Heimskringla - 10.08.1927, Page 5

Heimskringla - 10.08.1927, Page 5
WINNIPEG 10. ÁGÚST 1927. HEIMSKRIN G L A I 6. BLAÐSIÐA ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. Yður hefir verið bent á það, að Canadá varð ekki til á einum degi, þó ekki tæki nema penna- stryk að breiða nafnið yfir all- an norðurhelming álfunnar frá Atiantshafi til Kyrrahafs. Að- eins 22 ár eru liðin síðan fylkin tvö fyrir vestan Manitoba, voru mynduð. Smám saman hefir Sambandið útbreiðst; taldi fyrst aðeins 4 fylki, en telur nú 9; taldi fyrst aðeins 2 þjóðflokka: Frakka og Breta, en telur nú nær hundrað. Og það hefir eflst að sama skapi. Fyrir 6 árum voru aðeins rúmar 2000 mílur af járnbrautum, en nú eru meira en 40,000. Kornrækt hefir tífaldast, iðnaður aukist 14 sinnum og verzlun nær 20 sinnum. Og þó er Canada að- eins á ungbarnsskeiði, svo að segja. Allt þetta hefir verið upptalið margsinnis upp á síð- kastið, og allt er það merkilegt; en þó er hið merkilegasta ónefnt enn. Merkilegast af öllu því, sem í sambandi stendur við myndun Canada fyrir 60 árum síðan, er sú hugdirfska og sú trú, sú tryggð og ást, jafnt við föður- land sem fósturland, sem knúði þá menn, sem nefndir eru í sögu landsins, “The Fathers of Con- federation” (Feður Sambands- ins). Tryggðin við Bretland, og ástin til þessa lands, voru sterk ustu þættirnir í því„ að Sam- bandið var myndað. Nýlend- urnar, dreifðar meðfram St. Lawrence fljótinu og Atlants- hafsströndum, áttu erfitt upp- dráttar í nábýli við Bandaríkin, sem nær hundrað áA-um áður höfðu slitið sambandi við Bret- land. Brezku nýlendunum stóð hætta af Bandaríkjunum, og það var til sjálfsvarnar, að þær sameinuðu sig undir eina stjórn. En hugsjónin náði lengra. “Feðurnir”* litu ekki aðeins líð- andi stund, blíndu ekki aðeins á augnabliks hættuna. Þeir horfðu langt fram á brautir tímans, og sáu í anda brezka þjóð, sem byggja myndi ailan norðurhluta álfunnar, frá hafi til hafs. Þúsund mílum vestar, í hin- um fjarlæga Rauðárdal, voru frumbyggjar að stríða við plág- ur, flóð og Indíána. En þús- und mílurn vestar, voru þjóð- bræður þeirra að leita hins rauða gulls í lækjarfarvegum og grýttum hh'ðum Klettafjail- anna. Áttu Br<$ar að láta bræð- nr sína, fjarlæga, stríðandi, gieymast? Þeim rann blóðið til skyídunnar, og í nafni guðs þeirra lands — og guðs vors lands — lögðu þeir hönd að því mikla verki, að sameina allar þessar dreifðu nýlendur, að stofna þar með þjóð, sem teldi eitt hið stærsta landflæmi á jörðu föðurleifð sína, þar sem brezki fáninn blakti á stöng. Fáninn, sem þeir elskuðu. Vonir þeirra hafa meira en | ræzt. Hér er ekki aðeins brezkt veldi; hér er canadiskt l veldi, sem fyrir 10 árum síðan var ekki til. Ekki fyr en eftir stríðið mikla, vorum vér talin í tölu þjóðanna. Eflaust myndu sumir af i “Feðrunum” skelfast þann sjálf stæðisanda, sem býr í brjósti þjóðarinnar, ef þeir mættu í dag líta í hugi og hjörtu Canada- manna. Þeir vissu ei. hve vel i þeir þyggðu. Þó vér séum ekki j af sama stofni og þeir, berum! vér virðingu fyrir ást þeirra til Bretlands, sem af brezku bergi; eru brotnir. En vér ætlumst | flítur á móti til þess, að þeir beri virðingu fyrir ást vorri til vors eigin þjóðernis og lands feðra vorra. Og að svo er gert, var augljóst 1. júlí, við Jubilee hátíðahaldið hér í fylkinu. Oss, sem ekki erum af brezkum stofni, getur fyrirgefist það, þó vér séum ekki brezk, heldur canadísk í anda, og þó vér skoð um skyldu vora vera fyrst og fremst við þetta land. Því hér höfum vér numið ; land, til þess að eiga hér heima, líkt og forfeður vorir námu land á íslandi, og voru þaðan í frá íslendingar. En þó þeir skildu við sig forn heiti, voru j þeir sömu frelsishetjurnar og þá er þeir byggðu norrænar grund- ir; unnu réttvísinni jafnheitt. Þeir fluttu með sér til síns nýja lands, ekki aðeins búslóðir sín ■ ar, heldur og sögu sína og menningu: margra alda arf. Við hann hefir bæzt þúsund ára arfur lögbundinnar stjórnar; menningar sem geymir hina dýrmætustu fjársjóði bók- menytaheimsins; þrek og hreysti, þrautseigju og karl- mennsku, sem þroskast hefir við þúsund ára lífsstríð. Já, þúsund ára arf höfum vér hingað flutt — og hans er nú þegar farið að gæta, eftir að- eins 50 ára dvöl vora hér. Ný- lega er til æðri starfa genginn einn sá sonur, sem Fjallkonan gaf þessu nýja landi: Thomas H. Johnson. Hann unni Canada, unni því vegna þess að hann gaf sig því, lagði í sölurnar fyr ir það sína andlegu og líkam- legu krafta. Vér unnum Canada — hvert barn hér, sem komið er til vits og ára. Hvers vegna? Ekki fyrst og fremst vegna þess, að landið hefir verið oss gott, hef- ir reynst oss vel. Nei, heldur vegna þess, sem vér höfum lagt í sölurnar fyrir það. Ann ekki móðirin tíðum því barninu bezt, sem flestar hefir kostað hana vökunæturnar og tárin? Því barninu, sem hún hefir mest í sölurnar fyrir lagt? Vér íslendingar höfum mikið lagt í sölurnar fyrir Canada. Vér komum hingað, þegar slétt- ur Vesturlandsins voru enn ó- yrktar; þegar landið var aðeins jörð, grasi og skógi vaxin. Svita dropar frumbyggjanna íslenzku töklu burtu ár þeirra og þverr- andi krafta, er þeir ruddu skóga og ristu jörð. í sveita síns and litis vann frumbygginn, ekki aðeins sjálfum sér, heldur og heiminum, brauð. íslendingar byggðu, ásamt öðrum frum- byggjum Vesturlandsins, á grundvelli óræktaðra sléttu- landanna, og óhögginna skóga, hið mikla hveitibúr heimsins — Canada. Já, ár þeirra. kraftar þeirra, líf þeirra, eru í það gengin, flestra. Sumir lifa enn, kröft- um farnir, dagstarfið því nær á enda. Hvað segja þeir? Móð- irin aldna, sem ól þá við brjóst sér, mun þeim ætíð kær, — en hér eiga þeir heima. Við þetta land eru þeir knýttir böndum fórnfærslunnar. Og vér höfum lagt meira en krafta og ár í sölurnar fyrir Canada. Eflaust hefir það beðið áranna 1914 til 1918, að margur ís- lendingurinn, sem hingað hafði komið, fyndi til sonarréttar síns í þessu nýja landi. Vér vorum skírð til nafns Canada í því mikla bölbaði. Tár móður og konu, systur og unnustu; blóð og hreysti sona og eiginmanna, bræðra og ástvina — hafa keypt oss sonarrétt hér. Já, þá lögð- um vér mikið í sölurnar fyrir Canada; og þá lærðum vér að elska mikið — landið vort nýja. Hvort því þér, sem hér eruð saman komin, eruð í tölu þeirra, sem hafa gefið af kröftum sín- um og árum, hreysti eða tárum, sem fórn á altari þjóðarinnar, er- uð þér öll í dag eitt í anda sem börn hinnar nýju móður. Yfir hana biðjum vér Guðs blessunar í lengd og bráð. i Avarp. •Haraldar Sveinbjarnarsonar um lík— amsþjálfun, er hann flutti á undan líkamsæfing'asýningu sinni i Wynyard 2. ágúst 1927. Háttvirtu landar! Eg þakka innilega virðing þá, er mér féll í skaut, þegar Islendinga— dagsnefndin hér gerði mér orð um, að koma ef ástæður leyfðu, til þess að fræða fólk um líkamsþjálfun. Þar sem það er starf mitt, og um nýtt pláss var að ræða, þá hirti eg ekki um ástæður en fór; þvi mér er alltaf sönn ánægja að koma á nýja staði, með tilraunir mínar til-«þess að vekj.i áhuga fyrir hinni hollu og nauð— synlegu liWamsnienntun, og þá ekki sízt þar sem landar eru fyrir. Einn- ig af þvi að árangurinn er jafnan sá, að eftir að unga fólkið hefir séð ! æfingarnar einu sinni, þá hefir á— huginn fyrir að læra þær kviknað, eins og þegar maður stingur logandi eldspýtu i þurran hálmstakk. Æfingakerfi það, er eg nota, og ætla að sýna nokkrar æfingar úr, er eftir hinn alþekkta fimleikabraut— ryðjanda Dana, Niels Bukh. Eg segi alþekkta, því Niels Bukh hefir ferðast nieð fimleikaflokka uni öll Norðurlönd, og ekki alls fyrir löngu um Bandaríkin. Einnig hefir hann sýnt leikfimisaðferð sína á' hinum olympisku leikjum, og alstaðar hlot- ið hrós fyrir. I Danmörku hefir hann byggt stóran og stæðiflegan fimleikaskóla, sem er landinu og dönsku þjóðinni í heild til stór- sóma. Dikamsæfingakerfið katlar N. B. “Primitiv Gymnastik”, sem þýðir frumþjálfun. Það er viðurkennt sem hið bezta til að liðka, herða og þroska líkamann og þá auðvitað lika til að varðveita heilsuna, og þar með gera rnenn hæfari til að afkasta þung um störfum lifsins. Einnig er það gott til að minnka þyngd þeirra, sem viljandi eða óviljandi hafa tileink- að sér hið alþekkta nafn “ístruhelg— ir”. 1. Eitt af aðalatriðum leikfim— innar, er að allir vöðvar líkamans séu notaðir, en þó einkum þeir, sem minnst eru notaðir við daglega vinnu 2. Einnig að nemendur verði strax i byrjun tímans heitir og sveittir, þvl þá fyrst eru möguleikar til að rétta ú«- þeim, þ. e. til að teygja þá vöðv.t sem eru of stuttir, og herða og stæla þá, sem eru of langir og slappir, og æfingarnar eiga að falla saman eins og mjúkir tónar í lagi án stanz á milli. Með öðrum orðum, vinnur þessi leikfimi alltaf að þvi, að ryðja hindr unum úr vegi — að finna fastan, tryggan grundvöll, og hyggja svo þannig að leggja stein á stein ofan af fimni, lipurð, krafti og fegurð, þar til um siðir að húsið, líkaminn, ber vitni um menntun utan og inn- an, þ. e. sálar og líkama. Það er engum vafa bundið, að með hollri likamshreyfingu, ásamt hrein- læti og hollri fæðu, getum við kom- ist hjá margskonar óþægindum. En því ver eru það aþtof fáir, sem sjá þetta i tima. Sá sem misst hefir, veit þá fyrst hvers virði er að halda heilsu og heilum limum. Margir þeir sem á heilsuhælin verða að fara vegna magaveiki eða þvi líks, uppgötva þar að betra hefði verið að borða minna af sætindunum, eða því, sem kallað er sælgæti (Can- dy) og drekka minna af “moon- shine”, þvi læknarnir segja að það sé ein orsök magaveikinnar. I veik— indunum rennur upp fyrir mönnum, að hluta af fristundunum hefði ver ið betur varið til hollra likamsæfinga, en í loftillum leikhúsum eða allskon- ar slarki En um óreglu ætla eg ekki að tala, segi aðeins þetta: að það er undarlegt að fólk gerir allt hugsanlegt, til að lita sem bezt út að utan, stúlkurnar mála sig og strák- O) arnir hafa byrjað að mjöla sig í | framan, ef mikið liggur við; þó geta | þeir nota eitt þýðingarmesta líffæri sitt, fyrir reykháf; það gera þeir með I því að soga tóbaksreykinn niður í jj lungu. Svo vil eg aðeins benda ung f j lingunum á þessi augljósu sannindi: i | að tímanum er alltaf betur varið ti! | að uppbyggja sjálfan sig, en til hins gagnstæða. | Mörg eru dæmi þess, að langt er hægt að komast með sterkum vilja J og líkamsæfingum. Menn hafa skem* i í sér ýms líffæri, t. d. lungun á of- ! miklum reykingum, eða á annan hátt. í — einnig misst fót eða handlegg, og ! þó getað oft æft hina heilu linti eða I líffæri, til að starfa fyrir hin óstarf o hæfu, svo að varla er hægt að sjá I nema allt sé í góðu lagi. T. d. sá s eg fyrir skömmu handalausan negra I mála eins góðar myndir með fótun— g um, og þeir sem hendur hafa. Svona j mætti lengi telja. : Þetta sýnir hversu miklu meira við I gætum afkastað, ef við legðum eins " mikla rækt við likama vorn, áður en I limlestun og heilsubilun rekur okk- e ur til þess. Það er leitt, að geta sagt I með sanni, að orsakir flestra sjúk- c dóma megi finna hjá sjúklingnum I sjálfum Nú býst eg við að mönn- o um, sem hafa daglega mikla hreyf- | ingu við vinnu sina, þyki þessi hús- : lestur orðinn nógu langur. Það má I vel vera að sumir hafi svo marg— j brotna hreyfingu við vinnu sína, að I það sé þeim fullnægjandi. En þó er j vist að flest dagleg vinna, hvort sém I hún er við skrifborð, plóg eða x önnur áhöld sveitamannsins, þá I setur hún leiðindamerki á fólk, á þeirn | 3 ber meira og meira eftir því, sem ( maðurinn eldist og hvaða erfiðleika J | hann hefir við að striða. Merkin | þurfa engra vitna við, því menn 2 bera þau á sér með bognu baki og | limum. Þetta álit eg að megi fyrir—' ~ byggja með þar tjl gerðum léttum ? æfingum. Sjálfur hefi eg unnið 1 harða erfiðisvinnu, þó tekið minar I I æfingar og bað að kvöldinu og þá | liðið miklu betur. * Nú hafa aðrir aftur litla hreyf— ingu, og visna þess vegna upp. Þess þarf ei heldur vitna við, því> heilsu- hælin, sem oftast nær eru yfirfyllt, c bera þess ljós vitni. | Okkur Islendingum er ekki ein- c ungis skvlt að iðka líkamsæfingar, | É vegna heilsunnar, heldur einnig til ' að taka þátt i heimssamkeppninni;! I annars verður sagt með sanni um S okkur, að við liggjum á liði okkar. j | Þvi svo hafa landar reynst í sam— i j keppninni, að réttmætt væri að segja I að þeir liggi á liði sinu, ef þeir ekki i keppa á leikmótum. Til þess voru I forfeður okkar fúsir, og er okkur í illa i ætt skotið, ef við ekki viljum | reyna þoi og getu hvers annars, eins 2 og þeir. | Síðast, en þó ei sízt, bendi eg á1 É atriði, sem aðeins verður fram—! I kvæmanlegt með því, að Islendingar A hristi af sér mókið í iþróttamálun— I um og hefjist handa meö djörfung! | og dug. En það er þetta, sem þiö ; * hafið víst heyrt um, að komið hefir I til mála, að farið verði með hóp! s hranstra iþróttamanna ’heim héðan 1 að vestan árið 1930, til að sýna og | j keppa i iþróttum, og þar með sýna; I löndum okkar á gamla Fróni, að við í vestan hafs getum enn án kinnroða | tolið okkur ^til sannra Islendinga, 5 hvort sem það er á íþróttaveiii eða | annarsstaðar. En eigi þetta að bless í ast, þá er okkur ekki til setunnar j | boðið, því 'landar heima munu reyn- 2 ast harðir viðureignar, þeg'ar til f kapprauna kemur. Því þætti mér ráðlegt, að allar ís- lenzkar byggðir vestan hafs kostuðu kapps um að hafa sem bezt iþrótta—í | og glímufélög. Með þvi móti gæfisí = miklu fleiri efnilegum iþróttamönn- um kostur á að taka þátt í Sam- keppninni um að komast i hóp þeirra íþróttamanna, sem heim verða sendir árið 1930. Þótt Sleipnis meðlimir í Winnipeg hafi meiri æfingu nú sem stendur, en önnur islenzk iþrótta— félög, þá er ekki þar með sagt, að þar séu beztu iþróttamennirnir. Langt fra. bezti maðurinn getur alveg eins verið hér. Því það er oftar tilfellið að beztu íþróttamennirnir koma ut- an af landi; þaðan mundu áreiðan— lega koma miklu fleiri, ef þeir hefðu eins gott tækifæri til að æfa sig og borgarbúar. (Frh. á 8. bls.) j í í 6 I I ISLENDINGADAGS ! KVÆÐI, | (Ort fyrir þjóðhátíðina í Winnipeg 6. ágúst 1927.) * ------ í ÁVARP FJALLKONUNNAR I — j Sem fljúgi svala hratt til hreiðurs síns, I er hjúpar nóttin möttli sínum fold, 5 eg heiman vestur hingað beindi för, | og himinfegin treð eg þessa mold; því hún er ættar minnar óðalstorð, \ og elur börn mín, — gjöfult nægtaborð. I I Og langdreynta sæla sjónum mínum gefst: s í sveit við fætur mínar hópur sá, t sem lagði upp á landnáms Kaldadal | með lítil jarðnesk föng, en göfga þrá, * sem auðnu-gull úr grjóti þrauta vann, | og glitskraut frama’ í skikkju mína spann. 5 Sem móðir góð eg blessaði’ ykkar braut, ; þó brann mér hjarta’, er siglduð þið á haf; * en vel eg skildi vona ykkar dirfð; t í vöggufé eg ykkur hana gaf. * Því þó eg væri af silfur-sjóðum snauð, s eg seldi í hendur ykkar mikinn auð: * i Þá tungu, er hafði þolað þrautaél um þúsund ár og verið hjörtum skjól; | þá andans sjóðu, er enginn tæma kann, og eiga glóð, sem lífgar hug er kól;^ | þát sálargöfgi, er sólarkyngi eitt og sortabyljir geta mönnum veitt. f Og arfleifð sú varð orkulindin bezt ^ á ykkar för um landnáms Kaldadal; f þið sól og næring sóttuð í þann brunn; * hann sannur reyndist þá, og jafnan skal. | Þann gnægtaríka, gulli dýrri arf * að geyma, er allra trúrra niðja starf. | o Og hjarta mínu hlýnar vel í dag; « mér hlær við augum framtíð þessa lands; þar börn mín eiga drjúgan heiðurs hlut, f og hnýta sinni móður dýrðar-krans. t Eg færi kveðju’ af feðra og mæðra grund; ! nú farið heil, — hve dýrðleg þessi stund. , Richard Beck. MINNI VESTURÍSLENDINGA. í Það er venja’ að þruma lof á þessum degi; þruma lof um allt og alla — aðrar raddir heyrast varla. Þá er landinn hafinn hátt, sem helgur væri, finnst þá engin flís í auga, friðaröldur sál hans lauga. Allir beina hrifnum hug á horfna tíma, sterka feður, stoltar mæður, — standa saman eins og bræður. Það er svo gott að geta bent á göfgar ættir, betra sjáJIfur samt að eiga sigurþrek og treysta mega. Við höfum lengi grafið gull úr gömlum haugum, sjaldan nýjar námur fangað — nú er mál að stefna þangað. Horfum yfir hópinn vestra — hann er fríður! skilur eflaust ytri málin, aflar vel — en hvar er sálin? * Hvar er Egill? Hvar er Ketill? Hvar er Snorri? Hvar er andi hirðskáldanna? Hvar er eldur Fjölnismanna? LTngu landar! á ei nokkur ykkar penna nógu sterkan til að taka töpuð andans lönd til baka? • Jæja, það er gott að geta geymt í friði þenna dag, sem þjóð — og vinir — þó að týnist allir hinir. # Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.