Heimskringla - 18.11.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.11.1931, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 18. NÓV. 1931 Hchnskringla (StofnuS 1SS6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. «53 og «55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: S6 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VTKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON «53 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA «53 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-S55 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 , WINNIPEG 18. NÓV. 1931 ÞÖRF Á ÞJÓÐRÆKNISSTARFSEMI. Fyrir þrettán árum síðan, um það leyti sem Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi var stofnað, var þeirri spurn- ingu hreyft, hvort nokkur þörf væri á því að stofna nýjan félagsskap. Þetta var árið 1919, á þeim tíma, er einkunnarorð hinna svonefndu “100% þjóðernissinna” vöktu hæztu bergmálin: “Ein lög, ein. tunga, eitt þjóðerni”, og eftirómar stríðs- eggjananna kváðu enn við í eyrum. Fé- lögin voru þegar mörg og af misjöfnu tæi og hafði misjafnlega gengið að finna þeim verkefni og halda þeim lifandi. — Spurningu þessari var aðallega beint að hinu nýstofnaða Þjóðræknisfélagi. Eigi var laust við, að í henni feldist ótti eða grunsemd, um óleyfileg samtök. óljóst höfðu menn þó orðið þess á- skynja, að samskonar félagsskapur hafði verið stofnaður meðal hinna eldri þjóð- flokka í landinu. íslendingar voru því ekki hinir fyrstu til að finna upp á því. En þetta hafði gerst fyrir löngu og á friðartimum. — Félagsmyndanir þessar höfðu farið svo hægt, að þær höfðu ekki sætt neinni almennri eftirtekt, og svo lágt, að þær höfðu ekki vakið nein sér- stök ummæli í blöðunum; því engum, er utan við stóð, hafði hugkvæmst þá, að þau gætu verið varhugaverð, óþörf og ti! ásteytingar þeim er að þeim stæðu, eða þröskuidur í vegi helztu nauðsynjamála almennings. Því ríkti þögnin og friður- inn. Án þess að því væri veitt sérstök eftirtekt, spruttu upp í kyrþey þjóðrækn- isfélög Englendinga og Skota, íra og Walesbúa, Svía og Norðmanna, Þjóðverja og Frakka, auk fleiri þjóða. Fæstir þeirra manna, er utan við fé- lagsskap þenna stóðu, munu hafa kynt sér starfsemi hans, markmið eða tilgang, né heldur að hvaða notum hann var smámsaman að koma eða gat komið í framtíðinni. Áreiðanlega kyntum vér fs- lendingar oss það ekki. Þess vegna skeik- aði líka svo mjög dómgreindinni, er til þess kom að ákveða þörf og nytsemi hans vor á meðal. Víst er um það, hefðu menn reynt að kynna sér hann, hefði þeir skjótlega komist að raun um, að ekkert væri í honum fólgið, er gert gæti hann varhugaverðan. Engrar upplýsingar krafðist hann af félagsmönnum, er stofn- að gæti þeim í vanda, heldur þeirrar einu, að þeir segðu til um þjóðerni sitt, er þeim tæplega gat verið launungarmál, og hlaut að liggja í hámælum, hvort heldur sem var. Skyldur voru þeim eigi upp á lagðar aðrar en þær, er hver skynbær maður hlaut að telja sjálfsagðar: að halda hjá sér vakandi minningunni um þjóð- erni sitt og varðveita það sem bezt er í arfi þjóðarinnar. En það var annað, sem allir sáu og öll- um var ljóst. Hvernig sem á því stóð, þá voru það þessar þjóðir, sem mest bar á og mest voru teknar til greina í þjóðfé- laginu, hver á sína vísu, þar sem þær höfðu nokkru afli á að skipa. Líklega stóð það ekki í neinu sambandi við fé- lagsskapinn eða samheldni þeirra inn á við? Þær höfðu sig bezt áfram til vegs og virðingar, íðnreksturs og umráða, í landinu, og skipuðu öndvegi í iands- og héraðsmálum, á löggjafarþingum, í borg- arráðum yfir þvera álfuna. í opinberum umræðum, í blöðum og tímaritum, í stefnuskrá hinna pólitísku flokka, var sneytt hjá öllu, er meta mátti til móðg- unar við þær, en reynt hins vegar að sýna fram á ágæti þeirra og yfirburði, einkum í þeim landshlutum, þar sem þær voru sem fjölmennastar fyrir. í þessu sambandi þarf ekki annað en að minna á “þýzku’’ og “norrænu” ríkin í Banda- ríkjunum, og yfirráð Englendinga, Skota og Frakka hér í landi, sem öllum eru kunn. Af hverju gat þetta stafað? Hvað lyfti undir þjóðir þessar til þessara háu metorða, annað og meira en höfðatalan, sem ekkert þýðir þegar samtökin vanta? Var það af því að meira væri í þær spunnið, andlega og vitsmunalega, en hinar þjóðirnar, er urðu að láta sér það lynda að vera ösku- og vatnsberar í þjóðfélaginu? Eða var það af því að þjóðernismeðvitundin væri viðkvæmari og betur vakandi hjá þeim en hjá hin- um? Var það af því að drengilegur metn- aður og sjálfsvirðing létu til sín heyra, svo að þeim varð ekki við vært að selja hlut sinn “hálfum hleif og höllu keri”? Eða var það af því að þjóðarsaga þeirra hverrar um sig var búin að brenna það svo inn í hugarfar þeirra, að lífið væri sókn upp á við til sigurs og sjálfsákvæð- is, að þær gátu ekki við það unað, að þeim væri úthlutað ómyndarlegra óðal, á þessum alþjóða vettvangi hins nýja heims? Hvert þessa var það, eða var það alt þetta til samans? En hvað var það þá, sem örvaði þessar tilfinningar? Það var ekki gott að vita. Það gat verið efni til allskonar heilabrota, þótt fullyrða megi, að eigi hafi það haldið ofmjög fyrir oss íslendingum vöku fram- an af árum, ef dæmt skal eftir fram- kvæmdum vorum og fyrirætlunum eða ræðum og ritum á þeim árum. Vér hugsuðum ekki hærra en hugsa bar, en svo var tæplega til þess að ætlast. Þó voru á því einstaka undantekningar, og til þeir menn, er hvöttu til almennra sam- taka og bentu á, að hvaða notum það gæti komið þjóðflokknum, til skjótari viðurkenningar, ef hann héldi saman sem einn maður. En þær undantekning- ar voru fáar. Afstaðan var óljós, viðkynningin út á við takmörkuð. Umhugsunarefnin spunn- ust fæst út af hinni nýju reynslu í hinu nýja landi, er fremur gaf efni til þungra átaka og uppihaldslauss erviðis, en kyr- látrar íhugunar og framtíðar ráðagerðar. Umhugsunarefnin voru af öðrum toga, eldri og frá annari tíð og fæst sprottin innan að frá. Þau höfðu flest verið lát- in í almennjng, eins og þegar ólekju er ausið í ask. Mælir andlega lífsins var troðinn, skekinn og fleytifullur. Það var því ekki kyn þó keraldið læki, né að fyrir skilningnum tefðist, að gera sér ljósa grein fyrir alveg óþektum hlutverkum, en orkan snerist upp í innbyrðis þref og þras um al-einkisverð efni og fánýtan persónulegan matning. Þá bætti það heldur ekki úr skák, sem oft bar við, en stafaði af hinu sama, þeg- ar ónákvæmur mælikvarði var lagður á stefnur eða kenningar, sem haldið var að innflytjandanum, en margar hverjar fundnar upp í innlendum flokkadeilum og pólitísku braski, og svo vaxnar, að ef við þeim var tekið og þeim veitt blint fylgi, gat það haft hinar skaðlegustu af- leiðingar fyrir framtíð hans. Nefna má eina slíka kenningu, er mjög hefir verið haldið fram í Canada, og í Bandaríkjun- um síðan á ófriðarárunum, en átti hér í landi upptök sín upphaflega í pólitísku deilumáli, út af alþýðuskólalögum þessa fylkis, á árunum 1880—96. Skólalögin, eins og þau voru þá, heimiluðu flokki manna eða héruðum að halda uppi sér- skólum, er undanþegnir voru eftirliti og yfirráðum þess opinbera. Námsgreinum mátti haga eftir samkomulagi hlutaðeig- pnda, og kenna þá tungu, er aðstandend- ur óskuðu eftir. Engir notuðu sér leyfi þetta nema Frakkar og Þjóðverjar lítils- háttar. En nú voru allir Frakkar kaþ- ólskrar trúar og skólar þeirra því undir yfirráðum kaþólsku kirkjunnar. í Austur- Canada hafði hún verið all-umsvifamikil og víða ráðið þar lofum og lögum. Ótt- uðuát mótmælendur að hún kynni að ná hinum sömu tökum í Vesturlandinu, er þá var að byggjast, fengi hún óátalið að hafa stóran hluta alþýðuskólanna í sín- um höndum. Þá bættist ofan á þetta, að þá um skeið hafði staðið í miklu stappi milli hins enskumælandi og frönskumæl- andi hluta þjóðarinnar. Bitust þeir um völdin og vildu hvor um sig troða skóinn niður af hinum. Það var því í tvöföldum tilgangi, að farið var fram á breytingu skólalaganna, á þann veg, að skólar all- ir yrðu settir undir umsjón mentamála- ráðgjafa fylkisins, tungumála- og trúar- bragðakensla fyrirboðin, en sömu lög og sama námsskrá sett fyrir þá alla. En sem venja er til hjá stjórnmálamönnum, að hinn eiginlegi tilgangur er aldrei látinn uppi með neinu, sem farið er fram á, heldur leitað eftir einhverju öðru, sem líklegt þykir að hljóta muni almennara samþykki, þá í stað þess að segja sem var, að fram á lagabreytingu þessa væri farið til að hnekkja viðgangi Frakka og kaþólsku kirkjunnar í Vesturlandinu, og óbeinlínis annara þjóðflokka, er eigi voru af enskum uppruna, var svo látið heita, að barist væri fyrir almennings velferð og framtíðareiningu ríkisins. Komið var . með þá kenningu, að velferð innflytjand- ans og alþýðunnar væri undir því kom- in, að þjóðbrot hvert gæfi hér upp sem skjótast einstaklings- og tilverurltt sinn, og að þau rynnu saman í eina heild, svo að hér yrði sem fyrst ein tunga og ein þjóð. Til þess að ná þessum tilgangi væri einasta meðalið, að einhæfa alþýðuskól- ann, svo að hann yrði sameiginleg stofn- un um land alt, með einni og sömu kensluskrá; með því yrði hin uppvaxandi kynslóð — unglingarnir — að jafningj- um, allir uppaldir á $ama hátt, innrættar hinar sömu hugsjónir og siðir, leystir úr þeim álögum, er hin sérskyldu þjóðerni hefðu á þá lagt. Þetta lét vel í margra eyrum. Enginn gat haft á móti því að vinna að einingu ríkisins. Enginn gat samvizkusamlega staðið svo í vegi fyrir velferð barna sinna, að ekki legði hann fúslega alt í sölufnar, til þess að þau næðu því að verða jafn- ingjar óskabarnanna í landinu. Eigi var hægt að mæla á móti því, að hagkvæm- ast var að nota eina tungu um land alt. Hjá því varð eigi unt að komast, að lög- skipað yrði ríkismál, er á væri birtir úr- skurðir dómstóla og fyrirmæli þinga. Að vísu gátu ríkismálin verið fleiri en eitt, en aldrei svo mörg, að allar þær tungur yrðu lögleyfðar, er talaðar væru í land- inu, og þess vegna gátu ekki tungur hinna fámennari þjóðflokka komið til greina. — Þetta alt var satt. marg-satt. Lagabreytingarnar náðu því fram að ganga, og skólafyrirkomulagið var fært undir fyrirmæli þeirra. Með því hefði mátt búast við að máli þessu væri lokið, en svo var ekki. Kenn- ing þessi, er kom upp meðan á baráttu þessari stóð, var of þýðingarmikil, frá ýmsu sjónarmiði skoðað, til þess að henni væri kastað. Hún var leyst frá skóla málsþrætunni — kom henni raunar aldrei við. Henni var nú haldið fram sem sér- stakri þjóðfélagskenningu (social doct- rine), og upp af henni spruttu hinar há fleygu iíkingar um “bræðslupottinn”, “deigluna”, “saltið og þjóðgrautinn” o. fl. í þessu sambandi má minna á ritgerð- ir eftir Hon. J. A. Davidson fylkisféhirðir 1902, þar sem hann mjög eindregið mæl- ir á móti því, að innflytjendum sé leyft að setjast að í sérstökum nýlendum, eins og tíðkast hafði, þar sem þeir geti varð- veitt tungu sína og þjóðareinkenni í það endalausa, en leggur til að þeim sé dreift sem mest á milli óskyldra þjóðflokka, svo að hinar sérstöku tungur hverfi sem fyrst, en upp vaxi eitt þjóðerni og ein tunga. Var nú kenningu þessari svo komið, að í stað þess að upphaflega var fram á það farið, að menn lærðu að mæla á eina sameiginlega tungu, þótti það varða alþjóðarheill, að engum lærðist að mælast nema á eina tungu. Síðasta út- færslan, og við hana situr enn, var gerð á miðjum stríðsárunum. Herðir hún á böndunum og krefur skilyrðislaust, að út sé rýmt öllum “erlendum’ tungum og útþurkuð öll “útlend” þjóðerni. Flutn- ingsmenn hennar nefna sig “100% þjóð- arsinna’’, og að fornum riddarahætti, hafa valið sér kjörorðin: “Ein lög, ein tunga, eitt þjóðerni’’. Þó undarlegt megi virðast, hefir kenn- ing þessi eignast ítök hjá hinum ýmsu þjóðflokkum, og þar á meðal hjá oss. Stafar það auðvitað af því, eins og eg gat um að framan, að kenningin hefir verið gleypt umhugsunarlaust, eða skiln- ingurinn ekki gripið, að það er sitt hvað, að mæla eina tungu eða aðeins mæla á eina tungu. Orðtökin eru lík, en heilar heimsvíddir liggja þar á milli. Enn furðu- legra verður þetta þó, þegar það er at- hugað, að kenning þessi hefir ekki hlotið neinn sérstakan stuðning frá æðri stöð- um, til dæmis frá mentamönnum lands- ins. Árlega er varið stórkostlegu fé til tungumálakenslu, bæði við miðskóla og háskóla ríkisins. Ríkið virðist því vera fremur en ekki á eftir í umbóta- og menn- ingarviðleitni sinni, þessum 100% “þjóð- vinum” og hugsjónamönnum. Það virð- ist naumast vera hægt að hugsa sér fá- ránlegri skollaleik en þenna; annars vegar er almenningur talinn á, ^ð varpa sem örast frá sér þeim fræðum, sem ríkið hins vegar kostar kapps með að útbreiða þekkingu á, og ver til árlega ærnu fé! — Margt hefir gerst í félagslíf- inu, bæði hér og sunnan meg- in landamæranna þessi síðari ár, er vakið hefir menn til al- varlegrar íhugunar á þessum efnum, og niðurstaðan orðið sú, að flestir hinir merkari þjóð- félagsfræðingar hafa orðið að kannast við, að afþjóðunar- stefnuna megi telja með hinum skaðlegustu blekkingartilraun- um síðari tíma. Svo ákaft hafi verið gengið fram í að fletta innflytjandann þjóðerni hans, að til óhamingju hafi leitt bæði fyrir hann og aðra. Að þessu hafa verið leidd óyggjandi rök. En það var úr herbúðum þessarar kenningar, að spurn- ingunni var varpað að Þjóð- ræknisfélaginu um árið: “Er nokkur þörf á slíkum félags- skap?’’ Það má því búast við, þrátt fyrir þessar skoðanabreyt- ingar, sem orðið hafa, að hún hreyfi sér enn í einhverra huga og enn sé henni ósvarað. Það má svara henni bæði í stuttu og ítarlegu máli. í stuttu máli er henni bezt svarað með því að benda á þörfina á al- mennri þjóðræknisstarfsemi í landinu, bæði hér og annars- staðar. Það er sanngjarnast að taka fyrst og fremst þörf ein- staklingsins- hér, og þjóðfélags- ins sem við búum í, til greina, hvað fleira, sem segja mætti og oss fyndist að gæti komið til mála. Starfssvið vort liggur hér, og bústaðir vorir eru hér. Það er þá fyrst að athuga, að hvaða notum þessi starfsemi kemur í þarfir einstaklingsins? Er honum nokkur þörf á að halda við þekkingunni á fortíð- arsögu þjóðar sinnar, kynna sér lífsreynslu hennar, eiga jafnan á reiðum höndum úrlausn henn- ar, í hvaða vanda, sem hann er staddtir? Ein höfuðástæðan fyrir losi því, sem er á þjóðlíf- inu hér í álfu, er sú, að mikill hluti þjóðfélagsins er að fara á mis við þessa þekkingu. Það hefir verið lögð stund á að skera á öll þau tengsl, er knýtt hafa innflytjendurna við ætt- jörð þeirra, lítilsvirða þær stað- reyndir, er haft hafa stjórn á hegðun þeirra í Wfinu. Afleið- ingarnar hafa svo eðlilega orð- ið þær, í eigi svo fáum tilfell- um, að þeir hafa verið gerðir að staðfestulausum, hvarflandi vesalingum, er beðið hafa skip- brot á gæfu sinni og orðið þjóð- félaginu til tafar og óhamingju. Skýrslur hafa nýlega verið birtar yfir rannsóknir glæpa- mála í Bandaríkjunum. Sam- kvæmt þeim heyra þrír fjórðu hlutar hinna afvegaleiddu af- brota- og ólánsmanna til þriðju kynslóðinni frá innflytjandan- um, þar í landi — kynslóðinni, sem algerlega er búin að glata þjóðerni sínu, og tapa allri þekkingu á menningararfi ^DODDS KIDNEYÍ A£DER TRO^ I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu oaeðul við bakverk, 'gigt og blöðru. sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. ekki hjá sjálfri sér, sökum þess að skilningi hennar var læst, eyrum hennar lokað fyrir spak- mælum, sannindum og siðferðis verðmætum feðra hennar og frænda — þeim er kent hefðu getað henni virðinguna og me.tnaðinn fyrir sjálfri sér. Hefði ógæfumönnum þessum ekki verið það ómetanlegt gagn, að á braut með þeim hefði get- að fylgst gifta þjóðar þeirra sú er studdi afa þeirra og feður í lífsbaráttunni í framandi landi, til sigurs, svo þeir héldu heiðri sínum óskertum til æfiloka? Áreiðanlega hefðu ofbeldisverk- in orðið færri, því flest stafa þau frá ómegnis tilfinningunni, er með uppeldinu er þrýst inn í hugarfarið. Með skýrslu þessari er kveð- inn upp þungur dómur yfir stefnu þeirri er ríkir í þjóð- félagsstarfinu, yfir mentamála- löggjöf landsins, yfir skamm- sýni forstöðumanna fræðslu- málanna yfir óbótamönnum þeim er nefna sig 100% þjóðar- sinna, og yfir alþýðuskólunum sjálfum. Enda munu flestir vera farnir að taka eftir því, að á- hrif alþýðuskólanna á framferði og andlega vakningu bárnanna, er þá sækja, er ærið lítil, ef hún er þá nokkur.. Stafar það áreið- anlega af því, að þeir eru allir sniðnir eftir kenningu þeirri, er þurka vill út öll sérkenni þjóð- anna er hingað flytja, útrýma öllum tungum nema einni og öllum þjóðernis einkennum nema einu. Ráðstafanir eru engar gerðar til þess að bæta úr hinum sérstöku þörfum þessa æskulýðs. Kenslubækurn- ar eru að heita má gersneyddar öllu því er vakið getur virðingu hans fyrir sjálfum sér, en fjöl- mæla um ágæti og yfirburði að- eins einnar þjóðar. Ekkert er betur fallið en einmitt þetta til þess að vekja hjá unglingnum ómegnis eða lítilmagna tilfinn- inguna, sem svo skaðleg er þroska hans og framtíð. Allir vita hve börnum er það nauð- synlegt, að þeim sé bent á eitt- hvað í eign þeirra eða ætterni er vakið getur hjá þeim að- dáun og sjálfsvirðingu og hvatt þau til stórra hugsana og dáða. Maður skyldi ætla, í samræmi við allan þann vaðal sem nú er feðra sinna, — talandi vottur tíðkaður um hin fomu verð- um hinar skaðlegu afleiðingar j gildi, frið á jörðu, eindrægni og stefnu þeirrar, er má vill burtu bræðralag, viðkynningu og sál- öll þjóðareinkenni, þeirra er bandalag hinna mentuðu þjóða, flytja inn í landið. Vitsmunalega , að svo mundi vali vera háttað hefir þá kynslóð þessari hrakað á innihaldi lesbókanna, að hin- svo við þá menningarmeðferð, um ungu nemendum veittist er hún hefir verið látin sæta, einhver lítilsháttar kostur á því af hendi þjóðfélagsins, þekking- að kynnast, því sem við þeirra lega, þó numið hafi einhverja hæfi væri í bókmentum Norð- yfirborðsfræði, og siðferðis- urálfu þjóðanna, og þá eigi síð- lega að hún hefir beðið al- að kynnast því, sem við þeirra gert skipbrot og glatað sálu er afkomandi þessara þjóða. sinni. Hún hefir tapað virðingu Það myndi skapa hjá þeim eins- út á við og inn á við, með því konar jafningja tilfinningu, að selja af hendi hið andlega vekja hjá þeim virðingu fyrir sjálfstæði sitt og sjálfsákvæði. hvers annars ætt og uppruna, Gegn hégómaskapnum hérlend- er verða myndi þeim til blessun- a fékk hún ekki staðist, fann ar, þegar komið væri úti í þó til þess, að þó hún gengi á lífið. En það er ekki því að mála með honum, að til jafns heilsa. Þeim sjóndeildarhring var hún ekki tekin við þá, er er lokað. “Ein lög, ein tunga, fleiri ættliðu þóttust eiga að eitt þjóðerni.” telja í landinu. Styrk átti hún Er nú ekki eitthvert ólag á

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.