Heimskringla - 27.07.1927, Blaðsíða 6

Heimskringla - 27.07.1927, Blaðsíða 6
«. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINQLA WINNIPEG 27. JÚLÍ 1927. Slóðin fiá ’98 (Skáldsaga úr Norðurbyggðum.) Séra Magnús J. Skaptason þýddi. “Það er nokkuð fallegt hérna! Finnst þér það ekki?” Eg áetla að kalla hann: manninn örláta. Hann var eitthvað á mínum aldri, þunnur á vanga, sólbrenndur nokkuð en heilsugóður. — Hann hafði dökkrautt hár, silkikent, og snjó- hvítar tennur. Augu hans sindruðu, broshýr, með glampa nokkrum, en andlitið var gáfulegt, skarplegt og sýndi að maðurinn var einbeittur. “Já,” sagði eg nokkuð hátíðlega, því eg er vanalega seintekinn og nokkuð varúðarfullur við ókunnuga. “í>að er nokkuð gott pláss þetta. Það er mananabeltið. Sólin okkar gamla vinnur hér yfirtíma. Blómin og ávextirnir vaxa á hverju tré. Hér er eilíft sumar. Hefir þú nokkurntíma komið hér áður?” “Nei.” “Og eg ekki heldur. En eg er glaður yfir því að eg kom, jafnvel þó það sé ekki annað en að vinna erfiðisvinnu. Hefirðu ekki tóbak í vindling?” “Nei! Það er leiðinlegt; eg reyki ekki.” “Jæja, það er jafngott. Eg held eg hafi nóg sjálfur.” Nú dró hann upp úr vasa sínum buddu litla, með dáiltlu af tóbaki í, duftkenndu, svo var það smátt, og tók svo upp sígarettublað og lét í það fáein korn, vafði svo blaðinu vandlega saman og braut upp endana Síðan kveikti hann í þessu og fór að reykja, og virtist hafa svo mikia unun af þessu, að eg fór að öfunda hann. “Hvert erum við að fara? Hefir þú nokkra hugmynd um það?” spurði eg. “Spurðu einhvern annan en mig,” svaraði hann, og saug vindlinginn fast. “Maðurinn, sem fyrir þessu er, hann er enginn lausungi og hefir ekkert sagt um það. Hann segir ekki meira en hann þarf að segja. Þegar að því kem- ur, að það þarf að selja bolann, þá hefir hann nóg að segja, en núna vill hann ekki segja eitt einasta orð um það.” “En,” hélt eg áfram, “hefir þú enga hug- mynd um það?” “Ja, þú getur verið viss um það, að þeir ætla að láta okkur vinna svikalaust. Það er fjár- plógur falinn í þessu öllu. Og við erum sauð- imir, sem reknir erum út á völlinn. Þeir ætla sér að hafa peninga út úr okkur; og þeir skafa og kreista út úr okkur allt, sem þeir geta Þeir draga í sinn vasa allt,.sem þeir geta; járnbrautar- gjaldið fyrir hvern mann 20 dollarar. Þeir taka part af því. Það eru 5 dollarar á viku, sem hver verður að borga fyrir fæði, og fæðið kostar að- eins $2.50. Þeir stanza á hótelum á leiðinni, og læir raka þar upp peningum. Þeir koma með helmingi fleiri menn, en þeir þurfa, og láta svo annan hvern mann vera einlægt vinnulausan, svo að enginn mannanna hafi meiri peninga, en til þess að borga fyrir borðið sitt. Ó, eg þekki þá, þú getur verið viss um það.” “Bn,” sagði eg, “hvers vegna varstu að lcoma með okkur, þegar þú veizt svona mikið?” “Fyrst eg veit svona mikið, þá getur þú lagt höfuðið á þér í veð fyrir því, að eg viti ennþá meira; og eg skal segja þér ennþá meira, og taktu nú eftir.’” Og nú fór hann að lesa upp úr sér; og af miklu fjöri og mælsku rakti hann upp úr sér þekkingu sína á lífinu, svo snilldarlega, að eg varð hrifinn af. Og fljótlega sá eg, að hann var miklu betur og meira menntaður maður en eg; og hafði eg þó gengið í gegnum Yale háskóla í Bandaríkjunum, og var nú að fullkomna það nám, með því að taka seinna prófið hjá ham- ingjunni og óhöppunum. Það fór nú að losna á mér tungan, og sagði eg honum heilmikið um æfi mína. Hann hlustaði vel á það, sem eg sagði. “Heyrðu,” ’sagði hann, þegar eg var búinn. "Eg ér óheflaður í öllu sem eg geri. Lífið er mér Jeikur, en eg er sjálfur mesti klaufi að leika. En eg kajm að beita sjálfum mér; eg kemst æfinlega áfram. En þú ert grænn; já, golgrænn, ef eg má segja það; og það kynni að vera að eg gæti hjálpað þér eitthvað. Og svo er annað, þú ert eini maðurinn af þessum hóp hér, sem er á sama stigi og eg. Viltu ekki verða félagi minn?” Mér fannst þann draga mig að sér með ó- mótstæðilegu afli, og eg samþykkti þetta fús— lega. “Jæja þá,” mælti hann; “nú verð eg að fara að sjá hina piltana. En þeir eru ekki hálfblendn ír að sjá þá. Þeir eru kynblendingar, blökku- menn, Slavar, Pólverjar, ítalir, Svíar — jæja, <eg ætla að fara og vita hvað eg rek mig á.” Hnn fór til þeirra, kjaftandi, brosandi og spaugandi, og gat eg fljótlega séð, að öllum féll hann vel í geð, og mér lá) við að öfunda hann af því, hvað létt honum var að vinna hylli þeirra. Mér fannst mér vera það ómögulegt. En bráð- lega komhann til mín aftur. '“Heyrðu, félagi, hefir þú nokkra skild- Inga?” Það var eitthvað svo hreinskilnislegt og knýj- andi við svip hans, að það hreif mig algerlega Og dró ?g upp þessa fáu dollara, sem eg átti með hálfan vindling milli tannanna, og gekk eg sem við átum og sváfum, og eftir strengnum til hans. ; runnu kláfar á hjólum, og fórum við jafnan tveir ‘íÞað var fallegt af þér að gera þetta,” mælti ] og tveir í kláf hverjum. Það var hálf-hroðalegt eg.” J að fara í kláfnum, en það sparaði okkur tíu Ó, vertu ekki að minnast á það,” svaraði mínútna gang, og eg var þakklátur fyrir það. hann kurteislega, og lyfti upp augunum af bók- inni. “Jæja þá,” svaraði eg. “Eg verð þó að þakka þér fyrir það. Og heyrðu nú, kunningi, Eg var dauðþreyttur, votur og óhreinn og öfundaði hinn “glataða son”, sem nú gat leg ið heitur og notalegur í nýja, ilmandi heyinu sínu. Hann var að lesa skemtisögu. En það við skulum gera gott úr þessu. Við skulum ekki va,r mér þó huggun, að eg hafði unnið mér inn eftir og breiddi úr þeim. ugir mjög, allir nema eg. Eg náði þar þó í hun- f kápuna til þess að fara heim, því mig sundlaði “Þetta er allur minn auður,” sagði eg bros-angskönnu á borðinu og sódabrauð nokkurt, og!allatl og eg var veikur. an(jj gerði mér gott af því. Varð mér þá litið til vin-! pag var komið myrkur. Það lá jámstreng- Hann skifti peningunum í tvo jafna hlutiar míns, “mannsins örláta”. Hann var að lesa, ur fra göngunum og niður að búðum okkar, þar og fékk mér annan helminginn og skrifaði hjá sér upphæðina. “Ég sfeal borga þér þetta seinna.” Svo fór hann burtu með þessa peninga frá mér. Það var eins og hann tæki það sjálfsagt, að eg hefði ekkert á móti þessu, og hvað mig snerti þá stóð mér á sama, því að eg vildi um- fram allt sýna honum að eg treysti honum. Fáum mínútum seinna sá eg hann sitja við borð eitt, með þremur harðlegum og illilegum mönn- um. Þeir voru að spila póker, og nú þykist eg ivera viss um, að eg sjái ekki peningana framar. Mér datt í hug sagan um úlfinn og lambið. Mér þótti þetta leiðinlegt hvað vin minn snerti, og eg var glaður yfir því, að eg hafði svo litlu að tapa. Við vorum rétt komnir til Los Angeles, þeg- ar hann kom til mín aftur. Og mér til mikillar undrunar fór hann strax að tína upp úr Vös- um sínum bæði ávísanir og silfurpeninga upp á 20 dollara, skifti þessu í tvennt og rétti mér annan helminginn. “Hana,” sagði hann, “taktu við þessu og láttu það í vasa þinn.” “Nei,” sagði eg; “gefðu mér ekki meira en eg lánaði þér. Þetta er of mikið, og eg vil ekki taka við þessu.” “Ó sussu, sussu. Gleymdu þessu. Þú lézt einn dollar. Etfir kvöldmatinn spilaði hann sóló við þá Ginger og Dutchy, en eg byltist um í bælinu mínu, ofþreyttur og meiddur til þess að geta sofið. Dagurinn næsti var endurtekning á degin- um á undan, og þó heldur verra. Eg var'sár- aumur, eins og eg hefði verið laminn með lurk- láta þetta verða að sundrungu milli okkar. Eða getum við ekki verið kunningjar?” Hann stökk óðara á fætur og greip hönd mína. “Mér þyklir þetta leiðinlagt. Eg vil [það fremur öllu öðru. I næsta sinn skal eg taka tillit til þessarar viðkvæmu samivizku í)innar. En nú skulum við fara yfir um að eldinum, sem um. Og allur sár og aumur varð eg að dragast þeir hafa þarna og spjalla þar saman.” I upp í göngin aftur. Eg varð að lyfta og ýta og Við fórum svo þangað, þar sem þeir höfðu toga allt sem eg gat. Og þannig liðu fimm klukkit elda mikla af allskonar viðarhríslum, með al- stundir af vítis píslum. Svo kom hádegið, og stirndum himni yfir höfðum vorum; og sagði eg fór að reyna að hressa mig upp aftiu-. Eg tal hann mér þar marga söguna úr hinu viðburða- j aði við sjálfan mig, reiði þrunginn, og komst lok3 ríka lífi sínu. ! ins í gegnurn það. Eg var dauðþreyttur og allur “Eg get sagt þér það,” mælti hann, “að löðrandi í for og mold, og renndi mér aftur niður gamli maðurinn er býsna reiður við mig, fyrir ^ á kláfnum. Þar sá eg hann þá liggjandi aftur, að vera svona flónskur. Hann á Iímgerðarhús hinn “glataða son”, í fleti sínu. Hann var þá búinn að lesa einar tvö hundruð blðasíður af niig fá peningana til að spila með. Þeir héldu að f Massachusetts. Eitthvað miljón dollara virði. eg Væri flón eitt, og að það væri mjög auðvelt 0g hann vildi fa mig 111 að ^anga í félag við sig. j sögunni “Les Miserables”. Og fór eg að hugsa að snuða mig; en eg er búinn að gleyma meiru en þeir nokkurn tíma hafa vitað, og hefi eg þó langt frá því gleymt öllu.” “Nei,” sagði eg, “haltu peningunum. Mig vantar þá ekki.” “Ó, hvaða vitleysa! Láttu þína skozku sam vizku í vasann, og taktu við skildingunum.” “Nei,” sagði eg með þráa. “Heyrðu nú,” mælti hann; “þessi félags- skapur okkar verður að byggjast á því, að við séum fjárhagslega jafnir. Ef þér líkar ekki, hvernig eg fer með peningana, þá getur þú sagt þig úr félagsskapnum.” “Jæja! Mér líkar hann ekki; eg vil ekki vera í svona félagi,” mælti eg, sneri við honum bakinu og gekk burtu. 5. KAPÍTULI. Til beggja hliða okkar voru hæðirnar, klæddar grænum, gulleitum rnöttli, en framund- an okkur voru snjókrýnd fjöllin, en yfir þeim var heiður himinn, blár sem rauðbrystings-egg. Það var sem ljóðin léki í kringum okkur, þegar við vorum að klifrast upp eftir gili þessu. Við og byrja að læra það allt saman, frá lægstu til j um það hálf-sorglega — að eg hejði unnið mér hæðstu tröppu. Hnn ætlaði að gera mig að “málkonungi”. En eg vildi það ekki. La'fið er of skemtilegt og viðburðaríkt til þess, að fara inn tvo dollara. Á þriðja deginum var það þrái minn, og ekkert annað, sem rak mig til vinnunnar aftur. þannig með það. Og eg hefi aldrei iðrast þess. Sjálfsálitið skrúfaði mig áfram. Eg mátti til Eg veit það vel að feiti kálfurinn bíður eftir mér,' með að halda vinnunni — eg mátti til — eg mátti og verður feitari með hverjum degi. Einhvern ðaginn ætla eg að fara þangað og sjá hann.” Það var hann, sem ek heyrði fyrst tala um hið “mikla Hvítaland” og það hafði undarlega mikil áhrif á mig. til! En um hádegið leið yfir mig. Það sá mig þá enginn, svo að eg nísti tönn- um, herti mig upp og lagðist á vagninn til að koma honum áfram. IJitt kvöldið ennþá var eg að bíða eftir kláfnum, að fara niður í hon- Allir eru sem trylltir yfir því. Þeir þjóta; um. En þá er eg stóð þar bíðandi, heyrði eg þangað í þúsunda tali; þeir vilja komast þangað áður en veturinn byrjar. Og næsta vor fer þang- að sá mesti straumur manna, sem heimurinn nokkurntíma hefir séð. En heyrðu, Skoti, mig langar til að fara líka. Við skulum nú fara báð- ir, þú og eg. Eg átti einu sinni félagsbróður, sem hafði verið þar. Það er stórt og víðáttu- mikið land, myrkt og skuggalegt; en það er gu-11 þar, skínandi fagurt, og nóg af því, og það kallar skell mikinn að neðan og óp með. Strengurinn sem kláfurinn rann á, hafði slitnað. Svíinn og annar maður, sem í kláfnum höfðu verið, lágu þar báðir í urðinni með illa brotin bein. Aum- ingja mennirnir. Þeir urðu að taka út miklar kvalir, er þeir voru fluttir niður þessa hrjóstr- ugu leið til spítalans. Þetta tók nú frá mér allan dug. Eg ásakaði sjálfan mig. Eg hlóð á mig á sökunum og lamdi til okkar að koma; það eltir mig sem 'vofa eða j mig með þeim; en það þýddi ekkert. Eg hugs- fylgja, þetta hið mjúka, skínandi, elskulega gull, aði mér að eg skyldi heldur betla mér brauð í fljótunum og ánum og lækjunum; og þar er til matar, en fara inn í göngin aftur. Mér fannst , . enginn maður til að tína það upp, til að bjarga heiminum vera skift í tvo parta. Annar partur ( rogum þungt an ann a göngunni, og mættum þy- jjlrgj elílíert um þagt hvers virði það er. hans voru göngin, þar sem eg var að vinna; en. !!?,! “l?Sia_æ Í hljómandi^hvellum bjöll- gel; aflag mér mikilla peninga úr líminu og hinn var allur heimurinn. — Guði sé lof; eg límiverkstæðinu. En þarna, þar sem gullið er, þurfti ekki að fara í þau aftur. Og eg var sivo um, sem kom á móti okkur ofan gilið. Við fórum yfir litla lækinn, sem rann ofan eftir gili, þar eru æfintýrm og æsingin svo mikil og breyti- lukkulegur, að eg skvldi ekki þurfa það. — Og hacci 1 ncr hrnnnrtnm o-loAi'An hn/vn%. ' 1 1-! i þessu, og hrópuðum gleðióp, þegar vatnið í lækn um varð knédjúpt. Einlægt fórum við hærra og hærra upp eftir því, rnílu á eftir mílu, með farangur okkar á herðunum og hjörtun full af unaði. Eg var lukkulegur og kátur, eins og skóladrengur á helgidegi, og vildi helzt að þetta gæti varað til eilífðar. Því eg óttaðist stritið og vinnuna, sem tæki við, þegar heim kæmi. Það var komið hádegi, þegar við komumst upp úr gilinu. Sáum við þá mannahópa þar al- staðar, og voru þeir að rífa og tæta í sundur fjallshlíðina. Það heyrðust drunurnar í spreng- ingunum, og steinarnir, stórir og smáir, komu fljúgandi í loftinu. En svefnkofar verkamann- anna voru úr óhefluðum borðum, sem nærri sviðnuðu í steikjandi sólarhitanum. En alstað- ar, hvar sem við litum, sáum við mennina kóf- sveitta og blásandi við þessa vinnu sína. Okkur var vísað á sérstakt hús til að sofa í. Það var lítið um þesskonar hús, því allir vildu hafa hús til að sofa í. Var húsið gólflaust, eng- in hurð fyrir því, og að miklu leyti þaklaust. En yfir glamrið og háreysti raddanna, heyrðum við þó raust hins örláta manns. “Heyrið þið nú, drengir! íVið skulum reyna að finna mýkstu hliðina á þessu-borði. Mér finnst það nú, að félagið fari fremur jvel með okkur; alstaðar eru opin göt á húsinu, svo að við getum léttilega athugað stjörnurnar. Það er bezta tækifæri að athuga stjörnurnar og all- an þeirra gang. Eg vildi samt, að eg gæti feng- ið lánaða undirsæng einhversstaðar. Nei. Nei! Takið þið nú eftir því, drengir, hvað eg geri!” Við sáum liann hlaupa að tjaldi nokkru, þar sem hestar voru inni. Hann gekk hægt og hægt í kringum það, og brá sér svo inn í það; en kom svo að vörmu spori út aftur með allstórann heybagga á bakinu. “Var eg ekki snjall að finna þetta, eða hvað? Þetta hey er ekki hæfilegt hestafóður.” Og nú fór hann að troða heyinu í rúmfletið, en hinir, sem hjá stóðu, horfðu á hann öfundar- araugum. En þá hringdi bjallan, og hætti hann þá undireins. “Maturinn er á borðum .drengir. Það er seinasta hringing til okkar, að koma til að borða. Komið þið og sjáið grísina stinga höfðum sínum í matartrogið.” Við flýttum okkur til matarhússins, og var þar tindiskur, tinbolli og tinskeið, sett fram fyrir hvern okkar á óhefluðum borðum, og var þar bor in fram kjötkáfesa í stórum trogum, og voru menn þar allir stórvirkir að eta, og voru gráð- leg, að hún getur gert mann hæfan til að fara á vitlausra spítalann.” Nú þagði hann lengi, en ímyndunarafl mitt bjó til í huga mér hverja myndina af annari; voðalegar og töfrandi myndir af þessu mikla og óþekkta landi, og vakti hjá mér löngunina til: þess, að voga öllu og fara; fara og sjá þessi' undur, hvað sem það kostaði. Og þegar eg kvaddi hann um kvöldið, þá voru seinustu orðin hans til mín: “Mundu það nú Scotty! Við verðum sam- ferða báðir á flotanum mikla, sem þangað leitar, þú og eg.” 6. KAPÍTULI. Eg svaf órótt um nóttina, því að kalda næt- urloftið var bítandi og kofinn sjálfur var opinn hér og hvar. En morguninn var fagur, og sólin vermdi mig, þegar hún kom upp, svo að eg var í bezta skapi við morgunverðinn. Og seinna horfði eg á mennina vinna og virtist hafa svo mikinn áíhuga á verkinu, að seinni part dagsins lét ráðsmaðurnn mig fara að vinna með þeim. “örláti maðurinn” hafði nú lokið bók sinni, og ætlaði að fara að byrja á annari. Og sama kvöldið fékk hann að láni hjá mér nokkra skild- inga til að spila sóló. Næsta dag sá eg rSðsmanninn, og sagði við hann: “Eg held eg verði að hætta vinnu hérna. j Vinnan hér er of hörð fyrir mig.” Hann Ieit á mig vingjarnlega og_mælti: “Það er svo, sonur sæll. En vertu ekki að hætta; þú getur farið að vinna við að moka sand.” Næsta dag byrjaði eg svo á vinnu, sem mér líkaði betur. Við vorum fjórir saman við þá vinnu. Við mokuðum sandinum upp á sigti, og síaðist þá ííni sandurinn gegnum sigtið, og var hafður í steypuna. En þetta starf var svo einhliða, að það var seig-pín^ndi. Við byrjuðum snemma morguns, í bítandi, nístandi morgunkuldanum, löngu áður en sólin gægðist yfir fjallabrúnirnar. Við sáum hana skríða líkt og snígil yfir loftið. Og þegar hún var komin upp, þá var hún svo heít, að við Þetta var allt svo einfalt. Það var holaður j ætluðum ekki að þola það. Og svo þegar á leið gangur inn í fjallið, sem mennirnir voru að fóðra með sementssteypu, og það var starf mitt og pnnars manns, að ýta sementvögnunum frá op- inu og þangað, sem það var brúkað. Félagi minn var Svíi, sem unnið hafði frá barnsaldri, en eg hafði aldrei unnið ærlegt dagsverk á æfi minni. Og það ítrasta, sem eg gat gert, var það að lyfta kössunum fullum upp í vagninn. Þá tók hin verulega vinna við. Við sáum nú ekki sólskin- ið lengur, því þegar vagninn var hlaðinn, þá urð- um við að ýta honum í sótsvarta myrkri fjórð- ung mílu upp á við. Fyrir ofan okkur var bjargið, og forðuð- umst við það, sem við gátum, að reka ekki höf- uðin í það. En hér og þar úr þakinu komu straumar vatns yfir höfuð okkar, og stundum fóru vagnamir út af járnteinunum, sem þeir runnu á. Kom þá berserksgangur á félaga minn er við lyftum vagninum á teinana aftur, og eg varð að lyfta með horium, þangað til æðarnar ætluðu að spring í höfðinu á mér. Og mér fanst tíminn vera svo voðalega langur. Russneskur sakamaður í saltnámunum í Síberíu hefði ekki getað haft meiri viðbjóð á vinnnu sinni, en eg. Svitinn blindaði mig. Það var eins og kvölin í höfðinu væri úr stáli, og hjartað barðist í brjósti mér, eins og það væri lamið með stálhamri, Og eg var sannarlega þakklátur, þegar við höfðum lokið við seinustu ferðina, og eg komst daginn, þá smaug hún niður fyrir fjallavegginn, en lyfti skýjabólstrunum með rósrauðum, glamp- andi litum; og þá kom kuldinn aftur, að nísta okkur gegnum merg og bein. Og þá kom kvöld stjarnan og allur stjörnuherinn, á loft upp; og þá lögðum við frá okkur skóflur og rekur, og réttum úr bakinu og hættum að vinna; og hröð uðum okkur til þess að ná í kvöldmatinn. En hvaða líf var þetta ekki?. Við hvíldum okkur svo, og átum og sváfum. Við fengum endur- gjald vinnunnar: að njóta sælustunda hvíldar- innar, að eta og sofa; eða lesa fréttablöð, eða bækur, í ró og næði að aflokinni vinnunni. Eg var hálf-órólegur út af manninum örláta, sem eg héðan af vil kalla óspilunarmanninn. Hann kvartaði um að hann hefði vöðvagigt, og gat ekki skriðið úr rúminu, nema til þess að eta máltíðirnar. Á hverjum degi kom ráðsmað- ur hans til hans, til þess að spyrja hann, hvort hann gæti ekki komið tii vlnnunnar; en hann varð einlægt verri og verri. En hann þoldi vel ' þjáningar sínar, og virtist einlægt vera glaður og ánægður. Og þetta hið jafna glaðlyndi hans olli því, að þeir fóru að kalla hann “Happy” — manninu. lukkulega. Hann spilaði einlægt upp á lukkuna. En hann hefir hlotið að vera óhepp- inn, því hann fékk lánaða seinustu peningana, sem eg átti.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.