Heimskringla - 30.12.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 30.12.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 30. DES. 1931 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA alda kærleikans og manndygða sem er rauði þráðurinn í gegn- um alt þetta snildar fallega kvæði. Það er synd og skömm af samtíðar hugsandi mönnum og konum, að láta ekki svo mikið sem þökk til skáldsins' koma fyrir slíka hjartanlega og fagra jólagjöf. Eg get vel fyrir- gefið, og vitanlega getum við öll fyrirgefið yngrl ftynslóðum okkar, sem eru fædd og upp alin í enska heiminum, og varla lesa íslenzkt orð, þó þau ekki lesi eða læri, eða meti eða virði okkar íslenzku snildarverk og snillinga. En við sem enn löfum á löppunum og erum samtíðar menn og konur, í gegnum alt blítt og strítt upp í hálfa öld, — við eigum að meta það og sýna það vesæla drenglyndi, að þakka bæði þessa og aljar aðrar gjafir snildar skáldsins okkar góða hans Þorskabíts. Og óska hon- um af öllu hjarta að hann megi enn lifa lengi og vel. Og gefa, og gefa okkur af því bezta, er hann á til, þó hann fái aldrei neitt í staðinn. Nema þökk, þegar be^t er. um, sökin fyrir því, þótt vér ^ Matthías mér að þetta væri reynum að slétta úr misfellun- | ætlað skáldinu Einari Bene- um sem hægt er og tök eru til. I diktssyni. Að lýsa stóra saln- Gaman og alvara. Eins og þú veizt, gamli, góði vinur, þá er eg hvorki skáld eða hugsjónamaður. En það bera stundum fyrir hugsjónir mínar hálf skáldlegar myndir. Líklega, að þegar eg var rekinn af stað út í þessa lífs tilver- una, að þá hafi í einhverjum ákafa flýti orðið helmingurinn eftir af veganestinu, sem átti að fylgja mér í gegnum mitt langa líf — nú 78 og hálft ár. En svo verður að taka þessu eins og öðru mótdrægu, sem fyrir finst, með þögn og þolin- mæði, þó alt slitni í sundur og verði að brotum þegar mest á reynir. Engin skáldsaga getur átt líf og lit nema kona fylgi, og hún skal ekki verða valin af verri endanum, sem eg nú set í sam- band við línurnar, er eg nú — í síðasta sinn — helga þér, kæri, gamli vinur, Þorskabítur minn.. Nokkur ár eru nú liðin síðan skáldkonan góða frú Jakobína Johnson las upp kvæði sín fyr- ir okkur í Árborg, Man. Þá hlustaði eg sem fleiri með á- nægju á ljóð. hennar. En í enda Ijóðasyrpunnar fer hún með nokkur kvæði, sem hún hafði qrt til barna sinna. Ekki man eg hvort að nokkur íþrótt eða snild skáldskapar fylgdi þeim fögru erindum. En hinu gelymi eg aldrei, að í gegnum alt mitt líf, hefi eg aldrei séð fegurra konuandlit en hennar á meðan hún flutti kvæði barn- anna sinna. Það var einn sól- arljóini. Það var einn geisla- baugur kringum hana alla, eins og er á kaþólsku helgimyndun- um, þegar hún var að útmála ástina á blessuðum bömunum sínum. Mikið dæmalaust töfra orð er móðurástin. Eiginlega þyrfti guð almáttur ekkert ann að til að viöhalda öllu, sem lifir og hrærist á jörðinni, en þetta eina orð, Móðurást. Það hryggir mig á þessari skiln- aðarstund, að sjá alla þreytu- og sorgardrættina á andliti þínu. Þessu verð eg að reyna að bjarga dálítið við. Nóg er samt, sem þú flytur með þér inn á land lifenda, fyrir hand- an haf dauðans, sem ber vott vanrækslu okkar og tilfinninga- leysis. Betra er seint en aldrei. Síðan strýkur og nuddar skáld- konan enni , kinnar og alt and- lit skáldsins, þar til hver ein asta þreytu og sorgarrún er af máð. Svo kyssir hún á enni skáldsins og segir: “Þessi koss er óafmáanlegur. Hann skal fylgja Þér yfir gröf og dauða, inn á land lifenda um aila eilífð. Hann er þökk frá vesa- lings litla þjóðarbrotinu þínu, sem altaf hefir átt svo annríkt, að það hefir ekki komist til að hönd góðskáldunum sínum.” Skáidið á landi lifenda. Hvort heldur að það var í vöku eða svefni, þá var eg staddur handan við haf dauð- ans, og sá þar afar fagra höll með mörgum listigörðum í kring, og óútmálanlega fögru skrauti á ýmsan veg. Eg hraða mér heim að þessum hallardyr um eða réttara sagt höllinni, er mér um megn. Aðeins til hægri handar fyrir miðjum vegg sat Lárviðarskáldið í upphækk- uðu sæti, sem alt var fagurlega skreytt með gulli og eðalstein- um. Skamt frá honum sat Steingrímur skáld Thorsteins- son og auður stóll hjá. Nú, alt í einu heyri eg þrumurödd Egils forseta, að hann kallar til dyra- varða og spyr: “Hvaða hempu- gaur er það, sem einlægt er að tala við þá frændur skáldið frá Heydölum og sonarson hans skáldið frá Vallanesi?” “Það er Guðbrandur biskup Þorláks- son,” svarar Þorleifur jarla- skáld. “Já, einmitt það,’ ’rym- ur í Agli, og mér sýndust að brýr hans væru allar að ganga úr lagi. “Farið tafarlaust og segið þessum biskupi, að ef virða og elska og rétta hjálpar-, diann þarfnist hér eftir að eiga tal við skáldin mín, þá verði hann framvegis að tala Við þau Úti í listiskála hallarinnar. Eg vil ekki sjá þenna biskup hér inni oftar. Hann var nærri búinn að drepa allan skálda- þrótt úr þjóðinni í 60 ár, sem hann lét aldrei neitt á prent koma nema sjónlaust og svip- laust guðsorðagaul, seiíi ekki fanst vit í, nema í tíundu eða um og sé þar mann standa, sem,l:^^11 hverri línu, þegar bezt eitthvað var að fága eða þrifa til, vík mér að honum og spyr hver eigi þessa ljómandi fögru ir- Skáldið deyr. Alt var hljótt inni. Dauða- þögn grafarinnar og sorgarinn- ar hvíldi þar yfir öllu. Ástvinir þess framliðna sátu og stóðu með tárfull augu alt í kringum banabeðinn. Enginii talaði orð, og enginn hreyfði hönd eða fót, þar til skáldkonan góða, Jakobína Johnson gengur að dánarbeðnum, lyftir upp blæj- unni, sem breidd var yfir and- lit skáldsins, og segir:' “Mér er bæði ljúft og skylt að rétta þér síðustu líknar og ástúðar- hendur. En ósköp eru að sjá launin, sem mörkuð standa nú í dauðanum á andliti þínu, og sem þú nú átt að flytja með þér :inn í annað sæluríkara land. Þessu verð eg að bjarga við, þótt seint sé. Nógu þung verður á okkur, sem eftir lif- höll. Hann rekur upp á mig heljar augu spyr hvaðan úr fjandanum eg komi? Hvort eg lekki ekki íslenzku skáldahöll- ina, úr því eg tali íslenzkt mál. ‘Ó, vertu góður, vinur minn,’’ sagði eg, “og þakka þér fyrir upplýsingarnar.” Eg sá ao eg græddi ekkert frekar á því að tala við þenna þarfa karl, og hraðaði mér heim að hallardyr- unum. Þegar þangafi kom, standa þar í dyrunum tveir gamlir vinir mínir, Þorleifur jarlaskáld og Eyvindur skálda- spillir, og sögðust vera dyra- verðir, og spurfíu hvern mig vantaði að sjá eða finna. Eg kvaðst vilja sjá lár\-iðarskáldið Matthías, því hann hefði eg elskað allra skálda mest. “Þá hefir þú ekki valið af verri end- anum,” sögðu þeir, “og við skulum fylgja þér inn til skálds- ins.’’ Mér er of vaxið að lýsa þessari stóru og fögru höll, eða hvérnig hún var skipuð, nema að sára litlu leyti. Þó naut eg upplýsinga lárviðarskáldsins um margt, Hér um bil fullur fjórði partur hallarinnar að innan- verðu var hár pallur, sem þrjár eða fjórar tröppur var upp að ganga. Þar fyrir miðjum palli var upphækkað sæti úr dýrum marmara og gulli slegið. For- seti hallarínnar og faðir allra íslenzkra skálda, Egill Skalla- grímsson, sat þar. Honum til hægri handar sat Sighvatur skáld, en til vinstri handar sat var. “Já, við skulum sjá um það hér eftir,’’ segja dyraverð- Nú eftir ofurlitla stund geng- ur Þorleifur jarlaskáld upp aö' hásæti forseta, og segir að Þorskabítur skáld sé köm inn og vilji tala við Egil Skalla- grímsson, annaðhvort úti eða inni. Þá rís gamli skáldjöfur- inn á fætur og ber þrjú heljar- högg í borðið, sem meinar það að allir í höllinni rísi á fætur, og segir svo: “Leiðið skáldið hingað upp að hásæti mínu.” Og dyraverðlr taka Þorskabít sinn til hvorrar handar og leiða hann að hásæti forseta, og verður þá skáldjöfurinn gamli fyrri til máls og segir: “Vertu velkominn, skáld; eg var fyrir löngu farinn að vonast eftir þér og þrá þig hingað til vor.. Eg veit að þú hefir elskað Steingrím skáld Thorsteinsson mest allra þinnar tíðar skálda. Því gef eg þér sæti við hans hlið. Svo skalt þú, Sighvatur skáld, sem kant allra manna bezt tignum mönnum að þjóna, og ert mitt uppáhald og hægri hönd, leiða Þorskabít til sætis. Og þegar þú, skáld ert aflúinn og búinn að skola af þér ferða- rykið, þá skulum vér halda stór- veizlu og kneyfa ósleitilega hornin, og þá 'skalt þú flytja mér kvæðið “Eiríksjökull" og fleira, því engan blett á jarð- ríki hefi eg elskað meira en Borgarförðinn, og öll góðskáld, sem þaðan koma, eru mér kær- ust., Sittu svo heill og velkom- inn meðal vor, og engan mann að undanteknum Sighvati elska mjög fríður maður, með ljós- . gult hár, sem liðaðist í lokkum |( ” mena en, "a' . á herðar niður, og sagði Lárvið- arskáldið mér, að þessi fagri . , vinur. Eg hefði get^ið haft og göfuglegi maður væri fey steinn skáld, sem kvað “Lilju”, sem öll skáld vildu fegin hafa átt og kveðið liafa. Þar uppi þekti eg þó nokkra menn: Bólu- Hjálmar og Stephan G. Steph- ansson, sem sátu hvor við ann- ars hlið, og ódauðlega snilling- inn hann Þorstein Erlingsson. Eigifilega var þama á hápall- inum alt einvala lið, sagði Lár- viðarskáldið mér. Valinn maður í hvert rúm, eins og á Ormin- um langa. Aðeins varð eg þar var við einn prest, þjóðskáldið Jón Þorláksson, og var nú hvorki haltur eða hungraður að sjá, eins og á meðan hann dvaldi á meðal vor á Bægisá. Þar stóðu á stangli uppi á pall- inum, og um alla höllina, auð- ir stólar, og tók eg sérstaklega þar uppi eftir einum afar skraut legum stól ,allur gulli sleginn og gimsteinum settur, og sagði Þar skil eg nú við þig, gamli þetta miklu lengra, því eg á margar myndir í huganum og endalaust útsýni. En svo treysti eg illa skilningi og dómgreind þessara fáu rola, sem eftir eru á brautinni með okkur. Og vertu nú blessaður og sæll, gamli vinur. Lárus Guðmundsson. ENDURMINNINGAR. Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. Seinna á sama ári, eða haust- ið 1885, misti eg fullorðinn bróður minn Kristján að nafni. Var hann látinn heita í höfuðið á Kristjáni Jónssyni, fjalla- skáldi, þar eð hann og faðir minn voru sérlega miklir' vin- ir. Það virtist sem Kristján bróðir minn ætla að bera nafn með rentu.. Hann var vel gef- inn; sérstaklega dáðst að því hvað hann var fljótur að læra allann reikning, og skilja hann vel. Það var og farið að bera á því að hann hafði gaman af að klöngra saman vísum. En 10 ára gamall veiktist hann, — fékk mikil útbrot á handleggi og fótleggi. Þá kom til for- eldra minna nýútskrifaður læknir, Þorvarður Kerúlf. Fað- ir minn sýndi honum drenginn, ekkert man-^eg hvað hann nefndi útbrotin ,en hann hélt hann gæti gert að þessu, og sagðist skyldi senda meðöl, þeg- ar hann kæmi heim til sín. Það gerði hann líka og var það áburður í þriggjapela flösku. Drengurinn var makaður úr þessu samkvæmt forskrift og útbrotin hurfu á stuttum tíma, mig minnir eftir fáa daga, — en skömmu seinna fór drengur- inn að fá krampaflog með nokk- urra daga millibili, og var á milli floganna svo veikur að hann var af og til í rúminu. En svo fór hann að verða svo loð- mæltur að allir tóku eftir því, og önnur kinnin einsog lafði niður. Varð þá og fljótlega augljóst að öll önnur hliðin var afllaus. Allra lækna sem til náðist var leitað, en alt varð það árangurslaust. Smámsam- an á fleiri árum eltist krampinn af honum, en aflleysið sat eft- ir. Hann fór eftir ein tvö ár að dragast ögn á flakki, á tveimur hækjum. En hann hafði tap- að greindarkrafti til muna, — skilningi og minni einkum, þó að eins seinni að skilja. Þann- ig var hann stöðugur krossberi fyrir augum heimilisfólksins, — saklaust og sérstaklega vel gef- ið 10 ára barn eins og dæmdur til þessarar sáru meðhöndlun- ar. Þetta var* mér vanskilið og mjög erfitt umhugsunarefni. Hemilisfólkið hugsaði kanske margt um þenna aumingja en sagði ekki neitt, nema daðist að þakklætis og blíðusvipnum á andlitinu á honum, þegar hann 'eftir mikla fyrirhöfn var í góðu veðri kominn á tveimur hækjum út á hlaðvarpann til að njóta af blíðuatlotum guðs. Á ferð út og inn um bæinn varð hann að vera eins og hornreka allra, hann var svo seinn og hafði ekkert fyrir stafni, en öllum öðrum lá svo mikið á; hann varð að kíemma sig út að veggnum í göngunum, þó það kostaöi hann mikla fyrirhöfn, til þess að aðrir kæmust fram- hjá, og brosa eins og í þakk- lætsskyni fyiár að hafa beðið eftir afllausu hreifingunum sín- um. Aldrei nokkurn tíma æðru- orð eða vanstilling, en oft erfið umhugsun sem skilja mátti af andvörpunum, er liðu af og til frá brjóstinu. Blíðlyndar konur horíðu stundum á liann og til- raunir hans til að njóta ein- hvers af gæðum daglega lífsins, þá stundu þær við og sögða við sjálfar sig: “Mikið leggur guð á þenna blessaðann kross- bera.’’ En eg hrökk saman og gekk út, og sagði þá við sjálf- an mig, er eg kom undir bert loft: “Ef það er guð sem ræð- ur' þessu þá held eg kannske ekki lengur uppá hann, en er ekki hægt að vita hverslags stjórn þetta er’’. Á þessum tíma var til heimilis hjá mér Guð- mundur Jónsson frá Sköruvík, guðhræddur, góður og gáfaður maður. Var hann þá kominn á sjötugsaldur, hreppstjóri í sveitinni, virtur og elskaður af öllum, og hafður til aðstoðar og umráða við öll vandamál. ^Jann var móðurbróðir seinni konu minnar, fór til Ameríku sumarið 1887 með Ólafi syni sínum sem þá kom heirn en hafði áður verið hér mörg ár. Guðmundur dó vestur í Al- berta. Eins og aðrir hafði eg ásett mér að tala við Guðmund um vandamál mín. Einhvern- tíma fór eg að tala við hann um ástand Kristjáns bróður míns. “Lítur þú svo á að það sé guð sem leggur þenna kross l^níþsbn’-ílDntt (Eomjpann, INCORPORATED MAY 1670. á hann”, segi eg? Svar hans var á þessa leið: “Við skulum ekki taka neina ákvörðun um það strax. Guð er alstaðar um alt og í öllu; hann stjórnar allri tilverunni samkvæmt því lög- máli sem hann í upphafi ákvað, Það lögmál er lifandi og sístarf- andi áhrifavald út yfir alla til- veruna, eins og lifandi hreinir lækir frá hreinni uþpsprettu ti1 framþróunar og blessunar öllu lífi. Mennirnir eru börnin hans og samkvæmt sínu eigin al- frjálsa eðli gaf hann börnum sínum frelsi til að njóta lífsins á þann hátt sem þeim hug- kvæmdist, en andlegur skyld- leiki við föðurinn var þeim með- fæddur og lögmáls lækir lífs- ins stöðugt hreinsunarafl. Sjálf- ráðu og óþroskuðu börnin, að- höfðust rangindi stríddu á móti áhrifastraumi lífslögmálsins, orðsökuðu eitt og annað sem fól í sér afleiðingar sem óhjá- kvæmilega kom þeim í koll fyr eða seinna. Lögmál guðs ann- arsvegar, breytni vamanna hinsvegar. Samkvæmnin við föðurinn, lífs nauðsyn, svo eng- inn verði árekstur. Lífið og lífslögmálið svo átakanlega mis- skilið af mörgum; og fyrir það líður margur saklaus.” Þessi skilningur Guðmundar hrepp- stjóra, sem hann var oftast kallaður, hefir orðið mér mikið umhugsunarefni á ýmsum tím- um æfi minnar. Já nú var þessi bróðir minn fluttur héðan. Eg sat á rúm- stokknum hjá honum seinustu ; klukkutímana og hefi aldrei séð | og skilið betur aðfarir umskift- anna en á þeim augnablikum. \ Hann hafði fulla rænu eftir að hann misti alveg málið, og reyndi að rétta mér hendina um leið og andardrátturinn yfir- gaf varir hans. Sama vetur, 11. apríl um vor- ið, misti eg fyrri konu mína. Hún lagðist á sæng að öðru barni okkar. Tvær yfirsetukon- ur voru hjá henni, en læknirinn náðist ekki fyr en of seint. Slík- um atburði er mér fjarri skapi að lýsa, þó alt það sé flestu öðru skýrara í minni mínu. Hálfum mánuði eftir að hún burtkallaðist bjó eg til kvæði sem, eins %g annað týndist að mestu eða öllu leyti í fellibyln- um sem réðist á okkur 18. júní 1927, og deyddi seinni konu mína. F'yrsta vísan í kvæðinu er svona: Hví er eg svona hvatskeytslega typtur? Hvar er mér framar ætluð nokkur ró? Hví er eg svona sælum friði sviftur og synjað alls er fyr mér hugg- un bjó? Það er sem brjóst mitt bráðni jafnt og frjósi, minn barmur þrútinn enga huggun fær. Þar er nú myrkt er von mín vakti í ljósi, minn vegur dimmur kvíði nær og fjær. Einhverstaðar seinna í kvæð- inu eru þessar hendingar: Það á að laða hug til hæða lífsins að hjartans vinir hverfi af tím- ans dröfn, svo maður fyrir milligöngu kíf- sins, eins megi lenda í drottins vina höfn. Eg set ekki þessar hendingar hér af því að eg þykist af skáld- skapnum, en til að sýna á- stand mitt og þá skoðun sem felst í þessu máli. Eg hef altaf verið svo, að hlífðarlaus hirting hefir skemt mig og gert mig að verri manni, en meðlætið, blíð- an og fegurðin sannað mér gildi þess góða og nauðsyn þess. Veturinn 1887, snemma í desembermánuði, misti eg full- orðna systur mína — sólina af heimilinu. Allir sáu eftir henni sem eitthvað hpfðu kynst henni. Hún hét Aðalbjörg, í höfuðið á Aðalbjörgu móður hinna al- kunnu Gíslasons v bræðra í Minnesota. Hún var eins og fleiri ungar stúlkur í sveitinni, léð um tíma að Sauðanesi, til þess að tína æðardún, en þar voru taugaveikisbakteríur fóstr- aðar ár eftir ár, ekki af ásettu ráði, en af ísköldu kæringar- leysi um alla sem ekki tilheyrðu þeiiTÍ sérgóðu familíu. Árlega í mörg ár dó þar enhver úr taugaveiki eða lá svo lengi og þungt að hann beið þess aldrei bætur, og ekkert var aðgert, nema að reyna að hjúkra þeim sem veikir voru orðnir, þangað til séra Lárus Jóhannesson kom þar. Þá lagðist ung stúlka þar um haustið að vanda í tauga- veikinni og lá lengi unz hún dó. En á þeim tíma var séra Lárus búinn að grafa það upp, að all- ir veiktust á sömu undirsæng- inni, en prestskonan vildi ekki þurfa að eyðileggja sængina. En um leið og líkð var borið úr rúminu, tók séra Lárús rúm- fötin öll, kastaði þeim út um glugga og brendi alt saman. Eftir það lagðist enginn í tauga- veiki. Aðalbjörg systir mín dó úr taugaveiki sem hún hafði feng- ið á Sauðanesi, þegar hún tíndi þar dúninn, lagðist rúmföst fá- um dögum eftir að hún kom heim, og 5 aðrir lágu lengi og þungt, þar.á meðal eg, í 5 vikur í rúminu, og/ aldrei jafngóður síðan. Aldrei mintist prófastur á það að við hefðum orðið fyr- ir raunum í sambandi við til- hjálp á sínu heimili. Honum var svo gjarnt að smeigja séi^ úr möskvunum, og afsaka sjálfan sig, þegar að aðrir liðu hans vegna. Þá var hann vanalega að vinna fyrir kirkjuna. Á öllum þessum árum frá því um hustið 1884, og alt fram á vorið 1888, voru meiri og minni vetrarharðindi á Norðurlandi, mikil snjókoma árlega og harð- indi lengst fram á sumar, þó út yfir tæki sumurin 1886 og 87, er hafísinn lá inni í fjarð- arbotnum fram að höfuðdegi, — vildi þó til hamingju, að hann þokaðist vitund frá fjarðar- Frh. á 8 b 1b.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.