Heimskringla - 27.04.1927, Blaðsíða 2

Heimskringla - 27.04.1927, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA TIEIMSKRIN GLA WINNIPEG 27. APRIL 1927 Ástandið og horfurnar í kirkjunni. Ræöa flutt í Sambandskirkjunni í Winnipeg 3. april 1927. af séra Guðnt. Arnasyni. Texti: Jóh. 4, 20—24. Þaö sem ef til mest einkennir J)enna fyrsta fjórðung tuttugustu ald arinnar, sem liðinn er, eru umbrotin á flestum sviSum lifsins. ViS erum orönir svo vanir viö aS heyra talaS um og lesa um allskonar umbrot, aö viS erum lrklega hættir aS veita mörgum þeirra nokkra verulega eft- irtekt, og þau, sem viS höfum veitt eftirtekt ,hálfgleymast, og viö hugs- um ekkert um þaS, aS þessir timar séu óvenjulegir umbrotatímar, þang- aS til eitthvaS nýtt ber viS, sem vek- ur athygli á ný. En hvort sem viö veitum þeim mikla athygli eöa litla, eru umbrot- in stærri og margháttaöri, en þau hafa veriö, ef til vill, á nokkru ööru tímabili sögunnar. Þessu tímabili, sem viS lifum á, svipar aS ýmsu leyti til sextándu ald- arinnar. Hún var mikil umbrotaöld, þá náöi hreyfing sú, sem nefnd hefir veriS siðbótin, hámarki sínu; og þaS varS til þess, aö nokkur hluti hins kristna heims brauzt undan yfirráS- um kaþólsku kirkjunnar, sem varaö höföu óslitin lengur en þúsund ár. Þessi merkilega hreyfing sextándu aldarinnar varö. eins og öllum er kunnugt, ekki til allt í einu. Hún átti sér orsakir í atburöum, sem geröust á næstu tveimur öldunum á undan. ÞaS tímabil er aS mörgu leyti merki- legra en sextánda öldin sjálf. Þá voru mjög mikilvægar uppgötvanir geröar, sem uröu til þess aS breyta skoöunum manna yfirleitt á heimin- um til stórra muna. ViS fáum, held eg, naumast gert okkur þaö ljóst, hversu afarmikilli byltingu þaö hefir hlotiS aö valda í hugum manna, þegar þaö varS sann- aS, aö jöröin, sem viö lifum á, væri hnöttur, sem, ásamt mörgum öSrum hnöttum, gengi í kringum sólina. Þá var þeirri skoöun, sem var jafngömul mannkyninu, aö jöröin væri flöt og miSstöö alheimsins, hrundiö. Okkur finnst nú, aS sú skoöun hafi veriS næsta barnaleg, en viS megum ekki gleyma því, aö hún var skoöun alln vitrustu manna í heiminum um mörg þúsund ár. Og þess vegna er þaS sízt aö undrast, þótt menn fyrst í staö væru mótfallnir hverju því, sem henni var gagnstætt — þótt þeim hrysi hugur viö þeim umbrotum, sem þaö hlaut aö hafa í för meö sér, aS henni yröi kastaö burt, og önnur ný og henni gagnstæS tekin í staöinn. Þá er heldur ekki auSvelt aS gera sér grein fyrir því, hve feykilega mikil nýjung þaö var aö nýjar heims- álfur voru fundnar og nýjar leiSir til fjarlægra landa. MeS því mynd- aSist í hugum manna ný útþrá til að kanna ókunna stigu og leita auSs, þar sem engir höföu áöur fæti stig- iö nema hálf- eSa alviltir mannfjókk- ar, er byggöu hin nýju lönd. Margir uröu gagnteknir af æfintýralöngun, og þjóöhöföingjarnir kepptust viö aö tileinka sér alt, sem fyndist, og hags- munavonin knúSi þá til þess aö styöja hvern þann, sem haföi dirfsku til þess aS leggja af staS í langa og erfiöa leiöangra. Þetta og fleira, sem skeSi þá, var eins mikilvægt og allra mestu hýj- ungarnar, sem gerast nú á dögum í vísindum og uppgötvunum. ÞaS er aöeins af því aö viö erum orSnir því vanir, aö viS getum varla látiö okk- ur skiljast, aS þaö hafi einit sinni veriS nýtt, aS þaS hafi komiö af staö miklu róti í hugum manna, og fyllt suma meS ugg og ótta um þaö, hverj- ar afleiöingarnar yröu af því öllu saman. SiSbótin, eins og eg hefi sagt, var afleiSing af breytingum, sem höfStt gerst á undan henni. Astand kirkj- unnar sjálfrar — misbeiting valds- ins, sem hún haföi r»S yfir öllu lí fi manna, og hiö andlega ófrelsi, sem hún rneS sífelldri haröneskju og kúg un hélt mönnum í — var þaö sem hratt henni af staS. SiSbótin var stórkostleg bylting, hún var hrun fjölda margra gamalla hugmynda og siöa, og um leiS afliö, sem brá nýj- um hugmyndum upp fyrir sálarsjón- um manna og lagSi grundvðll til nýrra giSa. Viö vitum allir eitthvaö meira eöa minna um þaö, sent geröist í þessari svonefndu siðbót — byltingu á sext- ándu öldinni; viö vitum aS menn höfnuöu ýmsu, sem þeim haföi verið kennt áSur, breyttu kenningunum og komu fram nteS margskonar stefnur og skoSanir, og að nýir flokkar risu upp utan um þessar stefnur, sem urSu aö mótmælendaki'r'kjunum um allan noröur- og vesturhluta Evrópu. En aSalatriðiö i því öllu var þó það, aö þeir, sem risu upp á móti; kirkjunni, neituðu valdi páfans til j aS ákveöa, hvað væri rétt trú og hvaö væri röng trú. Páfinn hafði þaö vald og hefir enn. Hann er ó- skeikull, hann getur ekki í nafni em- bættis sins sagt neitt, sent er rangt. Þessu neituöu siöbótarmennirnir al gerlega. Þeir sögöu að þaS væri ekki páfinn, sem ætti aö ákveöa, hvað væri rétt i trúarefnum, heldur ættu menn aö byggja á biblíunni, j guös opinberaSa orði, eins og þeir \ nefndu hana. SiSbótarinennirnir • . 1 brutust undan valdi páfans og kirkj-! unnar; en þeir játuöust undir vald bókarinnar, og hún var þeim jafn-j óskeikul og páfinn var kaþólskum mönrium. Þetta er nauðsynlegt aS hafa í huga, til þess aS geta skilið ástand- j iS í niótmælendakirkjunni, eins og þaö er nú. Margir eru sannfærðir! um, aö þaS ástand sé svo alvarlegt, fyrir kirkjuna sjálfa, aS þaö sé meS j öllu óvíst, að hún fái haldið velli, og fjölda margir spá því og óska, að hún líöi undir lok- áöur en langt um líður. Um kaþólsku kirkjuna er öðru máli að gegna, þótt undarlegt megi viröast. Hún er ekki í neinni bráðri hættu. AstæSurnar til þess eru eink- um tvær. I fyrsta lagi er kaþólska kirkjan miklu sterkpri stofnun en nokkur mótmælendakirkja. MeSferS fjárrrfálanna í henni er t. d. öll önn- ur en sú, sem tiðkast yfirleitt i mót- mælendakirkjum hér í álfu og á Bret landi, þar sem ríkiskirkja er alls ekki til, eöa mestur hluti fólks er utan hennar. Og aS líkindum er meSferS j fjármálanna í kaþólsku kirkjunni i hagkvæmari um leiS og hún gefur prestum hennar meira vald heldur en prestar mótmælendakirknanna hafa. ÞaS eru ekki aðeins fjármálin, sem gefa kaþólsku kirkjunni mikinn styrk sem stofnun, heldur og allt hennar fyrirkomulag meS helgisiðahald og fræSslu unglinga í trúarbrögöum. Þar við bætist miklu nánara sam- band milli prests og safnaSarmeölima en almennt á sér staö í mótmælenda- kirkjum, vegna syndajátninganna. Hin aöalástæöan fyrir styrk ka- þólsku kirkjunnar er sú, aS hún er útbreiddust meðal fáfróðasta hluta fólks. Meölimir hennar hugsa yfir- leitt ekki um trúmál, það er ekki til þess ætlast af þeim og þeir geta þaS ekki. Mönnur eru þar heldur ekki settar mjög fastar skorður, hverju þeir megi trúa; þeir mega aðeins ekki halda á lofti efa sínum um neitt þaS sem kirkjan kennir, ef þeir efast um eitthvað af því. AfleiSingin af þessu er sú, að kaþólska kirkjan er aS mestu leyti Iaus viö byltingar þær, sem nú er helzt hætt viö að kljúfi flestar mótmælendakirkjur í tvennt. Rétt eins og siSbótabyltingin á 16. öld, var afleiðing undangenginna vís- indalegra og landfræðilegra upp- götvana. ísamt endurvöfcnuSum á- huga fyrir fornum bókmenntum, svo eru byltingarnar í kirkjunni nú á dögum afleiðing aukinnar þekkingar á tveimur sviSum. Fyrst er svið náttúruvísindanna. Um þaö ætla eg ekki aS tala hér. Allir vita, hve feykilega miklar framfarirnar á því sviSi voru á síöari hluta síðustu ald- ar og þeim hlutanum, sem liöinn er af þessari öld. Og einmitt nú er haröasta ri’nman háS um vísindaleg- ar kenningar, um. þaS hvort útbreiðsla þeirra gegnum menntastofnanir eigi aS leyfast. Hitt sviöiS er biblíurannsóknirnar. MeS byrjun biblíurannsóknanna, 'tim og eftir miöja síðastliSna öld. hófst bylting, sem ef til vill hefir ekki veriö eins örlagaþrungin fyrir kenningar mótmælendakristindómsins og byltingarnar á vísindasviöinu, en þó svo mikilsvaröandi, að hún ein hefði nægt til þess aö breyta skoö- unum manna á kristinni trú og þaS til muna. Eqgin gömul trúarbrögS fá aö likindum staðist það, aS fariS sé að gera gagngerðar rannsóknir á ritum þeirra, sem hafa oröiS til á byrjunarstigum þeirra og síðar verið viStekin sem grundvöllur þeirra. Sem öllum er kunnugt, hafa biblíurann- sóknirnar leitt í ljós, að rit biblíunn- ar eru mjög frábrugðin að uppruna þvi, sem menn höföu áður ædaö. Um höfunda sumra þeirra er mjög vafasamt hverjir þeir voru. Þau rit- in, sem fjalla um æfi og starf Jesú frá Nazaret, eru ekki öll samstæð, og bæöi í sumum þeirra og öSrum kennir skoöana, er sýna greinilega áhrif úr öörum áttum. ÞaS er ekki tími til þess hér, og enda ekki nauö- synlegt, aö fara frekar út. í þaö. Það er þá einkum þetta tvennt, framfarirnar í vísindum og bibliu- rannsóknirnar, sem hafa hrundið af staö umbrotum þeim, sem nú eiga sér stað i mótmælendakirkjunni. ViS það mætti bæta hreyfingum í mann- félagsmálum, sem víöa hafa snúið fjölda manna á móti kirkjunni, sök-( um afstööunnar, sem hún hefir tekið gagnvart þeim. I þeim efnum hefði! kirkjan þó átt aö geta hagað sér nokk ( uö eftir breyttum aðstæSum án mik-1 illa breytinga, þar sem aftur á móti1 það var ómögulegt á hinum sviöun- um. Og hvernig er þá ástandiS, sem hefir skapast af þessum tilgreindu á- stæSum? Hvernig kemur byltingin, sem þær hafa orsakað, í ljós’?. Hvern ig er umbrotunum, sem nú eru að gerast í mótmælendakirkjunni, hátt- aö ? Eg vil tilfæra hér nokkur orS úr nýútkominni ritgerS eftir mann, sem gegnir prestsembætti í stórum, göml- unt söfnuði í einu Ný-Englandsrík- inu í austurhluta Bandarikjanna. Þessi prestur kannast hreinskilnis- lega við það, aS mótmælendakirkj - urnar séu orðnar áhrifalausar sem trúarbragöahreyfing. Þær eru, að hans dómi, hálfdauðar, og það er margt, sem bendir til þess að þeini sé óöum að hnigna. Hann heldur því fram, aS þetta sé enginn skaSi, ef aöeins þaS verSi til þess að'breytingin verSi gagngerS og að allir hinir gömlu og fúnu máttar- viöir hrynji. Eg skal fara hér orð- rétt með það, sem hann segir um þaS: “ÞaS væri mjög æskilegt, aS mót- mælendakirkjurnar, um leiS og þær hreinsa til hjá sér, sópuöu út á sorphaug aldanna öllum sin- um hleypidómum og hræsni, sín- um smásálarlega reipdrætti og sinni röngu hollustu, sinni þröngu þjóðernismeSvitund og kynflokkaein- kennum, sinni grátklökku óeinlægi.i og sínum bragðlausu bænasanikomum, sínum margmælgislegu tíðagerSum og stiröu helgisiöum, sinum fráleitu trúarjátningpim, þröngsýni og for- dómum, sínum ýktu og óáreiöanlegu píslarvpttafræöum, sinum sjálfbyrg- ingsfulla þótta og heiIagleikauppgeyS, sínum leikmannapáfum og sinu blinda trausti á ríkislöggjöfina, sínu beiska óumburöarlyndi og sinum tortryggn- isfulla og ægilega tilfinningaofsa, sinni órökstuddu tilgátu um aS sálu- hjálp sé falin í eintómri afneitun og þúsund öðrum fánýtum eiginleikum, sem hafa aflað allri trú fyrirlitning- ar meðal skynsamra manna.” Höf. heldur svo áfram að segja frá, hvernig ástandiS í kirkjunni séf og það er, eins og reyndar öllum ætti aS vera Ijóst, alveg óviðelgandi frá sjónarmiði kirkjunnar sjálfrar. Sunnudagaskólarnir, sem eiga aö veita börnunum trúarbragöalega fræðslu, veita venjulega enga fræðslu af nokkru tæi. Kennarar, sem ekkert geta kennt, segja börnunum sögur um atburöi, sem eiga aS hafa gerst aust- ur á Gyöingalandi, og sem engu varSa nú, þeir segja þeim, hvaða jurt ir vaxi á sléttunni kringum Megiddon og rekja upp fyrir þeim ættartölur Israelskonunga. Kirkjurnar eru of margar og samkeppnin milíi þeirra aö ná í meðlimi, verður svo áköf, aS fiún leiðir til öfundar og haturs milli safnaða; og það er mest, þar sem tvær kirkjur af sama flokki eru að reyna aS draga hvor frá annari. — SöfnuSirnir eru i raun og veru klúbb ^ ar, þar sem allir, sem vilja, geta veriS með, án nokkurs tillits til þess, hverju þeir trúa, eða hVort þeir trúa nokkru. Prestar verða aS hafa allar klær í frammi til þess að draga til sín á- heyrendur; þeir verða að auglýsa og taka til ráða, sem eru blátt áfram hlægileg, til þess að kirkjurnar standi ekki tómar. Séu prestarnir ekki afburSamenn að gáfunt og mennt un, og þar aS auki djarfir menn, veröa þeir fyrst og fremst að hugsa um það aö þóknast söfnuSinum, ann ars eru þeir reknir út á gaddinn. Þeir eru blátt áfrarn skoöaðir sem verka- menn safnaðarins, og hafa engin ráS yfir fjármálunum, þótt þeir hins vegar verSi aS verja mestum tíma sínum til þess að veita forstöðu. alls- konar fjársöfnunar fyrirtækjum. — SafnaSarstjórnin er að mestu leyti i höndum manna, sem eru önnum kafn- ir viS önnur störf, og skoSa safnaS- armálin sem hálfgeröan hégónta. Svona lýsir nú þessi prestur á- standinu í mótmælendakirkjunum yf- irleitt, og lýsing hans er rétt. ÞaS sem er furöulegast, er aS stofnun, sem svona er ástatt meS, skuli geta haldist viS. En, eins og flestum er víst ljóst, er því þannig fariS með margar stofnanir, að þær haldast við þótt þær hafi ekki neitt verulegb starf af höndum aS inna og skorti öll Iífs- skilyrði. Stjórnmálaheimurinn t. d. er fullur af leifum ýmsra flokka, er hafa í rauninni ekki veriö lifandi um lengri eöa skemri tíma, en þeir hjara af vana; þeir eru hæli þeirra manna, sem ekki hafa getað breytt skoðunum sínum eftir kröfum og skilyröum timanna, sem þeir sjálfir lifa á. En hvað er þá meS umbrot timans ? Eru þau öll í þá átt, aö fleiri og íleiri hugsandi menn yfirgefi kirkjuna og skjlji hana eftir í allri sinni hrörnun, til þess aö smádeyja og detta úr sög- unni ? Þvi veröur ekki neitaS, að mikiS er um þaS. Eins og eg gat um áöur, eru sumar stefnurnar i mannfélaginu, sem nú eru efstar á baugi, beinlinis óvinveittar kirkjunni, og þróttmestu andans mennirnir, bæði á sviSi vis- inda og bókmennta, eru orSnir viö- skila við kirkjuna, éf ekki antístæðir henni. Hreyfingin er þess vegna aS mjög miklu leyti út frá kirkjunni. En hún er líka innan hennar tak- marka. Margir leiðtogar kirkjunnar eru orönir svo óánægðir með hana, aö þeir vilja fegnir breyta henni, þeir vilja breyta bæði stefnunni, þ. e. á. s. trúarskoöunununi, sem kirkjan flytur, og fyrirkomulagi hennar, sem er ofhlaðiS ýmsum úreltum og gagns lausum fyrri tima gróSri, sem hefir valdið sýkingu, rétt eins og vöxtur og margföldun sí'átkveil’.junnar veldur sýkingu i heilbrigðum líkama. Baráttan á miTli þess, sem yfirleitt er nefnt frjálslyndi, annars vegar, og afturhalds hins vegar, sem nú er háS í flestöllum mótmælendakirkjum, ber einmitt órækan vott um, aö bylting tímans er þar að verki. Hún er gleSi legt tákn tímanna fyrir alla, sem við- urkenna, að kirkjan hafi eSa geti haft starf aS vinna í mannfélaginu, starf sem sé þannig í eöli sínu, aS aðrar stofnanir í mannfélaginu leysi það aö minnsta kosti ekki betur af hendi. Hversu illt seni sumum kann aö þykja það, aö deilurnar setja menn hvern upp á móti öörum og geta vald iS ennþá meiri flokkaskiftingum, sem mörgum finnst nú of mikiö komið af, þá væri hitt þó hálfu verra, frá sjón- armiði kirkjunnar, aö þær væru ekki til, það væri óbrigöult merki þess, að hún væri dauSadæmd, eöa sama sem þaö. Hún yrði stofnun hinna and- lega snauðustu, þeirra, sem ekki geta veitt sannleikanum móttöku. Þeirra, sem af eintómu skilningsleysi og ein- hliöa fastheldni viö þaö, sem þeim hefir verið fengiS í hendurnar, lifa og hrærast, andlega talað, mörg hundruð ár aftur í tímanum, og geta aldrei sett sig í fullt samræmi viö þá tíma, sem þeir eru uppi á. Eg ætla ekki aS fara langt út í það, hvert starfiS sé, sem kirkjan getur unniö og ætti að vinna, en sem hún er yfirleitt gersamlega óhæf til að vinna, eins og nú standa sakir. ASeins vil eg benda á það, að þrátt fyrir allt sem sagt er á móti því, eru engin líkindi til annars en aö menn hafi enn um langan aldur, ef til vill ávalt, einhver trúarbrögS. Trúar- brögðin hafa átt sér mjög djúpar ræt ur í andlegu lifi mannanna, og þaS virðist sem ennþá sé nóg til af þeim rótum, þótt sá hluti gróSursins, sem hefir verið ofan jaröar, hafi visnað og dáið. ÞaS er sá undarlegasti mis- skilningur, sem eg þekki, og hann er viða aö finna hjá skynsömu fólki, að trúarbrögð séu ekkert annað og geti ekki veri’S neitt annað en þaö, sem einhverjir menn hafa trúaö áö- ur einhverntíma og einhversstaSar. I þessu kemur þeim allra afturhalds- sömustu og mörgum þeim, sem segj- ast vera horfnir frá öllum trúarbrögS um, niæta vel saman. Hvorirtveggja •hafa sem sagt þann allra þrengsta skilning, sem unnt er að hafa, á þvi, hvaS trúarbrögöin séu; hvorugir virS ast skilja neitt í eSIi trúarbragSanna; þeir lita aöeins á þau frá sögulegu hliöinni, og þá eru það auövitaS kenn ingarnar og trúarjátningarnar, hug- myndir og skoöanir dauöra nianna, sem í þeirra augum eru trúarbrögS og ekkert annað. OrSið hefir i þeirra augum alls enga merkingu, þegar þessum sögulegu og aS mestu alveg , úreltu leifum er sleppt. Væri þessi skoSun rétt, þá heföi kirkjan í sannleika ekkert verk aS vinna. Þetta allt er, hvort sem er, geymt í bókum, og þaS er engin hætta á aS það glatist. En trúar- brögöin eru meira en þetta; þau hafa oftast, þó ekki ávalt, veriö meira en þetta — þau hafa veriS afl, sem hef- ir auögaS lifið meö samúS, göfgi, kærleika og réttlæti, sem er nieira en réttlæti allra laga. Þeir menn, sem hafa veriS verulegir trúarhragöahöf- tmdar og frömuöir, hafa, um fram alla aöra menn ,flutt mönnunum þessi hærri verömæti lífsins, sem viö get- um blátt áfram ekki án veriö. ÞaS kemur málinu ekkert við, þótt það, sem þeir trúðu, sé oröiö úrelt — þaS sem þeir voru, hefir ennþá gildi; á- hrifin, sem hafa gengið út frá þeim, ekki aSeins til samtiðarmanna þeirra, heldur niður gegnum margar kyn- slóðir, hafa verið góS, og þau eru enn góS. Það var tekiö fram hér síSastliSið sunnudagskvöld, aö krist- iö fólk ætti fyrst og fremst að hafa í huga, hvaS Jesús var, miklu frem- ur en hvaS hann kenndi. Þetta er al- veg rétt, og eg fæ ekki séð, hvers 1 vegna viö ættum ekki að vita og I muna eftir, hvaö.aðrir menn honum ! líkir hafa veriö. Sé það ekki hlut- i verk kirkjunnar, aS halda þessu viö | lifandi í -sálum mannanna, þá hefir hún áreiSanlega ekkert hlutverk. MeS því er þó ekki sagt, aö þaö sé allt 1 hlutverkiö. En geti hún gert þaö, 1 kafni hún ekki sem stofnun í öllum þessum ósköpum af fornum kenning- ! um og siöum og nýjum aukastörfum, I þá mun hún lifa og þá á hún aö lifa. En eru nú líkindi til þess aS kirkj- an komist út úr byltingunni, sem hún er nú aö ganga í gegnum, með endur- nýjuðum þrótti og fær til þess aö vinna starf sitt? ÞaS er allt undir því komið, þori eg hiklaust að segja, hvernig barátt- unni, sem nú er háS innan takmarka hennar, lyktar. Ef þeirri baráttu lyktar meö sigri fyrir afturhald, þa ■heftir þaS engan veginn byltinguna, en hún fer þá öll í þá áttina, sem nokkur hluti hennar hefir stefnt i, nefnilega ú* úr ikirkjunni. ASrar stofnanir taka þá að sér hlutverkið, og hafa nú þegar gert þaö aS nokkru leyti. En fari baráttan aftur á móti á þá leið, að kirkjan geti hreinsað burt — og við megum ekki gleyma því aS þaö eru margir, sem vilja þaS — þessi kynstur af dauöu og gagns- lausu skrani, sem hún hefir meöferö- is, þá veröur henni unnt að vinna starfið og vinna þaö vel, betur en þaS gæti orðið unniS án hennar. Hvað vitum við um Jesú Krist? Ræða flutt í Sambandskirkjunni í Winnipeg, 10. aprll. af scra Guðm. Arnasyni. Texti: Mark. 12, 28—34. SíSastliðinn sunnudag minntist eg •hér á biblíurannsóknirnar og þýöingu þá„ sem þær hefSu haft í þá átt, aS brjóta niður þá höfuökenningu mót- mælendakirkjunnar, að biblían sé sögulega áreiSanleg bók. Viö sáum þá hvers vegna þessi kenning varS svo mikilsvaröandi atriSi í mótmæl- endakirkjunni upp úr umbrotum siS- bótarinnar á 16. öldinni. Það var mótspyrnan gegn kaþólsku kirkjunni,- meS sinn óskeikula páfa, sem koni mönnum til þess að leggja svona mikla áherzlu á ritninguna, guðs inn- blásiö.orS, eins og þeir trúðu að hún væri. Mönnum fannst aS þeir þyrftu umfram allt að hafa fastan grund- völl fyrir trú sinni, ákveönar kenn- ingar og trúarjátningar. Mjög fáir menn voru þá frjálslyndir, eins og þaS orS er nú skiliö; og þeir höfSu heldur ekki skilyrðin til þess, sem nú liggja opin fyrir öllum. 1 engu hafa bibliurannsóknirnar ef til vill valdiö jafn gagngerðum breyt ingum og í skoöunum vorum á æfi og starfi Jesú. ÞaS er óskiljanlegt að nokkur maSur, sem í raun og vent veit nokkuS um úrangur sögulegu rannsóknanna á ritum nýja testa- mentisins, geti haldiS áfram að hafa hinar viöteknu skoSanir kirkjunnar á persónu Jesú Krists. Vitaskuld er fjöldi fólks til, sem hefir þá skoöun enn, en það er flest fólk, sem áreið- anlega hefir ekki kynnt sér til hlítar þær mörgu vafaspurningar, sem koma UPP> þegar farið er aö reyna að lesa æfisögu Jesú og heildarfrásögn um starf hans, út úr ritum Nýja testa- mentisins. Eg geri ráö fyrir því, aö þiS haf- ið öll heyrt nokkuð oft um þetta. En eg ætla samt aS nota þessa stund, setn við höfum hér í kvöld til sameigin- legra hugleiðinga, til þess aS fara ofurlítiö út í þetta efni. HvaS vitum við um Jesú Krist? Einhverjum finnst, ef til vill, a8 þessi spurning sé óþörf, vegna þess aS í rauninni vitum viS nokkuS mik- iö um hann, meira heldur en um flesta aöra menn, sem sagan getur um og sem uppi voru á sarna tíma og hann. Það má benda á, aS viS höf- um fjögur guSspjölI, sem skýri frá helztu æfiatriðum hans og starfi hans senv trúarbragöahöfundar, og að síS- ustu frá dauöa hans. Ennfremur má benda á þaS, að auk þessara fjögra guðspjalla höfum við önnur rit, sem séu eldri en guöspjöllin sjálf, er segi nokkuð frá Jesú. Þá má og einnig bæta þvi viö, að hans sé getið af tveimur helztu sagnariturum, sem færðu í letur sögu GySinga og róm- verska ríkisins um ogtftir hans daga. En þrátt fyrir allt þetta, er það þó sannleikur, • aS viS vitum undarlega litið um Jesú. Um mestallan æfi- feril hans vitum við alls ekki neitt. Það litiS, sem sagt er um æskuár hans, er meS öllu óáreiðanlegt; og þaS sem viö vitum um þann stutta tíma, sem hann starfaði sem prédik- r T/'"....... ““ ............V‘ . ! ari og kennari,- og um dauSa hans, 1 gefur tilefm til fjolda rnargra vafa- í spurninga. | Hverjar eru nú ástæöurnar fyrir því, aS viS vitum svona lítiö um hann l með vissu, þrátt fyrir það þótt viS höfum allstórt safn af ritum, sem endakirkjurnar margar muni klofna í tvennt út af umbrotunum, sem nú eru í trúmálunum. ÞaS væri ef til vill heppilegast að svo færi, því að þá gætu frjálslyndu hlutarnir sam- einast og myndaS kirkju, sem væri . , , , „ | fjalla um kenningar hans og hreyf- laus við aivarlegustu gallana, sem1 ö 1 flestir sjá nú i fari næstum allra j kirkjuflokka. Stofnunin gæti veriS einfaldari og óbrotnari og hún gæti unnið starf sitt með miklu meiri á- rangri, en nú er gert. Hún gæti gert mönnum, sem sérstaklega eru tll þess inguna, sem þær hrundu af stað? AstæSurnar eru auðsæjar, jafnvel viS mjög yfirborðslegan lestur rit- anna. Þau eru fyrst og fremst ekki j sögurit; tilgangur höfundanna er ekki I sá, aS segja sögu og skýra frá at- i , , burðum, heldur aS kehna monnum hæfir, mogulegt aö flytja þann fagn-1 . ’ . . ... * . v. i ,1 vissar skoðamr og mnræta þeim nyja aðarboðskap, pem gofgar mannkyn-! , & F •yj •*. , ,. , , v. , , . tru. Þetta er svo augsynilegur til- íð og bætir, fagnaöarboöskap Jesu og ,. ( ~ x , | gangur nyja testamentisritanna, aö fagnaðarboðskap margra annara. —' ° , ‘ ,, . [ Þrátt fyrir alla sina galla, lagöi mót- ^ er ,b'att f„fra“ ekk'“ins aS mælendakirkjan áöur áherzlu á and- 'e,ta að arelðan,^ri sogn 1 ’Þeim* legt frelsi og leit eftir sannleika, inn- an mjög takmarkaSs sviðs aö vísu. Þessi kostur hennar þarf nú aö koma aftur i Ijós; sviðiS er nú rýmra. — Framtíð hennar er undir því koniin, aS hún aftur brjóti af sér böndin og leiti sannleikans á ný. nema ef undan mætti skilja eitt, nefni lega postulasöguna svonefndu. Tökum t. d. elztu rit nýja testa- mentisins, bré'f Páls postula. Hvað segir Pál um Jesú frá Nazaret sem sögulega persónú? Mjög lítiS. ÞaS litla, sem hann segir, er fyrir utan aðaltilgang bréfanna. Hann getur að vísu um skoöun Jesú á hjóna-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.