Heimskringla - 06.01.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 06.01.1932, Blaðsíða 4
4. StÐÁ lfennskrm0la (StofnuO 18S6) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537______ Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganír sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON «53 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” ls publisbed by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 6. JANÚAR, 1932. Á G'AMLÁRSKVÖLD 1931 .*) ‘‘Mínir timar standa í þinni hendi.” Sálm. 31:15. Vér erum hingað komin og hér stödd til þess að kveðja og til þess að heilsa. Að þessu sinni eru það þó ekki sam- ferðamennirnir, sem vér erutn að kveðja eða heilsa, heldur aðrir förunautar, er við oss eru að skilja og á móti oss að taka við þessi vegamót. Það eru dag- arnir — æfidagarnir liðnu, sem vér kveðj- um og æfidagarnir, sem í vændum eru, sem vér heilsum frá þessum stað — hið útfjarandi og hið upprennandi ár. Sem oss er ljóst, þá er hið yfirstand- andi ár á förum. Að fáum augnablikum liðnum eru stundir þess runnar út í haf- ið, sem vér á líkingarfullan hátt segjum, að hvíli oss að baki; og innan jafnfárra augnablika er annað ár úr djúpi risið, — hinu mikla djúpi tímans, sem vér segj- um að bíði framundan„ Við þessi vegamót erum vér nú stödd, — þessi vatnaskil, ef svo mætti að orði komast, og siglum nú úr aug'sýn við heiðloft og skúradrög hverfandi daga, undir ný heiðloft og skúradrög tilkom- andi daga, — út úr þokum og hafvillum og gerningaveðri, inn í hafvillur, þokur og gerningaveður. Um leið og vér kljúf- um röstina, sem hugsun vor setur milli hafdjúpanna tveggja, veifum vér kveðj- unni til alls þess, sem að baki liggur og framhjá er siglt, en heilsum því, sem kemur og framundan bíður. Sem vonlegt er, hefir ferðalagi voru verið margvíslega háttað á þessu liðna ári, og rifjast það nú upp fyrir oss, þeg- ar vér erum að kveðja það. Minningarn- ar leiða sjálfa atburðina fram, í óslit- inni röð, einn af öðrum, svo að oss gefst kostur á að athuga þá, og hið fyrsta, sem sætir eftirtekt vorri er, að nokkru minna fer nú fyrir þeim, en á meðan að þeir voru að gerast. Rúmast þeir nú all- ir innan fáeinna augnablika. Árið verð- ur að andartaki, nú þegar það er á brottu og að baki, og hillir upp við sólseturs stað, af vesturdjúpi tímans. Minnir það þá og líka á hin fornu ummæli, að manns æfin er sem þverhönd, þúsund árin, þeg- ar þau eru liðin, sem dagurinn í gær, eða sem næturvaka. Fátt eða fæst þeirra atburða, er gerst hafa á ferðalaginu á þessu liðna ári, varð- veitist eða geymist, og sízt um lengri tíma — því hefir ekki verið þannig varið. Það hafa að mestu leyti verið augnabliks at- burðir, er risið hafa og sprungið eins og bólur er þyrlast upp við hliðar skipsins, velta ofan í kjölfar þess, brotna og verða að engu. Baráttan fyrir tilverunni hefir verið stríð, ef til vill með ægasta móti, svo í minnum sé, þessarar kynslóðar. Ár, eigi ó- lík þessu, hafa þó áður yfir heiminn geng- ið, þó vér minnumst þeirra ekki, er fátt hafa eftir skilið varanlegra gæða, og ekki einu sinni það, er heimurinn hefir látið sér að vítum eða að varnaði verða, þó um naumgæfni þeirra hluta verði þau ekki sökuð. Lærdómur og skyn er tíðast moldu ausið, en fávitið góðumglaða, lifir sí- ungt og rís upp endurborið með hverri kynslóð, sem frumstæðasti eiginleiki þjóðlífsins. Helzti afrakstur þeirra ára var fólginn í stærri örkumlum, takmark- aðra útsýni, meira athafnaleysi, kaldrifj- aðri viðbúð manns við mann, og fjölgun vígðra reita. Ef þau ekki kipptu menning- unni aftur á bak, héldu þau að minsta kosti framförunum í skefjum. Þau voru skóli — skólinn, sem oss svo þráfaldlega er bent á, að lífið eigi að *) R®ða flutt við aftansöng á Gamlárskvöld í Sambandskirkju í Winnipeg, heimskringla WINNIPÉG 6. JANÚAR, 1932., vera, svo að það heppnist vel og hreppi peninginn, eftir 11 stunda vos, volæði og eymd. Þetta liðna ár hefir ekki jafnast við þessi ár. Það hefir ekki verið jafn full- kominn skóli, og það er sérstaklega einu um að kenna — nútíðarmenningunni — hugvitsöldinni vestrænu — vélamenning- unni vestrænu, sem hver prédikunarstóll rétttrúnaðarins finnur hjá sér skyldu til að andmæla. Hvað hefði orðið á þessu ári, ef ofan á erfiðleika undangenginna tíma hefði bæzt almennur skortur á öllu því, er lífið þarfnast sér til viðurhalds, — á bjargráðum, á klæðnaði, á skjóli og skýlum? Við þeim skorti hefir vestræna menningin séð. Engum kemur til hugar að álíta, að viðskiftaóreiðan stafi af því, að nóg er til af þessum gæðum. Vér vit- um hvernig farið hefði. Þá hefði orðið sú dýrtíð, að meira hefði þurft til þess að bjarga einu mannslífi, en nú að bjarga tíu. Fyrir þessu eru söguleg rök, og þarf ekki lengra aftur í tímann að skygna^t en um rúma öld. En þá hefði skólinn út- skrifað fleiri, og það fljótt og rækilega. Námið hefði sózt vel, svo að allur þorr- inn hefði ekki þurft- að stunda það marga vetuf. Hið lakasta, sem á árinu hefir gerst, en maður víkur fyrst að því, sökum þess að hið mótdræga er tíðast ofar í með- vitundinni heldur en hitt, sem geðfeld- ara er, er sú þvingun, sem manndómur og drengskapur hefir beðið, og mest fyr- ir það hugarfar, þær ræður og það um- tal, sem árferðið hefir skapað. Fyrir þeirri þvingun vottar víða. Flóðstíflum lítilmenskunnar hefir verið kipt í burtu og því stórstreymi, sem velsæmistilfinn- ingin hefir haldið í skefjum, verið veitt yfir hugsanalíf og athafnir manna. Það tjáir ekkert aðhald, tímarnir eru svo erv- iðir. Sami mælikvarðinn verður ekki not- aður nú og áður, yfir metnað og mann- lyndi, meðan betur áraði. Flóð þetta hefir drekt flestu því, er eigi hefir getað á því flotið. Að vísu er það margt, sem flotið getur á hinum hálfvolgu öldum þess, og seyðin, sem í djúpinu geta lifað, eru óteljandi. En einmitt það virð- ast þyngstu búsifjarnar andlegu, að minsta kosti, að sú ómegðin kunni að geta orðið helzt til stór. Hin stærri dæmi þessa, er komið hafa fram í viðskiftum þjóðanna, hverrar við aðra, þarf eg ekki að benda á, svo sem eins og þau, að hver þjóð hefir ætlað að bæta fyrir sjálfri sér, með því að gera hinum baráttuna enn erviðari — enn erv- iðara að lifa. Þau dæmin, er nær oss liggja, og vér þekkjum betur, væri ef til vill sjálfsagðara að benda á; þau, sem vita að oss sem einstaklingum, að sam- ferðamönnum vorum og samfélagi. Líklega hefir aldrei verið meiri þörf á samheldni, samúð og félagslífi, en ein- mitt nú. Styður margt að því. Fyrst og fremst á erfiðleikatímum sem þess- um, hættir hugsun einstaklingsins við að þrengjast, snúast um of að eigin Kjörum, verða eigingjörn, þröngsýn, þver, kaldráð og óveglynd. Þá þarfnast ein- staklingurinn þeirra áhrifa, sem varnir geta veitt gegn slíkri hugsýking. Og þau fást eingöngu með umgangi, samstarfi og samverki við aðra menn. í því nýtur hver maður sín bezt, og það er eina vörnin gegn því að hugsunin verði inni- lokuð. í öðru lagi þá hættir mönnum við, á slíkum tímamótum sem þessum, að missa traust sitt og trú á lífinu. “Alt verður gult í glyrnum guluveika manns- ins’’. Þegar hugsunin fer að snúast inn á við hjá einstaklingnum, og eingöngu um hans eigin hag, vaknar vantraustið á samferðamanninum. En svo nemur vantraustið ekki þar staðar; það færist frá samferðamanninum yfir á samstarf- ið við hann, þaðan yfir á inálin sameig- inlegu, og að lokum yfir á sjálft sann- færingarefnið. Hann tekur til að svíkja það, draga við það stuðning, draga við það framlag og málsvörn, bregðast því í orði, í verki og í athöfnum. Þetta, sem það kostaði hann, að halda því fram, — með öðrum orðum — þetta sem það kostaði hann að vilja rétt og láta þess sjást lítinn vott í heiminum, finst hon- um nú, sem hann megi með engu móti misssa, fái því bezt varið með því að verja því á sjálfan sig. Eg hefi átt því óláni að fagna að kynnast örfáum slíkum mönnum. Með hæversku og fagurgala, sjálfshrósi og yfirlæti, upgerð og yfirhilmingu, reyna þeir að kaupa sér það álit, hjá sam- ferðamönnunum, sem þeir hafa tapað í eigin meðvitund, með því að svíkja sinn eigin málstað. En öll sú viðleitni hefir að engu komið. Hún hefir ekki veitt þeim þá tiltrú samtíðarinnar, sem þeir áttu en förguðu, fyrir sérgæði og sérdrægni og elskuna á sjálfum sér. Smávottar þessarar sýkingar, þessarar þvingunar mannslundarinnar, er lagt hafa hana í ánauð og gert hana að einka-ambátt sérgæðinnar, hafa komið í ljós á þessu liðna ári. Vörnin gegn þeim er ein, sú að varðveita drengskapinn. Hann er aleigunnar virði á öllum tímum. Páll postuli, eða einhver í hans orða stað sagði: “Eg hefi barist baráttunni og eg hefi varðveitt trúna”. Vér óskum þess, að hvað sem bíður vor á komandi ári, fáum vér gert hina sömu játningu við næstu áramót. Ekki reynir á kappann fyr en á hólminn er komið, og ekki á drengskapinn fyrr en í nauðirnar rekur. Erviðleikar eru enginn aðaltálmi, og sizt er að sýta þó í nauðir reki, heldur ber að yfirstíga þær, kljúfa hverja röst við sigur- lag, með þöndum seglum og láta hvorki þokur né hafvillur né gerningaveður fría sér hugar. Hinar Ijúfari og þýðari minningar frá hinu liðna ári eru margar. Nokkrar eru sameiginleg eign vor allra, en aðrar og fleiri eru séreignir. Um þær skulum vér ekki ræða. Þær eru til minja um árið, til göfgunar, til brýningar, til framsókn- ar, til trausts, en eigi til auglýsinga. — Hinar sameiginlegu eru oss einnig til styrkingar í trúnni á lífinu. Þær færa oss heim sanninn á því, að sé svo, að vér þráum meira ljós, þá eru líka þús- undir manna, sem þrá það með oss; þrá- um vér meiri gæði, meira réttlæti, meiri sannleika, meiri jöfnuð, þá eru þúsundir þúsunda manna, sem einnig þrá það með oss. Þetta er í rauninni sjálf skýringin á lífinu. Árin kveðja og árin koma, en af þessum toga er lífið spunnið og eigi öðr- um. Lífið, eins og árin og dagarnir, er morgunm og upprennandi sól, kvöld og næturroði, hádegi og sólarhiti, nótt og stjörnuskin. En í eðli þess er það helgað og vígt sannleika og réttlæti. Með þessar minningar í huga, þessi dánarorð hins útsloknaða árs fyrir eyr- um, hröðum ferð vorri inn á hið nýja ár. Óttumst ekkert. Liggjum ekki á liði voru. Minnumst þess hver og einn, að: “Mínar tímar standa í þinni hendi”. R. P. BANDARÍKJATOLLARNIR OG KREPPAN. ---- Frh. En þá eru áhrif tollanna á innfluttar vörur. Árið 1913 var hlutur Bandaríkj- anna af öllum innfluttum vörum í öllum löndum, 8.3 prósent. Á árunum 1921 til 1925 var hann 12.5 prósent. 1929 var hann 11.7 prósent. Fyrir síðustu árin eru ekki skýrslur við hendina yfir vöru- innflutning ýmsra smærri þjóðanna, en svo mikið má þó af skýrslum þeim dæma er vér höfum, að innfluttar vörur mink- uðu hlutfallslega fyrrihluta ársins 1929. Á fyrra helmingi fyrsta ársins, eftir að hin nýju tolllög gengu í gildi, námu inn- fluttar vörur 11.1 prósent, en á næstu sex mánuðum áður voru þær 12.6 pró- , sent. Og eftirtektarvert er það í sam- bandi við það sem hér er um að ræða, að vöru innflutningingur minkaði úr 14.1 prósent, niður í 12.6 prósent á öllu ár- inu, áður en Smoot-Howley lögin komu til greina. Tölur þær, sem nú hafa verið tilfærð- ar um útfluttar og innfluttar vörur, sýna ekki vöru-magnið, heldur vöruverðið. En það getur gert mikið styrk í reikninginn. Verðfall á vörum h* ir verið misjafnt. Þau lönd, sem mest flytja út af þeim vörum, sem verðfallið hefir verið mest á, eins og búnaðarafurðum, virðast af töl- unum að dæma, ekki halda sínum hluta óskertum í heimviðskiftunum. Iðnaðar- vara hefir ekki eins fallið í verði. En það eru einmitt vörurnar, sem þjóðirnar í Vestur-Evrópu hafa mestmegnis til út,- flutnings. Aftur á móti er búnaðarvara mikill hluti af útfluttri vöru Bandaríkj- anna, eða sem næst 36 prósent, og önn- ur hálfunnin vara 14 prósent. Það er lágverðið á þessum vörum, svo sem bóm- ull, kopar og akuryrkjuafurðum, sem fyllilega nemur þeim mun, sem nú er á útfluttri vöru Bandaríkjanna og áður, þegar hún er metin eftir verði. Það getur engum dulist, sem kynnir sér viðskifti Bandaríkjanna við aðrar þjóðir ,að þau hafa ekki orðið fyrir neinu sérstöku skakkafalli. Þrátt fyrir það, að utanlands viðskifti flestra eða allra þjóða hafi á síðustu árum stórkostlega minkað, hafa viðskifti Bandaríkjanna ekki nærri því minkað að sama skapi, og eru nú eins mikil og hvert vanalegt ár fyrir krepp- til. Smoot-Howley lögin hafa reynst ómissandi trygging gegn óhemjulegum vöruinníflutningi frá öðrum löndum. Að bera viðskiftatap vort sam an við viðskiftatap annara þjóða, er þó ekki nema eitt at- riði af mörgum, er til greina koma, er meta skal áhrif tolla. Má þar á meðal nefna áhrif framleiðslunnar á utanlands verzlunina. Þeim, sem annast láta sér ser um að kenna toll- lögunum um alla skapaða hluti sem aflaga ganga, tala eins og að hjá oss væri ekki um neinn iðnað að ræða, nema utan- lands verzlun. Sannleikurinn er sá, að sú verzlun vor er alls enginn iðnaður. Viðskifti vor við önnur lönd er aðeins víkk- un á heimaviðskiftunum. Iðn- aðarstofnanir vorar framleiða aðallega vörur til að selja inn- an Bandaríkjanna, þó að af- gang framleiðslunnar selji þær erlendis, ef hægt er, en sú verzl- un er háð eftirspurn og við- skiftamagni, eins og öll önnur viðskifti. Að mæla þau við- skifti til nokkurra muna eftir tolllöggjöf þjóðanna, er því ekki til neins að hugsa sér. Áhrif viðskiftanna heima fyrir hafa miklu meiri áhrif á heimsverzl- unina en nokkuð annað. Og hvernig hefir þá viðskift,- um Bandaríkjanna farnast síð- an kreppan hófst. Áreiðanleg- ustu skýrslurnar, sem vér höf- um yfir þetta sýna, að viðskift- um vorum innan lands tók að hnigna á síðari helmingi árs- ins 1929, og því hélt áfram, með nokkrum breytingum þó, fram á árið 11)31. Þessar skýrsl- ur, sem fjalla bæði um fram- leiðslu búnaðarafnrða og verzl- un, sýna að viðskiftin minkuðu um 40 prósent á tveimur síð- ustu árunum, borin saman við það sem þau vcjru, er þau voru mest, 1929. Höfðu þau minkað nokkurn veginn jafnt, frá 1. júní 1929 til júní 1930, og frá þeim tínia til júní 1931, eða um 20 prósent hvort árið. Nærri má nú geta, hvort að þessi viðskiftakreppa innan lands hefir ekki haft áhrif á utan lands viðskiftin. Enda er það sannast að segja, að þau minkuðu á þessum tíma, eða síðustu tólf mánuðina, eftir að nýju tollögin voru samþykt ár- ið 1930, um nákvæmlega 20 prósent. En svo bera skýrslurn- ar yfir verðlag vöru einnig með sér, að verð hefir fallið á sama tíma um 20 prósent að meðal- tali á eitthvað 550 helztu við- skiftavörum landsins. Þetta er nú um innan lands viðskiftin að segja, og útflutt- ar vörur frá Bandaríkjunum. Þau minkuðu jafnt árið áður en Smoot-Howley lögin gengu í gildi og árið eftir. Það dylst því ekki, að þeim getur ekki kreppan verið um að kenna. Innflutt vara til Bandaríkj- anna minkaði ekki að sama skapi og útflutta varan, eftir að þessi tollög voru samþykt. — Fyrsta árið minkaði hún að vísu um 23 prósent, en áríð eftir ekki nema um 13 pró- sent. Kemur það til að því, að svo mikið var keypt af útlendri vöru, áður en tollögin gengu í gildi, eins og ávalt er gert. Ef Smoot-Howley íögin eiga nú eins mikinn þátt í kreppunni og alment er talað um, ætti það vissulega að hafa komið fram í ríkara mæli á innflutt- I fullan aldarfjórðung hafa Ðodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þaer eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. við önnur lönd eru mikil eða lítil. Aðalatriðið í því efni er kaup- geta alþýðunnar. í Bandaríkj- unum á hún líklegast við held- ur betri kost að búa, en al- þýðan í nokkru öðru landi. Vinnulaun voru ekki lækkuð hér fyr en löngu eftir að þau höfðu verið færð niður annars- staðar, og hafa ekki heldur enn verið lækkuð í eins víðtækum skilningi. Á krepputímum, sem í góðæri, hefir hún meira fé að spila úr, en alþýða annara þjóða. Það er því eðlilegt, að Bandaríkin hafi betri markað að bjóða öðrum þjóðum, en þær •hafa að bjóða þeim. Annað mikilsvert atriði er vöruverð.. Fyrstu þrjá mánuð- ina af árinu 1931 var jafnaðar- verð útfluttrar vöru 17 prósent lægra en árið 1931, en verð innfluttrar vöru var 25 prósent lægra. Þrír fjórðu hlutar þess- ai^ir innfluttu vöru, var hráefni eða óunnin vara að mestu. Verð hennar nú er ekki nema brot af því, sem það var áður en kreppan byrjaði. Togleður, óunn ið silki og ull, eru t. d. 45 pró- sent ódýrari nú en fyrir einu ári síðan. Eftírspurn þessara vara hefir mjög takmarkast. og þær eru þvf yfirfljótanlegar, þar sem nokkur sala er fyrir þær. Og þar sem meira er flutt af vöru inn til Bandaríkjanna, en til nokkurs annars lands, að Bretlandi ef til vill undanskildu, og þar sem 67 prósent af vör- unni er tollfrí, er ekki að furða þó vöruinnflutningur hafi ekki lækkað að sama skapi og út- flutt vara, eða framleiðslan heimafyrir. Af þessu er það ljóst, að ekki verður móti þvf borið, að útflutta varan í Bandaríkjun- um hefir m|ikað nákvæmlega í hlutfalh við innan Iands við- skiftin. Hlutfallslega hafa þvf viðskifti vor við önnur lönd ekkert mínkað. Yfirleitt er verlunin bæði inn á við og út á við um 20 prösent minni en síðastliðið ár. Og það er jafn- ljóst, að önnur lönd hafa hlut- fallslega aukið markað sinn f Bandaríkjunum. Á síðstliðnu ári nam sú hækkun um 5 pró- sent. Almenningur á oft erfitt með að átta sig á því, hvað rétt er í þessu efni, vegna þess, að þær tölur, sem hann vanalega hefir fyrir augum, sýna verðgildi vörunnar, en ekki vörumagnið. Breytingamar, sem orðið hafa á verði vöru í ýmsum Iöndum, eru svo miklar, að allur sam- anburður verður ómögulegur, séu þær ekki teknar með í um vörum en útfluttum. En svo er nú ekki, eins og tölur I reikninginn. Skýrslur viðskifta þær, sem tilfærðar hafa verið I ráðsins sýna, að akuryrkjuvör- bera með sér. Hvernig víkur I ur féllu 37.6 prósent í verði á þessu við? Er það afleiðing \ s.I. ári, verð matvöru 29.4 pró- af því að aðrar þjóðir hafi hærri : sent, iðnaðarvara 21.6 prósent. tolla en Bandaríkin og að þau | Meðaltal verðlækkunar á vör- veradi ekki heimaiðnað sinn | um í Bandaríkjunum síðan eins og aðrar þjóðir gera? j kreppan byrjaði, er 27.2 pró- Það er enginn efi á því, að sent. í Canada er hún 25.8 pró- margar þjóðir hafa hækkað sent; á Bretlandi 25.3; á Frakk- tolla sína fram yfir það, sem Iandi 21.2; f Þýzkalandi 19.1; á Bandaríkin hafa gert. En það ítalíu 32.7. í mjög fáum til- una . Innfluttar vörur hafa ögn mink- , eru ekki þeir, sem fyrst og fellum hefir verð staðið í stað, að, en það er eins og þingið ætlaðist I fremst ákveða hvort viðskiftf og á allri frumiðnaðarvöru hef-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.