Heimskringla - 06.01.1932, Side 5

Heimskringla - 06.01.1932, Side 5
WINNIPEG 6. JANÚAR, 1932. HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA ir ægilegt verðfall átt sér stað. Yfir fyrstu þrjá mánuði árs- ins 1931, var útfluttur kopar 20 prósent minni en yfir sömu mánuðina 1930, ef eftir verði er reiknað, en eftir pundatali var hann 41 prósent meiri. — Kaffi fluttist mjög inn í landið á sama tíma. Reiknað eftir verði, var það samt 33 prósent minna en meðaltal síðustu 5 ára áður. En í pundatali var það 21 prósent meira en áður. Af bómull var selt út úr land- inu á 3 mánuðum af árinu 1931 um 841 miljón pund. Það var 3 prósent minna en á sama tíma árið áður. En bóndinn fékk 40 prósent minna verð fyrir hana, heldur en 1930. Allur samanburður, sem bygður er á verðinu einu sáman, er því ó- hugsanlegur. Frh. EDISON OG EILfFÐARMÁLIN* "Helgið Krist sem drottiff í hjörtum yðar; verið ætið bún- ir til..reikningskapar fyrir þá von, sem í yður er,...” (1. Pét. 3, 15.) Eins og þegar gervilegur, ó- feiminn og munnhvatur ungi- ingur segir ókunnugum manni til vegar — svo fór vísindunum gagnvart mannkyninu á síðast- liðinni öld. Af því að ungling- urinn vissi sig gerkunnugan landareigninni heima hjá sér og nokkurnveginn ratvissan um sveit sína, þóttist hann og fara nærrj um það, hversu um- horfs væri bak við fjarlægu bláu fjöllin, sem hann hafði að- eins nálgast, en aldrei ferðast yfir — aldrei svo hann mundi eða vissi til. Fyrir 50 — 100 árum síðan voru vísindin enn á unglings- skeiði. Hvíta vestræna mann- kynið ráfaði þá eirðarlítið um í hinum mikla frumskógi lífsgát- unnar. Það var að verða hirð- islaus hjörð. Eftirkomendur og arftakar Meistarans, góða hirð- isins, — kaþólska kirkjan, og afsprengur hennar, mótmæl- enda kirkjan — höfðu í veiga- miklum atriðum týnt leiðsögn herra síns, og síðan samið landa bréfin samkvæmt eigin getgát- um og geðþótta. Mannkynið var að komast á snoðir um þetta. Það var tekið að gruna hirða sína. Það gat ekki treyst þeim lengur. Þá var það sem það hitti unglinginn fagra og íturvaxna, vísindin. Hann leiddi það þegar á greiðfærari braut- ir. Svo sviphreinn var hann, og svör hans svo gáfuleg, að margt ferðafólkið fékk því nær ótakmarkað traust á honum, og vildi í öllu hlíta hans skoð- unum. Og skoðanir hans voru nánast þær, að fólkinu væri hollast að nema staðar og setj- ast að í hinni víðu og fögru sveit, sem það var komið í, því að handan við fjöllin bláu væri ekkert land — aðeins svart ir hamrar, ættemisstapar, eyð- ing, tilveruleysi. Þeir vitrustu í hópnum, —- mennirnir er helst sáu í gegn- um glöp og ábyrgðarleysi hirð- anna — urðu fyrstir til að sætt- ast á mál hins unga manns. Þeir slóu tjöldum og byrjuðu að búa um sig. Þeir tóku þegar að ryðja myrkvifhnn, og það birti yfir lífi þeirra. Og þeir sögðu: hingað og ekki lengra! Hér er oss gott að vera. Hvers þurfum vér framar við? Draum- urinn um furðulöndin fjarlægu hjaðnaði í sálum þeirra. Ótrú- legur sægur mætra manna slepti hugmyndinni um GuS og ódauS leika, og andlega og eilífa ham- ingju. “Hirðarnir hafa búið þær hugmyndir til”, sögðu þeir, “og hirðarnir eru svikarar.*’ * • • Vísindin eru ennþá unglingur að aldri, ennþá jafnsviphreinn og skarplegur unglingur. En mikið hefir hann þó breyst síð- Predikun flutt af séra Friðrik V. Friðrikssyni 28. nóv. 1931, í Jlaine, Washington. ustu áratugina. Miklum stakka- skiftum hafa skoðanir hans tek- ið. Jafnvel æskustöðvarnar og sveitina sína lítur hann nú nokkuð öðrum augum. Og um leið tekur hann sjálfur að horfa draums- og vonaraugum “upp yfir fjöllin háu”. Því að þekk- ingarinnar útvöldustu menn hika nú ekki framar við að tala um Guð og ódauðlega mannssál í háleitri alvöru. Seg- ir ekki Einstein: Tilveran er bersýnilega reglubundin; regla bendir til vitsmuna, og vits- munir til persónulegs guðs? Hefir ekki Millikan, einn nafn- kendasti vísindamaður þessar- ar álfu, hreyft áömu skoðunum? Og loks leggur Thomas Alva Edisonandlega erfðaskrá sína fram fyrir mannkynið, sem öll hallast á sveif guðstrúar, upp- risutrúar, kristindóms og kreddulausrar, frjálsrar, leit- andi og vaxandi kirkju. Hvílík gerbreyting á fáum ár- um aðeins! Slíkur var og er máttur hins eilífa sannleika, og dásamlega fullkomnast hann í veikleika jarðarbarnanna — og þá einkum veikleika þeirra, er á lofti eiga að halda andleg- um sannindum, verja þau og efla. Hirðarnir! Vissulega voru 1 þeir margir gleymnir og grá- lyndir. En við það ber þó að kannast, að aldrei sleptu þeir því undirstöðuatriði í vegsögu herra síns, að áfram skyldi halda, upp og yfir fjarlæg, blán- andi fjöllin. Þeir varðveittu þá vegsögu, þótt þeir jafnframt syndguðu gegn henni, og gerðu ! hana tortryggilega í augum þeirra, sem hún var ætluð til bjargar. • • • Vinur minn einn og sam- verkamaður fékk mér í hendur fyrir fáum dögum síðan eitt af- ritið af erfðaskránni andlegu, sem Edison lætur eftir sig liggja. Hvílíkt íhugunarefni! Mörgum áratugum fyrir andlát hans, var þegar farið að tala um Edison, sem heimsins mesta mann, einmitt fyrir það að hann flestum, eða öllum öðrum fremur hafði þaulþrætt hina flóknu leynistigu efnisins og kraftanna, og dregið þaðan fram í dagsljósið furðulega fjár- sjóðu. í leitarlokin kannast hann við að hafa komið þar, sem bjarmaö hafi af ennþá æðri og verðmeiri veruleik en efni og-öflum. Hann sá Guð. Og hann fékk sterkan grun um áframhaldandi líf og starf mannsandans eftir líkamsdauð- ann. Skulu nú þýdd nokkur helstu ummæli hans og jafnframt reynt að draga af þeim sann- gjamar ályktanir. Eins og vænta mátti af vitr- um manni, víkur höfundurinn sér strax að höfuðúrlausnarefni lífsgátunnar og þungamiðju allra trúarbraða, ódauðleikan- um. Hann segir: “Sem stendur, er ódauðleiki mannssálarinnar eitt af því, sem mennirair trúa af hugboði sínu. Átækileg sönnun, í strangasta skilningi “þess orðs, er enn eigi fyrir hendi. . .. En öll þau gögn sem fyrirliggja í því máli, bókstaflega öll, benda til þess, sem málsvarar trúar- bragðanna kalla “annan heim”. “Tvær ástæður eru til þess, að vér eigum ekki ákveðna þekkingu á hinu örðuga við- fangsefni andans og ódauðleik- ans. Aðalástæðan er sú, að vér vitum jafnvel ekki það, hversu vér eigum að hefja rann sóknina. Tölvísinni, einu ó- skeikulu vísindagreininni, sem vér eigum, verður eigi komið við í þessum efnum, með nokkr um þeim ráðum, sem enn era kunn.” Eg hygg, tilheyrendur, að all- margir upplýstir menn, er sökt hafa sér niður í sálarrannsókn- j irnar, séu Edison um þetta að því leyti ósammála, að þeir jtelji ódauðleikann þegar sann- að mál. Um það tel eg mig ó- færan að dæma, enda eigi verk- efni mitt að þessu sinni. En i sambandi við síðustu tilfærðu ummælin flaug mér þetta í hug: Svo sem kunnugt er, hef- ir Einstein látið í ljós, að hann hallaðist að guðstrú, en gerði sér hins vegar litlar vonir um ódauðleikann. Mjög svo náttúr- legt, mundi Edison segja. Hið mikla tæki Einsteins í þekk- ingarleitinni- er tölvísin. Hún opinberar hin máttugu og vits- munaþrungnu lögmál himin- geimsins og leiðir til skilnings á guði. Alt öðru máli er að gegna um gátur lífs og dauða. Þar er tæki Einsteins ennþá magnlaust, og takmarkar það skoðun hans á því svæði. — Hin ástæðan fyrir vanþekk- ingu manna á eilífðarmálunum segir Edison að sé sú, að — “hugsun manna um þau efni hefir verið þokukend og losara- leg. . . . Sennilega vissum vér lífsmagn en nokkur önnur, þvi að með hverju ári sem líður, aðhyllast hana æ fleiri manns- sálir — þrátt fyrir það, að þeir, sem reynt hafa að útskýra hana fyrir öðrum mönnum, og kunn- gert að þeir væru þeim vanda vaxnir með því að kalla sig guðfræðinga og kirkjuleiðtoga, hafa deilt meira og heiftúðug- legar um það, hver sé sann- leikurinn, en nokkrir lærisvein- ar hinna trúarleiðtoganna.’’ Þessu næst koma svo um- mæli, sem mjög eru eftirtekt- arverð. Því að upp yfir hinn þunga ym ádeilunnar lyfta sér sigurdjarfir tónar: “Sigur kristindómsins yfir þeim, sem hafa kallað sig efasemd- ar- og vantrúarmenn, er sem ekkert, í samanburði við sigur hans yfir þeim, sem hafa ka.ll- að sig kristna menn.” Með slíkum ummælum virð- ist mér þetta sagt: Knstindómurinn lifir — og meira um þetta mál, ef það.lifir sigrandi! Vantrúin, efa- hefði ekki verið alyeg óviðráð- J semdirnar, efnishyggjan, eru anlega þvælt og afskræmt af, ekki framar í árásarafstöðu, mönnum, sem ekki voru • vís- j og er það merkilegt, miðað við indalega hugsandi, og sumir það sem verið hefir. En marg- þeirra alls ekki sem vandaðast- ! falt merkilegra er hitt, að krigt- ir heldur.” j indómurinn skuli hafa lifað af Mér er ekki ljóst, tilheyrend- sambúðina við sína eigin ját- ur, hvort þessari ádeilu er beint að kennimönnum kirkjunnar, entíur! Öllu hvassari og mein- legri árás á siðferðilegan og eða sérstaklega að miðlum og rannsóknurum andahyggjunn- ar — spiritismans. Væri hið síðara tilfellið, er óhætt að segja, að þótt margt mæli með því, að andahyggjan og skyldar stefnur hafi fleytt mann andlegan manndóm kirkjunnar baraa, minnist eg hreint ekki að hafa séð. En hvað sjáum vér: Kristindómurinn lifir. Hann hefir um allar aldir lifað af gerræðislega og heimskulega umhverfing sinnar eigin stefnu. kyninu yfir blindsker og brot- Hann hefir lifað af páfatignun, sjói andlegs gjaldþrots, þá er! biblíudýrkun, játningafarg, gíf- hitt og ómótmælanlegt, að urlegan fjárdrátt og siðspilling, loddarasvik og grunnfærni hafa 1 pyntingar, morð og styrjaldir mengað þann málstað svo gíf- í— sem alt er í hans nafni gert. urlega, að vafasamt er, hvort j Kristindómurinn hefir, enn- ekki er einsdæmi í sögu trúar-' fremur þolað og lifað af, a!t bragðanna, — og er þar þó af , hið heimóttarlega og smámann- ýmsu að taka. En sé hér fin-jlega siðferði, sem almennast er, göogu ráðist á trúðmensku þá ^ innan kirkju sem utan — á- og trúgirai, er mengað hefir; girnd, ágengni, nautnasýki, af- spiritismann, þá hefir Edisón j brýði, lausmælgi, reiði, fyrir- ekki þar fyrir gleymt kennilýð j gefningarleysi, hugsjónafátækt kirkjunnar. Hann kemur við j — þetta, sem alt þverbrýtur í hjá þeim seinna. Við lesum á-1 bága við fræðslu og fordæmi íram: j Krists. Kristindómurinn hefir “Svo sem grundvöll trúar- j lifað það alt saman af — og bragðanna, traustan og heil- | “ekkert nema sannleikur á slíkt brigðan, höfum vér fræðslu lífsmagn”. nokkurra andans mikilmenna, sem vér köllum spámenn. Hefir andleg forysta þeirra reynst ó- inu “Kristindómur” á Edison mælilega verðmæt. Sést glögt af hinum varanlegu áhrifum, að mannkynið hefir gripið mik- Sjálfsagt er ástæða til að taka það fram, að með hugtak- ekki við neinar kirkjulegar sér- skoðpnir. Hann á við undir- í stöfmsannindi allra trúar- fræðslu. Áhrif þessara fjögra, hvers fyrir sig — Krists, Budd- ha, Konfúsíusar, Muhameds — hafa langsamlega farið fram úr áhrifum nokkurs þess efna- rannsóknara, eða vísinilamanns sem enn hefir verið uppi.’’ Slík ummæli falla af vörum einmitt þess mannsins, sem fjöldi fólks telur orðinn áhrifa- mesta mann sögunnar um við- horf heimsmenningarinnar. — Hann afþakkar þann heiður. Sýnir það þá hógværð, er sann- miklum mönnum er eiginleg. En eigi hógværð aðeins, held- ur og heilbrigt vit. Því að heil- skygnum mönnum er það ljóst, að engir ytri viðburðir, engin efnisleg uppgötvun, hversu merk sem er, getur jafnast á við lífsskoðanir og hugsjónir. Hugsun er til allra hluta fyrst. Hugsun vor eða lífsskoðun, skapar lífsverðmætin og ham- ingjuna. Hugsun vor ræður meðferðinni á hinum ytri gögn- um og gæðum, sem uppgötv- anir og önnur vísindi láta oss í té. Fyrir því verður hið gam- alsanna eilíflega nýr sannleik- ur — að þar sem hugsjónir lifa, þar lifir fólkið; þar sem hugsjónir deyja, þar deyr fólk- ið. Með hinum spámannlega málstað stendur menningin eða fellur. — — Edison benti á hin merku og lífseigu áhrif spámannanna. Hann bætir við: Aðeins sann- leikur getur orðið svo langlífur. Fræðsla Krists hefir sýnt meira ilvægi þeirrar forystu og j bragða — "trúna” í trúarbrögð- unum. Fyrir því lítur hann á Buddha og Krist sem bræður og samherja, þótV hann telji hina andlegu fræðslu birtast í fullkomnastri mynd hjá Kristi. Trúin á sérstætt áhrifamagn kristindómsjns lýsir sér vel í þessum orðum: “Eg trúi þvf að kristindóm- urinn haldi áfram að skapa heimsins beztu forystu. Kristnu þjóðirnar eru skynbærustu þjóðirnar, og ein sönnun þess er fylgi þeirra við kristindóm- inn. En alt hans siðalögmál virðist mér eg geta undirskrif- að af heilum hug.” Hvað eigum við nú að segja, tilheyrendur? Bersýnilega hefir Edison mætur á kenningum meistarans, og ber lotning fyrir honum sem þeim persónuleik sögunnar, er mest og blessunar ríkust áhrif hafi haft á mann- kynið. Mundi þá ekki nokkurn- veginn hættulaust að kalla Edi- son kristinn mann? Á að bann- syngja hann sem ókristinn mann fyrir það, að hann leiðir hjá sér sem lítilsvarðandi hluti alla eingetnaðarstælur og aðra játningafræði hins volduga í halds. Hvað halda nú grannar vorir sumir um afdrif slíks manns sem Edisons, eftir dauð- ann? Halda*þeir að hinn tigni kærleiksandi, Kristur, erfi það nú stórlega við dána, mikil- virka mannvininn, að hann trúði því einu, sem honum þótti líklegt, og áleit játningahrópin með öllu þýðingarlaus, nema þá til ills eins? — Því að þetta segir hann: “Guðsþjónustur f kirkjum eru mér persónulega ekki neitt geð- feldar, þótt eg hafi hins vegar ekkert á móti þeim. Auðsjáan- lega eru þær fjölda manns- hjartna kærar. Og sérhvað það, sem hjálpar einum manni eða konu, eða einu litlu barni, hjálp ar öllum mannheimi. — En til eru þeir hlutir, sem verulegur veigur er í, eins og t. d. Fjallræðan. Þar er veruleg- ar kenningar að finna. Eg get hins vegar ekki séð að játn- ingar séu til nokkurs gagns. Eg er, meira að segja, alveg steinhissa á því, að menn, sem virðast greindir, skuli leggja eins mikið upp úr þeim og þeir gera. í vísindum gildir að- eins eitt, og það er grundvall- aður sannleikur. Sú kemur tíð- in ef til vill, að trúarbrögð og vísindi líta sömu augum á það mál. — Þess vildi eg óska að allar kirkjur gætu orðið að sann- kölluðum menningarstöðvum, hver í sinni bygð, þar sem fólk gæti sökt sér nðiur í hin miklu djúp tilverunnar, eins og þeim er upp lokið af sjálfri náttúr- unni. Því að hin miklu sannindi hennar hljóta jafnframt að vera sannindi guðstrúarinnar og ó- dauðleikans. 1 kirkjunum safn- ast yfirleitt mannvænlegasta fólkið í hverri bygð, og þar er því ákjósanlegri staður fyrir slíkt nám, en hjá nokkurri ann- ari stofnun. í slíkum kirkjum yrði meiri áherzla lögð á siðgæðisfræðsl- una en játningarnar. Sú er Kristshugsunin. Það gerði Krist ur. Það gerði Buddha og'Kon- fúsíus. Um Múhameð verður naumast hið sama sagt, sakir hermensku hans og kúgunar- trúboðs. En þetta virðist mér mikil- vægast, að játendur kristin- dómsins fylgi höfundi hans í því, að varpa frá sér öllum liár- togunum, allri guðfræðilegri smámunasemi, allri hnitmiðun játninganna. Kristur gerði krist- indóminn; lýðurinn býr til játn- ingarnar. — Náttúran getur kent okkur meira um almáttugan guð á einum degi en allar bækur guð- fræðiskólanna á tíu árum. — Hugsum okkur eitt einasta eik- arlauf; eða iðjusemi íkoraans við að safna forða fyrir vetur- inn; eða takmarkalausa fegurð snjókoraanna. Hvílíkt prédik- unarefni! Upplýst kirkja gæti frelsað heiminn. Slík kirkja er og hugsanleg. En áherzluna mundi hún leggja á það, að ala með- lirni sína upp í siðgæði — í fórnfýsi, framþrá, skyldurækni, en sneiða hjá játningum, goð- sögum og kraftaverkakynjum. Vinnustofur háskólanna og tilraunadeildir hinna miklu iðn- aðarfyrirtækja eru staðir, þar sem guðs orð er opinberað og vegsamað, — jafnvel þótt sum- ir dýrkendurnir geri sér þess ekki sjálfir grein, að þeir eru að opinbera það og beygja kné sín frammi fyrir því.’’ — Kærir tilheyrendur! — Öll er þessi lífsskýring mjög í sam- ræmi við það, sem mér hefir um langt skeið verið Ijúfast að trúa og boða — og þá líka síð- ustu orðin. Þau mátti ekki vanta. Þau sýna okkur að frá- bæra mikilmennið átti anda lotningarinnar; fann sál sína krjúpa í tilbeiðslu frammi fyrir dásemdum lífsins og lögmál- anna, sem hin hetjulega leit sannleikans opinberaði honum. Hvílík fjarstæða að frjáls- hyggjumaðurinn þurfi að vera snauður af anda tilbeiðslunnar og lotningarinnar.------- Að lokum skulu svo dregin fram í stuttu máli furmatriðin í þessari eftirtektarverðu and- legu erfðaskrá, eins og þau koma mér fyrir sjónir. í fyrsta lagi: Þótt máttur og meðul vísindanna á sumum sviðum séu ófullkomin, þá eru þau þó, enn sem komið er, sá dómstóll þekkingarinnar, sem mannkynið verður að leggja fyrir sannanir sínar. Úrskurð- ur þess dóms um framhaldslíf mannsandans er á vorri tíð sá, að líkurnar séu með en ekki móti. Fylgi við trúarlega lífs- skoðun er því fremur vottur vits en óvits. í öðru lagi: Almættið, guð, opinberar sig í náttúrunni. í þriðja lagi: Svo æskilegar sjálfsagðar sem uppgötvanir og ytri, verklegar framfarir eru, þá ráða þó spámannlegar lífs- skoðanir og hugsjónir meiru um líf og líðan kynslóðanna. Fyrir því eru spámenn þjóðanna þeirra þörfustu menn. í fjórða lagi: Kristindómur- inn, hreinn og ómengaður frá Kristi sjálfum, er á vorri tíð veigamesta siðgæðisafl mann- félagsins. • í fimta lagi: öll sannindi, andleg og efnisleg, eru ná- skyld — eru greinar af stofni eins og sama sannleikans. Trú- arbrögð og vísindi stefna því að sama markmiði, og eiga að búa hvort við annað í skilningi, sátt og samstarfi. í sjötta lagi: Kirkjan býr yfir mætti til að frelsa heiminn. En til þess verður hún að breyta til um aðferðir, og þá sérstak- lega að losa sig við alla bind- ingu af bókstaf og játningum. í sjöunda lagi: Orð hins ei- lífa, orð guðs — svo sem þaÁ opinberast í háleitum lögmál- um lífs og efnis — kallar mannsandann til fagnandi lotn- ingar, þn' að án lotningar er sálarlíf mannanna ófrjótt, kyr- stætt, frosið líf, þótt það lifi. * * * Frá æfilangri, einstæðri sann leiksþjónustu bar ofurmennið Thomas Alva Edison slíka lífs- skoðun úr býtum. Fjarri væri ^að anda hans og tilgangi, að gera hann að óskeikulu drott- invaldi í þessum efnum. En ekkert kemur hugsandi og leit- andi mönnum fremur við en sannfæring mentuðustu og ein- lægustu mannanna. Og gott er til þess að vita, að öll er þessi andlega arfleifð, sem hér hefir verið rædd, frá upphafi til enda máttug uppörvun til þeirra til- tölulega fáu manna og kvenna, sem trúa, og leitast jafnframt við, þótt stundum sé í van- mætti og óþroska, að losa af sér og bræðrum sínum skað- leg höft vanans og misskiln- ingsins, og hverfa heldur til þess, sem bersýnilega var, og er — kristindómur Krists. • • • (Aths. — Þeir sem ef til viil sæu ástæðu til að kynna sér meðferðina á þessum um- mælum Edisons, finna heimild- ina í sunnudags útgáfu blaðs- ins “Seattle Post-Intelligenser” 8. nóvember s. 1. Vegna rúm- leysis er frumheimildin ekki öll þýdd, og efni dregið saman í tveim málsgreinum. Á stöku stað hefi eg leyft mér að undir- strika. — Fr. A. Fr.) FRA ISLANDI Rvík 6. des. ólafur Friðriksson biSur um lögregluvernd. Sjójmannafélagsfundur út af síldareinkasölunni var haldinn í gærkvöldi f fundarsalnum við Brattagötu. Fulltrúum útgerðarmanna að norðan á síldarráðsfundinum var boðið þangað, og sátu þeir Ingvar Guðjónsson og Steindór Hjaltalín á fundinum. Fundurinn hófst kl. 8. Sveinn Benediktsson gerðj Sigurjónl Ólafssyni orð um það, hvort hann mætti sitja fundinn. Neit- aði Sigurjón því, og einnig að bera undir atkvæði fundarins, hvort Svenn mætti sitja fund- inn eins og fulltrúar útgerðar- manna að norðan. Snemma á fundinum spurði Frh. á 8. bls.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.