Heimskringla - 13.07.1927, Blaðsíða 7

Heimskringla - 13.07.1927, Blaðsíða 7
I WINNIPEG 13. JtlLl 1927. HEIMSKRINQLA 7. BLAÐSÍÐA- / “Viltu þá ekki gera það strax, sagði Davie alvarlegur. Hann varð að beita öllum kjarki sín- um til þess að gera rödd sína og augnatillit hræðslulaust, svo hinn sæi ekki móta fyrir skelf- ingu þeirri, er í huga hans bjó. Pétur lyfti skammbyssunni og miðaði. — Einn, tveir, þrír, taldi Pétur með sjálfum sér ósjálfrátt — en ekkert skot kom. “En skjóttu nú, maður!” hróp aði Davie og sýndi nú æsingu sína í fyrsta skifti. “Skjóttu! Eg er ekki einn af þeim, sem betla um líf sitt, en flýttu þér!” Pétur lét skammbyssuna siga og horfði óákveðinn á Davie. — Ef hinn hefði vlerið vopnaður, eða þeir hefðu skifzt á reiðiorð- um, hefði hann eflaust skotið. En að skjóta og drepa jafn- kjarkgóðan mann og þenna, það gat hann ekki. Allt í einu fór Davie að hlæja hátt, og skrifaði undir dauða- dóm sinn á þann hátt. , “Þig virðist ekki langa til að drepa mig!” sagði hann, máske til þess að koma Pétri til að framkvæma áform sitt strax. En hafi þetta verið ætlun hans, þá rættist hún ekki. Pétur lagði skammbyssuna frá sér. Eg er ekki svo tilfinningalaus að geta skotið varnartausa manneskju,” sagði hann og sneri sér burt. Davie hló hátt, ósjálfrátt, og gekk til dyra. “Ertu brjálaður, maður? Að fara út í þetta veður, er að fara út til að deyja,” sagði Pétur: hann gleymdi eitt augnablik ó- vináttunni. “Ó — eg skal ekki fara, ef þú getur þolað nærveru mína þangað til veðrið batnar,” sagði Davie rólegur. “Eg verð líklega að gera það, svaraði Pétur hikandi. Og Da- vie settist og fór að taka af sér frosriu vetlingana, sem hann hefði átt að gera um leið og hann kom inn. Þá varð Tiann þess var að fingumir á hægri hendi voru tilfinningarlausir. Og þegar hann var búinn að losast við vetlingana, sá hann að þeir voru frosnir. Hann tautaði reiður: “Maður sem lifir af starfi handa sinna, má ekki við því að missa einn fingur.” “Hvað er að?” spurði Pétur. “Kalinn á höndum.’ “Láttu mig sjá —” og Pétur gekk til hans. Þegar Eann var búinn að skoða hendina, lét hann á sig vetlinga, fór út og sótti handfyíli af snjó. “Hér er snjór,” ’sa’g’ði hann og fór að nugga hendi Davies. Fyrst gerði það ekkert illt; en þegar blóðrásin byrjaði aftur, varð kvölin næstum óþolandi; en Davie sat rólegur á stólnum samt sem áður, á meðan óvin- ur hans gerði allt sem hanni gat til að bjarga hinum dýrmætu fingrum. Að lokum var Pétur búinn með nuddið, og vafði nú bóm- ull og gamalli þurku um hend- ina. Svo gekk hann aftur á bak og horfði ánægður á starf sitt. Davie leit upp. Haitn vissi ekki vel hvernig hann ætti að þakka þessum manni, sem fyrst hótaði að skjóta hann, en bjarg aði svo fingrum hans eins dug- lega og læknir hefði gert. “Eg held við höfum misst all mikið þessi ár,” sagði hann hlæjandi. Pétur leit upp. Á næsta augnabliki rétt hann Davie hendi sína. “Réttu mér hendi þína,” sagði hann. “Þú ert djarfur maður.” ----------x---------- VESTAN UM HAF. (Frh. frá 3 bls.) BúnaSarskólar eru hér aö sönnu, og mætti ætla afi þeir bættu úr þekk ingarskorti manna í þessum efnum; en þeir eru ungir, og því miður allt of illa sóttir, AfleiSiíngin veröur svo, aö landbúnaðurinn hefir liöið stóran hnekki fyrir þekkingarskort. Menn hafa treyst um of á frjósemi jarðarinnar; hafa haft of mikið land til ræktunar, en hvorki unnið það eða hirt sem skyldi . Löndin hafa því viða verið ofþreytt á fám árum; frjóefnin eyðst úr þeim, en engin tiltök að bæta svo stórum lönd um þau efní með áburði. Af þessu leiðir að uppskeran rýrnar árlega, en illgresi eykst að sama skapi. — Þessi er ein orsökin til hnignunar hjá akuryrkjubændum. Það er sama sagan hjá fjöldanum af þeim, sem griparækt stunda. Þeir hafa lagt meiri stund á að fjölgi gripum sem mest, en að bæta kyn— ið og fara vel með gripina. Af því leiðir rýrnun í kyninu og verð- 7all á gripunum. Þessi vankunnátta hefir mörgum á kné komið á síðari árum. A stríðs árunum gekk allt vel. Þá voru bjendavvjrur allar í afjarverði, og lítið fengist um hvernig þær voru að gæðum. Að vísu hækkuðu vinnu laun þá mjög, fyrir mannekluna, en þá voru nægir peningar til að borga með. Lánstraustið var þá nærri takmarkalaust, fyrir þá sem rá<ku 'búnað í stóruni stíl. Landsstjórnin hvatti bændur þá mjög til að auka sem mest framleiðsluna á landbún- aðarafurðum. Þá keyptu margir lönd og stækkuöu bú sin á allan hátt, en skuldirnar þó mest. Marg- ir hugðu glæsilega öld upp runna fyrir landbúnaðinn, sem aldrei mundi taka ‘enda. En svo kom afturkastið um 1920, og næsta ár á eftir. Bændavörur féllu afskaplega i verði. Lánstraust ið þvarr með öllu, og löndin urðu verðlaus. Enginn vildi k^upa lönd eða húseignir, og fáir gátu það, þó þeir hefðu viljað. Þar við bættist uppskeruilyrestur á nokkrum svteö- um og skemmdir af hagli og ryði. Mapgir urðu gjaldþrota, og þó voru fleiri, sem flutu i vrmiausri bar- áttu; því bankar og aðrir skuld- heimtunienn vildu heldur halda þeim við á löndunnm, en að gera hjá þeim þrotabússölu. Það er enn eitt, sem orðið hefir landbúnaði okkar til hnekkis. Það var landnám heimkominna hermanna. Stjórnin hvatti þá mjög til að leggja stund á landbúnað, og gaf þeim betri kjör til landtöku en öðr- um mönnum. Auk þess veitti hún þeini lán í stórum stíl, til að koma upp búnaði. Þessu sstótu margir, og ekki sízt þeir, sem ekkert þekktu á landbúnað. En það heppnaðist illa. Þeir keyptu bústofninn a>farverði, því þá var allt sem dýrast, en úr því féllu allar 'búnaðarafurðir í verði. Afleiðingin varð sú, að flest ir þeirra gengu frá öllu saman eft- ir 2—3 ár, eignalausir og móðlaus- i EF ÞÚ ÁTT KUNNINGJA I í Á ÆTTLANDINU FarseSlar frnm »K aftor tll allra staða í veröldinni SEM ÞIG LANGAR TIL AÐ HJÁLPA TIL AÐ KOMAST VESTUR HINGAÐ, KOMDU OG TALAÐU VIÐ OSS. VJER GETUM GERT ALLAR RÁÐ STAFANIR því VIÐVÍKJANDI Alloway & Champion, járnbraut-agentar | 007 Mnln Street, WlunlpeB. (Slml: 20 801) UMBOÐSMENN allre SKIPAFÉLAGA etln nnflltl ytlnr tll brntln nicentn nem er | Qanadian |NJational )i)«*i)o»i)nvi^<)«M'0^iO i ir. Margir þessara manna voru líka meira eða minna lamaðir eftir hörm ungar striðsins. Sumir þeirra hafa náð sér eftir nokkur ár, en margir eru þeir, sem aldrei verða jafngóðir eftir þá ofraun. Svona var nú ástandið hér fyrir þreniur árum. Meirihluti bænda var stórskuldugur. Sveitarfélögin voru svo illa stödd að allmörg þeirra urðu gjaldþrota. Fylkin- voru í botnlausum skuldum. /Ríkissjóður var á kafi i skuldum. En þrátt fyr- ir það var lánstraust og peninga— gildi ríkisins í allgóðu lagi, því mestar skuldir ríkissjóðs voru við landsmenn sjálfa. Skattar og álög- nr fóru hækkandi með ári hverju, svo að mönnum reis hugur við. — Verzlunin var i mesta ólagi. Þeir sem höfðu næg peningaráð rökuðu saman fé á kostnað alþýðu. Stjórn- arfarið komst meir og meir undir áhrif auðvaldsins, og var þó fullillt áður. Sanihliða verðlæikkun á bænda—, vörum, var verðhækkun mikil á öll- um iðnaðarvörum og jarðyrkjuverk- færum. Vinnulaun lækkuðu ekki, því verkamenn i bæjunum gátu ekki lifað vig lág laun, vegna dýrtíðar- innar. Allar framkvæmdir til um— bóta stöðvuðust. Menn höfðu það eitt í huga að reyna að halda í horf- inu með sem allra minnstum kostn- aði. M.argir yfirgáfu lönd sin og hugðu að bjargast betur á daglauna vinnu, þegar kaupið var svona hátt. En það heppnaðist fáum vel. Það voru svo marg'ir um vinnuna, að skortur varð á atvinnu, nema lítinn tíma af árinu. Bæjarbúar og ein— slippir menn úr sveitunum fluttu í stórhópum suður til Bandarikjanna. Þar var atvinna meiri og betur borg uð. Nokkrir af þeim hafa komið aftur en meirihlutinn hefir ílengst þar, og er þag skaði stór fyrir Can— ada, þvi _ næg eru hér verkefni fyrir margfalt fleira fólk en hér er nú. Þetta hefir að visu lagast mikið þrjú síðustu árin, sérstaklega síð— astliðig ár. Bændur hafa fengið all- góða uppskeru yfirleitt, og verð á landbúnaðarafurðum fer hækkandi 'með ári hverju þótt hægt fari. Auk þess hafa bændur lært að sníða sér betur stakk eftir vexti. Margir voru auðvitað svo efnum búnir, að þeir þoldu skellinn, án þess að safna skuldum, og aðrir nógu framsýnir til þess að draga sanian seglin 5 tima. En þetta sem að framan er ritað, mun eiga heima hjá meirihluta bænda. Þeir sem griparækt stunda, munu ekki eins stórskuldugir. Lönd þeirra voru ekki álitin eins verðmikil, sem veð fyrir lánum. En það þrerngdi mjög að þeim engu að síður, þegar 'gripirnir og afurðir þeirra féllu í verði, þvi fóður á grip og hirðing kostaði þá eins mikið eins og grip- urinn seldist á markaði, og enda meira. Það voru því þeir einir, sem höfðu nægan vinnukraft af skyldu- liði sínu„ sem gátu framfleytt gripa ibúum sér að skaðlausu. Nú eru gripir komnir í sæmilegt verð, og afurðir þeirra, en þó mun öllu til skila haldið að griparækt sé arð- söm, þar sem alla vinnu þarf að kaupa við hirðingu þeirra allt árið. Þá hefir spillt mjög landbúnaðin- um hjá dkkur tollgarður sá, sem Bandarikin hafa hlaðið um sig á síðari árum. Vörur okkar seljast nú lítið þangað, og lágu* 1 verði, en iðnaðarvörur þær, er við höfuni keypt þaðan eru nú i afarverði, vegna tollanna. Þetta nota auðfé- lögin sér, framleiða sömu vöru hér í Canada og selja hana sama verði og Bandaríkjanna að viðbættum toll inum. Eg býst vig að þeim þyki eg nokk- uð svartsýnn, blaðamönnunum hérna. og sumum öðrum, sem afdrei vilja segja neitt héðan, nema það' sem landi og þjóð er til lofs og dýrðar En svo verður að segja hverja sögti sem hún gengur. Landintt verður ekki urn k«nnt. Það eru mistök þeirra, sem á þvi búa, og þeirra sem stjórna því, sem ólaginu valda. LögTétfta.) Frá íslandi Rvík 25. maí. •Sjósókn í Vestmannaeyjum hefir, eins og kunnugt er verið mikil um langt skeiðl og eyjaskeggjar verið Eg leik mér af Því Eg leik mér að því er liður á daginn að hlaupa’ uni í fjörunni fram við sæinn. I frantsækni brimsins er feiknakraftur. Það rótast um sandinn og sogast út aftur. I útsogi brimsins er ekki og grátur, í aðfalli þess er heift og hlátur. En aldrei hrökkva hlekkirnir þungu, er bjöngin leggja á bylgjurnar ungu. Eg hugsa um útsogið alla daga, það er mín eigin æfisaga. Böðvar GuSjónsson frá Hnífsdal. —Vísir. annálaðir sjógarpar, þótt við ramm- an reip sé að draga, þar sem óveðrin eru. Jón Evþórsson veðurfræðingttr hefir skrifað fróðlega grein um sjósókn i Vestmannaeyjum (i Ægi), nt. a. eftir sjósóknarskýrslum Gísla Lárusonar og ein veðurathugunum. Sést það á útreikningum hans, að ekki láta Vestmannaeyingar sér allt fyrir brjósti brenna, en hafa þó kapp með forsjá. Utræðistími er sagður í Eyjurn kl. 5 að morgni í janúar, kl. 4—4.30 í febrúar, kl. 3—3.30 í marz og kl. 2 f. m. í apríl Athug- anar’ sýna það, árin .1925—26, að meðalveðurhæð, þegar allir bátar fara á sjó er 4l/2 vindstig (7—8 metra vindhraði á sekúndu), þegar margir fara um Sl/2 stig (10—11 m.L Fáir fara úr því vindhraðinn er orðinn 6/2 stig 12—13 m.) og engir að jafn aði úr því veðurhæðin er orðin 8J stig. Samt hefir það komið fyrir, að formenn hafa róið í 8—9 st. veð- urhæð. 6 sinnum hefir það komið fyrir bæði árin, að róið hefir verið þegar veðurhæðin var 9 stig kl. 6 að morgni (en þafo hefir aðeins verið athugað 17 sinnum) #g 16 sinnum með 8 stig (en það hefir veríð at- hugað 23 sinnunt). Rvik .1. júní. Hinurn árlega styrk til skálda og listamanna hefir nýlega vlerið tít— hlutað fyrir árið 1927. Upphæðinni 8 þús. kr. hefir verið skift í 12 staði og hafa 4 hlotið 1000 krónur hver, en 8 fengið 500 krónur hver. I fyrra flokkinum eru Jakqib Thor- arensen, Stefán frá Hvftadar, Jón Leifs og Sigurður Skagfeld, en í hinum síðara Sigurjón Friðjónsson, ölina og Herdís Andrésdætur, Eggert Stefánsson, Guðmundur G. Hagalín og Guðm. J. Kristjánsson söngvari. Stúkuöld er nú mikil í Reykjavík. Gengur stöðugt fjöldi fólks í Góð- templarastúkurnar. Fjölmennust er Verðandi, en þá Einingin og hin nýja stúka Dröfn. Rvik 8. júní. “Öðinn”, jan.—júní 1927, er nú bráðum fullprentaður. I honum er meðal annars sagt frá Fríkirkjunni í Reykjavík og Leikfélagi Akureyr- ar, með mörgum mynduni. Séra Fr. Friðriksson heldur áfram æfisögu sinni o .S. frv. : Rvík 15. júní. Chaniberlain utanrikisráðherra lýsti þvií nýlega yfir rrfeífri máVtoíu enska þingsins, að rannsókn yrði haf in útt af sektardómi eins brezks tog- ara (í Vestmannaeyjumb Þýzkir útgerðarmenn hafa einnig ikviartað um meðferð sinna togara í landhelgis dómum. Matthías Þórðarson þjóðminjavörð ur er ,nýkominn heim frá Kaup— mannahöfn. Varð samkotnulag fnilli hans og danska þjóðminjavarðarins um heimflutning ýmsra islenzkra gripa, þar á meðal er hökull Jóns Arasonar og fleiri kirkjugripir. Um ýmsa gripi fékkst samt ekki sam- Innköllunarmenn Heimskringlu I CANADA: Árnes ................ Amaranth.............. Antler................ Árborg ............... Baldur................ Bowsman River......... Bella Bella........... Beckvil’e.........t .. Bifröst .............. Bredenbury ........... Brown................. Churchbridge............. Cypress River......... Ebor Station.......... Elfros................ Framnes............... Foam Lake ............ Gimli................. Glenboro ............. Geysir................ Hayland............... Hecla................. Hnausa................ Húsavík............... Hove.................. Innisfail............. Kandahar ............. Kristnes.............. Keewatin.............. Leslie................ Langruth..............-. Lonely Lake .......... Lundar ............... Mary Hill............. Mozart................ Markerville........... Nes................... Oak Point............. Otto.................. Ocean Falls, B. C. .. Poplar Park........... Piney................... Red Deer.............. Reykjavík............. Swan River............. Stony Hill.......... .. Selkirk............... Siglunes.............. Steep Rock............ Tantallon............. Thornhill........... Víöir................. Vancouver ............ Vogar ................ Winnipegosis.......... Winnipeg Beach .. .. Wynyard............... .......F. Finnbogason .......Björn Þórðarson .........Magnús Tait , .. .. G. O. Einarsson .. .. Sigtr. Sigvaldason .......Halld. Egilsson .........J. F. Leifsson .......Björn Þórðarson . .. Ehríkur Jóhannsson .. Hjálmar Ó. Loftsson .. Thorsteinn J. Gíslason .. .. Magnús Hinriks8on .........Páll Anderson .........Ásm. Johnson . .. J. H. Gnodmundsson .. .. Guðm. Magnússon ....... John Janusson ............B. B. Ólson ............G. J. Oleson .......Tím. Böðvarsson .......Sig. B. Helgason . .. Jóhann K. Johnson .. F. Finnbogason .......John Kernested .......Andrés Skagfeld .. .. Jónas J. HúnfjörO .......F. Kristjánsson .......Rósm. Árnason .........Sam Magnússon .. .. Th. Guðmundsson .. .. ólafur Thorieifsson ........Nikulás Snædal ............Dan. Lindal .. Eiríkur Guðmundsson ....... .... J. F. Finnsson .. .. Jónas J. Húnf jörð ..........Páll E. ísfeld ........Andrés Skagfeld ........Philip Johnson .........J. F. Leifsson ........Sig. Sigurðsson .........S. S. Anderson .......Jónas J. HúnfjörB ........Nlkuláh Snædal .......Halldór Egilsson ........Philip Johnson . .... B. Thorsteinsson .......Guðm. Jónsson .......Nikulás Snæda) .......Guðm. ólafsson .. .. Thorst. J. Gíslason .........Aug. Einarsson Mrs. Valgerður Jósephson .........Guðm. Jónsson .......August Johnson .......John Kernested .......F. Kristjánsson f BANDARÍKJUNUM: Akra, Cavalier og Hensel Blaine................. Bantry................. Chi-cago .. .......... Edinburg............... Garðar ................ Grafton................ Hallson .. ............ Ivanhoe ............... Califomía.............. Milton................. Mountain............... Minneota .............. Minneapolis............ Pembina................ Point Roberts.......... Seattle................ Svold.................. Upham.................. .. Guðm. Einarsson .. St O. Eiríksson .. Sigurður Jónsson .. Sveinb. Árnason . Hannes Björnsson .. S. M. Breiðfjörð .. Mrs. E. Eastman .. Jón K. Einarsson . .. G. A. Dalnmön G. J. Goodmundsson .. .. F. G. Vatnsda) . Hannes Björasson . .. G. A. Dalmann .. .. H. Lárusson Þorbjöm Bjamarson Sigurður Thordarson Hóseas Thorláksson .. Bjöm Sveinsson .. Sigurður Jónsson The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba. P. O. BOX 3105 853 SARGENT AVE. komulag og mun dansk-íslenzka nefnd in gera tillögur um þá á fundi í sum- ar. (Lögrétta.) -----------X----------- Akureyri 9. júní. Fiskafli hefir verið mikill og góð ur hér nyrðra i vorvertíðinni og byrjhði vertíðin óvenjulega snennna. Virðist þv blása byrlega fyrir vél- bátaúttveginum hér við fjörðinn að þessu sinni. Hefir verið uppburður fiskjar við Grmsey. I fyrrada’g kom á land í Ölafsfirði svo míkill fiskur að menn þykjast ekki muna slíks nein dænti. Er áætlað að aflinn verk aður nenti um 180 skippundum. Höfðu surnir bátarnir um 10,000 pund. Akureyri 3. júní. Jónas Rafnar, ráðinn yfirlækmr viíi Heilsuhæli Norðurlands, er nú kominn heim úr utanför sinni, eftir að hafa heimsótt ýms heilsuhæTT á Norðurlöndum og víðar og kynnt sér nýungar í meðferg berklasjúk-i linga. Rafnar læknir tekur sér far nú með Botníu næst til Reykýavíkur og mun dvelja um tíma á Vífilsstöð um. Síðan tekur hann, ásamt stjóm arnefnd Kristneshælis að undirbúa starfrækslu hælisins. Akureyri 27. maí. Látin er 9. þ. m. að heimili sínu Kornsá í Vatnsdal frú Alvilda Mol- ler, tengdamóðir Runólfs bónda Björnssonar á Kornsá.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.