Heimskringla - 08.06.1927, Side 1

Heimskringla - 08.06.1927, Side 1
XLI. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MAN, MIÐVIKUDAGINN. 8 JÚ. .í 1927. NÚMER 36 [CANADA | Q0900000ð0ð090000ð000ðc00000c0cosos0cð060s06090008ccc Or ræðu Rt. Hon. John Bracken. forsætisráðherra Manitobafylk- is, er hann hélt á almennum kjósendafundi í Winnipeg föstu daginn 3. júní. Eins og' auglýst var, hélt forsætis— ráðherrann og stjórnarþingmanns— efnin i Winnipeg, almennan kjósenda fund á Walkerleikhúsinu hér í borg á föstudaginn var. Aðalræðuna hélt forsætisráöherra, og var geröur afar mikill rómur að ináli hans, og allri framkomu. Fara hér á eftir — tekn ar úr ræöunni — ýmsar athugasemd Ir, er hann geröi viö staöhæfingar og röksemdafærsla mótstööumanna sinna, og ananð smávegis, er lýtur að Táðsmennsku hans og skoðunum. i * * * Öll stefnskrá mín er í þessu inni— falin: Það sem Manitoba í heild sinni er heillavænlegast. Ekki það sem er bezt fyrir sveitirnar, borg— írnar, verkamenn eða auðhölda. sér— stakan þjóðflokk, eða trúarbrögð, lieldur það, sem fylkinu öllu er fyrir beztu.” Mr. Bracken vonaði að kosninga— bardaginn færi drengilega fram, án þess að núa fyrverandi stjórnum alls konar spillingu um nasir. Öskandi, að menn héldu sér við staðreyndirn— ar, og ræddu þær. Mörmum væru yfirleitt ekki nógu Ijós stjórnarstörf in, né helztu örðugleikarnir. er hver stjórn ætti að yfirstíga. Hve marg- ir gerðu sér t. d. grein fyrir því, að síðasta árið varð Manitobafylki að greiða $4,000,000 — (fjögur miljón •dali, bændur!) — í rentur af skuld- inni, sem fyrirrennarar Brackenstjórn arinnar hefðu steypt fylkinu í. — Meðal annars hefði Brackenstjórnin endurreist gjaldþol fylkisins. A fimm árum hefði hún breytt $1,346,000 tekjuhalla í $600.000 reksturságóða. Skellihlátur kvað við um allan sal ínn á kostnað Mr. Robson, er forsæti.r ráðherrann. svaraði þeirri ásökun hins lib. leiðtoga, að stjórnin hefði komið fjárhagsjöfnuði á reikninga sína á kostnað hinna fátækustu sveitafélaga1. Eór Mr. Bracken um það svöfelldum orðum: “Þetta minnir mig á Rip Van Winkle, sem svaf í 20 ár. Við náð— •um ekki fjárthagsjöfnuði á kostnað Einna fátækari sveitafélaiga. Arum saman höfum við einmitt verið að létta af þeim byrðinni, er á þau hafði verið lögð. Þó er sagan, sem þetta minnti mig á, að því leyti ólik þessu, að Rip Van Winkle mundi þó, er hann vaknaði, það sem skeð hafði áður en hann softiaði, Núverandi stjórn hlóð ekki byrðinni á sveita— félögin. Það gerðu fyrirrennarar hennar. Það sem upphaflega var þjóðræknisskatturinn (patriotic fund levy', hafði farið svo vaxandi, að hann nam $2,250,000, er Bracken— stjórnin tók við. Síðan hefir hann stöðugt minnkað, unz ihann nú er um $1,250,000. — Sami maður (Mr. Robson) á— felldist stjórnina fyrir það að ógreidd ir sveitaskattar næmu $14,000,000. En það er einmitt að kenna sömu stjórninni, er hlóð byrðunum á sveita félögin, og eg nú nefndi. Arið 1915 námu ógreiddir slcattar $6,000,000. Arið áður en Brackenstjórnin tók við, voru þeir komnir í því nær $15,000,— 000! Síðan ihafa þeir þó heldur mitinkað en hitt.” “— Við höfum lækkað skattana á hverju einasta bændabýli í Mani— toba, og á hverri fasteign í fylkinu. Niffnrfærslan nemur heliningi mewa, en tekjuhækkunin af auknum tekju— Iskatti, Ykkur er ckki kiuiiiitgt um játta, cn jað cr satt, cngu síðnr. I i sumiim vcrst stöddn 'hériiðunum iiain niðurfærslan 75%. Þið kunnið aö spyrja, hví nauðsynlegt hafi verið aö setja á nýja skatta. SVarið felst í þeirri staðreynd, að þegar við tókum við, fóru útgjöldin fram úr tekjunum, svo nam $1,500,000 árl. Hefðu tekjur og útgjöld s^aöist á, þá hefðum við tafarlaust lækkað skattana. Við færðum útgjöldin niður um $1,000,— 000, og sögöum að því 'búnu við skattgreiðendur: Það er betri bú— skapur, að losa sig úr skuldum, og við verðum enn að hafa saman I $1.000,000. —” “— Þið hafið hevrt pólitíska and stæðinga okkar segja nýlega: ' Við ætlum að færa skattana niður um $2,000,000, og við ætlum að fram— kvæma meira fyrir ykkur.” — Hugs ið nú rólega um þetta, og sjáum svo, að hvaða niðurstöðu þið komist um búvit þeirra manna, er láta sér ann— að eins um munn fara. Það er eng— inn annar vegur til þess að færa nið ur skatta, en að láta eitthhvað af framkvæmdum bíða, og enginn þeirra. er annað fullyrða, geta nokkru veru legu þar um þokað. Samt segja þeir, að þeir ætli að Iækka skattana, og eyða um leið meira fé. Slíkt fær ekki staðist.” “------Sagt var að kjósendur ættu að fylla flokk liberala, af því að for— ingi þess flokks gæti þá fari'ð til Ottawa og sagt: “Vinur minn og liberal flokksbróðir, Mr. King, líttu nú til okkar í náð !” (Hlátur). Jæja, liberal stjórn hefir nú setið mörg ár við stýrið í Saskatchevvan, og síðustu sex árin hefir liberal stjórn setið að völdum í Ottawa, og samt hefir Ottawastjórnin ekki enn “litið í náð” til náttúrufríðindakröfu Saskatche— wanfylkis. (Hlátur). Mér finnst að bón okkar til Ottawa, ætti að grund— vallast á von um æðri hvatir. Eg vildi mega trúa því, að forsætisráð— herra Canada væri reiðubúinn að láta Manitobafylki ná rétti sínum, án nokkurs tillits til þess, hvern póli— tískan lit þeir bera, er fara til Ott— awa í fríðindaiheimt fyrir fylkið.” — — “Brackenstjórnin verður endur— kosin. Stjórnin býður Winnipegbú- um að senda fulltrúa á ráðstefnur sínar. Við höfum skift sanngjarn— lega við Winnipegborg, þótt hún hafi aðeins sent oss einn mann á þing.—- Þetta er sannleikur, þrátt fyrir allt sem andstæðingar okkar segja. Með þessu fundarhaldi skorum við á Winnipegbúa, að taka höndum sam— an við stjórnina um að efna til ráðs mennsku, sem hvorki viðurkennir sér staklega borg né byiggð; norður né suður; kynflokk né kirkjudeild, né stéttarhagsmuni, heldur hefir aðeins eina hugsjón að niarki: gengi og gæfu Manitobafylkis í heild sinni.” * í * * A miðvikudaginn var bauð Hveiti samlag Manitoba ýmsum starfsmönn um þeirra blaða í Winnipeg, er eigi ertt gefin út á enska tungu, til há— degisverðar á St. Oharles Hotel. Frú. íslenzku blöðunum, Lögbergi og Heimskringlu, voru báðir ritstjór— arnir, Mr. Einar P. Jónsson og Mr. Sigfús Halldórs' frá Höfnutn. Mr. McLeod bauð gestina velkomna. Auk forseta KfaUitoltasamlagsins, Mr. Burnell, töluðu þarna formenn Al— berta og Saskatchewan samlaganna, Mr. McPhaiI frá Elfros og Mr. W. H. Wood frá Alberta. Var það vert eftirtektar, að þeim bar öllurn saman um, að “útlendu” blöðin (þeir notuðu ekki það orð) hefðu yfirleitt unnið samlögunttm drjúgum betur og sýnt rneiri skilning á starfi þeirra, en hin enskrituðu blöð. Aldursforseti blaðamanna, Mr. Dahl, ritstjóri "Norröna”. hafði orð fyrir blöðun- um, og gaf þá eðlilegu skýrinigu, að' flestir viðstaddir væru uppaldir við reynslu samvinnunnar fyrir augum. og þvi lausir við allar kreddur og hindurvitnatrú gagnvart henni. — Mr. Thomassen, auglýsingastjóri santlaganna skýrði frá því, að við— staddir blaðantenn næðu til 400,000 lesenda gegnuin blöð sín, og til ntik— ils hluta af þeim fjölda næðu ensk— rituð blöö ekki, eða að litlu leyti aðeins. Erlendar fréttir Stórbretaland. Þaðan reka hver stórtíðindin önn- ur upp á síðkastið. Fyrst verkfalls- lögin, sem ógurlegasta orrahriö hefir staðið um, en sem ekki er fyllilega útkljáð um ennþá. Þá aðförin á hendur Sovietfulltrúanum í London, og utnboðsverzluninni rússnesku, Ar- cos, og að síðustu rimntan viö Egypta. Það er alkunnugt, að litil vinátta er með Rússum og ráðuneyti Bald— wins á Englandi, og einnig, að Rúss- ar eigi ekki innilegri hatursmenn, en allra íhaldssömustu ráðherrana, t. d. Winston Churchill, Amery og sér- staklega Sir William Joynson-Hicks. Um miðjan þennan 'ntánuð réðist lög regluliðið frá Scotland Yard inn í 'byggingu þá, er fulltrúi Sovietstjórn- arinnar, Rosengolz, hefir aðsetur í með sveit sinni. 1 söniu byggingunni hefir Arcos, umiboðsverzlun allra rúss/neskra kaupfélaga á Englandi, aðsetur sitt. Lagði lögreglan þegar löghald á öll skjöl í byggingunni, rannsakaði alla starfsmenn ttmboðs- verzlunarinnar, nær 1000 manns^ Rússa og Englendinga, innan klæða sent utan, frá ihvirfli til ilja, konur sem karla, og ráku þá síöan úr bygg ingunni. Síðan leitaði lögreglan ttm allt húsið; safnaði sarnan öllurn bók unt og skjöhtm og flutti á lögr-eglu— stöðvarnar; sprengdi upp skrifborð, hirzlur aðrar og eldtrausta skápa, og tóku einnig allt þaðan. Stóð þetta yfir hátt á annan dag. Þetta ' þóttu furðulegar fréttir og stórar, þvi enda þótt Rússarnir væru ekki vel séðir -af stjórninni, þá hafði þó Mr. Rosengoiz fengið viðurkenn- ingu fyrir þvi, að hann og aðstoð— armenn hans nytu sömu réttinda og undanþágu undan l'tndslögum, sem tíðkast í öllum lönditm um sendi— sveitir erlendra rtkja. Mótmælti Rosengolz tafarlíust þesstt athæfi við brezku stjórnina, en auðvitað árang- urslaust. — Stjórnarandstæðingar gerðu þegar' fyrirspurn unt þetta í þinginu, og varð Joynson-Hicks inn- anríkisráðherra, fyrir svörum af hálfu stjórnarinnar. Kvað hann þessa ihúsleit véra gerða að sínu undirlagi, ,og væri orsökin sú, að lögreglan hefði skýrt sér frá því, að henni hefðu bor ist svo sterkar líkur fyrir því, að viss skjöl, er horfið hefðu úr vörzl- um hermálaráðuneytisins, væru nið— urkomin hjá Arcos, að hún æskti eftir rannsóknarleyfi. Kvaðst hann hafa veitt það, er hann hefði athug- að þau gögn, er lögreglan hafði fram að leggja. Varð hann þó að játa, að skjöl þessi hefðu ekki fund- ist. Varð nú hin ákafasta rimma um þetta t þinginu, milli stjórnarinnar og andstæðinga hennar, og hafði J. R. Clynes orð fyrir verkamannaflokkn utit, í fjarveru Ramsay ölacDonald. er legið hefir veikur undanfarið i Philadelphia. — Hafði stjórnin sér það til afsökunar, að þótt þessi skjöl heföu ekki fundist (er Joynson-Hicks var þó sannfærður um fyrir sitt leyti, að Rússarnir vissu eitthvað unt), þá hefði þó í skjalasafni' Sovietfulltrú- ans og Arcos fundist nægar sannanir fyrir því, að Sovietstjórnin héldi uppi ósleitilegri fylgisöflun fvrir kornni— únistastefnuna og launæsingum til landráða, bæði á Englandi og í sam- veldinu brezka yfirleitt, að þær sann anir réttlættu fyllilega húsleitina. — Þegar rimman í þinginu hafði staðið nokkra daga, tilkynnti Bretastjórn, Mr. Rosengiolz, að hann yrði að vera á burtu úr Bretaveldi innan sex vikna, með allt sitt lið, enda væri öllu stjórnmálasambandi við Rússa þeg- ar slitið. Þó gat Baldwin forsætisráð herra þess opinberlega, að verzlunar- viðskifti myndu eftir sem áður geta átt sér stað milli Iandanna. En Rúss ar hafa vitanlega tekið óstinnt í það, og er nú fullur fjandskapur milli stjórnarvaldanna, þótt hvorugttr hafi sagt hinurn stríð á hendur, og ekki líklegt, að til þess konti eins og enn horfir við. Nýlega báru svo conservatívar fratn traustsyfirlysingn í parlament- inu til stjórnarinnar, sem þakklæti fyrir þessar aðgerðir, var hún satu þykkt með 367 atkvæðum gegn 118. Nokkrutu klukkustundum síðar var svo á formlegan hátt slitið diplomat— isku sambandi milli ríkjanna, og Mr. Rosengolz gefinn tiu daga frestur til þess að komast með allt sitt á brott af Englandi. Mr. Rosengolz bjóst hið skjótasta, en áður en hann færi á burtu, gaf hann út opinbera yfirlýs— ingu, þess efnis, að öll skjöl, er brezka stjórnin hefði birt setu sak— næm. og finnast hefðu átt í skjala— safni rússnesku sendisveitanna, væru “fölsuð”. Bandaríkin láta sér frekar fátt finnast ttm þær uppgötvanir, er ibrezka stjórnin hefir "gert t þessu sl jalasafni, um fylgisöflun Rússa í Bandaríkjununi. Va/r hásknf egasfa skjalið, skrá með 15 nöfnum, alger— lega óþekktra manna og kvenna, sent Bandaríkjunum finnst ekki sérlega ægileg. * Heilsufræðslan. A ntánudaginn hófst fræðsluvika hér i Winnipeg, sem hlutaðeigendur ihafa beðið Heimskringlu að geta um. Er þessari fræðsluviku svo varið, að hlaðið verður sérlega fúslega við þeirri lie/ðni Heilsufélag Winnipegborgar (Win nipeg Health Leagtie) gengst fyrir fræðslu þessari. Var samskonar fræðsluvika haldin nýlega : Toronto ^ við afarmikla aðsókn. Er þar skýrt frá sótt— og smitunarvörnutn, aðal— | lega ráðstöfun gegn kynsjúkdónta bölintt. Var lokið hinu mesta lofs— orði á þessa fræðsluviku, af fulltrú— um allra stétta, lærðra sem leikra, fátækari, sem ríkari. Fræðsla þessi, sern er hin fyrsta sinnar tegundar í Vestur—Canada, er með mÖrgu móti: kvik— og skugga— rnyndir sýndar; afar greinilegar vax— myncfir, sem fengnar hafa verið frá París; fvrirlestrar haldnir og bæk— lingum dreift út. Ræðumenn verða meðal annars Dr. Gordon Bates,- frá Toronto, allsherjarritari heilbrigðis— ráðs Canada; Miss Hewson, ritari heilibrigðisftllags Ontariofvík’s; Dr. H. S. Thomson frá Toronto, nafn— kenndur ræðuskörungur, sem hér er á vegutu tannlæknafélags Manitoba— fylkis, og auk þess sérfræðingar héðan úr borginni, nienn af öllum stéttum. Fræðslan fer fram t hin— um gamla danssal Alexandra hótels— ins, 6.—11. júni, sýningar daglega frá hádegi til kl. 10 stðdegis; fyrstu þrjá dagana fvrir karlmenn eitv- göngu, síðustu þrjá dagana fyrir konur eingöngu. Enginn aðgangur fyrir unglinga innan 16 ára. Hve þýðingarmkið atriði þetta er, sést ljósast af utnmælum hins heims- fræga fræðintanns, J. Arthur Thom- son. prófessors í sagnfræði við Aber— deen háskólann á Skotlandi. Kemst hann svo að orði í ritgerð um mann- félagsheilbrigði: “Mörgum virðist það háskalegt framtaksleysi nú á tímum, að láta ungt fólk alast upp, án þess að veiti því ákveðnari fræðsht tttn lögmál heilsu og hagsældar. Til þessara lögmála líkanta og sálar hljóta einn- ig að teljast allar staðreyndir, er að kynferði lúta, þótt auðvitað megi aldrei einangra þær frá allsherjar- heilbrigðinni. Aldrei hefir brýnni þörf verið á Tíffræðiskennslu í skólum, ekki ein- ungis gagngerðri og tímabayri líf- eðlisfræðslu, heldur einnig utn slik— ar hugmyndir, sem vöxt, þroska, á- vanamyndun o. s. frv.. Ef blóm- knappar erfða vorra eiga að springa svo út, sem æskilegt er, þá verðum vér að sjá oss sjálfunt fyrir setn ítar legastri þekkingu á lífinu. ----------x----------- Slys. Það hroða slys vildi til á Gimli á laugardaginn var, að ungur maður, Halldór Hólm, sonur Magnúsar heit ins Hólnt og konu hans, lenti í sögun arvél svo háskalega, að vinstri hand- legginn tók því nær af upp við öxl, en tvíbrotnaði hægri handleggurinn. Var farið hteð hinn slasaða þegar utn nóttina til Winnipeg, og tekinn af honum handleggurinn þar. Er þetta því sorglegra, sent þessi tvítugi piltur' var aðalfyrirvinna ekkjunnar tnóð- ur sinnar. ----------x---------— Haraldur Sveinbjarnar* son. Hingað kom í fyrri viku, frá há— skóla South Carolina, hinn góðkunni Ieikfimis— og íþróttakennari,1 PTar— aldur Sveinbjarnarson. Hefir íþrótta milliþinganefnd Þjóðræknisfélags- ins, gengist fyrir komu hans hingað, sem kunnugt er, til þess að glæða áhuga Islendinga fyrir glímu og t- þróttum. Gekkst nefndin fyrir því, að honum var fagnað í gærkvöldi, yfir kvöldverði, á Grange Hotel. — Stýrði formaður milliþinganefndar- Innar, Mr. Sigfús Halldórs frá Höfnuni, samsætinu; ávarpaði heið ursgestinn nokkrum orðurn og bauð hann velkominn. Auk þess færðu heiðursgestinum árnaðaróskir, Grett ir Jóhannsson, Arni Bggertson, Dr. Baldur H. Olson, Dr. Agúst Blöndal, S. Melsted, Th. E. Thorsteinson, J. J. Santson, J. W. Jóhannsson, Einar P. Jónsson ritstjóri, Frank Fredrick— son, W. J. Líndal lögmaður og Mr. Arthur Morrison, umsjónarmaður leikvalla í Winnipeg og formaður í— þróttafélags Manitoba. — Heiðurs- gesturinn þakkaði og fór nokkrum orðum um nauðsyn almennrar líkanis þjálfunar. — Var síðan gengið und an borðum og var enn snemmt á vöku, að nú er kallað, enda voru allir sammála urn, að þetta hefði ver ið óvenjulega skemtilegt samsæti og blátt áfram. Að samsætið fór svo vel fram, var mest að þakka félögum og stjórnar - nefnd Sleipnis, er fjölmenntu á fagn aðinn. Þó gátu hvorki forseti né varaforseti, Mr. Jack Snydal og Mr. Guðnt. Gíslason, verið viðstaddir, þurftu úr bænum. — “Sleipnir” er nú þrevetur. Er ó- hætt að segja, aT5 hann á tilveru sína | fvrst og fremst að þakka hinutn á— gæta dreng og íþróttamanni Frank Fredrickson, er skrifaði ágæta hvatn Framh. á 8 blsl Þingmannsefni Framsóknar. I GIMLI KJORDÆMI. M. h INGALDSON. Mr. Ingaldson er maður svo vel kunnur kjósendum og altuenningi í kjördæmi sinu, bæði að ætterni og starfsemi, að það væri að bera í bakkafullan Iækinn, að fjölvrða um það. Fyrir aðra lesendur, sem eigi eru eins kunnugir, en þykir gaman að fylgjast með ntönnum og málefn um í kosningum, skal stuttlega drepið á hið helzta. g ’Mr. I. Ingaldson er sonur merkis— bóndans Tryggva Ingjaldssonar og Hólmfríðar konu hatts, er búsett eru við Framnes, Man. Bæði eru þau hjón þingevsk að ætt, og mun 1'ryggvi hafa alist upp að nokkru leyti með Sigurjóni heitnum á Laxa- mýri, hinunt þjóðfræga búhöldi og dugnaðarmanni, föður Jónhanns skálds. — Er ekki ólíklegt, að frá þvjf heimili hafi Tryggva Ingjaldssyni að nokkru leyti runnið sá framúr— skarandi dugnaður og framtakssemi, sem hefir jafnan einkennt hann, og gert hann að einum helzta forystu— manni um margt, rneðal sveitunga sinna, bæði í sveitarstjórn og öðru, sérstaklega t þvi, er lýtur að verk— leguni framkvæmdum. Þessunt dugnaði og ósérhlífni hef— ir samyi Ausamlega verið ifkilað í hendur Mr. I. Itigaldson, af foreldr- um hans. Hefir Mr. Ingaldson, eins og Heimskringla hefir áður getið um mjög fenigist við opinber störf fyrir samsveitunga stna, þótt hann sé enn ungur ntaður Hefir hann jafnan látið sér sérstaklega hugað um sam- vinnuntálin, og er óhætt að reiða sig á það, að svo muni hann gera utan héraðs sem innan. — Hvíltka tiltrú Mr. Ingaldson hefir haft nteðal sveit unga sinna, ntá á því bezt sjá, að hann hefir verið sveitarskrifari i mörg ár; kosinn verzlunarstjóri Kaup félags Arbyrginga; stýrir rjómabúi Arbyrginga og hefir gert það svo, að sú stofnun hefir getið sér hinn bezta orðstir. Má vfirleitt um starfs feril Mr. Ingaldson segja, að hann er bezta sonnunin fyrir því, að það fylkiskjördænti er sendir hann á þing. hefir þar með búið vel t sinn hag. Og einmitt bændunt og frant- sóknarstefnu þeirra hefir aldrei ver— ið brýnni þörf en nú, á jafnótrauð— unt framtaksmönnum og Mr. I. Ing— aldson. ----------x---------- Messa og fundur, í Arborg á sunnudaginn kemur, 12. þ. m., kl 2 e. h. — í santkomuhúst bæjarins. Mikilsvarðandi ntál ligg— ur fyrir fundi, og allir styrktarmenn Santbandssafnaðar í Arborg beðnir að sækja fundinn. Prédikun flytur sr. Rögnv. Pétursson. I urnboði safnaðarnefndar. S. E. BJÖRNSSON forseti. ''

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.