Heimskringla - 09.03.1927, Blaðsíða 7

Heimskringla - 09.03.1927, Blaðsíða 7
WINNIPEG 9. MARZ 1927 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSÍÐA. Fljótasta og- áreííanlegasta meðal- it5 vi^ bakverkjum og öllum nýrna- og blöörusjúkdómum, er GIN PILLS. Þær bæta heílsuna meö því aö lag- færa^nýrun, svo aö þau Ieysi sitt rétta verk, aö sígja eitrinu úr bló^inu. 50c askjan hjá lyfsala yöar. 136. Sunnefa. Frh. frá 3. bls. -haföi krafist þess aö leitað yröi náö— unar fyrir þau, og er því tiltekiö } dóminuin, aö vegna æsku þeirra, er þau lentu í glæpouni, og sakir þess hvaö þau hafj þá verið “bæöi van— vitug, þá ska! þeirra sök allra undir— dánugíst refererast (þ. e. sögö) hans niajest. þaö fyrsta ske kann og á meö'an hans Jnajest.. allranáöug xsta resolution <þ. e. úrskuröur) er ei þar uppá fenginn skulu þau haldast sent fangar greinds sýslumanns (Wium) og ei afhendast til lífláts i bööulslns hendur”. Þar með er fyri-a blóð— skammarmálið úr sögunni, því seinna náðaöi konungur þau af því broti. , Frh. ----------x---------- Nýtt skilningarvit. Eftir Þórberg Þórðarson■ (Tekið úr Alþýöublaðinu.) VI. . Hér þykir vel henta aö blaka við nokkrum mótbárum, sem ýmsir kasfa frani gegn esþerantó, oftar af illa innrættri ástríðu til að punta sig meö “sjálfstæðum skoðunum’’, heldur en virðingu fyrir skynsamlegum niöur— stöðtxm, eins og tíðum vill viö brenna bjá hinum hégómlega þrætugjörnu hjndum mínum. Ein af þessmii “sjálfstæðu skoð- unum gegxa esperantó hljóöar svo: Fjarskyldar þjóöir hljóta að bera esperantó svo ólíkf frarn, að þær skilji ekki hver aðra. Allir, sem ekki hafa eyðilagt dómgiæind sina á ís— lenzkri þrætugirni, munu þó sjá, að esperantó stendur ekki hallara fæti í þessu efni en mælt mál, til dæmis enska, er jafnvel islenzkir sérvitr— ingjar þykjast þó engu síður geta bjargað sér með austur i Rússlandi en suður á Spáni. Ef Rússi eða Spánverji heyra ensku svo líkt fram— burðartáknunum í enskunámsbók Geirs Zoega, að islenzkur fisksali getur talið þeim trú um anzi lélegar markaðshorfur 'fyrir islenzkan ,salt— fisk i Rússlandi eða á Spáni með því að lýsa fyrir þeim “þessurn erfiðu timum” á ensku, þá virðist ntér álíka auðsætt, að rússnéskur eða spánskur esperantisti myndtt einnig heyra es— 'perantó svo svipað talreglum í kennslubók Þorsteins Þorsteinssonar hagstofustjóra, að vesalings fisksal— inn ætti fullt eins vel að geta fengið þá til að kenna í brjósti um dorlegt ástand söguþjóðarinnar, með þvi að rekja raunir íslenzkra togaraeigenda á esperantó. Sannleikur allrar þessarar hugs— analoðmollu er sá, að í hinunt niæltu málum er miklu íueiri hætta á mis— munandi framburði og af niismun— andi framburði fjarskyldra þjóða 'heldur en i esperantó. Sú hætta stafar einkum af þvi, að í mæltu málunum eru ntörg hljóð svo óskýr eða lík hvert öðru, beygingar orða svo vitleysislegar og áherzlur svo ruglingslegar, að oft ntá engtt muna. til þess að framburðurinn verði ó— skiljanlegur, jafnvel háskalegttr. I esperantó eru flest hljóð aftur a móti hvert öðru svo ólík og orð— myndir allar svo skýrar og skilmerki— |esar, að engin hætta er á misskiln- 'nSi. þó að lítið eitt sé vikið frá rétt— mn framburðarreglum. Hér við bæt— 'st sú geysilega hagkvæmni, að beyg— 'ngar orða og áherzla á esperantó ern svo einfaldar, reglubundnar og eðlli— 'eSar, að það gerir talandanum og eyrandanum margfalt hægara fyrir um allan framburð og skilning máls- ins. Annars er íæynslan hér setn ella áreiðanlegra sönnunargagn en raka— lausir loftkastalar þekkingarlausrar þrætugirni Þetta sönnunargagn er alþjóðaþing esperantista. Þau taka af allan vafa um möguleika fjar- skvldra þjóða til að tala saman og skilja hver aðra á esperantó. Es— perantistar hafa nú haldið 18 al— þjóðaþing. Fyrsta þingið kom saman árið 1905 í Bottlogne sur Mer. Sein- asta þingið var háð í Edinborg síðast liðið stimar. öll þessi alþjóðaþing' hefir fólk sótt úr flestum löndunt heims. Þingheimur hefir oft skift þúsundum. Þar hafa menn frá fjar— skyldustu og ólíkústu þjóðunt, rætt s.aman reiprennandi á esperantó eins og á sameiginlegu móðurmáll. Menn flytja tölur og langar ræður blaða— laust af jafnntikillil mæskti og and— ríki á esperantó eins og þeir væru að tala móðurmál sitt. Og fögnuöur inn ogjófatakið, sem kveður við um hinn vokltiga áheyrendasal, þegar ræðumaðurinn kastar fram fyndni eða varpar yfir mannsöfnuðinn and— rikri hugsun, sýnir ótvirætt, að • á— heyrendurnir skija ofurvel, hvað hann er að segja við þá. Rœðumað— urinn getur verið Englendingur, Frakki, Þjóðverji, Dani, Svii, Spán— Jverji, Ifali, Tékkóslóvpki, Pólyerji,- Rússi, Grikki, Indverji, Kínverji, Japani, Astraliumaður, Bandaríkja— niaður, , Brazilíumaður, jafnvell *ts— lenzkttr "'klassiker’’, — áheyrenda— fjöldinn skilur hann samt sem áður. A þingurn þessum eru flutt erindi um hávísiytdaleg efni, leiknir sjónleikir, fluttar guðsþjónustur og háldnir samsöngvar, — allt á esperantó. Alþjóðaþing esperantista í Edin— borg í sumar sóttu. 960 manns úr 36 löndttm. Sumarið 1921 féll ntér sú mikla ánægja í skaut, að sitja fjöl- niennt alþjóðaþing guðspekinga i Parisarborg. Tvímælalaust tel eg Jþað þó hátíðlegastá viðburðinn í lífi minu. að vera staddur á alþjóðamóti esperantista í Edinborg. Hvílík lyfting! Hvílik fegttrð ! Hvílikur áhugi! Hvilík vissa ! Hvílík satn— úð ! Hvilík undraverð hagkvæmni! Þar var eg heyrnar— og sjónarvott- ttr að þvi, að memi frá fjarskyTtl- ustu þjóðum töluðu saman á esper— antó um sundurleitustu málefni, reip— rennandi,, leikandi. Allsstaðar hljóm aði þetta einfalda, hreimfagra tnál. í fundarsölum, í veitingahúsum, i sönghölluntim, á gangstéttunum, i sporvögnummt. i eimlestunum, á skemtiskipunum, i danshöllinni. Andrúmsloftið var þrungið af all— þjóðlegri samúð. Þá fvrst; lifSi eg það 'marghædda sálarástand, sem eg hefi gert mig hlægilegan með að kalla bræðralag alþjóða. Og i hvert sinn sem hymni esperantista hljóni— aði frá brjóstum hinna 36 þjóða, fór hátíðleg hrifningaralda um gervallan mannsöfnuðinn: En la rnondon venis nova sento. Tra la ntondo iras'forta voko. Per flugiloj de facila vento nun de loko flugu gi al loko. Ne al glavo sangon soifanta gi la homan tiras familion: A1 la mond’ eterne militanta gi promesas sanktan harmonion. Eg rnátti heita byrjandi í esper— antó, þegar eg sótti alþjóðaþingið í Edinborg. Eg hafðk þá lesið samtals um 150 blaðsiður í esperantiskum bók menntum. Og Esperanto hafði eg aðeins hevrt talað tvær kvöldstundir heima hjá dönskum esperantista í Kattþmannahöfn. Þegr á þingið kom ga eg þó skilið niælt esperantó sæmi— lega og gert mig öðrum skiljanlegan. Eg átti viðræðttr við Skota, Eng— lendinga, Dana, Þjóðverja, Frakka, Japana og Bandarikjamenn á esper— antó mér og þeim að góðu gagni. — Framburðarmismunar gætti lítið og varð ekki til neins trafala í samtal- inu. Fullyrðingin um mjög ólikan framburð fjarskvldra þjóða á es— perantó er þvi heíber heilaspuni. Onnur mótbára, sem einatt klingir við gegn esperantó, er á þá leið, að það nntni greinast í mállýzkur, þegar tímar líða. A slíkri sundurgreiningu er þó ekki ýkja -mikill hætta. Fyrst og fremst er þess að gæta, að í landi hverju verðttr notkun og fræðsla i esperantó undir eftirliti valdrar nefnd ar, er kostar kapps um að fyrirgirða allar þær breytingar á ntálinu, sem valdið gætu ‘verulegium erfiðleikum » í alþjóðlegum viðskiftum. Þessar nefndir verða aftur háðar umsjá sérfróðrar alþjóðanefndar, sem gæiir alþjóðlegs samræmis í allri meðferð málsins. Þess er að vænta að samgöngur milli landa Og heimsálfa örvist æ nieira og meira, eftir þvt sem sam—| göngutækin batna, þjóðfélagsskipunin, fullkomnast og alþjóöleg vitund og, viðskiftaþörf einstaklingsins færir út kvíarnar. Heimsborgarar 21. aldar— innar munu jafnvel kenna i brjósti, urn þessa kynslóð, sem einangraðan og úrkynjaðan skrælingalýð. En sí— ( vaxandi samgöngur og aþjóðleg við—| kcmning, á aftur ntikinn þátt í að ^ hindra sundurgreitiingu alheims— málsins. . Bókmenntir esperantós gera og að sjállfsögðtt gevsi.gagn til þess að varðveita santræmi þess og einingu. | Eftir nokkra áratugi verða esperant—. iskskar bókn^enntir sennilega ínteiri | en bókaforði nokkurrar þjóðtungu. Sérhver rithöfundur framtiðarinnar, sem telur sig nokkurs .virði, skrifar bækur sinar á tveímur tungumálum, móðurmáli sinu og alþjóðatungunni esperantó. Ritverk hans verða seld og lesin alla leið austan frá Japan vestur að Kaliforniu á Kyrrahafs— strönd. En það, sem mestu ntáli skiftir ufn einingu alþjóðamálsins, er þó senni— Iega þétta: Esperantó verður ekki daglegt mál, er komi t staðinn' fyrir hinar töluðu tungur. Esperantó verðttr aðeins hjálparmál t viðskift— utn þjóða og einstaklinga, sem ekki skilja móðurmál hvers annars. En það er einkum hin, daglega beiting mæltra mála heima fyrir, sem, öllu öðrtt fremur er orsök í byltingum þeirra og breytingum. Að þessu leyti stendur esperantó mæltu málunum betur að vigi i að varðveita santhengi sitt. Mæltu tnálin sýna þó einmitt hve esperantó er litil hætta búin af sttndurgre.iningu eða stórstigum breyt ingunt. Mælt ntál hafa mjög litið skekkst úr skorðum, siðan farið var að kenna þau almenningi i skólutn og prenta á þeim blöð og bækur. Og þvi meiri tíma sent unnt er að verja til kennslu í einhverju máli, þvi minni hætta er á, að samhengi þess við for. tiðina glatist. Þekking er hemill á stjórnleysi tungunnar. Einhvern— tínia kemur sá dagur, að esperantó verðttr skyldunámsgrein í Öllum skól unt um víða veröld. Þá verður es— perantó eina tungan, sent almenningi verðttr lögboðið að læra auk móður- ntáls síns. En slik siðabót mundi spara skólunum svo mikinn tima, að þeir ættu auövelt. með að veita nem— endum margfalt fttllkomnari þekkingu i þessum tvehnur málunt en tími vinnst tit nú i nokkrtt tungumáli, þar sem grautað er i mörgum og ekkert lært að verulegu gagni. Esperantó niundi þvi stuðla -stórum að nióðttr- málsþekkingu almennings. En hún myndi aftur treysta samhengi tung— unnar við umliðnar alclir. Esper- antó myndi því verða þeim mönnuni sérstaklega kærkominn frelsari, sem berjast fyrir samhengi máls og bók- legrar menningar, það er að segja, ef þankagangur þeirra væri ekki sá raunalegi óskapnaður, sem jafnvel guði almáttugum er ofvaxið að finna snefil af skynsamlegu' sant— hengi í. Hér með er þó hvorki sagt né tal— ið æskilegt, að esperantó standi ei— liflega í stað. Esperantó hlýtur að þroskast 0;g breytást að santa skapi, sem menning og mannleg hugsun þok ast í áttina til meiri fullkomnttnar. Göntul orð leggjast niður, og ný orð verða tekin upp í málið í þeirra stað. Orðiint og orðatiltækjum fjölgar eft— ir því, sem menning og hugsun verð- ttr margbneyttari. Setningaskipjjnin lagar sig eftir aldarhættinum. Og jafnvel má gera ráð fyrir, að sjálf málfræðin verði ennþá pinfaldari og fullkomnari, þegar aldir liða. I þess tim efnum hlýtur esperantó að lúta svipuðum lögum og mæltu málin. En allar þessar breytingar gerast hægt og hægt, á óralöngum tima, án þess að raska samhengi málsins mannkyn— inu til baga. Þær verða meira að segja svo hægfara, að hver kynslóð- in veitir þeim varla eftirtekt. En meginuppistaða esperantós helst svo lengi óbreytt, sem oss er auðið að gera oss í hugarlund menningar- ástan.d ókominna kynkvísla. Þessar breytingar eða þróun es- perantós ætti þó ekki að fæla oss frá að taka það í þjónustu alþjóða. .— Ekki dettur oss annað í hug 'en að verja miklum tima í að læra að rita og tala mælt mál, þótt vér göngum að því vísu, að þetta hljóðarugl, sem vér sveitumst yfir, verði niðjunt vor— unt einhverntima barbarískt Eskimóa þrttgl. Hver ný kynslóð flvtur oss ný menningartæki. En vér eignumst aldrei óumbreytanlegt menningartæki. Mennirtgartækin hljóta ávaft að breytast í jöfnurn hlutföllum við menningarþroskann.-' Það er hin dá— samlega líkn mannkynsins, að and— legt lif stendur aldrei í stað. Það fikrar sig jafnt og þétt til meiri full— komnunaf. Og vér.þreifum oss gegn um rnyrkur fáfræðinnar með því að taka í þjónustu vora beztu tækin, sem vér eigum völ á í þann og þann svipinn, þótt vér göngum þess ekki duldir, að hin gullna framtið feli ennþá fullkomnari hjálparmeðul t skauti sinu. Vér verjum ógrynni fjár til að smíða gufuskip, leggja sima— linur og .grafa fyrir rafmagnsveit— um. Þó dylst oss ekki, að einhvern— tima á ókomnnm öldum verða eim— skip og símtól aðeins sýnisgripir fornmenjasafna, sem lífsþreyttir ferðalangar reyna að drekkja í and— urminningum sínum um tilbreyting— arlaust ektastand og mislukkuð fjár— glæfraspil. Qg perurnar og raf- magnskogararnir verða hengd upp á veggi yfir rúmum þýzkra piparkerl— inga innan, um íslenzk peysuföt og grútarlampa. Allt hefir sinn tima. Frh. Gunnar Gunnarsson. og Islendingasögur'nar. Gunnar Gunnarsson rithöfundur hefir fyrir nokkuru skrifað hvassa ádeilugrein í garð þeirra manna, sem þýtt hafa Islendingasögurnar" á dönsku. Segir hann að háskóla— þýðingin, sem kennd er við N. M. Petersen, sé algerlega ólæsileg og meiðandi fyrir sntekk norrænna manna, en visuþýðingar Ölafs Han— sens fari fyrir ofan garð og neð— an bæði að efni og formi, hvort— tveggja sé úr lagi fært. Síðan sýnir hann fram á tneð dæmum, aö hantt fari með rétt mál, og er sannast að segja ekki að furða, þó Islendingi blöskri önnur eirjs endenti og þar koma i Ijós. Svo að nefnt sé dæmi, segir G. G. að föðurnafni Njáls sé breytt á titilblaði dönsku útgáfunn— ar og Njáll nefndur “Nial Nialsen’’, þó hann hafi verið Þorgeirsson. Og alyeg hrein dönskttperla er setning— in: “Megen Vaande er jeg kom— riien i, thi nær er Næsen ved öjet, eftersom jeg er gift med en Datter af Nial”. Grein Gunnars er fjörlega skrifttð og hefir hún vakið mikla eftirtekt. Miklu merkilegri myndi greinin þó hafa verið, ef höf. hefði fellt niður inngangnn., þv't þar skýtur hann Iangt yfir skanunt, er hann fer hnjóðsorðum utn íslenzka menn fyr— ir skoðanir þeirra i máli, sem virð— ist koma dönskum þýðingum á Is— lendingasögum harla litið við. A einkennilega hrossabrestslegan hátt tekst G. G. þó að blanda Grænlands— málinu inn í skrif stn, og auðvitað hlýtur það að láta vel í eyrum Dana, að Islendingttr bregður löndum sin— um ttm eftirhermuskap við Norðmenn og kallar þá “andlega Skrælingja’’, sem ekki ertt alveg afskiftalausir af þessutn málum, eða aðeins vilja ljá þeim eyra. Yntsir hafa orðið til þess að and— mæla skoðunum Gttnnars Gunnars— sonar dönsktt þýðingttnum, þar á meðal prófessor V. Dahlerup og Finnttr Jónsson, rithöfundurinn Carl Gandrup og Ölafur Hansen sjálfur, en. ýmsir aðrir hafa hlaupið til og stutt málstað Gttnnars, svo sent rit— höfundarnir Joh. V. Jensen og Totn Kristensen, en skáldið Sophus Clau— sen orti drápu til G. G. út af við- skiftutn hans við lærðu * mennina: átti drápa þessi vist að vera með fornyrðislagi, en svo var hún ort. að ekkert gat hún sýnt ljósar en van- niátt danskrar tungu gagnvart forn— málinu. Nýlega hefir loks frú Eline Hoffmann skrifað greinarstúf í “Politiken” (en þar hafa allflestar greinar um þetta mál birtzt) og tek— ur hún undir með þeint, sem segja Ijóðaþýðingar Ö. Hansens á ekki einasta fornttm kveðskap Islendinga úr lagi færðar og afleitar til lesturs. Frúin tekur sem dáemi hina alþekktu visu: “Enginn. grætur Islending’’, er öláfur Hansen þýðir þannig: Ingen begræder en islandsk Man der ligger og dör i sin Hule. Er han kreperet, kysse han kan Jorden i sin Kule. Og þetta er sett sem sýnishorn ttpp á islenzka Ijóðagerð, og það hefir verið sagt um þýðanda, að hann væri einn þeirra dönsku manna, sem vildu halda heiðri Islands sem hæst á lofti. Deilunum út af háskólaþýðing- unni á Islendingasögunum lauk þanti veg, að bókaverzlunin Gyldendal hefir kvatt þá Gunnar Gunnarsson. og Joh. V. Jensen til að þýða Islendingasög— urnar að nýju. Segir forstjóri bókaverzlunarinnar að þýðingin muni koma út eftir 2—3 ár. Þýðendur og listamenn, sem skreyta eiga bókina, tnunu þá hafa fengið tækifæri til þess að fara itt til Islands og vitja fornra sögustaða. Þýðingin verður í 10 binditm, en ekki er afráðið, hvort gefa eigi út allar Islendinga— sögurnar. l. s; —Vísir. Þær eru • hér! VÉR höfum lagt fyrir birgðir af öllurn gerðuru af NORTHERN togleðursstígvélum, yfirskóm og skóhlífum fyrir menn, konur og fyörn. Komið inn með fjölskylduna. Lát Sið oss útbúa hana með góðum, þægilegum, og vatnsheldum fótabúnaði sem heldur fótunum þurrum og fyrirbyggir kvef og inflúenzu. Skoðið þær — þær eru góðar. Til sölu hjá eftirfylgjandi kaupmönnum: Arborg Farmers Co.op. i i Association, Ltd. Jónas Anderson T. J. Clemens S. E'narsson T. J. Gíslason Lakeside Trading Co. S’m. Sigurðsson F. E. Snidal S. D. B. Stephenson Arborg Cypress River Ashern Lundar Brown Gimli Árborg Steep Rock Eriksdale Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllll Attu Ættingja Eða Vini HEIMA Á ÆTTLANDINU SEM ÞIG LANGAR TIL AÐ KOMA VESTUR TIL CANADA? CANADIAN PACIFIC Hefir flutningasambönd um allt meg'nland Norðurálf- unnar, og getur því veitt hin beztu kjör hvarvetna. FyrlrfraniborKHin ft fnrneðlum mft semja um viS farbréfaaalann. K. A. McGUINNESS . T. STOCKDAI.E Clty Tleket Affent Depot Tleket A«ent Wlnnlpee: Man. AVinnipesr. Man. A. CALDER & Co.; 663 Mnin St., Winnipesr. J. A. HEBET A: Co«, Cor. Mnrion aml Tnche St. Ronlface EF ÞÚ ÁTT KUNNINGJA A ÆTTLANDINU SEM ÞIG LANGAR TIL AÐ HJÁLPA TIL AÐ KOMAST VESTUR HINGAÐ, KOMDU OG TALAÐU VIÐ OSS. VJER GETUM GERT ALLAR RÁÐ STAFANIR því VIÐVÍKJANDI Allnr npplýMÍuK'nr fflMt hjfl ALLOWAY & CHAMPION Mnln Street Slml: 20 861 UMBOÐSMENN allra SKIPAFÉLAGA Farseðlar fram ok aftur til allra staða í veröldinni QANADjAN |\J ATIONAL St. JamesPrivate Continuation School and Business College Portage Ave., Cor. Parkview St., St. James, IVinnipeg. Auk vanalegra námsgreina veitum við einstaklega góða til- sögn í enskri tungu, málfræði og bókmentum, með þeim til- gangi að gjöra mögulegt fyrir þá sem frá öðrum þjóðum koma að láta í ljós beztu hugsanir sínar á fósturmáli sínu Enskunni, eins vel og innfæddir geta gjört. Þeir, sem standast inntöku prófið, sem er ekki erfitt, geta byrjað strax. Skrifið, eða sækið persónulega um inngöngu frá klukkan 8—10 að kvöldinu. Gjald frá $5.00 á mánuðj og hærra.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.