Heimskringla - 03.08.1927, Blaðsíða 6

Heimskringla - 03.08.1927, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINOLA WINNIPEG 3. ÁGÚST 1927 Slóðin fiá ’98 (Skáld^aga úr Norðurbyggðum.) Séra Magnús J. Skaptason þýddi. I stóra, fagra sléttu. Að baki mér var gilið, skugga ] legt, eins og væri það heimili viltra, grimmra ! dýra, en fram undan mér var sólin að setjast, ' og varð þá dalurinn glóandi sem gullhella., Eg ’ stóð þarna eins og riddari hinna fyrri daga við ) brúnir töfralandsins, sællar minningar, en allt j sem eg sá var það, að maður kom upp stíginn. þar líka aðsetur ásamt mér. En eg lá á óhreinu gólfinu, og var þar fullt af flóm í miljónatali. og gerðu þær mér ónæði í svefninum. Og til þess að fullkomna eymd rnína, fékk eg krampa drætti af orange-eplunum, sem eg hafði etið urn daginn. Varð eg því glaður og feginn, þegar dagaði, og fór eg þá á fætur og lagði leið mína Einn morgun vaknaði eg urn kl. 6 um morg- uninn, og fann þá nældan við ábreiðuna miða frá kunningja mlnum. Bréfið var þannig: “Kæri vinur Scotty! Mér þykir það mjög leiðinlegt að skilja svona við þig, en yfirmaðurinn hérna er óvæginn við mig og heimtar af mér þetta 10 daga fæði. En fyrir það að eg er allur sundurslitinn af kvölum og sársauka, þá sé eg ekki annað ráð en það, að leggja á flótta. En eg ætla að skrifa þér til Los Angeles. Og vertu nú sæll og fylgi þér hamingjan. í>inn einlægur vinur, Happy.” Það varð mesta uppistand út af hvarfi hans. En hann var horfinn, og eg fékk óbeit á stað þessum. Eg hélt þó áfram vinnunni í tvo daga, og var sem rökkurský legðist yfir sálu mína, og eg fann það, að eg gat ekki haldið það út leng- ur. Eg fór því til umsjónarmanns vinnunnar og sagði honum að eg ætlaði að hætta vinn- unni. “Hvernig ætlar þú að gera það?” sagði hann hálf þykkjulega. “Mér þykir vinnan of tilbreytingarlaus.” “Tilbreytingarlaus! Þetta er sú lélegasta ástæða, sem eg hefi heyrt nokkurn mann bera fyrir sig, til þess að hætta vinnu. En hver og einn maður ætti að vera kunnugastur sínu eigin starfi. Eg skal gefa þér ávísun fyrir því, sem þú átt inni. Meðan hann var að skrifa ávísunina fór eg að hugsa um þetta, hvort það væri virkilega svo. En þó að það væri hin mesta flónska af mér að gera þetta, þá var þó eitt, sem var meira áríð- andi en allt annað, og það var að komast burtu þaðan sem allra fyrst. Eg geymdi nú vandlega pappírsmiðann, ceð kaupinu fyrir vinnuna, og fór að finna einn verkstjórann, sem einlægt þjáðist af meltingar- leysi, og var því oftast í vondu skapi. Hann leit með heldur ljótu brosi á miðann og fékk mér hann svo aftur. “Já, farðu með hann til skrifstofunnar okk- ar í Oakland, þar getur þú fengið peninga fyrir hann.” Eg hafði staðið þarna vonarfullur, því að eg hafði haldið að eg fengi peninga út í hönd; fyrstu peningana, sem eg hafði unnið mér inn á æfinni (og það með hörmungum). En nú horfði eg á hann með kvíða miklum, því að það voru 200 mílur til Oakland, en eg var þarna al evg peningalaus. “Getur þú ekki látið mig fá peninga fyrir miðann hérna?” stamaði eg út úr mér. “Nei,” svaraði hann drumbslega. “Viltu þá ekki gera það?” “Nei,” svaraði hann og sneri við mér bak inu. Eg sneri mér frá honum agndofa og sár- aumur. Þegar eg sagði hinum verkamönnunum frá þessu, þá urðu þeir reiðir, og fóru að verða hræddir að því leyti, sem þetta snerti þá sjálfa. Fyrir augum þeirra gerði eg málstað félagsins eins svartan og eg gat. Svo tók eg ábreiðurnar mínar og fleygði þeim um öxl mér og labbaði niður gilið. 8. KAPÍTULI. Eg var þarna að æfast í reynslunni, og þeg- ar eg flýtti mér ofan eftir gilinu, þá skaut morg- uninn um loftið geislum sínum sem lárviðarblóm um, og eg fór að fá meiri þrótt í mig. Það var mér sönn gleði að vera að fara burtu þaðán, og vera kominn af stað. Endurminningin um und- irgöngin og sandgröfina, var sem martröð á huga mínum. Rauða blóðið í æðum mínum svall og ólgaði, og allir mínar vöðvar stæltust með stolti yfir því, hvað þeir gætu haldið út; en sjálfur horfði eg ótrauður og öruggur út í framtíðina. Eg flýtti mér því, til þess að komast sem fyrst til Orangelundanna, og- lá þá nærri að eg stigi með hælnum ofan á ljósblátt bréfumslag, sem lá þar á brautinni. Eg tók bréfið upp og skoðaði það, og sá að það hafði inni að halda uppdrátt og skýrslu á starfi því öllu, sení við höfðum verið að vinna að. Eg stakk því fljót- lega í vasa minn. En rétt á eftir þessu kom þar maður ríð- andi, og stöðvaði hest sinn, er hann náði mér. “Heyrðu, ungi maður,” mælti hann, “þú hefir þó ekki séð blátt bréfsumslag hérna á veginum?” Það var eitthvað það við þenna mann, sem æsti mig upp á móti honum. Eg var maðurínn sem varð að þræla; eg var maðurinn í óhreinu strigabuxunum, hann hrokafullur og drembilát- ur, í svörtum klæðisfötum og hvítri skyrtu. “Nei,” sagði eg þyrkingslega, og hélt svo áfram leiðar minnar, og heyrði hann svo ríða hvatlega upp gilið. Það var nærri komið kvöld, er eg kom út á Hann var riðandi á göngunni heimleiðis og hafði til Los Angeles. undir annari hendinni lifandi kalkúnu, en í hinni hendinni hafði hann stóran brúsa af rauðu víni. Hann bauð mér þegar að dreypa á brúsanum, er hann hitti mig. Það var jólabragur á honum. og hann var Skoti eins og eg, svo að eg þáði þetta fúslega og setti stútinn upp að. munnin- um, en botninn vissi upp. Hann var glaður og kátur þarna, og vildi að við færum að syngja “Auld Lang Syne”. Við gerðum það svo þarna á heiðinni, tókum saman höndum og brýndum röddina eins og við gátum, og þarna létum við báðir eins og við værum orðnir bandvitlausir. Enda var nú hátíðin að byrja — jólahátíðin — svo að það var ekkert meira um það. Þar sá eg fyrsta Orange-lundinn. Eg hljóp þangað á stökki og tíndi mér fjóra stærstu á- vextina, sem eg sá. Þeir voru* grænir á lit og súrir mjög; en eg hirti ekkert (um það, og hætti ekki fyr en eg vár búinn með þá alla. Þá fór eg burtu og hélt leiðar minnar. Þegar eg kom inn í borgina, fór hjartað að stíga í brjósti mér. Eg mundi þá, að eg var peningalaus, og var ekki búinn að læra að láta mikið, eða sem eg hefði nóga, þó að vasarnir væru tómir. Jæja, eg hugsaði mér þá, að eg skyldi prófa ávísunina, og fór inn* í vínsölubúð til þess, að vita hvort veitingamaðurinn vildi ekk láta mig fá peninga út á hana. Veitinga maðurinn var þýzkur, glaðlegur maður og virtist mér skína út úr andliti hans þetta: “Vertu vel- kominn, vinur minn.” En köldu, perlugráu aug- un hans virtust spyrja: “Hvað miklu get eg náð út buddunni þinni, drengur minn?” Eg fór mest eftir augum hans. Þegar hann sá ávísunina, sagði hann: “Nei, eg snerti þetta ekki. Eg hefi svo oft verið prettaður með þessum ávísunurti. Guð minn góður, taktu þetta burt frá augum mín Eg hné niður í stól einn. Varð mér þá 8. KAPÍTULI. um. litið í spegil og sá þá andlitið á mér, og hvað kinnarnar voru fölar og holar, og hvað eg leit illa út og var þreytulegur. En veitingahúsið var troðfullt af gestum. Því að nú var jólahá tíð, og voru menn að byrja að kasta teningum um jólagæsirnar. Þær voru þar þrjár að brölta á gólfinu. En úti í horninu var pósturinn að spila við rauðhærðan mann, hvor þeirra ætti að hafa tækifæri að bjóða í eina þeirra. Eg hálfdottaöi og sat kyr og rólegur; eg heyrði óminn af samtalinu. “Umslag .... töpuð skjöl .... ]öng bið!” En nú settist eg upp, og mundi nú eftir bögglinum, sem eg hafði fundið. “Voruð þið að spyrja eftir töpuðum skjöl um?” spurði eg þá. “Já,” sagði maður einn með ákafa, “hefir þú fundið þau?’ Eg sagði ekki að eg hefði fundið þau, en ef að eg gæti fundið þau fyrir þig, hvort mundir þu vilja gefa mér peninga fyrir þessa ávísun? “Áreiðanlega,” segir hann. “Góður greiði verðskuldar greiða á mcti. Komdu með skjölin og þá skal eg láta þig fá peninga fyrir ávísun ina.” Andlitið á honum var hreinskilnislegt og glaðlegt. Eg tók svo bréfið upp úr vasa mínum og rétti honum það. Hánn rendi augunum yfir innihald bréfsins, og sá að það var allt eins það átti að vera. “Þetta sparar manni að fara til San Franc isco,” sagði ha'nn fullur af gleði. Svo sneri hann sér að veitingaborðinu, og bað um drykk handa öllum sem inni voru. Þeir urukku allir upp á hans kostnað; en mér sjálf-um virtist hann hafa gleymt algerlega. Eg beið við dálítið. En svo gekk eg fram með ávísunina hendinni og sýndi honum hana. “Ó, þetta er ávísunin,” sagði hann. borga þér enga peninga fyrir hana. Eg var bara að spauga við þig.” Nú svall mér reiðin í brjósti, svo að eg skalf eins og hrísla í stormi. Þú ætlar þó ekki að svíkja loforð þitt’” spurði eg. Hann virtist verða ruglaður. “Já. Eg get það ekki. peninga.” Eg hefi enga smá- Hvað eg myndi hafa sagt, eða gert veit eg ekki, þvi að eg var því nær óður orðinn. En Þa greip maðurinn, sem keyrði póstinn, miðann ur hondunum á mér, og mælti um leið: “Heyrðu, eg skal láta þig fá peninga fyrir ávísunma. En eg borga þér ekki meira en 5 dollara fyrir hána.” Eg vildi hafa fjórtán, en nú var eg orðinn svo vonlaus um, að eg nokkurntíma myndi fá cent út á hana, að eg varð guðs feginn að taka við fimm dollurum í gulli, sem hann fékk mér. I>arna raknaði nú fram úr fyrir mér. Það var komið miðnætti, þegar eg bað Þjóðverjann um herbergi. Hann sagði að það væri svo fullt hjá sér, að hanji hefði ekkert herbergi til. En fyrst eg hefði ábreiður mínar, þá gæti eg farið út í kofann á bak við húsið. Hann væri þur og góður. Og það gerði eg. En f hænsnin höfðu Los Angeles borgin verður héðan af rituð með gullnu letri í skjölum endurmininga minna. Eg | kom þangað sá)r og aumur, úr hinum ómjúku greipum stritsins og vinnunnar, en nú fór eg baða mig í greipum aðgerðaleysisins, án þess að lyfta hendi til nokkurrar vinnu. Það var lát- laust sólskin, og allt var svo rólegt á bókastof- unni, og inn um opna gluggana lagði ilminn af magnólíutrjánum. Og það var svo ódýrt að lifa iarna — svo ótrúlega ódýrt. Eg þurfti ekki að borga nema 75 cent á vikunni, og fyrir 10 cent gat eg fengið mér miðdagsverð, góðan og mik- inn. Eg fékk súpu, fisk og kjöt og garðmat, og bíting og eina flösku — litla náttúrlega — af léttu víni, allt fyrir 10 cent. Og þarna las eg og sat í draumum mínum, eða eg ráfaði um stræt in og lifði á daginn í draumkenndum unaði far- sældarinnar. En fimm dollarar taka einhverntíma enda. Og þá kom tíminn, er eg neyddist til þess að fara að vinna aftur. Eg verð að játa það, að mig hálfhryllti við því, að fara að vinna harða vinnu aftur. En þó reyndi eg nokkrum sinnum að fá hana. En eg hafði einn ókost vondan. Eg var bæði stoltur og feiminn. Og væri mér einu sinni neitað um vinnu, þá reyndi eg ekki að leita hennar aftur þann daginn. Mig vantaði ger- samlega allt sjálfstraust, en það er nauðsynlegra en allt annað við vinuleitun, og svo lenti eg aftur í hóp vandræðamannanna, sem ekki ganga út á vinnustofunum. Loksins var það morgun einn, að eg átti ekki annað eftir af fimm dölunum, en 25 cent, það var aleiga mín. Eg hafði leitað eftir vinnu við diskaþvott, en mér var hryssngslega neitað. Settist eg þá einn á bekk einn, í þessum erfiða stað, og fór að tala við sjálfan mig. Nú er það loksins komið svo langt, að eg, Athol Meldrum, af göfugum ættum og alinn upp sem Hálendingur, neyðist til þess að fá að læra að saxa kjöt og kálmeti í lélegustu matsölu- búð. Sannarlega er eg fallinn langt niður. — Hvaða réttlæti er það að setja mig neöar en hina aumustu og lélegustu vinnuþræla?. Eg hefði þó getað látið mér líða vel í Norövesturlandinu, við það að ala upp feitar og fallesar kindur, sem eg átti sjálfur. Og ef að eg skrifaði heim, þá fengi eg undireins hjálp. En hvað sýndi það? Eg játaði á mig, að eg hefði gugnað og gefist upp. Eg tapaði öllu sjálfstrausti. Játaði því sjálfur, að eg væri einskis virði. Nei, nei! Eg geri það ekki. Hvað sem yfir dynur, skal eg halda áfram og aldrei láta mig — aldrei gugna. En rétt í þessum^ svifum sá eg skrifarann koma og skrifa á borðið á veggnum. “Það vantar mann til þess að bera fána.” “Hvað mikið fæ eg fyrir að gera þetta?” spurði eg. - “Ó, eg held þeir borgi 25 cent um klukku- tímann, fyrir það,” sagði hann kæruleysislega. “Þarf maður að hafa nokkra æfingu til þess? spurði eg aftur. Nei. Eg held jafnvel að þú getir gert það fyrir þessa peninga.” Eg lét nú af heruli seinustu 25 centin mín. og var mér sagt að eg skyldi fara til Sheeny- búðarinnar á Broadway. Var mér þar fenginn fáni mikill, og stóð, á honum með stóru letri: “Great Retiring Sale” (stórmikil uppgjaf'asala) og svo framvegis. Eg fékk þeim svo seinustu 25 centin mín og lagði svo á stað, og lá nærri því að eg hálf- skammaðisP mín. En það fór af mér, þegar frá ifleið, og eg gekk þarna um strætin fram og aftur og fann ekki til þess, að eg væri að vinna erfiða “Eg’vinnu, enda hafði eg nógan tíma til þess, og eg gat þarna hugsað um hvern grefilinn sem eg vildi, jafnvel heimspeki, ef að mér hefði komið það til hugar. Og eg hefði gengið þarna hugs- unarlaust einlægt áfram, ef mér hefði ekki óvart orðið litið á fánann, sem eg bar, og tekið eftir því,- að þar stóð með stóru letri: “Retireing Sale”, Eg ætlaði að hníga máttvana niður af hryllingi. Eg hafði ekkert á móti því að bera fánann, aug- lýsinguna. En að bera aðra eins hroðalega prentvillu! Þeir kunnu ekki að stafa, sem höfðu letrað þetta. Það átti að vera “Retiring Sale”, en ekki Retireing”. Þetta voðalega “e átti ekki að vera í orðinu. En sá bjálfi, sem skrifaði þetta? Eg sneri undireins við, og ætlaði að af- segja að bera þessa bannsettu vitleysu lengur. En )il allrar hamingju var orðið áliðið dags, o eg hafði farið um flest stræti bæjarins, þegar eg kom til þeirra aftur, svo að eg fékk einn dollar fyrir starfið. Það var dýrindis dollar. Eg lifði á honum í heilan mánuð. Og eg skal segja yður, vinir mín ir, hvernig eg fór að því, svo að þið rengið mig ekki, en þetta var allt svo undur létt. Fyrst af öllu sagði eg gömlu konunni, sem leigði mér herbergið, að eg gæti ekki borgað henni fyr en eg fengi vinnu, og að hún gæti haft ábreiðurnar mínar að veði þangað til. En þá var nú eftir að hafa eitthvað að eta. En út úr því komst eg þnnig, að eg keypti mér 5 centa virði af gömlu, upp þornuðu brauði, og þetta át eg í herberginu mínu, og drakk með því hreint uppsprettuvatn. Og þurfti eg ekki annað en að ímynda mér, að brauðið væri kjöt og vatnið ljúffengt vín. ímyndanin gerði þetta allt sam- an — breytti brauðinu í kjöt og vatninu í lúf- fengt vín. Þarna kostaði morgunmaturinn og miðdagsmaturinn svo sem ekki neitt, en á kvöld- in fór eg á Gospel Hall (Guðspjallahöllina). Þar var vanalega fullt hundrað manns. Þeir sungu þar sálma af kappi og ákafa, svo miklum, að þeir hömuðust, og svo fluttu hinir og þessir ræður um guðsríki og ‘góða kirkjulega siði. En þegar það var búið, fengu allir kaffi og stóran hleif af brauði. Og kaffið var svo ilmandi — og það var brauðið ekki síður. Við lok þriðju vikunnar fékk eg vinnu við það að tína Orange-epli. Vinnan var sú, að við reistum langa stiga upp í trén, en þau voru öll krök af ávöxtum, og þegar viö vorum búnir að sópa ofan af trjánum, og láta ávextina í poka, þá vorum við ánægðin Þaö er einhver sú skemtilegasta vinna, sem eg hefi unnið. Hinir, sem unnu með mér, voru frá Mexico, en mig kölluðu þeir “Gringo”. Vanalega fékk eg 50 cent í kaup fyrir daginn. Þó fékk eg einn daginn 70 cent, og voru þá ávextirnir óvanalega stórir. Enda þóttist eg mikill maður' þá um kvöldið. Að öllum líkindum hefði eg haldið áfram við vinnu þessa, og verið ánægður, að sitja þarna uppi í stiganum í toppum trjánna, glóandi og Eg varð þess þá var, að eg var orðinn eigndi íð fjögur hundruð níutíu og fjórum centum * — nærri fimm dollurum. En það ríkidæmi! Nú flaug mér sem leiftur í hug, að þegar eg væri orðinn svona ríkur, þá skyldi eg nú gera það, sem mig svo lengi hafði langað til. Eg skyldi fara að ferðast. Og svo flýtti eg mér og keypti mér farseðil með járnbrautinni til San Diego í Californíu. Ennþá einu sinni var eg kominn af stað aftur. 9. KAPÍTULI. Þegar eg var búinn að vera nokkra daga í San Diego, þá var eg nærri þrotinn að skilding- um, og sá þá að mér var bezt fara að komast burtu þaðan, og með Iéttu hjarta og Ijúfu geði labbaði eg af stað, og fór gangandi járnbrautar- leiðina til Los Angeles. Ef að það er heillandi fyr ir göngumenn, að vera peningalitlir á ferðalagi, var eg vissulega einn þeirra manna, því eg átti ekki einn einasta skilding í eigu minni. En eg hugsaði mér, að drottinn liti eftir börnum sín- um. Og þegar eg varð svo svangur, að eg þoldi ekki við, þá kom eg á bæina og bað fólkið um brauöbita, og kvaðst fúslega skyldi saga fyrir það. Það hefir líklega verið æsku minni að þakka. Eg bar mig klaufalega að við beining- arnar, en fólkið tók þessu vel og gerði æfinlega vel til mín. Járnbrautin liggnr með sjónum á löngu svæði. öldurnar voru margar mílur á lengd, og var niður mikill, er þær skullu á ströndinni. _ Sólarlagið var undur fagurt, en stundum voru stormar miklir, og vildu þá eldingar oft skjótast ur skýjunum. Á kvöldin byggði eg mér vanalega kofa eða skýli, til að sofa í, úr brautarstaurum sem hafði verið fleygt, og kveikti mér svp eld, því eg var hræddur við kvikindi þau, sem eg sá skríða um á daginn. Eg heyrði úlfana kalla, í hæðunum, og eitthvert urg heyrði eg úr þykku brösunum. En tennurnar glömruðu í mér af kuldanum, og það hélt mér vakandi, þangað 'til að eg tók vasaklutinn minn og batt honum um háls mér. En þó að svefninn væri ekki sem beztur, þó að eg yrði meira eða minna blautur af næturdögginni, þó að eg væri hálfsoltinn og þreyttur af göngunni, þá virtist eg með hverjum deginum verða hraustari og hraustari. En svo beygðist leiðin frá sjónum, og lá nú um graslendi mikið og fagurt, líkast enskum skemtigarði. En svo aftur fram hjá kviksyndis- mýrum, og aftur kom eg í gripalandið, með nautaréttunum og einstaka kúahirði. Þá man eg líka eftir spönsku kristniboðshúsi, og svo kom eg aftur til Orangelundanna, með djúpum skurð- um til að hreinsa upp landið. Og hitti eg þar tvo menn — flækinga eins og eg var sjálfur — og urðum við samferða margar mílur. Eina nóttina sváfum við í frystivagni, g fannst mér þá um nóttina að ískögglar lægju við bakið á mér. En þeir voru þungir til gangsins. En morgun emn stálust þeir með farangurslest, og skildum við þar. Mér þótti vænt um að losna við þá, því að mér sýndust þeir ekki vera vel hreinir, og hryllti við þesskonar fénaði. Þegar eg kom til Los Angeles, þá fór eg undireins á pósthúsið. Var þar bréf til mín frá hinum “glataða syni”, dagsett í New York, með fimmtán dölum, sem hann skuldaði mér. Bréfið var á þessa leið: “Eg kom heim til feðrahúsanna, þreyttur og ferðalasinn af ganginum. Feiti kálfurinn beið mín þar. Eg varð fljótt þreyttur af því öllu sam an. Mættu mér í “Frisco” í lok febrúarmánað- ar. Þá skal eg koma með Ijómandi uppástungu. Láttu mér ekki bregðast það. Eg verð að hafa félaga, og þú ert maðurinn, sem mig vantar. — Líttu eftir bréfi á General Delivery.” Framh.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.