Heimskringla


Heimskringla - 11.01.1928, Qupperneq 4

Heimskringla - 11.01.1928, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA HS ÍMSKRI N 0 LA WINNIPEG 11. JAN. 1928. Ifdtttskrmgla: |<MofnnH 1886) Krnor •« I hvrrjnm mll»»lkndrKl. EIGKNDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 ob 855 SARGENT AVE. WINNIPEG TAL.S1MI: 80 537 Verfl blaBslns er |3.00 Argangurlnn borg- tst fyrirfram. Allar borganir sendlflt THE VIKING PRiEPS LTD. SIGFÚÍ} HALLDÓRS trá Höfnum Ritstjórl. THB Utnnánkrltl «11 bln7Snlnm V1K1NG PIIKSS, Ltd., Boi 3105 UtnnANkrlft tll rltntJArnnn i EDITOB HEIMSKRINGLA. BoI 3105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla ls published by The VlklnK Pre«s I>«d. and printed by __ CITY PRINTING A PUBI/ISHWG CO. B53-855 SnrKent Ave.. WlnnlpeB. Man. Telephonei .86 53 7 WINNIPEG, MAN., 11. JANÚAR 1928 Inntlutningar Nýlenduráðtherra Breta, Mr. Amery, er nú kominn hingað til lands.ieins og getið var um í síðusltu Heimskringlu að tU stæði. Og eins og getið var um þar, mun eitt aðaierindi hans, ef ekki hið helzta, vera það, að skyggnast eftir því, hvernig við horfi með brezka fólksúnnflutninga hingað og búa í haginn fyrir þá. Þetta innflutningamál er mjög á döf- inni, og hefir lengi verið, sem eðlilegt er, þar eð mörgum er það ljóst, að framtíð Canada kann að geta orðið okkuð með ýmsu möti eftir því á hvert ráð verður brugðið með innflutninga yfirleitt. * * Winnipegblaðið Free Press, sem vafa- laust niá telja eitt áhrifameöta og merk- asta málgagn opinbert í sléfctufylkjun- um, víkur nokkuð að þessu efni nýlega í ritstjórnargreint Og þótt svo hljóti ýms- um að virðast, sem blaðið vilji nú, sem eigi allsjaldan offcar, hafa vaðið fyrir neð- an sig, þá er þó ekki að villast um það, hvað það kýs hetet í þessu efni. En af því sem áður er sagt, er ekki ófróðlegt, að rekja að mestu efni þeirrar ritstjórnar- greinar. * * * Það er fyrst talið, sem vitanlegt er, að Canada sé á öru framfaraskeiði, og megi því ekkert missa af þeim m^nnafla né fjárafla, er nú sé fyrir hendi, heldur sé nauðsynlegt að auka hvorttveggja. Því næst spyr það, hvort Mr. Amery muni vera þess búinn, að hlynna að því, að Bretar auki hlutfalislega sinn skerf til hvorstveggja, og hver ráð hann muni þykjast til þess sjá. Megi afdráttarlaust trúa honum fyrir því, að hann muni kom ast að þrí, að bæði stjórnarvöld og al- menningur í Canada (Canada officially and informally) muni 'þiggja það þakk- látu geði, og hafi þjóðiLni aldrei verið meri aufúsa í brezku fé sem fólki, en einmitt nú. En einhvern veginn finnist mönnum hér, sem áhuginn sé ekki eins mikill á Bretlandi, meðal aiþýðu þar, og tregi brezk blöð það, og bendi (il þess jafn- framt, hve alþýða á meginlandi Norður. álfunnar sé gráðug í það að flytja liing- að. Þá flytjist og hingað mikið af fé og fólki frá Bandaríkjunum. Hvað muni Mr. Amery gera til þess að auka brezka inn- flutninga? Samkvæmt fregnum frá Ottawa telur blaðð ekki ó'íklegt, að hann muni huigsa sér að leggja til, að stjórnirnar sjái hingað farborða um 20,000 brezkum fjölskyldum á næstu árum (hve mörgum er því miður ekki tiitekið) með líku fyrirkomulagi og samið var um 1924 að sjá 3000 fjölskyldum brezkum fyrir jarðnæði hér, en af þeim 3000 munu nú um 80% hafa verið hér eit't ár í landinu eða lengur. Telur blað- ið að það hafi gefist vel, og hafi aðeins 7—10% af þeim flosnað upp (been failur. es). En því miður hafi elíki ræzt sú von beggja stjórna, að ríkishjálp sú, er þessar ffjö’skyidur urðu aðnjótaudi, hafi orðSð öðrum brezkum fjölskyldum hvöt til þess, að flytja hingað á eigin spýtur. Af þessum orsökum teiur blaðið auð- sætt, að ef verulegt útstreymi eigi að haldast frá Bretlandi til Canada, þá verði að syðja að því með sérstökum styrk (artificial means. Þá sé galdurinn að ráða það við sig hvaðan þann styrk eigi að taka. Þegar þessir samningar fyrst hafi verið gerðir, þá hafi canadiska ríkið haft á höndum sér fjölda jarða, er aftur. komnir hermenn hafi gengið af, fyrir ýmsar orsakir. Hafi því verið auðvelt að búa svo um, að ríkið sæi þessum fjöl- skyldum fyrir jarðnæði, en “Overseas Settlement Board’’ fyrir skepnum og á- höldum, eu ríkið hefði svo eftirlitið með höndum, þannig, að jarðnæðið, skepnur og áhöld borguðust á tilteknum árafjölda. Hefði mönnum hér almennt geðjast vel að þessu fyrirkomulagi; en ekki hefðu menn álitið að það ætti að verða til fordæmis. Nú sé ekki lengur völ á þesskonar jarð- næði. Ef til vill. eigi ríkið enn jarðnæði, en það sé þá annaðhvort afmarkað fyrir Indíána, eða skógi vaxin heimilisréttar- lönd. Þess vegna verði að kaupa land, ef styrkja skuli nokkuð nálægt því 20,000 fjölskyldur hingað og sjá þeim fyrir jarð- næði. Og það muni almenningur hér alls ekki fallast á, þ. e. a. s„ ef leggja ætti ríkisfé í þau kaup. Því ef ríkið legði til 'þeirra, þá myndi þess tafarlaust verða krafist, að stjórnin byði sömu kjör ung- um Canadamönnum, er leggja vildu stund á akuryrkju. Myndi þá ríkið verða að leggja í það fyrirtæki höfuðstól, er gæti numið hundruðum miljóna dala, og gæti slíkt ekki komið til mála, hversu góður sem fjárhagur ríkisins kynni að vera. Tel- ur blaðið* fundarályktun þá, er samþykkt var á alláherjarfundi conservatíva í haust, þess efnis, að landsmönnum sjálfum skyldi að minnsta koSti vera gert jafnhátt undir höfði um ívilnanir og innflytjend- um, vera næga sönnun fyrir því, hvernig almenningur líti á máJið. Að síðustu telur blaðið hugsanlegt, að Mr. Amery kunni að vilja fallast á það, að reyna að fara nýja leið, til þess að bjarga þessum fjölskylduinnflutningi hér í land. En sú leið sé til þess, að brezk stjórnarvöld borgi fyrir jarðnæði hér og endurbætur á því, en Canadastjórn sjái þessum bóltökumönnum fyrir nauðsynleg asta skepnuhaldi til byrjunar, og taki svo að sér eftirlit og innheimtur. Ellegar þá að sambandsstjórnin kaupi jarðnæðið fyrir hönd brezku stjórnarinnar, og á- byrgist þannig að ból'tökumenn þurfi ekiki að greiða "hieira fé en sanngjarnt sé fyrir jarðnæðið. Telur blaðið að um þetta sé vert að ræða frekar síðar, en hefir ekki meira til þessa máls að leggja að sinni. * * * Vel má það teljaslt rétt, að ekkl sé á- stæða tii þess að fjölyrða mikið um þetta nú, á þessu stigi málsins, enda mun það ekki gert hér að sinni, né fyr en ei'tthvað ákveðið liggur fyrir; en þó er því síður ástæða til að gera engar frekari athuga. semdir, sem þetta mál er og verður um nokkuð langt skeið enn sígiR. Það er auðséð á allri greiuinni, þótt blaðið tali um máiið á víð og dreif og láti lítið ákveðið uppskátt, að því er mikið áhugamál, að sjá aukna sem mest brezka fólksinnflutninga. Virðist ótvírætt koma þar í ljós-það álit, er sérstaklega afdrátt- arlaust klingir manni í eyrum frá austan- blöðunum, að nauðsyn sé á því að auka hlutfallslega brezkan innflutning, svo að ætíð sé meirihluti hér í landi af brezkum stofni. Er í sjálfu sér ekkert eðlilegra, en að Engilsöxium hér renni blóðið til skyldunnar, að þeir vilji fjölga sem mest kynbræðrum sínum hér í landi, og kemur þá það til, að vestan við Quebec að minnsta kosti, má hei'ta að Engilsaxar ráði lögum og lofum, og tryggja þeir sér auðvitað völdin og hagræðið, með slíkum innflutningum. En hitt er annað mál, hvorlt vér hinir, “útlendingarnir”, er auSt- anblöðin og hinir útvöldu svo hreinskilnis lega nefna þá Canadamenn, er eiga kyn sitt að rekja til annara þjóða, getum al- gerlega fallist á þá stefnu. Vér verðum þá fyrst að gera oss grein fyrir því, hvort vér erum í raun og veru sannfærðir um það, að þessi stefna sé endilega nauðsynlegust landinu til far- sældar Qg frambúðar. Og þá um ieið 'hvort vér höfum ekki afkastað svo miklu í þarfir þessa lands og séum ekki orðnir svo fjölmennir, að vér getum farið að krefjast þess, að sæmilegt tillit sé tekið til þeirra sérskoðana, er vér kunnum að hafa, og óhlutdrægir menn mundu ekki telja úr hófi ósanngjarnar eða óskynsam. legar. Ekki ails fyrir iöngu mun það hafa komið í ljós í þessum dálkum, að vér værum ekki endilega sannfæirðir um það, að sá aukni innflutningur hlutfallslega frá brezku eyjunum sé Canada endilega beztur, af þeirri einföldm ástæðu, að ekki er endilega víst að meira mannval komi þaðan, en annarsstaðar að, en það hlýtur að vega mest hjá( hverjum þjóðræknum manni, ef ástríðuiaust er athugað. Og án þess að gera brezku þjóðinni yfirleitt nokkuð lægra undir höfði en öðrum þjóð- um, sem auðvitað væri ranglátt, þá eru nokkrar líkiur fyrir því, að Canada geti átt völ á engu síðri borgurum til bóltöku frá öðrum löndum. Það er nokkur átetæða til þess að halda, að það yrði yfirleitt ekki bezta fólkið úr bændastétt Breta, er vér fengj- um. Á Bretlandi víkur nokkuð öðruvísi við með landbúnað, en víða í Norður- álfu, sérstaklega norðan til og um mið- bikið. Tiltöluíega mikill hluti jarðnæðis á Bretlandi liggur í eyði frá sjónarmiði land búnaðar, hefir legið ófrjótt sem arðlaust veiðiland, til skemtunar og afþreyingar lífsiþreyttum aðli, er eltir þar tóur .til dauða fyrir hefðar sakir og sér til dægra- styttingar. Nú er þetta óðum að breyt. ast; aðallinn hefir ekki efni á því, að láta þetta liggja arðlaust, og er nú farinn að skifta eignum sínum og selja til akuryrkju líkt og gert hefir verið, t. d. í Danmörku. Bretum er sjálfum mjög mikið áhugaxnál hð auka landbúnaðinn, og gefur þá að skilja að þeim^er í mun, að halda úrvals- fólkinu eftir, enda verður það tiltölulega auðvelt, meðan Kostur er á hýju jarð- næði. Árangurinif verður sá, að út flytja sennilega heldur hinir liðléttari bændur, og svo bæjarfólkið, ef það er styrkt svo að ferðin verður því næstum kostnaðar. laus, en kúnnugt er að það stendur ekki á sériega háu menningarstigi. Virðist það og heldur benda í þá átt, að 7;—10% skuli þegar hafa flosnað upp, af þessum ný- komnu fjölskýldum, er hingað voru styrktar. Teljum vér það allmikið, þótt Free Press sýnist það bera vott um fremur góðan árangur. Öðruvísi stendur á víða í Norðurálfu, þar sem búa þjóðir af skyldum kynstofni og jafnvel víðar. Þar er fyrir löngu brðið svo þétt- býlt til sveita, að hver skiki er upp ur- inn, og því ekki annað fyrir, er fjölgar, en að lei'ta til stórbæjanna, eða af landi burt, þangað sem landrými er nóg, og það fólk er þá eðlilega upp og ofan engu síðra en það sem eftir verður. I)m hitt atriðið, hvort höfðatala og af- rek vor í þarfir Canada gefi oss fyllilega itillögu og afskiftarétt, um þetta sem önn. ur viðfangsefni þess, á borð við engil- saxneska stofninn, verða tæplega deild- ar meiningar. Margir kunnugir telja ‘ útlendingana” mest og bezt hafa unn- ið að því að gera landið byggilegt, að minnsta kosti sléttufylkin, með framúr- skarandi dugnaði og ósérhlífni, allt frá frutnbý 1 ingsárunum. Og Víða mun þá og iíka sú skoðun halda velli, að þeir hafi ekki erfiðað eins mikið sér í hag, eins og Engilsöxunum, er fleytt hafi rjómann af erfiði þeirra, og fundist það sjálfsagt, enda væri alkunnugt að þeir álitu sig eins konar yfirþjóðfflokk, jafnvel hér vestra, hvað þá heldur eystra, þar sem lítilsvirð- ingunni og ótuktinni er jafnaðarlega kast að framan í “útlendingana”. En hvað sem um þessar sakir er, þá er það eitt víst, að aðrir þjóðflokkar en Engilsaxar, hafa afrekað það hér, að þeir eiga fulia heimting á að fullt tillit sé til þeirra tekið, í einu sem öðru, tilfinninga- málum jafnt sem daglegum viðskiftum. Landið hefir þarfnast þeirra engu síður en þeir landáins. Hingað hafa þeir verið beðnir að koma með þá menningu, sem þeir hafa að híeiman haft, til þess að þetta land og þjóð geti hagnýtt sér hana sem bezt. Þeir eiga fulla heimting á því, að fá að ráða tii jafns við hina, hverja framtíð þeir vilja skapa 'afkomendum sín- um hér, og tillögurétt um það, hvern veg muni heppilegast að fara; hvort þeir ern fúsir til þess, að láta nota það fé, er þeir afla ríkissjóóði með súrum sveita, til þess að flytja inn sérstaka þjóð, á kostnað síns eigin kynstofns, þrátt fyrir það, að sá dagur kynni ef til vill að koma að þeir ófctuðust, að með því væri verið að gera hið nýja fósturland þeirra að úrgangs- tínu, öðrum til þægðar og gagns. « En þeir verða þá líka að vakna til fullrar meðvitundar um það, að þeir eigi jafnan rétt hverjum öðrum, í stað þess að ganga sífellt að því vísu, að hér sé sér. stakur kynflokkur .útvalinn, er endilega eigi öllu að ráða, og láni þeim hérvistina af náð. Þeir verða að gera sjálfum sér og meðfluttri menningu sinni svo hátt undir höfði, að þeir rísi upp sem menn, til þess að krefjast þess, að þeim gefist fullt tækifæri til að umsteypa sína gömiu þjóðernismeðvitund, er þeir höfðu með sér að heiman, í nýja, er hvorki sé frönsk, brezk né annarstaðar að úr Evrópu, held- ur canadisk. Þeir eiga að leýfa sér svo mikið, að láta sér skiljast sannleikann í orðum dr. Woodsworth, sem reyndar fleiri og þar á meðal Hkr. hafa innt, að þeir menn er gleyma þjóðérni sínu og erfðaminningu, eru að jafnaði lélegir borg arar, hvar sem er. Oviturleg ráðsmennska Eftir þriggja áira borgarstjóm> ef svo skyldi kalla, er Mr. R. H. Webb nú frá oss farinn á önn- ur beitarlönd. Er svo að sjá að andi hans svífi þó enn yfir vötnunum í bæjarstjórninni, að einhverju talsverðu leyti að minnsta kosti. Og andinn er sá sami og hér um árið, þegar hann hvatti borgara Winnipeg- bæjar til þess að pokaleggja ýmsa verkamannaleiðtoga, og drekkja þeim eins og ketlingum í Rauðánni. Eitt síðasta minnismerkið af mörgum merkilegum, er hann hefir eftirskilið sér sjálfum sem djúphyggnum þjóðmálahugsuði, reisti hann sér í ræðu, er hann hélt í skilnaðarsamsæti því, er ýmsir broddar héldu honum milli jóia og nýárs. Meðal ann- ars álasaði hann dagblöðunum hér fyrir það, að þau bæru les- endum sínum altof miklar frétt ir af því, sem verkamannaflokk- urinn tæki sér fyrir hendur, hvort heldur væri kenningar eða framkvæmdir. Hann kvað blöð- in ekki eiga að geta um annað en það, sem uppbyggilegt væri í þjóðfélaginu. Það sem mið- aði til niðurrífs, ættu þau að hundsa algerlega; minnast aidrei á það. Og það þurfti eng an krossgátusérfræðing til þess að skilja það, að Mr. Webb áleit verkamannaflokkinn, fram- kvæmdir hans allar og stefnu- skrá, miða einungis til niður- rifs. En þar hitti skrattinn ömmu sína og vel það, er Free Press tók í hnakkadrambið á Mr. Webb fáum dögum síðar fyrir þessa ráðleggingu hans til blað anna. Ritstjórinn er, sem marg ir kannast við, prýðilega penna- fær. Og hann stakk afar ill- yrmislega á Mr. Webb, sárkurt? eislega á yfirborðinu, en með svo einlæigri og yfirdrepslausri fyrirlitningu á samfélagsskiln. ingi hans, að þar var engu á bætandi. Kvað Mr. Webb hafa gert bænum ýmislegt gagn, þessí þrjú ár, sem hann hefði verið borgarstjóri og hafa unn- ið upp með áhuga og kappi, það sem hann hefði kunnað að skorta í forsjá. En kveður hann þó mundu hafa unnið bænum enn meira gagn, ef hann hefði gætt þess í opinberum ræðum sínum, að halda sér við þau máleifnj,. seni 'hann Ibæri eitt- hvert sæmilegt skynbragð á. Oig eftir að hafa flett ofan af hinu algerða skilningsleysi Mr. Webb á verkamannamálum ög flokkisviðhorfi verkamanna, end ar blaðið með því að óska hon- um gengis og hamingju í himu nýja embætti, sem yfirmanni skemtiferða og samkunduskrif- stofunnar, og að segja honum hreinskilnisiega, að hamingja hans og gengí verði því meira, sem hann varist frekar að skrafa um nokkuð annað en það, sem hann hafi eitthvert vit á. En meðal þeirra málefna sé ekki viðhorf blaðanna gagnvart málum er almenning varða. * * * Blaðið segir með öðrum orð- um, að Mr. Webb hafi sýnt það með opinberri starfsemi sinni, að hann sé algerður óviti á mannfélagsmáJ. Og verkamenn eru áreiðanlega ekki einir um að vera þeim úrskurði samdóma. Afur á móti virðist bersýnilegt, að eftirmaður Mr. Webb og meirihluti bæjarráðsmanna, sé á þeirri skoðun, að Mr. Webb muni vera gert meira en lítið rangt til með þessari ásökun; að hann hafi í raun og veru komið hyggilega fram í bæjar- stjórninni, gagnvart verkamönn um. Hinn nýi borgarstjóri, Mr. Dan McLean, hóf embælttisstarf semi sína með því að loka verka mannafulltrúana í bæjarráðimu DODD’S nýrnapHlur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’8 Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fásl hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. algerlega úti frá allri nefndar- formennsku á þessu ári. Tekur hann sér þar fyrirrennára sinn ná)cvæmlega til fyrirmyndar, þvt þess gætti Webb vandlega, þessi þrjú ár sem hann var borgar- stjóri, að halda þeim vandlega frá allri samskonar upphefð. Nú er þetta svo fjarri allri sanngirni og allri skynsemi, að engu tali tekur, enda myndu tæplega margar bæjapstjómir fara svo óvitlega að ráði sínu. Margir eða réttara sagt flestir verkamannafulltrúarnir hafa verið margendurkosnir, eru þaulvanir bæjarráðsstörfum og hafa upp og ofan áreiðanlega ekki reynst óvitrari né stríð- lundaðri en hinir. Einn þeirra hefir setið lengur samfleyitt í bæjarstjóm en nokkun hinna, og þykir almennt hafa komið prýðisvel fram. Þetta er auðsæ hefndarpóli- tík, og sára auíðvirðileg; setið á mönnum af því að þeir til— heyra sérstökum stjórnmála- flokki. Ástæðan, sem gefin er, þegar annars nokkuð er látið uppskátt um ástæður, er sú, að þetta sé gert til þess að verjast því, að öldur frá stjórnmálabar- áttunni í landinu berist inn á kyrstöðupoll bæjarmálanna! En hverjir gera sig einmitt sekari um þann giæp en Mr. Webb og Mr. McLean? Þessi heimskulega og lítil- mótlega afstaða þeirra, er ein- rnitt allra öruggaðti vegurinn til þess að blanda- bæjarmália pólitísku flokkshatri, og er enda búin að því. Það er auðvitað ó- hjákvæmiiegt, hvar í veröldinni sem er, að afstaða manna í þjóð félagsmálum hafi að mörgu leyti áhrif á afstöðu þeirra til bæjarmáia, og ekki sízt hér, þar sem Winnipeg telur innan sinna vébanda iþví nær einn þríðja hiuta ailra fylkisbúa. En að komast í lengstu lög hjá póli tísku hatursrifrildi er meira en æskilegt. Ef ekki auðnast í framtíðinni að komast hjá því hér, mega Winnipegbúar fyrst og fremst þakka það þeim staU- bræðrum Webb og McLean. Mr. McLean þarf ekki að æfcla sér þá dul, að lcoma verkamönn um eða fulltrúum þeirra í skiln- ing um það, að þeim beri að vera auðsveipir, með því að bera þá ofurliði með steinbíts- taki meirihlutans. Með því koma þeir verkamönnum aðeins í skilning um það, ©f þeir eru ekki búnir að því fyrir löngu, að þeir verða að beita harð- hnjóskulegu flokksfýlgi og engu öðru, ef þeir vilja ekki sjá öll réttindi sín fyrir borð í bæjar- stjórninni. Það er ekki til neins að stinga höfðinu í sandinn elns og skrök.va^ híeffir veríð upp & strútinn aö hann gerði, °g þykjast ekki sjá það sem fjöldi manna sér ljóst, og öllum æftti augljóst að vera. Verkamannahreyfingin er eng l in hjaðnandi bóla, hér fremur en annarstaðar, hvort sem mönnum h'kar bietur eða vler.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.