Heimskringla - 13.04.1927, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.04.1927, Blaðsíða 4
'pcimskringla (Stofnnti 1880) Kfmur flt t hverjnm mlltvlkndr|t EIGKNDURI VIKING PRESS, LTD. 8*3 og 8*5 SARGEXT AVE, WINNIPEO. Toloiml! N-0537 Verfl blaBslns er $3.00 Arsrangurinn borg- ls» fyrirfram. Allar borganir senaist THE VIKING PREHS LTD. SIGEírS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. UtanAnkrllt tll blaSnlna: THE VIKINtí PRESS, Ltd, Bol 3105 Utnnflskrlft tll rltstjAranai EDITOR HEIMSKRINGLA, Bol 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskrlngla is pablished by The Vlklng Preaa Utd. and printed by CITY PIIINTING A PIIBG18HING CO. 853-855 Snrirent Aie, Wlnnlpeg, Man. Telephoneí .80 53 7 WINNIPEG, MANITOBA, 13. APRÍL 1927 Píslarvottarnir. Ritstjóri Lögbergs hefir töluvert að at- huga við ritstjórnargrein í Heimskringlu, 30. marz, er nefnist “Framsóknm’’ í Mani toba. Honum finnst greinin vera. órök- studd árás á hina svonefndu liberal-pró- gressíva frá Manitoba, er sæti eiga á sam- bandsþinginu. í>ótt vér álitum. að sú grein myndi hafa verið sæmilega rökstudd í augum flestra þeirra lesenda, er fylgjast sæmilega með landsmálum, þá er oss áhægja að því, að skýra þær röksemdir enn betur, með því að svara lið fyrir leið aðfinnslugrein rit- stjóra Lögþergs: Sakbornir vegna trú- mennsku, en þar á hann auðvitað við Manitobaþingmennina, er fyrirsögn hans gerir að einskonar píslarvottum fjrrir trúmennsku. Vér vonum að almenning- ur líti svo á að málið sé fyllilega þess vert, að það sé rætt í æsar. * * * Fyrsta atriði er ritstjóri Lögbergs and- æfir í þessari ádeilu Heimskringlu á hið tvíhöfðaða fyrirbrigði. liberal-prógress- ívana, er það að þeir hafi sýnilega greitt fjárlögunum atkvæði með hálflélegri sam vizku. Kveður hann þingtíðindin eigi gefa slíkt til kynna. Og jafnvel muni Mr. Woodsworth hvergi hafa ymprað á því. Að voru áliti bera þingtíðindin einmitt þessu vitni. Af þeim má sjá (sbr. ræðu E. D. Young), að ekki einungis lib.-próg., heldur einnig hreinir-liberalar að vestan, voru langt frá því ánægðir með' fjárlögin. Mr. Glen varð til að lýsa óánægju lib.- próg.. En hann og félagar hans hættu öllu andófi, er Mr. Dunning las yfir þeim á eftir. Að þeir komust þá í klípu, er auð- séð á ræðu Mr. Brown frá Lisgar, er tal- ar nokkrum dögum síðar en Glen, og í mun auðmýkri tón, þótt hann auðvitað reyni að láta sem minnst bera á undan- haldinu. Meðal annars kemst hann svo að orði: “Enda þótt svar isamgöngumálaráðherrans viö ræðu þm. írá Marquette (Glen) sé eng- anveg'inn eins greinilegt *g ákv,eðið og vér myndum óska, þá álitum vér eigi minnstu á- staeðu til þess, að gera ráð fyrir að fjárlögin 1926 séu siðasta sporið á lágtollavteginum. Þvert á móti vildum vér mega gera ráð fyrir, að ráðherra hafi ætlað að gera oss skiljan- legt, að enn væri framfara að vænta í þá átt.’’ Vér hyggjum að allir ómengaðir fram- sóknarmenn kalli þetta ómengaðan katt- arþvott. Og Mr. Woodsworth hefir ein- mitt opinberlega látið í ljós þá skoðun, því hann kemst svo að orði um þetta, í grein, er hann birti nýlega, að þarna “hafi Mr. Brown auðsæilega lent í torfærum— sbr. “eigi minnstu ástæðu til þess að gera ráð fyrir”, og svo strax á eftir: “vildum vér mega gera ráð fyrir”. — Vissulega hafi lib.-próg. hvað eftir annað neyðst til þess að “gera ráð fyrir” ýmsu, sem hvorki fjárlögin né stjórnarferill liberala síðustu fimm árin gefi nokkra ástæðu til.” Ennfremur segir Mr. Woodsworth um þetta, “að auðsjáanlega ætli liberal- ar sér að verða meinstaðirj þessu efni, nú, er þeir hafa öflugan meirihluta, og að ýmsir, og sennilega -stjórnin sjálf, muni álíta nokkurn veginn óhætt að gera ráð fyrir því, að lib.-próg. flokkurinn sé búinn að binda svo traustlega trúss sitt við liberala, að ekki verði leyst að ári fremur en í ár.” Þetta er einmitt það sem fundið er að í Heimskringlu. Þess vegna getum vér játað, að ritstjóri Lögbergs hafi að nokkru leyti komist mjög heppilega að orði um lib.-próg., að þeir væru af Hkr. “sak- bornir vegna trúmennsku”. En Sú trú- mennska var öll við liberala flokkinn. Fyrir hann hafa þeir orðið píslarvottar. Framsóknarstefnunni hafa þeir algerlega brugðist. Hvort það sæmir “góðum drengjum og dyggum lýðfulltrúum”, og hvort það hafi verið “bein siðferðis- skylda” — og að “allt annað hefði verið svik við kjósendur’’, en að greiða hátolla- fjárlögum stjórnarinnar atkvæði á' þing- inu nú, það er dálítið annar handleggur. Vér vonum að kjósendur þessara íhalds- lib.-próg. sýni þeim það svart á hvítu við næstu kosningar. En jafnvel þótt kjós- endur vitkist eigi, þá er sú staðreynd jafn óhögguð, að framsóknarstefnuna sviku þessir lib.-próg.; að allir hafa þeir, enn sem komið er, gersamlega aðhyllst stefnu liberala, og að þess vegna eiga þeir engan rétt á því að skreytá sig með framsókn- arnafninu. Um samruna þeirra við lib- erala er hægt að tala, en ekki samvinnu, nema þá í argasta háði. Framsóknar- þingmaður er aðeins einn til í Manitoba, og það er Bird frá Nelson. Hann hefir verið trúr framsóknarstefnuiini. * #* * Ritstjóri Lögbergs segir, að heilskyggn- ir menn hafi eigi gengið “þess duldir í síðustu kosningahríð, að verndartoila- lækkunar á yfirstandandi þingi, myndi eigi þurfa að vænta, ofan á hina miklu lækkun, er gerð var á þinginu 1926.” Þetta er rétt, ef hér er átt við þá •— hvort heldur liberala eða aðra — er svo mikið höfðu numið af þingsögu lib., að þeir þóttust vissir um að þeir mundu verða óhraðskreiðir til tolllækkunar, ef þeir næðu sæmilega öflugum meirihiuta. En að jafngeyst lágtollamálgagn og Lögberg hefir sýnt sig undanfarið, skuli gera sig ánægt með slíkt, og telja lágtollaflokki, er þykist vera, það til gildis, að hann ætli ekki að hækka þann verndargarð hátolla, sem vér eigum við að búa, það mætti virð ast meira en lítið kynlegt fyrirbrigði, öll - um þeim mörgu, er enn ekki hefir tekist að skilja af 30 ára þingsögu liberala, að þeir eru alls ekki lágtollamenn, nema um kosningar. Allir vita, að tolllækkun- in í fyrra var knúð fram af framsóknar- og verkamannaflokknum. Þótt ekki þurfi að rökstyðja þessa stað hæfingu, er allir hljóta að játa, sem skilja hugtökin lág- og hátollur, þá er samt ekki ófróðlegt, að lofa lesendum að heyra dá- lítið úr þingtíðindum um þetta efni. Mr. Evans, frá Rosetown, Sask., er gamali liberal, en svo góður, að hann getur ekki fylgst með flokknum lengur, og skal því ekki teljast þar með. Hann sagði meðal annars: "Og nú, eftir því nær 50 ár, hefir stjórnin með þessum fjárlögum greinilega ögrað að- alframleiðendum þessa lands og öllum, sem nokkurn snefil eiga eftir af frelsis- og rétt- iætistilfinningu...” Hann vitnar í ummæli George Brown: “Ef maður í opinberri stöðu játar einhverri stefnu og notar hana sem vopn, en hlær að stefnuskrá sinni, er hann kemst til valda, og hleypur frá játningum sínum, þá végur hann að pólitísku, siðferði.” Um ræðu Mr. Dunning, er áður er nefnd, fer hann þessum orðum: “Hanri gerði nákvæmlega sömu jkilgrein- ingu síns máls í gærkvöldi, og Sir Wilfred Laurier gerði 1896. Þeir fóru varlega. En 1904 var liberal stjórnin komin það langt, að hún kom biautasápu og fölsikum tönnum á listann.” Miss Agnes McPhaiI, sem með hverju ári vinnur sér meira og meira álit fyrir þingmennsku sína, sagði: “Hefir sKiórnih ekkert lært af reyiTshinni i fyrra? Knúin brýnustu nauðsyn lagði hún þá fram fjáriög, sem vor.u í samræmi við þá stefnu er liberalar þykjast fylgja, fjárlög, sem rifu töiuverð skörð sumstaðar i tollgarðinn. Fjárlögin voru kennd við Robb, en eg hygg, að sá maður haafi verið einna minnst hrifinn af þeim..... Þið vitið að vestra eru lágtolia- menn, þið unnuð lágtoliakjördæmin í Ontario — og nú svarið þið lágtoliamönnum, að úr því að þið komust aftur í valdasessinn, þá ætlið þið ekkert i þessu að garfa. Jæja, sama er mér, þetta er ykkar jarðarför. En það er léleg stjórnmennska. Alnienuingur biður um brauð, og stjórnin gefur þeim steina.... Ein hverjir hljóta að vera á verði um liberalar stefnur, þegar liberal flokkurinn ekki vill gera það. Með ailri virðingu vildi eg leggja það tii, að ef liberal flokkurinn ætlar sér að stefna að iágtollamarkinu, þá myndi heppilegra að skipa ráðuneytið mönnum, sem hafa trú á lágtolli. Ef þeir gera það ekki, en halda há- tollamönnum — sem vitanlega eru ágætismenn — í ráðuneytinu, þá er það sama og að þeir segi: “Við erum alis ekki lágtollaflokkur, við erum einungis grein af conservatív flokknum I” — Og nú virðist vera töluvert í þessu. Hvers ! I vegna ekki að játa það í kosningunum ?” Mr. Bourassa stendur liberal flokknum | miklu nær en Mr. Evans og Miss McPhail, i þótt að vísu sé hann höfði hærri, og að ! sama skapi víðsýnni en aðrir liberalar, j og fari því laus við fylkinguna. Hann var aldavinur og hægri hönd mesta manns og átrúnaðarvættar canadiskra liberala, Sir Wilfred Laurier. Ummæli hans um forna afstöðu liberala, eru því hin mark- verðustu, sem hægt er að hugsa sér. En svo lýsti hann henni: “... Eg var þá*nýr í sessi á þessu þingi. Ar~ J ið 1896, eins og reyndar nokkur ár fyr og síð- j ar, úthrópaði liberal, flokkurinn verndartoila sem ! skipulagsbundinn þjófnað og rán. En á sama ■j tíma höfðu sumir forráðendur liberal flokksins, ' þegið styrk til hans frá Canadian Manufacturers i Association”, og skuidbundið sig til þess að sjá j uni að stefnuskrá flokksins kæmist aldrei i fram- ' kvæmd. Þannig rifnuðu vesalings flokksfor- I ingjarnir á milli opinberra ummæla sinna, ■ og •I ieynilegra samninga, er þeir höfðu gert. Eitt- hvað varð að gera.” Flest virðist henda til þess, að “vesa- lings flokksforingjarnir” séu í sama | skolláboganum enn. Það er gamla sag- 1 an: að ef þú réttir fjandanum lTtla fing- í urinn, þá er hæpið að missa ekki alla. hendina. Öflugasta einstaklings vitnið því til ! sönnunar, að mjög sé hin sama stefna ráðandi 1926 og 1896, og þá um leið voru máli öllu, skulum vér að gamni voru taka j úr þingmannaflokki liberala, á þessu herr j ans ári, 1927. Sá maður er Mr. H. E. La- j vigueur, frá Quebec-Montmarency kjör- , dæmi. Hann sagði svo, meðal annars: “Miss McPhail hefir sagt okkur, aö hún að- hyllisi; algerlega 1 ágtollastefnuna. Eg vil þá i leyfa mér að fullvissa hana um það, að hvorki I fyikið, sem eg er frá, eða eg sjálfur, getum fall- ! ist á þá skoðun hennar. Við erum hlynntir toll- j verndún iðnaðarins; við trúum ekki á lágtolla. Það gleður mig að sjá það, að fjáriögin í ár fará ekki frant á nokkra tolllækkun. Eg vil leyfa mér að óska fjármálaráðherra til j hantingju, nteð þessi afbragðs fjárlög, er hann nú hefir lagt fyrir þingið. Svona eiga fjárlög að vera, og þetta játa allir kaupsýslumenn, er eg hefi talað við, hvort heldur eru liberal eða con- servatív. Eg átti nýlega tal við einn af helztu • forystumönnum conservativa í Quebecfylki, og hann sagði mér margra manna áheyrn, að hann i áliti fjárlögin ár í alla staði fullnægjandi. Hann hafði ekkert við þau að athuga...” Þetta þarf ekki ítarlegra máls við. Lib- eralarnir eru hátollaflokkur í reyndinni. þótt þeir séu freyðandi lágtollaflokkur um kosningar. Afstaða þeirra er með öllu óverjandi í því máli og fullkomlega fyrir- litleg. Conservatívar kannast opinber- , lega við að vera hátollamenn, og við þá j má deila á skynsamlegum grundvelli. — Liberalar hafa á sér yfirskin lágtollastefn- unnar, en afneita hennar krafti. Það kann að vera að það gangi nokur ár enn. En upplýsing kemur, þótt hún komi hægt, og verði kjósendur hér vestra þá lágtolla- menn, sem nú, þá eiga þeir eftir að fara illa með þá herra, sem nú ráða tollstefnu | liberal flokksins. * * * Þá kemur nú að lækkun tekjuskatts- ins, sem iiberalar telja eitt helzta afreks- verk flokksins í ár. Það er rétt, að lib,- próg. gengu að þessu atriði skilyrðislaust. En vér getum ekki komist á þá' skoðun, að það hafi verið búbót kjósendum þeirra. né að það sé nokkuð annað, en brigð við framsóknarstefnuna, og algerlega ó- , skiljanlegt er oss það, að “allir þeir er tekjuskatt greiða, — hagnist hlutfails- lega jafnt við lækkunina.” Vér héldum að þetta hefði verið nægi- lega skýrt fram sett í Heimskringlugrein- inni, en þó skal það nú nokkuð ítarlegar gert. Ekki er auðvelt að liugsa sér, að nokkr um manni detti í hug að halda því fram í alvöru, að einföldustu lífsnauðsynjar seu hlutfallslega við launin, jafndýrar- stórtekjumanninum, með t. d. $50,000 tekjur á ári, og smálaunamanninum, með $1200—2000 árstekjum, hvort sem hann , skartar daglega með línkraga um háls- inn, eða ekki. Nú er það segin saga, að : ef teppt er, að nokkru eða öllu leyti, tekju flóðið, er í ríkishandraðann streymir ár- lega, frá uppsprettum beinu skattanna, þá verður að auka þeim mun meira að- streymi óbeinna skatta, ef ekki á að lækka í handraðanum. Nú skulum vér snúa að fjáHögunum, og taka þaðan dæmi til samanburðar. Fjármálaráðherrann gerir grein fyrir $343,000,000 tekjum af beinum og óbein- um sköttum. Þar af segir hann að inn- flutningstollurinn einn hafi gefið af sér $141,500,000. Sé ráð gert fyrir 9,000,000 íbúum í Canada. þá draga þessir óbeinu skattar $15,73 úr vasa hvers manns að meðajtali, eða $78.65 á fimnv manna fjölskyldu. Býsna hátt fyrir manninn, sem rétt hefir til hnífs og skeiðar, en óverulegt fyrir stórtekjumanninn. Enrifremur sést á fjárlögun- um, að tekjuskattur hefir iækk- að um $8,671,961.57. Á hinn bóginn hækkuðu óbeinu skatt- arnir (tollskyldan) um $14,- 144,856.50. Vér hljótum að halda því fram, að þetta sé stór- tekjumönnunum í hag; fátæk- ustu stéttunum í óhag; þessi eina hækkun óbeinu skattanna hefir bætt $7.85 að meðaltali við skattbyrði fimm manna fjöl- skyldu, hvort sem hún er blá- fátæk eða vellauðug. Bláfátæku stéttirnar hagnast ekki hlut- fallslega líkt þessu á lækkun tekjuskattsins. Höldum dæm- inu lengra áfram, þá skýrist það enn betur. Hugsum oss, að all- ur tekjuskattur sé afnuminn, en skatttekjur ríkisins verði hinar sönm, $343,000,000, sem allar stafa þá frá óbeinum skött um. Þeir jafna sig þá á hvert höfuð með $38, eða $190 á 5 manna fjölskyldu. • Það þarf engan fjármálaspeking, til þess að skilja það, að slíkt fyrir- komulag legði þar óbærilegar drápsklyfjar á fátækasta fólk- ið, sem nú stynur undir aðeins stórerfiðri skattabyrði. * * * Að síðustu telur ritstjóri Lög- bergs eiginlega óþarft að and- mæla þeirri skoðun Heims- kringlu, að stefna heggja gömlu flokkanna í mannfélagsmálum sé að mestu leyti ein og hin sama. Hann kemst skáldlega að orði um mismun þeirra. Lib- erala stefnan sé “mannúðar- og jafnréttisstefna, þar sem svo er hátt “til lofts og vítt til veggja” að sérhver sameinuð þjóð, án tillits til stétta, getur á öllum tímum andað að sér fersku, líf- rænu lofti, þar sem á hinn bóg- inn að íhaldsstefnan er sérrétt- indastefna, með hag hinna fáu útvöldu fyrst og fremst fyrir augum, hvað svo sem almenn- ingsheill líður.” En skáldleg orð sanna ekki ávalt það, sem þau segja. Og áreiðanlega væri það bæði skemtilegra og fróðlegra, að rit- stjórinn rökfesti betur þessa skoðun sína. Híbýli liberala eru nú ekki rýmri en það, né andrúmsloftið þar lífrænna en svo, að menn eins og Bourassa, Woodsworth, Bírd, Albirtingar og framsóknarmenirnir frá Saskatchewan, þrífast þar ekki. Og sé liberala stefnan jafnrétt- isstefna, þá eru conservatívarn- ir liér í Canada vafalaust eld- rauðir kommúnistar. — Eða myndi Rt. Hon. Mackenzie King vera þess albúinn, að játa að það væri rödd úr liberala flokkn um, er hljómar af vörum Mr. J. S. Woodsworth? ---------x--------- Skygna konan í Helgárseli. Hún heitir Sigurmunda Sigur- mundsdótti^ er ekkja og býr me<5 börnum sínum, og var meöal þeirra manna, sem mig langaöi mest til aö tala viö í noröurferð minni í sumar. Eg haföi heyrt svo mikið um hana talað, og af skyggni hennar látiö.’Eg gerði mér ferö til hennar frá Akur- eyri, fékk hinar alúöle*'ustu viötökur hjá henni, og átti tal við hana e’itt- hvaö á aðra klukkustund. Halldór bóndi á Ongulsstöðum sýndi mér þá góöviid og gestrisni aö fylgja mér fram Garðsárdalinn að Helgárseli. Leiðin er keldóttar veg- ieysur og illfær ókunnugum. Fylgjur. “Viö komum ekki konunni á ó- vart,” sagði hann við mig á leiðinni. Af langri reynslu var hann þess full- vis, að hún mundi hafai séö fylgjurn- ar okkar, þegar viö kæmum þangað. Eina sögu sagði hann mér um þa.ð,' hvað örðugt væri að koma henni á DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. óvart. Nokkrar kunningjakonur hennar höfðu lagt af stað til þess að finna hana. En í för með þeirrs haífði slegist kona, sem konan i Helgárseli hafði aldrei séð. Hún var skilin eftir í hvarfi við bæinn. Þegar heim að bænum kom, spurði hús- freyja þegar eftir gestinum sem me5 þeim væri. Þær könnuðust ekki við að hafa verið fleiri á ferðinni. En húsfreyja sagði að þær þyrftu ekk- ert að segja sér um það; með fylgj- ununi þeirra hefði verið fylgja, sem hún hefði ekki séð áður. Eg byrjaði á því að spyrja hana um fylgjurnar. IJún kvaðst sjá þær hér um bil undantekningarlaust á undan gestum. Oftast væru það menn, sem hún sæi þannig, en miklu sjaldnar dýr. Stunduin segist hún sjá fylgjur manna, þegar þeir hugsi til hennar, þó að þeir komi ekki. Hún kveðst 'hafa spurst fyrir um þetta, þegar hún sér fylgjurnar, án þess nokkur komi, og að það hafi ávalt staðið heima — hlutaðeigandi menn hafi æfinlega kannast við það, að hafa hugsað til hennar á þeirri stund, er hún sá fylgj ur þeirra. Aðallega finnst henni fylgjurnar vera ættingjar þeirra, sem þær fylgja, eða þá kærir vinir þeirra. Eg spurði hana, hvort henni fyndust þessar fyigjur vera framliðnu mennirnir sjálfir, eða þá einhverjar myndir af þeim. —Hún sagði að sér fyndust þetta vera verurnar sjálfar, og oft hefði hún þekkt þær í jarðneska líf- inu. F.kki hefði sér samt tekist að komast í neitt annað samband við þær en að sjá þær. Samt yrði hún þess vör, hvort þær væru ánægðar og glaðlegar eða ekki. A mannfundum sér hún þessar fylgjur, sem henni virðast vera fram- liðnir menn. Henni finnst þær taka einhvern þátt í þvi, sem fram fer, gleðjast með mönnunum, þegar þeir eru kátir, og taka líka þátt í hryggð þeirra. Ljós sér hún með mörgum, eirikum börnum og unglingum. Huldufótk. Eg hafði heyrt að konan sæi það, sem hún hyggur að sé huldufólk, og eg færði talið að því. Hún kvaðst trúa því fastlega að það sé til, segist hafa séð það þegar í barnæsku, og þá hafi hún verið hrædd við það. Huldufólkið segist hún sjá greinilegar en svipi fram- liðinna manna. Sérstaklega hefir hún haft kynni af hjónum, sem hún telur hafa búið í gili nálægt bænum, og sömuleiðis tvö börn þeirra, dreng og stúlku. EnnTremur hefir hún séð tvö eða þrjú sumur, tvær ær þessara hjóna, svartbíldótta og gráa, með lömbum. Þessum kindum fjöigaði ekki, en hún kveðst ekki vita hvað um lömbin hafi orðið. Einu sinni sá hún bóndann einn laugardag fyrir hvitasunnu á móálóttum hesti ríða fram hjá bæn- um Helgárseli, með poka fyrir aftan sig. Henni kom til hugar að hann kæmi úr kaupstað, enda mun nokkur trú á því, að huldufólkskaupstaður sé austan megin við Eyjafjörð gegnt Akureyri, og þar kveðst Sigurmunda hafa séð ijós í klettunum. Aldrei talaði hún við þessi hjón í vöku, en oft við konuna i svefni, og ' einu sinni við bóndann. Þá sagði hann henni að konan sin væri dáin.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.