Heimskringla - 20.07.1927, Blaðsíða 4

Heimskringla - 20.07.1927, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 20. JÚLÍ 1927. Hdntskringlet (StofnaV 1886) Kriuor 6t 6 ml#Tlk»d»»l EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 ok 855 StRGBNT AVE, WINNIPEG TAI.SIMI: K6 '37 Verí blaíslns er »3.00 árgangurlnn borg- Ist fyrlrfram. Allar borganlr senaist THE VIKING PRiEBS LTD. gTGPVS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. rtnaftiikrlU tll blalÍNlBHt THB VIKING PHES8, Ltd., Boi 8105 Itn n AMkrlft tll rltMtjOranHi EDITOR HEIMSKRINGLA, Boi 8105 WINNIPEG, MAN. “Helmskrlngla is publlsaed by The VlklnjK Prenn Ltd. and printed by CITY PRINTING A PIJBItlíSHING CO. WUI-NMI SNrjEfnt Are^ Wlnnlpeg, Man. Telephone: .H6 58 7 WINNIPEG, MANITOBA, 20. JÚLl 1927 Til dr. Sig. Júl. Jóhannessonar i. Kæri læknir! I»að má ekki minna vera en að taka undir við bergmálið, þótt ekki verði nema daufur endurómur. Þessi “afsökun fyrir þitt líf” í pólitík- inni nú undanfarið, er í þrem köflum: fyrsti um afstöðu þína til framsóknar- og liberalflokksins; annar um afstöðu þína til núverandi þingmanns í St. George kjördæmi, og þriðji um kosningamar. Eg ætla að athuga dálítið mál þitt, og eg ætla, meira af vilja en mætti, að reyna að verða þér Sighvatur, verða bersögull. Það er þá ekki í fyrsta sinn að eg verð það. Eg ætla að fara aftan að siðunum og athuga fyrst tvo síðustu kaflana, og von- ast til þess að verða því fá^rðari, sérstak lega um annan þeirra, sem mér væri ætíð ljúfara að geta rætt um málefni en menn, þótt hið síðara sé oft nauðsynlegt og þar eftir fróðlegt fyrir þá, er reyna svo- lítið að fylgjast með í sálarlífi manna. Um úrslit kosninganna í St. Gorge er það að segja, að mér komu þau ekkert á óvart. Og ber margt til. í fyrsta lagi það, að eg hefi haft sæmilegar afspura- ir af pólitísku þroskastigi mikils flokks kjósenda, Fransk-Indíánanna, og hafði alla ástæðu til þess að halda, að þeir væm yfirleitt illfærir að glöggva sig á póliU'k, sízta á nýjum straumum. Að ein eða tvær manneskjur af þeim þjóðflokki unnu fyr- ir séra Albert, sannar aðeins undantekn- inguna. 1 öðru lagi það, að mér var kunnugt um, að Mr. Sigfússon hefir bæði persónulega og með atvinnurekstri sín- um unnið sér miklar vinsældir í héraði. í þriðja lagi það, að þótt eg efist ekki um þær sögusagnir kunnugra manna, að Is- lendingar séu með þeim er bezt halda sér vakandi í kjördæminu, áleit eg það ekki hendingu eina, að fjórir rosknir og ráðnir íslenzkir kjósendur úr því kjördæmi, er eg átti tal við, í sitt skifti hvern, einn á fætur öðrum, töldu Mr. Sigfússon það mest til þingmenskugildis, og jafnvel meira en nefndastörfin frægu, að hann hefði reynst svo vel sem gripakaupmaður. Eg skil ekki vel samhengið, en við þekkjum báðir út^ýnið. Og í fjórða lagi vissi eg um afstöðu þína, álit þitt og vinsældir sem læknis og manns, og þau miklu á- hrif, er slíkur hæfileikamaður og þú hef- ir, er hann leggur sig fram, undir slíkum kringumstæðum og í því andrúmslofti. Og þar að auki hafði eg nægilegar líkur til þess að sannfæra mig um það, að þú myndir verða á móti séra Albert, undir hverju merki, sem hann hefði boðið sig fram, hvort heldur óháður eða jafnvel sem eldheitur Bolshevik-kommúnisti, er hlýtur þó að standa þér miklu nær skoð- analega en liberali flokkurinn í Manitoba eða Canada. II. Og hér gríp eg þá á kýlinu, um leið og eg kem að fyrsta kafla greinar þinnar. Afstaða þín í þessum kosningum er ger- samlega óverjandi, hversu margar afsak- anir, sem þú reynir fyrir þig að færa. Ef þú ekki þar dyggilega fylgdir guluhunds- stefnunni út í æsar, þá er eg orðinn illa litblindur nýlega, og það sem meira er, fjöldi frjálslyndustu og greindustu áhang- enda þinna frá Voraldartímabilinu líka. Engum þeirra manna blekkir það sýn, er þú hamast að Brackenstjórninni. Þér er algert ofurefli að segja nokkuð um hana, er komist í hálfkvisti við hina ágætu lýsingu þína, er Voröld flutti af liberalklíkunni í Manitoba. En þótt þú nú kynnir að reyna að endurtaka hið sama um Brackenstjórnina fráfarandi, þá er sá munurinn, að þá var allur fjöldi manna í fylkinu þér sammála, en nú dett- ur jafnvel ekki æstustu mótstöðumönn- um Brackenstjórnarinnar í hug að bera henni svipað á brýn. — Og þar að auki Ykkijr virtist ekki ætla að verða flökurt af því í St. George, ef þessi svívirðilega Brackenstjórn hefði lagt blessun sína yfir útnefningu Mr. Sigfússon (sbr. kosninga flugritið er þú gafst út). Þingmaðurinn ætlaði að verða “þakklátur fyrir það traust”, sem hann vildi glaður þiggja af þessum bófum! Beztan stuðning þínum málstað finnur þú hjá verkamannaforingjunum. En þótt þeir séu harðorðir, rétt eins og tíðkast í kosningum, þá ber vitanlega ekki að skiija orð Woodsworth og Dixon á þann veg, að Brackenstjórnin sé hraklegust allra stjórna, heldur hafi vonbrigði verka- manna, er samvinna ekki tókst, orðið meiri, af því að þeir væntu sér mikils af henni, þar sem þeir hafa aldrei vonað nokkurs af gömlu flokkunum. Þeir vita að gegn lib. ekki síður en cons., verður að vera hvíldarlaus bardagi lífs og dauða, af hálfu verkamanna. -— Og þú myndir aldrei ætla þér þá dul, að sannfæra nokk- urn mann um það, að þessir verkamanna foringjar hefðu álitið lib. þingmannsefnið í St. George skipa betur þingsætið en bændaþingmannsefnið. Eg er málkunn- ugur Mr. Woodsworth, og eg veit nákvæm lega um álit hans á liberölunum, bæði Ottawagæðingunum og “klíkunni” hér, er þú svo nefndir eitt sinn. Og sé einhiver stjóramálamaður nú í Canada, sem hann hefir mikið minni virðingu fyrir en sjálf- um höfuðpaurnum, Mr. Mackenzie King, \þá kemur mér það stórkostlega á óvart. Enda kastar tólfunum öllum, er þú ferð að lofsyngja frjálslyndi og göfug- mennsku liberalanna. Þú átt annars ekki vanda til að skrifa svo, að brjóstheilum mönnum verði flökurt, en þarna hefir þér tekist það vel. “Væru fylgjendur Brackenflokksins eins frjálslyndir og einarðir og \ið liberal ar höfum sýnt að við erum, o. s. frv.” Eg veit ekki vel, hverjir “þið” voruð 1920. Eg hélt ekki að Voröld hefði ver- ið málgagn liberala. Eg hélt að Lögberg hefði þá verið stjórnarblað, og ekki sér- lega umburðarlynt í garð Voraldar. Það er líklega misskilningur min* að þér hafi verið ýtt (mildilega sagt) frá liberala blað | inu Lögbergi fyrir sannleiksást þína og I sannfæringarhita. En hvað um það, og hversu margir, sem “þið” kunnið að hafa verið, þá er það víst, að þið höfðuð ekk- ert um það að segja 1920, hvort Norris væri leiðtogi liberala flokksins eða ekki. Þótt hann félli fyrir eigin handvömm, sá klíkan um það, sú er stjóraar, að hann sæti áfram við völd, hvað sem “þið” sögðuð. Og svo mun sú eiginhagsmuna samábyrgð, er lib. flokknum hér sem ann arsstaðar stjórnar, ætíð gera, hvernig sem þú lætur þér, meðan þig skortir peninga eða ættarfylgi, til þess að verða einn hinna útvöldu. Þú, eða “þið”, getið hjálpað til að fella einstök þingmannsefni flokksins er yfir ykkur gengur flónska klíkunnar og pi-ettir, eða þá komið þeim að, er henni tekst einhvern veginn að kjassa ykkur heim aftur til föðurhúsanna. En nokkur minnstu áhrif á stefnu eða stjóm kiíkuval þessarar samábyrgðar, hversu gleitt og feitt sem prentað er “liber^l” á “sandwich”-spjöldin pólitísku, sem þeir státa í, hafið “þið” ekki. Ekki fremur en kötturinn, sem liggur hér á gangstéttinni og sleikir sólskinið, meðan eg skrifa þetta. * * * Eitt er það, að álíta að Brackenstjórn- inni hafi aldrei skjátlast, jafnvel ekki til muna, og annað, að álíta hag fylkisins stórum betur komið í hennar höndum en gömlu flokkanna. Og er þar einn sem annar. Því öllum frjálslyndum mönnum er ljóst að liberali flokkurinn tilheyrir í- haldinu, “eins og skottið hundinum”, eins og þú sjálfur komst svo heppilega að orði. Og það situr illa á þér að taia sivo eða skrifa, sem þú vissir eigi að í dag stendur öll von Canada til frjálslyndra manna, sem ósýktir eru af liberal-gul- unni; til slíkra malnna sem Albirtinga, Miss McPhaiI, framsóknarþingmannanna frá Saskatchewan, Woodsworth o. fl. Þetta fólk verður án afláts að knýja lib- eralana fram með svipum og skorpíónum. Innanfrá flokknum sjálfum, er ekki sýni- legt að sé við nokkru að búast. Sætir þú á Ottawaþingi í dag og talaðir sem Voröld, þá þættir þú hvergi í lib. húsum hæfur. Og trúir þú því gagnstæða, þá er ekkert við því að segja, annað en það, að þú ert þá líklega eini greindi maður- mn í Canada, er gerir sér slíka firru í hugarlund. Þjóðin þarf einmitt að fylla öll þing með jafnfrjálslyndum hæfileikamönnum og bændaþingmönnunum að vestan, Bird > frá Nelson, séra Albert E. Kristjánssyni. Framtíð Canada byggist á því, að laða kjósendur að slíkum mönnum. Þú gekkst á móti því, á móti frjálslyndari mannin- um, með íhaldssamari flokknum. 1 hvert skifti sem þú gerir það, smækkarðu sjálfan þig. 1 hvert skifti sem þú gerir það, tefurðu fyrir framförum, sem þú sjálfur segist vera svo sólginn í. Þess vegna ertu háska-maður, er þú breytir svo. Tvöfalt háskalegri fyrir ágæta hæfi- leika þína, og það er þú hefir áður ágæt- lega gert, t. d. við Voröld. En einmitt fyrir það “áttu helga heimting á um höfuðglæp þinn níð að fá.” eins og Stephan komst svo óviðjafnan- lega vel að orði. Eg segi þetta gersamlega þykkju- og kalalaust. Eg mun ætíð láta þig njóta sannmælis fyrir það sem eftir þig liggur vel gert, í framtíð sem fortíð. * ¥ ¥ Eramsóknarflokkurinn er ekki dauður hér í Manitoba, þrátt fyrir liðhlaúp Porke gamla og fylgismanna hans. Órækur vottur um það var meðal annars þátt- taka Hoey, kennslumálaráðherra í Brack en-ráðuneytinu, í allsherjarþiugi fram- sóknarmanna vesturfylkjanna í Regina. Framsóknarflokkurinn í St. George er heldur ekki dauður, þrátt fyrir framgöngu þína og staðhæfingar. En svo bersögull skal eg vera að síðustu að segja þér, ajð fyrir þá framgöngu, sem þú ert nú svo stoltur af, hefir þú rýrnað að áliti og vin- sæidum meðal margra þeirra manna, er bezt skildu þig, mest dáðust að þér, og fastast stóðu með þér á Voraldartímabil- inu, svo þér er happ að því, að þú átt um hvorttveggja af miklu að taka. Og þú hefir ekki á sama tíma unnið þér jafn- gilda vini nýja. 1 allri einlægni, Sigfús Halldórs frá Höfnum. Kosningabergmál “Bara ef lúsin íslenzk er, er þér bitið sómi.” Hannes Hafstein. Þegar kosningarnar eru um garö gengnar, hafa deilumálin, sem þær snerust um, oftast ver- ið látin falla niöur, að minnsta kosti aö því er einstaka prívatmenn snertir. Vinur minn, ritstjóri Heimskringlu, hefir brugðið þessari venju og sýnt mér þann óverð- skuldaða heiður, ag gera mig sérstaklega að um- talsefni eftir kosningarnar. Vinur minn Halldórs talar enn um framsókn- ar- eða kendaflokkinn i Manitoba, er bæði hann og allir aðrir vita að er steindauður og Bracken ílokkurinn kominn í staðinn. Otilkvaddur hefði eg ekki minnst á frani- sóknarflokkinn sálaða, því eg hefi yfir höfuð ekki lagt það í vana minn að sparka í hræ dauðra kvikinda né Hk liðinna manna. En fyrst Beimskringlu er svo annt um að halda áfram eftirmælum eftir flokkinn, og ávarpar mig sérstaklega í sambandi við þau, þá neyðist eg til þess að taka unndir. Eg er ef til vill kunnugri stofnun og stefnu framsóknarflokksins sáJaða en nokkur annar Islendingur. Eg held að hægt sé að finna þvi rök, ef vel er leitað, að eg hafi verið þeirri hreyf ingu í upphafi eins hlynntur, og jafnvel lagí eins mikið i sölurnar fyrir hana og sumir þeirra, sem skoðuðu hana eins og glæsilegan hest, er ríða mætti til vegs og valda. En þegar eg talaði máli þeirrar hreyfingar, gerði eg glögga gfein fyrir ástæðum, og setti ákveðin skilyrði. Ummæli mín þá voru þessi: “Þessi nýi flokkur lofar stórstígari framförum en frjálslyndi flokkurinn: meira einstaklingsfrelsi innan sinna eigin vébanda; opnari augum fyrir eigin syndum, ef nokkrar verða, og umfram allt þvi að efna loforð sín — ekki einungis sum þeirra, heldur öll. Þessi nýi flokkur fordæmir þá stefnu gömlu flokkanna, að allt skuli talið gott og gilt, sem leiðtogar þeirra aðhafast, hversu fordæmanlegt sem þag er, 0g allt óhæft, sem andstaeðingarnir halda fram, hversu gott og þarflegt sem það kann að vera. Hin svo- kallaða “gula-hundsstefna” (yellow-dog policy) gömlu flokkanna er dauðadæmd, ef þessi nýi flokkur heldur loforð sín og stendur við stefnu sína; en gula-hunds stefnan er í þvi fólgin, að styðja jafnvel gulan hund, ef hann aðeins til- heyrar flokknum.” Þetta eru ummæli mín uni flokkinn, þegar hann fæddist; og þótt eg vissi glöggt hinn mikla mun, sem er á liberalstefnunni og conservative stefn— unm, þá trúði eg því sannarlega, að þessi nýi flokkur yrði ennþá frjálslyndari 0g ennþá orð- heldnari. F.g játa það hreinskilnislega, með þeim Ivens, Queen, Dixon, Farmer, Woodsworth og fleirum, að mér skjátlaðist þar alvarlega. 1 raun n? sannleika trúi eg því, að enginn flokkur ætti að vera til; allir ættu að vinna sam- an til hags og heilla landi og lýð, eftir beztu hæfileiktim. Eg gaf út blaðið “Dagskrá” í Winnipeg fyrir fjórðungi aldar. Þar birti eg mína pólitísku skoðun. Hún er á þessa leið; “Þegar kosningar eiga fram að fara, býður sig fram j hver sem vill; fólkið kýs þann, sem það treystir bezt í sínu eigin héraði eða kjördæmi. Um engan flokks- j foringja er að ræða né flokk. Þegar allir hinir kosnu fulltrúar koma saman, velja þeir með meirihluta at- kvæða þann, sem þeir telja beztan ög ! færastan fyrir forsætisráðherra. — I Sama aðferð er höfð með val dóms- ■ málastjóra, fjármálaráðherra o. s. I frv. Enginn flokkur til; allir að 1 eins fulltrúar fólksins.” Þetta er einfalt fyrirkomulag. Eg trúi því enn að það væri að öllu leyti heilbrigt og heppilegt. En meðan flokkarnir eru til, verð- ur að haga sér samkvæmt því. Mér finnst aðallega vera um tvær stefnur að ræða i öllum niálum: framsóknarstefnu og íhaldsstefnu, eða áfranihaldsstefnu og kyrstöðustefnu, eða liberal stefnu og og conservative stefnu, eða hvað menn vilja kalla þær. Vér tölum um ljósan lit og dökk - an. Blærinn á hvorum lit fyrir sig getur verið mismunandi. Eins er það með stefnurnar. En aðallega vita menn samt það nokkurn veginn við hvað er átt, þegar talað er um ljósleitt og dökkleitt. Framsóknar eða frjálslynda stefnan er í rnínum augum eða mínum huga hinn ljósi litur i pólitíkinni, en aft- urhaldsstefnan sá dökki. Þeir, sem framsóknarstefnunni fylgja, skiftast í marga flokka. En þeir hafa allir eitt sameiginlegt: þeir eru allir óánægðir með það sem er, vlja ekki star.Ja i sömu sporum; vilja allir halda áfram; vilja allir bæta, breyta og bylta. Þrátt fyrir þessa sameiginlegu hreytirvga- og byltingastefnu, eru flokkarnir mismunandi hraðfara; mis munandi róttækir. Sumir vilja far-i hægt og varlega, eins og liberal flokkurinn; aðrir vilja ‘reyna að brjót ast það beint, þó brekkurnar verði þar hærri”, eins og t. d. verkamenn og jafnaðarmenn. Hinn pólitíski lit ur þessara deilda i framsóknarfylk- ingunni er mismunandi að blæ og dýpt. Eg hefi alltaf fylgt liberal flokkn- um, verkamannaílokknum, jafnað- armannaflokknum og framsóknar— flokknum (meðan hann lifði); hefi fylgt teim öllum í senn og stutt þá menn til valda frá hverjunt þeirra, er eg treysti bezt í hvert skifti. Árið 1920 studdi eg; David Lyons, N. T. Carey og Jón H. Gislason í Winnipeg, sem allir voru liberal, þá studdi eg einnig William Ivens, John Queen og F. J. Dixon, alla i verka- mannaflokknum; V. Popovitch í jafn aðarmannaflokknum, og í St. George ig Gimli studdi eg séra Albert og Rojesky, sem báðir neyrðu til fram- sóknarflokknum, en engan úr aft- urhaldsflokknum og hefi aldrei gert. Með öðrunt orðum: eg fylgi og hefi fylgt hinni polit'ísku framsóknar— hreyfingu, hvað sem hún nefnist, og þeim einstaklingum hennar sérstak- lega, sem eg treysti beat, hvaða deild hennar, sem þeir tilheyra. Eg h>efi alltaf áskilið mér fullt frelsi til að sjá bjálkann í auga mins eigin flokks og benda á hann, ekki síður en flisina i auga andstæðing- anna. Þetta skilja þeir ekki, sem Brackenflokknum fylgja. Þeir telja það goðgá næst að vita foringja sinn, þótt hann kasti stefnuskránni i bréfakörfuna, eins og Farmer kemst að orði, og eins og allir vita að Bracken hefir gert. Til þess að ekki sé um mitt álit að ræða í þessu atriði, skulu merkir menn til vitna kvaddir um það, hvort núverandi stjórn verðskuldi tiltrú kjósendanna, eða hvort henni sé treystandi; “Ekki eitt einasta at- riði, er til framsóknar verði talið, hefir verið borið upp á þingi af Brackenstljórninni. — Einskis þarf að vænta frá henni í framtíöinni. Sú stjórn hefir uppnefnt sjálfa sig frani- sóknarstjórn, en sannleikurinn er sá, ag. hún hefir verið mesta afturhalds stjórn allra stjórna. Hver sem vill getur kallað laukinn epli; en þegar hýðið er tekið af honum þá svíður mann í augtm, svo að þau fyllast tárum, eigi að síður. Eftir fimm ár ættum við að geta þekkt Bracken- stjórnina, eins og vér þekkjum lauk- I inn sem lauk, þegar hann er hvddur, þó hann hafi verið kallaður epli.” John Queen. “Norrisstjórnin samdi og sam— þykkti fleiri lög fólkinu til hags— nnina á einu ári, en Brackenstjórnirt hefir gert alla sína tíð — í fimm ár.” — Wm. Ivens. “Þetta Brackenstjórnartímabil hef— ir verið sannnefnd gullöld fyrir allt auðvald og alla sérréttindasnápa.. Það er erfitt að ímynda sér hvern- ig liberalar eða jafnvel conservativar hefðu getað staðið betur á verði fyrir auðvald og sérréttindi, ert Brackenstjórnin hefir gert. Hvenær sem einhver úr öðrum flokki reyndi að koma í gegn tillögu í samræmi vði bændaflokksstefnuna, þá var hún óðara drepin af Bnackenstjórninni og fylgifiskunt hennair. En þegar Haig eða Evans eða aðrir trúir con- servativar, bálru fram tíllögur, þá. voru þær samþykktar mótmælalaust af þessari sömu stjórn. Þvi fer fjarri, að i nokkru tilliti sé hægt að hera nokkurt traust til Bracken— stj órnarinnar. Hvag hefir hún gert við stefnuskrá framsóknarflokks— ins? Bqkstaflega kastað henni s bréfakörfuna.” S. J. Farmer. “Vér höfum ekkert að virða við Brackenstjómioa í líðinni ti(1 og einskis frá henni að vænta í fram- tiðinni. Vér trúðum því og treyst— uin að framsóknarflokkurinn yrði þess virði að veita honum fylgi og samvinnu, en hann hefir algerlega brugðst vonum vorum.” F. J. Dixon. “Oft hafa vonir fólksins brugðist, oft hefir sandi verig kastað í augu kjósenda; oft höfum vér orðið að horfa á pólitiskan skollaleik. Þ6 Hefir þetta aldrei verið eins til- finnanlegt og í sambandi við Brack- enflokkinn.” J. S. Woodsworth. Eg ber mikla virðingu fyrir vinr minum ritstjóra Heimskringlu; eg álit hann færasta og bezta ritstjóra, sem blaðið hefir haft siðan þeir Gestur Pálsson og Jón Olafsson stjórnuðu því. F.n eg neyðist til þess að taka gildan vitnisburð þeirra Ivens, Queens, Farmers, Dix°ns og Woodsworths uni Brackenflokkinn, sértsaklega þegar sá vitnisburður fell ur saman vig mitt eigið álit á hon- um. Og eg trúi því að þessir mætu menn viti hvað þeir segia eftir fimm ára nána þekkingu á stjórninni. Að kalla þessa menn sleggjudómara, Ieyf ir sér enginn með viti og sanngirni. Eg get ekki stillt mig urn að taka hér upp fáein orð úr ræðu, er Daviif Lloyd George, fvrverandi forsætis- ráðherra Breta, flutti 20. maí 1927, Orðin eru þannig: “Einkenni liberal stefnunnar eru þau, að hún leyfir fylgjendum sínum fullt frelsi til þess að athuga gerðir leiðtoga sinna og andmæla þeim ef þörf þvkir. Þar er hver einstaklingur frjáls og sjálf- stæð vera. Einkenni afturhaldsstefu unnar eru þau, að þar verða allir alltaf að segja já og amen vig öllu, sem leiðtogarnir aðhafast. Þar er hver valdalaus einstaklingur aðeins lítið hjól i stórri vél, eða öllu heldur lítil tönn í stóru hjólí. I þessu er hinn mikli stefnumunur fólginn.” Þetta finnst rnér nægja sem skýr- ing fvrir flokksafstöðu mína, og fyrir því að eg studdi liberala en ekkí Brackenflokkinn við síðustu kosn— ingar. Eg get aldrei annað en látið mér detta í hug vísan haas Hannes- ar Hafsteins, þegar eg hugsa um flokksföstu mennina: “Bara ef lúsin íslenzk er, er þér bitið sómi”. • II. Þá er a« minnast fáum orðum á af stoðu mina gagnvart Skúla Sigfús- •svni. Eg fylgdi honum 1914 og 1915. Arið 1917 áleit eg að leið- togar liberal flokksins hefðu brugð- ist stefnu sinni, þegar þeir fylgdu fram herskyldulögunum og öðru ó- frelsi á stríðsárunum. Eg átaldi þá harðlega fyrir þetta og viðurkenndi þá ekki sem sanna lilærala. Norris var einn þeirra. Og eg var ekki einn af Iiberalfl°kknum um þessa skoðun; þeir voru býsna margir. Þess vegna var það, að vig gátum ekki viðurkennt Norris sem leiðtoga

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.