Heimskringla


Heimskringla - 16.04.1930, Qupperneq 1

Heimskringla - 16.04.1930, Qupperneq 1
DYERS * CLEANERS, LTD. DYERS & CLEAJJERS. LTD. Sendlt) fötln yöar metj póati. “endingum utan af landl aýnd eomu skil og úr bœnum og á «ama veröi. W. E. THURBER, Mgr. 324 Young Str., Winnipeg. ntuu V/ Er fyrstlr komu upp n, »2 atl afgrelVa verkiti sama daginn. Lita og hreinsa fyrir þá sem eru vandlátir. W. E. THURBER, Mgr. Simi 37061 XUV. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 16. APRIL, 1930. NÚMER 29/ HVEITI HORFURNAR (Erindi, flutt af A. J. McPaiI, for- seta Hveitisamlags Canada, fyrir deild Verzlunarráðs Winnipeg- ^°rgar, þriðjudagskvöldið 10. april. Eyrst ætla ég að skýra fyrir yður i aðalatriðunum tilgang Hveitisam- 'agsins. t>að var stofnað fyrir sex ^nim síðan. Og ástæðan fyrir því að garið var á stað með það, var sú, að bændur höfðu ákveðið að taka upp nftar aðferðir og fullkomnari í sam- bandi við sölu hveitis síns. Miklar breytingar höfðu átt sér stað í iðnað- ar- 0g verzlunarmálum. Einstaklinga var sífellt að gæta minna í verzlunar- viðskiftum, en félög og samtök af einni og annari tegund, tóku við þeim rekstri af einstaklingnum. En ^ sama tima var bóndinn að dragast aftur úr, i þessum nýja breytinganna beimi. Hann barðist enn hraustlega ^fram, sem einstaklingur, en fór um leiÖ á mis við hagnað þann af sölu afurða sinna, sem samfara er sam- vinnusölu. Hveitisamiagið er lifandi vottur um v®kningu bóndans. Það sýnir að bóndinn skilur, að hann lifir í heimi byltinga og umbreytinga í verzlunar- legum skilningi. Einstaklingsins, sem alltaf vildi bauka út af fyrir sig, var alltaf að gæta minna og minna. Bóndinn var að koma auga á sann- leik orðanna: “sameinaðir stöndum vér.” Og til þess að mæta samkepn- inni 4 öðrum sviðum, varð hann einn- 'g að breyta til. Fyrir sundraða ein- slaklinga var ógerningur að þreyta ^apphlaup við vel og viturlega sam- einuð félög. Eh þegar um tvö öfl, n°kkurnveginn jafnsterk, er að ræða þ^ fara báðir aðiljar að verða sann- gjarnir. Þeir sjá, að annað þýðir þá ekki. Og sem samvinnu-framleið- endur vildum vér sanngimi, þótt eigi v*ri af öðru en þeim singjörnu hvöt- Urn, að annað myndi á endanum verða °ss til tjóns, og ef til vill algjörlega að falli. Hveitisamlagið var stofnað af bænd- Utn til þess að þeir hefðu sjálfir um- ráð þess, hvernig framleiðsla þeirra var seld. Með því að koma sér sam- an um aa krefjast ekki fullrar útborg- nnar hveitis síns um leið og það var ^ni-t til markaðar, gátu þeir sjálfir að miklu leyti jafnað verðið, og komið 1 veg fyrir hækkun og lækkun þess, scm svo oft hafði leikið þá grátt. Með þvi að ákveða niðurborgunina ekki hasrri en svo, að þeir gætu haldið bveitinu, þó það lækkaði í verði eftir að það var flutt til markaðar, var ollu borgið. Vér seljum hveitið sam- bvæmt eftirspurninni eftir því, en ekki eftir tiktúrum verðsins í það og það skiftið. Vér leitumst við að dem- ba aldrei of miklu á markaðinn í einu, ®vo að ekki hljótist af verðfall. Eigi að síður reynum vér að selja svo fljött sem unnt er, og gerum vort itrasta til þess að halda ekki yfir bifgðum til næsta árs. Það hefir ávalt verið oss ljóst, að það er hættu- legt að halda eftir miklum birgðum 1:11 næsta árs. Hefir mörgum sam- vinnufélögum orðið hált á því. Vana- lega hefir sú stefna ekki við annað að stýðjast en vonina um það að upp- skera kunni að verða rýr á næsta ári, °g ag af þvi leiði þá verðhækkun. "teljum vér slíka stefnu hættulega. Að Visu er ekki óviturlegt, ef hægt væri að ráða við það, að eiga dálítið óselt af hveiti, til þess að hafa nóg ef upp- skera brygðist. En meðalhófið er þar vandratað, að bæta upp mögru árin með því. Auk þess getur ýmislegt^ annað komið til greina í því sam- bandi, svo sem einhver óhöpp í því iandi, sem hveitið kaupir. b'að er aðeins í gegnum samtök eins °g samlagið, að hægt er að koma á reglulegri sölu á hveiti, svo að heitið 8e« í samræmi við kröfurnar. 140 þúsund bænda, þar sem hver selur frá fimm hundrað til fimm þús- und mæla af hveiti, geta ekki ráðið við hvað mikið hveiti er boðið til sölu einhvern vissan dag. Þessir sömu 140 þúsund bændur geta aftur á móti, ef þeir hafa samtök með sér, um það að fela nefnd manna að annast söluna á bvei^i sinu, haft algjörlega í hendi sér bve mikið hveiti er til framboðs frá einum degi til annars. Meðlimir hveiti- samiagsins í þremur sléttufylkjunum fengu samlaginu í hendur til sölu 245 miljónir mæla af uppskerunni árið 1928. Og hvor söluaðferðin virðist þér æskilegri, sem einum af þessum ■MO þúsundum meðlimum samlagsins — að einn selji hveitið, eða 140 þú- sundir selji það á markaðinn? Með- limir samlagsins hafa afnumið sam- keppni alla sín á milli í sambandi við sölu hveitis síns. Það er ekkert nýtt eða undravert við þessa aðferð bænda, annað en það, að með henni hagnýta þeir sér þau hlunnindi, sem samfara eru samtökum. Það undraverðasta er, að sú aðferð var ekki tekin upp fyrir mörgum árum síðan. Það hefir verið sagt, að sú stefna samlagsins, að hafa umboðsmenn í löndum þeim, er hveiti kaupa, til þess að selja sem beinast til neytenda þar, hafi mætt andúð í þessum löndum. Það er hvorki ómögulegt né ólíklegt. Samt sem áður verður vel að því að gá hverra andúð helzt hefir verið vak- in, til þess að komast í fullan skilning um það hversu alvarlegt ástandið er í raun og veru. 1 þessu tilliti, sem öðru, fetar sam- lagið aðeins i fótspor þeirra, sem ráðið hafa viðskiftastefnu nútímans. Enginn álasar t.d. Standard Oil fyrir að færa sjálft neytendum heim í hlað framleiðslu sína, hvar í heimi sem er; enginn ámælir Henry Ford eða öðrum bílsmiðum fyrir að koma víðsvegar upp sölustöðvum og selja beint til kaupendanna. Enn nýrra fyrirbrigði : Það birtir í huga (Þessi fallegu ljóð sendi skáldið Þ. Þ. Þorsteinsson til Halldórs Egilssonar, er hann frétti lát Kristjáns sonar hans).—M.P. í þögninni ríkir hin þunga sorg, og þegar dimmir um sveit og borg, þá tómleikinn í það sæti sezt sem sonurinn góði skipaði bezt. En þá koma barnanna björtu jól með bjartar vonir og hækkandi sól, sem lífgar og reisir hinn lamaða þrótt og lýsir upp þögula dauðans nótt. Eg hryggist með ykkur, en syng um þá sól, er söknuði breytir í gleðileg jól. Og gott eiv&ð eiga svo elskaðan son, að aldrei gleymist hann beztu von. Það birtir í huga við birtu þá, og blessaða soninn þið horfið á sem Ijósgeisla þeirri lífssól frá, sem ljómar um jólin ykkur hjá. iitimiiiiiMmimiiNMiiiiiiMiiiiiiiiim IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMHMIIIIIIIIHmillllllllllllllllllllllll Æfiminning eru jafnvel keðju-verzlanirnar, sem reknar eru á sama grundvelli, þar sem framleiðendur neyzluvarnings hafa tekið sér fyrir hendur að selja vörur sínar neytendum, án nokkurrar milli- i göngu. Afleiðingin er alvarleg fyrir ■ smákaupmennina, og manni hættir til að kenna í brjósti um þá. Enginn efi er á þvi að þetta fryrirkomulag sætir andúð smákaupmanna, en ekki neyt- endanna. Það er mergurinn málsins. Jafnvel mylnufélögin, sérstaklega hér í Canada, hafa stigið skrefi lengra, og komið upp stórkostlegum brauðgerð- arhúsum, hin síðari árin, og annast þannig sjálf afhendingu afurða sinna til neytendanna. Eg þarf ekki lengra að telja, því flestir yðar munu kann- ] ast við hliðstæð dæmi. Hversvegna ættu þá bændur að sæta ámæli fyrir það, að koma afurð- um sínum að minsta kosti í hendur malaranna? Aðeins ein stétt manna getur tjón af því beðið nefnilega kaup- mennirnir og kornmiðlarnir. Frá per- sónulegu sjónarmiði þeirra er þetta vafalaust illa farið. En séð í ljósi nú- j tíma viðskifta er þetta óhjákvæmi- legt. Enginn efi er á því, að korn- j miðlar og kaupmenn erlendis hafa : vaknað til andúðar gegn stefnu sam- j lagsins, en malarar og neytendur hafa ekkert tjón af henni beðið. Hvi skyldi ] ekki malaranum standa á sama, hvort hann kaupir kornið beint frá fram- leiðandanum, eða frá kaupmanni eða kornmiðlara. Það skiftir hann í raun og veru litlu eða engu máli. Honum er um það eitt hugað að kaupa korn ti' mölunar við því verði, er gerir honum kleifa samkeppnina við aðra malara. En svo vér vikjum að ástandinu eins og það er í dag. Það hefir verið fullyrt að söluaðferð samlaganna hafi gert kornkaupmönnum ómögulegt eða erfitt fyrir að selja hveiti. Eg skal j ekki um það deila. Jeg skal aðeins halda mér við staðreyndir. Yður rekur minni til þess að árið 1928 fengum vér mestu uppskeru í sögu þessa lands, og meira hlutfalls- lega af lágflokkunarkorni en nokkru sinni fyr. En á sama tima varð upp- skerra meiri í Argentínu en nokkru sinni áður, mikklu meiri en nokkur hafði gert sér í hugarlundft af þeim er kunnugastir eru stað- háttum þar. Jeg get bætt þvi við, að áætlun samlagsins var hærri en nokkurs annars kornverzlunarfé- lags, en þó allt of lág. Annað atriði, jafn mikilvægt, nema fremur sé, var það, að Argentínuupþskeran var óven- juleg að gæðum það ár, svo að brezkir og erlendir malarar gátu notað meira af því til mjölblöndunar, og á sama tíma komist af með minna af Mani- tobahveiti í því skyni. Frá því i janúar 1929 áttum vér að etja við hina örðugustu samkeppni frá Argentínuhveiti á mareaðnum. Þrátt fyrir þessa örðugu samkeppni, og þrátt fyrir það, að alla vetrar- mánuðina síðastiðið ár, var hveiti- verð hér í Winnipeg mjög hátt samanborið við Argentínu, höfðum vér selt 173 til 174 mæla af hveiti fyrstu vikuna í maí af 255 miljónum (Frh. á 4. bls.) KRISTJAN H. EGILSSON \ Það var skýrt frá andláti hans i Heimskringlu fyrir nokkru, en mig langar til að segja lítið eitt meira um þenna fráfallna vin. Kristján heitinn var fæddur 13. nóvember 1893, suður í McHenry hér- aði í Dakota. Eru foreldrar hans hin valinkunnu hjón og frumbyggj- endur, Halldór J. Egilsson frá Reykj- um á Reykjabraut í Húnavatnssýslu og Margrét Jónsdóttir, er mun einnig vera húnversk að ætt. Voru þau bú- sett þar syðra þegar Kristján fædd- ist, en 1899 fluttu þau norður í Swan River dalinn og hafa búið þar síðan. Kristján var hinn mesti myndar- maður á velli, nær 6 fet á hæð og þrekinn að því skapi, dökkhærður og ennibreiður, glaðlyndur og skemtinn í viðtali, og hafði til að vera dálítið kýminn; var hann náttúrugreindur vel og bókhneigður, þótt hann gæti lítið sinnt því sökum heimilisanna. En veturinn 1919—20 gekk hann hér á skóla (Business College), en það nám var of stutt og kom ekki að til- ætluðum notum. Hann var ætíð heilsuhraustur vel þar til fyrir rúmu ári síðan, að hann fór að kenna mein- semdar i hálsi. Agerðist það svo að hann var skorinn upp hér á spítal- anum í byrjun desembermánaðar. Virtist uppskurðurinn hafa tekist vel, er> svo allt í einu sló honum niður r'tur eftir tvo eða þrjá daga, og féll hann í valinn sunnudaginn 8. desember, aðeins 36 ára að aldri. Það er æfinlega sviplegt og sorg- legt þegar fólk á bezta aldri hnígur fyrir sigð dauðans, og það var sér- staklega svo hvað Kristján Egilsson snerti, því hann var svo einkar mann- vænlegur og drengur sem í engu vildi vamm sitt vita, og hugðu vinir hans að hann ætti framundan-nytsaman og háan aldur. Hjartanlega votta ég mína dýpstu og einlægustu hluttekningu aldur- hnignum foreldrum og fimm systk- inum þess látna vinar, sem nú syrgja horfinn son og bróður. Jarðarför Kristjáns heitins fór fram frá Sambandskirkju í Swan- River þann 11. desember, að viðstöddu miklu fjölmenni. Magnús Peterson. Frá Islandi Frásögn Eiríks Jónssonar hrepps- nefndaroddvita að Vörsabæ. Frá Eiríki Jónssyni hreppsnefndar oddvita að Vörsabæ á Skeiðum hefir ' Mgbl. fengið eftirfarandi frásögn af Hvílárflóðinu, tjóni þvi, er af því hiaust á Skeiðum, og björgunarstarf- scminni. Til skýringar lýsir Eiríkur fyrst landslagi og staðháttum. - Eins og kunnugt er, liggur Skeiða- sveit í tungunni milli Hvítár og Þjórs- ár. — Þar sem tunga þessi er mjóst, er hið svonefnda Merkurhraun, og liggur nyrðri hluti þess undir syðstu jörðum á Skeiðum. En ofan við “Hraunið” tekur við samfelt flat- lendi alt upp að Vörðufelli. Eru efstu Skeiðabæirnir framan í fellinu.y Hvitá rennur vestan við Vöröufell. Er hún kemur fyrir fellið, verður farvegur hennar víður og dreifir hún þar úr sér. En er nær dregur Merkurhrauni, þrengist farvegurinn í og rennur áin í þröngum farvegi með- 1 fram“Hrauninu”. Þegar mikil flóð | koma í ána, fær vatnið ekki nægilega ' öra útrás gegnum þessi þrengsli, svo að áin belgist upp yfir flatlendið ofan við Merkurhraun. Flatlendi þessu hallar frá Þjórsá til norðvesturs; og er það lægst um- hverfis trtverk, Miðbýli (sem nú er i eyði) og ólafsvallahverfi. Eru þeir bæir í mestri hættu, þegar aftaka flóð gerir, svo og bærinn Arhraun, er stendur á austurbakka Hvítár gegnt nestatjalli. íildrög flóðsins og tjónsins. Miðvikudaginn 26. febrúar gerði ákafa rigningu, er hélst óslitin til að- faranætur sunnudags, eða í 7 dægur. Er komið var fram á laugardag, var það sýnilegt, að flóð myndi koma í Hvítá. En þar eð dimmviðri var á og þokubræla, var ekki gott að sjá það tilsýndar, hvað ánni leið. Mér þótti því vissara að fara og finna Bjarna bónda i Ctverkum og grennslast eftir, hvað fénaði hans liði. Þóttist ég vita að sauðir hans og hross myndu vera á svonefndri Ct- verkamýri, austan við bæina. Fór- um við þangað tveir. Er við kom- um nær ánni, sáum við, að hún var tekin að flæða upp fyrir bakka, og var Bjarni kominn á báti austur fyrir flóðið. Voru þar flest hross hans og sauðir. Var ekkert viðlit að koma fénaði þessum í hús, þar sem hann var talinn óhultur. Var því það ráð tekið, að reka sauðina austur eftir á undan flóðinu, þangað sem enginn núlifandi maður veit til að flætt hafi áður; en hrossin voru rek- in upp í Vörðufell — og varð það þeim til lífs. En af sauðunum er það að segja, að um morguninn voru 34 þeirra drukknaðir í flóðinu, en 12 þeirra höfðu bjargast á hól einn, sem upp úr stóð, og varð það þeim til lífs. A þessu flóðsvæði eru til þrír bát- ar, ferjubátur í Árhrauni, veiðibátur að'Fjalli og auk þess á Bjarni í Ct- verkum bát til öijyggis í flóðum. Var því alt útlit fyrir í öndverðu, að takast myndi að bjarga fénaði úr hús- um þeim, er lægst standa — þó önnur yrði raunin á. Þegar þeir í ölafsvallahverfi sáu hvað verða vildi, brugðu þeir við skjótt og fóru að Arhrauni til þess að fá þar lánaðan ferjubátinn. Urðu þeir að sundríða tll þess að komast þá leið. En vegna þess hve áin óx ört á laugardagsnóttina, var báturinn kominn í flóðið áður en varði, og eigi tiltök að ná til hans. Ætluðu þeir þá að fá bátinn frá Fjalli. En hnnn hafði Bjarni í Ctverkum þá fengið, því hann treysti eigi bát sinum í svo miklu flóði. Gátu þeir loks fengið bát á Iðu í Biskupstungum, og komust með hann að ólafsvöllum um hádegi á sunnudag. En þá var Bjami i trtverkum þangað kominn á bátnum frá Fjalli; hafði tekist að ná til Bjama með köllum, því að komið var stilt og gott veður.. Var þegar búið að bjarga þeim fén- aði, sem lifandi var þar í húsunum, en öll vom húsin meira og minna flædd. Var i sumum þeirra vatn í mitti og sauðfé þar á floti, lifandi og dautt. Það sem lifandi var, var nú látið upp á húsþökin, þvi að engir aðrir staðir voru til fyrir það. Þar varð féð að standa uns fjaraði út aftur. Það sem dautt var, er að var komið, voru 40 ær frá Valdimar Jónssyni bónda í Norðurgarði, 18 ær frá Stefáni Ketilssyni lausamanni á Minni ölafsvöllum, og 4 vetra gamall foli frá Katli bónda Jónssyni, sama stað. I því húsi, sem hesturinn druknaði, voru 3 hross. Eitt þeirra hafði kom- ist út úr húsinu og bjargað sér upp á hól - þar í nánd. En hið þriðja var á sundi í húsihu, er að var komið, nær dauða en lífi. Cr þeim húsum, er á túnunum stóðu, hafði heimafólki með frá- bærum dugnaði tekist að bjarga fén- aði á sunnudagsnóttina. Er furða, að ekki varð slys að. Jón bóndi að ólafsvöllum varð t. d. að sundriða í náttmyrkrinu milli túna yfir 60 -V- 80 metra sund, til þess að komast til húsa til bjargar. Björgunarstarfsemi sýslumanns Arnesinga. Á sunnudagsmorgun, er fréttir fóru að berast af flóðinu, hringdi sýslumaður að Húsatóftum, til þess að fá fregnir af því, hvort menn van- hagaði ekki um bát, og hvort eigi væri ráðlegt að reyna að senda bát frá Eyrarbakka upp á Skeið. — Kl. 3 á sunnudag náðist í Bjarna á írt- verkum til viðtals. Hann var sá eini, sem hélt sambandi við flóðbæina. Hann sagði útlitið vera þannig, að ef rigning héldist og flóðið yxi (sem búast mátti við eftir veðurútliti), þá væru allir flóðbæirnir i mikilli hættu. — Ekkert mætti flóðið t. d. vaxa, ef hann ætti að geta bjargað kúnum úr Útverka-fjósinu. Var þetta tjáð sýslumanni. Gerði hann ráðstafanir til þess að senda bátinn strax af stað. En þá reynd- ust hömliTr á, því að Flóavegurinn frá Skeggjastöðum að Bitru reyndist ófær vegna flóðsins. Með miklum erfiðsmunum tókst að koma bátnum upp á flóðin eftir há- degi á mánudag. Var hann ýmist fluttur á bilum eða eftir vatnsflóðun- um. Var þá flóðið allmikið farið að fjara. Vil ég i þessu sambandi geta þess, að sýslumanni var mjög annt um að gera alt, sem í hans valdi stóð, til hjálpar, þó það kæmi ekki að fullum notum. Því báturinn frá Eyrar- bakka hefði t. d. þurft að vera kom- inn uppeftir á laugardagskvöld, áður en næstu nágrannar við flóðbæina vissu um flóðhættuna. Hefir sýslumaður fyrirskipað að ss.fna skýrslum um tjónið, er lagðar yrðu til grundvallar við hjálparstarf- semi handa þeim, er fyrir tjóninu urðu. Afleiðingarnar. Eg hefi hér að framan getið þess tjóns, sem varð á fénaði. En af- leiðingar flóðsins eru alvarlegri á öðru sviði. Telja má í krónum tjónið af fénaðarmissi. En heyskemdirnar, er menn hafa orðið fyrir á flóðsvæð- inu, er ekki hægt að meta til pen- inga, svo rétt sé, þegar alt er tekið til greina. 1 öllum hlöðum á svæðinu, hjá 7 bændum, varð vatnsflóðið 1—2 metr- ar að dýpt. Allar töður, eru þar gjöreyðilagðar. Er því fyrirsjáan- legt afurðatap af kúnum, þó hægt verði að halda í þeim lífinu. Vegna þess hve mikið tapaðist hér í haust af siðasta heyskapnum, eru ekki nema örfáir menn aflögufærir með hey, svo nokkru nemi. Efa ég þo ekki, að alt verði gert, sem hægt er, til þess, að bændur fái haldið þeim fénaði sínum, sem eftir er. Fyrri Hvítárflóð. Það má segja, að Hvítá flæði hér eitthvað yflr á hverju ári. En venjulega koma flóðin ekki að sök— fénaði t. d. óhætt í húsum þeim, sem nú' flæddi inn í. Síðasta flóð, sem komið hefir á undan þessu, er nokkuð kvað að, kom í apríl 1907. Kom það þó ekki að sök. En mesta flóð, sem núlifandi elstu menn muna, kom um jólin (að öllum líkindum) 1865. I því flóði fórust nokkrar 0tr. Var þá hætt komið, að 2 menn sáluðust úr kulda og vosbúð, er urðu að hafast við uppi á fjárhúsþaki úti í flóðinu heila nótt. En þess á milli hafa komið mörg smærri flóð, er eigi fara sögur af. Eftir því sem gamalt fólk skýrir frá, mun þetta flóð hafa verið alt að því einum meter hærra en mestu flóð, sem sögur fara af. Flæddi í þetta sinn yfir alt að því helming af öllum Skeiðunum, og var flóðið á láglendinu umhverfis Otverk og ólafsvallahverfi frá 2 — 4 metrum að dýpt. Nánar verður þetta athugað síðar. Menn telja hér víst, að jökuíhlaup hafi átt sinn þátt í þvi, hve flóð þetta var mikið. Þótti ekki einleikið, hve ört það óx. Frá því klukkan 4 e.h. á laugardag og til kl. 6 á sunnudags- morgun hækkaði flóðið um 1% met- er. Fyrri flóð hafa hækkað hægt og hægt í 2 — 3 daga, einkum þegar snjór hefir eigi verið á jörð, en nú var snjólaust. Vörsabæ, 5. marz 1930. —Mgbl. Eiríkur Jónsson. Rvík., 14. marz Frá Vestmannaeyjum var símað i gær, að þar bærist svo mikill afli á land, að menn hefði ekki við að koma honum undan, þótt vakað sé nótt og dag. Slæm kvefsótt gengur I Eyj- um og hefir hún sennilega lagst þyngra á menn ,vegna þess hvað þeir hafa lagt hart að sér að undanförnu. Hafa margir orðið að fara í rúmið og í gær gátu 3 bátar ekki róið vegna vanhalda á mönnum. 1 fyrradag komu sumir bátarnir að með 2600 fiska. Fiskurinn er nú genginn dýpra og er því langsóttara og veiða því minstu bátarnir ekki jafnvel og áður. ö- venjulegar gæftir hafa verið í Eyj- unum, enginn dagur fallið úr nú á þriðju viku. í gær var þar blæja- logn og sólskin. —Mgbli Bjarni Simonarson á Brjámslæk varð bráðkvaddur i embættisferð í prestakalli sínu í fyrradag (sunnu- daginn 16. mars). Hann mun hafa hnigið af baki milli bæja og var hann öiendur þegar að honum var komið. Með séra Bjarna prófasti er hniginn í valinn einn af ágætismönnum presta stéttar vorrar. Hann var fæddur á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd 9. maí, 1867, og varð þannig 63 ára,# fátt í tveim mánuðum. Hann gekk inn í lærða skólann 1883 og útskrifað- iet þaðan 1893. 1 öllum prófiim hlaut séra Bjarni lofseinkanir, enda. var hann námsmaður í fremstu röð. Síðan fékst hann við kenslu í Reykja- vík nokkra vetur, en vígðist vorið 1897 til Brjámslækjar, sem hann þjónaði til dauðadags. Frá 1902 var hann jafnframt prófastur í Barða- strandarprófastsdæmi. Bjarni prófastur var mikill mann- kostamaður, prýðilega gáfaður, lærð- ur vel og bókamaður mikill, trygg- lyndur og einlægur og stakasta val- menni. Hann vildi í engu vamm sitt vita og reyndi í öllum greinum að koma fram til góðs. Var hann því af öllum, sem honum kyntust, elsk- aður og virtur og átti alla tíð mestu vinsældum að fagna sökum ljúf- mennsku sinnar og annara mann- kosta. Sem prestur var hann jafnan vel metinn, enda kennimaður góður og barnafræðari ágætur. Er því fyrir allra hluta sakir mikil eftirsjón að séra Bjarna prófasti. Bjarni prófastur var kvæntur Kristínu Jónsdóttir (prests á Breiða- bólstað í Vesturhópi Sigurðssonar), er áður var gefin séra Þorvalcji Stef- ánssyni í Hvammi. Lifir hún mann sinn háöldruð. Ekki var þeim barna auðið, en stjúpsynir séra Bjarna eru þeir séra Jón Þorvaldsson á Stað og Árni skólakennari á Akureyri. —Mgbl. Dr. J. H.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.