Heimskringla - 27.04.1927, Blaðsíða 4

Heimskringla - 27.04.1927, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRIN GLA WINNIPEG 27. APRIL 192r Hjeímskríngla (StofnuV 1SS6) Krmnr flt A hverjam ml«Tlkodeft EIGENDDR: VIKING PRESS, LTD. 853 eg 855 SABGENT AVE., WINNIPEG. Telalmll N-6537 Verí blaSslns er *3.00 irgangurlnn borg- Ut fyrirfram. Allar borganir sendlst THE VIKING PREES I/TD. SIGFÚS HALLDÓRS Irá Höfnum Ritstjórl. Tl«.ill«krm <11 bln5sln*: THE VIKING PKESS, I.t«l., Bol B105 Utnnfimkrlft tll rltmt jfiranHt BDITOK HEIMSKKINGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “Helmskringla ls publlshed by , Thf ViklnK Pream Ltd. and prlnted by CITY PRINTING PIJBLISHf'ING CO. 853-855 Sargent Ave., Wlnnlpe*. Mib. Telephone: .86 53 7 WINNIPEG, MANITOBA 27. APRlL 1927 Inníiutningar og atvinnuleysi. Á mánudaginn var stóð svohljóðandi fréttaklausa í Winnipegblaðinu “Free Press”: “Quebec, 24. apríl, — Hon. Robert “Forke, innflytjendaráðherra, 'var, á- “samt W. J. Egan, vararáðherra, mest- “an hluta dagsins í dag á innflytjenda- “húsi ríkisins, til þess að vera sjálfur “sjónarvottur að móttöku hinna ný- “komnu bólfestumanna frá Stór- “bretalandi ogi Norðurálfunni, og af- “greiðslu þeirra til áfangastaða í Can- “ada. Þetta var fyrsta embættisför “Mr. Forke til innflytjendahússins. — “Hann fyigdist með allri athöfninni, “frá landgöngu hinna 1000 bólfestu- “manna, unz þeir fóru með hinum og “þessum lestum, er áttu að dreifa þeim “um Canada. “Ráðherrann spurðist fyrir um það, “hvernig úrvalið gengi í Norðurálfunni. “Honum var skýrt frá því, að af 6000 “innflytjendum, sem komið hefðu rétt ríyrir helgina, hefðu aðeins sex verið “kyrsettir, til frekari læknisskoðunar, “og að álitið væri, að jafnvel þeim “myndi verða sleppt inn í landið. “Hon. Mr. Forke leggur af stað til “Englands 11. maí, og verður Mr. Egan “í för með honum. Erindið er að “kynna sér útflutningaskrifstofurnar á “Stórbretalandi, Norður-írlandi og “Frjálsríkinu írska. Hann verður tvo “mánuði í ferðinni.” * * ¥ Á föstudaginn var stóð fréttaklausa í Winnipegbiaðinu “Tribune”, þar sem lít- ið bar á. Hún hijóðar svo: “Hér um bil 300 menn, heimilislaus- “ir og félausir, hafa fengið náttstað á “aðalstöð iögreglunnar hér í Winnipeg “síðan 1. apríl. Flestir eru þeir ný- “komnir til Winnipeg, og vinasnauðir, “ og leita því hælis á lögreglustöðinni, “er öll önnur sund eru lokuð. Nú í “nótt fór tala næturgestanna þar langt “fram úr því sem áður hefir verið í i “ár. Tuttugu og þrír af þeim sóttu “loks í sig kjark til þess að fara inn, “og biðja um að mega “fleygja sér”. “Þeir komu alstaðar að úr iandinu.” * * * 'Það er ekki ófróðlegt að bera saman þessar tvær smáfréttir. Því miður er síð ari fréttin (vér höfðum nærri sagt hvor- tveggja fréttin) enginn skáldskapur. — Hvaðan sem fréttist úr stórbæjum vest- urfylkjanna, og iíklega alls landsins, er sagan lík eða hin sama. Kringum atvinnu skrifstofurnar er daglega þéttskipuð fylk ing fátæklegra, þreytulegra og vonleysis- legra manna, sem eru að leita sér vinnu. Daglega biðja hér, eins og Mr. Garland frá Bow River sagði í þingræðu í vetur um ástandið í Ottawa, “menn og konur, guð um að gefa sér tækifæri, til þess að neyta brauðs síns í sveita síns andlitis”. Og í þessu undursamlega landi, sem for- sjónin hefir búið ótai gæðum og auðæf- um, sem er heil heimsálfa, í sjálfu sér að kalla má, er svo ástatt, ár eftir ár, að fjöldi manna verður sex til sjö mánuði árs ins, að mestu eða öllu að draga fram lífið á því, sem þeir vinna sér inn hina mán- uðina, og totta hramminn, ef það ekki nær. Ogi þó eru aðeins 9 miljónir manna hér í þessu landi, sem vafalaust getur horið 200 miijónir. Og atvinnuskrifstofurnar standa ráða- lausar, eða því sem næst. Því enda þótt þær að jafnaði geti séð nokkrum — segj- ( um allmörgum—fyrir atvinnu, þá er hún bæði allstopul, og þar aðauki bætist jafn harðan svo mikið við í hóp hinna atvinnu- lausu, að þær hafa ekki líkt því við. Því alltaf flykkist fólk inn í landið. Og þar kemur að hinni hliðinni. Fólks- innflutningur er einn þáttur í starfsemi tveggja voldugra flutninga og samgöngu- félaga, að ekki sé nú minnst á hina mið- ur glæsilegu innflytjendasögu Hjáipræðis hersins, sem notið hefir stjórnarstyrks. Sífellt heyrast^ raddir um það, að Canada þurfi fleiri innflytjendur. Þá aukist vel- megunin eins og af sjálfu sér. Ef til vill má rekja þetta að mestu leyti til fyr- nefndra félaga, sem er ekki*óeðlilegt, þeg ar litið er á kröfu hluthafa þeirra, um reksturshagnað. Og þjóðin sjálf, kjós- endurnir, eiga þar einnig hlut að má3i. Mikill meirihluti manna virðist hálfsof- andi ganga að því vísu, eins og svo mörgu öðru, að innflykkjendakenningin sé al- veg rétt. Áherzlan er öll lögð á það, að fá menn til þess að flytja inn, lítil eða eng in forsjá um það, að útvega innfiytjend- unum tækifæri til atvinnu og viðunanlegs lífsviðurværis. Afleiðingar þessa sleifarlags hafa lengi verið auðsæjár, þeim er nokkuð nenna að athuga. Að rekja þær verulega, yrði hér oflangt mál. Þó mætti minnast á það, að þ^£ta óforsjála innstreymi veldur ekki einungis atvinnuleysi meðal innflytj- enda sjálfra, heldur meðal manna, sem um lengri eða skemmri tíma hafa verið borgarar þessa lands. Vinnukraftur inn- flytjan^ans virðist ódýr, þeim er hann kaupir, að ekki sé nú talað um innflytj- andan sjálfan. Og eins og hefir nýlega verið minnst á, af öðrum manni hér í blaðinu, þá1 notast margir við klastrara í hinni og þessari handiðn, er aðrir hafa orðið að nema á löngum tíma. Árangur- inn: Atvinnuleysi, og það, sem fyrir land- ið er því nær verra, landflótti fjölda ágæt- is verkmanna, um skemmri eða lengri tíma. Og þó er auðvitað sannleikurinn sá, að þeir atvinnurekendur, sem á þetta Iag ganga, hagnast ekki á því yfirleitt, þótt sýnast kunni í svip, að einstaka menn þrífist prýðilega. Óbeinu skattarnir, sem á allan hátt stafa af atvinnuleysinu, vega áreiðanlega á móti kaupsparnaðinum, og vel það. * ¥ ¥ Það væri því tæplega að undra, þótt einhverjum rynni til rifja, fyrir hönd inn- flytjendaráðherrans, fregnin frá Ottawa, um þá röggsemi hans að fara til innflytj- endahússins, til þess að athuga innflytj- endur mikinn part úr degi, labba milli skips og lestar, og hafa fregnir af þeim um það, hvernig takist á Bretlandi, að vinsa sauðina úr höfrunum, í hópum, sem hiiígað flytja. Ekki vegna þess, að það sé í sjálfu sér hneykslanlegt, heldur af hinu, að þetta atriði virðist geta verið svipmynd af pólitík hins góðviljaða, en ekki að sama skapa framtakssama inn- flytjendaráðherra. Það þarf meira að gera en að fara til Stórbretalands, til þess að hafa þar tal af tilvonandi innflytjend- um, og sýna sig á útflutningaskrifstof- unum. Auðvitað er ekki loku fyrir það skotið, að Mr. Forke hugsi sitt ráð ogi lands síns á því ferðalagi, þótt hæpið sé, hve mikinn tíma hann fær afgangs frá héimsóknum og veizluhöldum. Því ekki > að líta sér nær? Athuga grandgæfilega, með allri fáanlegri aðstoð, kjör þeirra, sem heimafyrir eru, skilyrðin til þess að rétta hag þeirra, og búa um leið í haginn fyrir nýja borgara. Það er áreiðanlega nægilegt starf fyrir fullfrísk- an ráðherra og lið hans á næsta kjörtíma bili, að minnsta kosti. Framsóknarflokk urinn í Manitoba hafði frumvarp til jarða- lagabóta á stefnuskrá sinni 1921,. Mr. ' Bracken neitaði síðast nú, að hreyfa hönd eða fót því til framkvæmda. Mr. Forke er nú auðsjáanlega búinn að gleyma stefnuskiá prógressíva, en hvern ig væri nú samt fyrir hann, að rifja eitt- hvað upp úr henni, t. d. um það er snertir bændurna sjáifa. Lítil bending. Vér vildum með fáeinum orðum, þótt lesendum finnist það rnáske óþarfi, benda mönnum á hinar fögru og viturlegu ræð- ur séra Guðmundar Árnasonar, er Heims- kringla flytur að þessu sinni. Og þá um j leið þakka honum, og ýmsum öðrum vestur-íslenzkum prestum, sérstaklega séra Ragnari E. Kvaran, er mestan skerf hefir til þess lagt, fyrir það leyfi, er þeir jafnan hafa góðfúslega gefið, til þess að birta ræður sínar, er þess hefir verið beð- ið, hvort heldur að ósk blaðsins sjálfs eða áiheyrenda. Um leið er rétt að geta þess, að ein- 1 staka raddir hafa blaðinu borist, er lýstu óánægju sinni yfir þvj, að það flytti of ■ mikið af ræðum. En þá er líka jafnsjálf- sagt, að geta þess, að þær raddir eru ör- fáar aðeins, samanborið við hinar fjöl- mörgu, er hafa látið þakklæti til sín heyra. Hið unga kirkjufélag vestur-íslenzkra frjálstrúarmanna, “Hið Sameinaða kirkju félag íslendinga í Norður-Ameríku”, er aðeins fjögra ára gamalt, þótt frjálslynd- ur kirkjufélagsskapur hér, sé auðvitað langtum eldri. En eins og hann, á þetta fé- lag„ sem af rótum hans er líka vaxið, þeirri hamingju að fagna, að geta skipað prestsembætti sín völdum mönnum. Án þess að vilja kasta minnstu rýrð á aðra, þáS er oss full alvara með það, að þeir prestar félagsins, er í embættum sitja, eða fást að einhverju leyti við útbreiðslu- starfsemi þess, séu svo að sér, að leitun verði milli allra kirkjufélaga, hvert sem farið er, að jafn völdu með- altali, og tekið verður af séra Rögnvaldi Péturssyni, séra Albert E. Kristjánsssyni, séra Guðmundi Árnasyni, séra Ragnari E. Kvaran, séra Friðrik A. Friðrikssyni, og séra Þorgeiri Jónssyni, þótt lítt sé hann enn reyndur meðal vor. Hver maður, er lætur sig andleg mál af nokkurri skynsemi skifta, getur tæp- lega látið sér á sama standa, hvað slíkir menn leggja til þeirra mála. Tæplega munu skoðanir þeirra falla nákvæmlega saman, en það er þess meiri gróði áheyr- endum þeirra og lesendum,' sökum þess, að þeir eru frjálsir að kenningum sín- um, jafnt og skoðunum. Og ekki síður fyrir það, að prédikanir þeirra eru, guði sé lof, ekki lengur um blóð og kross, held ur, eins og séra Guðmundur kemst að orði, “sameiginlegar hugleiðingar” við söfnuðinn, um altilveruna, eins og hugvit vort og skynjun telur sig bezt þekkja hana, og siðalögmál hennar hin helztu. Fáeinar athugasemdir. Þótt greinin “Hvað er í pottinum?”, bærist mér í hendur ,á síðustu stundu fyr ir þetta blað, kýs eg þó að athuga hana nú, heldur en, í næsta blaði, ef takast mætti úr þessu að losna við slík skrif, og af þeirri ástæðu, að þessi grein varpar vit anlega engu nýju Ijósi á deilurnar, sem hún á að fjalla um. Að því leyti, sem nokkurt samræmi er í henni að finna, er hún eingöngu persónuleg árás á mig, gersamlega órökstuddur sleggjudómur um framkomu mína og hvatir í þessu máli, þótt sumstaðar sé reynt að skýla því — og ekkert nýjabragð að dómnum heldur. Að því leyti sem greinin reynir að snúa sér að deilunni, er hún svo full af ósam- ræmi, og gersamlegum misskilningi — svo eg sé nú “hógvær” — að mig brestur viðeigandi lýsingarorð. Málið er “óþarfamál”, af því að það “átti að þreskjast út í nefndinni”. Til þess að það væri hægt, skilst mér, að ann arhvor málsaðili hefði orðið að fallast á skoðun hins, en til þess hefði eg að minnsta kosti orðið að láta af sannfær- ingu minni. Smávægilegt atriði náttúr- lega — Þá er og deilan óþörf; “um mál, sem Þjóðræknisfélaginu kemur alls ekki v.ið(!) .... af því að nefndin hafði allt | úrskurðarvald .... hver skyldi prenta ritið. Hvernig sú veiting var ger, hafði ! alls ekkert erindi á þjóðr.þing... .”. Eg ! hélt nefndin ætti að standa þingi reikn- ! ingsskap gerða sinna á árinu, en væri ekki ábyrgðarlaus einvaldsdrottinn þess, er á sama stendur um hvernig hegðar sér. Og að þingáð yrði að taka tillit til form- legrar fyrirspurnar, spm fyrir það er lögð. um gerðir nefndarinnar. En “svo lengi lærir sem lifir”. Og eg veit þá betur hér eftir. — Ennfremur virðist greinarhöfund ur vera á þeirri skoðun, að hefndin eigi, þegar svo ber undir, ]'‘að synda milli skers og báru”, sem hann kallar, “svo að trúmálaágreiningurinn verði ekki félag- inu að fótakefli”. Heilbrigð kenning það, og þá líklega bæði hollari og feg- urri, en sú hin einfalda, er'eg og ýmsir aðrir halda fram, að ganga beri hrein- skilnislega að hverju máli, án alls tillits til trúarbragðaágreinings: varpa honum út úr félaginu. Hér er, í stuttu máli, rak- ið allt álit greinarhöfundar um gang málsins sjálfs, og röksemdirnar fyrir því. Yfir mig gengur algerlega, hvernig tek ist hefir að misskilja svo orð mín og til- gang, að uppgötva, að eg hafi verið að “rekast í því, þó allir innan fél. ekki hefðu eina og sömu trú”. Hefi eg ekki einmitt fyrst og síðast prédikað að trú- arskoðanir manna komi Þjóðræknisfé- laginu ekki vitund við? Og einmitt þess vegma verið S. E. B. algerlega sammála um það, “að ef menn gæta allrar skyn- semi, þá ætti ekki að vera vandi, að halda V.-Íslendingum í þjóðræknisfélagi, hverj- um trúarflokki, sem þeir tilheyra?” Og þó er skrifað langt mál um þenna fjarstæða skilning, er lagður er í orð mín. — Og í því sambandi þykir mér dálítið kyn legt, að maður, sem jafnókunn- ur hefir verið og er nefndar- störfum Þjóðr.fél. og S. E. B., skuli ætla sér á nokkum hátt að leiða mig í sannleika um á- hrif trúmálaþvargsins á störf þeirrar nefndar, er eg hefi setiö í, þrjú ár samfleytt, og áhrif þeirra á starfsemi félagsins og þroska í heild sinni. — Eg hefi hvorki rúm né nenn- ingu til þess að standa í miklu stímabraki um hvatir mínar og skapferli, sem í sjálfu sér skýra líklega lítið merg málsins: gerð ir nefndarinnar. En ekki ;er mikið samræmi í því áliti, “að ritstjóranum hafi gengið gott eitt til, er hann reit hina fyrstu grein sína” og aðdróttuninni veglegu um tilgang greinar minnar, “að kasta skugga á einstaklinga innan nefndarinn- ar”. Eg læt mér nægja, að lýsa þá aðdróttun, eitt skifti fyrir öll tilhæfulausan nppspuna, Svo má hver trúa því sem vill. Um ofstopa minn, eða skort á “hóg\ærð”, vildi eg að sinni mega segja þetta: 1 fyrsta lagi hlýtur það jafnan að vera ein- staklingssmekk undirorpið, hvort mönnum líkar betur að tneiningu máls sé lætt inn á milli orða og lína, og þá oft með eitruðum daggarði földum í krossmarki hógværðarinnar (sbr. Jesúítann í Sögum her- læknisins) í hverri setningu á fætur annari, eða hún sé blátt áfram sögð í flúrlausu, góðu og gjaldgengu íslenzku alþýðumáli, án allra ókurteisra orða. 1 öðru lagi verð eg að halda því fram, að þeir menn, er telja ritstjórn- argreinar mínar yfirleitt gífur- yrtar, hljóti annaðhvort að liafa raunalega glatað íslenzku máli, eða þá skorta tilfinnan- lega tilfinninguna fyrir frélags- gildi og litbrigðum einstakra orða, og mætti ræða lengra mál um það mein, og orsakir þess. 1 þriðja lagi sé eg ekki, að þeir sem í þessu efni tala mest um “Ólaf kóng”, séu áber- andi fyrir hógværðar sakir, lendi þeir sjálfir í ritdeilum. I f jórða lagi þykir mér þeir menn æði skammminnugir til saman burðar, á aðrar íslenzkar blaða- deilur að fornu og nýu. Eg hlýt að halda því fram, þangað til mér er sannað með Ijósum dæmum, í stað órökstuddra sleggjjudóma, að Beimskringla hafi í minni tíð verið fullt eins hæverskleg, klúryrða-, getsaka- og ósvífnislaust rituð, eins og nokkurt annað íslenzkt blað.Jð vera einarður er ekki sama og vera ósvífinn. Hitt skal fúslega játað, að eg á ekki þá tegund “hógværðar” til, sem finnst “allt satt og rétt, sem Jón í Tungiu segir, en hlýtur allt fyrir það að vera á prófasts máli.” Þá gáfu get eg afbrýðislaust lit ið í fórum annara. — Að síðustu: Það er áreiðan- lega ekki eg, sem reynt hafi að þeyta upp moldviðri um þetta mál, til þess að villa sýn. Hafi eg ekki lagt fram þau gögn, er ein geta skýrt málið, þá veit eg satt að segja ekki, hver hefir það skýrar gert. Öll gögn, sem málið geta skýrt, eru komin fram. Þess vegna sé eg heldur ekki, að greinar slíkar sem “Hvað er í pottinum?" er ekk- ert skýra málið frekar, hafi minnsta erindi, nema ef vera skyldi til að hefja persónulegan eltingaleik, til að hylja aðalatrið in í moldviðri aukaatriðanna. íslendingum hefir mörgium lengi til þess hætt. Eg fæ af þessum ástæðum ekki skilið, að nokkuð vinnist með því, “að sem flestir legði orð í belg”, enda stæði þá líklega lítið annað í blöðunum fyrstu mánuðina, eða árin. Eg álít því heppilegast, að þessu væxi lokið sem blaðamáli. En að minnsta kosti mætti senda mér það, sem nauðsynlegt þyk- ir að birtist. Það kemur hvort $em er, því aðeins, að eg ekki DODDS KIDNEY| i.P'O-sJ DODD’S nýrnápillur eru bezt& nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co-, Ltd. Toronto, Ontario. úthýsi því, meðan eg hefi rit- stjórn á hendi. En öll er greinin “Hvað er í pottinum?” svo sérkennileg;, að mér dettur í liug, að margir greindir menn kynnl að spyrja: “Af hvaða klæði er sá refill skorinn?” Wpg. 26. apríl 1927. Sigfús Halldórs frá Höfnum Kvað^er í pottÍEtm? I seinni tíS hefir mönnum oröiö æði tíörætt um greinar þær, sem birzt hafa í Heimskringlu út af prentun Tímarits Þjóöræknisfélígsins, og greindir menn hafa jafnvel látið sér þau orð utn munn fara, að hér sem oftar yrði löng saga út af litlu efni. Mér fór þá að detta i hug, hvort ekki væri viðeigandi að sem flestir legðu orð í belg, svona hitalaust og eins hógværlega og unnt væri eftir á- stæðum. Ekki af löngun til að hnýta i neinn sérstakan mann, því mér er ekki illa við neinn þeirra manna, sem hér eiga hlut að máli. Þetta mál, sem hér um ræðir, er reyndar óþarfa mál, og hefði aldrei átt að lenda í opinber blöð. Eg held þessi staðhæfing sé rétt, ef teknar eru allar ástæður til greina. Hvað svo sem á milli bar í nefndinni, átti það að þreskjast út þar, en hvergi annarsstaðar, Agreiningur hlýtur oft að eiga sér stað, en skynsamleg- ast finnst mér ætíð að gæta hófs, með það að láta ekki slikan ágrein- ing þroskast hjá sér, unz hann er orðinn að meini, sem óumflýjanlegt er að brjótist út í sár. En slík fyr- irbrigði gerast þó, og veldur því að sjálfsögðu mannlegur breyskleiki, er líklega stafar að einhverju Ieyti frá oflítilli eða ofmikilli menntun. Þessi deila er óþörf á fleiri en einn hátt. Fyrst og ‘ fremst vegna þess að hún er hafin um mál, sem Þjóð- ræknisfélaginu kom alls ekki við. Vegna hvers? Vegna þess að nefnd- in hafði allt úrskurðarvald um það. 'hver skyldi prenta ^ritiðí Hvernig sú veiting var gerð, hafði alls ekk- ,ert erindi inn á þjóðræknisþing, ann- að en til þess að vekja sundurlyndi. Deilan er einnig óþörf vegna þess, að hún hefir náð þannig tilgangi sínum að með því að gera hana að blaða- máli, hefir hún í augum lesenda blaðsins, margra, kastað skugga á einstaklinga innan nefndarinnar, menn, sem að sögn blaðsins hafa gert þá yfirsjón, að reyna að synda miili skers og báru, svo að trúmálaágrein- ingurinn ekki skyldi verða félaginu að fótakefli. Þetta er nú sökin, sem hvílir á þeim. Fyrir slíka goðgá er sérstaklega maðurinn, sem tillöguna kom með um veitingu á prentun Timarits, af ritstjóra Heimskringlu sekur fundinn og dæmdur til æfi- langrar fangelsivisstar hjá almenn- ingsálitirtu. Eg get ekki séð, að sá maður hafi þarna drýgt stærri synd en sá, sem sendir í blaði srnú"út til yztu endimarka jarðarinnar áfellis- dótn um hann, — og liklega tæplega eins stóra. Lítum á sökina, eða öllu heldur það sem sagt er að ráðið hafi úrslittim málsins. Trúmálaágreining- urinn meðal Islendinga hefir löngum orðið ýmsutn málefnum þeirra að fótakefli. En nú er þó svo komið, að þeir allir geta komið sér saman um eitt mál, þjóðernismálið; að vísu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.