Heimskringla


Heimskringla - 09.12.1931, Qupperneq 1

Heimskringla - 09.12.1931, Qupperneq 1
% I Oft mun svefns varnað “Eg get ekki sofið fyrir söngv- unum þeim.” (Tileinkað J. S. frá Kaldbak.) Oft mun svefns varnað í>eim er söngvum hlýðir Utan úr alheimi ljóða. — Valda mun bergmál, Það er blíðust samúð v^ekur sjálfs í Sál. Mun ei svefns varnað, Þá er sælu draumar Berast ljúft á bárum? —Bærast þá vængir, Þeir er von og löngun Efldu unglings hug. Hversu má sofa, Þá er saknaðsómur Vekur undir öldu? — “Margs er að minnast,’’ Þess er muninn þráði, Og hugði hinminborið. Ei mun svefnsamt Þá er sárar stunur Blandast blævi ljóða. — Ríkir enn myrkur — í mannheimum víða, Þrungið kvöl og kulda. Oft mun svefns varnað ' Þeim er söngvum hlýðir. — En þökk sé þeim er vakir! Lífgjafi er hann Þeim sem ljóðheim byggja. — Margs mun hann vís er morgnar. Jakobína Johnson. —Seattle, 1. des., 1931. fBÚATALA CANADA. Samkæmt síðustu skýrslum samb.stjórnarinnar yfir mann- talið, sem fram fór í júlí síð- astliðið sumar, er íbúatala Can- ada nú 10,353,733. Hefir íbúum eftir því að dæma fjölgað um rúma hálfa aðra miljón á síð- astliðnum 10 árum. Nemur sú fjölgun nærri átján af hundr- aði, 17.82Æ. í fylkjunum hefir mannfjölg- unin orðið mest í B. C. Nemur hún þar rúmlega þrjátíu og einum af hundraði, 31.38%. t Saskatchewan nemur fjölgunin 23.62%, í Alberta 21.62, í Que- bec 21.56, í Manitoba 7.80%, sem hefir einna minsta mann- fjölgun að sýna, að undantekn- um tveimur strandfylkjunum, þar sem íbúatalan fækkaði á þessum 10 árum. Tafla sú er hér fer á eftir, sýnir íbúatölu hvers fylkis nú. Fyrri dálkurinn sýnir íbúatöl- una, en sá síðari aukningu. Canada .... 10,353,778 1,565,829 P.E.1...... 88,040 —575 N.S. N.B. Que. Ont. Man. 512,027 408,255 2,869,793 Sask. .. Alta... B.C... Yukon N.T... 3,426,488 699,841 921,281 727,497 689,210 4,213 7,133 —11,810 20,379 508,888 492,826 89,723 163,771 139,043 164,628 56 —855 Tölumar með merkinu — fýr- ir framan, tákna fólksfækkun. Þessari breytingu á fólks- fjölda fylkjanna, er líklegt að fylgi breyting á tölu þingmanna til sambandsþingsins. Eftir manntalinu ætti þingmönnum að fækka um 2 í Nova Scotia og einn í New Brunswick, en fjölga um tvo í British Colum- bia og einn í Alberta. CONCRESS BANDARÍKJANNA KEMUR SAMAN. . — Sjötugasta og annað Con- gress Bandaríkjanna kom sam- an s.l. mánudag. Þingið hefir ekki tekið neitt til starfa enn og sat ekki nema stuttan tíma jfyrsta daginn. En með kosningu i þingforseta kom í ljós, að í neðri deild þingsins ráða demo- kratar lögum og lofum, því þingforsetinn var úr þeirra flokki kosinn. Nafn hans er John N. Garner þingmaður frá Texas. Hlaut hann 218 atkv., en gagnsækjandi hans úr repu- blikaflokknum, Bertrand Snell að nafni, frá New York, hlaut 207 atkvæði. Fjórir repúblikar greiddu atkvæði með Schneid- er frá Wisconsin, sem var sá þriðji í vali, en það munu hafa verið öll atkvæði hans. Fyrir þessu þingi, þar sem demókratar hafa yfirhöndina í neðri deildinni, en repúblikar í þeirri efri, liggur eflaust fyrst og fremst atvinnuleysismálið, og þá stefna Hoovers í því, og þeirra, er honum eru andstæðir og vilja að stjórnin taki upp þá stefnu, að sjá atvinnulaus- um mönnum beinlínis fyrir líf- eyri, eins og á Englandi, í Can- ada og víðar er gert. Um engin stórmál geta fréttirnar að fyr- ir þingið muni lögð. En forseta- kosningar eru á komandi ári, og með þær í huga má búast við, að flokksvopnunum verði við hentugleika beitt í málum þingsins. Þingið mun standa yfir fram í júní. FRÁ MANSJÚRÍU. Þær fréttir bárust í byrjun þessarar viku frá Mansjúríu, að Japanir og Kínverjar væru reiðubúnir að leggja niður vopn in og taka nú til yfirvegunar bendingar Þjóðabándalagsins um frið. Og Japanir er sagt að hörfað hafi burtu frá Ching- chow með her sinn, en þar hef- ir ófriðlegast litið út nú um hríð. Er því við friði búist í Mansjúríu milli Japan og Kína úr þessu. Hvað þessum sinnaskiftum veldur hjá Japönum, því það1 voru þeir, sem ekki sintu til-1 lögum Þjóðabandalagsins, er erfitt að segja. Samt hefir sú frétt borist frá Japan, hvort sem sönn er eða ekki, að stjómin hafi neitað að leggja út í þetta stríð, og að hún hafi verið knú- in til þess af þjóðarviljanum. Þjóðin hótaði að rísa upp gegn stríði, ef stjórnin ekki gerði það. Skattar eru svo háir í Ja- pan, að fullerfiðir eru fyrir þjóðina, þó að landinu sé ekki dýpra sökt með nýju stríði. — Japan hefir tvö stríð háð á því sem liðið er af þessari öld, og skuldir landsins eru þeim stríð- um kendar. Þjóðin sér því ekki sinn hag af því að hlaupa út í þriða stríðið. Þetta virðist hafa gert út um Mansúríustríðið, er lengi hefir vofað yfir. Mættu aðrar þóðir í þessu efni af jap- önsku þjóðinni læra. VERKFALL í WAYNE, ALTA. Verkamenn í kolanámum Sovereign Coal félagsins í Wayne, Alta, gerðu verkfall s.l. mánudag, að boði Mine Workers Union í Canada. Ástæðan fyrir verkfallinu er sagður slæmur vinnu-aðbúnaður í námunum fyrir verkamennina. Um 150 manns töpuðu vinnu. GÓÐ KÝR FARIN. Nýlega er dauð kýrin Canary Korndyke Alcarta — hún var skírð þremur nöfnum eins og nú er siður í skíra böra, sem var bezta mjólkurkýr heimsins. Saskatchewanfylkið átti hana. Kussa var líftrygð fyrir 10,000 dollurum, sem eigandinn erfði eftir hana. JAKOBfNU JOHNSON haldið afmælissamsæti. Fyrir skömmu síðan var Jakobínu Johnson skáldkonu haldið afmælissamsæti, að heim ili hennar í Seattle, Wash. Á “elleftu stundu’’ var eg bréf- lega kvaddur til kvæðagerðar. í því sambandi. Voru þá góð ráð dýr, því að senda skyldi kveðskapinn um hæl — og helst með flugpósti! Nú ætti svo gott skáld og göfug kona sem Jakobína Johnson veglegra kvæða skilið en hraðkveðinn ferskeytlu-samtíning. — Og þó má, meðal íslendinga, svipað segja um ferskeytlurnar og pönnukökurnar. Til þeiiTa má ávalt grípa með góðri samvizku, þegar ekkert annað er til með kaffinu, hversu göfugan gest sem að garði ber. Munurinn sá einn að pönnukökur eru altaf góðar, en ferskeytlur ekki nema stundum. En svo er þó ljóð- form þetta gagnþjóðlegt, og frónbúanum samsála, að við liggur að það bæti þó heldur skáldskapinn, þegar þess gerist þörf. En svona er skyndikvæð- ið: Árin fljúga. Örar ber andinn vængi sína. Kapp við tímann — það er þér þaultamt, Jakobína. Árin rjúka öll á sprett. Engu er samt að kvíða. Til að náist takmark sett tíminn þarf að líða. Flesta tók það tíð og önn tónana sína’ að stilla; lyfta söngsins hæstu hrönn; hreiminn dýpt að fylla. En er þroskans reynslurök ráðin fá um hljóminn, þá er að sjá hvort þjóðin spök þýðist svan og róminn. Ei varð braut þín ýkjalöng upp til sigurbusta. Þú hefur vald á þínum söng! Þjóðin er öll að hlusta! Hafi sporin fleiri fennt fyrir annakafið, hefurðu þó um þetta tvennt þínar stundir krafið. * * * * Tíminn líður. Leikt’ á hann: Látt’ hann halda skriði; bera þig gegnum bardagann beint að óskamjði. Tíminn líður. Leikt’ á hann lífs í annaharki: Látt’ hann annast áfangann upp að nýju marki. Tíminn líður. Leikt' á hann: Látt’ hann þangað geysa, þar sem kristalskastalann kvæðadraumar reisa. Blessar þjóðin þungan sjóð þinna hróðurvona. Þökk fyrir ljóðin, listafljóð, ljúfa móðir, kona. Friðrik A. Friðriksson. HVER MUNDI TRÚA ÞVf? Gainsville heitir bær í Ala- bamaríkinu í Bandaríkjunum. Nýlega fengu bæjarbúar bréf frá bæjarstjóranum, P. M. Nor- wood„ þess efnis, að bærinn kæmist af án þess að nokkrir skattar væru lagðir á íbúana í ár. — Hann kvað bæinn eiga inni í banka, er væri nóg til þess að greiða reksturskostn að, og hann skuldaði engum eitt einasta cent, hvorki í verð- bréfum né öðru. Skömmu fyrir jól i fyrra var hinu sama lýst yfir. WINNIPEG BIÐUR UM UNDANÞÁGU. Á bæjarráðsfundi Winnipeg- borgar var samþykt tillaga s.l. mánudag um það, að biðja sam bandsstjórnina að bera allan kostnaðinn af framfærslu at- vinnulausra manna. Tillagan um þetta kom frá Honeyman bæjarráðsmanni, og Mr. Flye studdi hana. Kváðu þeir bæinn ekki geta risið undir þessum kostnaði, en sambandsstjórnin hefði meira-svigrúm að leggja skatta á þjóðina til þess að' mæta þessum útgjöldum. Ryley bæjarráðsmaður er sagt að ver- ið hafi sá eini, er mælti á móti tillögunni. Ef hægt væri með svona ein- földu móti að losna við erfið- leikana, væri gaman að lifa. Nú eru mörg stórvirki með höndum höfð í þessum bæ, er bærinn borgar jekki nema einn fjórða af kostnaðinum við. Of- j an á kostnað Sambandsstjórn- arinnar af þessu virðist tillag- an naumast sanngjörn. En að biðja sambandsstjórn- ina að sjá um kostnað af öllu mögulegu, er að verða plága hér um slóðir. Nú er forsætis- ráðherra John Bracken austur í Ottawa, að biðja sambands- stjórnina um svolítið af láninu, sem hún tók um daginn. Vit- andi að það er lán, þykir eigi nema sjálfsagt að biðja hana aö leggja eitthvað af því í lófa þessa fylkis. Er ekki að koma að því, að mál sé til þess komið að leggja hér niður bæjar- sveitar- og fylkisstjórn? RANNSÓKN JÁRNBRAUT- ANNA. Eins og minst var á í síðasta blaði, er rannsókn á hag járn- brautanna í Canada byrjuð. — Sem stendur eru þær fréttir af henni að segja, að járnbrautar- ráðherra Canada, Dr. Manion, gaf nefndinni þær upplýsingar í gær, að tekjuhalli beggja járabrautanna, C. N. R. og C. P. R., myndi í ár nema $200,- 000,000. Fyrir C. N. R. kerfið kvað hann hafa verið borgaðar $2,650,000,000 til þessa dags. Telur hann það hafa gengið ó- ráði næst að leggja þessar braut ir yfir landið, þar sem ein hefði verið nægileg. Kvað hann eina mílu járnbrauta koma á 250 manns í Canada, en á Bretlandi á 2000, á Frakklandi á 1200, á Þýzkalandi á 1700 o. s. frv. Af þessu kvað hann ljóst, hver byrði jámbrautirnar væru þjóð- inni. Þvínæst voru Sir Henry Thornton og E. W. Beatty, K. C., stjórnendur járnbrautarfé- laganna, beðnir um skýrslur af nefndinni, og voru þær gefnar henni fyrir lokuðum dyrum. Það er hætt við, þó byrjað sé að reyna að ráða fram úr vandamálum járnbrautarfélag- anna, að það reynist erfitt. LJÓTT BIFREIÐARSLYS. Ljótt bifreiðarslys varð nýlega. í Englandi. Það rákust á bif- hljól og lítil bifreið, og stóð hvort um sig samstundis í björtu báli. Fjórir voru í bif- reiðinni og dóu þrír þeirra sam- stundis án þess að hafa hreyft sig úr sætunum, en einn mað- urinn hentist út úr bifreiðinni og bjargaði þannig Ufinu, en er mikð meiddur. Maðurinn, er KVÆÐI flutt á samkomu kvenfélagsins Úndína í Mikley, 20. nóv. 1931. Kvennfélagið, kvennfélagið! kallar menn og fljóð inn í æðri heima — enginn má því gleyma. Hreppið yndi á hæsta tindi, hér er skemtun góð! Kvennfélagið, Kvennfélagið! bætir svein og mey. Alt er gert í eining, ein og sama meining: Fram til þarfa, fram til starfa fyrir þessa ey. Þegar vetrar, þegar kólnar, þá er dapurt alt. Eg kysi á kvöldum frera í kvenfélagi að vera. Aldrei framar, aldrei framar yrði mér þá kalt. Kvennfélagið, Kvennfélágið! kveikir eld í sál. í koti og konungs höllu konan ræður öllu. Hún er drotning, hún er drotn- ing; hennar drekkum skál. Kvennfélagið, kvennfélagið! kosti marga ber. Elzt á Mikley er það, ægishjálminn ber það yfir félög, yfir félög öll, sem starfa hér. Kvennfélagsins, kvennfélagsins! kærleiks brennur glóð. Huggar, hjálpar, græðir hraktan, svangan fæðir, oft af litlum, alt of litlum útbýtingarsjóð. Kvennfélagið, kvennfélagiðj knýr á hurðir fast: “Við getum gefið fleira, ef gott fólk hjálpar meira. í okkar höndum, okkar höndum auður margfaldast.’’ Kvennfélagið, kvennfélagið! kaldan bætir hag. Það lifi um eilífð alla; eg vil dauður falla í öðru lífi, öðru lífi, ef ekki er kvennfélag. Aldnar konur, ungar konur! — alt í hunda fer. Kveikið kærleiks þorsta, karlmenn eru að “bosta’’. Þeir ætla að drepa*, eru að drepa alt í heimi hér. Heyrið konur, hlustið konur! — hlaupið öll í skörð, móðir, kona, meyja miklu er betra að deyja en bregðast hugsjón, helgri hugsjón. Haldið sterkan vörð. Á ykkur konum, öllum konum ábyrgð hvílir hörð. Ef ykkar ást ei bjargar óöld lýðum fargar, og vestræn menning, vestræn menning verður lögð við jörð. Gerið uppreisn, gerið uppreisn giftist ekki meir. Frá afdal yst að ströndum úr karlmanna höndum takið valdið, takið valdið tryltir eru þeir. Stjórnið löndum, stýrið löndum stríð og hverkyns neyð Brennið á kærleiks bálí, að blekking, svikum, táli eflið konur, æsið konur ógurlegan seið. Þá mun birta — þá mun hverfa þetta svarta ský. Þá má þróast kraftur þá má giftast aftur þegar hungur, þegar manndráp þverra heimi í. J. S. frá Kaldbak. *) Sbr. hamfarir herbúnaðar- ins og illmenska auðsöfnunar- innar, það hvorttveggja eru að- alverk karlmanna. stýrði bifhjólinu, fór aldrei úr sætinu, þó hjólið færi á hlið- ina, og brann því á svipstundú til dauðs. En stúlka, sem var í hliðarsæti, hentist út úr því og fór niður um þakið á bif- reiðinni og beið þegar bana í bálinu, eins og fólkið, sem var í henni. Það er sagt af sjónar- votti, að þau hefðu bæði verið á lofti í einu, maðurinn sem hentist út úr bifreiðinni, og stúlkan, sem hentist ofan í hana. Þetta var alt ungt fólk, um og innan við tvítugt. FRÁ ÍSLANDI. Rússlandsnefndin. Skeýti hefir borist hingað frá Rússlands-nefndinni, þess efnis að hún hafi farið í heimsókn til Moskva og Rostov, og séu allir þátttakendur undrandi og hrifnir yfir uppbyggingu jafn- aðarstefnunnar og kjörum verkalýðsins. Búist er við að sendinefndin verði fram undir miðbik nóvembermánaðar í Rússlandi 'og mun hún nú vera á leiðinni til Kákasus, en verð- ur komin aftur til Moskva um 7. nóvember. (Alþbl.) • * • Skráning atvinnulausra manna í Reykjavík. Til atvinnuleysisskráningar- innar i fyrradag og gær komu 703 menn. Þar af voru 47 kon- ur. í morgun var ekki búið að gera skrá yfir, hve mörg börn og gamalmenni eru á framfæri þessa fólks. Vitanlegt. er, að auk þess er fjöldi fólks, sem ekki kom til skráningar, at- vinnulaust. Sérstaklega hafa aðeins örfáar af atvinnulausum konum komið til skráningar. (Alþbl.) • • * Líkbrensla í Reykjavík. Bálstofu- crg kirkjugarðsnefnd bæjarstjórnar Reykjavíkur hélt fund í fyrradag og lagði til við bæjarstjórnina, að bær- inn leiti samninga við ríkis- stjómina um, að hann taki að sér kirkjugarðsmál bæjarins að öllu leyti frá næstu áramótum, og ef samningar takist þar um, þá kveður nefndin sig því fylgj- andi, að reist verði kapella í kirkjugarðinum við Ljósvalla- götu, þar sem m. a. verði bál- stofa til líkbrenslu. Bæjarverk- fræðingurinn áætlar útgjöld við rekstur bálstofu 13,500—15,000 kr. á ári. (Alþbl.) ’ $ • t Fornleifafundur í Danmörku. í sumar hafa danskir forn- fræðingar látið grafa á eyjunni Als, sem er við strönd Suður- Jótlands. Fundust þar í sumar nokkrar grafir, sem talið er að séu frá Víkingaöld. En nýlega kom sú fregn hingað, að fund- ist hafi næstum heilt þorp á sömu slóðum og sé það frá dög- um Gorms hins gamla, sem réði ríkjum í Danmörku á árunum 860—940. Er þetta mjög merk- ur fundur, einkum vegna þess, að fundist hafa mjög merk tæki og hlutir. ( Alþbl.) %

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.