Heimskringla - 03.08.1927, Blaðsíða 7

Heimskringla - 03.08.1927, Blaðsíða 7
LZ61 XSriQY 'S ÐBdlNNIAV HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA. \ VER SPYRJUM. Ei er vanzi anda mannsins út um geima hugnáms sveima, og á gátum lausnar leita, iífsins sjóla að tignarstóli; dásemd kanna dulins ranna, og draum óljósum ráðning kjósi. En hitt er satt: í himinbratta hverfur þróttur vorum dróttum. Skyn ef kanna mætti manna megingeima sólnaheima, hvort þá kynni heima að finna himinssjóla á veldisstóli? Eða máske að hinn hái eins sé nærri, hvergi fjarri, hvar sem vér í alheim erum undir tjaldi hans og valdi. Skynheim utar ekkert vitum, ei á gáitum ráðning hljótum. Herra ei kunnum hæstan finna, hann því utar skynheim situr. Segjum fylli alheim allan æðstur drottinn geims og hnatta. En hvernig er hans háttað veru? Hvernig má vor skynjan sjá hann? Sólin hverfur sínu kerfi, sjálf þó haidin æðra valdi. Eru kerfin öll að hverfast utan um sól á miðpúnktsstóli? Hreyfiþunga er haldi gangi heims í sterku sigurverki, stjórnarafl í stjörnutafli, stöðvar máttar. Er það drottinn? Vizka og þekking voga ekki, vér þótt beiöum, svör að greiða. Trúin ein þá úrlausn reynir, örugg þykist, vitar biika: Dýrðleg verkin, vísdómsmerkin vitni bera um guðdómsveru; og skaparans mál í skýrum sálum. Skynlaus máttur ei er drottinn. Fræðin enn oss kristin kenna, að komi guð á jörðu niður. Ferðamaður þá hann þáði þekka hvíld í Abrahams tjaldi. Og við Jakob lipran lék hann iangan tíma snarpa glímu; hann þó félli á kné að velli hörðu af Jakobs glímutaki. Hvað skal lengi halda að mengi Hebreafræði í trúarræðu? Ásjón milda alheimsvaldar enginn maður hefir skoðað. Helgisagnir sjóta og ragna sjást í Ijóðum fornra þjóða. Hefir trúin til þar búið tál og blekking, andstætt þekking. Kaldeaspeki er kafin ryki, í1 klefa gleymsku, nærri heimsku. Hún sem dáðu helztu þjóðir, og héldu í lotning vizkudrottning. Munu ei' gyðjur manna niðja mæta allar slíku falli. Óháð skynsemd úr þá vinsar aldasora gullið dýra? Reynir þekking ríki að stækka, af rúnum dulum svifta hulu. Henni þökk. En þó mun ekki þörf á trú nein rýrnun búin. Þekking vandi stefnu og standi stýrið-við á eigin sviði. Síðan trúin, til þess búin, taki völd í áframhaldi. B. Th. Þegar eg sá mynd af Bólu-Hjálmari A því hef eg heilan grun, höldum frá því kynni; Bólu-Hjálmars niyndin mun margra gleðja sinni. 1‘egar hana sjón min sá, sinnií gerði kæta; langa stund eg starði á stefja-þidinn mæta. Eins þá fyrir utan spaug, æ því miður hressar, hraðast í minn hausinn flaug hugleiðingar þessar: Skömrn sú varla verður rengd, víst þó mannúð grenni: nærri dó úr sárrj svengd sálar jötunmenni. / Um hann vöfðust ellibönd, við efnaleysi bjó hann; kveðandi með kreppta hönd í kofahreysi dó hann. Þanniig burt úr þrautum fór, þreyttur hné til moldar gróforður og gáfnastór greppur Isafoldar. Þótt sum kvæðin, miður mild, megna veki óra, haldgóð braga háfleyg snilld hans mun lengi tóra. Reginöfl því ráða tvenn, reið og mild; það sönnum, að gæfan verður annað en atgervi hjá mönntim. Sig. G. Gíslason. kOSNINGAVISA. Ljitri klingja lýgi. — Enn lasta þyngist vasi; æru þvinga oftast menn í kosninga-þrasi. S. G. G. ----------x--------- Hringhendur. Mjög þó sinnir menntalind, mærð, ög linna dýnu. Garðars kvinnu glæsta mynd geyni i minni þínu. Snælands blóðið, hreysti hert, hleypir glóð um kinnar. Sýndu þjóð að sannur ert sonur móður þinnar. Jón Þorkelsson. P. S.: Mimis krús á mjöðinn spör, minnishús það beygir. Kjalars brúsa keyri að vör, hvag sem “Fúsi” segir. J. Þ. Þjóðlífs sanda svellur við sollinn andi tiðar; ægir “landans” frægð pg frið, fleiru grandar siðar.' Andans gróðttr eyðist því, ýrnsu flóðið ryður. Gleymskumóðum marar í margur góður siður. Norræn tunga dregst í dá, dagsins þunga kafin. Mörg hin unga ósk og þrá er i drunga vafin. Frónskir vormenn, verið á verði, — sorirvn spillir. Hafið þor að hrinda frá hverju er sporin fyllir. Finnist skarð í feðra arf — flestum arði stærri, — Uyggja varða viðar þarf, varnargarða hærri. Kristian Johnson. ----------x---------- “Stormar.” Sjónleikurinn með þessu nafni var leikinn hér i Arborg 22. þ. m. (júlí) Aður var nýbúið að sýna hann i Geysirbyggð, og þaðan eru allir leik endur, og þeir sem honurn stjórna, og hafa á stað koniið. Mig langar til að minnast þessarar kvöldstundar hér, sem veitti mér mi'kla ánægju, og hefir skilið eftir í huga mínum meiri og alvarlegri minningar en nokkur annar \islenzk- ur leikur, að undanskildum “Kinn- arhvols-systrum”, seni eg hefi séð og veitt aithyigli. En því miður er eg ekki fær um að rita um þenna leik, og meðferð hans alla eins skýrt og væl sem vig ætti. Að flestra áliti varð hlutverk leikendanna þeim til stórsóma, auðviltað þátftaka þeirra og hlutverk mismunandi og misgóð. En þau stykkin, sem bæði voru löng, afar erfið og tilfinningarík, voru leyst af hondum af alveg ótrúlegri snilld. að skilningi og ailri fram— kotnu, og haft hlfðstæðar allar á— stæður þessa góða fólks, sem fyrir þessu berst, þar sem búskaparann- ríkið er sýknt og heilagt alla daga jafnt, vetur og sumar, þá mátti kalla með afbrigðum hvað vel þetta tókst. Mér var sagt að sum hlutverkin væru 36 blaðsíður að lenigd og þar í kring. Þó var ómögulegt að merkja að nokk ursstaðar fipaðiat, allt rann reip- rennandi. Og mér vitanlega var eng- inn vanur eða æfður leikari til þess að æfa eða leiðbeina þessu fólki. Og því álít eg það ófyrirgefanlegt mók eða sinnuleysi að minnast ekki með velvildarhug þessa fólks, eða flokks, seni svona mikið leggur á sig, og svona aðdáanlega vel leysir sitt hlut- verk af höndum. Leikritið er i fjórum þáttum, eg aðallega stríð á milli atvinnurekenda og verkamanna, og verður sá voða stormur ákaflega ægilegur í þriðja þætti, þar til hnúturinn er höggvinn sundur með braki og brestum við dauða verkgefandans, sem var mjög nýtur niaður og hafði sem sagt byggt upp þenna fjörð, sem hann rak sild- arveiðina og verzlunina við. Þar voru i bvrjun aðeins fáir ósjálfstæð- ir og bláfátækir mannræflar. En þessi atorkumaður (Asdal) kom lagi á allt, og hvatti menn til samheldni og dugnaðar. Og ðllum leið þolan- lega vel, og fengu sín laun borguð og lifðu í friði og ánægju árum sanian. Þar t,il nútíma óánægjan gróf alla dyggð og trúmennsku sund ifr, öfund og órósemi heltók hjörtu verkþiggendanna yfir því að útsjón- ar- og atorkumaðurinn varð ríkari en þeir, og blóðrauða Bolshevikkæðið hlevpti vitfirring í allt, og varð til þess að maðurinn, sem lif þeirra og veligengni var lengi búin að vera bundin við, hneig dauður niður, á— samt fleiri erfiðum aðkösitum, sem að þessu lutu, og þar endar þriðji þátt- ur. Allar eignir þessa mæta manns voru gerrúnar, og hans óviðjafnan- lega góða og skynsama kona eftir- skilin eignalaus ásamt fullvaxta einkadóttur. Eiginlega verður endir efnisins og fjórða þáttar, eins og þessar máls- greinar bera með sér: Tryggvi gamli, mesti dyggðakarl og ágítitispersóna, sem lenigi var bú- inn að vera hjá kaupmannshjónun- um, segir: Sá er nu horfinn, sem bezt skip- aði fyrir verkum hér í firðinum.” En Baldur, sent varð tengdasonur frúarinnar, eftir langa, undangengna baráttu, mesti táp- og efnismaður, svarar þessu: “Eg skal reyna með guðs hjálp að taka upp merkið hans. Taka þaö upp með nýjunt hætti — ,gefa hverj- um manni hlutdeild í hvorutveggja, á- bvrgð og arði; einhver verður að ríða á vaðið á nýjan leik.” Þetta verður hugsjónaendir skálds- ins á þessu ægilega mannfélagsniáli, og máske það happadrýgsta. Eiginlega verða aðalleikendurnir átta. Þar að auki nokkur börn i fyrsta þætti, og margir verkantenn í öðruni og þriðja þætti. Asdal útgerðarmaðu" og síldarkaup maður, leikinn af ungum bónda hér, Grími að nafni, og var hans langa og afarerfiða hlutverk vel af hendi levst, þótt hárfín list hefði máske getað bætt þar einhverju við. Frú Hanna Asdal kona hans, var með afbriigðum göfugasta og bezta persónan — það getur ekki allur auður heimsins keypt siíka gæfu fyrir nokkuln mann, sem þá að eign- ast slíka eiginkonu, — fegurð, kær- leiki, stilling og blíða, bæði sem _ móðir og kona, ásamt ráðdeild og kjarki, var hennar hlutverk gegnum allt. Eitt allra lengsta og áhrifa- niesta hlutverkið. Það hlutverk hafði ungfrú Kristín, dóttir Jóns Skúlason ar; fögur og tilkomumikil á leik— sviði; efalaust bráðskörp og vel menntuð, og er skólakennari. I sann leika féll eg alveg í stafi yfir meS- ferð hennar og franjkomu. Eg gat hvergi fundið að þar væri nokkur hlutur of eða van; hugur og hjart- ans tilfinningar svo hreinar og rétt- ar, að skáldinu sjálfu hefði ekki verið niögulegt að heimta þar betri skiln- ing. Mér datt í hug frú Stefanía sáluga, og frú Guðrún Indriðadóttir, ef þær frægu konur hefðu staðið í hennar sporum þarna, mundu allir hafa sagt að satna væri snilldin sem fyrri. En þarna stóð ung kona, að eg hygg í fyrsta sinn, með þetta afar þunga hlutverk. Hún ætti sannar- lega framtið sent leikkona. Júlía Asdal, einkadóttir þeirra; hennar hlutverk Ieysti ung kona ,frekar vel af hendi, sem fullt var af ástríðum milli vonar og ótta. Tryggvi, vinnukarl á heimili As- dals, mesta tryggðatröll og ágætis- karl, og ómissandi persóna fyrir leik- inn. Hans hlutverk hafði Tímóteus bóndi á Geysir og fór ágætlega með. Einar Benjamínsson bóndi hafði tað ægilega hlutverk. að hefja kröfur verkamanna á hendur Asdal kaup- manni, án allrar vægðar, ntiskunn- ar eða sanngirni. og leysti það af hendi sem stálharður vikingur, og mátti segja, að þar átti Bolshevikinn trúan talsmann, þar sem hr. Einar var. Enda hlýtur hann að vera bráðskarpur og skiuu’ngsgóður., og líkleigur til að levsa vel af hendi hvaða hlutverk sem er. Baldur sonur hans (leikandinn var bróðir ungfrú Skúlason) var eigin- lega allt i gegn milli tveggja elda; góður og tápmikill piltur; hefði samt að mér fannst, mátt hafa meira fjör og djörfun’g. Bóas, gamall verkaniaður (Jón Nordal). Höfundur lætur hann vera boginn i baki og knýttan í knjám: en þarna fannst mér hann gerður of vesæll og ræfilslegur; svo varla er hægt að hafa nokkurt gagn eða gam- an af franikomu hans. Hann er auð- vitað ósjálfstæður bjálfi, en eymdar- skapttr hans er yfirdrifinn. Að síðustu er Petrúnella lausa— kona, niesti pilsvargur og óhemju— skepna í liði verkamanna. Eg hvorki heyrði vel allar tillögur eða slettur hjá þeirri gömlu, og sá aldrei nema blánefið á henni. Hún nefnilega sneri einlægf að mér þeirri hliðinni sem síður skyldi. Mér væri sérlega annt um, að þessi tápmikli og áræðni flokkur gæti sýnt þenna leik um allar byggð- ir Islendinga, og einnig í væntanlegrt samkeppni i Winnipeg'; en eg vil láta fegra dálítið frantkomu Bóasar, og jafnvel kerlingarinnar — en skass má hún þó til að vera, — og einnig og sérstaklega, breyta öllum búningi verkamanna. Það er engin nauþ- syn að þeir séu hurtgraðir og í illu skapi, þegar þeir koma á fund eins og þarna, að vera svo ræfilslega til fara. Leikurinn hefir mikið gildi i mín- um augum, og eg þakka kærlega öll- um, sem að honum hafa unnið. Hann fór fram nleð mvndarskap, fram yfir .allar vonir, og leiktjöld voru fyrir- taks fögur, eftir snilldarmann okk- ar Friðrik Sveinsson. Lárus Guðmundsson. -----------x------------ V ENGINN ICANADA ÞARF AÐ DREKKA ÓMÓÐNAÐ WHISKY P @JadiaK(Sjb; CWhISKY ER ÁBYRGST AF STJÓRNINNI ( CANADA. mmsm /38 Innköllunarmenn Heimskringlu I CANADA: Árnes .................. Amaranth................. Antler.................. Árborg .................. Baldur................... Bowsman River............ Bella Bella............. Beckvil’e................ Bifröst ............... . Bredenbury ............. Brown................... Churchbridge............. Cypress River............ Ebor Station............. Elfros .. .. ............ Framnes.................. Foam Lake................ Gimli................... Glenboro ............... Geysir................... Hayland.................. Hecla................... Hnausa................... Húsavík.................. Hove..................... Innisfail............. . Kandahar ................ Kristnes................ Keewatin................ Leslie................... Lanferuth............... Lonely Lake ............. Lundar .................. Mary Hill................ Mozart .. .. .. .. .. .. . Markerville .. . ’...... Nes..................... Oak Point............... Otto.................... Ocean Falls, B. C....... Poplar Park............. Piney ................... Red Deer............... Reykjavlk............... Swan River............ . Stony Hill.............. Selkirk................. Siglunes................ Steep Rock.............. Tantallon............... Thornhill.............. Víðir.................. Vancouver .............. Vogar.................. Winnipegosis............ Winnipeg Beach.......... Wynyard................. ........ F. Finnbogason .........Björn Þórðarson ...........Magnús Tait ..........G. O. Einarsson ........Sigtr. Sigvaldason ..........Halld. Egilsson ...........J. F. Leifsson . .. .. .. Björn Þórðarson .. .. Eiríkur Jóhannsson ......Hjálmar Ó. Loftsson .. .. Thorsteinn J. Gíslason .......Magnús Hinriksson ...........Páll Anderson ........... Ásm. Johnson ......J. H. Goodmundsson .........Guðm. Magnússon ........... John Janusson ..............B. B. Ólson ..............G. J. Oleson ..........Tím. Böðvarsson ..........Sig. B. Helgason ........Jóhann K. Johnson .......... F. Finnbogason ..........John Kernested ..........Andrés Skagfeld .........Jónas J. HúnfjörO ..........F. Kristjánsson ..........Rósm. Árnason ............Sam Magnússon ..........Th. Guðmundsson ........ólafur Thorleifsson ...........Nikulás Snædal ..............Dan. Lindal .. .. Eiríkur Guðmundsson ............ J. F. Finnsson .........Jónas J. HúnfjörB .............Páll E. Isfeld ..........Andrés Skagfeld ............Philip Johnson .............J. F. Leifsson s...........Sig. Sigurðsson ............S. S. Anderson ..........Jónas J. HúnfjörB ...........Nikuláb Snædal ...........Halldór Egilsson ...........Philip Johnson ...........B. Thorsteinsson ...........GuBm. Jónsson ..........Nikulás Snædal ...........GuBm. ólafsson .. .. Thorst. J. Gíslason ............Aug. Einarsson .. Mrs. ValgerSur Jósephson ...........Gu8m. Jónsson ...........August Johnson ...........John Kernested ...........F. Kristjánsson í BANDARfKJUNUM: Akra, Cavalier og Hensel Blaine.................. Bantry.................. Chfcago .. ........... Edinburg............... Garðar................. Grafton................ Hallson .. ........... Ivanhoe .............. Californía.............. Milton................. Mountain............... Minneota .............. Minneapolis............ Pembina................. Point Roberts........... Seattle................. Svold.................. Upham................. .. Guðm. Einarsson .. St. O. Eiríksson .. Sigurður Jónsson .. Sveinb. Árnason . Hannes Björnsson .. S. M. Breiðfjörð .. Mrs. E. Eastman .. Jón K. Einarsson . .. G. A. Dalmann G. J. Goodmundsson .. .. F. G. Vatnsdal . Hannes Björnsson . .. G. A. Dalmann .. .. H. Lárusson Þorbjörn Bjarnarson Sigurður Thordarson Hóseas Thorláksson .. Björn Sveinsson .. Sigurður Jónsson The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba. P. O. BOX 3105 853 SARGENT AVH

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.