð- in því vitni, sbr. það, sem þar segir um Bandaríkin og Frakk- land. Þá er gerð grein fyrir staf- setningarreglum þeim, sem rit- ið tekur upp, að því leyti sem þar er ekki samræmi við blaða- og stjórnarstafisetningu frá 1898 og 1918. Er það merkast að rita z fyrir upprunalegt ds. ðs og ts, bæði í stofni og end- ingum, þar sem fornmenn rit- uðu z, og tannstafurinn er fall- inn úr framburðinum: lenzka. gæzka, vizka, kallizt, hallazt. snúizt. Fyrir ttst skal rita tzt: flutzt, hitzt. Þá skal og rita tvöfaldan samhljóðanda sam- kv. uppruna, a. m. k. ef hann kemur enn fyrir í sama orði eða skyldum orðum: kenndi (kenna), innstur (innri) krypp lingur (kryppa) o. s. frv. ,— Eru reglur þessar viðkunnan. legri en hinar eldri, og h'kleg- ar að ná hylli. / Síðast í ritinu eru góðir rit- dómar, og hefir það verið frek- ar sjaldgæfa vara á íslandi að þessg. 1 fáum orðum: Ritið er mjög læsilegt, og ekki ástæða til að halda, að svo verði ekki fram- vegis. En annað mál er það, að enn er óséð, hvort það nær tilgangi sfnum að verða lands. mönnum það, er nafnið bendir til. Það vantar ekki að víða sé skörulega tekið til orða. En ritið þarf að gera meira en að lesa yfir kaunum þjóðfélagsins og kýlum í heild. Það þarf að grípa á hverju einu fyrir sig, þeim sem fyrir eru, og jafn- harðan og þeim skýtur upp, og það svo óþyrmilega og djarf- lega, að úr taki gröfturinn. Það er öllu meiri ástæða til þess, að líta fyrst eftir, hvort því verði við komið, en hins, að efast um að útgefendurnir geti farið græðarahöndum um sárin, þeg- ar þeir eru búnir að hreinsa þau. S. H. f. H. ---------x--------- Nýkomin bók “VIÐ I-JODVEGINN’’ — skáld- saga iiýkomin frá Islandi. Eftir séra Gunnar Benediktsson. Þvkir hún alt- merkileg, og eigi um aðra bók meira talaS eða skrifað á Islandi seúi stendur. Kostar $2.00. — Til sölu hjá Ölafi S. Thorgeirssyni, 674 Sar gent Ave., Winnipeg. Guðm. Finnbogason prófessor, kemur glögglega skýrð sú hætta fyrir t

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.