Heimskringla - 06.04.1927, Blaðsíða 5

Heimskringla - 06.04.1927, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 6. APRIL 1927. HEIMSKRIN GLA 5. BLAÐSIÐA ÞJER SEM NOTIÐ TÍMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. kenna þó samningana, með því aö taka tillit til hinnar fáránlega djörfu kröfu vara'forseta, um aö hegna keppinaut sinum fyrir aS vilja ekki halda samningrtum áfram. Greiöa þeir svo þeirri kröfu atkvæöi sitt. Mér leikur meira en lítill grunur á, aö þessir nefndarmenn vilji ekki kannast viö þaö, aö þessi málaflutn— in|p:r varaforseta hafi haft áhrif á þá. En fundargerningurinn fer þar á móti þeim. Ilann sýnir, eins og hér er rétt af honum sagt, aö attur fyrsti helmingur 11. fundar, og tölu veröur hluti framhaldsfundarins, líð— ur svo, aö engum dettur í hug þaö snjallræði, aö sinna ekki lægsta til— boði, eins og sjálfsagt var, ef ekki er álitið aö Col. Press geri verkiö betur en City Pr., heldur velta mál- inu yfir á þann. grundvöll, aö skifta beri verkinu árlega á milli prentsmiðj anna, þótt það í þetta skifti kostaði félagið stórfé, á þess fátæka mæli— kvaröa. Hann sýnir, aö nefndarmað— ur fékk ekki þann innblástur, fyrri en varaforseti var búinn að ágna nefndinni, nieð því að láta hana á sér skilja, aö hann heföi flokk manna, að baki sér, er myndi verða "óánægöur”, ef prentveitingin ekki félli varaforseta i vil. Og þessir menn eru allir aö tala um blygöunar— leysi! Og að varaforseti hafi íjárri því misbeitt embætti sínu, af þvi aö hann ekki greiddi sér atkvæði Ifka > Það kom aldrei til þess, aö hann þyrfti að greiða atkvæöi, þvi meiri— hlutinn féll honum í vil. Hann víátti ckki gera þaö sem fundarstjóri, samkvæmt þeim venjum, sem settar eru um atkvæðagreiöslu þeirra, að þeir greiði aðeins úrskurðaratkvæöi, ef atkvæði nefndarmanna íalla jafnt. Ennfrenuir sýnir frásögn 11. fund ar, að tillögumaður neitar “sem al— veg korrekt var’’ — að leyfa vara— forseta aö breyta hinu upprunalega tilboði' sinu. Frásögn 12. fundar ítrekar þetta; sýnir að tillögumanni og gjaldkera var falið að gera samn- inga við Col. Press á $4.95, en ekki $4.60. Þciuia samning gerSn þcir aldrei. Þeir brutu á eigin ábyrgö nefndarsamþykkt, er þeim var falin. Og vegna hvers? Hvort af því, aö þeiir, þrátt fyrir grundvallaratriöiö, sem i tillögunni um prentveitinguna á að felast, treystust ckki að lcggja hana né samninginn fyrir þingið? Og nú fara menn kannske að átta sig á þvi, að ekki mátti lesa fundar— gerningana; á öllu handaskolinu. Og á kattarþvotti þessarar vesalings nefndar, er sett var til þess að rann— saka málið, og labbar svo samvizku— samlega framhjá fundargerningunum, á fund ákæranda og ákærða, að því ar nefndin sannar. Til þess að sætta þá, eða hvað ? Er það ekki dásamlegt, að spyrja ákærða, hvort honum hafi nokkuð orðið ábótavant um embættisfærslu, og láta sér svar hans nægja ? En nefndin hefir kapnske ekki einu sir|ni verið svj ónærgætin, að spyrja hann? Eða þá að ganga gersamlega fram hjá spurn mgunni um ivilnun meirihluta nefnd— arinnar? Hafi þessi þingnefnd get- að skilið nokkuð annað en það, að hér væri eitthvað daunillt á ferð— inni, sem henni bæri að breiða yfir, sem einskonar ‘‘yfirbreiðslunefnd’’, þá hlaut hún að skilja, að hún var rartnsóknarncfnd, en ekki sáttasemj— ara eða einhverrar annarar tegundar. Þvi hvaða linkind, sem ákærandi hefði kunnað að vilja sýna þeim, er hann bar sök á, þá kom það ekkert við öðrum félagsmönnum. Hver þeirra sem vildi, atti fulla heimting á að fá aö vita alit hið sanna, og ekkert annað. Eg hefi skýrt, vegna hvers eg eyði engum orðum um meðferð málsins á þingi. Eg læt mér nægja að vísa til þess, sem eg sagði í fyrstu grein minni um það. Eg hefi ekkert úr því að draga, og engu við að bæta. Eg get enga blygðun fundið mér skylduga fyrir að segja satt og rétt frá. Stjórnarnefnd Þjóðræknisfé— lagsins tálaði um blygðunarleysi. Þar sat á þeim, sem gat. Henni ei o- hætt að taka það nafnorð með sér i bandi, heim aftur til föðurhúsanna, og gæla þar við það. Það er svo fjarri því, að hún hafi þvegið af sér þann ávirðingarblett, er atmást skyldi með yfirlýsingunm, að nu hefir hún kámað sig alla með hon— um. Hún græðir ekki á fleiri slík— j um Pyrrhusarherferðum. Wpg. 5. apríl 1927. Sigfús Halldórs frá Höfnum. ----------x---------- Til þjóðrœknisfélags- nefndarinnar. Herra ritstjóri Híkr.! Heiðraði herra! I síðasta tölublaði Heimskringlu birtist ávafp til Viking Press Ltd., frá Þjóðræknisfélagsnefndinni, og | stendur þar meðal annars eftirfylgj— andi grein: "Inn á þingið barst kæruskjal þess efnis, að Jón J. Bildfell, þáverandi og núverandi varaforseti félagsins, hefði notað embættisstöðu sína til þessi að afla prentsmiðjufélagi því, er hann veitti forstöðu, hlunnindi á kostnað félagsins. Meðstjórnendur þessa manns lýstu því yfir á þing— inu, að svo fjarri hefði því farið, að hann hefði misbeitt embætti sínu, að hann héfði alls ekki greitt at— kvæði um málið á stjórnarnefndar— fundum. Nefndin í þinginu, sem um þetta kæruskjal fjallaði, sá ekki á— stæðu til að taka það neitt til greina, vegna þess að allir reikningar báru það með sér, að félagið hefði ekki orðið fyrir peinum útgjöldum af þeim orsökum, sém getið var um í kæru— skjali þessu. Þingið heyrði mála— vöxtu frá hendi beggja þessara máls— aðila, kæranda og varaforseta. A þinginu kemur frarn tillaga um að lesa upp fundargerninga stjórnar— nefndar, er um þetta mál fjölluðu, en jafnframt er borin upp rökstudd dag- skrá um að vísa málinu frá. Forseti bar upp siðari tillöguna, samkvæmt öllum fundarsköpum, og er hún sam— þykkt, og málið þar með úr sögunni sem þingmál." Þar sem eg er annar sá málsaðili, sem getið var um í grein þessari, og hún bregður upp röngu ljósi yfir mál það, sem þar er getið um, og víss— vitandi eða af vanhugsun, miðar til þess að halla réttu máli, þá fer eg fram á það við nefnd þá, sem hefir undirritað hana, að gera þá yfir— lýsingu í næsta tölublaði Heims— kringlu, að grein þessi sé að öllu leyti óþörf og ómerk og eigf ekki áö skiljast á þann veg, sem hún er rit— uð, og sé þvl þar með afturkölluð. Að öðrum kosti skora eg á nefndina að birta, í öðruhvoru eða báðum ís— lenzku vikublöðunum í næstu viku eftirfylgjandi skjöl, svo lesendur blaðanna eigi kost á að vita sannleik— ann í þessu máli: 1. Tilboð beggja prentfélaganna, The Columbia Press, Ltd., og City Printing & Publishing Co., fyrir prentun á 8. árgangi Tímaritsins. 2. Þá kafla úr þeim þrem fund— argerningum Þjóðræknisfélagsnefnd— arinnar, sem fjölluðu um þessi tvö til— boð, frá byrjun unz verkið var veitt. 3. Kæruskjal það, sem eg undir— ritaður lagði inn á þing. 4. Hvernig það mál var höndlað- af þingnefndinni, sem í það var sett, og hvaða gögn hún aflaði sér til þess að finna sannleikann í því máli, og ef hún leitaði upplýsinga jafnt frá báðum málsaðilum og einnig hvernig og á hvaða þingtima hinn fráfarandi fo.rseti þingsins tók málið upp á dagskrá. Fyrir hönd City Printing & Pub- lishing Co. B. PETURSSON. Dagsett í Winnipeg, 4. marz 1927. Sannleikurinn er sagna bestur. I 26. tölublaði Heimskringlu stend ur grein með fyrirsögninni "Til stjórnarnefndar The Viking Press, Ltd., Wpg.’’ A þessi grein að vera leiðrétting á írásögn fyrverandi rit— a"a Þjððræknisfélagsfns, um vissa atburði, er skeðu á síðasta þingi þess. Hér er tilraun níu manna til þess að leiðrétta sögu eins manns um atburði, sem fjöldi annara manna voru sjón— ar— og heyrnarvottar að — og til— raunin mishheppnast! Eg, undirrit— aður sat á þjóðræknisþinginu allan þann tínia, sem sagan var að gerast, er hér “fer tvennum sögum um”. — Eg finn mér því skylt að votta, að frásögniti i greitiinni “Þjóðrækni og þjóðheiður”, gaf alls ekkert tilefm til þeirra ummæ'a. stjórnan efndar Þjóðræknisfélagsins, að hún sé ‘‘með ölht villandi, að þvi leyti sem Hún er ekki ósönn,” að hún er, þvert á móti rétt ssögð saga, að eg er algerlega sannfærður um, að afskifti fyrver- andi ritara (Mr. Sigfúsar Halldórs frá Höfnum) af þessu máli voru byggð á einlægri velvild til Þjóð- ræknisfélagsins, og löngun til að efla hag þess, og að “skýringar” nefnd— arinnar eru í sannleika villandi, fyr- ir þá sem ekki hafa önnur gögn á að byggja. Svo mikil er óvandvirknin, að rangt er farið með innihald þing- skjals, setn vitnað er í, og ætti að vera í höndum nefndarinnar, sem sýnilega hefir ekki talið það ómaks- ins vert að lita i það, heldur hripað niðttr i flýti það, sem þá minnti að í því stæði. Og “sannleikurinn er sagna bezt- ur”. Heföi það verið stöðug sann- færing allra þeirra, sem með málin fóru á síðasta þingi Þjóðræktiisfé- lagsins, þá er eg viss um að þau hefðu öll orðið afgreidd á drengileg an og vinsamlegan hátt. A- E. Kristjánsson. ----------x----------- Þórður Kristleifsson. er maður nefndur. Hann er sónur hins góðkunna bændaöldungs Krist— leifs Þorsteinssonar á Stóraí—Kroppi í Borgarfirði. Snemma hneigðist hugur hans að söng, enda þótti rödd hans sem unglings með afbrigðum mikil og fögur. Nú fyrir tæpum sex árum ákvað hann að helga líf sitt söngmenntinni, fór utan, fyrst til Kaupmannahafn— ar, og dvaldi þar undir stjórn hinS ágætasta kennara, sem mjög hvatti hann til ao halda áfram námi. Frá % Kaupmannahöfn fór han ntil Dres- den og stundaði þar söngnám í þrjú ár, undir stjórn hinna færustu meist— ara í söngkennslu. Þaðan fór hann suður til Milano á Italiu, og hefir stundað þar nám síðan. Síðasta árið hefir kennari hans verið hinn heims_, frægi söngvari Fernando . Capri.-- Hefir svona langt nám kostað mikið fé, en nteð sinni dæmafáu sparsemi og reglusemi hefir Þórður klofið fjárhagshliðina til þessa, með til— styrk vandamanna sinna. Dregið hefir hann lika talsvert fjárhagslega, að kennarar hans hafa verið svo hrifnir af hæfileikum hans, að sumir þeirra hafa fitið sem ekkert tekið fyrir kennsluna. Þess ber lika að geta, að Þórður hefir siðustu árin fengið smáváegilega upphæð af fé þvi, sem veitt hefir verið af Alþingi til skálda og listamanna. Um Þórð Kristleifsson hefir ver— ið mjög hljótt og lítiö sem ekkert verið um hann ritað eða frá honum sagt. Einu sinni hefir hann sungið hér opinberlega, sumarið 1924. Með- al áheyrenda hans þá var ungfrt't Hanna Granfeldt, sem kunn er hér og viðar sem ágæt söngkona. Þegar hún hafði hlustað á söng hans, varð i henni að orði: “Þetta er áreiðan-, lega efni í mikinn listamann”. Þórðttr hefir sent mér allmikið af ummælum um sig, frá ýmsum hinna færustu söng— og tónsnillinga á þeim stöðum, er hann hefir notið kennslu öll hin undanförnu ár. Vegna, þess, að þau ummæli eru eflaust það rétt- asta og sannasta, sem um hann verð— ur sagt, og gefa þess vegna þá einu réttu hugmynd um það, hvers við megum af Þórði vænta, þá leyfi eg mér að birta þau hér á eftir — sum i þýðingu: “Herr Th. Kristleifsson er i Be-j siddelse af en udmærket Röst af en ! sjælden Kraft og Varnie, den vil \ sikkert kunde ttdvikles til “Noget; meget godt”. Jeg anbefaler hant i absolut til Stötte i Forrn af Stipen— dium. Ernst Schönberg, Koncertsan— ger og Sanglærer i Köben— havn. Vi undertegnede, som kender Hr. Þórður Kristleifsson som et nieget flittigt og fremadstræbende Men— neske, anbefaler hans Ansögning, paa det varmeste. Han har ét ud— mærket Stemmemateriale og vil utvivlsomt kuntie opnaa et godt Re— sultat hvis han kan före sit Studium til Ende. Det bemærkes, at hans Sanglærer, Hr. Alexander Anthes, er en frem- ragende Sangpædagog. Köbenhavn i Febr. 1922. Haraldur Sigurðsson. Dóra Sigurðsson. Hr. Kristleifsson hefir verið nem— andi í píanóleik á hljómlistarskólan— um í Dnesden, og hefir hann tekið þar miklum framförum vegna iðni og hæfileika. Curt Kraubz, forstjóri. Herra Kristleifsson hefir framúr— skarandi fagra (‘‘Helden”) tenór- rödd. Hann er söngvinn og hefir nænia tilfinningu fyrir söng. Má þess ótvírætt vænta, að hann verði með tíð og tíma einhver allra bezti hetju— söngvari (tenor-iDramatico). Dresden í febrúar 1922, Nurn— bergerstrasse 17. Söngstjóri próf. A. Anthes. Undirritaður vottar hér með, að Signor Th. Kristleifsson hefir þegar þrjá mánuði sótt skóla minn, og stend ur þar öðrum framar um tenórrödd. Mun hann með nokkru námi ennþá áreiðanlega verða mjög mikill lista- maður, þar sem hann einnig hefir ó— venjulega fagra “Erscheinung” fyrir leiksvið. Rödd hans er “dramatisk” og hljómblær hennar hlýr, músikgáfu hefir hann framúrskarandi. Verð— skuldar hann fyllilega, að hinn heims frægi snillingur Batistini hefir veitt honum athygli og trúað mér fyrir honum, Mlano í nóv. 1925. Cav. Vittorio Podesti. (Söngmeistari í “Belcanto” og fyrrum Dirigent við söngleik- húsið Metropolitan og mörg fræg ustu söngleikhús Evröpu.) Eg er yður mjög þakklátur fyrir að taka lög min á söngskrá yðar. —í Meðferðin á þeim var mjög góð, og meSferð yðar á ‘‘Sverri konungi’’i var með öllu óaðfinnanleg. Reykjavik í júnt 1924. Yorómar. Mér fannst eins og vorið það vildi eg vaknaði glaður í dag, því geislann um gluggann eg skildi það guðsríkis umbótalag, sem lífinu fögnuðinn færir með framtíðar lifandi þrá; svo ljóselskur andi minn lærir það lag, sem að vorboðinn á. Því von mín, hún varð ekki’ að táli, að vetur eg lifað hér gat, og hrakspár á mælginnar máli fyrst meinlega af mér eg sat; þá gleðst eg við geislana nýja, þann guðsnáðar vorbjarta yl, sem vekja mér vordrauma hlýja, því vorið eg alstaðar skil. Það kemur hér blessun að breiða á braut, sem var freðin og hál, og myrkri og andstæðum eyða, sem ásækja veiklaða sál; það kemur og sannleikann segir í syngjandi vorfugla klið; það kemur og huga minn hneigir að heilögum, eilífum frið. Það kemur með unað og yndi, sem andblær frá heilögum stað; í sólhlýrri vorskúr og vindi það veitir mér heilsunnar bað. Það kemur með ungdóminn aftur; eg elska og gleðst eins og barn. Með ljósgeislum kærleikans kraftur lét hverfa hið nákalda hjarn. Og eilífðar von hefir vaknað, hún vermist við kærleikans yl; því allt sem að Sorg hefir saknað, eg sé það er lifandi tiL Þá helgustu upprisu.hátíð þá held eg í lifandi von; eg fann þar í fjarlægri þátíð hinn fegursta mannanna son. Sigurður Jóhannsson. Próf. Sv. Sveinbjörnsson. Svo sem sjá má af undirskriftum framanskráöra ummæla, eru þau öll, gefin af frægum og þekktum mönn— um, hverjum á sinu sviði. Þá hefirj einnig hinn frægi söngvari okkar, j Pétur Jónsson, eftir að hafa heyrtj Þórð syngja, nýlega getið þess í bréfi meðal annara ágætra ummæla um Þórð, að hann hefði “undurfagra; rödd”. Páll Olafsson• —Vísir. * Islenzk bókarfregn. ____ i PALL F.GGERT ÖLASON: MENN OG MENNTIR siða- skiftaaldarinnar á Islandi. IV. bindi. Rithöfundáv. Bóka—J verzlun Arsæls Arnasonar. — Rvík 1926. Með þessu bindi er -tokið hinu mikla og stórmerka ritverki Páls Eggerts ölasonar um “Menn og menntir siðaskiftaaldarinnar” Höf—! undurinn hefir í upphafi sett sér það tvöfalda markmið: “Að lýsa lands— sögu og bókmenntum þjóðarinnar á siðaskiftaöld”. Saga landsins verð—j ur þá einkum saga þeirra afreks— j manna, sem lær hæst og mestu valda um atburði í landinu og örlög þjóð— arinnar á greindum tíma. Eru slikir þættir raktir í hinum fyrri bindum, sem áður hefir verið lýst hér í blað— j inu. Þetta IV. bindi fjallar um bók— menntir þjóðarinnar og rithöfunda á siðaskiftaöld. Liggur að rótum verksins geysimikil og merkileg rannsókn höfupdar um myrk og fólg— in svið þeirra viðfangsefna. Hefir hann um sumt notið leiðsagnar fyrri ritkönnuða, eldri og yngri, sem hann og greinir frá. En um flest er þó rannsókn hans sjálfstæð og frum— ger. Verður starf höfundar og ranit sóknir eigi til hlítar metið af þeim, er engin skil kunna þess háttar starfa. Þó má nokkuð marka viðferli höf— undar á tilvitnunum hans í rit og handrit, erlend sem innlend. Eru þær furðulega margar. Ritinu er ætlað að ná tvennskonar tilgangi. Það á að vera heilsteypt bókmentasaga og rithöfundatal aldarinnar, en auk þess farvegur sérrannsókna, er síðar kynnu að verða gerðar, framar en orðið er, um ýmsar igreinir bók— menntanna. Er leikmönnum ófært um að dæma, til hverrar hlítar er náð þessu tvöfalda markmiði. En svipur verksins og bygging, ná- kvæmni höfundar, heimildatal o. fl. ber honum gott vitni. Merkustu bókmenntafrömuðir ald— arinnar, sem frá er greint í þessu riti, eru þeir Arngrímur lærði og Guðbrandur biskup Þorláksson. Er ritverkum þeirra og miklu áhrifum rækilega lýst. Eru og greindir sund— ur sérþættir bókmenntanna og hverj— um þeirra gerð skil fyrir sig. — Lengsti kaflinn er um skáldin, eða yfir 330 blaðsíður. En bindi þetta er 770 bls. En aftan við eru skrár á 87 bls. Rit þetta er hið fullkemnasta að frágangi. Eru mörg sýnishorn rit- handa þéirra höfunda, er um getur i ritinu, en myndir af sumum þeim, er við sögu koma. Nafnaskrár eru full— komnar, svo og ritatal. Þá er og skrá yfir upphöf kveðskapar. Verður þar fundinn uppruni margra kveðlinga, er verið hafa húsgangar í lartdinu, þó almenningi hafi verið ókunnugt um ujpruna þeirra. Er og allmikið af kveðskap siðaskiítaaldarinnar tekið upp í ritið. Aður hefir verið minnst á stil P. E. 0. og frásagnarhátt. Stíllinn er 'látlaus og hrelinn. Frásagnarhájtt— urinn þróttmikill og afmarkaður. Er ritlist höfundar nærð við frumlindir fornum Vitum, en vaxin við gáfur, lærdóm og smekkvísi höfundarins. Ritverk þetta er i alla staði merki- legt og hin ágætasta eign til fræði- lesturs og skemtunar. (Dagur.) Frá Islandi. Rvík 5. marz. Mikið ritverk. — Páll Þorkelsson er einn af þeim fræð'lmönnum, sem hafa hægt yfir sér, en það er eins um fræðimenn sem aðra menn, að þeir eru misjafnlega miklir hávaða- menn. Nú hefir Páll gefið út sýnishorn af fuglaheitaorðabók sinni hinni meiri meðl margmálaþýðingum, sem áður hefir verið tninnst á í Alþýðublað- inu. F.r þessi orðabók kölluð önnur útgáfa aulcin og endurbætt, af hinni velþekktu orðabók Páls yfir fugla— heiti, er prentuð var 1916. En í raun og veru er þetta alveg ný bók — Má í henni sjá, ekki einung- is, hvað fuglar heita á ótat tungumálum, sem enn lifa, heldur,. að minnsta kosti hvað sumum fugls- heitunum viðvíkur á fjölda tungum, sem nú eru dauðar, svo sem engilsax— nesku, gotnesku, forn-háþýzk^ og sanskrít. Ekki er vafi á því, að bókin verður afar þægileg handbók að fletta upp i, ekki sízt fyrir það, að við hana verð- ur skevtt latneskri fuglaheitaskrá yfir alla þá fugla, sem koma fyrir í marg— málaorðabókinni. x. Rvík T. marz. Kona fannst örend vestan við grandagarðinn svonefnda kl. 2 í gær- dag. Var líkið flutt á líkhúsið. — Ekki vita menn, hvernig slysið bar að höndum, en hitt er víst, að konan hefir drukknað. “Hús í svcfnð'. — Snenima október ritaði Politiken tnn þes kvikmynd: ,Hús í svefni’, hin fagra kvil mynd Guðmundar Kamban, sem sýi er nú sem stendur í Alexandrathea ret hér, hefir hlotið meiri aðsókn Sviþjóð heldur en nokkur önn mynd, sem Nordisk Films Kompag hefir sent út — nieiri jafnvel held en “Maharajahens Yndlingshustru sem hingað til hefir haft flesta hú fylli þar af öllum mynduni frá No disk Films”. Keflavik 25. febr. Mokafli í gær, hæst 880 lítrar af lifur, sem mun svara til 20 skpd. — Afli 12—20 skpd. á bát. Einn bátur hafði á dekki, gat ekki innbyrt. Þeir bátarnir, er bezt öfluðu voru 3, og íengu 18—20 skpd.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.