Heimskringla - 10.08.1927, Síða 4

Heimskringla - 10.08.1927, Síða 4
4. BLAÐSÍÐA. HBIMSKBINGLA WINNIPEG 10. ÁGÚST 1927. (ðtofnall 1886) Krmnr 6t • hrrrjin nl«Tlkailr(i EIGKNDUR: VIKING PRESS, LTD. 833 «K 833 SARGBST AVE . WINNIPEG TAESlMIt 86 537 VarV blaUslns «r $3.00 é.rg:angurlnn bor«- Ist fyrirfram. Allar borganlr senalst THE VIKING PRESS LTD. 8IGFÚ8 HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. UtanAskrlti tll blabslns: HE VIKING PIIE88, I,td.. Bo* 3103 UtanAskrlft tll rltstjOransi EUITOH HEIMSKKINGI.A, Bn* 3103 WINNIPEG. MAN. "Helmskrlngla is pnblisbed by ' The Vlklna Prraa Utd. and prlnted by __ CITT PRINTING PUBI.ISHING CO. 833-835 Snrarnt Arr.. Wlnnlpe*. Man. Telepbone: .86 53 7 WINNIPEG, MANITOBA, 10. ÁGÚST 1927 fsland. Ræða flutt á íslendingadeginum í Winni- peg 6. ágúst 1927. Af séra Rúnólfi Marteinssyni. “Undarlegt sambland af frosti og funa, fjöllum og sléttum og hraunum og sjá, fagurt og ógurlegt ertu, þá brunar eldur að fótum þín jöklunum frá.” Island! “Rétt að nefna nafnið þitt nóg er kvæði öllum.” Island! hvað get eg sagt um þig eða við þig? Eg sem skildi við þig 12 ára gamall drengur fyrir 44 árum síðan, og hefi aldrei séð þig upp frá því. Ekki get eg dregið björg af djúpi neinnar sérþekkingar um þig. Ekki er eg meðal hinna lærðu í bók menntum þínum; ekki er eg kunnugur nema fáum brotum úr sögu þinni; ekki er eg meira en stafandi í letri lyndisein- kunna þinna; ekki er eg fróður um jarð- fræði þína, hefi ekki fyrir mér neinar hag skýrslur, er sýni veraldlega afkomu þína; ekki hefir heldur neinn engill snert tungu mína með heilögum eldi frá altari þjóð- arinnar, svo eg gæti verið boðberi þinn meðal þeirra, sem í fjarlægð búa. Hvers vegna stend eg þá frammi fyrir þessum mannsöfnuði í dag? Líklegast rétt til að nefna nafnið Island; enda ætti það að geta verið ræða engu síður en kvæði. En vel að merkja, þó að Stephani fyndist það kvæði, er ekki víst, að allir hefðu auga, sál eða tilfinningu til að finna þar verðmæti. Eg er þá hingað kominn til að nefna nafnið þitt, Island, og eg geri enga yfirlýsingu um, að eg sjái meira í því hugtaki en aðrir. En eitthvað hefir ísland verið mér, öll þessi 44 átr, og ekki er ísland mér enn glatað Af einhverri ástæðu hefi eg gert mitt ítr- asta til að kenna börnum mínum íslenzku, halda á lofti hinu íslenzka í skóla- og kirkjustarfi mínu; af einhverju hefir það stafað, að ræktarleysi sumra landa minna gagnvart feðra-arfinum, og hið aumkvun arverða skilningsleysi þeirra á gildi ís- lenzka gullsins, hefir valdið mér sárs- auka. Af einhverju hefi eg staðið í stríði út af þessu máli, og stundum orðið að þola vanþökk bræðra minna vegna þess. að eg vildi að vér legðum skynsamlega rækt við það, sem feður vorir gáfu oss. Óefað hefði það verið auðveldara að fljóta undan straumi, sofandi að feigð- arósi alls hins íslenzka í þessari heims- álfu, en að vera að apa eftir laxinum, sem 'ieitar móti straumi sterklega og stiklar fossa”, sérstaklega þegar vanmáttur sjálfs mín og áhugaleysi annara hömluðu stökki upp fossinn. í þeim ástæðum hefir margur maðurinn spurt: Hvers vegna þá að vera nokkuð að stríða við þetta? Já, hvers vegna hefi eg verið að fást við að rækta íslenzk blóm á amerískri grund? Svarið er einfalt og liggur beint við. Það er af því að ísland er í sálu minni. Ekki verður vatni ausið úr brunni, sem er þur. Það verður aðeins gert þar sem vatn er. Matthías Jochumsson segir á einum stað: ‘Hljómið innst í öndu vorri eilífs lífs æðstu tónar.” Hvernig getur slíkt átt sér stað? Aðeins með því eina móti, að í sálunni sé eitthvað það, sem tekur á móti himnesku tónunum. Það verður að vera eitthvað himneskt hið innra, til þess að geta samþýðst því himneska, sem til manns kemur. Tvær raddir verða aldrei samróma, ef önnur á ekkert skylt við hina. Himnaríki í anda mannsins fagn- ar himneskum tónum. Þannig er farið sáflarástandi allra manna. Á sama ihátt kemur hið íslenzka til mín eins og kunningi, af því að Island er þar fyrir. En ísland getur verið þar á margvíslegu stígi og með ýmsum hætti. Hvað get eg með sanni sagt að eg eigi frá íslandi? Því eg á eitthvað þaðan, sem er svo sterkt, að eg neita að láta hrakspár auraávinningsins múlbinda mig. Til að breyta líkingunni, stendur svo á fyrir mér, að tveir stórir golþorskar ætlá að gleypa mig: Annar, sem segir: hættu að klifa brattann, því þú kemst þangað aldrei; hinn segir: þú ert svo fáfróður um íslandi, er nú ekki mikið: aðeins ómar. gerir samt ekkert til, því eg veit hvað eg á og veit hvað eg vil. Það sem eg ál frá Jslandi, er nú ekki mikið: aðeins ómar- Það eru jafnvel fjarlægðar-ómar, en það eru ómar, sem eg er sannfærður um að aldrei hætta. Eg þykist þess fullvís, að ísland ómar í sálu minni til hinztu stund- ar, að enginn skarkali lífsins megnar að kæfa þá óma. ísland er nokkur hluti af lífi mínu. Eg hlýt að vera það sem eg er. Meðan ísland ómar sálu minni, hlýt ur það að koma í ljós í starfi mínu og stefnu. Leyfum þá allir ómum Iands og þjóð- ar að berast til vor dag. Hljóníi þeir skært og hljómi þeir lengi. ísland, sem lyftir kolli þínum upp úr “ægi blám”, og horfir með ró á freyðandi öldur, hvert sem auga þitt lítur; Island, með töfrandi tign í litskrúði fjalla; með ögrandi mátt í fossum og gígum; Island, með friðsæla dali, “þar sem við búann brattra kletta æðandi fossar eiga tal; þar sem að una hátt í hlíðum hjarðir á beit með lagði síðum”; Island, “þar sem að æðarfugls móðurkvak ómar í ró við engjamar grænar á lognstafa sjó”; Is- land, þar sem að feður vorir hafa þrosk- ast að þrautseigju í baráttu við illviðri á heiðum og hafi; ísland, með álftir í veri, og hveri, sem<vella og gjósa. “ísland, Is- land, mitt ættarland, þú aldna gyðju- mynd”! Þú ert oss ekki horfin, því þú ómar í sálum vorum. Frá hinum margvíslegu blæbrigðum, dásamlegri fegurð og hrikalegum mikil- leik íslenzkrar náttúra, berast mér ómar, sem ekki eru með öllu óskyldir þvi eðl- isfari, sem þjóðin hefir gefið mér. I hverjum sönnum íslendingi verður það að áhrínsorðum, sem Grímur Thom- sen segir: “Og í sjálfs þín brjósti bundnar blunda raddir náttúrunnar, íslands eigið lag. Innst í þinum eigin barmi, eins í gleði, eins í harmi, ymur íslands lag.” , Um Hallgrím Pétursson sagði Matthías Jochumsson: ““Niðjar íslands munu minnast þín meðan sól ál kaldan jökul skín.” Slíkt getur með engu móti komið til greina, nema Hallgrímur Pétursson eigi áfram ítök í hjörtum ísl.. Svo lengi sem það er tilfellið, kemur bergmál frá hjört - unum. Frá þeim koma ómar til svars þess, sem til þeirra hefir komið, eða á- vöxtur af því. Með ísland í sálunni send- ir skáldið af útlendri storð óma elsku og aðdáunar: “Þú Vorgyðja svífur úr suðrænum geim á sólgeisla vængjunum breiðu. Til Isalands fannþöktu fjallanna heim, að fossum og dimmbláum heiðum. Eg sé hvar í skýjum þú brunar á braut. Ó, ber þú mitt ljóð heim í ættjarðar- skaut.” Eg á ekkert skáldaorð á tungu minni, en ómarnir í sálu minni, af því að ísland á þar heima, eru nákvæmlega hinir sömu og góðskáldsins. Ómar frá öðru íslenzku skáldi, Sig. Júl. Jóhaimessyni, koma mér í hug, túlka sama efni og eru algerlega eins og eg vildi hafa sagt frá þeim: TIL VINANNA HEIMA. Eg sendi ykkur kveðju yfir sæinn, eg sendi hana langt út í geim, og hjarta mitt biður þess blæinn, að bera hana til ykkar heim. Á morgnana, er sól skín á sæinn, og söngfugla heyri eg lag, af alhuga bið eg þess blæánn, að bera ykkur góðan dag. Á morgnana, er sól skín á sæinn og söngfugla heyrið þið lag, eg vona að þið biðjið þfess hlæinn, að bera mér góðan dag. Þá sólin er hnígin i sæinn og sofnar hvert auga rótt, af alhug bið eg þess blæinn að bera ykkur góða nótt. Þá sólin er hnígin í sæinn og sofnar hvert auga rótt, eg vona að þið biðjið þess blæinn, að bera mér góða nótt. Þá sólin er hnígin í æginn og sefur hvert auga rótt, ó, Drottinn minn, biddu þess blæinn, að bera okkur góða nótt. Ef Drottinn minn biður þess blæinn, að bera okkur góða nótt, þá dvínar öll þreyta eftir daginn og draumarnir svala okkur rótt. Eg sendi ykkur kveðju yfir sæinn, eg sendi hana langt út í geim, og hjarta mitt biður þess blæinn, að bera hana til ykkar heim. I marzhefti Scandinavian American Review er ritgerð um ísland eftir E. Dieth, kennara í þýzku við Aberdeen há- skólann á Skotlandi. Hefir hann tví- vegis ferðast til Islands, og er vel að sér í íslenzkri tungu. Hann segir frá því, hvað vanalegir ferðamenn vilji sjá á ís- landi. Það er auðvitað hin einkennilega fjallasýn, sem sumir sækjast eftir að sjá, þegar þeir era orðnir þreyttir á Italíu og Svisslandi. Hálfur mánuður á íslandi nægir þess háttar mönnum. En þegar þetta þrýtur, segir Dieth, er hið bezta eftir, Islendingurinn sjálfur. Eg hefi þegar minnst á óma landsins, en það er ekki nema hálfsögð saga. Jafn- vel landsins sjáflfs get eg ekki minnst án þss, að hafa þjóðina, sem þar býr, í huga. Og nú vil eg lítils háttar minnast sérstak- lega á fólkið. Þeir ómar ná betur til vor, því hér erum vér í margvíslegum félagsskap við Islendinga. Fáir þeirra eru samt óbreyttir íslendingar. Amerísku áhrifin hafa breytt þeim flestum á ýms- an hátt. En það eru íslenzkir ómar, sem vér viljum heyra í dag; gera oss grein fyrir fslendingnum eins og hann er á íslandi. Tveir menn gengu eitt sinn fram fyrir Ólaf Svíakonung árið 1000. Þeir hétu Hrafn og Gunnlaugur. Báðir vildu þeir flytja konungi kvæði, og orsakaðist snörp deila milli þeirra út af því, hvor þeirra ætti að flytja kvæði fyr. Með hörkubrögð um komst á samkomulag og bæði kvæðin voru flutt. Má vera að þetta sé ekkert merkilegur atburður; en tilfellið var, að víða þar sem Islendingar komu til ánn- ara landa í fornöld, voru þeir í metum liafðir, fluttu konungum kvæði, gerðust lendir menn þeirra, skipuðu virðingarsess í skálanum, kepptu í hinum mestu íþrótt- um, og voru framarlega í fylkingum i styrjöldum. Eg held að þetta sé ekkert skrum, heldur blátt áfram sannleikur. Fleiri hundruö ár líða. Þá kemur kven maður að nafni Marsibil Semingsdóttir að bæ, er heitir Hallandi á Svalbarðs- strönd við Eyjafjörð. Ó1 hún þar svein- barn. Lítt var drenghnokki þessi velkom inn gestur á Hallandi, því þegar hann var næturgamall, var stúlka, sem nefnd er Margrét, send með hann í poka á bak- inu til þess að færa hann hreppstjóran- um. Þannig byrjaði æfi íslendings eins Að vísu komst hann ekki til hreppstjór- ans, dagaði uppi á leiðinni hjá Sigríði á Dálksstöðum, fékk þar gott uppeldi, en ekki menntun. Varð svo fátækur bóndi, og var á seinni hluta æfi sinnar kallaður Bolu-Hjálmar. Á gamals aldri, sveitlæg- ur, með krepptar hendur og þrotna krafta sagði hann, og sagði með því sanna sögu:’ “Guð veit, eg hefi þar árin öll erfiðiskröftum veikum slitið, öreiga vildi forðast föll, fældist því hvergi mæðustritið. Líkaminn sýnir leifarnar og lúamerkin á veiku holdi, að eg sérhlífinn varla var við hann á meðan fjörið þoldi. I þessum ástæðum má það teljast undra vert, að hugar hans gat “til hæða flogið” og “foldar fúaryk af fjötrum hrist”; ort Ijóð, sem að andlegri auðlegð, orðkyngi og formfegurð, stenzt dóm snillinga Hann yrkir beztu Ijóðin sín í örbirgð og i Ekkert finst mér eftirtektarverð ' ar við þjóðina mína en þessi , geislabrot anda og snilldar, sem koma í ljós hjá svo mörgum sonum hennar og dætrum, sem áttu við þau kjör að búa, sem virtust synja þeim um allan menningarþroska. Sagt hefir verið um Gyðinga, að engin önnur þjóð geti sýnt aðra eins sögu afburðamanna. 2000 árum f. K. hafi Gyðingur (Jósef) verið forsætisráðherra á Egyptalandi; 1000 árum síðar hafi Gyðingur (Daníel) verið forsætisráðherra í Babýlon, og 1900 árum e. K. hafi Gyðingur, Disraeli, verið forsætisráðherra* á Englandi; í sérhverju tilfelli í æðsta ríki veraldarinnar á þeim tíma. Eg vil engan samanburð gera íslendinga og Gyðinga; en eg held að enginn sé vegur til að neita því, að í íslendingum er óvanalega gott efni. I aumustu hörmungum hefir ljós andans logað hjá einkenni- lega mörgum íslendingum. — Dæmin, sem á var drepið, eru aðeins lítill hluti af aragrúa. Bæði á íslandi og hér í þessari heimsálfu, er það áberandi, þeg ar tillit er tekið til fámennis vors, hve margir eru afburða gáfumenn, eða hafa ratt sér einkennilega tilkomumikla braut. Eg veit að með gott efni er af oss mjög oft illa farið, og að oss hættir einmitt við að upp- hrokast af mikilleik þess, að komast upp úr skarninu. Þetta er á engan hátt sagt til þess að nokkur fari að hugsa um sig eða þjóð sína hærra en hugsa ber, en það er sagt til þess að styðja að því, að vér mættum bera gæfu til að meta rétt það sem vér eigum og ávaxta það pund, sem vér höfum af guði þegið. En heimilishaga gaf Drott- inn þjóð vorri á íslandi. Þar “fóstraðist hún við elds og ísa mein og áhrif af náttúrunni háu”. Þar slær hjarta þjóðar- innar. Þar er berglindin tæra, sem vér allir hljótum að drekka af svaladrykk hins íslenzka anda. “Þar hefir Drottinn drykkjað þjóð með þrótt á þraut dimmri nótt”. Og þar hefir gleðin ómað í sérhverju hjarta á sólbjörtum sumardegi. Þar hefir þessi einkennilega, litla þjóð hugsað og samið ljóð og sögur. Eina orsök þess, að vér höfum komið saman í dag, er sú að ísland ómar í sálum vor- um. vors sem niðjar Fjallkonunnar, erum hér ^stödd einnig sem samarfar allra þjóða í nýju landi: Canada; að nýju nafni: Canadian. Vér Islendingar er- um einn sá þjóðflokkur, sent hlutdeild á í því að hér, í þess- ari álfu, er að rætast einn af | fegurstu draumum mannkyns- ins: að allar þjóðir verði eitt. Síðan að styrjaldir hófust, , fyrir þúsundum ára, hefir friðar j hugsjónin lýst stríðsmyrkur ald anpa, með æ vaxandi ljómar eins og sólin, áður en hún rís, boðar komu sína með vaxandi dagroða. Nú vonum vér, sem á þessari öld byggjum jarðríkið, að morgunn friðardagsins sé runninn, þó enn séu ský við sjóndeildarhringinn, er skyggja á dýrð friðarsólarinnar. Friðarhujgsjóninni hefir á öll- um öldum fylgt sú trú, að sá tími kæmi, að allar þjóðir heim& ins lytu sama vaidi — stjórnar- farslega; að alveldi kærleik- ans speglaðist í bræðrasam- bandi þjóðanna. Margir sjá í Alþjóðasambandinu svonefnda (League of Nations) uppfylling hugsjónarinnar, þó ófullkomið sé enn sem komið er. Aðrir benda á það, að brezka ríkið,. eða öllu heldur brezku ríkin, er ÖU lúta sama konungi, en eru þó að öllu leyti stjórnarfarslega sjálfstæð, séu ímynd hins nýja friðarheims. En hvar, má eg spyvja, er hægt að sjá gleggri mynd bræðrafélags allra þjóða, en hér, í því landi, sem vér byggjum, í þeirri þjóð, sem vér erum hluti af? Hvernig geta allar þjóðir heimsins betur lært að þekkja hver aðra, en með því að búa allar í sama landi, eiga allar sameiginleg áhuga- og starfsmál, en gleyma þó aldrei uppruna sínum né landi því, sem feður þeirra töldu sitt föðurland. Sem Canadamenn með öðrum Canadamönnum frá öðrum þjóðum, útbreiðum vér þekkinguna á íslendingum og íslandi — og þekking er sam hyggð, samhyggð er kærleik- ur, og kærleikurinn er andi friðarins. Sem Canadamenn, samlandar vorir, flytja, t. d. Úkraníumenn hér oss þekkingu á sinni þjóð — og þannig hiætti halda áfram að telja. Hér læra þjóðir heimsins að þekkja hver aðra. Þannig reynist hið can- adiska þjóðlíf jarðvegur, þar sem frækorni friðarhugsjónar- innar — alþjóðasambandsins ~ hefir verið sáð, til þess að verða séinnat meir feiknastórt tré. Nær því síðasti ómurinn, sem eg læt berast til yðar, er bæn fyrir íslandi frá Þjóðfundarsöng f Bólu-Hjálmars. Þó yður finnist orðin of sterk,, getið þér ekki annað en kannast við, að heitt blóð rennur þar í æðum: “Legg við, faðir, líknareyra, leið oss einhvern hjálparstig; en viljirðu ekki orð mín heyra, eilíf náðin guðdómlig, skal mitt hróp af heitum dreyra himtyiinn rjúfa kringum þig.” Legg, Drottinn, liðsemd öll- um íslands börnum, hvar sem þau eru; en ísland! “ísland, þig elskum vér alla vora daga.” “Þið þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla, og svanahljómi, silungsá og sælublómi valla, og bröttum fossi, björtum sjá og breiðum jökulskalla. Drjúpi hana blessun Drottins á um daga heimsins alla.” ---------------x-------- Minni Canada. Ræða flutt á íslendingadegin- um í Winnipeg 6. ágúst 1927. Af Miss Aðalbjörgu Johnson. Herra forseti! Háttvirtu tilheyrendur! Tignaða ímynd vorrar öldnu móður! Vér, sem hér erum saman Hver sem leit fylkingarnar, sem söfnuðust saman í skemti garði Winnipegborgar 1. júlí f ár, sá þar merkisbera hinna helgustu vona heimsins. Draum ur aldanna er að rætast hér í dag. Canada er fyrirmyndun ýprototype) alheims bræðra- lagsins — allra lýða á allri jörð; og til þeirrar fyrirmyndunar höfum vér íslendingar verið kallaðir af Alföður þjóðanna að Jeggja vorn skerf. Evrópa er byggð íslending- um, Englendingum, Irurn, Skot- um, Þjóðverjum, Rússum, Ung- verjum, Hollendingum — og mörgum fleiri þjóðum. I Can- ada, álíka stóru landflæmi og E.VrÓpa fr’ mætast aUar þessar þjóðir, iuta sama fána, syngja allar einum rómi “O Canada, Our Home and Native land” — þó á stundum séum vér seinir og gleymum ef til vill að taka ofan hattana. Hér eru þær all- ar eitt: hin nýja þjóð vor: Can- ada! Eitt sinn voru íslendingar ný þjóð. Fyrir rúmum þúsund ár- um síðan þekktist ekki orðið ls lendingur. En fyrir sextíu ár- um síðan þekktist ekki orðið Canadian”, í þeirri merkingu, sem það nú er notað. Aðeins fyrir sextíu árum! Nú hljómar það um allan heim! Það mun naumast þörf á því að rekja hér sögu þessara 60 á*-a. Það hefir mikið vérið um og ritum og mánuði hátíðahöldin.. IWUÍIU X 1,11 oamcig- | ÖJUUS inlega að minnast þjóðernis 1 í sambandi

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.