Heimskringla - 09.12.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 09.12.1931, Blaðsíða 6
6. BLAÐSOA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. DES. 1931. Á HÁSKA TÍMUM | Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir ' * ! George A. Her*ty | Mrs. Rintoul stóð ekki upp af legubekkn- um til að heilsa Isabel. “Það er virkilega hressandi að sjá andlit nýkomið frá Englandi,’’ sagði hún. “Eg vona að þú getir lengi haldið heilsunni og litnum, sem þú hefir nú, Miss Hannáy. Sumt fólk heldur heilsunni furðu- lengi, en ekki yfirlitnum. Því miður er eg ekki í þeirra flokki. Eg veit ekki hvað það er að vera heilbrigð einn einasta dag. Eg þoli þetta loftslag hreint ekki og get svo aldrei að mér heilli tekið. Þú getur varla trúað því, þó satt sé, að þegar eg kom út hingað var eg eins heilsugóð og þú ert nú, og yfirlitur minn mjög líkur þínum. Þú komst út með doktor Wade, hann er góður læknir og skarpur og eg met hann mikið, en honum er ofvaxið að fást við mitt heilsuleysi. Honum leiðist ósköp hvað erfitt honum gengur við mig og reynir svo að telja mér trú um að það gangi ekkert að mér„ rétt eins og allir sjái ekki hvernig útlit mitt er.’’ Síðar sagði svo Mrs. Rintoul manni sín- um að hún gæti ekki sagt að sér litist á Míss Hannay. “Hún er svo vandræðalega frískleg og fljót í hreyfingum," sagði hún, “og mér sýnist helzt að hún viti ekki hvað meðaumk- un er, og það er óvenju-galli á ungri stúlku!’’ Eftir að hafa hlustað á rauna rollu Mrs. Rin- toul, heimsóttu þau majórinn og Isabel, Mrs. Roberts, og var það stórum mun skemtilegra. Mrs. Roberts tók þeim mjög hlýlega og þegar þau stóðu upp til að kveðja, sagði hún Isabel að sér geðjaðist vel að henni. “Eg segi æfin- lega það sem eg hugsa’’ ,sagði hún, “og eg þykist góðgjörn að segja þetta við þig, því mér dylst ekki að þú setur nefið á mér úr liði, cins og maður segir.’’ “Eg aftur á móti vona ‘að eg seti einskis manns nef úr liði,’’ svaraði Isabel hlægjandi. “Jú, þú gerir það nú, hvort sem þú vilt eða ekki’’, sagði Mrs. Roberts. “Maðurinn minn svo gott sem sagði mér það í gærkvöldi, svo eg var alráðin í að láta mér ekki geðjast að þér, en svo þegar til kemur get eg ekki ráðið við mig. Mér lízt vel á þig. Þú hefir greitt mér skaðræðishögg, Majór Hannay, en eg fvrirgef það.’’ Þegar þau voru á heimleið um kvöldið spurði majórinn Isabel hvernig henni geðjaðist nú að Kveníólkinu í herdeildinni. “Eg held þær séu allar mikið viðfeldnar,’’ svaraði hún. “Mér finst að mér muni geðjast bezt að Mrs. Doolan og Mrs. Scarsdale. Um Mrs. Cromarty get eg ekki sagt að svo stöddu.’’ 4. Kapítuli. Æfidagar Miss Hannay höfðu eiginlega ekki verið bjartir, á Englandi. Þegar faðir hennar dó voru efnin ekki meiri en svo, að móðir hennar gat bara baslast af í húsi þeirra í Brighton. Börnin voru þrjú, Helena tólf, Isabel átta og Robert fimm ára að aldri. þegar faðir þeirra dó. Það var um þetta leyti að Majór Hannay kom til Englands, því hann var fjárhaldsmaður ekkjunnar og barnanna, og kom hann heim til að hrinda fjárhag þeirra í lag og búa þeim sama stað í Brighton. Það var eiginlega ekki skemtilegt verk fyrir majór- inn, því ekkjan var nöldrunarsöm og eigin- gjörn og helzt ómÖgulegt að gera henni til geðs, því það var föst skoðun hennar, að allar manneskjur vildu féfletta sig og hafa ofan af sér skóinn á einn eða annan veg. Helena var uppáhald móður sinnar og majómum leizt svo á hana, að hún yrði lík móðurinni. Isabel aftur á móti leizt honum að mundi líkjast föðurnum Hann vildi senda báðar á skóla og borga fyrir þær, en það var ekki viðkomandi að Helena færi, en Mrs. Hannay hafði ekki á móti að Isabel færi á skóla, ef majórinn vildi borga fyrir hana. Um Robert litla var ekki að tala. Hann var of ungur, og svo var hann hnýttur, bæklaður aumingi, frá því hann var hvítvoð- ungur, þegar gálaus barnfóstra lét hann detta og skaða sig. Svo leið t'íminn. Helena óx upp og varð lifandi eftirmynd mömmu,’’ eins og Mrs. Hannay sjálf komst að orði, og stærði sig af. Hún var há vexti, fríð sýnum, löt og eigingjörn stássgefin og hneigð fyrir glaum og glys og þar afleiðandi óánægð af því efnin leyfðu henni ekki að sýna sig á hvprju sam- kvæmi. Isabel var gagn ólík þessu. Þegar hún var heima,. í skólafríinu, var hún öllum stundum hjá honum litla, bæklaða bróður sín- um, og hún var sú eina á heimilinu sem hugs- aði um hann, því móðir hans og Helena litu á hann sem hörmunga byrði er þær móti vilja sínum hlytu að dragnast með. “Þú gætir ekki verið honum verri, þó hann væri hundur!” sagði Isabel einu sinni í bræði við móðir sína. “Eg er viss um að þú hugsar ekki meira um hann en það, ekki eina ögn. Hann ranglar einsamall aftur og fram um húsið og enginn tekur eftir honum. Eg kalla það illa meðferð, — grimmilega illa!” “Þú ert vond stelpa, Isabel, að segja þetta," sagði móðir hennar byrst. “Eg veit ekki hvernig fer fyrir þér, með þessa geðvonzku. Þú ættir að skammast þín fyrir að reiðast svona og tala svona viðbjóðslega. Eða hvað getum við gert fyrir hann sem við látum ógert? Til hvers er að tala við hann, sem aldrei tekur eftir því sem sagt er, en situr altaf sér og þegjandi. Eg veit eigi betur en að við gerum alt sem unt er til að skemta honum. Hann gengur út um bæ með okkur á hverjum degi. Hvað meira getum við gert fyrir hann?’’ “Mikið meira!’’ svaraði Isabel. “Þú gætir til dæmis auðsýnt honum ofurlitla blíðu, og það er honum fyrir öllu. Eg held helzt að þið Helena elskið hann ekki allra minstu ögn!” “Farðu upp í herbergi þitt, Isabel, og sitt\i þar það sem eftir er dagsins,” sagði þá móð- ir hennar. “Þú ert bara vond stúlka. Eg skal skrifa Miss Virtue og segja henni af þér. Það hlýtur að vera eitthvað bogið við kenslu henn- ar, þegar þú ert svona svörul og reiðigjörn!” Isabel beið ekki eftir að heyra seinustu orðin, en stökk út og skelti hurðinni á eftir sér. En hún var ekki lengi einsömul. Robert kom strax á eftir henni, því þegar hún var heima gat hann ekki slitið sig frá henni. Hann undi bezt að húka á gólfinu við fætur henn- ar, halla sér upp að henni og horfa svo á hana og allar hennar hreyfingar. Hann unni henni hugástum á sína vísu. Mrs. Hannay efndi heit sitt og ritaði Miss Virtue, og afleiðingin varð sú, að kvöldið eftir að hún kom á skólann aftur, fékk Isabel að koma á fund kennarans. “Mér þykir fyrir að segja, að eg hefi feng- ið slæmar fréttir af þér frá henni móður þinni,’’ sagði Miss Virtue. “Hún segir þú sért óstýrilát og reiðigjörn. Hvernig er því varið, góða mín? Þú ert ekki reiðigjörn hér og eg get ekki sagt að þú sért vond stúlka.’’ “Eg get ekki að því gert þegar eg er heima, Miss Virtue. Eg reyni virkilega að vera góð, en þær lofa mér ekki að vera það. Þeim þykir ekkert vænt um mig, af því eg er ekki nógu kyrlát og ekki nógu þrifin, og af því mér er illa við að ganga aftur og fram um strætin, með höfuðið keyrt aftur fyrir herðar og dúðuð og reyrð þangað til maður er eins og liðalaus staur. Og af því líka, að eg er ekki falleg og af því eg er þunnleit og mjó eins og rengla, og er, eins og mamma segir, henni ekki til sóma að neinu leyti. Saml held eg nú að þetta sé mest útaf Robert. Þú veizt að hann er kryplingur. Þær vilja helzt ekki sjá hann, svo það er enginn til að sýna honum gæði nema eg. Eg bara ræð mér ekki að hugsa það. Það var út úr því, að hún skrifaði. Eg sagði henni að þær færu með hann eins og ef hann væri bara rakki,’’ og Isa- bel litla þoldi ekki mátið lengur, en fór að gráta. “En það var nú ekki fallegt að gera það, Isabel,’’ sagði Miss Virtue. “Þú ert bara ellefu ára gömul og þessvegna of ung til að dæma um slíka hluti. Þó ástandið væri nú eins og þú segir þá er það ekki fyrir barn að tala þannig við hana móður sína.’’ “Eg veit það, Miss Virtue, en hvað get eg gert. Mér verður bara ilt stundum að sjá Robert mæna á þær á víxl, vonandi, biðjandi, með stóru augunum sínum, um eitt einasta hlýlegt orð, en sem aldrei fæst. Það er satt, að væri það ekki hans vegna vildi eg helzt aldrei koma heim en vera hér kyr skólafríið út, en hvað yrði úr honum þá? JHeimkoma mín er hans fagnaðar stund. Þegar eg er heima vill hann helzt sitja hjá mér tímunum saman, halla vanganum upp að brjósti mínu og klappa mér. Það er átakanlegt, Miss Virtue.” “Já, það er sorglegt ástand, ef það er eins og þú segir, góða mín,” svaraði Miss Virtue ráðaleysislega. “En 'svo er það engin afsökun fyrir þig. Þú mátt aldrei óvirða móður þína, eða dæma um breytni hennar.” “En er ekki mögulegt að gera eitthvað fyrir hann Robert?’’ spurði Isabel. “Eitthvað hlýtur að mega gera fyrir börn eins og hann.’’ “Jú, það eru til stofnanir, þar sem veikl- uðum börnum eru kendar sérstakar námsgrein ar. Börn sem þannig eru hafa stundum sýnt frábæra hæfileika, og reynist það svo, eru þau börn tekin og þeirra sérstöku hæfileikar æfðir, svo að þau geti haft ofan af fyrir sér, ef þan lifa til fullorðins ára.’’ “Þetta þykir mér vænt að heyra,” sagði Isabel himinlifandi. “Þá veit eg hvað eg skal gera. Eg skal skrifa Tómasi frænda, — hann er fjárhaldsmaður okkar, því það væri þýðing- arlaust fyrir mig að tala um að senda Robert á skóla, við mömmu, en ef frændi skrifaði henni og séði til þess, þá er eg viss um að hún gerði það. Og eg veit að undimiðri þætti þeim vænt um að losast við hann, en mömmu hefir líklega aldrei dottið í hug að senda hann á skóla. En fegin yrði hún að sjá hann ekki fyrir augunum.” “Sussum, sussum! Þú mátt ekki tala svona, Isabel,” sagði kennarinn og hristi höf- uðið. “Það er ljótt og órétt, því þú ert of ung til að dæma um þér eldra fólk, þó það væri þér óviðkomandi. Ef þú skrif- ar frænda þínum, þá gættu þess að skrifa ekki í þessum anda. Honum ofbyði þá og fengi alt annað en góða hug- mynd um þig.’’ Og svo skrifaði Isabel föðurbróður sínum um þetta. Það var venja hennar að skrifa honum tvisvar á ári, — að beiðni hans, því hann sagði fólk á Indlandi þyrst í allar fréttir að heiman. Til þessa hafði hún aldrei skrifað um annað en æfi sína á skól- anum og átti hún þessvegna í talsverðum vanðræðum að stíla þetta bréf. En bréfið hreif. Majór Hannay hafði aldrei haft neitt dálæti á Helenu eða móður hennar og á meðan hann dvaldi hjá þeim hafði hann tekið eftir hve Robert var hafður útund- an. Isabel hafði alvarlega varast að gefa nokkuð slfkt í skyn í bréfinu, hafði bara sagt frá stofnunum þar sem drengir eins og hann gætu .lært eitthvað þarflegt, og að æfi hans heima væri daufleg þar sem hann gæti ekk- ert haft fyrir stafni. En frændi hennar kunni að lesa milli línanna. Hann leit svo á að hún hefði ekki skrifað um drenginn, ef hún ekki hefði á litið það einu vonina til að hann fengi mentun. Hann skrifaði því tengdasystur sinni á þá leið, að það væri nú kominn tími til að senda Robert tíl náms til þeirra manna, sem kendu veikbygðum börnum, sem ekki þyldu ryskingar á stórum skólum. Hann kvaðst þess vegna hafa tekið upp á sig að gera ráð- stafanir í þessa átt og hefði skrifað umboðs- manni sínum í London, beðið hann að velja kennara fyrir Robert og að senda mann til Brighton til að sækja drenginn og annast um RobinfHood FI/tlUR MJÖLIÐ ER MALAÐ VÍSINDALEGA ÚR HVEITI VESTURLANDS BÓNDANS f AF- BRAGÐS SLÉTTUMYLLUM. að hún skyldi leigja lítið hús í útjöðrum Lund- únaborgar, með stórum grösugum garði um- hverfis. Þar skyldi hún búa með aumingja Robert. Hún skyldi þá ganga út sem barna kennari í ríkismannahúsum. Robert var að læra orgelspil, og hún skyldi útvega honum orgelspilara stöðu. Auðvitað þyrfti þess ekki til lífsframfærslu, en það væri honum svo mikil ánægja og sýndi honum að hann gæti haft ofanaf fyrir sér sjálfur. Sjálf fengi hún meir en nóg kaup til að framfleyta þeim báð- um, og að auki voru vextirnir af þessum þús- und pundum sterling, sem var hennar hluti af föðurarfinum, og sem hún fengi til umráða sjálf undireins og hún kæmist á lögaldur. Þannig málaði hún framtíð sína, en sú mynd tók snöggum breytingum. Þegar hún var sautján ára, og nálgaðist tíminn að hún gæti framkvæmt þessar fyrirætlanir, þá fékk hún harma fregnir frá móður sinni. Robert var dáinn. “Það er sorgarfrétt fyrir okkur öll,” skrif- aði móðir hennar, “en eins og þú veizt var hann aldrei hraustur. Þó höfðum við enga hann á ferðinni. Um leið skrifaði hann Isabel líka og ávítti sjálfan sig fyrir að hafa ekki hugsað um þetta fyrri. Það máls atriði endaði hann á þessa leið: — Eg gat ekki um við móð- ur þfna að þú hefðir vikið á þetta mál. Það er okkar leyndarmál, sem bezt er að fari ekki lengra.’’ í næstu fimm árin leið ísabel miklum mun betur, því nú var Robert ekki einmana og yfir- gefinn heima. Það var nú ávalt fagnaðarefni fyrir hana að koma heim í skólafríinu og at- huga hvað Robert hafði farið fram og fram- för hans var stöðug. Hann var líka glaðlegur og lét vel af hve gott heimili hann ætti. Með ári hverju græddist honum nú bæði vit og þekking, en heilsa hans batnaði ekki að sama skapi. Hann var altaf heilsuveill og bar það með sér. Altaf unni hann Isabel jafn innilega og gat aldrei skilið við hana, í skólafríinu. Þau voru því að jafnaði ein saman, því móðir þeirra og Helen gáfu sig lítið að þeim, en létu þau afskiftalaus. Utanhúss ráfuðu þau einsömul hvert sem þeim sýndist, og inni í húsinu sátu þau í herbergi út af fyrir sig og töluðu saman, lásu í bókum eða dró'gu myndir, eftir vild sinni. Mrs. Hannay sýndi Isabel sama kuldann og áður, og við kunningjakonur sínar kvartaði hún um hvað Isabel væri stíflynd og þrá, og að hún réði helzt ekkert við hana. “Mér líkar engan veginn skólinn, sem hún gengur á’’, sagði hún, “en vandræðin eru að samkvæmt erfðaskrá mannsins síns sáluga, hefir tengda- bróðir minn alger ráð í því efni, þó eg sé alveg viss um að Jón heitinn ætlaðist aldrei til að hann gæti þannig breytt beint á móti vilja mínum. F% hefi oft skrifað honum um að skifta um skóla, en hann svarar altaf því sama, að hann sjái enga ástæðu til þess, og að á bréfum frá Isabel geti hann ekki betur séð en að henni líði vel og gangi vel námið. Hún er svo ólík elskunni henni Helen. Auk heldur þegar hún er heima, sé eg hana ekki nema endur og sinnum, því þá er hún altaf að fjargviðrast við hann bróður sinn litla aum- ingjann. Auðvitað sakfelli eg hana ekki fyrir það, en það er eitthvað svo óeðlilegt fyrir stúlku á hennar aldri að slá sér hreint ekkert í unglingasoll. Jú, víst er henni að fara fram, hvað snertir fríðleik, og ef hún hirti nokkurn skapaðan hlut um að fylgja móðnum, þyrfti maður ekki að kynoka sér við að láta fólk sjá hana.’’ En kaldlyndi móðurinnar hafði nú orðið lítil áhrif á Isabel. Hún undi sér ofboð vel hjá Robert, á meðan þau voru heima, og á skólan- um undi hún sér ágætlega, því þar höfðu allir hana í afhaldi. Að vísu var hún bráðgerð nokkuð og geðstór, og auðvitað kom fyrir að henni og kennaranum, henni Miss Virtue, bar á milli, en hún var svo laus við eigingimi og fals og var svo greiðvikin, að jafnöldrum hennar öllum þótti vænt um hana og litlu stúlkumar blátt áfram dýrkuðu hana. Framtíðar áætlanir hennar vom á þá leið, hugmynd um að neitt sérlegt gengi að fyrr en fyrir hálfum mánuði, þegar við fréttum að hann hefði vondan hósta og væri óðum áð missa allan þrótt. Viku seinna fréttum við að doktorinn áliti þetta bráða tæringu og að hann ætti skamt eftir. Eg brá mér undireins til london og sá þá að ekki hafði veriö ofsagt frá sjúkdóm hans. Eg varð þessvegna ekkert hissa í morgun, þegar eg frétti að hann væri skilinn við. Sorglegt eins og þetta er fyrir okkur, hljótum við þó að játa, að kryplaður eins og hann var, var dauðinn sönn lausn fyrir hann sjálfan. Eg vona að þú hættir nú við þessa göldu hugmynd með að ganga út sem kennari, en komir heldur heim.” ' En heimilið var stórum mun lakara heim- ili nú, en nokkru sinni áður, svo hún hélt á- fram náminu sex mánuði til. Að þeim tíma liðnum fékk hún svolátandi bréf frá Majór Hannay: “Kæra frænka mín! Þegar þú fyrst mint- ist á fyrirætlanir þínar í sambandi við bróður þinn, verð eg að játa að mér féll það illa, því eg hafði fyrir löngu gert mér ákveðnar fram- tíðarvonir. Löngun þín að hjálpa bróður þín- um þótti mér mjög eðlileg, og eg sá að það yrði þér ánægjuríkt starf, svo eg að sjálfsögðu slepti öllu mínu ráðabruggi. En nú eru á- stæðurnar breyttar orðnar og eg sé ekki hvers- vegna að eg get ekki fengið mínum vilja fram- gengt. Er eg var á Englandi síðast, kom mér í hug að fá þig fyrir bústýru, svo framarlega sem eg ekki kvongaðist aftur, og til þess eru mjög litlar líkur. Auðvitað fanst mér jafnvel þá, að skeð gæti að bróðir þinn gerði þessar vonir mínar að engu, því það leyndi sér ekki þá strax, að það yrðu þínar herðar, er hlytu að bera hann, og það, ennfremur, var auðsætt, að þér yrði ljúft að bera þá byrði.” “Hefði hann lifað þóttist eg þessvegna vita, að þú mundir aldrei yfirgefa hann, og það þótti mér líka rétt gert, en eg efaði alla jafna, að hann lifði til fullorðins ára. Eg hafði bréfaskifti við prestinn, sem hann var hjá, og á þann hátt frétti eg að læknir prestsins leizt ekki vænlega á heilsu hans. Eg lét prestinn fara með hann, í kyrþey, til tveggja nafntog- aðra lækna í London, og þeir sögðu báðir það sama, að hann væri mjög veikbygður og ó- mögulegt að gera meira en halda honum við, með styrkjandi meðölum. Eg varð þessvegna ekkert hissa, góða mín, þegar eg frétti lát hans í bréfi frá móður þinni, og aftur í þínu eigin bréfi, ritað fáum dögum seinna. Þegar eg svaraði því bréfi þínu áleit eg réttast að minnast ekkert á mínar fyrirætlanir, en nú eru liðnir sex mánuðir síðan þú varst fyrir þínum mikla missir, og ættirðu því nú að geta verið miklu réttlátari í dómi, þegar þú ferð að yfirvega allar ástæður, og víst vil eg vona að þú úrskurðir að koma til mín hingað. Líf manna hér hefir sínar skuggamyndir ekki síð- ur en annarsstaðar, en fyrir ungt fólk að minsta kosti álít eg að hér sé skemtilegt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.