Heimskringla - 03.08.1927, Blaðsíða 5

Heimskringla - 03.08.1927, Blaðsíða 5
WINNIPEG 3. ÁGIJST 1927 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. á fulloröins ár. I>á gefa þeir — oft ■naufiugir þó, — útrás efni og hugs- unum margra ára. Kristin Sigfús- dóttir býr með manni sínum á rýrS- arkoti i Eyjafiröi. Fimm börn eiga þau, og vinnuhjúahald hefir jöröin aldrei boriö. Húsmóöirin hefir ein oröiö aö gegna öllum störfum, innan húss sem utan. Menn sjá i hendi sér að lítig hefir veriö um stundir tfl lesturs og skrifta. En nú eru börnin aB vaxa og farin aö letta undir, og a seinustu árum hefir Kristín sent frá sér tvær bækur. Leikrit eftir hana var leikig i Reykjavík fyrir þremur árum, og var ágætlega tekiö. Nú ihefir Kristin, sem einu sinni ekki hef ir komiö til Reykjavíkur, aldrei i leik bús komiö. Samt sem áöur er bygg- ing otg stíll leikritsins aödáanlega af hendi leyst.. Þó standa smásögur hennar frá 1924 ákör hærra. Við eigum ekki mörg smásögusöfn, sem skara fram úr þeim að hreinleik og göfgi stíls og sannri og áhrifamikilli lýsingu manna örlaga. Kona úr Reykjavík, sem heimsótt hefir Kristínu Sigfúsdott- ur, hefir lýst fyrir mér vinnutilhög- un hennar. I eldhúsinu þar sem að húr, gegnif flestum húsmóðurstörf- um, hefir hún komið fyrir litlu borði með pappír og ritföngum. Og þar hefir hún skrifað smásögur sínar og leikrit, nokkrar setningar í senn, : milli þess sem hún annaðist mataf- pottana. Þriðja bókin frá 1924 er bindi af þjóðsögum, sem er hluti af stóru verki< Það er tekið saman og samið af verkamanni á Austfjörðum, Sig- fúsi Sigfússyni, sem að seinni tímar eiga vafalaust eftir að skipa á hærri bekk, en samtíð hans hefir gert. Þegar á unga aldri tók Sigfús Sig fússon eftir þvi, að í hinum stóru þjóðsagnasöfnum okkar, var ekki nema örlitill hluti frá Austfjörðum Hann einsetti sér að bæta úr þessum skorti.- Og með þrotlausri iðni og staðfestu, hefir hann varið lífi sinn til þessa starfs. Um 50 ára skeið ferðaðist hann um og safnaði efni, áö ur en hann fékk staf prentaðan. Til- raunir hans til að fá útgáfumenn að bókinni urðu allar árangurslausar. En hann lagði ekki árar í bát. Og nú er loksins byrjað á útgáfunni, sem verður í fjórum þykkum ■ bindum Ögiftur og heimilislaus hefir ha'nn lifað umrenningsliíi, í fiskiveruTn og kaupavinnu á sumrum, og umferða kennari á veturna. Seinustu árin hef ir hann þó notið ofurlítils styrks frá hinu opinbera, til þess að gera hon- um fært að undirbúa útgáfu safns síns. Þá er kannske saga fjórða og síð- asta ritverksins, sem eg hér ætla að minnast, á einkennilegust af þeim öllum. Fyrir 29 árum siðan var hér reist iholdsveikrahæli i námunda við Reykju Vik. Einn með fyrstu sjúklingum, sem vorti lagðir þar inn, var 15 ára ung- lingur ofan af Snæfellsnesi, að nafni Sigurður Kristófer Pétursson. Hann var af bláfátæku fólki kominn og tæp lega læs eða skrifandi. Hann var innlirliaður til lífstíðar, án framtíðar eða batavonar, eins og reyndar gildir um flesta sjúklinga þar. Framan af fannst honum að lífið myndi verða sér óbærilegt. En bókaást hans og lærdómsfýsn bjargaði honum frá að láta bugast. A spítalanum fékk hann i fvrsta sinn aðgang að bókum og tómstund- ir til lesturs. Lengi vel gleypti hann í sig allt, sem hann náði í, án að- greiningar eða tilgangs. Hann lærði ; dönsku, ensku, þýzku. eðlisfræði og mús’ík af sjálfum sér. Fingur hans voru svo spilltir af sjúkdómnum, að sjálfur gat hann ekki spilað, en þá tók hann að kenna öðrum sjúklingi, sem var blindur, en sem hafði heila fingur. Loksins fannst honum að hann finna lífsstarf sitt í guðspekis- stefnunni (Theoosophy) og hann tók að skrifa og þýða greinir uxn þá kenningu. En hann fann sárt til hvað still hans var (gallaður, og jafn- vel eftir að hann hafði eignast óað- finnanlegan stil gat hann ekki hætt að brjóta heilann uni hin leyndardóms- fullu lög hans. Arangur rannsókna hans á þessum sviðum, sem hann svo að segja gerði einn og hjálparlaust, var bók, er gefin var út 1924 með styrk úr visindarannsóknasjóð háskóla Islands. Hún fjallar um hrynjandi islenzks óbundins máls, og er ákaf- lega frumleg bók. Það geta verið skiftar skoðanir um margar reglur og ályktanir höfundarins en meðferð hans á efninu er aðdáunarverð. Aðr- ir munu halda verki hans áfram. — Sjálfur getur hann það ekki. Hann skrifaði þessa bók með síðustu kröft- um sinum, og dó hálfu ári eftir að hún kom út, aðeins 43 ára að aldri. V. Þekking Skandinavíubúa á Islandi, svarar nokkurn veginn til þekkingar Frakka eða Englendinjga á Norður- löndum. Alstaðar, og þó hvað helzt meðal smáþ'jóðanna, virðist það vera þegjandi regla, að ma#ur eigi að snúa sér að og líta upp til stórþjóðanna, en ekki minnka sig við það að líta niður fyrir sig til smáþjóðanna. Þetta stærðarmat þjóðanna er nokk uð einhliða, svo ekki sé frekar að orði kveðið. Auvitað er smáþjóð- unum nauðsynlegt að þekkja til stór veldanna. En á hinn bóginn geta lika stórveldin hafa ágóða af að kynnast dálítið meira smáþjóðunum, jafnvel þeim allra minnstu. A vorum tímum, serh þó virðast vera snauðari af yvfirburðamönnum en mörg fyrri tímabil, er frægum mönnum hossað af óstjórnlegum ó— hemjuskap, jafnvel niður til svartra hnefaleikara og kvikmyndadrotninga Það er nauðsynlegt vegna siðferðis— legs heilbriigðis, að vera á verði gagn vart svo grunnfæru manngildismati. Menn megá ekki venja sig á að loka au^unum fyrir hinum hljóðlátu stór- virkjum allt i kringum oss, fyrir hetj- um hversdagslífsins, sem ekki áskotn ast aðrir sigurvinningar, en leýfi tii að berjast áfram, oig sem aldrei sjá nöfn sin með feitu letri á forsíðum heiinsblaðanna. Töluvert kennir lika hégómlegrar dýrkunar á stórþjóð- unum.i A meðan að Frakkland og Þýzkaland ekki hafa^ lært að jafna miskliðir sínar á sama hátt og Sví- þjóð og Noregur 1905, og Dann\prk og ísland 1918, er tæplega hægt að taka þau til fyrirmyndar á Norður- löndum. Hinar stóru mennimg^rþjóðir liafa engan einkarétt til að vera lönd hinn- ar miklu menningar. Enginn getur dáðst meira að menningu hærri stétt anna á Englandi en eg„ Að mörgu levti hafa þær náð hámarki mannlegs þroska. En jafnfraint verða menn að játa. þó songlegt sé, að sú menn- ing er ræktuð á óheilbrigðan hátt. Hún er byggð á rányrkju manns— kraft'ar, bæði út á við og inn á við. Hún fleytir rjómann af erfiði óþrosk ,iði i þjóðflokka Til Englands streyma auðæfi frá fjórum heimsálf- um Og það sýgur næringu úr vinnu lægri stéttanna En mikill hluti þe'rn eru i menningartilliti eins og eyði- mörk I sérhverjum af stærri bæjum Englands eru hverfi, sem menn helzt ekki ferðast um, jafnvel ekki að degi til, þjóð, sem byggir á slíkri sandkviku hlýtur að vera bæði göll- uð og háskaleg fyrirmynd smærri og vanmáttugri þjóðum. — Vér Islendingar reisum ekTci hallir. Menning vor hefir enga turna, sem bera við loft úr fjarska. En eg leyfi mér að fullyrða, að í tvennum skiln- ingi byggir engin þjóð á traustari igrundvelli en vér gerum. Það sem vér erum og eigum, höfum vér aflað oss af eigin ramleík. Látum aðrar þjóðir vera hreyknar af landvinning um sinum. Vér erum mikillátir yfir að hafa aldrei auðgast á öðrum þjóð um. Vér höfum verið féþúfa ann- ara þjóða, en þær aldrei vorar. Það gefur okkur rétt til að vona, að framtíðin verði ekki erfiðari en for- tiðin. Og innan vors litla ríkis höf- um vér komið á jafnrétti, sem er eins dæmi. Ef hægt er að' segja að draumarnir um höfðingja-þjóðveldi hafi nokkurn tíma nálægst veruleika, þá er það helzt á Islandi. Hver og einn hefir aðgang að öllum þeim and legu verðmætum, sem við eigum. Og þannig höfum vér, á okkar hátt, leyst úr vandamálum okkar litla þjóð- félaigs. Vér getum haldið uppi bók- menntum af því að allir hjálpast að. Og vér höfum gert meira. Vér höf um stefnt beint á markið. Hvað er það, þegar öllu er á botninn hvolft, sem stórþjóðirnar eru að sækjast eftir, með landvinningum Sinum og verzlunarstriðum ? Menningarmeðöl um. En þær fara oft svo marga króka að takmarkið gleymist, og þær taka misgrip á meðulununi og tilganginum En á Islandi geta jafnvel þeir fátæk- ustu, eins og raun ber vitni um, lagt sinn skerf til af andlegum verðmætum. Og þetta verður fyr eða siðar veg- ur allra Evrópuþjóðanna. Þegar rán- yrkja á þjóðum og lægri stéttum líður undir lok, verða menn áð fara að greina á milli peninga og menning- ar. Og það verður að leggja aðal— áherzlu á að brýna fyrir fjöldanum, ekki einungis 'þekkingíirþrlá, heldfir einnig virðingu fyrir gildi hugsjóna. Hvers vegna þá ekki að veita eftir- tekt þeirri þjóð, sem hefir hafist a það jafnhæsta og traustasta alþýðu- menntúnarstig, við hin fátæklegustu efni. Eins og hin þéttbýlustu lönd, þar sem hver lófastór blettur er dýrmæt- ur, hafa verið brautryðjendur í jarð rækt, eins ættu að sjálfsögðu smá- þjóðirnar, þar sem allir ‘hafa af mörkum lagt sinn skerf til menning- ar að vera fordæmi á sviði mann— kynsræktar. VI. Þegar maður kemur af hafi frá Ev rópu og nálgast Islandsstrendur, sér maður landið rísa úr sæ eins og blá- leita borg með hvítum turnum. Og ósjálfrátt hugsar maður: Þetta er ekki land til að lifa á og yrkja. Þess- ir litir eru ekki litir lífsins. Þetta land er musteri náttúrunnar, skapað fyrir hugarfarsbetrun og bænahald. Þannig hugsuðu líka hinir fyrstu menn, sem stigu á íslenzka jörð. Hin- ir fyrstu íbúar voru keltneskir mein- lætamenn, sem komu til Thule á 7. eða 8. öld, til að dýrka guð sinn í hinni miklu einveru. Allt landið átti að vera eitt musteri, og þeir sjálfir fórn á altari herrans. Ef til vill hafa engir skílið Island eins vel og munkar þessir. Það hefði verð dásamlegt að láta þetta land, mitt í heimshafinu, standa eins og | musteri tveggja álfa, hæli þreyttra j nianna og stórsyndara. Þar hefðu brögðótir stjórnklækjamenn getað leitað að'sálu sinni, sem þeir höfðu glatað í völundarhúsum svikavefja sinna. Hér hefðu þeir getað dregið sig sjálfa til dóms, undir hinum bjarta, víðfeðma himni, í auðnarinn ar djúpu þögn. Þá hefði eitt land verið i heiminum, sem aldrei sá nein | börn fæðast, sem einungis sá menn j finna sjálfa sig. En þannig átti það ekki að verða. Þegar maður athugar kirkjur mið- aldanna, sést oft Og tíðum, að þær j eru byggðar þannig, að þeim má í fljótri svipan búa til hervarnar. Þær j eru i einu, musteri og varnarborgir. Við sjáum þar, hvernig lífið heimtar sinn rétt. Þegar frelsið er í veði, eru musterin ekki einu sinni of hei- lög til varnarnotkunar. I>etta er hin djarfa og háleita frumhugsun víkinganna, hinna nor- rænu landnántsmanna. Þeir reistu bú á Islandi fyrir sig og afkomendur sína. Þeir leituðu á j brott til að þurfa ekki að beygja sig j undir annara yfirráð' heima fyrir. j Þeir breyttu musteri Keltanna i alt- | ari frelsisins. Þeir komu hingað með hugan full an af sjálfbyrgum og eigingjörnum hugsunum. Þeir börðust um ve°- o? O 3 j völd, Hina heilögu menn flæmdu þeir burt. Vopnabrak kom í stað klukknahljoms. Engin hugsun var þeiin fjarlægari en að fórna sjálfum sér. En samt sem áður urðu afkomend- ur þeirra seinna meir að beygja sig undir lög musterisins. Gull þeirra rann til þurðar, sjálfstæði þeirra lamaðist, en þjóðin einbeitti sér að andlegum verkefnum. A seinasta augnabliki björguðu þeir hinu forna tannfé Germananna, og söfnuðu hin- uin æfagömlu þjóðsögnum i klassisk verk. Það nuin heimurinn ætíð veita Islendingum þakkir fyrir. Og hinn heilagi eldur er ekki kuln- aður dt hjá okkur enn. Kannske er það rétt, að vér höfum fátt stórra afreka að benda á frá seinni öldum. En þegar tekið er tillit til hvaða örðugleika við höfum átt við að etja, sést bezt, með hvílikri þraut- seigju bardaginn hefir verið háður, og hverju einstaklingar hafa til fórn- að. Stórvirki verða ekki mæld með alinmáli frægðarinnar einnar saman, eins og nútíminn virðist hafa til— hneigingu tl að gera. Einvígið við ofurefli verður að fá sína réttmætu viðurkenningu, ef að nokkurt rétt- læti er til i heinmium.’ I þeirri trú og þeirri von, að framtíðin leggi oss í hendur ný verkefni, stöndum vér áfram á þeim menningarinnar út- verði, sem hin eilífa vizka hefir sett oss. , y ----------x---------- Skrúðfararmyndin. Nokkur bréf hafa borist Jyóðhá— tíðarnefndinni um ágæti stóru mynd- arinnar, sem tekin var af vagni Is- lendinga 1. júlí s. 1., og um þá sögu- legu þýðinigu, sem hún hefir til sönn unar íslenzkri menningu, og sem al- þýðu fólks hér í landi var áður ó— kunn. Jafnvel háskólalærðir menn hafa játað vanþekkingu sína í þessu efni. Þeim hafði verið kennt, að brezka þingið' væri “Mother of Parliaments”, og lengra höfðu þeir ekki leitað eftir sönnunum. Þeim kom það því nokkuð á óvart, þegar þeir sáu, ekki aðeins auglýsingu á íslenzka vagninum um að þjóðþing þeirra frá 930 væri elzta lýðveldisþing i heimi, heldur lika. þá fvrstu þingsetu í lifandi eftirlíking — starfandi með lögsögumanni i forsætj. og hvern/ goðann eftir annan standandi á fætur til ræðuhalda í Lögréttunni, og sem Winnipegblaðið Free Press viður— kenndi að hafa verið hartnær alfull- komna eftirliking af fyrstu þing-- setu Islendinga, eins og sagan lvsir 'henni. Nokkuð margir hérlendir menn haf keypt mynd þessa, fyrir þá sögulegu þýðingu, sem hún hefir, og fvrir þá ótvíræðu sönnun, sem hún flytur um mennimgu og stjórnvísi Is- lendinga í fornöld. Þjóðhátíðarnefndinni er það á— hugamál, að Islendingar hvarvetna í þessari heimsálfu hafi samtök til þess að útbreiða sölu myndarinnar. Hún er einhuga þeirrar skoðunar, að myndin eigi að prýða veggi á hverju íslenzku heimili hér vsetra í Ame- ríku; af þjí: 1) Að emgin nivnd sé þar betur við - eigandi, eða hafi jafna þjóðernislega þýðingu, og 2) Veki nieira athygli horfend®- en flest annað, og- 3) Að hún leiði til umtals og örvi til eftirleitar upplýsinga í sögu Is- lands og afrek þjóðarinnar á öllum íviðum í fortíð Oig nútíð; með öðrum orðum, sé menntandi. Myndin er ódvr, $1.25, og fæst hjá íslenúku blöðunum i Winnipeg og hjá for- seta og ritara nefndarinnar. Pening- ar fylgi öllum pöntunum. Sendið pantanir sem fyrst og sern flestar, Nefndin. ----------X---------- ‘Stríðsvitleysa og ofsi.” Til sanngirni mun það mega telj- ast, að "Ölafur Tryggvason” fái að bera hönd fyrir höfuð sér, sé á hann ráðist af ófyrirleiúnum nrótstöðu— manni. Þess vegna langar mig til að biðja Heimskringlu fyrir nokkur orð til Sigurðar Júl. Jóhannessonar. Hann segir nýlega að á styrjaldar árunum hafi “Ölafur Tryggvason” fyLSt Heimskringlju með “stríðsvit-^ levsu og ofsa”. F„g ætla nú að leyfa mér að taka svari Ölafs heitins i þessu tilfelli. Fáum mun það skyld ara en mér undirskrifuðum, eins og flestum lesendum blaðsins er kunn- ugt. Um “stríðsvitleysuna” verð eg fá- orður. Heimsstyrjöldin er ekki skoð uð sem stórkostlegt vitsmunatímabil mannkynssögunnar. Engan veginn því óhugsandi, að jafnvel Ölafi heitn um Tryggvasyni hafi stundum fipast vit og rökfræði. Og við getum farið lengra: Hver vill halda þvi fram að þáverandi ritstjóri Voraldar hafi verið alvitur og óskeikull i dómum sínum um menn og málefni ? En það ámæli vil eg rösklega bera af nafna mínum Olafi Tryggvasvni, að hann hafi á hinum umliðnu hörm- ungatímum “fyllt blaðið” með “ofsa”. Og í þvi sambandi vil eg mæjast til þess við alla sanngjarna lesendur is- lenzkra blaða, að igera örlitinn sam- anburð á þáverandi Heimskringlu og þáverandi Voröld. Hvort blaðið var ofsafengnara? Hivort blaðið var stiltara og gætnara í framsetningu hinna ýmsu mála, er þá voru á dag- skrá'? Olafur Tryggvason — eða skuggi hans, réttara sagt — átti enga sök á heimsstyrjöldinni miklu. Heims- stvrjöldin sú var á skollin löngu áð- ur en hann tók við ritstjórn Heims- kringlu! Hermenn Canadarikis voru þá i þúsundatali á vigvöll gengnir. Stefnan þegar valin af meirihluta þings og þjóðar — þvi engir munu halda þvi fram, að meirihluti þjóð- arinnar hafi þá verið mótfallinn Canada-þátttökunni i styrjöldinni. Þá var orðið um seinan að bollaleggja, hvort striðið væri réttlætanlegt eða ekki, eða^ hvort málstaðurinn væri réttur eða rangur — skylda þjóðar- innar sú, undir þáverandi stjórnar- fyrikomulagi, að styðja ráðstöfun meirihlutans í þessu stórmáli, sem öðrurn. Að hefja eða feta mennta- eða þroskaleiðir, á öndverðum meiði við velferð herniannanna frá Canada, er háðu blóðuga baráttu við hina hættulegustu óvini, var( að stofna liíi þeirra í hina ógurlegustu hættu. Eng- inn sannur Canadamaður, sannur eftir þroska-mælikvarða sinnar tíð- ar, gat þá svikið föðurland sitt i tryfígðum. — Enginn sannur Islcnd- ingur hefði getað svikið Island und- ir sömu kringumstæðum. Eg hrósa hvorki* mér né öðrum, fvrir þatttöku i hinuni skelfilegu stríösmálum. Við að eins breytt— um samkvæmt lögum bongaralegrar skyldu, jafnvel þó sú skylda væri nauðungarkostur. Hugsandi einstak- lingar, er mannlifið brjóta ögn til mergjar, lofsyngja ekki blóðug stríð eða réttlæta. Hið villuráfandi mann kyn hefir i hinum blóðugu styrjöld- um hrakist út á þá glapstigu, seni óréttlætanlegii* eru. En Canada- þjóðin, ung og óþroskuð, átti enga sök á því að heimsstyrjoldin skall á og ekkert var eðlilegra, en að meirihluta þáverandi þjóðar fýsti að haga sér samkvæmt þeim settu reglum fortiðarinnar, að nýlendurnar slægj- ust i lið með heimalandinu í slíkum tilfellum En um réttmæti þeirrar stefnu var of seint að deila, eftir að út i hildarleikinn var komið. Að Siigurður bannfæri ílmlds- stefnu Heimskringlu, er ekki annað en eðlileg afleiðing af <*sök! (hér átt við blaðið á umliðnum tímum). En hversvegna þessi þrumandi Loka- dómur yfir íhaldsstefnu blaða eðla einstaklinga ? A sú stefna engan rétt á sér i mannheimi nú á dögum? ______ Sé svarið neitandi, hvi hreyfum við ekki því sama á vísindasviðinu ? Stefna hins þroskaða vísindamanns virðist oft og tíðuni réttnefnt sýnis- h°rn af bjargföstu ihaldi — slepp- andi engu, unz óyggjandi vissa er fengin fyr’ir hinum nýja sannleik. Við þurfum ekki lengi að róta um i heilabiri mannlegrar veru, til að átta okkur á þeim sannleika, að í— haldið sé í raun og veru mjög sarm- gróið mannlegu eðli. Við erum allir íhaldssamir einhversstaðar, ^f við i- hugum sjálfa okkur við Ijós skyn- seminnar. Samkvænit anda hins heilbrigða í- halds, hlýtur mannkvnið að viðhalda viðteknum löigum og reglum, unz vissa er fengin fyrir öðru fegurra og fullkomnara. — F.g skoða það gleðilegt tákn timanna, að Sigurður er töluvert að þokast í íhaldsáttina! Ur þvi sú tegund breytiþróunar hefir ögn mótað hann og lagað, mun hann átta sig betur á því marga og mikla, sem hann hefir ritað og rætt á um- liðnum æfidögum. Annars er grein hans “Kosninga- bergmál” réttnefnt djásn á blaða- svliðinn. Entginn Islendimgnr, fýo- eða síðar, hefir jafn rheistaralega farið í gegnum sig. O. T. Johnson. GEORG BRANDES. • (Frh. frá 5. bls.) hans fundið hljómgrunn. Það er vafasamt hvort nokkur rit önnur, er út hafa komið á Norðurlöndum á seinni árum, hafa greypt sig dýpra í hugi ungra nianna en bækur Bran- desar um styrjöldina og friðarsamn- ingana. Það er einnig vafamál. fyrir hvora herferðina hann hlýtur meiri orðstír fvrir dónistóji sögunnar: þessa siðustu, eða þá sem hann hóf fyrir 50—60 árum. Fjórir stórpólitiskir loddarar voru fyrir skömmu sæmdir friðarverðlaun- uni Nobels. Sú ráðstöfun hefir ef til vill fengið mörgum undrunar, en lítil ástæða er til að' telja slikt eftir. Ætla má að mennirnir hafi fulla þörf fyrir uppörfun í starfi sínu að undirbúningi nýrrar styrjaldar. — Georg Brandes fékk engin Nobels- verðlaun, fremur en Henrik Ibsen á sinum tírna. Engin ástæða er til að harma það. Hefði gamla mannin- um hlotnast sá heiður, er ekkert lík- legra en að það hefði einungis orð- ið til þess að vekja hjá honum tor- tryggni, þannig að hann hefði tekið að sþyrja sjálfan sig, hvað hann hefði unnið til saka. Nú auðnaðist honum að ganga í • dauðann með hreinan skjöld. Georg Brandes hafði engan glað- an fagnaðarboðskap að flytja heim- inum, enda var honuni óspart borið það á brýn. að hann væri ófrjór og önuglyndur bölsýnismaður. Nokkur sannleikur liggur í því. Hann sá ekki franitiðina í neinum töfraljóma. Hann féll ekki í stafi af aðdáun fyrir vél- rænu franifarabrölti tímans. Hann léði ekki eyra hverri bábilju, sem básúnuð er á strætum og gatnamót- um. 1 huga hans kenndi nokkurrar beiskju. Stundum mun honum hafa fundist áem væri hann stríðsmaður hugsjóna, sem horfnar voru úr þess- um heimi heilbrigðrar skynsemi, heið arleiks í hugsun, persónulegrar á- byrgðartilfinningar. Þá sjaldan hann á seinni árum leit upp frá starfinu og lét augun hvarfla út vfir flatlendið danska, þar sem vindmylnurnar gnæfa við loft, hefir hann ef til vill brosað í kampinn og heilsað sjálfum sér sem Don Quichote öðrum — riddaranum ódauðlega, er eyddi dögum sínum i baráttu við vindmylnur. Vafalaust hefir sjálf- kímnin átt sér einhvern afkima í sál hans. Enginn rnaður sér hugsjónir sínar rætast að fullu. Og nýir timar heimta ný viðfangsefni. Sú barátta, er Brandes stóð í um langa æfi, er engan veginn til lykta leidd. Nýjar kynslóðir verða að taka við þar, sem hann hvarf frá. Og baráttan hefir fluzt inn á nokk uð önnur svið. Hugsjónir æskunn- ar nú á tímum stefna sumpart inn á aðrar brautir en þær gerðu á æsku- árum Brandesar. Heimspekilegar fræðikenningar, trúmál og bókmennta stefnur er ekki efst á dagskrá nú á tímum. önnur viðfangsefni hrópa á úrlausn. Lífsþarfir, meir frumræns og jarðbundins eðlis, krefjast full- nægingar. Hrópið um rétt allra til þess að lifa lífinu þannig, að mönn- um sé samboðið, verður æ háværra. I m þenna rétt stendur nieginrimman i dag. Brandes þekkti þetta hróp og stóð alls ekki skilningslaus gagnvart upp- runa þess og réttmæti. Hann var einn þeirra manna, sem með starfi sinu hafa knúð fram þetta hróp og gefið þvi byr, þótt atvikin og aðstæð urnar yrðu því valdandi, að aðalstarf hans lá á öðrum sviðum. En fordæmi þafr, er slíkir menn gefa, verður ávalt eggjandi hvöt. A baráttutimum — hvað svo sem barist er um stælir það og stvrkir, að hafa fyrir augum mann, sem aldrei gefst upp, aldrei slakar á kröfun- um, en heldur afram að berjast fyrir þvi er hann hvggur að sé satt og rétt, jafnvel þótt hann standi einn upp á» móti heilum her. Það, sem allt veltur á að lokum, er ekki hvort vér getum trúað á hugsjónirn- ar, heldur hitt, hvort vér getum trú- að á mennina. Georg Brandes og lif hans allt sannar oss það, að stundum er maðurinn gerður úr ágætum efni- viði. (Iðunn.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.