Heimskringla - 18.05.1927, Síða 6

Heimskringla - 18.05.1927, Síða 6
6. BLAÐSIÐA. HEIMSKRIN Q L A WINNIPÉGr' 18. MAÍ 1927. Almennings Álit. En honum hafði aðeins fallið vel við hana eins og fyrirmynd fyrir málverk sín — aðeins litið á hana eins og nytsaman hlut — eins og tii dæmis burstana sína og málaratækin. Hann hafði leikið sér að henni eins og hún hafði seð hann leika sér að málninga verkfærunum stund- um þegar hann var hugsandi. Hann myndi kasta henni til hliðar, þegar hann þættist vera búinn að hafa full not af lienni við verkið — alveg eins og málninga-burstunum, sem hann fleygði, þeg- ar þeir voru orðnir útslitnir. Stúlkan, sem var að nokkru leyti barn, gat ekki áfelt listmálarann — hún hélt sér með mik- illi tryggð við það, er hún hafði haldið að vera vinátta. Hún hafði of mikla ósérplægni til að bera viðvíkjandi ást sinni á þessum manni — ástinni, sem hún vart skildi enn þáx Nei, hún gat ekki áfelt hann — en aðeins óskaði — óskaði af hjarta að hún hefði skilið alt í byrjun, ef til vill myndi þetta ekki vera svo átakanlega sárt, ef hún hefði skilið alt. Eitt var henni ljóst — eitt stóð skýrt fyrir hugskots sjónum hennar; ein hugsun, er brauzt gegn- um stormskýin og ölduganginn í sál hennar; hún varð að flýja frá þeim heimi — frá því um- hverfi, er aðeins sá verri hliðina á öllu; hún varð að fara undireins. Conrad Lagrange og Aaron King gætu kom- ið á hverri stundu. Hún gat ekki litið framan í þá nú, þegar hún vissi alt. Hún óskaði að Myra væri heima. En hún gæti bara skilið eftir dálítinn miða og Myra — góða gamla Myra með afmyndaða andlitið — myndi skilja alt. Unga stúlkan, skrifaði bréfið í flýti og í flýti klæddist hún fjallabúninginum sínum. Hún var en þá undir áhrifum þeirrar blindu hugsunar, að flýja, og gaf nágrönnunum engar skýringar, þegar hún fór eftir hestinum, Til þess að koma í veg fyrir að hún mætti nokkrum sem hún þekti, valdi hún fáförnustu göturnar gegnum gulleplalundana. Hún óskaði eftir næturmyrkrinu sem allra fyrst, svo enginn gæti sé^ sig. það var ekki fyr en hún var komin langt út úr borginni í hálf- rökkrinu, og var farin að nálgast gjármunn- ann, að hún náði að nokkru valdi yfir tilfinning- um sínum. Uegar hún fór fram hjá flutnings vagni aflstöðvafélagsins, snéri hún sér í fyrsta sinni við í söðlinum, og leit til baka. Um mílu á bak við sig sá hún dökkleitan, hlut á ferð í rykskýi, og vissi að það myndi vera bifreið. Hún hugsaði sér að það myndi vera ein af bifreiðum félagsins, og fyltist fegins tilfinn ingu af því, hvað langt hún v'æri komin í burtu frá Fairlands. Það var hér um bil orðið fulldimt þegar hún kom að gjánni; en eftir því sem hún nálg- aðist, gat hún greint hin miklu hamrahlið, er báru við Ioft, og opnuðust þau. þögul og tignar- leg til að taka á móti henni. Þá er hún var kom In inn í gjána, sá hún þau lokast hægt á eftir sér, það veitti henni hugfró, að sjá hæðirnar og fjallatindana mikilfenglegu alt í kring. Næturkulið, er blés niður gjána, var svalt og hressandi, og hún fann ilm og angan fjall- anna berast að vitum sínum. Niður Clear Creek vatnsfallsins þrumaði í kveldkyrðinni eins og völdugur og tilkomumikill hljóðfærasláttur, og friðaði hina harmþrungnu sál hennar. Innan skamms myndi hún verða komin til vina sinna og einhvern veginn myndi alt fara vel á endan- um. Stúlkan var komin hér um bil hálfa leið frá gjáarhliðunum til skóggæzlumanns-stöðvarinn- ar, þegar hún, með sinni góðu heyrn heyrði til bifreiðar á eftir sér — heyröi það óljóst, þar sem hinn þungi straumniður lét svo hátt í eyrum hennar. Hún leit aftur, og sá glampann áf Ijós unum, eins og tvö stór augu í nóttmyrkr- inu. Henni kom undireins í hug, að það væri ein af bifreiðum félagsins á leið upp til aflstöðv arinnar, eða þá læknir á ferð upp til einhvers fjallabúans. Um leið og bifreiðin nálgaðist, snéri hún hestinum út af brautinni, og stöðvaði hann í hinu þykka kjarri annarsvegar við veginn, til þess að láta hana fara fram hjá, Hún fékk of birtu í augun af hinum, björtu ljósum bifreiðar- Innar, þegar hún snéri hestinum að henni. Hesturinn varð hálfæstur af hávaðanum og snúningunum, o.g hún átti fult í fangi með hann. Hún hafði varla tekið eftir því, að bifreiðin bægði á sér, fáein fet frá henni, þangað alt í einu að hún varð vör við mann, er stóð hjá hesti hennar, og hafði náð haldi á beislistaum- unum, eins og hann ætlaði að hjálpa henni með hestinn. Á sama augnablikinu var bifreiðin komin á móts við þau, og stöðvuð, en vélin þó í gangi Stúlkan hélt enn þá, að þetta væru menn frá félaginu, og hélt að þeir næmu staðar og byðu henni hjálp sína af venjulegri kurteisi. “Þakka þér fyrir,” sagði hún, “en eg get svo vel stjórn- að liestinum”. En maðurinn, er hún vart hafði getað séð greinilega enn þá, þar sem hún hafði orðið hálfblind af ljósbirtunni, og er aðeins sást óljóst í myrkrinu, færði sig nær makka hests- ins, eins til þess að láta betur heyrast til sín, þar sem hávaðinn af vélinni var svo mikill, og hélt hann ennþá úm beizlistaumana. “Það er ungfrú Andrés, er ekki svo?,” Hann talaði eins og hann væri henni kunn- ugur; og stúlkan, sem enn þá hélt að þetta væri einn af aflfélagsmönnunum, fann að hann ætl- aðist til að hún kannaðist við hann, hallaði sér áfram til að geta séð andlit hans, um leið og hún svaraði. Ókunni maðurinn notaði sér á augabragði þá afstöðu ungu stúlkunnar, að hún Taút á- fram í söðlinum, og tveir sterkir handleggir gripu utan um hana og tóku hana af baki. Á sama augnabliki kom félagi mannsins, sem í myrkrinu og hávaðanum af vélinni hafði læðst að hinni hliðinni á hestinum, og greip taumana. Áður en stúlkan, er komið hafði verið að svo óvörum, gat hljóðað upp yfir sig, var saman vöfðum silki-vasaklút þrýst fyrir munn hennar, og vand lega bundinn. Hún barðist um, örvæntingarfull, en hinir miklu ágætu kraftar hennar máttu sín ekkert á móti kröftum þess, er tók hana til fanga. Um leið og hann batt hendur hennar, sagði hann með hughreystingar keim í rómnum: “Reyndu ekki að veita neina mótstöðu, ung- frú. Eg ætla ekki að nieiða þig. Eg má til með að gera það, sem eg geri; en eg ætla að fara eins mjúklega að því, og mér er unt. Það gerir þér ekkert gagn að berjast um.” Þótt unga stúlkan væri hrædd, fann hún og skildi, að þessi ókunni maður var eins vln- gjarnlegur, eins og kringumstæðurnar leyfðu honum að vera. Hann hafði í rauninni ekki meitt hana minstu vitund, og í rödd hans heyrði hún reglu- legan afsökunarkeim. Hann virtist vinna þetta verk algerlega á móti vilja sínum. og vera aðeins verkfæri í hönd um einhvers anhars. Hinn maðurinn, er ennþá stóð hjá hestin- um, og hélt í taumana, kallaði hvatlega; "geng- ur alt vel hjá þér?” “Já, það gengur vel,” svaraði hinn þurlega um leið og hann lypti stúlkunni hjálparlausr mjúklega upp í fang sér og setti hana gætilega niður í bifreiðinni. Kápu var kastað yfir hana, og hinurn háa kraga brett upp, til þess að hylja klútinn, er bundinn var fyrir munn hennar. Og í staðinn fyrir hatt hennar var hettu þrýst á höfuð henn- ar. Því næst fór sá þeirra. er hafðl bundiö hana, því næst að hestinum, og náði haldi á taumun- farangrinum. “Það er eg,” svaraði hann. “Eg um og hélt á stað upp gjána Unga sfúlkan heyrði,, að bifreiðin fór á stað til baka, og hljóðið frá henni dó út í fjarska Ekkert rauf þögn næturinnar, nema hljóðið af járnnegldum skónum mannsins og hófatak hests ins á brautinni Einu sinni nam vörður ungu stúlkunnar staðar sem snöggvast — kom fast upp að makka hestsins, og spurði stúlkuna hvort vel færi um hana. Stúlkan hneigði höfði. “Mér þykir mjög leitt að þurfa að binda fyrir munn þér. Undir eins og eg álít það hættulaust, skal eg leysa klútinn; en eg þori ekki að eiga neitt á hættu.” Hann snéri sér snögglega við, og þau héldií áfram. Von um lausn vaknaöi í brjósti Sibyls við háttalag og framkomu þessa manns. Henni fanst, eins og engin ógnar hhætta myndi vera rétt í nánd. Það var auðvelt að sjá, að maðurinn breytti á móti vilja sínum. Hún ákvað að reyna að vera kæn, og láta einskis ófreistað til að vekja með- aumkvunartilfinningu hjá honum, er gerði hon- um örðugt fyrir með að framkvæma, hvað svo sem það nú var, sem hann var neyddur til að koma í framkvæmd. í staðinn fyrir að þrjóskast og gera sífeldar tilraunnir til að strjúka frá hon- um, ætlaði hún að vera svo þæg og auðsveip, sem unt væri. Þau fóru Laurel Creek brautina og er þau komu til Burnt Pine, leysti maðurinn klútinn frá andliti ungu stúlkunnar. “Þakka þér kærlega fyrir.” sagði hún stillilega, “Nú líður mér svo miklu betur.” “Mér þótti yfirtak leitt að þurfa að gera það,” svaraði hann um leið og, hann leysti hendur hennar, “Þú mátt nú fara af baki og hvíla þig, meðan eg útbý dálitla máltíð fyrir þig.” Stúlkan hoppaðl af baki. “Það er svo gott að geta hreyft sig aftur,’ sagði hún. ‘En í raun- inni er eg hreint ekki þreytt, get eg ekki hjálpað þér með vistaföngin?” “Nei,” svaraði hann þur- lega, eins og hann skildi eða þættist skilja til- gang hennar, og þætti ráðlegra að fara varlega, “Við slönsum hér aðeins fáeinar mínútur, og' við eigum langa leið fyrir liöndum enn þá. þú mátt til með að hvíla þig.” Hún settist undir gefnislega niður á jörðina, og hallaði bakinu upp að tré. Meðan þau neyttu matarins í hinu daufa stjörnuskini sagði hún: “Mætti eg spyrja hvert þú ert að fara með mig?” “Það er löng leið, ungfrú Andrés. Við náum þangað annað kvöld,” svaraði hann liikandi. Og aftur dirfðist liún að spyrja auðmjúk1 lega; “Og bíður þar einhver eftir okkur — þeg- ar við erum komin leiðina á enda?” Rödd mannsins var þýðari þegar hann svar- aði. “Nei, ungfrú Andrés; við verðunt aðeins til baka yfir að hestinum, en hinn maðurinn tvö ein þar um einhvern tíma. settist í sætið við hliðina á henni; og bifreiðin Og” — bætti hann við — “þú þarft ekki hélt á stað. Hræðsla ungu stúlkunnar snérist að vera hrædd við mig.” nú upp í kulda og tilfinningaleysi. Hún vissi vel, að allar tilraunir til að komast úr höndum “Eg er ekkert hrædd við þig,” sagði hún þýðlega. “En eg — ” hún hikaði — “eg kenni þessara manná rnyndu verða þýðingarlausar og í brjósti uni þig — fyrir að vera neyddur til að gagnslausar. Og hún. hugsaði sér að reyna að vera eins gera þetta.“ - Maðurinn reis snögglega á fætur. ‘Við róleg og unt væri og ofþreyta sig ekki, en grípa verðum að fara að leggja á stað. Þau fóru eftir hvert það tækifæri, er ef til vill myndi a'ð hönd- Laurel Creek brautinni dálítinn spöl upp með um bera til að losna. Hún losaði þegjandi um Burnt Pine, í áttina til San Gorgonio; þá beygðu böndin, og gat að nokkru ýtt klútnum frá munn- þau inn á einhverja eyðislóð, sem maðurinn að- inum, er varnað hafði því, að hún gæti gefið eins þekti. hljóð af sér. j Þegar mótaði fyrir degi á loftinu kringum En hún hafði verið bundin of vel. Hún fjallatindana,',á sama tíma og vinir ungu stúlk- snéri höfðinu við, og reyndi að sjá framan í and- unnar voru að safnast saman á búgarði Carle- lit samferðamanns sfns. En þar sem myrkrið tons niðri í Clear Creek gjánni, og Brian Oakley var svo mikiö — kápu-kragi hans brettur, var að skifta leitarmönnunum, var unga stúlk- upp. og húfan toguð niður að bifreiðar-gleraugun ! an og varðmaður hennar á ferð uppi í fjalla- um, þá var alls ekki mögulegt fyrir hana, að sjá! öræfunum, langt í burtu frá öllum alfaravegi. hvernig hann leit út. Aðeins, þegar þau fóru I Stúlkan var þessu svæði algerlega ókunn- fram hjá skóggæzlustöðunni, og Sibyl sá ljósið 1 ug, en hún vissi þó, að þau lögðu leið sína um þar gegnum trén, reyndi hún enn á ný að brjóta j klettabrúnirnar, langar leiðir fyrir ofan gjáar- af sér böndin. Ef hún hefði aðeins getað notað barminn, utan við San Bernardin hæðirnar — hina sterku og hljómmiklu rödd sína, og hrópað þá myndi eitt hljóð frá henni hafa verið nóg til að Brian Oakley hefði kornið á eftir bifreiðinni henni til lijálpar. Á hinum stirða fjallavegi myndi það vera-auðvelt fyrir hann að elta bifreiðina uppi á jarpa gæðingnum. Hún reyndi jafnvel að kasta sér út úr bifreiðinni, en þar sem böndin hömluðu henni frá að njóta sín, gat maðurinn við hliðina á henni varnað henni að hreifa sig, með annari hendinni, og hún hneig aftur niður í sætið, uppgefin af hinum árangurslausu tilraun um sínum. Við ræturnar á Oak Knoll nam bifieiðin staðar. Maðurinn, sein hafði fylgt bifreiðinni eftir á hesti ungu stúlkunnar, kom þá í flýti til þeira. Mennirnir tveir höfðu hrað- ann á, og bundu vörubagga og ábreiður upp á hestinn. Rétt á eftir kom sá þeirra sem hafði bundið ungu stúlkuna, og lypti henni mjúklega út úr bifreiðinni. “Eg ætla að biðja þig að berj- ast ekki um, svo að þú skaðir þig, ungfrú,” sagði hann lágt við hana, um leið og hann bar hana að hestinum; “Það gerir þér ekkert gagn Og stúlkan brauzt ekkert um, þegar hann lét hana í söðulinn. Sá þeirra, er keyrt hafði bif- reiðina, sagði eitthvað við hinn í hálfum hljóð- um, og Sibyl heyrði, þann sem batt hana, svara, “stúlkan verður eins óhult í minni umsjá, eins og hún væri heima hjá sér.” Hinn maðurinn sagði eitthvað meira, og stúlkan heyrði aðeins svarið. “Þú þarft ekki að kvíða því; eg skil það. Eg fer í gegn um það. Þú hefir séð svo um, að í áttina til hins fjarlæga Cold Water svæðis, er lá að hinni miklu eyðimörk. Þegar birti betur, sá Sibyl hvernig fylgdar maður hennar var í útliti. í meðallagi hár, með þéttar herðar og sterk bygða handleggi. Föt hans voru úr brúnleitu sterku efni, og hann hafði lialdgóða fjallaskó á fótum. Um öxl lians sá unga stúlkan að hangdi venjulegur Winehester riffill, og hann stikaðí áfram stórum skrefum. Göngulag hans og allt útlit, bar vott um mikiiyú' viljakraft, og óþreyt- andi elju. Andlitið var alls ekki illilegt. Þykt skegg huldi munninn kinnarnar og hálsinn, en nefið var ekki grófgert, og frenrur vel lagað, — og ennið var hátt, og yfirsvipurinn greindarlegur í hinum brúnu augum hans, fanst stúlkunni hún sjá raunasvip, eins og hann væri þjáður af ein- hverjum döprum endurminningum, sem hann gæti ekki gleymt. “Við skulum neyta morgunverðar hér, ung frú Andrés, ef þú vilt,” sagði hann og nam stað- ar. “Eg er svo svöng,” sagði hún og fór af baki — “Má eg búa til kaffið?” Hann hristi höfuðið. “Mér þykir^það mjög leitt, en það má enginn reykur komaj, til að segja eftir. Skóggæzlu- maðurinn og leitarmenn hans eru \iú á stjái.” “Þú virðist þekkja fjallasvæðið mjög vel,” sagði hún, og færði sig með hægð í áttina til byss- unnar, er hann hafði hallað upp að tré, meðan hefi verið neyddur til að kynna mér fjöllin til hlítar. En eftir á að hyggja, ungfrú Andrés,” — bætti hann við, án þess að snúa sér við — eða " líta upp frá því að ná vistunum upp úr pokunum — “riffillinn þarna kæmi þér ekki að neinu haldi Hann er ekki hlaðinn. Eg hefi skothylkin hérna í beltinu mínu.” Hann reis á fætur, og horfði frarnan í hana hnepti frá sér yfirhöfninni, og sýndi henni hlaup- ið á byssu, er hann bar á sér. “Þetta skotvopn kemur að góðum notum, ef “eg þyrfti að grípa til þess í flýti, og eins og þú sérð, getur þú ekki náð í það.” Stúlkan hló. “Eg skal játa það, að þetta var freisting, fyrir mig,” sagði hún. “Eg hefði mátt vita, að þú settir riffflinn, þar.sem eg gat náð í hann, aðeins til að prófa mig.” “Mér fanst að það myndi fyrir byggja mis- skilning og þarflaus vonbrigði fyrir þig, að segja þér lireinlega frá öllu í fyrstu,” svaraði hann. “Morgunverðurinn er tilbúinn.” Þetta atvik lýsti vel lyndiseinkunum manns ins, er Sibyl átti ef til vill frelsi sitt og lieiður undir. Henni skildist betur og betur, að eina von hennar um lausn og undankomu lá í því, að hún gæti áunnið vináttu hans og samhygð til þess að hann snérist á móti þeim, er hafði þröng að honum í þessa afstöðu. Sú barátta myndi verða þögult hugarstríð —stríð hið innra, en hið ytra stríð er háð væri með bros á vörum. Hlutverk ungu stúlkunnar í þessum harm- leik, yrði að vera það, að koma gæzlumanni sín- um til að heyja stríð við sjálfan sig. Henni var það mjög ljóst, að hún þurfti að fara varlega að honum. Henni lék auðvitað mikil forvitni á að vita liver liafði vald yfir þessum manni, og livernig því var háttað, að svo vel gefinn maður og sterkbygður, bæði andlega og líkamlega, hafði orðið svo ánauðugur, og komist í slíka aöstööu. En hún þorði einskis að spyrja. Með hverjum klukkutímanum, sem þau héldu áfram — lengra og lengra upp í fjallaöræfin, vakti hún yfir honum, og gaf hinar nánustu gæt- ur að honum, til þess að vita hvort skap hans breyttist ekki svo, að óliætt væri að spyrja hann. En sömuleiðis nQtaði hún allan sinn kvenlega yndisleik og aðlaðandi viðmót til þess að reyna að láta hann igleyma hinni óþægilegu afstöðu sinni, og til að gtera þetta svívirðilega starf hans eins létt fyrir hann og mögulegt var undir öllum kringumstæðum. Stúlkan hafði enga hugmynd um, hversu þessi ákvörðun hennar í sjálfu sér liafði mikil áhrif á gæzlumann hennar, og hversu framkoma hennar vakti hjá honum aðdáun og meðaumkv- un. Sjálfstæði hennar, hugprýði og stilling í að mæta þessari meðferð, í staðinn fyrir að beiðast lausnar með harmatölum og kveinstöfum, snéru meira huga hans, en hún hafði liugmynd um, eða gerði sér vonir um. Allan þennan langa fyrri hluta dags, reyndi hún að halda uppi samtali — alveg eins og þau væru á skemtiferð í staðinn fyrir hið mótstæða. Maðurinn svaraði greiðlega, ens og hann yrði feginn að létta á huga sínum, og tala uiii eitthvað annað, en hið óhugðnæma verk, er hann hafði tekist á hendur að vinna, og reyndi- að vera reglulega skemtilegur og upplífgandi föru- nautur. Aðeins einu sinni reyndi stúlkan að beina samtalinu inn á hættulegar brautir. “Mig langar reglulega mikið til að vita livað þú heitir. Það virðist svo óviðkunnanlegt, að geta ekki ávarpað þig með nafni Er til of mik- ils mælst, að spyrja þig að heiti?” Maðurinn var þögull nokkra stund, og stúlkan sá, að svip- ur hans varð þungbúinn. “Eg bið þig fyrirgefningar, eg hafði ekki átt að spyrja,” sagði hún þýðlega. “Eg heiti Henry Marston, ungfrú Andrés,” svaraði hann ákveðinn. “En það er þó ekki nafnið, sem eg er þektur undir nú á tímum,” bætti hann við beiskjulega “Það er heiðarlegt nafn, og mig myndi langa til að vera kallaður því aftur —” hann hikaði við ----- “af þér.” það er um ekkert annað að gera,” Hann gekk hann var önnum kafinn við að leysa utan af “Þakka þér fyrir, hr. Marston” — svaraði Sibyl þýðlega. “Trúðu mér til þess eg met það traust, er þú sýnir mér mjög mikils, og,” — það var hún sem nu hikaði — “eg ætla að gera mig þess verð- uga.” . Ubi miðjan dag náðu þau upp ái granit-tind- inn í Galena fjöllunum, eftir að hafa komið eftir vegleysum gegnum öræfin við enda 'Clear Creek gjáarinnar.. Þau höfðu lokið við miðdegisverð þegar Marston leit á úrið sitt, tók lítinu spegil upp úr vasa sínum, og starði í áttina til hins fjarlæga dalverpis þar sem Fairlands Iá undir blárri móðu. Bráðlega sást glampi, og svo hver á fætur öðrurn. Það voru merkin, sem Aaron King hafði séð, og vakið eftirtekt Brians Oakíey á fyrsta leitardaginn. Maðurinn á granit-tindinum svar- aði með sínum spegli, og stúlkan stóð hjá, og skildi að hann var að tala við einhvern og hún sá, að reiðisvipur kom á andlit hans. En hún sagði ekki neitt Þau höfðu farið um hálfa mflu frá tindinum, þegar maðurinn nam staðar og sagði, “Þú mátt til með að gera svo vel, og fara hér af baki.” (Framh.)

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.