Heimskringla - 20.04.1927, Blaðsíða 6

Heimskringla - 20.04.1927, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA. I ivlSKKINOLA WINNIPEG, 20. APRÍL 1927 Almennings Álit. 31, KAPÍTULI. Almennings álit. Það var þremur dögum síðar en þessi fram- anskráðu atvik gerðust, að ein af bifreiðunum frá Fairlands Heights nam staðar fyrir frarnan bústað Aaron Kings og vinar hans. Frú Tame, er klædd var svörtum sorgarbúningi — með þykka blæju fyrir andlitinu — gekk ein upp að húsinu og hringdi dyrabjöllunni, er Yee Kee svaraði. Hjá Kínverjanum fékk hún vitneskju um að enginn væri heima. Hann gat ekki sagt henni hvert málarinn hefði farið. Hann hafð! farið eitthvað með Conrad Lagrange. Ef til vill kæmu þeir aftur bráðlega, ef til vill ekki fyr en um miðdegisverðartíma. Frú Taine sagðist endi- lega þurfa að sjá herra King, það væri oldungis nauðsynlegt. Hún sagðist vera á förum í burtu er myndin var af Á augnablikinu náði frú Þegar vesalings unga stúlkan hafði fengið tjaldinu. í vinnustofudyrunum sneri hún sér Taine fullkomnu valdi yfir tilfinningum sínum.itíma til að skilja meininguna í þessum orðum, aftur við, og horfði yfir herbergið. Þá fór hún út Sibvl Andrés færði sig aftur á bak feimnislega1 til fulls, sagði eldri konan, um leið og hún sneri og læsti dyrunum, skyldi lykilinn eftir falinn þar ogbað hana afsökunar sér brosandi að Sibyl — með þess háttar lát-'á nagla, eins og vandi hennar var. Hún gekk “Eg hélt” sagði hún — og ætlaði að fara bragði, er átti að sýna, hve kunningsskapur hæ-gt og hikandi gegnum rósagarðinn, að hliðinu “Eg hélt”______sagöi hún — og ætlaði þeg-! hennar sjálfrar við Aaron King væri náinn: á girðingunni, og hvarf inn í gulleplalundinn ar að snúa við aftur. ° 1 “Hefir þú séð mynd hans af mér?” En frú Taine sagði fljótt mjög vingjarnlega:' “Nei” — stamaði Sibyh Hr. King sagði “Góðan daginn, ungfrú Andrés — komdu inn.”|mér að líta ekki á hana. Hún hefir alltaf venð Hún virtist svo einkennileg í málrómi og hulin, þegar eg hefi verið á verkstæðinu. öllu látbragði, og þar sem hún var klædd sorgar- [ Frú Taine brosti aftur, ems og það væru búningi og andlit hennar fölt og tekið eftir geðs- einhverjar ástæður fyrir þyí, að málarinn vildi hræringuna, fann hin hjartagóða unga stúlka ekki að unga stúlkan sæi mynd liennar, sem til sárustu meðaumkvunar með henni. Hún _ henni sjálfri og málaranum væri aðeins kunnugt gekk tígulega til hennar, einlæg og eðlileg — sem um. er einkenni þeirra, sem óspilltir eru af heiminum, J “Og kemur þú oft hingaö a verkstæðið al- og talaði til frú Taine nokkrum velvöldum sam- ein, eins og þú komst í dag?’ spuröi hun goð- hryggðarorðum. Uátlega, eins og hún vildi sýna henni móðurlega Konunni tókst ágætlega að látast vera harm umönnun, og gefa ungu stúlkunni skynsandeg- þrungin eftir missi eiginmannsins, en kom því ar leiðbeiningar.. “Eg meina, hefirðu lialdið a- þó ofur vel fyrir, að stéttamunurinn kæmi í ljós — Stéttarmunurinn á ekkju hr. Taine og hinni óþekktu fjallastúlku. — Því næst sagði hún — eins og hún væri að herða sig upp og tala sem niinnst um sorg sína: “Eg var aðeins að líta aftur á myndina, er hr. King málaði af þér. Hún er yndisleg — verða endilega að ná tali af honum áður en finftst þér það ekki? Hann sagði mér, að þú og . ---- hún færi. Hún kvaðst ætla að koma mn og ef Yee Kee vildi gera svo vel að útvega sér pappn og penna, kvaðst hún ætla að skrifa dálítinn miða og skilja hann þar eftir, ef þau skyldu far- ast hjá. Yee Kee lagði skriffærin fyrir framan hana, og hvarf því næst. Áður en konan sett- ist niður til að skrifa, gekk hún um gólf í nnklum taugaæsingi. Þegar hún tók blæjuna af sér, sast hið föla og nálega ellilega andlit hennar svo mikið hafði henni farið aftur á hinum siðustu dögum. Undir augunum voru dokkir linngir og reynsludrættir kringum munninn. Eftir að hún hafði gengið þreyjulaus um gólf um hríð, gekk hún út að glugganum, ems Og hún vonaðist eftir að sjá málarann koma tú baka. Hún gekk að herbergisdyrum hans; titr- aði öll og skalf á beinunum, og krampadrætt- irnir í andliti hennar lýstu sárustu sálarangist. Svo var ákveðið að hún færi austur með Louise þá um daginn, kl. 4 e. -h. til að fylgja liki eiginmanns síns til greftrunar. Hún gat ekki farið án þess að sjá mannmn, sem hún, eins og hr. Taine réttilega sagði, elsk- aði _ elskaði eins heitt og innilega og henm var unt, með því uppeldi sem hún hafði hlotið — elskaði innilega eftir sinni skapgerð og hfss i - yrðum. Hún var enn fastlega þeirrar skoðunar, að hún hefði vald yfir honum; að hún hefði með værir ágæt fyrirmynd — einhver hin bezta, er hann hefði nokkurntíma haft.” Unga stúlkan, er komist liafði innilega við, sagði blátt áfram og einlægnislega, jafnvel þótt henni fyndist eitthvað búa undir hinum kurteis- legu orðum konunnar: “Mér þykir myndin yndislega vel máluð. En auðvitað liefi eg ekki vit á því. Hr. Lagrange er þó á þeirri skoðun, að það sé ágæt mynd.” Frú Taine brosti góðlátlega, eins og hún væri að tala við barn og þyrfti að vera umburð- arlynd: “Hr. Lagrange, góða mín, er frægur rithöf- undur, en liann hefir mjög lítið vit á málverk- um.” “Ef til vill hefir þú rétt fyrir þér,” sagði Si- byl blátt áfram, “en myndin á ekki að setjast á sýningu sem mynd af mér.” Aftur brosti frú Taine drýgindalega. “Auðvitað skil eg það. Eins og allar kring- umstæður eru, býst þú tæplega við því.” Sibyl hafði ekki hina minnstu hugmynd um, hvað konan meinti, og svaraði í efandi rómi: “Nei, eg óskaði ektt eftir, að hún væri sýnd sem mynd af mér.” Frú Taine athugaði andlit ungu stúlkunn- ar, og virtist verða ennþá einlægari og sýnast bera velferð hennar ennþá meira fyrir brjósti. fram að koma hingað, síðan myndinni, er hann málaði af þér, var lokið?” • Hið föla andlit ungu stúlkunnar blóðroðn- aði, og hún svaraði stamandi: “Já.” “Aumingja barnið! — Eg þarf sannarlega að taka Aaron tak fyrir þetta. Eftir að eg hafði aðvarað hann, og sagt honum að fólk væri far- ið að hafa orð á vinfengi ykkar uppi í fjöllunum. Það er alls ekki rétt af honum. Hann fer alveg með mannorð sitt, ef hann er ekki varkárnari en þetta.’ Aaron King og Conrad Lagrange, er voru að koma heim aftur úr hinum langa göngutúr, náðu Myru Willard, er var að koma úr borginni, rétt áður en hún kom að litla liliðinu fyrir fram- an litla húsið í gulleplalundunum. Hún nam staðar og skrafaði við þá fáeinar mínútur, eins og nágranna er siður — þá héldu vinirnir áfram heim. — Czar, er náð hafði heim á undan þeim, lét Yee Kee vita um að þeir væru komnir, og kom Kínverjinn til móts við þá, þegar þeir komu * inn í dagstofuna. Hann sagði þeim frá heim- sókn frú Taine, og fékk Aaron King bréfið, er hún hafði skilið eftir. Meðan listmálarinn las liinar þéttskrifuðu línur bréfsins, varð hann blóð rauður í andliti af blygðun — hann varð þess líka var, að vinur hans gaf honum nánar gætur. Þegar hann hafði lokið lestrinum, horfði hann hiklaust í augu við rithöfundinn, þegjandi, og reif bréf frú Taine hiklaust í smátætlur. Henti hann sneplunum í bréfakörfuna — þurkaði hend- ur sínar mjög ákveðinn og leit á úrið sitt. “Lestin hennar hefir farið kl. 4.” “Fyrir það ættum við að vera þakklátir,” sagði Conrad Lagrange hátíðlega. Um leið og rithöfundurinn sagði þetta, rak Hún virtist vera mjög áhyggjufull yfir öllu Czar, er var úti á svölunum, upp gelt, og boðaði sinni töfrandi líkamsfegurð, og öllum þeim kven- Hún lét sem hún lítillækkaði sig af brjóstgæð- _ .. í 'níli +J1 o 'X r»Afo KoGCíiri favícn Rtillkll legu veiðibrellum, er hún hafði vísvitandi notað, vakið ástríður hans. En það sem hún liafði seð í svip hans, þegar han nhorfði á Sibyl Andres, meðan (hún lék |i (fiðluna þetta viðburðaríka kvöld, fyllti hana með ótta og skelfingu. - Bráðlega settist hún niður við borðið eins og út úr neyð, þegar listmálarinn kom ekki — og reyndi að setja á pappírinn eins og henm var auðið það, sem hún hafði komið til aö segja honum Eftir að hún hafði lokið við bréfið, leit hún á úrið sitt. Hún kallaði á Kínverjann og bað hann um lykilinn að verkstæðinu; kvaðst hún ætla að líta á myndina af sér. Hún var enn að vonast eftir að málarinn kæmi bráðlega, og hún þyrfti ekki að skilja bréfið eftir. Einmg vonaði hún, að hún sæi á andlitsmynd sinm ein- hver merki þeirra hlýju tilfinninga, er hún þótt- ist viss um að málarinn bæri í brjósti til sín. Hún mundi vel eftir, hvernig hann hafði komist að orði — að hann ætlaði að sýna tilfinningar sínar gagnvart henni, og álit sitt á henni í ^erk- inu á mynd hennar. Sömuleiðis þóttist hún hafa tekið eftir svo mörgu í framferði hans meðan á verkinu stóð, er væri sér í vil. Inni á verkstæðinu stóð hún um stund fyrir framan standinn — og hikaði við af ótta, aö draga tjaldið frá. En þar sem hún þóttist muna eftir svo mörgum atvikum, er henni fannsi sanan það, að hann hlyti að elska hana, og í þeirri von dró hún tjaldið djarflega frá. En myndin, sem hún horfði á á standinum, var ekki mynd hennar sjálfrar. Það var mynd málarans af Sibyl Andrés. Frú Taine hröklaðist aftur á bak nokkur skref, með hálfgildings hræðsluópi. Hún starði á þetta indæla málvérk, þar sem hver dráttur sýndi nálega eins og óafvitandi ást malarans á hinni yndislegu fyrirmynd — þar sem hun stóð í allri sinni æskufegurð og sakleysi meðal rós- anna. Margskonar tilfinningar hreyfði sér í brjósti konunnar, er liún horfði á þetta listaverk — yndislegt og töfrandi. Undrun, vonbrigði — aðdáun, öfund — af- brýði, harmur og öfund — börðust um völdin í sálu hennar. Augu hennar blinduðust af tárum, og hún engdist sundur af harmi, sársauka og sjálfsásökunum, þegar hún sneri sér undan og hætti að horfa á hið yndislega málverk. En brátt báru hinar innstu og sönnustu tilfinningar hennar hana ofurliði, og hún fylltist dýrslegri grimmd og hatri, og tók viðbragð í attina til málverksins til að eyðileggja það. En hún hikaði við áður en hún snerti það — hikaði óttaslegin. Meðan hún stóð þannig óákveðin í, hvað gera skyldi, vakti eitthvert hljóð við dyrnar á bak við hana, athygli hennar. Hún sneri sér við, og stóð augliti til auglitis við hina fögru stúlku, um, til að gefa þessari fávísu, barnalegu stúlku ráöleggingar. “Eg er mjög hrædd um, góða mín, að þú þekkir mjög lítið til '.istamanna og háttalags þeirra.” “Eg hefi aldrei kynnst neinum listamanni nema hr. King, sem eg komst í kynni við uppi í fjöllunum í sumar,” svaraði unga stúlkan. Frú Taine athugaði andlit hennár ennþá nákvæmar en áður, og sagði þýðlega og um- hyggjusamlega: “Má eg segja þér nokkuð, ungfrú Andrés, sem þér er sjálfri aðeins fyrir beztu?” “Auðvitað, ef þú vilt gera svo vel, frú Taine.” “Listamaður,” sagði eldri konan varlega, en með sannfæringarkrafti, “má til meö að finna efni í myndir sínar úr lífinu og umhverfinu. — Hann er stöðugt að litast um eftir nýjum andlit- um og útliti, er honum geðjast að, og sem hann getur haft sem fyrirmyndir. Efnið — eða eg ætti að segja fólkið, er hann notar sem fyrir- myndir — metur listamaðurinn í rauninni einsk- is — hann lítur á það aðeins eins og litina og burstana og dúkana, er hann notar við málverk- ið. Oftast eru það fyrirmyndir, er aðeins hafa það að iðn að sitja fyrir, og sem hann leigir að- eins til þess starfa. Eins og fólk er leigt til ýmsrar annarar þjónustu — sem þér er kunnugt um. Stundum” — hún hikaði, og bætti svo við þýðlega — “er það fólk eins og þú, er af tilviljun virðast falla listamanninum vel í geð, og sem liann getur haft í það að sitja fyrir.” Andlit ungu stúlkunnar var orðið náhvítt. Hún starði á konuna biðjandi og óttaslegin. Hún gerði aumkvunarverða tilraun til þess að tala, en gat það ekki. Eldri konan gaf henni liinar nákvæmustu gætur, og hélt áfram: “Fyrirgefðu mér, góða barnið mitt, það var ekki tilgangur minn, að særa þig. En hr. King er svo hugsunarlaus. Eg sagði honum, að hann ætti að vera varkár, að þú legðir ekki rangan skilning í dálæti það, er hann virðist hafa haft á þér. En 'hann hló að mér. Hann sagði, að það væri sakleysi þitt, er hann hefði hug á að mála. Og hann tók mér vara fyrir, að segja ekkert við þig í þessa átt, fyr en myndin væri búin.” Hún sneri sér að myndinni á standinum með dómarasvip á andlitinu. “Hann hefir sannarlega náð því vel. Aaron — hr. King er snillingur í þeim sökum. Hann lætur fyrirmyndir sínar aldrei vita fyrir víst, hvað eiginlega helzt er ætlast til af þeim, en hann kemur þeim til að sýna það sérstaklega, sem hann vill að sjáist helzt á myndinni.” þessu. “Eg get ekki skilið þetta. frú Taine,” sagði Sibyl í veikum rómi. “Áttu við að vinfengi mitt við hr. King geti spillt mannorði hans — og það sé rangt af mér að koma hingað?” “Auðvitað, ungfrú Anclrés. Þú hlýtur að skilja, hvað eg meina.” “Nei, eg skil það ekki — viltu ekki gera svo vel að útskýra það fyrir mér?” Frú Taine hikaði, eins og hún væri mjög nauðug. Því næst sagði hún. eins og hún áliti það skyldu sína, að verða við bæn ungu stúlk- unnar: _ “Sannleikurinn er, góða mín, að þessi vin- skapur þinn við lir. King uppi í fjöllunum. þar sem þú heimsóttir hann svo oft og varst svo oft alein með honum út um liæðir og skóga, og þar sem þú kemur svo oft hingað til hans ein, veldur miklu og illu umtali meðal fólks.” “En hvað getur fólk fundið að því?” spurði Sibyl áköf. “Að þú sért ekki aðeins fyrirmynd lir. Kin'gs, lxeldur og einnig fylgikona hans, svaraði eldri konan fljótt og með grimmdarlegum áherzlum. Sibyl Andrés hröklaðist aftur á bak frá konunni, eins og hún heföi greitt henni högg í andlitið. Andlit hennar og háls voru hvorttveggja rautt sem blóð, af smánaryrðunum. Hún rak upp hljóð og faldi andlitið í höndum sér. Frú Taine hélt áfram í mildum rómi: “Þú sérð það, góða mín, að hvort sem nokk uð er til í því.eöa ekki. þá veldur það sömu áhrif- um. Ef vinfengi þitt við herra King er í almenn- ingsaugum er álitið saknæmt, þá er það í raun og veru eins illt, og það væri sannleikur. Mér fannst þaö vera skylda mín að segja þér þetta, þar sem þú ert svo mikið barn í þessum sökum, og ekki eingöngu þér til góðs, heldur sökum list- málarans sjálfs og framtíðar hans á sviði listar- innar, og afstöðu hans gagnvart almenningsálit- inu. í sannleika sagt, ef þú heldur áfram að venja komur þínar á verkstæði þessa manns, þá verður það framtíð hans til ómetanlegs tjóns og eyðileggingar. Heimurinn lætur sér mikið til í léttu rúmi liggja, hvort að hann hefir fylgikonu eða ekki, en almenningur gerir sér það ekki að góðu átölulaust, að liann hafi opinber- an félagsskap við hana, jafnvel ekki undir því yfirskyni, að hún sé fyrirmynd hans.” Um leið og frú Taine lauk máli sínu, leit hún á úrið sitt. “Hamingjan hjálpi mér! Eg má til með að fara að fara! Eg er þegar búin að dvelja hér miklu lengur en eg ætlaði. Vertu sæl, ungfrú Andrés; eg veit að þú fyrirgefur mér, ef eg hefi sært þig.” Unga stúlkan leit á liana, og skein liræðsla og sársaukí*út úr augum hennar. “Já — já, eg þykist vita að þú hafir rétt fyrir þér. Þú hlýtur að þekkja meira til þessara hluta en eg. Eg er þér þakklát, frú Taine — eg —” Þegar frii Taine var farin, sat Sibyl Andrés Iitla stund fyrir framan myndina af sér, og undr- aöist yfir ánægjunni og saklausu gleðinni, sem skein út úr andliti myndarinnar. Hún gat ekki grátið. Augu hennar voru sár, þur og þrútin. Varir hennar skrælnaðar. — Hún reis á fætur og dró tjaldið með hægð fyrir myndina, til þess að hylja hana, og hélt af stað fram að dyrunum. Þar nam hún staðar. Hún gekk síðan að hinum standinum, þar sem myndin af frú Taine var, og snerti tjaldið með anari hendinni, eins og hún ætlaði að draga það frá. En hún hikaði. Aaron King hafði sagt að hún mætti ekki líta á mynd- ina. Það hafði Conrad Lagrange sagt líka. — En hvers vegna? Hún gat ekki sagt, hvers vegna En ef fjallastúlkan hefði dregið tjaldið frá, og litið á andlitsmyndina af frú Taine, sem Aaron King hafði málað, þá væri ef til vill óþarfi að halda þessari sögu áfram. En unga stúlkan vildi ekki brjóta á móti boðum vina sinna, jafnvel þótt hún væri harmþrungin, og hreyfði ekki við það, að einhver vinur eða kunningi þeirra væri að koma. Þegar þeir litu gegnum opnar dyrnar, sáu þeir að Myra Willard kom í flýti upp gang- stéttina heim að liúsinu. Það var auðvelt að sjá, að konan var í mjög mikilli geðshræringu, og þeir flýttu sér til móts við hana. Konur, með eins sterkum og hreinum lynd- iseinkunnum eins og Myra Willard, sérstaklega þær, er gengið hafa í gegnum einhvern reynslu- eld, eins og auðséð var að hún hafði gert, láta ekki tilfinningar sínar uppi að öllum jafnaði með óstillingu. En auðséð var, að henni var mikið niðri fyrir. Andlit hennar var náfölt, og hræðslu- og þjáningasvipur á því, og hún var svo óstyrk, að Aaron King hjálpaði henni til sætis. En hún sagði þeim þó stillilega og orðalengingalaust, hvað skeð hefði. Þegar hún hafði komið lieim, eftir að hún skildi við þá vinina við hliðið fyrir fáeinum mín- útum, hafði liún fundið bréf frá Sibyl. Unga stúlkan var farin burtu. Um leið og hún sagði þeim frá þessu, rétti hún Conrad Lagrange bréf- ið, er las það og rétti síðan listmálaranum það. Það var aðeins lítill seðill, heldur raunaleg- ur, og óljóst komist að orði í honum. Hafði hann þaö aðeins inni að halda, að hún mætti til með að fara í burtu samstundis. Hún fullvissaði Myru um, að það hefði ekki verið meining sín, að að- hafast nokkuð rangt. Hún bað hana að skila keðju sinni til hr. King og rithöfundarins, og að hún bæði listmálarann fyrirgefningar á því, að hún liefði ekki skilið sumt rétt. Aaron King leit upp úr bréfinu, er liann hélt á, framan í hin tvö, með gremju og undrunarsvip á fríða andlitinu. “Skilur þú í þessu, ungfrú Willárd?” spurði liann, þegar hann kom upp nokkru oröi. Konan liristi höfuðið. “Aðeins það, að eitthvað hefir komið fyrir, er þefir valdið því, að hún heldur að vinskapur' liennar við þig, hafi orðið þér til ills, og hún hefir því farið í burtu þín vegna. Hún hélt svo mikið upp á þig, herra King.” “Og eg elska liana, ungfrú Willard. Eg ætl- aði að segja þér frá því bráðlega. Eg fullvissa þig nú um það. Eg elska hana.” Aaron King gerði þessa játningu frammi fyr- ir vinum sínum, blátt áfram og lireinskilnislega, en jafnframt með alvöruþrunginni festu. Conrad Lagrange, með allri sinnu miklu og víðtæku lífs- reynslu og þekkingu á óhreinum hvötum og á- stríðúm meðal fjöldans, — greip liendí unga mannsins, og í svip hans mátti lesa þær tilfinn- ingar, er hann aðeins mjög sjaldan lét í Ijósi. “Eg gleðst með þér, Aaron,” sagði hann, og bætti svo við með lotningu: ‘“Eins og móðir þín hefði glaðst.” “Eg hefi vitað, að þú -myndir segja mér þetta einhverntíma, hr. King,” sagði Myra. “Eg vissi það, að eg held, áður en þú sjálfur gerðir þér grein fyrir því. Og eg einnig gleðst yfir því — gleðst vegna stúlkunnar minnar, vegna þess að eg veit, livað slík ást þýðir fyrir hana. — En hvers vegna hefir hún farið svona skyndilega í burtu? Og hvert hefir hún farið? — Ó, barnið mitt! — kæra barnið mitt!” Sem snöggvast var konan að því komin að láta tilfinningarnar og geðshræringarnar bera sig ofurliði, en hún harkaði af sér og gat aftur náð stjórn yfir sjálfri sér. “Það liggur í augum uppi, liver hefir gert það að verkum, að hún fór þannig í burtu,” urg- aði í Conrad Lagrange, og leit til málarans með þýðingarfullu augnaráði um leið. “Einhver hefir að sjálfsögðu talið henni trú um, að vinfengi liennar við Aaron hefði valdið umtali. Eg held að það sé enginn efi á, livert hún hefir farið.” “Þú átt við, að liún hafi leitað upp til fjall- anna?’’ spurði Myra Willard. “Já, eg er fyllilega sannfærður um það, að hún hefir farið beint til Brians Oakley. Hugsið ykkur! Hvert annað ætti hún að hafa farið?” Framh.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.