Heimskringla - 23.12.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 23.12.1931, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 4. SÍÐA l^eímskringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON . 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by arid printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 23. DEC. 1931 KVÖLDIÐ Á WALKER. Blaðið Tribune í Winnipeg efndi til samkomu síðastliðið sunnudagskvöld í Walker leikhúsinu, til eflingar “tómra sokka sjóðs’’, er biaðið nefnir svo, og sem notast á til glaðingar öreiga böm- um fyrir jólin. Aðgangur var ekki seld- ur, en samskot tekin. Húsið fyltist á svipstundu eftir að dyrunum var hrundið opnum. National Council of Education í félagi við Winnipeg Folks Arts Society, stóðu að þessari kvöldskemtun, og hafði R. A. Hoey, ráðherra mentamála í Manitoba, orð fyrir samkomunni. Skemtiskráin, í fjórtán liðum, var af- hent við dymar. Eftir henni að dæma varð ekki um það sakast, að lítið væri í boði hvað fyrirferðina snerti, og fjöl- breytni mátti vænta, þar sem fólk frá þrettan þjóðflokkum fór með hlutverk- in. En það sannaðist hér hin gamla sögn að “Misjafn sauður er í mörgu fé”, því sjaldan eða aldrei hefi eg verið heyrnar- vottur að jafn sundurleitri meðferð á hlutverkum, sem þarna reyndist að vera. Ýmist flóði kyngimagn sannrar listar yfir áheyrenduraa, eða að beita þurfti sjálfan sig hörku til að hlaupa ekki á dyr, undan nástrandanauði bjagaðra tóna í söng og hljóðfærslætti. Til þess liðs, sem skapraun skóp með framferði sínu, tel eg franska kórið, skozka hlutverkið (einsöng Miss Ritchie) þýzka hlutverkið, fjórar fiðlur og Cello og Cello einspil; þýðleik brá að vísu fyr- ir í Cello einspilinu, en þróttlaust var það með öllu og andlaust; Cello einspilið hjá Mr. Schmidt var klunnalegt. Miss Burney — írska hlutverkið — hefir ekki ólag- lega rödd, en skortir raddmagn og túlk- unargáfu, eða beitti hvorugu í þetta sinn. En þá var þolinmæði mín þrautreynd, þegar hinar fimm konur í enska hlutverk- inu, tróðu marvaðann í kviksyndi tóna- ruglings, sem falskur var og fáránlegur. En þá kem eg að því, sem mér þótti betur fara, og tek það eftir þeirri röð, sem það var prentað á hlutverkaskránni. Skal þá fyrst nefna Svíana, “The Bell- mann Quartette”. Söngur þeirra var að vísu ekki tilþrifamikill, en eitthvað bjart og létt var í hreimnum, enda er sænskan hljómsnjöll á tungu. Skemdi það nokkuð, að undirspilið var of sterkt. “Ukrainian Double Male Quartette’’ var eitt bezta hlutverkið og tókst prýði- lega. Fóru þar saman ágætar raddir og þjálfun svo góð, að aðeins verður náð undir góðri stjórn og langri æfingu. — Undir þessum lið var einnig fiðlulekari. Nafni hans náði eg ekki, en fæstum mun hafa dulist að þar var fiðlan í snillings höndum. Piano einspil Miss Lulu Putnik — Hungarian — var framúrskarandi. Er það aðeíns meðfæri ágætustu spilara, að fara svo með sorgarlag Liszts, er hún gerði. • Og þá kem eg nú að því, sem mér var mest í hug að vel færi, en það var ís- lenzka hlutverkið. Fyrst kom fram á sviðið Mrs. Lincoln Johnson, klædd skautbúningi. Var bún- ingurinn fagur og vel borinn uppi. Mrs. Johnson söng þrjú lög. Þóttf mér h,enni bezt takast hin þýða vöggbvísa Jóns Friðfinnssonar. Þá var karlakór Brynjólfs Þorláksson- ar um 40 manns. Söng kórið 4 lög, þar á meðal “Bára Blá” og “Eggert Ólafs- son”. Meðferð kórsins á þessum lögum var til sóma. Snildar náttúrulýsing Matth. Jochumssonar í fyrsta erindi kvæðisins Eggert Ólafsson, nýtur sín þá aðeins í tónum, þegar í þá er lagt kólgufar lofts og brimrót sævar. Þetta tókst. Kórið náði nauðsynlegum þunga í túlkun. Of- urlítil mistök urðu þó í erindinu: “Það var hann Eggert Ólafsson”. “Bára blá” fór þó enn betur; naut þar líka við hin þróttmikla rödd Páls Bardals, er breiddi öruggleikablæ yfir meðferð lagsins, sér- staklega í seinna erindinu. Raddir kórs- ins með lokuðum munnum, voru mjúkar og samfeldar, en ef til vill fullveikar fyrir raddmagn Bardals. Þar sem kórið greip inn í á orðunum “Við bjarg er bani þinn” var viðbragð hans hiklaust og eðlilegt, þar sem eg oft hefi heyrt gæta óeðli- legrar ákefðar og raddruglings í með- ferð söngflokka. Mér er sagt að íslenzka karlakórið ætli að láta til sín heyra opinberlega í næsta mánuði. Reynist gmnur minn réttur um frammistöðu þess þegar þar að kemur, mun engan iðra er sækir samkomu þess. Og kunnugt er, að söng- stjórnin er í ágætustu höndum, þar sem Brynjólfs Þorlákssonar nýtur við. 22. des. 1931. A. I. B. NÚ SKILJA ALLIR EINSTEIN Það er sagt, að það jmuni ekki nema fjórir menn í heiminum skilja til hlítar bók Einsteins um afstöðukenninguna. Líta eflaust ýmsir á það, sem bábylju. En sannleikurinn er sá, að bók þessi, sem ekki er fullar fjórar síður að stærð, er ekki rituð á neinu mæltu manna máli. Hún er ekkert annað en tölur og talna brot og talna eða stærðar merki, sem enginn maður skilur fremur en galdra rúnir væru, nema þeir, sem upp- götvað hafa lykilinn að þeim, og mun samt ekki afveita, að hægt sé að komast að raun um hver hugmyndin er, sem þar er haldið fram, nema með sérstakri þekkingu eða jafnvel ítarlegri rannsókn á ýmsum efnum, sem kenningin lítur að. Svo það munu ekki neinar öfgar, þó sagt sé, að aðeins fáir menn skilji Ein- stein til fullnustu eða afstöðu kenningu hans, eins og hún er sett fram í bók hans. En þegar Einstein skrifar um við- skiftakreppu þessara tlma, þá ski\ja hann allir. í grein sem hann reit ný- lega um hana ogvnefnir “The Way to Properity”, eða veginn til auðnu og gengis aftur, heldur hann fram að at- vinnuleysið, sem sé aðal-orsök kreppunn- ar, sé hægt að lækna og til þess séu þessar tvær leiðir: Fyrst, að ákveða að lögum hvað vinnu- laun skuli há. En undirstaða þess á að vera sú, að verkamaðurinn hafi kaupgetu til þess, að veita sér það, sem hann nauð- sýnlega þarfnast með til þess að geta lifað því lífi, sem sanngjarnlega er krafist í þjóðfélaginu. í öðru lagi, að ákveða vinnutíma á sama hátt með lögum. Þetta tvent heldur Einstein, að fari mjög nærri því að halda jafnvægi á framleiðslu og neyzlu eða eftirspurn, með nokkrum öðrum smærri lagaendurbótum eftir því sem þörf krefur. Af þessu er auðsætt, að Einstein skoð- ar kreppuna stafa af ójafnri kaupgetu og framleiðslu. Og ekki dylst það að hann álítur að kaupgetuna þurfi að auka frem- ur en að takmarka framleiðsluna. Tak- mörkun á frmleiðslu hefir atvinnuleysi í för með sér, en hækkun vinnulauna aukna kaupgetu. En það er öfugt við þá stefnu sem oftast er fylgt, er kreppu ber að höndum. Þá eru vinnulaun lækkuð, enda getur svo staðið á að það virðist óhjákvæmilegt. En eðlilega mínkar það kaupgetuna. Skoðun Einsteins fellur því ekki saman við þá stefnu. En einstöku hagfræðingar hafa hans skoðun á lækn- ingu kreppunnar, og voru ummæli eins þeirra, dr. Frank J. Warne í borginni Washington fyrir nokkru birt í Heimskr- inglu. Skoðun Einsteins er því auðsjöfnunar- stefna, ekki ólík þeirri er verkamanna- samtök halda fram og allir skilja. í hans * augum er ójöfn skifting auðsins orsök kreppunnar. Og er það ekki hún sem er aðal mein siðmenningar vorrar? Lækningin, eða löggjöfin, sem Einstein bendir á, er og ofur einföld og auðveld að koma í framkvæmd. En hvenær eign- ast þjóðirnar þá stjómendur, sem fram- sýni og hugrekki hafa til að löggilda eins gagngerðar og viturlegar umbætur á á- [W3NNIPEG 23. DEC. 1931 standinu og þar um ræðir? Hjá þjóðum þeim, sem fullkomið lýðræði hafa, ætti að vera hægt að leita 'almennings atkvæða um slíka löggjöf og firra stjórnirnar allri hættu með að gera slíkar tillögur að lög- um. Eru ekki þjóðir heimsins nú þegar búnar að reyna nægilega “gaufið og krókana’’ eins og Þ. E. komst að orði í þessu efni? Og er ekki “framtíðarland- ið” enn eins fjarri og áður? JESÚS FRÁ NAZARET* Af öllum þeim miljónum manna, sem hafa lifað á þessari jörð, eru aðeins ör- fáir, sem sagan getur um. Og af þeim, sem sagan getur um, eru aðeins örfáir. sem hafa afrekað nokkuð verulega mik- ið mannkyninu til góðs. Langflestra þeirra manna, sem er minst, er minst vegna þess að þeir hafa unnið verk, sem vafasamt er að hafi verið mannfélginu til gagns. Konunga, stjórnmálamanna, aðalsætta, auðugra manna — höfðirigj- anna er lang oftast minst í sögunni; hún hefir eiginlega verið rituð um þesskonar fólk. Og það eru mennirnir, sem hafa verið ágjarnastir bæði til auðs og valda. mennirnir, sem mest hafa unnið í eigin hagmunaskyni og’ til þess að hljóta frægðina, sem þeir girntust. Auður, völd og metorð eru þau gæði, sem menn- irnir hafa þráð heitast, alt neðan frá þeim lægst settu í mannfélaginu upp til þeirra æðstu. Það er því engin furða, þó að þeirra sé oftast getið sem hafa öðlast þessi gæði veraldarinnar, þegar æfisaga mannkynsins er rituð; því að flestir hafa viljað öðlast þau, þó að þeim hafi ekki tekist það. Ekki kemur mér til hugar að halda því fram, að þeir menn, sem sagan getur oftast um, hafi ekki verið miklir menn; það hafa einmitt mjög margir þeirra verið mikilmenni. En eg held, að fullyrða megí, að þeir hafi yfirleitt verið menn- irnir, sem langmest hafa látið stjórnast af eigingjörnum hvötum. Þeir fáu, sem um er getið við hlið höfðingja og valdsmanna, eru menn, sem veitt hefir verið óvenjuleg athygli sök- um andlegs atgerfis og yfirburða — frömuðir á sviði þekkingar, lista og hug- sjóna. En það er eftirtektarvert, hversu gleymnir söguritararnir, bæði fyr og síð- ar, hafa verið á nöfn snillinga og and- legra mikilmenna. Hin fegurstu lista- verk aftan úr fornöld, sem enginn veit hverjir eru höfundar að, hafa verið graf- in upp og fylla nú listasöfnin í mörgum stórborgum; merkileg ritverk, eins og t. d. Sálmarnir og' Orðskviðimir í gamla testamentinu, hafa verið eignuð konung- um, mönnum, sem engar líkur eru til að hafi fengist við ritstörf eöa verið færir um það. Og þótt skemmra sé farið aftur í tímann en þetta, má finna þetta sama tómlæti gagnvart snillingum andans. Vér vitum t. d. alveg furðulega lítið um Shakespeare, sem vdr uppi fyrir rúmum þrem hundruðum ára og var eflaust mesta skáld hinnar ensku þjóðar bæði fyr og síðar; en menn vita mikið um jafn siðlausan þjóðhöfðingja og Hinrik átt- undi var, og frásagnir um smávægileg- ustu atburði í h'fi Elizabetar drotningar hafa verið geymdar vandlega. Um fáa menn, Sem háfa skarað fram úr öðrum, vitup vér jafn lítið og um höfunda trúarbragðc' na. Og þó hafa engir menn haft slík áhrif á kynsdóðir mannanna sem þeir. Manni fljúga strax í hug nöfn Jesú og Búddha. Felstum kemur víst saman um að þeir hafi verið einhverjir þeir dýrlegustu menn, sem hafi lifað í heiminum; miljónir manna hafa trúað því fastlega um þá báða, að þeir hafi sérstaklega og á annan hátt en aðrir menn verið gæddir guðlegum krafti. Og hvað vitum vér um þá? Þegar farið er að brjóta heimildirnar til mergjar, kemur í Ijós, að það er engin áreiðanleg æfisaga til um þá, frá þeim tímum, er þeir voru uppi eða skömmu þar á eftir, heldur aðeins meira eða minna óljósar sagnir, sem svo að segja minnast alls ekki á margt af því, sem oss langar mest til að vita og gagnlegast væri að vita. Það er sagt frá ríkum konungssyni, sem komst svo við af eymd og þjáningum mannanna, að hann yfirgaf alt, sem hon- um var kært og tók sér fyrir handur að kenna mönnum að ganga veginn til full- sælu og fullkomnunar eins og hann kom honum fyrir sjónir — ekkert annað nema miður áreiðanleg munnmæli um ýmislegt er á daga hans dreif. Og það er sagt frá manni, sem ólst upp í ómerkilegu smáþorpi austur í Gyðingalandi og byrjaði að flytja nýjar kenningar um trú og siðgæði, þegar hann var nærri þrítugur að aldri, og hélt því áfram örstuttan tíma, lík- lega ekki lengur en eitt ár, þangað til hann var kærður fyrir útlendum yfrivöldum fyr- ir það að æsa þjóðina til ó- hlýðni við hina æðstu stjórn landsins og var líflátinn sem ó- bótamaður. Vér vitum einu sinni ekki, hvað Jesús gerði áður en hann fór að kenna, vér vitum lítið sem ekkert um að- dragandann að prédikunarstarfi hans. Það er haldið að hann hafi stundað sömu iðn og fað- ir hans, Jósep, og það má vel vera, að hann hafi gert það; það er sagt, að hann hafi verið skírður af Jóhanneei, sem þýð- ir auðvitað, að hann hefir geng- ið í flokk með þessum skorin- orða prédikara, sem sagt er að hafi verið líflátinn, sökum þess að hann vandaði um við Heró- des fjórðungsstjóra út af hjú- skaparmálum hans. Þetta er hér um bil alt, sem vér vitum um Jesúm áður en hann fór sjálfur að kenna. Hin svo- nefndu samstofna guðspjöll eru með öllu ósamrýmanleg í mörgum atriðum. Sem dæmi þess hversu ófullnægjandi sögu- leg heimildarrit guðspjöllin eru, má geta þess, að Lúkasar guð- spjall segir, að Jóhannes skírari hafi byrjað að prédika iðrunar- skírn á fimtánda stjórnarári Tiberíusar keisara (árið 29 efi> ir voru tímatali), og að þá hafi Lísanías verið fjórðungsstjóri í Abílene. En Lísanías var tek- inn af lífi 36 árum áður en Jesú fæddist og gat því ekki hafa verið fjórðungsstjóri þegar Jó- hannes byrjaði að prédika. — Sama guðspjall segir frá að þetta hafi gerst á æðstaprests- tíð Annasar og Kaífasar, rétt eins og æðstuprestarnir hefðu verið tveir samtímis, en það átti sér aldrei stað. Og þetta er guðspjallið, sem byrjar með þessum orðum: “Þar eð margir hafa tekið sér fyrir hendur að setja saman frásögur um þá atburði, sem gerst hafa meða! vor, samkvæmt því er þeir menn hafa sagt oss frá, er frá öndverðu voru sjónarvottar og þjónar orðsins, þá hefir mér einnig litist, eftir að eg hafði rannsakað alt kostgæfilega frá upphafi, að skrásetja það í röð fyrir þig, göfugi Teófílus, til þess að þú skulir þekkja áreið- anleik þeirra kenninga, er þú hefir verið uppfræddur í.” Og það var einmitt þetta, sem guð- spjallamennirnir vora að gera: þeir voru að - fræða menn um kenningar, en þeir voru ekki að rita áreiðanlega sögu. Það er hreinn og beinn barnaskap- skapur af mönnum, sem hafa lesið þessi rit með nokkurri at- hygli, ajS halda því fram, að þau séu ábyggileg sögurit. Og þegar vér förum til sagna ritaranna, sem þá voru uppi. tekur ekki betra við. Einn þeirra, Jósefus, sem fæddist skömmu eftir að Jesús dó og lifði fram undir lok fyrstu ald- ar, ritaði sögu Gyðinga. í þeim kaflanum, sem fjallar um stjórnarár Pílatusar landsstjóra á Gyðingalandi, er ofurlítill við- bætir um Krist, ekki. sögulegs efnis, heldur lof um kenningar hans. En Jósefus var hreintrú- aður Gyðingur, og þess vegna er mjög ólíklegt að hann hafi ri|að þenna viðbæti, enda ber langflestum sagnfræðingum og biblíurannsakendum saman um að viðbætirinn sé innskot í DODD’S ^ fgKIDNEY^ T fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla,. er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum ’lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þaer beint frá. Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. sinni um Nerós ofsóknimar, aó kristna nafnið sé dregið af Kristi, sem hafi verið líflátinn á stjórnarárum Pílatusar f Gyðingalandi. Hann hefir auð- sjáanlega þekt mjög lítið til hinnar kristnu hreyfingar. En þögn hans hefir verið skilin af ýmsum sem vottur þess, að hann hafi þá ekki verið búinn að vekja á sér mikla ahygli á meðal Rómverja. Ennfremur minnist Suetoni- us á það, að Gyðingar hafi verið reknir úr Rómaborg vegna óeirða, er stafað hafi af manni, sem Krestus hét., Vera má, að hér sé átt við deilur milli Gyð- inga og kristinna manna, sem voru algengar, og að Sueton- ius hafi af ókunnugleik afbakað nafn Krists. En engan veginn er það þó víst. í stuttu máli er sannleikurinn sá, að vér vitum sama sem ekk- ert um Jesúm, sem sögulega persónu, að frátöldu því sem guðspjöllin segja um starf hans- og kenningar þann stutta tíma, sem hann kendi. Þetta hefir komið sumum mönnum — að vísu mjög fá- um — til að efast um að Jesús hafi verið til sem söguleg per- sóna. Þeir halda því fram, að átrúnaður á hann hafi myndast rétt eins og að átrúnaður á, fjölda marga guði hefir mynd- ast í heiminum, og að í augum liinna fyrstu kristinna manna hafi hann ávalt verið yfirnátt- úrleg vera, guð en ekki maður. Eg ætla ekki að fjölyrða um þessa skoðun, eg vil aðeins taka það fram, að mér finst hún vera mjög ósennileg. Það er með öllu óskiljanlegt, hvern- ig þessi átrúnaður hefir getað blossað upp með þeim ákafa, sem virðist hafa verið honum samfara, þarna austur í Gyð- ingalandi á fyrstu öld, án þess; að nokkur einstakur maður gæfi tilefni til hans. Guð- spjöllin, þótt þau séu mjög ó- nóg sem söguleg rit, gera ávalt ráð fyrif manni sem höfundi þeirra kenninga, er þau flytja. Hvernig hefði nokkrum mönn- um átt að geta komið til hug- ar að taka kenningar, sem hefðu átt að vera sameign allra manna og náttúrlega til þeirra komnar einhversstaðar ofan úr tímanum, óg leggja þær í munn ímynduðum manni? Hvernig víkur því við,. að í þessu eina tilfelli er guð gerður að manni, þar sem í mörgum öðrum tilfellum virðist að menn hafi verið gerðir að guðum? Og hvaðan komu kenningarnar? Einhvern upp- runa hljóta þær að hafa átt. Hvað er um dæmisögurnar, er Jesús á að hafa sagt? Var þeim safnað saman héðan og hand- an af höfundum guðspjllanna. Og hvers vegna eru smá atvik tilgreind, svo sem það, hvar og hvenær Jesús mataðist eða hvar hann gisti á ferðalagi ¥) Ræða flutt i kirkju Sambandssafnaðar á Lundar, sunnudaginn 6. deáember af séra Guðm. Arnasyni. sínu? Alt þetta virðist vera söguna, sem hafi verið ritað j svo gersamlega óþarft og óeðli- af kristnum manni. j legt, ef um guð var að ræða, Annar sagnaritari, Rómverj- sem menn höfðu myndað sér inn Tacítus, sem var uppi um átrúnað á og vildu gera að líkt leyti, getur þess í frásögn manni, líklega til að geta út~

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.