Heimskringla - 23.03.1927, Blaðsíða 4

Heimskringla - 23.03.1927, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA. HBIMSKRINGLA WINNIPEG 23. MARZ 1927. ^imskringla (StofnaK 188«) Krnor flt á hverjntn miHvlkadegrl. EIGENDUKi VIKING PRESS, LTD. 8B3 OK 855 SARGENT AVE., WINNIPEO, ToUImli N-6537 Ver5 blaBslns er $3.00 árgangurlnn borg- let fyrlrfram. Allar borganir eendist THE VIKING PHuEtSS LTD. SIGrfrfi HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. Utanánkrllt ttl blaffnlnn: THB3 VIKING PRESS, Ltd., Box 3103 Utanánkrlft tll rltntJóranMt EDITOR HEIMSKRINGLA, Uox 3105 WINNIPEG, MAN. “Helmskringla is published by The Vlklnic Preaii Ltd. and printed by CITY PRINTING PUIÍMSHING CO. 833-833 Sarirent Ave., Wlnnlpeg, Man. Telephone: .86 53 T WINNIPEG, MANITOBA, 23. MARZ 1927 Merkir (slendingar. Nýlega greiddu námsmeun við háskóla N. Dakota atkvæði um, hverjir væru 50 merkustu menn, er útskrifast hefðu frá þeim háskóla. Meðal hinna 50, er valdir voru, eru þrír Islendingar: Vilhjálmur Stefánsson( Sveinbjörn Johnson og Guð- mundur Grímsson. Samanborið við nem- endafjölda, er þetta miklu hærri tala en aðrar þjóðir hafa að sýna. Annars eru allmargir íslendingar, sem gegna opinberum trúnaðarstörfum í N. Dakota. Tveir íslenzkir þingmenn eiga sæti á ríkisþinginu: J. K. ólafsson frá Garðar og J. E. Westford, þingmaður fyr. ir nokkurn hluta McHenry County. Guð- mundur Grímsson í Langdon er dómari; A. Benson og J. M. Snowfield ríkislög- sóknarar fyrir Bottineau og Cavalier héruð; S. J. Sveinsson er féhirðir Pem- bina héraðs, og Sylvia Johnson hefir eft- irlit með skólamálum í því héraði. Þá hefir og einn vinur Heimskringlu sent oss úrklippu úr blaðinu “The San Diego Union”, er skýrir frá því, að ríkis- stjórinn í Californíu, C. C. Young, hafi skipað Stephen Barnson eftirlitsmann fasteignaviðskifta í Californíu (State real estate commissioner). Mr. Barnson er ef til vill, ekki mikið kunnur sumum lesendum blaðsins, og er því rétt að geta helztu æfiatriða hans, er blaðið skýrir frá. Mr. Barnson kom 5 ára gamall til Banda ríkjanná, frá íslandi, iásamt foreldrum sínum. Nú er hann 47 ára gamall. Árið 1909 kom hann til San Diego með konu sína og fjögur börn og rúma $50 í vas- anum. Hann tók að sér fasteignasölu, með svo prýðilegum árangri, að blaðið seg ir afdráttarlaust, að fjárhagslega leggi hann töluvert mikið í sölurnar með þvi að takast þetta embætti á hendur, sem þó er launað með $5000 — á' ári. Fasteignasalar í San Diego hafa með sér félagsskap, til þess að annast hag meðlima sinna, eins og siður er til. Var Mr. Barnson formaður stjórnarnefndar innar árin 1923 og 1924. Young ríkisstjóri fór svo felldum orðum um Mr. Barnson meðal annars: “.. . . Mr. Barnson hefir um langt skeið verið með limur fasteignafélags Californíu, og vara- forseti þess, og er því einmitt rétti mað. urinn í þessa ábyrgðarmiklu stöðu. Eg er sannfærður um ,að eg hefði ekki getað fundið ákjósanlegri mann. Hann er ein- hver ötulasti og bezt þekkti fasteigna- salinn í ríkinu. Mr. Barnson á að líta eftir milli sextíu og sjötíu þúsund fasteignasölum í Cali forníu, er hanq tekst á hendur hið nýja starf sitt. Bækur. GUNNAR BENEDIKTSSON: VIÐ ÞJÓÐVEGINN. — Á kostnað höf- undarins. — Prentsmiðja Odds Björnssonar, 1926. Þetta er sagan um unga stúlku, sem borin er til auðs og allsnægta, hverskyns metnaðar og mannvirðinga, sem íslenzkt félagslíf getur veitt óskabörnum sínum. En í vöggugjöf hefir. hún fengið lunderni græðarans góða. Hún hefir ekki frið 1 sínum beinum, ef hún veit að einhverjum líður illa, fyr en hún getur eTTthvað um bætt. Hver ódáinsréttur verður mold- og öskukenndari í munni hennar, hver gleðiveig gallbeiskari, eftir því sem öll skynfæri hennar o°" vitsmunir þroskast til hástigs þeirrar næmu samúðar með öllum olnbogabörnum guðs og manna, sem er svo sjaldgæf í lífi sem skáldsög- um. Þetta er sagan um það, hvernig hreistur vana og ósjálfráðrar vanþekk- ingar, smáfellur af augum hennar, unz hún stendur alsjáandi báðum augum, og dýrðleg, í ummyndun sihni, fyrir hug- skotsaugum lesandans. En þetta er líka lýsingin á myrkvið mannlífsins, sem á jöðrunum skartar með tigulegum há- stofnum, vöfðum blómskrauti, er veita skjól kostulegum litjurtum, en er rakur, slepjulegur og kaldfúll hið innra, fuilur af ránjurtum, sníkjuplöntum, myglusvepp um, slýgrænum kattaraugum, þefillum kyrstöðupollum og kviksyndisforæðum. Og þetta er lýsingin á þeim þyrnifleyttum er myrkviðurinn felur í skuggaskauti sínu, og særa og örmagna fíngerðustu mann- eskjurnar, er vilja höggva skóginn til hreinræktunar, öllum til blessunar, unz þær verða að láta fyrirberast og setjast að í afviknu rjóðri, til þess að græða sár sín, og láta sér nægja að safna nýjum kröftum, í meiri eða minni von um að geta rutt rétt í kringum sig, þótt ekki væri nema örlítið starfssvið fyrir heil- næmt ljóá og líf, er gefa megi afkomend- um í arf, unz myrkviðnum verður breytt í sólvang sælustu vona. Yndislegri majineskju hefi eg aldrei kynnst, en þessari reykvísku embættis- mannsdóttur( þráJtt fyrir Jean Valjean og Christian Wahnschaffe. Hún er allt sem * elskulegt er, og fagurstolt; Ijómandi af andlegri tign og hugprýði; ennj stærri, enn aðdáanlegri, leftir að hún hefir í heimsins augum beðið fullkominn ósig- ur; eftir að hún hefir sér til sáluhjálpar, orðið að velja veginn, sem liggur frá öllu hennar umhverfi, niannúða'rriddur- unum, sem sitja hæst, gefa tugi króna til líknar þeim( sem þeir rýja um þúsundir, meðan kristindómurinn, eða öllu heldur "rétttrúnaðurínn”, blæs í lúðra, sjálfum sér og þeim til dýrðar; eftir að hún hefir valið veginn til ytri lítilsiglingar, án þéss að hika á gatnamótunumt er allir þeir komast á, fyr eða síðar, sem eru nógu göfugir nógu réttviijaðir, og um leið nógu stórlundaðir, til þess að fara ekki höndum hrossakaupanna um sál sína, semja ekki við svívirðinguna, þótt hún gangi pellskrýdd, hárskrýfð og naglfáguð í girndarskyni. Og þó er hún svo inni- lega mannleg, þessi söeuhetja. Ekkert sunnudagaskólabarn, eftir smásagna- forskrift Péturs Péturssonar, heldur lif- andi, stríðandi mannanna barn, með á- kefðarlund og eldheitar tilfinningar( tempraðar skírasta sakleysi barnæsk. unnar og þrekvilja þroskaðri ára. Hvert tiltæki þessa indæla barns, hvert fótmál þessarar yndislegu konu, ilmar og angar í hugskoti manns, eftir lesturinn, eins og endurminningin um draumsýn úr Para- dís. Eg veit að höfundurinn hefir áður gef- j ið út bók( eða bækur, þótt ekkert hafi eg lesið eftir hann fyrri. En þessi bók ber ! þess ótvíræðan vott, að hér er mikil ! skáldgáfa á ferðinni. Höfundurinn er svo skyggn á sálarlíf manna, sem skáldin ein 1 geta verið. Og hann hefir undarlegan mátt til þess, að halda föngnum huga lesandans, frá upphafi til enda( þrátt fyrir stíl, sem víða er óviðkunnanlegur — mér lá við að segja viðvaningslegur — en það er enn vottur um ríka skáldgáfu. Eg hefi séð það í íslenzkum blöðum, og bókinni jafnvel Iagt til lasts, að hún sé rituð til fylgisöflunar jafnaðarstefnunni. Eg efast um að það hafi verið aðaltilgang ur höfundarins. í bókinni er ekkert af nautslega geðvonzkulegum lýsingarorð- um í garð embættis- eða auðvaldsstétta. Höfundurinn fárast ekkert um örlög sögu hetjunnar; rífst ekki út af þeim. Persón- urnar lýsa sér sjálfar, með orðum og at- hæfi. Þær eru alitaf í fuliu og útúrdúra. Iausu samræmi við það sálarlíf, sem höf. undurinn hefir gefið þeim. Og engin manneskja í sögunni kemur óeðlilega eða ókunnuglega fyrir sjónir, þeim, sem farið hafa í gegnum lífið með opin skilningar- vit. Hitt er annað máll, að þótt bókin sé ekki beinlínis skrifuð með hliðsjón til jafnað. arstefnunuar, heldur af óstöðvandi innri hvöt skáldhjartans, þá er það hjarta svo mildi fyllt, og mannúð knúið, að efalítið má gera sér í hugarlund að bókin verði jafnaðarstefnunni stuðningsdrýgri, en nokkurt annað rit, sem út hefir verið gef. ið á ísienzku. En að höfundurinn skuli svo gerður, get eg hvorki lagt honum sjálfum né bókinni til ámælis. Eg tími ekki að rekja söguþráðinn hér. Fjölmargt er þar ógleymanlegit. En þó ef til vill minnisstæðast samtal söguhet'j- unnar og föður hennar, er hún ætlar að krefja hann til reikningsskapar, og um að bregðast ekki embættis- og borgara- skyldu sinni, en getur ekki, af því að hún finnur( að þenna mann ,er ekkert lengur um að krefja; lífið hefir rúið hann eigin- leikum, sem dagleg forvitnisaugu ekki sjá. Til hvers er að krefja bugaðan mann? Til hvers að ögra honum? Eg gat þess áðan, að stíll höfundarins væri óviðkunnanlegur. Festuna vantar. Sumstaðar minnir hann á Einar Kvaran, — sem við að vísu flestir höfum orðið fyrir einhverjum áhrifum af.—Sumstað- ar er orðum skipað svo, að stíllinn verðurl klassiskur, mitt í daglegri frásögn, án þess að efnið réttlæti það. Þetta hlýtur að stafa af skeytingarleysi, sem auðvelt ætti að vera að ráða bót á. Jafn.mislitur stíil hæfir ekki svo góðri skáldgáfu. Slíkar bækur og “Við þjóðveginn”, ættu ailir að geta lesið sér til óblandaðr- ar ununar. Eg endurtek það, að hér er mikii skáld- ; gáfa á ferðinni, án þess eg spái nokkru i um það, hvernig úr þeirri gáfu tætist. Um lífskjör manna er engu hægt að spá, né í heldur hvernig þau móta hvern einstak- ling. En ómögulegt finnst mér annað j en gera sér miklar vonir um höfundinn. Eg tel hann tvímælalaust efnilegastan skáldsagnahöfund íslenzkan, sinna sam- I tíðarmanna. RÉTTUR. — Tímarit um þjóðfé- lags. og menningarmál. Ritstjóri: Einar Oigeirsson. — XI. “ár, 1. og 2. hefti. — Prentsmiðja Odds Björnssonar og Björns Jónssonar. — Akureyri, MCMXXVI. — 160 bls. 8vo. 'Réttur” hefur 11. árgang sinn undir nýrri ritstjórn, og er þá um leið orðinn málgagn jafnaðarstefnunnar; fyrsta tíma- rit íslenzkt, er þeirri stefnu fylgir óskíft. Verður ekki annað sagt, en að sérlega vel sé af stað farið. Ritið byrjar á stórkostlega vel ortu kvæði eftir Davíð Stefánsson. Má full- yrða, að með þessu kyæði hafi Davíð fyrst að fuliu efnt það, er liann iofaði í “Svörtum fjöðrum”( þó að margt, og reyndar flest, hafi hann vel ort á milli. I kvæðinu rekur Hrærekur konungur í Kálf skinni, sá er Ólafur helgi blindaði og vann níðmgsverk á, ásamt fjórum öðrum kon- unguni( æfi sína frá æsku til banadægurs. Kvæðið er yfirleitt þróttmikið, afbragðs. vel kveðið og fullt af spakmæium, sér- staklega 2. og 6. kafiinn. í 2. kafla er þetta: Þeir, sem leggja og varða vegi, villast oft á næsta degi. ^ - Þeir, sem stríði vilja verjast, verða stundum fyrst að berjast. Þeir, sem vilja úr böli bæta, #böivun heilla þjóða sæta. Þeir, sem stjórna lýð og löndum, lenda oft í þrælahöndum. Hetjan er af hundum bitin. Höfðinginn er fyrirlitinn. Kögursveinn til konungs tekinn. Kóngurinn í útlegð rekinn. í 4. kafianum er þetta: Þá var kristinn sálmur sunginn og síðan M&ríukvæði, svo voru augun úr mér stungin,____ augun mín bæði. Og hér fatast Davíð á einum stað með síðustu hendinguna. Hún er allt of veik, næstum kvenklökk; of kjökurkenndur botn við hinar mögnuðu og heiftþrungnu hendingar, sem á undan eru gengnar. ____ ; Eru samskonar veilur stundum til !ytá á ágætum skáldskap Davíðs, þótt ekki sé víðar í þessu kvæði að finna. Reynist | Hræreki napurt á íslandi, eigi síður en i Noregi, því íslendingar einskis meta alla — sem þeir geta. Og þykjast fleiri hafa fundið til en Hræ- rekur. komulagi stafar vafalítið, ó- beinlínis sem beinlínis, það sleifarlag, sem óneitanlega er á íslenzkri útgerð. Haraldur vill bæta með þjóðnýtingu, Páll vildi bæta með innbyrðis sam- vinnu, undir takmörkuðu eftir- iiti ríkisins. Útgerðarmenn og stjórn vildu ekki hlusta á Pál fyrir 5 árum, og vilja vafalaust því síður hlusta á Haraid nú. — En fróðlegt gæti verið fyrir þá góðu menn að gera t. d. út le- gáta á fund Henry Ford, og ganga úr skugga um það, hvort hann myndi ekki treysta sér til j þess að rétta við útgerðina, og hvort hann myndi láta í ljós sér- staka aðdáun á núverandi bú- skaparlagi eða ekki. Auk þessa er í ritinu grein ‘‘Um þjóðnýtingu”, eftir Stefán Jóh. Stefánsson (frá Fagra- skógi?); “Kommúnisminn og bændur”, eftir Brynjólf Bjarna. son; ‘‘Framleiðsla og viðskifti ráðstjórnarlýðveldanna”, eftir Hendrik J. S. Ottósson; “Sam- vinnuhreyfing'in í Rússlandi”; “Rlekstur kvikmyndaleikhús- anna” og “Ríkisrekstur á sveita búum”, eftír ritstjórann; allt einkar fróðlegar og vel ritaðar greinar. ‘‘Úthýsing”, gott kvæði eftir Ólaf Stefánsson”, og “Ræðukafii”, eftir skáldið séra Gunnar Benediktsson í Saurbæ. Tvennt hefir verið þýtt í ritið, “Auðu sætin”, eftir stórskáldið danska Martin Andersen Nexö, einhver magnaðasta ádeila á mannfélagsskipun, þá er vér bú um við, og stórskáldleg á köfl- um, og 11. bréffð úr bæklingi Upton Sinclair: ‘Bréf til Judds’, ágætlega ljós og rökstudd á- deila, eins og flest eða allt, sem sá höfundur skrifar. Auk þessa er í ritinu víðsjá um erlend skáld og bókmenntir o. fl.; “Neistar”, er hrokkið hafa úr pennum ýmissa heims- frægra rithöfunda; dáiítið yfir. lit yfir nokkur atriði “barátt- unnar um heimsyfirráðin”, og að endingu ritsjá. Er ritið býsna fjölskrúðugt. “Réttur” er ágætur viðauki við “Vöku” fyrir íslenzkar bók- menntir, þær sem aðailega eiga að fjalla um mannfélagsmái. Ber hann þess vott, að íslending ar eiga marga óvenjulega efni- Iega rithöfunda, áhuga- og fiamtakssama, meðal þeirra, sem enn eru lítt þekktir eða ekki. Hygg eg að aldrei hafi verið meiri andlegur gróður í þjóðlífi íslendinga en nú, og er gott til þess að vita, að svo er úr hiaði riðið á fyrstu fuliveldis árunum. DODDS '■ KIDNEY w,. PILLS -á DODD’S nýmapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. * * * ALMANAK fyrir árið 1927. — Útgefandi ólaf- ur S. Thorgeirsson. — Winnipeg, 1926. — 134 bls. 8vo. | “Erlendir menningarstraumar og Is- | iendingar , er sérlega vel skrifuð grein eftir ritstjórann, er einnig hefir ritað aðra I góða og tímabæra grein: ‘‘íslenzk lýð- réttindi í hættu”. Tímabær er áreiðaru lega líka frrein Haraidar Guðmundsson- ar prests frá Gufudal: “Togaraútgerðin”. Bendir hann þar ái hið sama, og Páll Torfason, langgáiaðjasti fjármáJama^Ur. er íslendingar hafa átt, var að reyna að koma landsstjórn og útgerðarmönnum í skilning um fyrir fáum árum, og reyna að fá þá til þess að ráða bót á, en árang- urslaust, nefnile^a það afarheimskulega fyrirkomulag, sem nú er á, að einir 38 togarar skuii þurfa að rogast með 27 út- gerðarfélög, skrifstofur, verkunar. stöðvar og framkvæmdastjóra, sem svo keppa um útlendu markaðina og “spilla verði hver fyrir öðrum”. Af þessu fyrir- Þetta er 33. árgangur þessa almanaks, og er vel gert og myndarlega af útgefandanum, að halda þessu sannnefnda þjóðræknisstarfi þannig uppi. Eftir tímatalinu er fyrst grein um Jóhannes Jósefsson glímu- meistara, eftir séra Jónas A. Sigurðsson, fjörlega og einkar skemtilega skrifuð, eins og ann- að, er eg hefi séð eftir þann höfund. Er mynd af þeim hjón um ,Jóhannesi og frú Karólínu, framan við greinina. Þá er 100 ára minninsj höfuðstaðar Can. ada, Ottawa, og fylgir henni góð mynd af hinu nýja þinghúsi, fremst í bókinni. Þá er fráJsögn 1 um uppruna friðarpípunnar. — Næst er áframhald af safni tii landnámssögu fsiendinga í Vesturheimi, er útgefandi hefir látið fyigja almanakinu áífSan um aldamót, að kunnugir segja mér, óg er hér “þáttur um land- nám í Bis Point byggð” og ieið. réttingar, eftir Haiidór Daníeis. son, fyrverandi þingmann Mýra manna. Þá er æfiáígrip og ferðasaga frá íslandi eftir Árna A. Jónsson frá Kieppustöðum í Strandasýslu, er nú býr í Mo- zart, Sask., og fylgir mynd af höfundinum. Þá er ættartaia Árna Jónssonar frá Kaidrana- nesi í Strandasýslu, heljarmikii og fróðieg runa, eftir Sighvat Grímsson Borgfirðing, rakin eftir 31 kynþætti. Þá eru eft- irmæli, er samið liefir J. Magn- ús Bjarnason skáld, eftir Guð- rúnu Sigríði Hákonardóttur, Jónssonar Espólíns sýslumanns. Fylgir mynd æfiminningunni. Næst er “Saga íslendinga í Norður Dakota”, leiðrétting á einu atriði í samnefndri bók ungfrú Thórstínu Jackson, og allsnörp ádeila um leið, eftir út gefanda Almanaksins, hr. ólaf S. Thorgeirsson. Þá eru tald- ir að síðustu helztu viðburðir og mannalát meðal Vestur.ís- lendinga frá desÞmhermánuðí 1925 til jafnlengdar næsta árs. fróðlegt og einkar nauðsynlegt verk. Telft mér svo til, sam- kvæmt því, að látist hafi á ár- inu 1926, að undanskildum des_ embermánuði, 105 íslendingar hér vestra og munu þó ekki öli kurl hafa náðst tii grafar. — Meirihlutinn af þessu fólki, er auðvitað eldri menn og konur, og getur ekki hjá því farið, að manni renni til rifja umhugsun in um það, hve ört tekur nú að sneiðast hér vestra sá hópur ís- lendinga, er átti rætur sínar í íslenzkri moid og menningti. Maður fyllist viðkvæmni við burtför þessa góða, gamla fólks. þótt maður viti, að ekki tjáir að deiia við örlögin. Pappír og ytri frágangur al- manaksins er snotur að vanda. S. H. f. H. << Hringhendur (Leiörétting.) Grein með þessari fyrirsógn birt— ist i Heimskringlu 23. febr. s. I. Er auðséð að höf. ann islenzkri tungtt og íslenzkri braglist; sýnir hann það í verki og heitir nú í annað sinri verðlaunum fyrir hezt kveðna hring- hendu. Ættu hagyrðingar að nota tækifærið og freista að vinna í einu: skáldfrægð og góð kvæðalaun. A höf. þakkir skyldar. En ofurlítil villa hefir slæöst inn i grein hans. Hann talar um, að svio mikill sé hagleikur íslenzkrar tungu, að jafnvel daglegt mál sé bundið hljóðstöfum og stuðl- um; er það rétt athugað. En svo tekur höf. upp visu í þessu sambandi, og hefir hana á þessa leið • ‘‘Það er annars enginn vandi að yrkja bögur svo þær ekki þekkist, þegar l>ær eru nógu alþýðlegar.” En þannig er vísan röng. Eg þekki höfund hennar og kann vísuna rétta. Hún er svona: “Það er hægt að hafa yfir heilar bögur. svo þær ekki þekkist, þe^ar þær eru nogu alþýðlegar. fiér er að visu aðeins orðamunur í fyrstu hendingu, en hann gerbreytir efnúaiu Enginn hagyrðingur myndi samþykkja ,að vandalaust sé að yrkja svrt alþýðlega, að ekki þekkist frá óhundnu alþýðumáli. En hitt gætu þeir fallist á, að takast mætti að

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.