Heimskringla - 18.05.1927, Blaðsíða 7

Heimskringla - 18.05.1927, Blaðsíða 7
WINNIPEG 18. MAl 1927. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA. Nýrun hreinsa bló'öiíi. Þegar þau ^'la, safnast eitur fyrir og gigt, tauga- S>gt, lendaflog og margir atirir sjúk- ðómar orsakast. GIN PILLS lag- f*ra nýrun, svo þau leysa starf sitt, °g gefa þannig varanlegan bata. 50c askajan alstaóar. 134 Frh. frá 3. bls. höndum á svipstundu. Listaverk og handrit gægjast fram í krókum og kimum. Gollancz er skáld, en fer dult með þaö. Hjann orti erfiijóö eftir W. P. Ker; þau komu í viku- blaÖið '‘Observer”, eftir aö rKer varð bráðkvaddur í Sviss. Lundúnum, anrian í jólum 1926. Jón Stefánsson. William Alcxander Craigie. er fæddur í Dundee á Skotlandi 1867. Hann tók ágætispróf í grísku og lat- inu viö St. Andrews háskóla 1888. Hjann hefir sagt mér af ættingjum, sem voru smalar í fjalllendinu- ná- lægt Dundee. Honum var veittur Innköllunarmenn Heimskringlu í CANADA: Árnes...................................F. Finnbogason Amaranth .. .. .........................Björn Þórðarson Antler....................................Magnús Tait Árborg................................G. O. Einarsson Baldur................................Sigtr. Sigvaldason Bowsman River.............................Halld. Egilsson Belia Bella...............................J. F. Leifsson BeckvilJe...............................Björn Þórðarson Bifröst ............................Eiríkur Jóhannsson Bredenbury .........................Hjálmar Ó. Loftsson Brown.............................Thorsteinn J. Gíslason Churchbridge.........................Magnús Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Ebor Station..............................Ásm. Johnson Elfros..............................J. H. Goodmundsson Framnes.................................Guðm. Magnússon Foam Lake................................John Janusson Gimli........................................B. B. ólson Glenboro.....................................G. J. Oleson Geysir...................................Tím. Böðvarsson Hayland.................................Sig. B. Helgason Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa..................................F. Finnbogason Húsavík .. ............................John Kernested Hove.....................................Andrés Skagfeld Innisfail...............................Jónas J. Húnfjörð Kandahar.................................F. Kristjánsson Kristnes.................................Rósm. Árnason Keewatin..............................................Sam Magnússon Leslie .. .. ...........................Th. Guðmundsson Langruth..............................ólafur Thorleifsson Lonley Lake.............................Nikulás Snædal Lundar......................................Dan. Lindal Mary Hill..........................Eiríkur Guðmundsson Mozart..................................Jónas Stephensen Markerville.............................Jónas J. Húnfjörð Nes.......................................Páll E. ísfeld Oak Point...............................Andrés Skagfeld Otto.....................................Philip Johnson Ocean Falls, B. C.........................J. F. Leifsson Poplar Park..........................................Sig. Sigurðsson Eioey......................................S. S. Anderson Hed Deer................................Jónas J. Húnfjörð Reykjavík..............................NikuláJs Snædal Swan River........................... Halldór Egilsson Stony Hill........................................Philip Johnson Selkirk...............................................B. Thorsteinsson Siglunes................................Guðm. Jónsson Steep Rock..............................Nikulás Snædal Tantallon...............................Guðm. Ólafsson Thornhill.............................Thorst. J. Gíslason ^íSir....................................Aug. Einarsson Vancouver......................Mrs. Valgerður Jósephson Vogar....................................Guðm. Jónsson Winnipegosis............... ............August Johnson Winnipeg Beach..........................John Kernested Wynyard.................................p. Kristjánsson I BANDARJKJUNUM: Akra, Cavalier og Hensel............Guðm. Einarsson Blaine..............................St. O. Eiríksson Bantry..............................Sigurður Jónsson Chicago......................................Sveinb. Árnason Edinburg..........................Hannes Björnsson Garðar................................S. M. Breiðfjörð Grafton..............................Mrs. E. Eastman Hallson .. ......................... Jón K. Einarsson Ivanhoe................................G. A. Dalmaún Cahfornía.........................G. J. Goodmundsson Milton................................F. G. Vatnsdal Mountain............................Hannes Björnsson Minneota.................................G. A. Dalmann Minneapolis............................H. Lárusson Pembina...........................Þorbjörn Bjarnarson Point Roberts....................Sigurður Thordarsou Seattle...........................Hóseas Thorláksson Svold............................................Björn Sveinsson Cpham...............................Sigurður Jónsson The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba. p. o. BOX 3105 853 SARGENT AVE. MERKIÐ ATKVÆÐASEÐLA YÐAR ÞANNIG EF ÞÉR ÓSKIÐ EFTIR SÖLU Á BJÓR ÞÁ MERKIÐ AT- KVÆDASEÐILINN VIÐ “YES” VIÐ FYRSTU SPURNINGU. EF ÞÉR ÓSKIÐ EFTIR GLASA SÖLU Á BJÓR, MERKIÐ AT- KVÆÐASEÐILINN ÞANNIG. GREIÐIÐ EKKI ATKVÆÐI MED “B” SPURNINGUNNI EDA ÞÉR ÓNÝTIÐ ATKVÆÐI YÐAR MED ‘A”. SVO AÐ ÞÉR VERNDIÐ ÞAU RÉTTINDI YÐAR AD ÖL SÉ FÆRT HEIM TIL YÐAR FRÁ ÖLGERÐARHtJSUM 1 FLÖSK- UM, ÞÁ MERKIÐ ATKVÆÐA- SEÐIL YDAR ÞANNIG. 1. EXTENSION OF SALE OF BEER Do you favor any extension of the present facil- ities for the saie of beer? 2. IF A MAJORITY ANSWERS YES TO QUESTION 1, WHICH DO YOU PREFER: (a) BEER BY THE GLASS meaning thereby the sale of beer by the glass under Government regulation in licensed premises vvithout a bar, for consumption on the premises, - such premises to be licensed by the Liquor Com- niission, the licenses to be subject to cancellation by the Commissiön upon any infraction of the law or of the regulations governing sanie; OR (b) BEER BY THE BOTTLE meaning thereby the sale of beer in sealed con- tainers by the Liquor Commission in Government stores, for consumption in permanent or temporary residence; such sale to be under the Cash and Carry System and to provide for quantities as small as one bottle. 3. SALE BY BREWERIES Are you in' favor of abolishing the right of the brewers to sell beer direct to permit holders? YES X NO Beer by the Glass X Beer by the bottle • YES NO X Svo þér getið fengið bjór keyptan, verðið þér að merkja atkvæðaseðil yðar með X undan “já” (Yes) við fyrstu spurningu. Svo bjór fáist í staupatali verðið þér að merkja atkvæðaseðilinn með X undan ‘ Bjór í staupasölu ’(Beer by the glass)við annari spurningu. Bjór í flöskum fluttan hei mtil yðar fáið þér með því að merkjaX gegnt þriðju spurningu. SETJIÐ EKKI X á atkvæðaseðilinn við hvortveggja spurninguna spurninguna “Beer by the glass” og “Beer by the bottle” gegnt annari spurningu, eða þér ónýtið atkvæði yðar að öðrum kosti. INSERTED BY MANITOBA BREWERS ASSOCIATION. námsstyrkur, og var við Oxford- háskóla 1889—92 (í Balliol College) og tók ágætis próf i Literae Humani- ores 1890 og 1892. Las svo norræna málfræði hjá Finni Jónssyni og Valtý Guðmundssyni 1892—3, í Höfn og bjó hjá mér, meðan hann var þar. Var síðan kennari i latínu og grísku við St. Andrews háskóla til 1897. Þá las prófessor York Powell, samvinnumaður Guðbrandar Vigfúc- sonar, grein eftir hann urn norræn áhrif á keltnesku i Arkiv för nordisk filologi, og fékk hann til að vinna að hinni miklu Oxford-orðabók, sem byrjaði að koma út 1888, og stýrði þá verkinu annar Skoti, Sir J. A. H. Murray. Þannig hefir hann nú unn- ið að hinni stærstu og vísindaleg- ustu orðabók í Evrópu í 30 ár. Hann varð aðalritstjóri nieð Murray og Bradley, 1901. Murray dó 1915 og Bradley 1923, svo að nú hefir hann. um hrið verið einn aðalritstjóri. — Síðan 1901 hefir hann einn gefið út stafina: N, Q, R, S, U, V og nokkuð af W í þessu heljarverki sem rekur sögu hvers einasta orðs frá áttundu öld fram á þennan dag, með uppruna þess og öllum breytingum i þýðingu, framburði o. s. frv. á hverri öld. Nú er aðeins eftir sjötti hluti stafsins w: wise til wy, þvi að x, y og z eru komnir út. A hverri blaðsíðu eru 3 þéttprentaðir dálkar. Hver dálkur er meira en blaðsíða í fjögra blaða broti. Það verður því að þrefalda hinar 20,000 blaðsíður, sem þegar eru komnar út, til að gera sér grein fyrir stærð bókarinnar. Clarendon Press, háskólaprentsmiðjan í OxÍQrd, hafði fyrir nokkru kostað milli 20 og 30 miljónum króna upp á þessa bók, eða um eina rniljón kr. fyrir hvert ár, síðan hún byrjaði að koma út, enda var reist hús úr járni, The Scriptor- ium, í Oxford, til að geyma í miljón- ir af tilvitnanaseðlum, og hafa fyrir vinnustofu. Bandaríkjabúi sagði mér að þrennt væri það, sem landar sinir girntust helzt að sjá á Englandi: Westminster Abbey, gröf Shake- speares í Stratford-on,-Avon og Scriptorium í Oxford. Þessi bók á ekki sinn lika, og að vera aðalrit- stjóri hennar er mikill heiður og sómi, sem Craigie hefir hlotnast, enda kunni enginn nema hann keltnesku og norrænu málin jöfnum höndum. Hag- sýni hans og lærdómur haldast í hendur við orðabókina og alla vinnu hans. Sarht fékk hann tíma til að rita í ýms tímarit, um Kelta og Norður- landabúa. Hann hefir spreytt sig á að þýða dróttkvæði á ensku og halda öllum höfuðstöfum og stuðlum og jafnvel kenningum, og hefir engum nema honum tekist það. Þjóðtrú (Folklore) á Norðurlöndum 1816, trúarbrögð Norðurlandabúa 1906, og Islendingasögur 1913, eru litlar bæk- ur, en miklu þjappað saman í þeim, og allt þó skýrt og ljóst. Hann gaf út Skotlandsrimur 1908, ortar á Is- landi, um Gowrie-samsærið gegn Skotakonungi árið 1600. Einhvern tíma mun hann rita ítarléga um ís- lenzkar rímur, því að hann er vel að sér i þeim ög lítur öðruvísi á þær en flestir aðrir. Hann. varð kennari í Norðurlandamálum við Taylorian Institute 1905, næstur eftir Guðbrand Vigfússon, og kenndi íslenzku mest á heimili sínu. Hann. fékk Geir Zoega til að semja forn-íslenzka orðabók upp úr orðabók Claesbys og Guðbrandar Vigfússonar, og lét Clarendon Press gefa hana út 1910. Hann lagði síðustu hönd á hið mikla rit York Powells og Guðbrands, Ori- gin.es Islandicae, eftir Jauða Powells, 1904, en Y. P. hafði lesið prófarkir af þvi, svo að engu var breytt, en þó bætt við leiðréttingum. Craigie ber hlýjan hug til Islands og hefir oft ■ reynst íslendingum bjargvættur og hjálparhella. Hann bauð, í Eimreiðinni, öllum Islending- um, sem ættu leið um Suður-England, að heimsækja sig. Hann kvongaðist 1897 skozkri stúlku frá Dundee, Jessie Hutchen, sem hefir hjálpað honum við ritstörf og útgáfu kennslu bóka. Heimili þeirra í Oxford er rausnarlegt og gestrisið. Craigie ferðaðisjt á Islandi 1905 og 1910. Hann talar íslenzku lýtalaust, yrkir stundum ferskeytlur að gamni sínu, og leikur sér að erfiðum bragháttum. Hann hefir ritað bækling um þjóð- skáldið Burns og gefið út kvæði hans. Hann hefir gefið út ýms merkileg skozk handrit og haldið fyrirlestra um sögu skozkra konunga, og mun enginn þar standa honum á sporði. Hann var prófessor i engil-sax- nesku (forn-ensku að réttu lagi) 1916. Rúmeníustjórn bauð honurn til Búkarest 1921, til að greiða götu enskukennslu þar; fór hann um leið kringum hnöttinn og varð heiðurs- doktor við Calcutta háskólann (heið- ursdoktor i St. Andrews 1907.) Hann gaf út lítið kver um “Fram- burð í ensku” 1917; öll hljóð í ensku má sýna með broddutn og deplum yfir stöfunum og komast hjá hinni af- skræmilega Ijótu hljóðritun, segir hann. Kennslubækur í ensku á öllum Evrópumálum, með táknum Craigies, eru að koma út, og enskukennarar í Ðanmörku hafa á fundi beðið stjórn ina að taka tákn Craigies í stað hljóð- ritunar Jespersens. Hann hefir lagt mikla alúð við að endurreisa frisnesku, sem er skyld ust forn-ensku af öllum mállýzkum, og hjálpað Frísum til að koma ýmsu á prent. Hann er nú önnum kafinn aö semja sögttlega skozka orðabók. Jón Stefánsson. —Alm. Þjóðv.fél. 1928. Frá íslandi. Kaffibrennsla Rcykjavíkur- Arið 1922 stofnaði Pétur M. Bjarnason Kaffibrennslu Reykjavík ur og árið 1924 hóf hann kaffibætis- gerð. Nefndi hann kaffibæti sinn ."Sóley” Kaffibætisgerð þessi hefir. eins og fleiri þvilíkar nýmyndanir í landinu, átt nokkuð erfitt uppdrátt- ar í byrjun. Kaffibætisgerð er um efnasamsetn ingtt og vinuaðferðir einfaldari en margur myndi ætla. Þó urðu á nokk ur missmíði fyrst i stað, og komst nokkuð af gallaðri vöru á markað- inn. Þetta varð tilíinnanlegur hnekk ir, og sent þessi vara býr að enn í dag i meðvitund og ímyndun sumra manna. Þrátt fyrir það, að síðan hef- ir fyrir atvik og með vísindalegri rannsókn sannast, að um efnasamsetn ingu, bragð og notadrýgindi, stendur kaffibætirinn “Sóley” ekki að baki þeim kaffibæti, sem beztur hefir reynst hér á landi. “Ludvig David” hefir um langt skeið veriö mest notaður kaffibætir hér á landi. Má telja að fyrir stríðið væri hann nálega einráður á mark- aðinum. Náði hann þannig mikilli rótfestu. Umboðsmenn þessa er- lenda fyrirtækis, sem hafa einkaum- Iwð hér á landi, ýfðust mjög við þess ari innlendu viðleitni. Fór þeim, sem mörgurn, að þeir meta meira eigin hag en sjálfsbjargarviðleitni þjóðar- innar og almennar framfarir. Þeir höfðu í heitingum að efna til harð- vítugrar sanikeppni og fá félag sitt til þess að setja upp kaffibrennslu, ef Pétur M. Bjarnason léti ekki af fyrirætlan sinrii um nýja kaffibætis- gerð. P. M. B. bauð þeim að ganga í félag við sig með vildarkjörum, en þeir höfnuðu boðintt og settu upp kaffibrennslu í umboði “Ludvig Da- vid”, til þess að keppa við Kaffi- brennslu Reykjavikur. Hér er það að gerast, að innlend sjálfsbjargarviðleitni leitast við að vinna inlendan markað og halda til jafns við erlent fyrirtæki, sem hefir verið hér lengi næstum einrátt og óáreitt og hefir þvi hlotið styrkleik í vanafestu og fordómum fólksins- ins. Tilraunir hafa sýnt, að hægt er að leika mjög á þeffæri og bragð færi manna, ef tökum er náð á trú þeirra og ímyndun. Ef glas er opn- að í samkvæmi, og fólki talin trú um að í því sé afar lyktarsterkt efni og að þefinn muni leggja um allan sal- inn, finna flestir eða allir lyktina, þó í glasinu sé blávatn- Til þess að vinna hylli og smekk fólksins, er ekkl ■einungis nauðsynlegt 'vað franúerða góða vöru, heldur einkum að sigra sát þess. I þessu liggja örðugleikar ís- lenzkra iðnaðarfyrirtækja. Fólk slær því föstu, að íslenzik iðnaðarvið- leitni hljóti í öllum efnum að stancía að baki erlendum iðnaði. Og þar með er því slegið föstu. Eigi að síður hefir Kaffibrennsla Reykjavíkur stórum aukið umsetn- ingu sina á siðustu árum. Hún hefir á boðstólum þessár vörur: Brcnnt og malaff kaffi, unnið úr beztu kafTi- tegundum, sem til landsins flytjast. Blandaff kaffi, en það er kaffi brennt^ og malað og blandað kaffibætintim “Sóley” í réttum hlutföllum. Kaffi- bfctirinn Sóley i dufti, og sami kaffi bætir í stnmfum. — Vanafesta fólks- ins veldur því, að það vill heldur stumpana, þó að í þeim sé talsverð- ur hluti vatn og að bleytan valdi remmu og jafnvel sýru i kaffibætin- utji við geymsluna. Pétur M. Bjarnason hefir selt kaffibrennsluna meðeiganda sinum, Jóni Bjarnasyni frá Sauðafelli og Sigurði B. Runólfssyni. Þeir menn, sem hafa eitt sinn sigr- ast á þeirri ímyndun. að Islendingar geti ekki brennt kaffi og kaffibæti eins vel og útlendingar, þeir nota jafn an eftir það vörur frá Kaffibrennslu ReykjavíkuV fremur en útlendar vör- ur sömu stegundar. (Dagu.) Rose Café Nýtt íslenzkt kaffihús. Miðdegisverður seldur. J Kaffi á öllum timum. | Hreinlát og góð afgreiðsla. j Miss Asta Sœmundson 641 SARGENT AVE. I J

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.