Heimskringla - 09.12.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 09.12.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 9. DES. 1931. HEIMSKRINCLA 5. BLADSlÐr. nýlendu í Virginíu. Elizabet drotning, sem leyfið veitti hon- um til landnámsins, var kölluð "The Virgin Queen'' og eftir henni nefndi hann nýlenduna. En loftslagið þar var heldur heitt fyrir Englendinga og þessi litla nýlenda lagðist brátt í eyði aftur. BRÉF TIL HEIMSKRINGLU. Innisfail, Alta., 23. nóvember 1931. Herra ritstj. Hkr.! Næst því að þakka þér og öðrum, er ritað hafa í Kringlu- tetur, sérsctaklega fréttir og ferðasögur, finst mér Vétt að halda hópinn og lofa lesendum hennar að heyra, hvernig gamla Alberta nýlenda íslendinganna hér kom úr hreinsunareldi harðindanna þetta haust, með lands og lausafjár-afurðir. Markaður á sauðfé. — Dilk- ar voru seldir hér eins lágt og 41/* cent pundið til 5%; Svín 3 til 3.75 cent pundið; nautgripir, kýr og naut, frá 1 upp í 3 cent pundið; alikálfar 4—7 dent; geldneyti, uxar og kvígur, 3 til 5 cent pnudið; smjörfita (rjómi) 12, 14 og 16 cent pundið; egg fóru lægst 5 cent tylftin, nú 20 cent. Korntegundir: — Hveiti nr. 2 frá 33 cent bushelið til 43 cent, jafnaðarverð 38 cent dag hvern, 17 centum minna en á Winni- pegmarkaðinum, á öllum korn- tegundum; þau fara í flutnings- gjöldin. Óþvegin ull hefir aldrei farið hærra en 3% cent pundið. Ullin er eins góð hægt er að fá nokk ursstaðar annarsstaðar í heim- inum, og þó er hún óseljanleg í Canada; en inn eru flutt 60 til 80 miljón pund árlega, toll- frítt; en mest af canadisku ullinni fer til Boston og Skot- lands. Uppskera af jarðeplum aldrei betri hér um stórt svæði aust- an Klettafjalla, út og suður austur fyrir miðju fylkisins. Þar var í sumar sýnishorn af Sa- haraeyðimörk og útlit fyrir hall- æri að haustinu. Red Deer, Pen- hold og Innisfail, sendu þangað eitt kar hvert — 3 alls — af garðávöxtum, er bændur gáfu þeim og járnbrautarfélögin flutningsgjaldið. Þessi vara, kartöflurnar — er nú verðlaust svina- og gripafóður, nema það sem hvert bændabýli eyðir heima til manneldis. Þá er aðal gullnáman eftir, hveitiuppskeran og aðrar korn- tegundir. Set eg hér eina þreskjaraskýrslu, eins og hún fer til fylkisstjórnarinnar -í Al- berta, sem sé þeirra bræðra Þorbergs og Frímanns Einars- sona í Markerville. Hveiti, 24 þúsund bushel af 796 ekrum, að jafnaði 30^ bushel af ekru. Þetta er eftir máli, en korn- hlöðuvogin gefur 10 bush. meira á hver 100 bushel. Hafrar, 11 þúsund bushel af 232 ekrum, að meðaltali 47 bushel af ekru. Barley, 7 þúsund bushel af 179 ekrum, um 39 bushel að meðaltali af ekru. Þetta mun vera áreiðanleg- asta og réttasta sýnishornið af meðaluppskeru í Poplar Grove, Raven, Golden West sveitarhér- uðunum. Þessa uppskeru fengu þeir sem hér segir: S. Jóhannsson, Darling, Björnsson, Einarsson. Olsons, Potters, og 6 smábænda býli. Veðráttunni er ekkert lýst með þeirra skýrslu. Byrjað að þreskja 28. september og hætt að þreskja 13. nóvember fyrir skúr og vindhviðu. Á þessu tíma bili flutti Prímann um 12 þú^. bushel af hveiti til markaðar í Innisfail og Penhold. Þreskjara- kaup $2.00 til $2.50, en með 2 keyrsluhestum $3.00 til $3.50. Þreskjaralaun á hvert bushel: Á hafra 3 cent; á barley 4 cent; á hveiti 6 cent, og borga þeir allan kostnað við þreskinguna, en bóndinn hirðir korn sitt frá ' "Eg get ekki neitað því, að vélinni og fæðir menn og hesta. mig langar til þess að lyfta mér Eftir þriggja daga legu á In- upp, þegar eg losna úr forseta- nisfail sjúkrahúsi andaðist Guð- stólnum, t. d. með því að fara mundur Tómas Sveinsson frá í skemtiferðalag kringum hnött- Markerville, fæddur 31. maí inn. En eg fæ engan tíma af- 1893 að Churchbridge, Sask., ] lögu til þess um skeið. Eg hefi dáinn 13. nóvember 1931. — Syrgja hann ekkjan og 5 börn, 3 stúlkur og 2 drengir. Sömu- leiðis foreldrar, 4 bræður, ein alsystir og önnur hálfsystir, ölL uppkomin og gift. Tom Sveins- son, eins og hann var vanalega kallaður, tilheyrði the Knights of Pythias í Markerville og Frí- múrarareglunni í Innisfail, er sá algerlega um útförina í kirkju og grafreit á Markerville og Tindastól, hin veglegasta at- höfn. Líkmenn voru: Dan Mörkeberg, Grímur E. Johnson, Einar Egill Stefánsson, R. Len- nox, R. D. Bryan,, W. H. Jack- son. Heilabólga er sagt að hafi verið banamein hans. Séra God- dard jarðsöng með ágætri ræðu í kirkjunni á Markerville og við gröfina. Hér er nú grátt í rót síðan 14. nóvember, en það var fyrsti snjór hér í sveit síðan s.l. apríl. Grasspretta í sumar var ágæt og nýting góð. Hveiti- og hafrastrá urðu frá 3 til 6 feta há, og hálmeldar í öllum áttum allar nætur. í huga að setjast að á búgarði mínum í Austur-Prússlandi og hafa sjálfur umsjón með rekstri hótelsins hafði verið gert að greiða, vegna óstundvísi. Fé þetta átti að renna til Elliheim- ilisins. Kærður (Jóh. Jós.) sagði að fé þetta væri geymt í sjóði hjá sér og kvaðst'fús til þess að skila því hvenær sem væri. Var sú kæra því látin niður falla. Hin kæran var um óleyfilega búsins. Að mínu viti er land-1 sölu og ólöglega meðferð vína En gas úr brunnum geysihá gjósa í Turner dalnum; bjarminn lofti blikar á, blóðrauð skýin til að sjá. Gleðileg jól! Jóh. Björnsson. FANNY THORSTEINSON. Sem getið var um í síðasta blaði, andaðst á heimili móður sinnar, 505 Beverley St. hér í bænum, sunnudagsnóttina 29. nóvember s.l., ungfrú Fanny Thorsteinsson, um fertugs ald- ur. Hún var fædd á Gimli í Nýja íslandi 1. febrúar 1892. Foreldrar hennar voru þau hjónin Guðni póstmeistari Thor- steinson á Gimli og Vilborg Árnadóttir, er fluttust hingað til lands 1885 frá Brunnastöð- um á Vatnsleysuströnd. Fanny var næst yngsta barni foreldra sinna. Bróður átti hún yngri, er Óskar Franklin hét, er and- aðist 13. marz 1918 á vestur- vígstöðvunum á Frakklandi. — Með móður sinni var hún alla tíð. Fluttst hún með henni 10 ára gömul til Selkirk, og 5 ár- um síðar hingað til bæjar á of- angreindan stað, og hafa þær mæðgur bi'iið þar ávalt síðan. Fanny heitin var prýðilega vel gefin, sem hún átti ætt til, en ávalt fremur heilsutæp. Hún var námgefin og sönghneigð. og var það hennar mesta unun eftir að heilsa hennar fór fyrir alvöru að bila, að geta hvílt hugann við lestur og hljómleika heima hjá sér, þar sem næðið var nóg og hvíld gafst frá hversdagsstörfunum. — Sauma stundaði hún lengst af, frá því að hún komst til fullorðinsára og fram til si'ðastliðins vetrar. Yfir banaleguna, er var löng og erfið, stunduðu frændkonur hennar hana, frú Guðrún Borg- fjörð og frú Clara Friðfinnsson, er búið hefir hjá þem mæðgum nú um nokkur ár. Hún var jarð- sungin frá heimilinu af séra Rögnv. Péturssyni, fimtudaginn 4. þ. m. að viðstöddum fjölda ættingja og vina. Ljúfa minning skilur hin látna eftir, hjá öllum þeim, er henni kyntust, og þá eigi sízt hjá ættingjum og vandamönn- um, er hana þektu bezt og lengst voru henni samtíða. — Blessuð veri þeim sú minning. HITT OG ÞETTA Hindenburg, forseti Þýskalands, er nú 83 ára gamall. — Forsetatímabil hans lýkur í maí næsta ár. 1 viðtali við blaðamann, sagði hann ný- lega: — búnaður þýðingarmesta at- vinnugreinin nú á dögum. Eg vil leggja fram minn skerf á því sviði. Þegar búskapurinn í Neudeck er komkm í gott horf, fer eg kannske í ferðina kring- um hnöttinn." (Vísir). • • • "The British Museum" Þjóðsafnið breska hefir, eins og kunnugt er, með höndum margskonar söfnun og varð- veislu minja, sem þjóðina varða. í bókasafninu til dæmis að taka, eru varðveitt eintök af öll- um bókiím, tímaritum og blöð- um, sem gefin eru út í Bret- landi. Safnsstjórnin hefir nú með höndum aukningu tiltölu- lega nýstofnaðrar deildar, sem komandi kynslóðum mun án vafa þykja mikill fengur í. í deild þessari eru grammófón- plötur, er gerðar hafa verið sér- staklega til þess að kynna kom- andi kynslóðum ræðulist, söng- list o. s. frv. merkustu stjórn málamafnna, rithöfunda og söngvara nútíðarinnar. Gramm- ófónplötur þessar eru gerðar úr málmi, til þess að þær end- ist sem lengst. Elsta platan í safni var gerð skömmu áður en lárviðarskáldið Tennyson dó, til þess að seinnitíma menn mætti heyra mál hans. Á síðari árum hefir mikið verið gert að því, að taka á plötur ræður stjórnmála- manna, vísindamanna og rithöf- unda. Af þeim má nefna m. a.: Balfour lávarð, Asquith lávarð, Tolstoy, Stanley Baldwin, Ram- ;ay MacDonald, George Bernard Shaw o. fl.. Málmplötut- þessar verða komandi kynslóðum ómet anlegar, því þær taka af allan efa um framburð á ensku máli nú á dögum. Mundi það þykja mikils virði, ef nútíðin ætti slík- ar minjar frá dögum Shakes- peare til dæmis að taka, því að það mundi taka af allan efa um framburð á ensku á hans dögum. — Að öld liðinni verður þetta plötusafn British Museum ekki metið til verðs. EINKENNILEGT SLYS. Fyrir nokkru vildi það slys til á Englandi, að leikkonan Mar- gery Binner varð áttavilt á leik- sviðinu og gekk fram af því í stað þess að leita út til hliðar. Féll hún tvær mannhæðir niður í hljómleikagrófina, og meiddist sjálf mikið, auk þess sem hún meiddi fiðluleikara er hún datt niður á. á Hótel Borg. Höfðu fjórir þjón- ar undirskrifað þá kæru. í þessu kæruskjali skýrðu þjónarnir frá því, að skömmu eftir Alþingishátíðina 1930 hafi húsbændurnir í Hótel Borg komið að máli við þá, sitt í hvoru lagi, og farið þess á leit við þá, að þeir seldu eins mik- ið vín og þeir gætu eftir lög- mætan víntíma, bæði út úr húsinu og eins til gesta inni í hótelinu. Þetta kváðust þjón- arnir og hafa gert. Veislumar. Þá skýrðu þjónarnir frá því, að í veislum hafi vín oft stað- ið á borðum fram yfir lögmælt- an víntíma og í veislum hafi gestum verið selt vín fram eftir nóttu. Þjónarnir lýsa því ná- kvæmlega, hvaða aðferð hafi verið við höfð við sölu vínanna til gesta og út úr hótelinu. Skýrsla þjóna þeirra, og annars starfsfólks þar, staðfesti frá [sögn þjónanna. Bæði hin ákærðu játuðu fyr- ir réttinum, að þau hefðu lát- ið þjónana fá vín til þess að selja. Var verðmiðinn skafinn af flöskum þeim, er fara áttu út af hótelinu, og voru þjónarn- ir krafðir um 50 aura fyrir glerið. Hins vegar neituðu þau að hafa hvatt þjónana til þess að selja vín ólöglega. Einn þjónninn skýrði frá því fyrir réttinum, að eitt sinn síð- astliðinn vetur hafi tveir gestir setið að snæðingi upp á einu samkvæmisherbergi hótelsins. Hafi þá hótelráðandi skipað sér að fara upp til þeirra og spyrja þá, hvort þeir vildu ekki hafa Álaborgarákavíti með matnum. Það boð var þegið með þökkum, og færði þjónninn gestunum flöskuna, en þeir drukku með mat sínum. Við rannsóknina kom í ljós, að þarna hafði setið forstjóri Áfengisverslunar ríkis- ins, Guðbrandur Magnússon. Sat hann að snæðingi með dönskum vínkaupmanni. Hefir forstjóranum þótt blanda Á- fengisverslunarínnar bragðlítil í þetta skifti og þess vegna hef- ir hann kosið Álaborgarákavítið. Dómurinn. Dómarinn heimfærði brot lj)ttVfltty15ö£ (Enmjmngu INCORPOftATED «~ MAY 1670. flöskur af sterku áfengi (fyrr- nefnda ákavítisfl. og liqörs- flösku, er frúin veitti erlendum manni! undir 1. gr. sbr. 27. gr. áfengislaganna nr. 64 frá 1930. Og með því að veita "í hótelinu þessa sterku drykki gerðust þau brotleg gegn ákvæðum 11. og 23. gr. sömu laga, sbr. 32. og 40. gr. Að því er snertir sölu Spán- arvínanna á ólöglegum tíma í hótelinu og út af því, heim- færði dómarinn brot hinna kærðu undir 3. og 9. gr. sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 67 frá 1928, sbr. 32. og 40. gr. áfengislag- anna. Ályktunarorð dómsins eru á þessa leið: Því dæmist rétt vera: Kærður, Jóhannes Jósefsson, sæti 5000 króna sekt er renni í ríkissjóð og komi einfalt fang- elsi í stað sektarinnar í 4 mán- uði ef hún verður ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Hann skal og svift- ur gisthúss- og veitingaleyfi í 6 mánuði frá lögbirtingu dóms þessa að telja. Kærð, frú Karólína Jósefsson, sæti 1500 króna sekt, er renni í ríkissjóð, og komi einfalt fang- elsi í 50 daga í stað sektarinn- ar, ef hún verður ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Kærður, Jóhannes, greiði all- an kostnað sakarinar. Dómi þessum ber að full- nægja að viðlagðri aðför að lögum.'' Dómnum verður ekki áfrýjað. Kærðu voru bæði mætt í rétt- inúm, er dómur var upp kveð- inn, og lýstu þau yfir því, að um yrði áfrýjað til Hæstarétt- ar. Og eftir því sem blaðinu var tjáð frá áreiðanlegum heim- ildum mun dómsmálaráðherr- ann hafa ákveðið að áfrýja ekki. Hótel Borg lokað. Skömmu eftir að dómur var upp kveðinn í Borgarmálinu,, mættu lögregluþjónar í Hótel Borg og lokuðu veitingasölum hótelsins. Jafnframt var hótel- ráðanda tilkynt, að ef gestir væru í hótelinu, yrðu þeir að vera farnir brott þaðan fyrir kvöldið. Nokkurir næturgestir voru í hótelinu, er þetta skeði. • • • SKJALDBREIÐAR-MÁLIÐ. kærðu, að því er snerti tvær | þau óskuðu ekki eftir að dómn í gær var einnig dómur upp kveðinn í máli því, er höfðað var gegn Erik Bernhard Andree Olsen, sem rak gisti- og veit- inghúsið Hótel Skjaldbreið hér í bænum. Jónatan Hallvarðs- son fulltrúi hafði með höndum rannsókn þessa máls og kvað upp dóminn. Það, sem sérstaka eftirtekt vekur í því máli, er skýrsla kærðs um áfengi, sem skips- menn af danska varðskipinu Fyllu höfðu flutt með sér inn í hótelið og neytt þar. Er ekki ósennilegt að all mikil brögð hafi verið að vínflutningi þess- um, þótt ekki hafi það sannast í málinu. Kærði, Erik Bernhard And- ree Olsen var dæmdur í 2000 króna sekt, og til vara 65 daga einfalt fangelsi. Einnig var hann sviftur gistihúss- og veit- ingaleyfi í 4 mánuði frá lög- birtingu dómsins. Hótel Skjaldbreið var lokað í gær.—Mbl. DÓMUR f BORGARMÁLINU Kl. 2. e. h. í gær var dómur upp kveðinn í Borgarmálinu marg um talaða. Gústav A. Jónasson fulltrúi lögreglustjóra kvað upp dóminn, en hann hef- ir, sem kunnugt er, haft með höndum rannsókn þessa máls. Ákræðir voru í þessu máli húsráðendur að Hótel Borg, þa\i Jóhannes Jósefsson og kona hans frú Karólína Jósefsson. Aðrir voru ekki ákærðir í mál- inu, en allir þjónarnir í Hótel Borg, sem við mál þetta voru riðnir, voru sektaðir án mál- sóknar; fengu þeir 100—200 kr. sekt. Neytendur hins ólöglega veitta víns voru ekki ákærð- ir. Saga málsins. Forsaga þessa Borgarmáls, er sú, að því er forsendur dómsins herma, að þann 9. okt. s. I. barst lögreglunni bréf og tvær kærur frá þremur þjónum, er allir höfðu verið þjónar í Hótel Borg. önnur kæran var viðvíkjandi sektafé, sem þjónum Prentun- The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr ir mjög sanngjarnt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leyst. Látið oss prenta bréfhaiusa yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stœrri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VIKING PRESS LTD. 853 SARGENT Ave., WINNIPEG # Sími 86-537

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.