Heimskringla - 02.12.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.12.1931, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 2. DES. 1031. ^rctmshringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist íyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. ' Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKÍNG PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrijt til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by ' and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 2. DES. 1031. MAMMON, GUÐ OG KIRKJAN. (Ræða flutt í kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg, sunnudaginn 29. nóv. 1931, af séra Benjamín Kristjánssyni.) Mér líður aldrei úr minni sú stund, þegar eg fyrir fimm árum síðan, kom inn í kapelluna í l’Hotel des Invalides í París, að gröf Napóleons mikla. Jarð- neskar leifar þessa herkonungs, er reist hafði veldisstól sinn á valkesti fjögurra miljóna mannslífa, sem hann hafði beint eða óbeint orðið að fjörtjóni, hvíla nú í miklu og vönduðu skríni, gerðu af fág- uðu rauðgrýti í kringlóttri opinni gröf í miðju góífinu, en umhverfis standa vörð sigurgyðjurnar tólf, gerðar af skín- andi björtum marmara, kaldar og dramb- samlegar á að lfta. Það er ógnarleg kyrð, sem hvílir yfir þessum stað. Eyrir rúmri öld síðan var ekki meiri gnýr um ann an mann í Norðurálfu en Napóleon. Nú er dauðaþögn, eins og þegar óveðri slot ar. Múgurinn, sem þangað safnast dag- lega .stendur eins og þrumu lostinn og mælir naumast í hálfum hljóðum, eins og hér lægi dýrlingur, sem verið væri að biðja árnaðar hjá guði. Kapellan er undursamlega fögur.. Hvelfingin logar í marglitu ljósflóði. Og þegar manni verð ur litið upp, blasir augum dásamlega fög- ur og voldug líkneskja af Kristi, sem reist er þar á háum stalla yfir þessari víkings- gröf. Eg man eftir þessum vormorgni fyrir fimm árum síðan, þegar eg gekk þama inn, ásamt einum vini mínum, framhjá fallbyssunum og sigurmerkjunum í garð- inum fyrir utan, sem enn voru með greinilegum blóðflekkjum úr síðusti styrjöld. Það fór fyrir mér éins og öðr- um, að eg varð næstum því agndofa, þeg ar eg kom inn í þenna hljóða helgidóm. En það, sem eg undraðist, var einkum þó þessi tilbeiðslukenda lotning, sem fólkið sýndi þessum dýrling sínum. Og eg horfði ýmist á skrín Napóleones og feiknstafina, er lýstu af ásjónum sigur- gyðjanna, er héldu á lárviðarsveigum hans, eða eg lyfti augum mínum upp til Kristslíkneskjunnar, sem stóð þarna með útbreiddan faðminn og með marglitan friðarboga yfir höfðinu. “Hvers vegna flytja þeir skrín þessa herkonungs upp að krossi Krists?” spurði eg kunningja minn, sem með mér var, eftir að vorum komnir út á götuna aftur. “Gátu þeir fundið nokkurn ann- an óheppilegri stað fyrir þenna morð- varg, sem tortímdi miljónum mannslífa til að seðja grimd sína og hégómalega valdagirnd, en friðsæian helgidóm hans, sem dó fyrir aðra? Er þetta logandi háð eða felst ef til vill í þessu, bæn frönsku þjóðarinnar um það, að Kristur megi miskunna þessum vesalings syndara, þeg ar hann kemur í dýrð sinni til að dæma lifendur og dauða? Því að einhvern tíma verður andi Napóleons að standa frammi fyrir dómstóli Krists, og þá verður það hans eina iíknarvon, ef Kristur verður honum ekki óblíðari en svipur þessarar líkneskju, sem hér stendur brosandi með óumræðilegri mildi yfir rotnuðum bein- um hans, yfir hrundum veldisstóli og gleymdri herfrægð?” Kunningi minn brosti að þessum barna- legu athugasemdum og mælti: “Ekki skaltu ímynda þér neitt þvíumlíkt og að franska þjóðin sé að biðja Krist fyrir- gefningar til handa Napóleoni, fremur en hún mundi biðja Napóleon fyrirgefn- ingar til handa Kristi. Því að hún trúir engu síður é Napóleon, en Krist. Nei, hún trúir miklu meira á Napóleon, eins og þú getur séð á þessum blóðugu vopnum, sem rétt nýlega er búið að taka að her- fangi af nágrannaþjóðunum. Napóleon var aðeins persónugervingur hins franska hernaðaranda, ágirndar, valdafýstar og drambs. Þess vegna elskaði öll þjóðin hann og dáðist að honum og fylgdi hon- um til hverskonar glæpa. En á hinu leytinu er Kristur, þessi útskúfaði og lítils virti guð, sem þjóðin trúir á að nafninu til. Hann svarar til þeirrar misk- unnar, göfuglyndis og bróðurþels, sem svo iðulega er gert að hornreku úti í yztu afkima hugans, í hamslausri bar- áttu fyrir veraldlegri upphefð, í miskunn- arlausum þrældómi fyrir hégóma þessa heims. Kristur á lítil ítök í hugum manna, en samt örlítil og þegar honum hefir verið misþyrmt mjög níðingslega, þá er þó eins og menn fái af því örlítið samvizkubit, og reisa honum þá gjarna fallegar kirkjur, þar sem þeir loka hann inni og fara ekki að sjá hann, nema endrum og eins. Þetta er hið mesta þjóð- ráð, sem menn hafa fundið upp í guðs- dýrkun sinni, og hér má einmitt sjá eitt hið stórkostlegasta merki um þenna framúrskarandi hæfileika mannanna til að hræsna fyrir sjálfum sér: Undirniðri finna þeir, að þeir hafa krossfest Krist í sálum sínum með því að fylgja Napóleon, sem þeir elska. En til þess svo að kyrra samvizkur sínar, gera þeir tilraun til þess að sætta þessa guði, með því að byggja dýrlega kapellu yfir báða og spara til engan hlut. Þannig ímynda þeir sér að Kristur verði gerður ánægður, að nógu skrautlegt hús sé gert yfir hann, svo að hann hafi minni tilhneigingu til að hætta sér út í daglega lífið, því að þar ríkir Napóleon enn. Það er aðeins mold hans og aska, sem hér er inni- byrgð”. Mér hefir oft dottið í hug þessi at- hugasemd vinar míns, eftir að eg fór að kynnast kirkjumálum nánar, en af ímynd- un einni og þeirri hugmynd skólaár- anna, að í kirkjunni væri virkilega starf- andi guðs andi og kraftur mönnunum til viðreisnar og blessunar. Nú upp á síð- kastið hefir aftur og aftur komið að mér sú spurning, hvers vegna verið sé að halda við kristindómi að nafninu til hér í Ameríku, þar sem svo lítill kristindómur er til í raun og veru, hvers vegna enn sé bygðar stóreflis kirkjur, eftir að flestir eru hættir að trúa á guð eða Krist? í fljótu bragði gæti manni dottið í hug, að kirkjurnar, með turnum sínum og bogaglúggum, væri aðeins bygðar til prýðis innan um luralegar og kuldalegar stórbyggingar verzlananna, til að brjóta það leiðinlega tilbreytingarleysi, sem ann- ars hvílir yfir öllum hörgum og hofum Mammons. Það væri hægt að ímynda sér, að hér réði einhver neisti af næmleika fyrir fagurri byggingalist, ef maður yrði þess ekki jafnframt var, hversu herfilega kirkjurnar stinga að jafnaði í stúf við alt umhverfi sitt og standa einmana og ut- anveltu eins og munaðarlaus börn í öllu argaþrasi stórborgarlífsins. En það gæti verið ýmsar fleiri ástæð- ur„ og þannig er líka iðulega látið í veðri vaka. Sumir eru svo hreinskilnir að segja það blátt áfram, að þeir vilji vera í kirkju aðeins fyrir félagsskapar sakir, en ekki af því, að þeir trúi neinu af því, sem þar er kent. Þeir segja, að stundum hitt maður þar manneskju, ^em maður geti haft ánægju af að kynnast, og geti hjálpað manni til að drepa tímann, þegar hann verði altof leiðinlegur, og ef mað- ur þess vegna kæri sig um að eignast einhverja kunningja, þá séu kirkjur ekki óþægilegri félagsskapur til þess en ein- hver annar. Auk þess geti slíkur félags- skapur stöku sinnum hjálpað manni til að komast að atvinnu eða á einhvern annán hátt stutt menn til að koma ár sinni fyrir borð, og þá sé óneitanlega ofurlítið gagn að honum. Því að það þykir altaf gott, að geta varið fé sínu á þann hátt, að það komi til baka með margföldum vöxtum, jafnvel þótt það fari til kirkjulegs félagsskapar. T. d. borg- ar það sig fyrir viðarkaupmanninn, að gefa 1 cord af við til kirkjunnar, er kirkj- an síðan kaupir af honum tíu cord, hvað þá ef safnaðarfólkið virti þessa rausn á sama hátt og léti hann sitja fyrir við- skiftum sínum. Á þenna hátt skilja marg- ir að hægt sé að hafa gagn af kirkju- legum félagsskap. En þá er auðvitað um að gera að vera í stórum kirkjum. Þar geta kaupmenn selt meira. Þar fá læknar og lögmenn fleiri viðskiftavini. Þar hafa fátæklingarnir meira tækifæri til að fá vinnu. Með öðrum orðum, þar er hver dollar, sem eytt er í félagsskapinn, viss- ari .til að skila sér aftur með góðum vöxtum í beinhörðum peningum. Þess vegna þykir það oft og tíðum gera minst til, þótt það sem fram fer í kirkjunum sé ef til vill ekkert annað en tómt bull og vitleysa. Kanske bezt, að það sé svo mikil fjarstæða, að það trufli ekki hugs- un eða sálarfrið nokkurs manns. Hitt er ófyrirgefanleg synd, ef kirkjur eru litlar, því að þá er ekkert upp úr þeim að hafa. Þar selja kaupmenn lítið, þar hafa læknar og lögmenn lítið að gera, og þar hefir fátæklingurinn svo sem ekk- ert tækifæri. Og þá þykir auðvitað ekki mikils um vert að koma þar inn fyrir dyr, allra sízt ef einhvern tíma væri hróflað þar við þeim staðreyndum hvers- dagslífsins, sem þykja óþægilegri til um- hugsunar en ímynduð dýrð annars heims — eða þar er sagt einhvern tíma annað en það, sem menn eru vanir að heyra í kirkjum, búast við að heyra þar eða vilja heyra þar. Eg hefi orðið fjölorður um þessa fé- lagslegu hlið kirkjulífsins, ekki af því, að eg álíti hana hina einu skýringu þessa máls eða fullnaðarskýringu þess, heldur af því, að á hana má líta sem eina skýr- ingu af mörgum. Sumir álíta, að kirkjum sé aðeins við- haldið af gömlum vana, og hvað kenn- ingum þeirra viðvíkur, þá séu þær í sjálfu sér orðnar úreltar, en mennirnir haldi þó ennþá í þær eins og gamla flík, sem þeir geti ekki fengið af sér að fleygja, enda þótt þer viti, að hún sé orðin bráðónýt fyrir löngu. Auðvitað viðhelzt margt f kirkjumálum eins og annarsstaðar fyrir gamlan vana, en þó getur þetta ekki ver- ið nein endanleg skýring á jafn umfangs- mikilli stofnun og kirkjan er, að hún við- haldist aðeins af vana. Það verða að vera einhverjar brýnni ástæður. Og getum vér þá loks litið á skýringar kommúnista á tilveru kirkju og kristindóms: Þeir halda því fram, að trúarbrögðum sé viðhaldið af þeim stéttum mannfélags- ins, sem betur eru stæðar, eins og hand- hægu ráð til að blekkja og kúga alþýð- una. Trúarbrögð séu ópíum fyrir fólkið. Það sé af ásettu ráði deyft fyrir jarð- neskum hörmungum sínum og allskonar áþján, með staðlitlum stöfum og skrum- kendum loforðum um sælu í himnaríki ef það aðeins láti nógu auðveldlega á sér ganga hér í þessu lífi. Með öðrum orð- um: kirkjurnar séu í raun og veru ekk- ert annað en dulbúin glæpafélög, þar sem nafn guðs eða Jesú Krists séu höfð að skálkaskjóli, til að svíkja auðtrúa lítil- magna í hendur okrara og níðinga. Auðvitað er þessi síðasta skýring mjög svo ýkjukend, og þó að allar þær skýring ar á viðhaldi kristindómsins, sem eg hefi nú talið upp, geti að vísu komið til greina í vissum tilfellum, þá eru þær þó hver um sig mjög einhliða og segja ekki allan sannleikann. Skýring kunningja míns á trúarlífi Frakka fer vafalaust nær lagi. Kirkjan er ekki að upphafi eða eðli til glæpastofnun, enda þótt sagan og reynsl- an sanni það, að hún getur auðveld- lega orðið það í höndum óvandaðra manna. Hitt er öllu nær að segja, að hún sé einskonar sáttartilraun. Þrátt fyr- ir eigingirni mannanna og margskonar blindni fyrir andlegum hlutum, verða þeir þó stöku sinnum varir við rödd í sál sinni, sem kgnske alveg óvænt og skyndi- lega grætur undan þunga hins vonlausa hversdagsstrits.. Staðreyndir og athafnir hversdagslífsins nægja ekki til að friða þessa rödd, sem svo oft er daufheyrst við, að hún hlýtur að hrópa stöku sinnum og heimta áheyrn. Þá eru kirkjur bygðar til að gefa henni einlnerja félagslega útrás. Kærleikshvatir mannsins, bróðurþel, mis- kunn og göfuglyndi er klætt upp í spari- föt og leitt í kirkju á sunnudögum. En það sem hrapallegast er við þetta, er það, þegar svo fer, að kirkjan verður aðeins að nýju fangelsi fyrir hinar betri hvatir mannanna. Því að sáttartilraunin milli hins æðra og lægra eðli mannsins fer of oft á þá leið, að hinum betri hvötum er vaggað í svefn með sálmasöng og bænum, á meðan hverskonar óbilgirni fær að leika lausum hala á orustuvelli lífsins. Á stríðstímum til dæmis, tekst sáttar- tlraunin milli Krists og Napóleons á- valt þannig, að Kristur er látinn ganga til liðs við Napóleon. Eg hefi séð hann málaðan með byssu um öxl ásamt öðr- um “stríðsmönnum guðs’’. Þá þykir Kristur góður. Á öllum tímum gengur það álíka liðlega, að sætta guð og mam- mon, það er að segja sé það gert með þeim hætti, að guð gangi til liðs við mammon. Því að hitt gengur ávalt miklu treglegar, að fá mammon til að ganga til liðs við guð, og í gegnum alla þá sáttar- tilraun skín það mjög svo greinilega, hversu mikils til heitar menn elska mammon. Þetta sýnist samt mjög undarlegt, þar sem allir vita, að mammon er skurð- goð, sem menn hafa búið til, og engin trúarbrögð eða saga fer af því, að hann hafi skapað menn eða haldi sinni almátt- ugu verndarhendi yfir þeim. Menn vita það jafnvel og við- urkenna, að mammon er svikull og gjafir hans stundum til vafa- samrar blessunar. Þó elska menn hann eins og augun í höfði sér og hjartað í brjósti sér. W- DODDS 'kidney 4Dder TROyjVi ^heumaTJS I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu Sá guð, sem menn hins vegar | meðul við bakverk, gigt og blöðru. , , , . , ... . sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, játa tru sina á í kirkjum og er stafa frá veikiuðum nýrum. - látast vera að tilbiðja þar, ev j Þ*r eru til söiu í öiium iyfjabúð- talinn að vera almáttugur skap- “ 0S fpí “Í& Trl ari himins og jarðar. Hann á , Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- að vera gjafarinn allra gæða, °“to- °nt - °S aenda andvirðið þang- einnig gullsins. Hann á að hafa „. skapað mennina og alt líf og kvikmyndahúsin hér í bænum haldið því við af vísdómi náðar vjg óvanalega mikla aðsókn sinnar og miskunnar. Þessi guð mikiu betur en nokkru sinni í himnunum, þessi guð trúar- fyr Nauðsyn kvikmyndanna, bragðanna, er því í orði kveðnu þessa gáfulega skáldskapar talinn að vera upphaf og endir frú Hollywood, sem allmörgum tilveru vorrar og hin eina von sálarfræðingum nútímans er vor í lífi og dauða. En í fram- farjg ag koma saman um, að kvæmdinni birtist svo trúin á munj fjestu öðru fremur stuðla þenna guð í því, að það þykir ag þvf> ag gera kynslóð nútím- rausn að gefa einstöku sinnum ang grunnhygna og léttúðuga,. 25 cents til þess eina félags- þykir nú vera orðin svo mikil, skapar, sem menn halda pppi ag tæplega þykir forsvaranlegt til þess að vegasama guð sinn annag; en a5 senda jafnvel og skapara, og til þess að berj- jjnrn 0g 0yita til að horfa á þær ast fyrir þeim hugsjónum, sem ejnu sjnnj ega tvisvar á viku. sú trú hlýtur að hafa í för með Qg naumast getur svo mikla fá- sér. Gyðingar, sem taldir eru að fæklinga, að þeir áætli ekki viss hafa verið allra þjóða féfastast- útgjold á mánuði til kvikmynda- ir, guldu þó gjarna tíund a. busanna, Þessar sýningar þykja öllu, sem þeir áttu, til niustei- nþ orðið svo lífsnauðsynlegar, isins. Vér þykjust gera vel, ef að gþðgergaféiögin gangast jafn vér gjöldum eitt per cent. af vg] fyr]r því> að útvega þurfal- tekjum vorum, eða tíu sinnum jngUm bæjarins aðgöngumiða minna. Vér látumst trúa því, á ]eil{húsjn við og vjg, til þess að allar góðar gjafir komi að þejr þurf. ekkj að fara á mls ofan frá föður ljósanna. En rfð þegSa blessun nútímans. Þó þegar svo á að fara /að byggja kjrkjurnar nytu þess vegna kirkjur eða halda saman söfn- ekkj mejrj hollustu> en kvik- uði til að vegsama hans dýrð, myndahúsin njóta nú yfirieitt, þá er aldrei hægt að reita sam- þg finnur enginn til þess að an pening til þess, nema með þ&u géu þjóginni til byrði, þá harmkvælum. Þetta er stað- muDdj hagur þeirra standa með reynd, hvort sem vér stingum ágætum blóma, og enginn ein- hendinni í vorn eigin barm eða staklingur þurfa að finna til lítum til annara, og þessi stað- mejrf þyngSia af kirkju sinni, reynd ber svo glögt vitni sem | en þvf kvikmyndahúsi, sem verða má um það, hvað vér hann yanur að sækja, a. m.. trúum mikið á guð í raun og k ejnu sjnnj á yiku veru. Þetta er svo auðvelt reikn- Það er ekki sagt með nein- ingS(iæmi sem verða má, og um ýkjum, þó að til séu auð-1 get eg eklíl verig ag fara út í vitað margar heiðarlegar und- það núnar. Hinu ber sízt að antekningar frá því, að afstaða fólks til kirkjunnar er yfirleitt neita, að eins og ástandið er, kemur það altaf hart niður á orðin á þá lund, að það tímir j orfúa einstaklinga, að viðhalda ekki að halda henni við, að kirkjum, og hefi eg oft og tíð- minsta kosti ef það þykist ekki hafa þann félagslega ávinning eða skemtun af henni, sem það heimtar, annaðhvort af prest- inum eða hvað af öðru. Á örð- ugum tímum eins og nú eru, er auðvitað barið við fjárkreppu og peningaleysi, þegar menn þykj- ast ekki hafa efni á því, að styðja kirkjur. En að þetta er ekkert nema yfirvarpsástæða, má auðveldlega sýna fram á með því að benda á, að fyr á timum, þegar hagur almennings stóð yfirleitt mörgum sinnum ver en nú, dafnaði kirkjan og græddi auð fjár, af því að þá trúðu menn alment á málefni hennar. Og þar sem menn trúa. vantar aldrei fé. Þar sem menn lykjast fá eitthvað fyrir fé sitt, er það fúslega látið af höndum. En t>að er grunur minn, að nú sé trú manna á guð kirkjunnar mörgum tilfellum orðin svo þokukend, að það fé, sem menn mundu ekki láta af höndum til kirkju sinnar, nema fyrir eftir- gangsmuni eða með eftirtölum, mundu þeir með glöðu geði láta fyrir drykk í bjórstofu, eða fyr- ir skemtun á kvikmyndahúsum, hvað þá ef unt væri að gambla með það í hofum mammons, þó ekki væri nema með einum möguleika á móti tíu, að geta hagnast af þeim. Til þess að sanna það, að eg fer ekki með staðlausa stafi, nægir að benda á það, að ein- mitt nú í harðærinu, þrífast um undrast þann dugnað og þá þrautseigju, sem einstaka menn og konur sýna í þessu efni. En samt sem áður sannar þetta það, sem eg hefi áður sagt: Þung vinna kemur á einstaka menn aðeins af því, að allur fjöldinn hefir engan áhuga og stendur nákvæmlega á sama, hvort kirkjan lifir eða deyr. — Þess vegna er heldur ekki hægt að segja, að söfnuðir hér í Ameríku séu nú í kröggum af því að þeir geti ekki haldið við kirkjum sínum af fjárhagsá- stæðum. Ástæðan er aðeins sú, að þeir vilja það ekki. Að minsta kosti er áhugi þessrar kynslóð- ar fyrir guði sínum snögt minni en fyrir leikurunum vestur í Hollywood. Því að með- an hver bekkur er þétt setinn í kvikmyndahúsunum og börn- in næstum því ómálga send þangað, til að horfa á Mickey Mouse og aðra afkáralega skrípaleiki, sem hvergi eiga sér stað í veruleikanum sjálfum, og þeim eru kend þar morð, inn- brotsþjófnaðir og ýmiskonar daður, sem þeim liggur ekkert á að læra á undan stafrofinu, — meðan fullorðna fólkið flykk ist þangað til að horfa á til- búna sorgarleiki, sem það gæti séð miklu sannari og alvarlegri í veruleikanum alt í kringum sig, ef það gæfi sér tíma til að gefa gaum að honum — en sunnudagaskólarnir og kirkjurn ar eru hálftómar og það þykir \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.