Heimskringla - 25.11.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 25.11.1931, Blaðsíða 6
6. BLAÐSfÐA H E I MS K R I WINNIPBG 25. NÓV. 1931. ------------—------------ Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir George A. lienty “Þú segir satt Prothero,’’ svaraði majór- inn, “það er ekki til betri <lrengur en doktor Wade, og sem læknir á hann fáa jafningja. Við erum ekki svo fáir sem eigum honum líf- ið að launa síðan kóleran geysaði fyrir þrem- ur árum. Hann er snillingur í öllu. Hann hefir eins mikið gaman af sverðaleik og veið- um nú eins og fyrir tuttugu árum þegar hann fyrst gekk í herinn. Hann er snilling- ur í billiard-leik, og sögur getur hann sagt á við þá beztu sem eg hefi haft kynni af. En það sem þó er mest varið í, er það, að hann er sá ágætis drengur, — æfinlega boðinn og búinn til að gera öðrum greiða og rétta hjálparhönd hverjum sem þarf. Eg gæti nefnt marga menn á Indlandi sem eiga upp- hefð sína beinlínis honum að þakka. Eg veit ekki livernig við kæmumst af án hans.’’ “Hann fékk heimfararleyfi rétt eftir að eg kom, svo eg hafði lítil kynni af honum”, sagði þá einn yngri liðsforinginn. “Eg hefi heyrt mikið um hann samt frá öðrum og ekk- ert nema hrós, en mér virtist hann vera sí- nöldrandi og stuttur í spuna’ . Þessi orð vöktu almennan hlátur. “Já ,hann kemur þannig fyrir, Thompson,’ sagði þá majórinn. “Hann gerir sér upp kald- lyndi og þykist hafa fyrirlitningu fyrir öllu.” “Hann var kvongaður, var ekki svo?” “Jú,’ svaraði majórinn, “og það fór ált sorglega. Það var rétt eftir að eg kom út hingað. Hann var þá búinn að vera ár með herdeildinni, hafði gengið í herinn mánuði eða svo seinna en herdeildarstjórinn sjálfur tók við. Eitthvað mánuði eftir að eg kom fékk hann brottfararleyfi, til að bregða sér til Calcutta og sækja þangað unnustu sína, er þá var á ferðinni heiman af Englandi. Þau giftust í Calcutta og kom hann með konu sína hingað. Tnnan mánaðar frá því hann kom með hana gerði kólera vart við sig, en var þó með vægara móti. Við mistum ekki nema átta eða tíu menn alls, að mig minnir, en kona læknisins tók veikina og var liðið lík innan fjögra klukkustunda. Það tilfelli lam- aði hann og leið langt þangað til hann náði sér aftur. Eg vona að hann sé búinn að ná sér nú, að mestu, því tíminn græðir sár okkar allra einhvern veginn, en það hugsa eg að hann hugsi ekki um annað kvonfang en her- deildina okkar. Það mætti ætla að hann væri kvongaður henni, svo tryggur er hann við hana. Honum hafa boðist mörg tækifæri að stíga hærra í þjónustunni, en hann hefir neit- að öllum slíkum boðum. Að ári liðnu er þjónustutími hans á enda og getur hann þá farið heim og setið þar æfina út með fullum launum, en eg get eins vel trúað að hann fari hvergi.’’ y “Og frænka þín kemur með honum á morgun, major, er ekki svo?’’ spurði adjút- antinn, “Já, eg er að hugsa um að reyna piisa- stjórn, Prothero,” svaraði majórinn brosandi, en ekki veit eg nú vel hvemig sú tilraun heppnast. Satt sagt, er eg orðinn leiður á tómu húsinu og hefi um nokkur ár beðið með óþolinmæði eftir að frænka mín fengi aldur til að koma út hingað og taka við stjóminni' innan húss. Það eru nú tíu ár síðan eg kom til Englands og þá var hún svolítil karta, átta ára gömul.” “Eg held við allir ættum að færa þér þakklætisávarp fyrir það, majór,” sagði einn hinna yngri manna. “Það er ekkert af ó- giftu kvenfólki tilheyrandi herdeildinni, svo það er sannarlegt gleðiefni að eiga von á ungfrú Hannay í flokk okkar.’’ “Ógiftar eru þær dætur herdeildarstjór- ans,” sagði majórinn brosandi. “Satt er það,’’ tók annar undir, “en þær eru varla teljandi. Þær eru svo hátt upphafð- ar, að þær varla vita af lítilfjörlegum vesal- ingum eins og við erum. Það getur enginn búist við nokkurri náð hjá þeim, sé hann óæðri en “Resident’’* eða að minsta kosti fullveðja ‘kollektor’.** “Já, eg skal nú segja ykkur í eitt skifti fyrir öll,” sagði majórinn, “að eg líð ekki neinn fleðuskap eða ásta rugl. Eg sendi eftir frænku minni til að vera bústýra fyrir mig og mér til skemtunar, en ekki til að gefa hana neinum unglingum eins og þið eruð. Eg bara vona að hún sé herfilega ófríð, því þá er nokk- ur von til að eg geti haldið í hana fyrst um sinn. Doktor Wade segir ekkert um það í bréfinu sem hann sendi mér frá Calcutta, þó hann gefi mér í skyn að hún hafi sæmilegan skerf af skynsemi, og hafi ekki valdið ineiri vandræðum á leiðinni, en við mætti búast *) Resident — héraðsstjóri, eða ráðsmaöur Breta i ákveðnu héraði. ¥*) Collector, — embættismaður, er á Indiandi gekk næst “Resident”. undir kringumstæðunum. En klukkan er nærri tvö, drengir, svo það er mál að sofa, sérstaklega af því æfingar fara fram svo snemma í fyrra málið. Mikil blessun væri það ef sólin vildi gleyma að skína á þennah blett jarðarinnar um tíma, svo við fengjum sex eða sjö mánaða nótt eins og norðurskauts byggjar, og að nóttunni fylgdi þá tungl í fyll- ingu frá upphafi til enda!” Fáum mínútum síðar var mötuskálinn auður, ljósin slokkin og innlendu þjónarnir lagstir til svefns á pallinum umhverfis skál- ann, reifaðir í ábreiðum sínum. Undireins og heræfingar voru um garð gengnar morguninn eftir flýtti majór Hannay sér heim í hús sitt, til að þrifa til og láta alt líta út svo hreinlega og smekklega sem auðið var. Að því búnu hafði hann fataskifti, — fór í hvítan búning, og gekk svo niður að póstaf- greiðsluhúsinu. Litlu síðar gaus upp jóreikur mikill suður á veginum. Mátti þar kenna doktors-vagninn á ferðinni, og innan stundar þeyttist hann heim að póstbúðinni, með tveim- ur frísklegum hestum spentum fyrir. Vagn- inn var luktur og opnaði majórinn vagnhurð- ina undireins, en doktorinn stökk þegar út og heilsaði majórnum um leið og hélt áfram fljótmæltur: “Mér þykir vænt um að sjá þig, majór, og ósköp er eg feginn að vera nú kom- inn hingað aftur. Hér er frænka þín, — eg skila þér henni hér með heilli og ómeiddri eftir ferðavolkið.” Og báðir í sameiningu hjálpuðu þeir nú ungri stúlku að bograst út úr vagninum. “Eg er hjartanlega fagnandi að sjá þig, góða mín’,’ sagði majórinn og kysti hana, “en ekki held eg að eg hefði nú þekt þig samt.” “Það er nú varla von,” svaraði stýlkan, “Því fyrst og fremst var eg svo lítil og í stutt-pilsum þegar þú sást mig seinast, og í öðrulagi er eg núna svo hulin í ryki að það er varla mögulegt að sjá hverju eg er lík. En eg hefði held eg þekt þig aftur, frændi minn. Okkur var koma þín svo minnisstæð, þó okk- ur brygðist von okkar að sjá þig í rauðum serk með sverðið við hliðina.” “Jæja, nú skulum við ganga af stað und- ireins, Isabel,” sagði majórinn. “Það er ekki nema fimm mínútna gangur heim að býli mínu. Þjónninn minn sér um flutning þinn og kemur með hann heim. Kom þú líka doktor, — þú verður að gera þér að góðu að vera hjá mér þangað til þú hefir litið í kring- um þig og valið þér samastað. Eg sagði Rumzan að koma með þinn flutning líka, og hvernig hefir þér nú liðið, Isabel? Eg vona þú hafir haft skemtilega ferð.” “Mér þótti ferðin skemtileg,” svaraði hún, “þó að síðustu væri mér farið að leiðast.” “Sama sagan hjá öllum,” sagði majórinn. “Það eru allir viðfeldnir og kátir fyrst framan af, en endirinn verður oftast sá að þeir rífast eins og hundar og kettir.” “Nei, svo vond vorum við nú ekki”, sagði Isabel hlægjandi, “en það var hvergi nærri eins mikið um viðfeldni og kæti seinasta mán- uðinn, eins og í upphafi ferðarinnar. En ferð- in var skemtileg, svona yfirleitt, og enginn jagaðist við mig.” “Að viðstöddum náunga undanskildum”, tók doktorinn fram í. “Eg stóð henni þar í foreldra stað, og afleiðingin er sú, að eg býzt við að verða vorkunsamari framvegis við kon- ur sem eiga gjafvaxta dætur. Samt verð eg að viðurkenna að ungfrú Hannay hefir orsak- að mér enda minna erfiði en vænta mátti.” “Þú hræðir mig nú, doktor! Hafi hún verið vandræðabyrði á einni sjóferð, hvers skyldi eg þá mega vænta í framtíðinni?” “Já, þú getur ekki kvartað um skort á að- vörun í því efni, majór, þegar þú skrifaðir mér og baðst mig að sjá um hana á ferðinni, þá skrifaði eg þér skilmerkilega að nú væri þitt góða vit að bila, — að mínu áliti!” “Já, orð þín voru eiginlega ekki tvíræð, doktor, það verð eg að segja, sagði majórinn hlægjandi. “En við erum svo vanir því frá þér, að við förum ekki eins eftir ráðum þínum, eins og við annars kynnum að gera”. “En þú varst ekki búinn að kynnast mér þá! og þessVegna læt eg þessi orð ekki fá á mig,” sagði þá Isabel. “Að vísu er það nú svo," sagði doktorinn í styttingi. Hugsa þú ekkert um hvað hann segir, góða mín,” sagði majórinn. “Við hérna þekkj- um hann frá fyrri árum. En hérna er nú býlið mitt.” “En hvað það er fallegt, og þau ósköp af blómum og blómhrísi alt í kring,” sagði Iasbel. “Já, við höfum verið að vökva þau og hressa upp á þau, sem bezt við gátum, svo þau væru upp á sitt hið bezta þegar þú kæmir,” sagði majórinn. “Hér er stúlkan sem á að þjóna þér. Hún fylgir þér upp í herbergi þitt. Eg sagði þeim að hafa til te-bolla handa þér, í herberginu. Þegar þút ert búin að lauga þig verður farangur þinn kominn og þegar þú ert búinn að klæða þig verður morgunverður- inn til.” “Jæja, gamli, góði vinur!” sagði majórinn þegar Isabel var konrin upp á loft. “Eg vona að enjin virkileg vand- ræði hafi átt sér stað á ferð- inni?” “Það held eg ekki,” svar- aði læknirinn. “Auðvitað var sægur af hvolpum á skipinu eins og vant er, og af því hún var lang fallegasta stúlkan um borð, þá voru þeir altaf að fjargviðrast utan um hana en eg verð að segja að hún hegðaði sér eins og vitrum og ráðsettum kvenmanni sæmdi. Hún var þægileg við þá alla, en gaf sig ekki að einum fremur en öðrum. Eg gaf öllu gætur eins og bezt eg gat, en hefði hún viljað beita sér, þá hefði það haft litla þýðingu. Mér er nær að halda að helmingurinn af þessum strákum hafi beð- ið hennar, þó aldrei gæfi hún mér það í skyn, en í hvert skifti sem eg sá einn þeirra fýldan og halda sig frá hópnum, þá þóttist eg altaf vita hvað var á seyði. Þessir hvolpar eru allir eins, og ef eg man rétt þá eru til sýnishorn af þeim í þessu nágrenni.” “í alvöru talað," hélt doktorinn áfram, “álit eg þig heppnismann og óska þér til hamingju. Eg hafði það álit í fyrstu, að það væri háskalegt gerræði að senda eftir ung- lingsstúlku sem þú hafðir engin kynni af, til að koma hingað. En það fór alt vel. Hefði hún reynst láttúðugt, hlægjandi flón, eins og flestar þeirra, hafði eg einsett mér að gera þér þá þægð að hafa hana harð-trúlofaða á ferðinni, og reka hana svo í hjónaband undir- eins og til Calcutta kæmi, komið svo hingað uppeftir einsamall og sýnt þér hve heppinn þú varst að vera laus við hana. En af því hún reyndist gagnstætt því sem eg hafði ímynd- að mér, breytti eg líka gagnstætt minni áælt- un. Eg get bezt trúað að hún verði nokkuð lengi hjá þér, því eg hygg að hún kæri sig ekki um að gleypa við þeim sem fyrst býðst.” En þetta dugar ekki. Eg þarf að lauga mig. Rykið var ofboðslegt upp hingað frá Alla- habad. Þeir hafa það framyfir okkur á Eng- andi, og það eina, að því er mér sýndist, að þar vita þeir ekki hvað þetta ryk er.” Þegar hringt var bjöllunni til morgun- verðar kom Isabel ofan og leit út eins og nýr kvenmaður, nýkominn úr lauginni, og klædd í ljósleitan, þunnan búning. “Nú skalt þú taka við stjórninni um- svifalaust, Isabel," sagði majórinn, “og byrja með því að taka húsfreyju-sætið við borðið”. ! “Ef eg á að gera það, frændi, og ef á nokkurri stjórn þarf að halda, þá er eg hrædd um að flest fari úr lagi," sagði Isabel. “Nei, nei, það má hreint ekki. Það verður alt að halda áfram eins og áður, en eg sit og horfi á og læri. Eg sé heldur ekki betur en að alt sé eins og bezt getur verið. Borðsalurinn sá arna er ljómandi fallegur og fallega búinn, og eg get ekki ætlað að betur sé hægt að raða blómunum á borðinu, en gert hefir verið. Og hvað matinn snertir, þá er það sannast að liunn lítur vel út, og víst er það, að hafi matreiðslumenn þínir ekki getað matreitt svo þér'&eðjist að, að undanförnu, þá væri þýð- ingar’.aust fyrír mig að gera tilraunir til að bæta úr því. Auk þessa þarf eg líklega að reyna að komast ögn niður í málinu, áður en eg fer að segja fyrir verkum. Nei, frændi, það eina sem eg er fær til að gera sem stend- ur, er að sitja í þessum ákveðna stól, búa til teið og hella því i bollana, ef þú vilt. Aðra stjórn get eg ekki tekist í fang fyrst um sinn.” “Það er rétt, Isabei! Eg bjóst nú aldrei við að þú tækist í fang alla hússtjórn í fyllsta skilningi,” sagði majórinn. “Satt sagt hefir brvii oKkar nokkurn veginn einvalls'áð í ]jví tilhti, ef Lann er duglegur maður. 1 Ilann ber of.:ast ébyrgðina og er í raun rc ; þaö, sem við á Englandi irefnum ráðsmann í húsic.u. Hann og matreiðslumaðurinn ráð.i öllu Eg segi við hann: “Eg á von á þremur hemim fyrir “tiffen”.* Þá hneygir hann sig og seg- ir:“Atcha, Sahib”, sem þýðir: “rétt, herra minn”! og þá veit eg að alt gengur vel. Ef mig langar í eitthvað sérstakt, þá segi eg það. En alment talað læt eg þá alveg sjálfráða og fari eitthvað öðruvísi en eg vil þýt eg upp og verð vondur. Það er enginn hlutur auð- veldari!” “En hvað þá um reikningana, frændi?” “Reikningana, góða mín? Brytinn fær mér þá og eg borga. Hann er búinn að vera hjá mér æði mörg ár og lætur ekki hina vinnumennina, hvorki matreiðslumanninn, né aðra svíkja mig meir en góðu hófi gegnir! Er það ekki rétt, Rumzan?” Rumzan, sem var brytinn, eða ráðsmaður- inn, stóð að venju fyrir aftan stól majórsins allur uppskúraður í hvítum búningi, með hvít- an dúk vafning á höfðinu, og með hárauðum RobiniHood FI/ÖUR ÚR ÞESSU MJÖLI FÆST BEZT BRAUÐ OG KÖKUR. linda um mittið. Hann brosti þegar majórinn vék málinu til hans og svaraði: “Rumzan lætur engan ræna herra sinn.” “Ekki til neinna muna, Rumzan. vonast ekki eftir meiru.” Maður *) Tiffen er Indverskt orð, er þýðir sama og “Luncheon” & ensku, þ. e., nokkurnveginn sama og eftirmiðdags kaffi hjá Islendingum.—PýS. “Það er sama sagan hér eins og alstaðar annarsstaðar, ungfrú Hannay,” sagði doktor- inn. “Munurinn er aðeins sá, .að á stór-búum á Englandi ræna þeir í sterling-punda tali, en hér ræna þeir í “Annas"-tali, og ahnas, eins og eg hefi sagt þér, er sama sem fimm cents. Hver sá, sem gerir tilraun að hindra þvílíkt smá-hnupl, fær venjulega verstu útreiðina. Hann eyðir tímanum, þreytir sjálfan sig og ergir aðra, og að öllu loknu er stolið frá hon- um engu síður. Dagar manns eru of fáir til að standa í því stimabraki, sérstaklega í þessu loftslagi. Með tímanum lærir þú auðvitað mál- ið, og ef þú þá sér eitthvað í reikningunum, sem þér virðist bera vott um eyðslusemi, þá getur þú rannsakað það, en bezta reglan er að láta brytann einann um það. Sé honum ekki trúandi, þá er að fá annan. Hvað Rumzan snertir, þá er hann búinn að vera hjá frænda þínum í tíu ár, svo þú ert heppin. Ef majór- inn hefði farið heim í minn stað og þú kom- ið með honum, og ef þú hefðir haft nýfengið og óreynt vinnufólk til að líta eftir, þá hefði alt verið erfiðara. En eins og er, eru ekki sýnileg nein vandræði framundan, í því efni.” “Já, hver eru þá eiginlega skyldustörf mín, frændi?” spurði Isabel. “Helztu skyldur þínar, góða mín,” svaraði majórinn, “eru þessar: Að vera glaðleg, og það sýnist mér að þér muni veita létt; að skemta mér og halda mér í góðu skapi, aö svo miklu leyti, sem það er mögulegt; að koma þér svo tel sem tiltök eru á við allar konurnar sem tilheyra okkar herdeild, og það líklega reynist þyngsta skyldan, og að hrinda frá þér yngri liðsforingjunum okkar, en hafa samt vin- fengi þeirra.” Isabel hló. “Mér sýnist verkefnið léttv frændi”, sagði hún, “að seinasta atriðinu und- anskildu. En svo hef eg nú þegar haft dá- litla reynslu í því efni, eða er ekki svo, dokt- or? Þegar á þarf að halda vona eg að hafa heilræði þín mér til stuðnings í framtíðinni, eins og á sjóferðinni." “Ekki skal eg latur til þess,” sagði dokt- orinn, “en sannleikurinn er held eg að brezkir undirherforingjar eru of húðþykkir til þess að nokkur háðvopn særi þá. Sjálfs- þótti þeirra er þeim örugg brynja gegn öllum hinum vægari háðskeytum. En eg held nú samt, ungfrú Hannay, að þér sé alveg óhætt og að þú þurfir litla ef nokkra hjálp. Að mínu áliti verður þín þyngsta þrautin sú, að slást við sameinaða fylking alls kvenfólksins okkar hérna!” “Hversvegna skyldi eg þurfa að slást við kvenfólkið?” spurði Isabel, en majórinn hló. “Þú mátt ekki hræða hana,’ sagði hann. “Það er ekki svb auðgert að hræða hana,” svaraði doktorinn, “og það er ekkert lakara að hún komist í skilning um ástæðurnar. Jæja, kæra ungfrú Hannay, til að byrja með er það að segja, að það er eitt af því sérlega við félagslíf okkar sér á Indlandi, að kven- fólk eldist aldrei, það er að segja, að hinar göfugu frúr sjálfar hafa ekki hugmynd um að þær eldist. Heima á Englandi alast börn konunnar upp hjá henni og eru lifandi vottar þess að hennar ár fjölga ekki síður en barn- anna. Hér eru börnin send heim til Englands til uppfósturs, fjögra, fimm ára gömul, og koma ekki fram á sjónarsviðið aftur fyr en þau eru orðin fullvaxta. Auk þessa eru konur tiltölulega fáar hér, og venjast þar af leiðandi svo margfalt meiru eftiriæti. Afleiðingin er að smásálarskapurinn, öfundin og hatrið er hér hræðilega mikið.” “Nei, nei doktor, svona vont er það nú ekki!” sagði majórinn. Jú, jú og meira til”, svaraði doktorinn með óbilgyrni. “Það er langt frá að eg sé kvennahatari, en mér hefir oft fundist að það yrði sönn blessun fyrir okkur, ef stjórnin vildi allra þóknanlegast” einn góðan veðurdag þverbanna foringjum okkar að flytja hingað hvítar konur!” “Skömm er að heyra til þín, doktor.’U sagði Isabel. “Og að hugsa til þess hvað mik- ið álit eg hef haft á þér alt til þessa!”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.