Heimskringla


Heimskringla - 30.03.1927, Qupperneq 4

Heimskringla - 30.03.1927, Qupperneq 4
4. BLAÐSÍÐA. HBIMSKRIN GLA WINNIPEG 30. MARZ 1927. ^cimskt'Íngla (StofnnS 188«) Krmm «t ft hTerJnm mlUvlkndetfl. EIGEVDtTR: VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGENT AVE„ WIJÍNIPKG, Tnlnfml: N -6537 Ver5 blatSslns er $3.00 Argangurinn borg- lst fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PHE6S LTD. 8IGEÚR HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. ITtnnAskrilt tll blnbnlnn: THE VIKI3ÍG PHESS, I,til., Box 310 lltunAskrlft tll rltstjOrans: EDITOR HEIMSKRINGLA, Rox 3105 WINNIPEG, MAN. "Heimskringla ls pnblished by The Vlklng Prenn I,td. and printed by CITY PRINTING <fc PUBIiISHING CO. 853-855 Sargent Ave„ Wlnnlpesr, Man. Telephone: .8« 53 7 WINNIPEG, MANITOBA, 30. MARZ 1927 “Framsóknin” í Manitoba. Ýmsum lesendum Heimskringlu, sem talið hafa sig frjálslynda, þótti miður við blaöið, í fyrra um kosningarnar er rit- stjórinn vildi ekki mæla með framboði Mr. Bancroft, og hinna svokölluðu fram- sóknarþíngmanna hér í Manitoba, eins og þeir bjuggu sér í pottinn í fyrra. Þeir töldu það fjarstæðu hjá blaðinu, að þeir hefðu bundið sig á klafann hjá liberal flokknum, og virtust halda að þeir mundu hafa sömu afstöðu gagnvart Mackenzie King og árið á undan, þrátt fyrir það, að leiðtogi þeirra Mr. Forke, tók sæti í ráðu- neytinu, með vilja og vitund þessarar Manitoba-framsóknar. Nú er það vitanlegt, að pólitísk sam- vinna milli flokka með líku markmiði, er oft bæði gagnleg og nauðsynleg. En þein sem óánægðir voru með afstöðu blaðsins, virtust ekki skilja það, að hin sanna fram sókn átti mjög litla samleið með liberala flokknum. Þeir létu blekkjast af nafn. inu. Þeir höfðu lítið eða ekkert lært af sögu liberala; athuguðu ekki, að sá um- bótavilji, er að nokkru kom í ljós í þing. inu í fyrra, stafaði ekki af neinum sér- stökum sinnaskiftum í mannfélagsmál- nm, heldur af veikleika þing-flokksins og bláberum ótta við að veltast úr sessi; gerðu sér enga ljósa grein fyrir því, að í öllum aðalatriðum. að undanskildum hernaðarandanum, ef til vill, er stefnu- skrá liberala og conservatíva hin sama. Báðir vilja halda dauðahaldi í það fyrir- komulag, sem nú er, efnahagslegt sem stjórnarfarslegt. En þótt þessi misskilningur á hugarfari liberala, og hinni aumkvunarverðu af- stöðu Manitoba-“framsóknar”-þingmann. anna til þeirra, hafi ráðið hjá mörgum, þá ætti nú nokkuð að fara að skýrast í því efni fyrir almenningi. Liberala stjórnin er nú föst í sessi, og kærir sig kollótta um annað. Fjárlögin sýna bezt hvert stefn- ir. Markverðasta atriði þeirra er efalaust lækkun tekjuskattsins. Og Manitoba- “framsóknin” greiQir lögunum atkvæði sitt, þó auðsjáanlega með hálflélegri eða kvíðablandinni samvizku (kvíðablandinni út af tilvonandi endurkosningu?). Auð- vitað er sagt að tekjuskattslækkunin gangi jafnt yfir alla, en fá1r eru þó svo fáfróðir, að þeir skilji ekki að hún er fyrst og fremst, gerð með hag stóreignamann- anna fyrir augum, þeirra manna, sem mest gjaldþolið hafa. Þegar beinu skatt- arnir lækka, þá verður, að öðru jöfnu, byrðin þess þyngri á efnalitlum og efna- lausum almeninin(gí, heytend'unum, sem óbeina skatta verða mest að greiða. En Manitoba-“framsóknin” greiðir því at- kvæði, að það sé alveg fyrirtaks fyrir. komuiag. Hver hugur liberalflokksins sé til mannfélagsbóta, kemur meðal annars greinilega í Ijós af bréfi Mr. Woodsworth, er birt er á öðrum stað í þessu blaði, þar sem segir frá afstöðu þeirri er atvinnu- málaráðherrann, Mr. Heenan, tekur til velferðarmála, og er hann þó áreiðanlega einn af mætustu þingmönnum flokksins. En hann er á flokksklafann bundinn, á sama flokksklafann nú, og að vísu engu fastajr, einl Manito'ba-“framsóknin,’> sem bændur hér kepptust um að kjósa í fyrra, og héldu að þeir væru að kjósa sér í hag, vesalingar. Nei, andinn er nákvæmlega sá sami, er til framkvæmda kemur, hvort sem flokk- urinn kallar sig liberal eða conservatív. í liberalflokknum eru áreiðanlega til menn er í hjarta sínu og með athöfnum sínum samþykkja hina fáránlegu “velgerða”, og ölmusukenningu Montrealþingmannanna, ' er Mr. Woodsworth lýsir í bréfi sínu, kenn ingar, er vart gætu hugsast barnalegri frá aumasta útkjálkaþingmanni á Islandi. Conservatívar eru líka stórvel ánægðir með fjárlögin í ár, þótt þeir til málamynda greiddu atkvæði á móti þeim. Gömlu t flokkana skilur lítið nema nafnið, og á- | setningurinn um að koma sérstökuiii fnönnum til valda. Og* til þess virðist lib- | erölum vera liðugra um málbeinið. Þeir , fjargviðrast út af hátollastefnu hinna, og I láta á sér skiija í kosningum, að það sé nú eitthvað annað hérna megin. En þeg- | ar á hólminn kemur, hlaupa þeir allir í hlé j við sama hátollagarðinn. Og aumingja j Manitoba-“framsóknin” hleypur með. — Hvernig þeir fari að verja samfylgdina fyrir kjósendum sínum? — Jú, þeir þekkja sína Pappenheimara, eins og þar stend- ur. Þeir vita, af reynslunni, að lýðurinn gleypir við hinu gullna agni kosningalof- orðanna, sefur svo á þeirri meltu meðan setið er á þingi; veit ekkert og hírðir ekkert um framkvæmdir, en vaknar að- eins til þess að gína aftur við sama agn- inu, girnilega gulldreghu að nýju. Kínverskir verkamenn rísa gegn rangindum. (Greinin, sem hér fer á eftir, er þýdd úr "‘Christian Register”. Höf hennar er R. H. Markham, fréttaritari “Transcript” blaðafélags- ins í Boston, og fulltrúi Massachusettsríkis, i hinu alþjóölega velferöarráöi. Fyrsta málsgrein víkur aö hryðjuverkum þeim, er mótstööumenn sunnanmanna frömdu í Shanghai, í verkfallinu um daginn, meö vitund, ef ekki vilja Evrópu— stórveldanna, og Heimskringla gat um. — Mr. Markham býr sem stendur í Soffíu, höfuöborg Búlgaríu. — Ritstj.) Hverja þýöingu hefir þaðf að afhöfða menn í Kína — afhöfða verkamennina, afhöfða mennina, sem grafa jarðgöng, reisa stóreflisbyggingar, tengja járnbraut arnet um jörðina og framleiða brauð vórt, smjör og jólabýting? Þeir eru að afhöfða þessa menn, og gera það þvert ofan í öll lög. Þeir höggva höfuðin af verkamönn- unum, og reka þau á langar stengur, og halda sýningu á þeim um alla Shanghai- borg, af því að þessir verkamenn dirfast að vilja grundvalla mannfélag, þar sem þeir getí lifað lífi mennskra manna. * * * í Kína vinna mennirnir sem áburðar- dýr. Ekki nóg með að þeir dragi menn á ákhjólum, heldur draga þeir einnig drátt- arbáta. Og fyrir þetta geta þeir unnið sér inn allt að 10 centum á dag. í baðm- ullarverksmiðjum í Shanghai vinna börn við vélarnar, tólf eða sext^n klukkustund ir á dag, og fá að launum fimm eða tólf cent fyrir dagsverkið. Fullorðið fólk fær stundum allt að tuttugu og fimm centum á dag. í silkivefsmiðjum,” er oss sagt, “vinna sjö ára gömul börn, tólf stundir á dag, sjö daga í viku, við að skófla púpum í sjóðandi vatn, sem oft skaðbrennir á þeim hendurnar. Þau fá tíu cent á dag. Verk- stjórar, með reÝrstafi í höndum, gæita þessara barna. Loftið í þessum verksmiðjum er kæf- andi. Þar er enginn loftrásarútbúnaður, hvorki til þess að ræsa burt gufunni, né til þess að veita inn hreinu lofti.” Ef vér förum úr verksmiðjunum út á strætin, þá gefur þar að líta jafnhræðileg- an vott um þessa óskaplegu drápskúgun lifandí mannvera. Þar eru menn, þúsund- í um saman, er draga akhjólin, sem kölluð eru “rickshas’” ), og sem leggja svo hart að sér, að þeir eru úttaugaðir eftir sex eða átta ár við þessa vinnu, er þeir fá sextán cent á dag fyrir. Hafnarvinnu- mennirnir fá ekki fulla fimm dali á mán uði, fyrir afskaplega erfitt og hættulegt verk. Lífskjörin eru ótrúlega afskapleg. Eitt herbergi í hrörlegum hjalli, kostar stundum 2 eða 3 dali á mánuði. Oft býr meira en ein fjölskylda í einu herbergi, tólf fet á annan veg en tíu á hinn. Áreið. anlegir og sannorðir menn, kunnugir, fullyrða að hvergi sé á&tandið verra en í alþjóöahverfinu í Shanghai (þar sem sérréttindastórveldin hafa búið yaðseturs- stað kaupsýslumönnum sínum. — Ritstj.) “Annað eins ástand hefir aldrei sést í vestrænum löndum, né í Kína, nenia á óvenjulegum hallæris eða vatnsskaðaár- um, eða öðrum slfkum áfellistímum”. Hvers vegna er nú farið svona með kínverska verkamenn? Til þess að fá- einir slægir ötulir og duglegir menn geti auðgast. Kínverskar konur og börn — og menn líka—eru myntuð í dali og pund *) Aflagað úr “jinrikishah”, japönsku orði, samsettu af “jin” == maður, "riki” = afl og sha ’ = vagn. Lítil, tvíhjóla kerra í Austur— löndum, er menn draga aðra í. — Rítstj. og franka; í hræðilegum iðnaðarvélum. Hundruð þúsunda heiðinna Kínverja eru kvaldir til dauða, og nokkur hundruð kristinna Norðurálfumanna, og annara, auðgast um dáh'tið fleiri dali. Þetta er raunverulegur, óhrekjandi sannleikur — nefnilega að fjöldi af gulu fólki, er brætt og myntað í dali, til þess að fáeinir aðrir gulir menn og langtum fleiri hvítir menn geti lifað í óhófi. Þetta er ekki æsingahjal manns, sem er Bolsheviki, heldur hryggileg staðreynd. Eínhver allra áreiðanlegasti og fróðasti útlendur fréttaritari í Evrópu, Arthur Ransome, frá “The Manchester Guard- ian”, lýsir þessu þannig: “Wu Pei Fu (skjólstæðingur Breta í miðríkjunum) og aðrir slíkir hershöðingjar hafa árum saman, gert útlenda atvinnurekend- ur í Kína að kjöltubörnum stóriðnaðarins, og látið þá halda sömu launakjörum, án tillits til verðs á lífsnauðsynjum. Þetta hafa þeir gert með því að bæla niður öll verkamannasamtök. Kínverskir verka- menn eru vanir að lifa á landamærum horfellisins”. Hann hefði getað bætt þvf við, að þeir eru ekki að gera verkfall til þess að ná sér í auð og sérréttindi, held- ur til þess að klóra sig upp úr þessu sult- arástandi, að tryggja sér stöðugan hrís- grjónaforða, og herbergi til þess að sofa í. Þetta er það sem hinir ómenntuðu heið- ingjar biðja hina menntuðu kínversku og kristnu atvinnurekendur um, þessi eftir- lætisbörn stóriðnaðarins. En það er ekki einvörðungu í Kína, sem vesalings heiðingjarnir eru kúgaðir. íhugið hvað nú er að gqrast á Indlandi! Kristnir herforingjar eru nú að smala saman indverskum verkamönnum og bændum, útbúnum með byssum og brók- um, sem búið er að gera að “kristnum hermönnum”, og eru nú að flytja þá til Kína til þess að kúga kínverska verka- menn, sem séu æstir af Bolshevikum og þori að biðja um meira en 10 cent á dag fyrir vinnu sína. Þessa Indverja fýsir ekki að fara til Kína, til þess að skjóta Kínverja, en þeir verða að gera það. Út- lendur húsbóndi siglir frá fjarlægum Eng landsströndum, tekur á leið sinni hóp indverskra drengja, og sendir þá í fjar- lægð til Kína, til þess að skjóta aðra drengi, sem þeir hafa iangtum meiri sam. úð með en andúð, og Indland getur ekki spornað við því. Gandhi mótmælir, en það hefir ekki meiri áhrif, en mótinæli sunnudagaskólakennara í Portis, Kansas. Hvernig stendur nú á þessu? Ja, les- ið þið útflutningsdálka nokkurra stærstu brezku verzlunarfélaganna, og þá sjáið þið einmitt hversvegna Victoria drottning var gerð keisarainna á Indlandi, og hvers vegna enskir herforingjar, geta teymt ind- verska þorpsbúa til Hong Kong' og Hali- fax. Fáeinir Englendingar hafa mikið fé upp úr Indlandi; þess vegna hefir Indland verið gleypt. Auðvitað gefur að skilja, að ef England hefði ekki gert það, þá hefði Þýzkaland, Frakkland eða Rússland, orðið til þess. og almennt athugað, var Indland heppið að það skyldi vera Bretland. Afríka hefir ítíka fajlið undir bölsök þeirra þjóða, er prýða sig með krögum og gullkrossum. Fyrir réttum fimtíu árum stofnaði menntaður kaþólskur konungur alþjóðafélag til þess að rannsaka og sið. mennta Mið-Afríku. Þetta fyrirtæki fékk einhuga stuðning kristniboðanna, og Norðurálfustórveldin, sem gengu í þenna félagsskap, lofuðu undir sinni hendi og innsigli, “að vernda innfædda menn sið- ferðilega og efnalega, að vinna saman að því að útrýma þrælahaldi og þrælasölu, að efla menntun og menningu innfæddra manna, að vernda vísinda- og uppgötvun- armenn......”, og afreka margt annað göfugmannlegt. Þegar í raunina kom, beitti þessi félags skapur óskiljanlegum hrottaskap við Afríkumenn. Morð, lostagirnd og marin. át, þrifust prýðilega í skjóli þessara kristnu menningarfrömuða. Kvenfólk varð stöðugt að bráð lostafullum her- mörinum, er héldu konum í gíslingu unz eiginmenn þeirra létu af hendi þetta mörg pund af togleðri. Þorp voru eyði- lögð, menn teknir af lífi hundruðum sam- an, víðáttumikil héruð lögð í eyði. Og hvers vegna? Til þess t. d. að eitt einasta iðnfyrirtæki gæti auðgast um þrjár milj- ónir dollara á sex árum, af $45,000 höf- uðstól. Leópold einn auðgaðist um $20,000,000 af hlunnindum sínum. á fá- um árum. Víða í Afríku vinna innfæddir verka- menn fyrir fimm centa dagkaupi, enn þann dag í dag\ í Kongónýlendu Frakka hefir fólkstala rénað úr 8,000,000 í 2,845,936 á tuttugu árum. í þýzkri nýlendu í Suður.Afríku var í einni lotu strádrepinn helmingur ó- venjulega djarflundaðs þjóðflokks, Herre. roanna. En það er engin ástæða til | þess að binda sig við Afríku. ' Hægt væri að sýna, hvað þeir, sem völdin hafa, eru nú að gera við erfiðismenn á Ungverjalandi Balkan, Rúmeníu, Póllandi og Italíu. Voldugir menn, í auð- leit, takmarka ekki kúg'un sína við útlendar þjóðir. Vér ^töndum andspænis hrylli legri staðreynd: sem sé þeirri, að menning nútímans, er að hel- kremja fjölda manna og kvennai er að ræna þau lífinu. Er það óhjákvæmilegt og óviðráðan- legt? Sumir segja, að vér get- um ekkert meira gert, en að kasta svolítilli ölmusu í hina dæmdu og raula við þá gælu- söngva. Aðrir segja, að vér verðum að bíða eftir réttlætinu á himnum. Enn aðrir vilja sprengja allt í loft upp, og steypa oss í stjórnleysi. Allir þessir menn hafa gefist upp við mikilvægustu viðfangsefni mann kynsins. Eg trúi því, að djörf, drengi- leg, kristin krossferð geti áunn- ið oss tiltölulega fullkomið rétt- læti og vellíðan. Sé það ímynd- un ein, þá er það dýrðleg ímynd un og verðskuldar brennandi fylgi hverrar einustu hetjusálar. ----------x--------- Iþróttir Vestur- Islendinga. Já, hvaö er um þaer? er hugsanlegt að ýfnsir spyrji. Svar kunnugra myndi líklega verSa eitthvaS í þá átt, aS þær stæðu nieS litlum blóma; væru eiginlega i aum— asta ástandi. Fyrir tiltölulega fáum árum var þetta allt öSruvisi. Þá voru ýnisir Islendingar hér í Manitoba afbragtl annara manna aS líkamsatgervi og í- þróttum. Islendingar skara ennþá fram úr hér um líkamsatgervi, aS minni hyggju. Eg held ekki aS eg hafi séð unga menn betur á sig komna, en ís— lenzka æskumenn hér. En þeir Ieggja áreiðanlega ekki rækt viS líkama sinn, neitt líkt því sem þeir ættu að gera, sjálfsagt ekki jafnmikla og þeir gerðu til skamms tima. Þetta er sinnuleysi að kenna, sinnuleysi eldri sem yngri. Þeir örfáir eldri menn, sem létu sér ekki standa á sama, smá— þreyttust á áhugaleysinu og drógu sig í hlé. Yngri menn lögSu niður íslenzku glímuna, er töluvert hafSi lifnaS við, og ekki einungis hana, heldur aðrar iþróttir, hlaup, stökk, knattleik o. fl. o. fl. ASeins örfáir og einstakir menn af yngstu kynslóð inni hafa fengist viS iþróttir að marki. og þó er efniviðurinn svo góSur, aS þessir piltar hafa boriS af öSrum þjóðflokkum, t. d. eins og synir Ing— vars Gíslasonar frá Reykjavík, Man.. glímumeistarar Canada, Paul Erede— rickson, hnefaleikameistari Manitoba ojj sennilega bráðlega Canada, og Rögnvaldur O. Pétursson. Jóhannes Jósefsson glímumeistari mun einna fyrstur, og að minnsta kosti einna bezt hafa skilið, aS hér lá mikiS verk fyrir Þjóðræknisfélag— inu, og að tafarlaust þyrfti að hefj— ast handa. Hann reiS líka höfSing— lega á vaðið, og lofaði ÞjóSræknis— félaginu $100 á ári í 10 ár, eða $1000 alls, til þess að rétta við íslenzka glímu. Þetta varð til þess að ÞjóS- ræknisfélagið rumskaðist ’ og kaus milliþinganefnd til þess aS revna að vekja áhuga Islendinga á glímunni, og fékk nefndin $100 til uniráða í þv'/ skyni. Nefndin byrjaði þegar aS starfa, og hefir starfað i tvd ár. — MeSal annars spratt upp af því glímufélagið Sleipnir fyrir tilstilli ýmsra góðra drengja hér í Winnipeg, og glimufélag á Oak Point, er starf- aði á veturna. En annars skal ekki rakið starf nefndarinnar. Er nóg að geta þess, að þrátt fyrir áhuga þess— ara manna, og höfSingsstyrk Jóhann— esar, leizt nefndinni svo á, aS erfitt, eSa réttara sagt ókleift myndi að vekja nægilegan áhuga fyrir glim— unni einni, svo aS henni yrði veru— lega lífvænt. I hittifyrra kom hingaS íslenzkur piltur, Haraldur Sveinbjörnsson í— þróttakennari. ; Hafði hann numíiS íþróttir af Niels Bukh í Danmörku, DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan. eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. sem nú er orðinn heimsfrægur fyrir nýfundna þjálfunaraSferð. Sýndi hann knnnáttu sína hér á Sleipnis— samkomu, og undruSust allir líkams— þjálfun hans. Hann fékk atvinnu viö háskóla suSur í Bandáríkjum. — I fyrrasumar fengu NorSur—Dakota— Islendingar hann til sín, aS þjálfa unga menn þar, og varS af þvi á— gætur árangur. tlvarf hann í haust aftur til atvinnu sinnar suSur í Bandaríki, til háskóla SuSur—Carólínu rikis. Af þessum ástæSum lagði ritstjóri þessa blaðs til á síSasta ÞjóSræknis— þingi, aS félagiS skyldi gangast fvrir því aS stofna til íþróttanámsskeiðs meðal Islendinga hér í Winnipeg, eða í íslenzkunt byggSarlögum, nú í sum— ar, undir umsjón Haraldar Svein— björnssonar. Til þess aS orðlengja ekki skal þess aSeins getiS að hr. A. S. Bardal og hr. A. P. JóhanrissoR lof uðust til aS leggjjá þessu máli tií framgangs $100 hvor, og hr. J. W. Jóhannsson lofaSi aS safna $100. Var þriggja manna milliþinganefnd skip— uð til þess að annast máliS. Þessi nefnd hefir nú skrifað Har— aldi Sveinbjörnssyni og fengiS svar- Hann hefir tilboð um atvinnu i Bandaríkjunum, að minnsta kosti á- þrem stöSuni. En hann vildi lang— helzt vinna Islendingum, og það þótt kaup hans yrSi mun lægra en annars staðar býSst. Eru nú tveir til. Annar sá, aS hann sé fenginn norð— ur hingað í sumar, þá mánuði er hann fær sig lausan, og sé komiS hér á bráSabirgðarnámsskeiSi, sent auð— vitað getur koniiS að notum, ef ve! er á haldið, en kemur þó ekki líkt J>ví aS fullu gagni. Hinn sá, að hægt sé aS tryggja honum svo atvinnu hér, aS hann megi ílengjast meSal vor. E það auSvitaS langæskilegast, og ætti ekki að þurfa að fjölyrða um nauS— syn íþróttanáms fyrir eldri seni yngri, stúlkur sent pilta. En til þess aS þetta geti orSiS, þyrfti almenna þátttöku, álíka góða samvinnu eins og t. d. um söngstarf Brynjólfs Þorlákssonar. MeS auga fyrir ölllu þessu, hefir því glímufélagið Sleipnir ákveSið, aö gera ársfund .sinn, sem haldinn verS— ur mánudaginn 4. apríl t samkomu— húsi Goodtemplara, að almenn— um fundi, og verSur þetta mál lagt fyrir fundinn og leitað álits manna. Ber brýna nauðsyn til þess að taka skjóta íjkvörðun, svo hægt sé aS láta Harald vita sem fyrst. — Þess má geta. að bréf frá Jóhannesi Jósefs— syni verður lagt fyrir fundinn, og- að rnargir helztu menn Islendinga hér í bæ hafa lofað aS ávarpa þihgheim. Vert er og að geta þess, að þetta fyrirtæki er algerlega laust viS all— an klíkuhátt. hverju nafni er nefnast kann. Nýtur það samúðar og styrkt— ar góðra manna úr öllum flokkum hér í bæ. Auk þess er sæmileg vissa fyrir því, að ýmsir ágætir drengir meSal yngri manna út utn bvggSarlög Islendinga, munu fegnir fylkja sér bak viS þetta fyrirtæki, ef þeir sjá þvi lífs von. Hefir ritstjóri* þessa blaSs fært máliS í tal við menn á Lundar og Gimli. Iþróttafélag ntun og vera stofnaS í Selkirk, og er sagt aS það sé allfjolmennt og áhugasamt. Væri æskilegt aS einmitt byggðarlög— in islenzku gætu látiS eitthvaS frá sér heyra á þessum fundi. En hvaS sem um það verSur, þá eru menn alvarlega áminntir um aö fjölmenna á þenna fund, hvaS sem

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.