Heimskringla - 29.06.1927, Blaðsíða 7

Heimskringla - 29.06.1927, Blaðsíða 7
WINNIPEG 29. JtJNÍ 1927. HEIMSKHIN G L A 7. BLAÐSÍÐA. OH “Dominion Business College’7 j Sigur ritvélarinnar j er jafn furSulegur, sem hann er órhótstæðilegur á hinum öSrum sviðum verzlunarnámsins. o I fimtán ár hefir The Dominion Busineiss College sveigt alla s'ina orhu í þá átt, a’ö undinbúa hundru'ö ungra manjna og kvenna í Winnipeg og Vestur-Canada fyrir hinar beztu skrifstofustööur sem fáanlegar eru. Svo vel hefir “DOMINION” skólanum heppnast þetta, aö vinnuvekendur flokka' nú alla umsækjendur sína niöur i tvær sveitir------þá sem hafa notiö “D0MIN10N”-tilsagnar og íhina, sem eklki hafa tileinkaö sér þann heiöur. POMINJON | David Cooper, forseti. j 301-2 New ENDERTON BLDG. (Næst Eaton’) j WINNIPEG | ^nmm omm-ommo-^motmmo-^mo-^mo-^mo-^mommo-^momm: (Frh. frá 3 bls.) SEXTÍU ÁRA RÍKISAFMÆLI CANADA. lands. — Landamæri voru ákveö— in og lagt undir Canada allt hiö mikla landflæmi, er Frakkar höföu áöur helgað sér vestur aö Missis- sippifljóti og suöur að Ohiofljóti. — En landamæri í þá tið voru hreyfan legur hlutur og urðu þessi ákvæði skjótt dauð >r 'bckstafu*'. Strand— fylkin er voru að mestu leyti ensk, og höfðu hvort um sig sína sérstöku stjórn, voru undanskilin þessum lögum. Ekki var gert ráð fyrir þingi eða almennri þátttöku landsmanná í stjórnarfarinu. Allmikil áhrif á samning Quebeclaganna höfðu hreyf ingar þær, er þá voru að gerast til fullkomnari sjálfstjórnar í Nýja Eng landi og Virginia; en þó einkum að iþvi er snerti landamæraákvæðið. 'Þóttust brezkir stjórnmálamenn koma með þeim í veg fýrir að nýlendur þessar færðu út ríki sitt, og með því hafa þær frernur í hendi sér. En allt fór það á annan veg. Hinn 19. apríl 1775 hófst Frelsis— stríð Bandaríkjanna, með orustunum við Lexington og Concord. Stóð það yfir í átta ár og lauk meíi friðar- samningunum i París 3. sept. 1783. Við samningana voru fyrir hönd Bandarikjanna Benjamin Franklin, John Jay, John Adams og Henry Laurens. Aðalmaður fyrir hönd Breta var Riohard Oswald. Við samningana kom margt til greina, auk þess að viðurkennt var algert sjálf— stæði nýlendanna. Fyrst og fremst var ag ákveða landamæri og rétt til fiskiveiða. Haldið var því fram af hálfu Bandaríkjamanna, að þeim bæri að fá allan Canada í skaðabætur og til skuldalúkninga. Inn á það vildu Bretar ekki ganga, en fyrir lempni Franklins lauk þvt svo, að landamæri voru áikveðin þau sem nú eru og upphaflega höfðu veriö, áö— ur en Quebeclögin voru saniin. Um rétt til fiskiveiða og einkutn fiski— þurkunar var deilt. Fylgdi Adams kröfu þeirri mjög eindregið og var hún að lokum veitt. Þá kom til um— tals aö bæta þeint, er haldig höfðu fast við England meðan á ófriðnum stóð, hinum svonefndu Loyalistum, eignamissi, er þeir höfðu beðið, er :bú þeirra voru gerð upptæk. Eyddi Fránklin því máli sem hann gat. Lauk því svo, að því var vísað til rkjanna sjálfra, og hverju áskilið aö bæta sinum fyrv. þegnum upp þann skaða, er þeir hefðu beðið. Var það sama seni engin úrlausn og sáu Bret— ar það. En heldur en að láta Can— ada af hendi, gengu þeir aö þessu, meö það í huga að launa sjálfir fólki þessu hollustuna við sig. Eftir orustuna við Yorktown 1781, er séð var fyrir um lok stríðsins og sigur nýlendumanna, haföi fjöldi af þessum Loyalistum flutt sig búferl— urn til Canada. Settust sumir að i Nðw Brunswick, en langfilesltir á skaganum milli Ontario og Erie vatna. Áöur en friðarsamninigarnar voru undirritaðir, er gizkað á að um 5000 manns hafi verið seztir að á þessum síðarnefndu stöðvum. — Fjöldi bættist viö eftir þaö. Yfir 40,000 manns fluttist þangaö á ár— unum, 1783 til 1790. Tók nú brezka stjórnin þá að sér, fékk þeim land og aúk þess styrkti þá með fjárveitingu, er nam rúmum fjórum miljónum sterlingspunda. Er haft eftir einurn Bandaríkjamanni þeirra tíma, að IhoMustan hafi dregið hálft hlass en sterlingspundið hollustuna og hlass— ið norður yfir Niagarafljót. En hvað sem því leið, var fólk þetta hinir á- • kjósanleg'ustu innflytjendur. Byggð— in var nefnd Ontario, eftir Ontario- vatni. Með innflutningi þessum kom þag strax i ljós, að ekki gat fólk þetta unað Quebeclögunum. Það var vant meira frelsi en þau gerðu ráð fyrir, mælti á aðra tungu og fylgdi öðrum sið. Var það flest Presbyteratrúar eða tilheyrandi ensku kirkjunni. — Rak nú nauð til að veita þvi einhverja réttarbót; samdi því brezka parlia— mentið hin svonefndu stjórnarskrár— 3ög (Constitutional Act) 1791, skifti Canada við Ottawafljótið í tvö fylki, Efri— og Neðri—Canada, og skipaði sérstaka stjórn 5 hvoru fylki fyrir sig. Neöri Canada, eða Quebec, er var að mestu leyti franskt, hélt sin— um fornu lögum; Efri Canada fékk nýja stjórnarskrá, samda eftir brezk um lögum, en. ekki þótti hún full— nægjandi. Var frelsi manna of tak— markað og almenningur litlu ráðandi. Eyddust nær 50 ár í stjórnmálaþras og höfðu nýlendumenn smám saman sitt fram. Ahugaefni fylkjanna voru sitt með hvoru móti: Frökkum var mest hugað um að efla þjóðernislegt sjálfstæði sitt, og hafa stjórnartaum ana í sín.um höndum; lýðveldisskoð— anir geröu lítið vart við sig hjá •þeim og geröu þeim ekkert ónæði. Þeir voru ánægðir með einveldis— fyrirkomúlag í stjórnarfari svo lengi sem þeir réöu stjórninni. Ontario— búar vildu aftur á móti sníöa stjórn— arfyrirkomulag sitt sem mest eftir þvi sem tíðkaðist í nýlendunum syðra og þeir höfðu vanist. Heimtuðu þeir almennan atkvæðisrétt, löggjafarþing er úrskurðarvald hefði yfir öllum sérmálum nýlendunnar. Þá vildu þeir og fá að skipa embættismenn sína sjálfir. Þóttu kröfur þessar fullfrek ar, en fremur en. í óefni færi slákaði stjórnin til smám saman. Árið 1812 sló í ófrið með Banda— ríkjamönnum og Bretum. Deilurnar er því ollu, áttu aðallega rót sína að rekja til Napoleönsku styrjaldarinn— ar. Drógust canadisku nýlendurnar í ófriðinn. — Fannst Bandaríkja- mönnum sér vera meö þessu gefið tilefni til þess að leggja landið undir sig; héldu því með her norður yfir landamærin. Veitti ýms . um betur. Aðal orustuvöllurinn. varð suðurskagi Ontario; voru margar or ustur háðar þar og á stórvötnunum og upp með Niagarafljótinu. Arangur varð þó engnnn af orustum þessum, annar en sá, aö draga hugi Ontariö manna meira saman, og fjailægja þá þeirri hugsun að vilja sameinast Bandaríkjunum. Að loknum ófriðn um stóðu landamæri eins og verið ihöfðu. First Draft of Confederation Pact Facsimile of portion of Sir John A. Macdonald’s first rough draft of the British North America Act. Ontario hét William Lyon McKenzie, en í Quebec, Louis Joseph Papineau, Gerðust tíðindi þessi á fyrsta ríkis— stjórnarári Victoriu drottningar, 1837. Þó eigi væri alveg sami til— gangur í báðum fylkjunum með veittar þungar átölur heima af stjórn inni, svo að hann sagði af sér eftir rúma fimm mánaða veru hér í landi og sigldi heim aftur. Eftir að heim kom, samdi hann og Neðra Canada ári seinna, 1840. Var nú sett eitt þing fyrir bæði fylk in, með jafnri fulltrúatölu frá hvoru. Landstjóri var skipaður Syden— ham lávarður og sendur til nýlend— unnar með þessa stjórnarlxit. En aldur hans varð skernri en ætlað var, þvi ári síðar andaðist hann, áöur en breytingarnar höfðu fyllilega komist >á. Bót var þetta frá þvi sem var, þó eigi fullnægjandi. Frakkar voru óánægðir og tortr.yggðu lxtntkilagið. Umbótaflokki Ontario þótti of skamt farið. Sat þó við þetta fram að 1849. Landstjóri var þá El'gin lá— varður. Það ár var samþykkt að greiða skaðafoætur þeim, setu fyrir eignatapi höfðu orðið í “uppreist— inni” 1837 og orðið fyrir fjárnámi af hendi hinna ríkissinnuðu og stjórn arinnar. Lýsti landstjóri því yfir, að þingið hefði algert úrskurðarvald í þessu máli og ritaði því undir frumvarpið. Gerðu hinir íhaldssam— ari mikið veður út af þessu, og kváðu fjárveitingu þessa eigi annað en “landráðalaun”. Æstu þeir til upp— hlaups í Montreal. var eldur lagður þinghúsið og það brennt til kaldra kola. Ráðist var á Elgin lávarð, eti hann sat við sinn. keip. Hjaönaði gauragangur þessi niður eftir nokk— urn tíma, en spor hafði verið stí'gt— ið áfram, og þingið öðlast myndug— leika, er það hafði ekki áður h’aft. Við þafí5 sat ofan aö árinu 1865. Á þessum tímum, sem nú hefir ver— ið skýrt frá, tók iandið stórkost— legum framförum í iðnaði og verzlun. Arið 1854 gerði Elgin lávarður verzlunarsamning vi^f Bandatríkin, hinn 9vonefnda “'gagnskiftasamn— ing” (Reciprocity treaty), er leyfði frjálsa verzlun milli landanna, til ó— metanlegs hagnaðar fyrir Canada. Allur .tollur var afnuminn og gátu nýlendumenn sent varning sinn suð— ur og fengu hæsta verð fyrtr, en fengið aftur þá vöru, sem þá helzt vanha'gaði um. Kom þeim þetta að góðu haldi, því áfrið 1861 skall hið mikla borgarastríð á í Bandaríkj-*- unum, er nefnt hefir verið “Þræla— stríð”. Urðu þá allir aðflutningar frá Evrópu óvissir og valt á þá að treysta, en hentugt að geta keypt allan sinn varning með sæmilegum kjörum svo að segja heima. Þá óx líka eftirspurn eftir allri canadiskri skýrslu um ástandið í nýlendunum, uppreistinni, voru tildrögin að mestu bar fram tillögur, er víðtækari áhrif i leyti hin sömu. Fyrir Frökkum og hafa haft á stjómmálasögu Canada, I vöru, svo aö á árunutn, setn stríðiS en allt sem þangað til hafði verið rit stóð yfir, marigfaldaðist magn út- að eða ráðgert. Er hann eiginlega fluttrar vöru sem svaraði 300%. Papineau vakti algerður aðskilnaður við brezka ríkið og stofnun lýðveldis, PRIME MINISTERS SINCE CONFEDERATION DH í EF ÞU ATTKUNNINGJA f I A ÆTTLANDINU FarseSlar fram nftar til allra staða í veröldinni j j SEM ÞIG LANGAR TIL AÐ HJÁLPA TIL AÐ KOMAST VESTUR HINGAÐ, KOMDU OG TALAÐU VIÐ OSS. VJER GETUM GERT ALLAR RÁÐ STAFANIR því VIÐVÍKJANDI Alloway & Champion, járnbraut-agentar 607 Main Strcet, WlnnipeRr. (Sfmi: 3« S«l) UMBOÐSMENN allre SKIPAFÉLAGA e?Sa gnfiifi jtfiir til hvnfta n^entH »em er | Qanadjan |\J ATIONAL j 1 t. Hon. ALEXANDER MACKENZIE— Nov. 7, 1873 to Oct. 16, 1878. 2. Hon. SIR J. J. C. ABBOTT— June 16, 1891 to Dec. 5, 1892. 3. Hon. SIR JOHN THOMPSON— Dec. 5, 1892 to Dec. 12, 1894. 4. Hon. SIR MACKENZIE BOWELL—. . DeF 2Í’ 1894 to April 27, 1896. 5. SIR CHARLES TUPPER, Bart.— . May lst, 1896 to July 8, 1896. 6. Right Hon. SIR ROBERT BORDEN_ Oct 10, 1911 to July 10, 1920. 7. Right Hon. SIR JOHN A. MACDONALD— Juiy 1, 1867 to Nov. 6, 1873 and Oct. 17. 1878 to June 6, 1891. 8. Right Hon. WM. LYON MACKENZTE KING, C.M.G.- Dec. 29, 1921 to June 29, 1926, and / Scpt. 25, 1926 to present. 9. Right Hon. ARTHUR MEIGHEN— July 10. 1920 to Dec. 29, 1921, and June 29, 1926 to Sept. 25. 1926. 10. Right Hon. SIR WILFRID LAURIER— July 11, 1896 to Oct 6, 1911. J Meðan á ófriðnum stóð lágu allar stjórnmáladeilur niðri, en vöknuðu sikjótt aftur eftir að stríðinu lauk. — Aðal óánægjan stafaði út af skipun embættismannastéttarinnar, er öll virt ist skipuð úr hópi landeigna og stór- eignamanna, er voru innbyrðis tengdir eða venzlaðir hver öðrum á einhvern bátt. Mátti nieð sanni segja, að nokkrar ættir í landinu réðu lögum og lofum. Var þessi innlenda höfð ingjastjórn nefnd einu nafni “Family Compact”. Kvartanir urðu háværar gegn þessum yfirgangi, og er stjórn in daúfiheyrðist, var gripið til vopna. Aðalferingi uppreisnarflokksins i en fyrir McKenzie að brjóta höfð— ingjaklíkuna á bak aftur og koma á alþýðlegri stjórn í samræmi við þarfir og kröfur fólksins. Uppþot þessi báru þann árangur, að árið eftir, 1838, sendi brezka stjórnin Durham lávarð til Canada sem landstjóra. Var hann beðinn að rannsaka mál uppreistarmanna, or— sakir til óánægjunnar, og fengið fullt umboð til að fara með þessar sakir er ihonum sýndist sanngjarnast. Strax og hann kom, tók hann til starfa. I stað þess að hegna uppreistarmönnum rak hann fyrírliðana úr landi. Fyrir þessar tiltektir, er gerðalr voru í sátta og miðlunarskyni, voru honum höfundur fylkjasambandsins, því þó tillögur hans væru ekki allar teknar undireins til greina, breytti hann al— gerlega afstööu stjórnarinnar gagn— vart landinu. I skýrslunni leggur hann til að Efra og Neðra Canada sé strax sameinaö i eitt ríki undir rikisstjóra og þingbundinni stjórn, meö það markmið framuntlan, aö allur hinn brezki hluti Noröur Ame— ríku verði sameinaður í eitt ríki, er svo sé fengið fullt sjálfsforræði, og umlwð yfir öllum sínum málum, hvort aðlútandi eru réttarfari, verzl un eða stjórnarskipun. Þótti þetta oflangt gengið, en þó varð það úr að brezka stjórnin sameinaði Efra Verð steig á allri matvöru, og fé streymdi inn í landið. A þessu fimtíu ára tímabili, hafði influtningur aukisí svo að ó— trúlegt niátti virðast. Um 1800 var íbúatala Ontario 80,000 hvítra manna; 1824 150,000, en 1861 1.396,091. I Quebec var fólksfjöldinn lítið eitt minni. Ur rúmum 80,000 1763, var íbúatalan orðin 1,11)0.000 1861. Var sjáanlegt að komið var að tímamót— um, er landig tæki enn meiri fram— förum og heimti þau réttindi er fullvalda ríki læra. Og þær breyt-^ ingar stóðu fyrir dyrum. Arið 1864 var því hreyft innan Strandfylkj— (Frh. á 8. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.