Heimskringla - 18.11.1931, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.11.1931, Blaðsíða 1
DYERS & CLEANERS, LTD. Men's Suits Suits $1.00 Hats gQp CALL 31 061 ittðlft. DYERS & CLEANERS, LTD. Ladies' Dresses Cloth, Wool or Jersey .... CALL, 37 061 $1.00 XLVI. ÁRGANGUR._______ BÆJARKOSNINGARNAR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 18. NÓV. 1931 NUMER 8 Nú er lokið útnefningu borg- arstjóra og bæjarráðsmanna fyrir kosningarnar, sem fram eiga að fara í Winnipeg þann 27. nóvember. Um borgarstjórastöðuna sækja fimm menn; en um 9 sæti í bæjarráðinu, sem auð eru, sækja 23 bæjarráðsmannaefni. 9 skólaráðsmenn verða og kosn ir og sækir 21 maður um þau sæti. Er kosið eftir hlutfalls- kosningu. Af 9 bæjarráðsmönnum, sem nú víkja sæti, sækja aftur 7. Borgarstjóraefnin eru þessi: 1) Ralph H. Webb, núverandi borgarstjóri. Sækir hann nú í ¦sjötta sinn. Fyrst hlaut hann kosningu árið 1925, og var end- urkosinn næstu tvö árin á eft- ir. Svo varð Col. Dan McLean borgarstjóri næstu tvö ár, en árið 1929 varð R. H. Webb aft- ur borgarstjóri og endurkosinn ».L haust, 1930. Hefir hann nú verið borgarstjóri lengur en nokkur annar. Sá er næst hon- um kémst, er Alexander Logan, er hér var borgarstjóri í 4 ár; en það var um eða eftir 1880. R. H. Webb fæddist á skipi, er í förum var milli Indlands og Bretlands árið 1887. Til Canada kom hann ungur og byrjaðir á viðarsölu í Austur-Canada. — Hann innritaðist í herinn, þá er stríðið skall á, gekk þar hraustlega fram og hlaut ýms- ar orður fyrir. Sagan um, hvern ig hann skar sjálfur af sér fót- inn, er hann særðist, er flest- um kunn. Þegar hann kom heim úr stríðinu tók hann að stjórna Windsorhótelinu í Montreal. — Nokkru síðar Marlborugh hótel í Winnipeg. Kaupsýslufé- lag hefir hann stofnað hér, er gengur undir nafninu R. H. Webb & Co., og er hann enn félagi þess. Sem borgarstjóri hefir hann á ýmsa lund þótt nýtur. 2) Thomas R. Deacon var borgarstjóri í Winnipeg árið 1913 til 1914. Til Winnipeg kom hann árið 1902 og stofnaði fé- lagið Manitoba Bridge and Iron Works, og hefir hann verið stjórnandi þess síðan. Hann er fæddur í Perth, Ont, árið 1865. Mentun fékk hann nokkra og gekk eitthvað á Toronto- háskólann. En aðallega hefir hann gefið sig að því verklega og viðskiftum. Hann er út- nefndur af Civic Progress fé- laginu. 3) Theo. A. Hunt, K.C., sem í fyrsta sinn sækir um borgar- stjórastöðu, hefir verið lögfræð- isráðunautur þessarar borgar um langt skeið, eða frá 1905 til 1920. Er hann því þaulkunn- ugur starfrekstri öllum. Á þessu tímabili var Hydro kerfið að Pointe du Bois gert og Shoal Lake vatnsleiðslan. Fæddur er Mr. Hunt í O-^ario. Hann er útskrifaður af Toronto háskól- anum í Arts og í lögum frá Os- goode Hall. Til Winnipeg kom hann árið 1900 og var um hríð lögfræðingur C.P.R. félagsins. En síðan réði bæjarráðið hann í sína þjónustu. Þegar hann sagði lausu lögfræðisstarfi bæj- arin9, stofnaði hann með öðr- um lögfræðisfélagið Hunt, Auld and Warburn í Winnipeg. Mr. Hunt sækir nú um borg- arstjórastöðuna, og er hann vel til slíks starfs fallinn. Þekking hans á bæjarmálum og traust það, sem til hans hefir verið borið sem lögfræðings, af bæði bænum og C.P.R. félaginu, mæla með honum. Að þekkingu til og mentun stendur hann mjög framarlega, og mun bæn- um bæði heiður og gagn verða að starfi hans, sem borgarstjóra — verði hann kosinn. 4) Colin McPhail, er frá New Brunswick. Hann hefir stjórn- að bókabúð að 492 Portage Ave. í Winnipeg um nokkur ár. — Hann er formaður og einn af stofnendum Social Progress fé- lagsins og hefir verið útnefnd- ur af því. Hann sækir til þess að koma hér skriði á hlutina og breyta til, en kommúnisti er hann ekki. 5) Jacob Penner sækir sem kommúnisti. Hefir hann verið ötull starfsmaður kommúnism- ans hér síðan 1922. Hann er fæddur á Suður-Rússlandi árið 1880, og stundaði nokkur ár barnakenslu og landmælingar. Hann kom til Canada árið 1904. Var fyrst í British Columbia, en kom til Winnipeg 1906. — Hann er sem stendur bókhald- ari hjá Workers' and Farmers' Co-operátive Creamery. Árið 1921 sótti hann um þingmensku til sambandsþingsins, og 1927 til fylkisþings í Manitoba, en tapaði í bæði skiftin. Bæjarráðsmannaefni í I. deild sækja 7 alls. Eru það þrír núverandi bæjarráðs- menn, Herbert Andrews, L. F. Borrowman, C. F. Simonite. W. B. Lowe fyrrum bæjarráðsmað- ur. Hinir eru J. J. Kelly, H. G. Webber, C. Spencer. Aðeins 3 ná kosningu í hverri deild. í II. deild sækja 9 alls. Er einn þeirra íslendingurinn Paul Bardal. — Það er að verða mjög sjaldgæft að íslendingur sæki í bæjarráðsstöðu, og getur oss þó sem heild verið hagur og fylkjunum árið 1929. Höfðu einnig andlegri, og er eflaust flestum gagnsækjendum sínum fremri í uppeldisfræði, þegar slíkt málefni er til mergjar krufið. í skólaráði eiga slíkir menn að vera, þjóðfélagsins vegna, og þar sem svo stendur nú einnig á, að hann er landi þeirra, er þessar línur lesa, ættu íslendingar að veita hon- um óspart að málum. Þeir eru ekki aðeins með því að vinna að sínum eigin þjóðarsóma, heldur og einnig hag þjóðfé- lagsins. Aðrir, er um skólaráðsstöð- una sækja í annari deild, eru: Mrs. Jennie McLennan, og Alex Irvin útnefnd af óháða verka- mannaflokknum. Geo. R. Ash- brook, kommúnisti, og dr. F. E. Warriner fyrrum skólaráðs- maður. ¦ • • Þetta stutta ágrip um þá, er um stöðu sækja í næstu bæj- arkosningum, í þeim hluta bæj- arins, er íslendingar aðallega búa, látum vér nægja. dómi sættu, eru þessi: Tim Buck, frá Englandi, Tom Ewan frá Glasgow, John Boychuk og Mathew Popovitch frá Rúss- landi. Thomas Cacie frá Ser- bíu, Samuel Cohen frá Úkraníu, A. J. Hill frá Finnlandi og Mál- colm L. Bruce fæddur í Can- ada. Vegna þess að sá síðast taldi er hér fæddur, er ekki i i hægt að flytja hann burt úr ] landinu. En hinir verða allir j sendir burtu að hegningarhús- : vistinni lokinni. R-100 SELT. BENNETT FER TIL LONDON Forsætisráðherra R. B. Ben- nett lagði af stað s. 1. föstudag áleiðis til Englands. Herma fréttirnar að brezka stjórnin hafi æskt að hann kæmi á fund hennar. Er lítill efi á að erind- ið sé viðvíkjandi samveldisfund- inum sem í Canada verður hald- inn á komandi sumri. KOLIN AÐ VESTAN. Það er ekki svo lítil búbót fyrir landið kolanámurekstur- inn í Alberta og Saskatchewan. Samkvæmt síðustu tölum yfir kolatekjuna, nam hún nærri átta miljónum tonna í báðum yfir tólf þúsundir manna at- vinnu við það. Vinnulaunin til heiður að því, að íslendingur se í ráðinu, sé hann vel til starfs ins hæfur. Og það efumst vér námumanna einna namu rum um 16 miljónum dala. Af þessum fylkjum keypti Manitoba — Winnipeg aðallega — um 25,000 járnbrautar vagn- hlöss árið 1929. Við útbýtingu á þeim hérna var greitt í vinnu- laun um hálf miljón dala. Af kolarekstrinum er talið, að um 50,000 manna alils hafi framfærslukostnað sinn. ekki um að Mr. Bardal sé. — Standi tslendingar honum vel að baki, ætti hann að geta náð kosningu. Og þá hefðum við fslending í bæjarráði, sem hér hefir ekki átt sér stað um langt skeið. Aðrir, er í II. deild sækja, eru núverandi bæjarráðsm. Thomas Flye, G. R. Belton, Wm. Stanley, F. H. Davidson fyrrum bæjar- ráðsmaður og John O'Hare, einnig fyrrum bæjarráðsmaður A. J. Stroud, Charles A. Van- derlip og Aubrey Brock. í III. deild sækja 6 alls. Þrír af þeim eru núverandi bæjar- ráðsmenn, Robert Durward, J. A. Barry, John Blumberg. Hinir eru T. D. Ferley, um eitt skeið þingmaður fyrir Gimli, Dr. Frank Sedziak og W. N. Kolis- nyk fyrrum bæjarráðsmaður. SkólaráðiS. Fyr þryti dagur en dæmi, ef telja ætti upp alla þá, sem skóla ráðsstöður sækja; ætlum vér því að sleppa I. og "III. deild, en aðeins geta þeirra er sækja í II. deild, af því að þar eru flestir íslendíngar þúsfettir í þssum bæ. Svo stendur einnig á, að í þetta sinn sækir Islendingur einnig um skólaráðsstöðu; en það er dr. Ágúst Blöndal. Hann er tiltölulega ungur maður, fæddur í Dakota, en kom til Winnipeg barn að aldri. Mentun sína hefir hann fengið í Wln- nipeg. Hann er skarpgáfaður maður og fjölhæfur og talsvert leikinn í listmálningu og fleiru, auk lífsstarfsins, læknisstarfs- ins. Hann hefir mikinn áhuga, ekki aðeins fyrir líkamlegri vel- ferð æskulýðsins, heldur og KOMMÚNISTAR DÆMDIR I FANCELSI í borginni Toronto í Ontario- fylki voru 8 kommúnistar dæmd ir til lengri eða skemri fang- elsisvistar s. 1. föstudag. Ástæðan fyrir dómi þeirra var sú, að þeir héldu uppi félags- skap, sem hér er ekki lögum samkvæmur, þar sem stefna hans er, að koma af stað of- beldi og byltingum. Skoðanir sínar mættu allir hér birta, só- síalistar og kommúnistar, sem aðrir. En það væri hin póli- tízka stefna canadisks þjóðfél- ags, að vinna á friðsamlegan hátt, að hverri þeirri stefnu- breytingu í þjóðfélaginu, sem þessi eða hinn æskti, en ekki með ofbeldi. Vegna þess að sú aðferð hefði ófyrirsjáanlega hættu í för með sér, og stefndi beint að eyðileggingu þjóðskipu lagsins, yrðu stjórnir þess að banna slíkan félagsskap. Þessum orðum eða svipuðum fóru dóm- endur um málið. Sjö af hinum brotlegu voru dæmdir í 5 ára fangelsisvist en einn til tveggja ára. Að fang- elsisvistinni lokinni, verða sjö af þeim fluttir út úr landinu. Eignir kommúnista flokksins voru og dæmdar upptækar. Nöfn mannanna sem þessum Stjórnardeildin brezka, sem umsjón hefir með loftsiglingum, gaf til kynna í gær, að hún ætl- aði að selja loftfarið mikla, R- 100, sem járnarusl. Ekki er neitt um verðið sagt, sem fyrir skipið fæst þannig, en tvær miljónir dala kostaði að smíða það. Ferðin, sem skip þetta fór til Canada 1930, er eina ferðin, er það hefir verið notað til, sem nokkurs virði var. Eftir að loftskipið R-101 fórst á Frakklandi 5. nóvember 1930, sem um 50 manns biðu bana við, hefir stjórnardeild loftsigl- inga ávalt verið á móti notkun skipa af þessari gerð. Þegar fjármálaráðherra Philip Snowden lagði fjárhagsáætlun landsins síðast fyrir þingið, þá kvað hann verða að leggja skip þetta niður vegna kostnaðarins við að nota það. MR MEIGHEN f WINNIPEG. Rt. Hon. Arthur Meighen kom til bæjarins í gær. Hann kom vestan úr landi. í ræðu, sem hann hélt í Canadian Club, fór- ust honum orð á þá leið', að kreppan mesta myndi loks lið- in hjá, og þakkaði hann það því meðal annars, að hagur Þýzka- lands- hefði batnað, en það hefði lánsfresturinn á stríðsskuldun- um gert. TVEIR FISKIMENN DRUKNA. Tveir fiskimenn frá Delta í jManitoba voru í gær að vitja neta á báti á Manitobavatni ör- skamt frá landi. Stormur var talsverður og í einni hviðunni hvolfdi bátnum. Báðir mennirn- ir druknuðu. Nöfn þeirra voru George Lebel og George Cru- zille, báðir á tvítugs aldri. 8000 MENN FÁ VINNU. ÁRSFUNDUR BÆNDAFÉ- LAGSINS í MANITOBA. Ársfundur Bandafélagsins í Manitoba hófst í dag í Brandon. Stendur hann yfir í þrjá daga. J. L. Brown frá Lisgar er for- seti fundarins. Ótal málum á fundur þessi að ráða fram úr. Hin helztu eru samningar um frest á skuld- um bænda, um hveitiverð eða að reyna að halda því sem jöfnustu, um lækkun flutnings- gjalds með járnbrautum, um lækkun vaxta á peningum o. s. frv. Ennfremur er gert ráð fyrir að rætt verði um það, hvort bændafélagið eigi að skifta sér af stjórnmálum eða ekki. Kváðu báðar hliðar þessa máls eiga marga fylgjendur. Þeir sem á móti stjórnmála- starfsemi eru, halda því fram, að félagið sé sem stendur of fáment til þess. Félagar þess eru sagðir nú um 5000, en voru um 10,000, þegar bezt lét. TOLLMÁL BRETLANDS. C.P.R. járnbrautarfélagið tók í vinnu s.l. viku 8000 manns í viðgerðarsmiðjur sínar til og frá um Canada. Mun fullur helmingur þeirra hafa verið í Austur-Canada. Þótt ekki sé gert ráð fyrir nema fimm virk- um dögum á viku, til að byrja með, er þetta samt vottur um nokkurn bata. 100% ÍVILNUN. Þó Bretland hafi nú ákveðið að leggja allháan toll á inn- flutta vöru, snertir það nýlend- urnar ekkert. Þetta varð ljóst í gærkvöldi, er frumvarpið var til yfirvegunar, sem felur við- skiftaráðinu umsjón tollmál- anna. Ritari ráðsins lýsti því yfir, að tollar þeir, sem lagðir yrðu á innfluttar vörur, snertu ekki Canada eða aðrar nýlend- ur Breta. Kvað hann þeim verða veitt 100% ívilnun, ef til kæmi að þess þyrfti, og var því fagn- að. Þetta mega einnig góðar fréttir heita fyrir nýlendurnar og eflir eflaust viðskifti þeirra við Bretland. FYRR OG NÚ (þýtt úr amerísku blaSi) JARÐNÆÐI FYRIR 200 FJÖLSKYLDUR. Bæjarstjórnin í Winnipeg gerir ráð fyrir að geta útvegað 200 atvinnulausum fjölskyldum jarðnæði í Manitoba, með því að styrkja þær af því opinbera fyrst í stað. Er bærinn reiðubú- inn að greiða 25 prósent þessa kostnaðar, fylkið einnig 25 pró- sent, ef sambandsstjórnin greið- ir 50 prósent. Ráð er gert fyrir að hver fjölskylda þurfi um $1000. Sambandsstjórnin er að íhuga málið. 125 MILJÓN DALA LÁN. Sambandsstjórnin í Canada,' sem þarf nú á láni að halda, i ætlar að selja verðbréf innan I Canada fyrir 125 miljónir dala. j Salan byrjar 27. nóvember n.k. j og er svo á fréttum að sjá, sem j engu sé kviðið um það að f jár- j hæð þessi fáist ekki. Halda sum blöðin fram, að innan nokkurra klukkustunda verði öll verð- bréfin seld, svo mikið traust hafi menn á framtíð landsins. Frétt hefir borist um það frá Bretlandi, að stjórnin hafi fal- ið Viðskiftaráðinu (Board of Trade) að annast um innflutn- ingstollmálin, og gefið því í sjálfsvald, að leggja svo háan toll, sem það áliti nauðsynlegt, á hvaða innflutta vöru sem væri. Kváðu Bandaríkin ekki vera hrifin af þessu. Búast þau við að þetta efli ekki viðskifti sín við Bretland, sem síðastlið- ið ár fór mjög hnignandi. Árið 1930 seldu þau Bretlandi vörur er námu 433 miljónum dala. Árið 1931 er salan metin á 287 miljónir. Kenna Bandaríkin Howley-Smoot tolllögunun; um að hafa vakið upp á Englandi fylgi við tollmálastefnuna. FRÁ MANSJÚRfU. ENDURKOSINN. David Campbell, K.C., var endurkosinn gagnsóknarlaust borgarstjóri í St. Boniface s. 1. föstudag. í morgun bárust fréttir frá Mansjúríu um að Japanir og Kínverjar væru að berjast þar af kappi og mannfall hafi orð- ið mikið. Skærur eiga sér því stað þarna, hvort sem hægt er að kalla það fullkomið stríð eða ekki. Hitt er víst að Japanir gegndu ekki Alþjóðasamband- inu um að hverfa þann 16. nóv. burt úr Mansjúríu. Og milli Kína og Japan sjálfra hafa ekki sættir tekist. Opinberlega hef'r þó hvorugt landið enn sagt hinu stríð á hendur. KAUPIR VERÐBRÉF FYRIR MILJÓNIR. Great West Life vátrygging- arfélagið samþykti á stjórnar- nefndarfundi sínum í gær, að skrifa sig fyrir þriggja miljóna dala upphæð af Canada verð- bréfunum, sem sambandsstjórn- in byrjar að selja 27. nóv. Fyrir nokkrum áratugum voru Bretar framsækin og vinnu fús þjóð. Bresk skip sigldu um öll höf með fullfermi af hvers- konar framleiðslu til allra heims ins landa og fluttu hráefni heim til Bretlands til vinslu. Breskir bankar urðu öflugustu peninga- stofnanir í heimi. í öllum verk- smiðjum og námum landsins var unnið af kappi. Verkamenn voru ánægðir með kjör sín og komust yfirleitt vel af. Vel- megun ríkti í Bretlandi á 19. öld og fram á þá 20. En nú er öðruvísi ástatt í Bretlandi. Skip in liggja í höfnum í þúsunda- tali,—þau hafa ekkert að flytja. í flestum verksmiðjum er enn unnið, en að eins nokkurn hluta sólarhringsins. Margar kola- námur Bretlands eru ekki starf ræktar. Atvinnuleysingjar, sem mist hafa alla vinnulöngun, ráfa sinnuleysislega um götur og torg. Fjöldi þeirra myndi hafna vinnu, er í boði væri. Og hvern ig ætti öðruvísi að vera, þegar menn fá alt að þvf eins mikið fyrir að ganga iðjulausir og að stunda heiðarlega vinnu helg- anna á milli? Breskir atvinnu- leysingjar í þúsundatali hafa verið árum saman styrktir vegna atvinnuleysis, alt frá því að þeir hættu skólagöngu. Þeir hafa aldrei unnið. Dæmi eru til þess, að piltar og stúlkur láti gefa sig saman, þótt þau hafi ekkert sér til lífsviðurværis annað en atvinnuleysisstyrkinn. Það er farið í kringum lögin, til þess að geta komið svo ár sinni fyrir borð. Það virðist auðgert. Atvinnulausri verksmiðjustúlku býðst t. d. að fara í vist fyrir gott kaup. En hún kann ekkert að heimilisstörfum og fær vott- orð um það og getur þá haldið áfram að fá atvinnuleysisstyrk. Og þegar piltur og stúlka, sem bæði eru atvinnulaus, fá at- vinnuleysisstyrk, geta þau hæg- lega lifað áhyggjulausu lífi á. kostnað ríkisins, þótt þau stofni heimili. Undir slíkum kringum- stæðum drepa menn i sér allan metnað. Menn og konur hafna auðlærðri vinnu til þess að geta lifað áfram í iðjuleysi á sveita annara. Þannig er sama vinnu- konuleysið í Bretlandi og víða annarstaðar, þótt verksmiðju- stúlkur í tugþúsundatali gangi atvinnulausar. — En það er skemtilegra að vera frjáls og láta ríkið sjá fyrir sér. Dæmi eru einnig til þess, að drykkjumenn fái atvinnuleysis- styrki, hafi fé handa á milli til þess að greiða sektir o. s. frv. í kolanámu-héruðunum er víða aumlegt ástand. Sum kola- námuþorp eru nú mannlaus með öllu. Ibúðarhúsin hafa ver- ið rifin eða standa auð og úr Frh. á 8 bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.