Heimskringla - 23.12.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 23.12.1931, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 23. DEC. 1931 Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir George A. fienty “í daglegri umgengni getur þú, til hæmis, verið geðbezta stúlkan í veröldinni, en ef þú gengur í skóm, sem altaf marrar í, eða ef þú skellir hurðum, eða ert sífelt að hlæja upp úr þurru, eífa ef þú veizt aldrei hvað þú átt að gera við hendurnar eða fæturna á þér, þá, þrátt fyrir geðgæðin, ert þú ekki skemtileg í umgengni, bara fyrir þessa smámuna-kæti. Sama er um mig. Þú hefir þá hugmynd, að eg sé viðunandi mannskepna, af því að eg hefi gert mitt ýtrasta til þess að láta að óskum þínum, en það sannar ekkert hvernig maður eg er að komast af við í daglegri um- gengni. Þangað til við sáumst núna, þegar þú steigst út úr vagninum, vissum við í raun- inni ekkert hvernig hovrt okkar var.” Isabel hristi höfuðið. “Það er ómögulegt að láta mig trúa öðru en að eg hafi þekt þig og skilið í stóru og smáu,’’ svaraði húm “Þú ert líka alveg eins og eg vissi að þú mund- ir vera, í sjón, í vexti, í málróm, í hreyfing- um — í öllu. Vitaskuld man eg óljóst eftir þér, þegar þú komst heim, en eg sá þig þó ekki nema sjaldan. Þekking mína á þér hefi eg fengið alla úr þínum eigin bréfum. En hvað segi;- þú um mig? Er eg ekki rétt eins og þú hafðir búist við?” “Ekki er það nú alveg, Isabel. Þú varst barn, að heita má, þegar eg sá þig, og að undanteknu því, að þú hafðir stór, mórauð augu og löng augnahár, fanst mér ekkert til um fríðleik þinn, og eg man ekki eftir því, að móðir þín hafi nokkurn tíma gefið mér í skyn, að þú hafir tekið breytingum síðan. Eg verð þess vegna að játa, að þú kemur mér alt öðruvísi fyrir nú, heldur en eg hafði búist við. Eg hafði búist við að þú værir lág og gild, fasmikil og alvarleg.” “Vitleysa, frændi — þetta hefir þú ekki ímyndað þér!’’ ‘Jú ,það gerði eg nú víst, góða mín, og nú sé eg hve röng var sú ímyndun.*’ “En ertu þá óánægður yfir því?’’ spurði hún brosandi. “Nei, góða mín, en máske samt ekki eins ánægður og líkindi eru til.” “Og hvernig á eg að skilja það, frændi?” “Ef þú hefðir verið, eins og eg gerði mér hugmynd um, hefði eg máske getað haft þig hjá mér í fjögur eða fimm ár — máske öll mín ókomnu herþjónustuár, og ^ð þeim tíma liðnum hefðirðu máske komið með mér til Englands og verið bústýra mín þar. En eins og nú er, get eg ekki vonað að halda í þig lengur en sex mánuði að minsta kosti.’’ “Vitleysa er þetta, frændi. ímyndarðu þér, að eg verði skotin í fyrsta manninum, er eg sé og sem kynni að að bjóðast. Það segja allir, að sjóferðin sé hættulegasta tímabilið í því efni, og nú sérðu að eg stóðst þá raun og sakaði ekki hið minsta. Þar að auki er fjöldi piltanna hér réttur hlífiskjöldur. Mér finst að stúlku myndi miklu hættara í því efni í smá stað, þar sem hún sæi ekki nema einn eða tvo menn, heldur en þar sem þeir eru á hverju strái, sem maður segir. En svo er enn annað. Það eru svo fáar stúlkur hér, að það er enginn heiður að geta náð í mann. En það vantar mikið, þegar stúlku er ekki ljóst, að hún hafi verið tekin fram yfir ein- hverja aðra. Eins og hér er ástatt, hlýtur tilfinning stúlkunnar að vera sú, að hún sé tekin, af því ekki er um betra að gera.” “Og svo er annað. Það er satt, og eg vona að þú trúir því, að fyr en á ieiðinni út hingað höfðu mér aldrei dottið ástamál í hug, og því síður að gifta mig. Eins og þú veizt, var það hugmynd mín, að við Robert heitinn byggjum saman, og hefði hann lifað, er eg líka viss um, að eg hefði aldrei yfirgefið hann. Og hefði eg verið kyr á Englandi að honum látnum, hefði eg áreiðanlega tekist kenslu á hendur. Til þess hafði eg Jært. Og hefði eg byrjað á því, er miklu líkara en ekki, að það hefðu liðið mörg ár þangað til að nokkur hefði litið til mín, eða eg hefði gefið mig að nokkrum karlmanni. Mér þykir það þess vegna undarlegt, að eg ekki segi óskemti- legt, að það skuli talið sjálfsagt, að stúlka sé í mannaleit, ef hún kemur til Indlands. Mér finst það stór niðurlæging." “Já, doktorinn var nú að segja mér eitt- hvað um þessar skoðanir þínar f gær,’’ sagði majórinn brosandi, “og eg þykist vita, að margar stúlkur hafi þetta álit í fyrstu. Það ástand er líkast því að sitja hjá og horfa á aðra spila. Þú færð ekki áhuga fyrir spilinu fyr en þú tekur við spilunum sjálf. En slepp- um því. Því lengur sem þú heldur við þitt álit, Isabel, þess ánægðari er eg; eg vona að það verði lengi, öldungis eins og eg vona, að þegar þú ferð að velja, að þú þá veljir heppi- lega.” Það er engum efa undirorpið, að Isabe! Hannay náði undireins miklu áliti. Nýsvein- arnir tveir, Richards og Wilson, sem gengið höfðu í herinn fyrir sex mánuðum, bráðnuðu af ástarhita rétt á augnabliki, og af því leiddi svo, að þeir urðu nú báðir öfundsjúkir og óttuðust hvor annan, en voru áður mestu mátar. Auk heldur hann Traverse, elzti kap- teinninn í herdeildinni, og sem aldrei hafði verið við kvenmann kendur, gat ekki annað en viðurkent að Isabel væri einkar vænleg stúlka og tilgerðarlaus. Þá leizt Mrs. Doolan ekki leiðinlega á hana. “Það var hepni, Jim, sagði hún einu sinni við mann sinn, “að þú varst kvæntur maður og spakur orðinn, þegar hún kom, og að eg er hér hjá þér og er fest þér með sterk- ari böndum en trúlofunarhringnum, sem eg hafði heima í Ballycrogin, því annars hefðir þú fallið í valinn á augnablikinu, þegar þú sást Miss Hannay. Eg veit hvað sterkur þú ert á svellinu. Þú hefðir orðið dauðskotinn, hún ekki viljað hafa þig, en við bæði lifað hörm- ungalífi.” “Hvernig veiztu að hún hefði ekki vilj- að mig, Norah?’’ sagði Doolan. “Af því, góði minn, að hún hefir úr svo miklu að velja. Og þó enginn kunni að meta dygðir þínar og hæfileika betur en eg, verð eg að segja, að það er sitthvað kapteins- staðan þín, eða Residents- eða landsstjóra- staða. En í alvöru talað, er hún elskuleg stúlka. Og enn sem komið er, hefir hún víst enga hugmynd um, hvað falleg hún er. Hve innilega mundi ekki sumt af kvenfólkinu okk- ar hata hana! Eg á von á stórmikilli ánægju af að sitja hjá og horfa á, en vera utan við það alt saman.” “Ja, það þykja mér nú fréttir, Norah, ef þú verður utan við það alt! Eg hefi staðið í þeirri meiningu, að þú værir ekki frábitin að spauga við piltana!” “Bara ósköp lítið, Jim! Hamingjunni sé lof, að eg fer ekki langt út í það. Eg get þess vegna ósköp vel setið hjá og horft á. En samt tek eg nú æði mikið út. Richards kemur hingað á hverjum degi, í fleiri vikur til þess að spjalla um alt og ekkert. í igær gat hann um ekkert talað nema Isabel Han- nay, og hann þagnaði ekki fyr en eg varð birst og benti honum á, að það væri ekki vel sæmilegt, að hrósa einni stúlku í eyru annar- ar! Dreng-auminginn stokkroðnaði, svo eg nærri hló framan í hann, og eg held helzt eg hafi virkilega hlegið.’’ “Það skal eg ábyrgjast að þú hefir gert, Norah.” “Mér var ómögulegt að gera að því, Jim, og sízt þegar hann fullvissaði mig um, að sér væri nú virkilega full alvara með hana Miss Hannay.” “Eg vona að þú hafir ekki hvatt hann til þess að halda áfram, Norah?’’ “Nei, nei. Eg sagði honum að ofurstinn væri ákaflega á móti kvæntum undirforingj- um, og að hann þess vegna skemdi stórlega fyrir sjálfum sér, ef hann léti sér detta slíkt í hug, sérstaklega þar sem hann ætti ekkert nema launin. Undir þeim kringumstæðum væru ástamál honum banvæn.” Kapteinn Doolan rak upp skelilhlátur. “Og trúði hann öllu þessu, Norah? Eða komst hann á snoðir um að þú værir að spila með hann?” “Langt frá. Það er gaman að þessum unglingum, Jim. Undir niðri kendi eg þó í brjósti um Richards, en stælti hann þó upp með því, að hann næði sér aftur eftir nokk- urn tíma, og sagði honum til sannindamerkis, að eg hefði heyrt að þú hefðir verið í alveg sama sálarástandi og hann þrjátíu og þrisvar sinnum áður en eg miskunnaði mig yfir þig, og að eg hefði gert það bara til þess að bjarga lífi þínu, því þú hefðir verið hreint að sálast' Eg ráðlagði honum svo að bera sig vel, og láta ekki á sér sjá, því að Miss Hannay væri allra stúlkna ólíklegust til þess að lítast á andlit, þungbúið og fult af sorg, rétt eins og eigandi þess hefði komið frá jarðarför móðursystur sinnar.’’ Veðreiðarnar, sem svo mikið hafði verið talað um ,fóru fram þrem vikum eftir að Isa- bel kom til Caunpore. Hún var þá búin að vera í mörgum heimboðum og samsætum, og var kunnug orðin flestum íbúunum. Þessi veðreiðafundur gaf fólki úr óllum nágranna- héruðunum afsökun til þess að bregða sér ti! Caunpore. Menn þustu að úr öllum áttum, frá Lchnaw, Agra, Allahabad og mörgum ná- grannaþorpum. Húsakynnin voru ekki nógu ötór fyrir gestina, og varð svo að reisa fjölda af tjöldum fyrir þá. Að kvöldi fyrsta dags veðreiðanna, skyldi heimboð vera hjá hers- höfðingjanum; að kvöldi annars dags skyldi dansveizla stór í klúbb-salnum. Margir af liðsforingjunum áttu góða hesta, er nú skyldu þreyta kapphlaup við aðra gæðinga. Meðal þeirra voru þeir félagarnir Richards og Wil- son, sem áttu sinn “pónann” hvor, og skyldu nú báðir reyna sig, en þó ekki við frægari hesta en innlenda jálka, er aldrei á æfi sinni höfðu náð verðlaunum. Báðir höfðu þreytt við í marga daga, að komast eftir, hver væri upp- áhalds litur Isabellu, en báð- ir voru jafn fróðir enn.. “En þér hlýtur þó að geðjast betur að einum klæðalit en öðrum,” hafði Wilson sagt. “Hví skyldi það vera, Mr. Wilson?’’ svaraði hún. “Þessi litur á bezt við þenna, og hinn við hinn, og að auki er viðeigandi litur kominn und- ir kringumstæðum, og eft- því vil eg fara.” “Ja, hvaða lit hefir þú þá valið þér sem viðeigandi veðreiðardagana?” spurði þá Wil- son. “Eg get nú ekki vel svarað því,’’ sagði hún með uppgerðar alvörusvip. “Eg á svo marga kjóla, og býst ekki við að hugsa um í hverjum eg verð fyr en sama morguninn, og þá verður valið mikið komið undir því, hvemig liggur á mér. Auk þess er ekki víst, að eg kæri mig um að sjá þig í fötum með sama lit og mín. Þú manst að í fornöld, þeg- ar riddaraefni þreytti burtreið í því skyni að ná nafnbótinni, þá bar hann sem merki slæðu þá, sem einhver frúin gaf honum í greiða- skyni. En nú hefi eg ekki minstu tilhneig- ingu til að gera þér neinn slíkan greiða. Þú hefir ekki gert neitt til að verðskulda það. Þegar þú ert búinn að vinna svo mikið hreysti- verk, að þú hefir hlotið “Victoríu krossinn') fyrir, þá verður nógur tími til að tala um það.” “Vandræðin eru,” sagði Wilson mæðu- lega, að við þurfum að tilkynna nefndinni fjórum dögum fyrirfram, hvaða lit við veljum, svo að hægt sé að sýna hann á prentuðu spjöldunum. Og svo þarf maður líka að búa sér til bæði kápu og húfu af sama lit.’’ “En þú sleppir því úr reikningnum,” sagði Isabel, “að þú átt engan veginn víst, að þinn “póni” verði á undan! Og ef eg hefði kosið litinn, heldurðu þá að mér félli vel að sjá mitt merki aftast í lestinni? Mr. Richards hefir verið að biðja mig þess sama og þú, og eg hefi gefið honum sömu svör og þér. Eg get ekki betur gert en gefið þér sömu ráðin og eg gaf honum.’’ “Og hver voru þau?” spurði Wilson him- inlifandi. “Eins og þú veizt, er ekki nema skamt síðan þið hættuð skólanámi, svo eg álít heppi- legt fyrir ykkur að velja merkislit skólanna ykkar og gera að ykkar merkisiit við þessar veðreiðar!” “Við þetta svar féll Mr. Wiison allur ket- ill í gld, en Isabel bara hló að honum og raunasvipnum hans, og fór svo yfir til Mrs. Doolan og annara kvenna er sátu skaipt frá. “Það er þó æfinlega eitt gott við þetta land,’’ var Mrs. Doolan, að segja við hinar “og það er, að þegar eitthvað stendur til, þarf maður aldrei að spá fyrir veðri. Maður veit fyrirfram að það verður bjart, heitt og loftið fult af ryki. Það er óhætt að búast sínum bezta búningi þess vegna. Það var öðruvísi á írlandi. Þar vissi maður aldrei hvort mað- ur átti að vera í hvítum kjól eða sveipuð í regnkápu, fyr en sama morguninn, og þá enda óvíst, að sama veður yrði á hádegi. — Þetta verður fyrsta stóra samkvæmið þitt á Indlandi, Miss Hannay.” “Koma margir Hindúar?” spurði Isabel. “Já, eg skyldi nú segja það! Pyrst og fremst koma nú allir Cawnporebúar, og svo að sjálfsögðu Bithoor-herrann og mesti svarm- ur af “Talukdars” og “Fennidars”, með ait sitt föruntjti. Margir þeirra eiga góða hesta, sem þeir eija, og sem eru fyrirtaks hestar, bara ef þeir hefðu góða reiðmenn. Hvað Bithoor- herrann snertir, eða “Rajahinn’’, þá er þar um mikilmenni að ræða. Hann talar ensku ljóm- ahdi vel og heldur rausnarlegar veizlur. Hanf er fínn maður og kurteis, og er hér hvenær sem nokkuð er um að vera. Það er alment álit, að hann hafi einsett sér að ná í enska konu, en vandinn er, að við höfum svo mikið að setja út á fjölkvænið. En margt er gott við hann. Til dæmis á hann svo mikið af gimsteinum, að enda drotningin gæti öfundað konuna hans.” “Isabel hló. “Ekk skil eg að gimsteinar uppfyltu mínar kröfur, í tilliti til ánægju,” sagði hún. “Það eru nú í rauninni ekki demantarnir sjálfir, sem mestu varðar, góða mín,’’ sagði Mrs. Doolan, “heldur það, að eigi maður þá, þá ofunda allar aðrar konur mann.” “Mér finst eg ekki skilja þá tilfinningu, Mrs. Doolan,” svaraði Isabel, “en eg get skilið í því að vera öfundsverður fyrir að eiga elsku- legt heimili, eða fyrir að ganga smekklega til fara, eða jafnvel fyrir að vera fríð kona, þó HALDIÐ SAMAN HINUM FÖGRU POSTU- LfNSMUNUM, SEM ERU í HVERJUM PAKKA AF ROBIN HOOD HÖFRUM, ER HEFIR “RED SPOT” VÖRUMERKI. Robin •) “Victoría Cross” er æðsta beiðursmerki Breta f.yrir frábært hugrekki og afreksVerð. — Þýð. fríðleikinn sé bara tilviljun. En að vera öf- undsverður fyrir að eiga hrúgu af fallegum steinum, þó verðmiklir séu, það skil eg ekki. Fyrir mitt leyti finst mér eg myndi gleðjast meira af fallegu blómi en fallegasta gimstein- inum undir sólinni.” “Já, það er eg nú ekki svo viss um. Eg: ur,” sagði Mrs. Doolan. “Eplið leiddi Evu í freistni, en Eva var þá unglingur. Eplið er freistari barnanna, blómið er freistari ungra stúlkna, en gimsteinarnir — þeir eru agnið,. sem fullaldra kvenmaður rennur á.” “Það veit eg, að ekki kærir þú þig um gimsteina, Mrs. Doolan!’’ “Ja, það er eg nú ekki viss um. Eg hefi aldrei haft tækifæri til að bera um það — móhnausar og írskir gimsteinar hafa verið mitt hlutskifti. Kaupið hans “Jimma” míns er langt frá því að vera gimsteins-ígildi á mánuði hverjum. Hann hefir auðvitað lofað mér fyrir löngu, að hafa mig í huga, ef hann fengi tækifæri til að ná í hermannshlut, ef stórhýsi eða kastala þyrfti að taka með her- afla. En það tækifæri hefir ekki komið enn. Hann var hér fyrrum í mörgum allstórum or- ustum, en það var aldrei ástæða til að skifta upptækum fjársjóðum milli hermannanna, svo hans hlutur er ekki fenginn enn. Eg hefi líka oft sagt honum, að hann hafi fengið mig með fölsuðum loforðum, því eftir hans lýs- ingu átti eg von á að hverfa til Ballycrogin aftur fyr eða síðar, og þá svo rík, að eg væri öll tjölduð með gimsteinum og perlum. En eftir núverandi útliti að dæma, verða börnin mín einu gimsteinarnir, sem eg tek með mér heim.” “Og fallegir gimsteinar, líka,” sagði Isa- bel. “Þau eru elskuleg böm, Mrs. Doolan, og betri eign en allir gimsteinar undir sól- unni. Mér er sagt, Mrs. Prothero, að það sé alt útlit fyrir að maðurinn þinn vinni hlaup arabisku hestanna. Eg er að hugsa um að veðja sjö pörum af fingravetlingum á hestinn. hans!” “Já, Leila er eld-fljót. Hún vann f fyrra. En svo hefir nú Nana Sahib þann hest nú, sem í fyrra vann Poont-bikarinn, og sem er talinn beztur hestur á Indlandi. Hann keypti hann í Bombay. Okkar eina von er að Nana hafi reiðmann. Geri hann það er nokkur von að við vinnum, því inn- lendur maður kann ekki að fara með hest. Hann hleypir honum á fulla ferð undireins og heldur svo áfram jafna dembu, og þá hefir skepnan ekki þrek til að herða á sér sein-r ustu skorpuna.” “Já, það vona eg þá að hann geri,’’ sagði Isabel, “því af almennu áliti að dærna er ekki til í herdeildinni annar hestur, sem vonlegt þykir að vinni. Von okkar allra er því þar sem þið eruð.” Morguninn eftir þegar majórinn hafði opnað sendibréf sín, sagði hann Isahel að Mr. Hunter væri væntanlegur, með konu sína og tvær dætur. “Þá höfum við það eins og við vorum að tala um, frændi,” sagði Isabel. “Þær dæt- ur Hunters hafa mitt herbergi, o& eg verð f litla herberginu við ganginn.” “Það fer nú held ég ekki vel um þig þar, Isabel, en þau hjónin hafa verið hjá mér um veðreiðarnar síðastliðin tvö eða þrjú sumur, svo eg kunni ekki við annað en að bjóða þeim enn, þó hús-rúmið sé af skornum skamti.” “Það var sjálfsagt að bjóða þeim, frændi. Það gerir mér heldur ekki minstu ögn til, því eg þarf ekki neitt herbergis flæmi til að klæða mig í.” “Og þá verðum við líka að gera ráð fyrir tólf gestum að miðdagsverði, Isabel, í fjóra daga, veðreiða dagana þrjá, og daginn áður en þær byrja.’’ Isabel leizt elfki á þessa frétt. “Eg vona, frændi, að þú tréystir ekki á mig til að sjá um það alt. Eg hefi nú verið að miðdagsverði fjórum sinnum, og eg hefi helzt ekki gert ann- að en undrast yfir þeim búningi og grufla í hvernig mögulegt sé að koma öðru eins í verk. Og eg fekk bara hroll af að hugsa til þess ,að þegar minst varði yrði okkar hlut- verk að standa fyrir slíku gildi. Það er ægi- legt að hugsa um þá ábyrgð fyrir einn slíkan miðdagsverð, hvað þá fyrir fjóra, hvern daginn eftir annan. Mér ofbýður að hugsa um það.”"

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.