Heimskringla - 06.01.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 06.01.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 6. JANÚAR, 1932. HEIMSKRINGLA 7. SfiXA ENDURMINNINGAR. Frh. frá 3. bU. "þess, að menn áður sátu meira að eðliseiginleikum sínum. — Menn voru meira gerólíkir hver öðrum, þó í nágrenni væru. J»eir höfðu aldrei verið lagðir í sameiginlegt mót. Fólkið bjó að sínum erfðaeinkennum á- hrifalaust til elli. Eg fer um allan Þistilfjörð í huganum. Þarna er fálátur, þunglyndur, sérstaklega vel greindum en til bakahaldandi maður, sanngjarn í umtali og áliti um alla og alt, sjálfsagður að efna alt, sem hann lofar. Á næsta bæ er ör- lyndur maður, finst vera skiln- ingsríkur, framúrskarapdi fljót- ur að reikna flókin dæmi í hug- anum. Liggur svo mikið á að tala, að hann hálfstamar. Hann er sanngjarn og traustsverður maður, en tapar þó áliti, auð- veldninnar vegna. Á næsta bæ er hýrleitur, prúðmannlegur geðværðar öldungur, en rammháðskur, og setur á sig hverja hreyfingu og hvert orð aðkomumanna, til þess að geta leikið það þegar þeir eru farn- Ir o. s. frv. — Nú gera skólarn- ir alla jafna, núa af þeim sér- einkennin. Frh. HLUTFALL ÞITT OG HINNA. Þér auðnast seint, að eigna9t nokkuð fé. XJm of mér finst þeim ríku hampað sé. Og hlutfall þeirra hljóti að vera gott. I»eim hlýði menn og sýni hefð- ar vott. En þér, sem enginn sýni sóma- skil, þig særi það, að hafa verið til. í fátækt þinni finnist þér alt ljótt. Þín forlög þung og köld mörg vökunótt. En auðlegð þín í anda þínuin býr, og alt hið mikla hugur þinn fram knýr. Og efir þú ei orku þinnar mátt, þín áform hepnast þér. á flestan hátt. En hikir þú og efir öll þín ráð, þú eigi getur sigurmarki náð. Því það er óskift liugans mark og mið, Er manni gefur stærðir, nægð og frið. Og það er ofið andans leyndar- mál, að örlög þrungin brenni í hverri sál. Og þaðan fellur alt á eigin braut, og úthald það, að sigra í hverri þraut. Og hlutfall þitt er — hlífðu þér ei neitt: að hlíta því, sem eigi verður breytt. Hvað hinum líður: Hugsa minna um það. Við hætti lífs er afl þitt tak- markað. Jón Kernested. BRÉF TIL HEIMSKRINGLU. Iinnisfail, 1. jan. 1932 Ritstjóri Heimskringlu, Winnipeg, Man. Kæri herra! Eg þakka þér og The Vikinlg Press Limited fyrir blaðið síð- astliðið ár. Það hefir komið í fullri stærð með góðum skl- um. Heimskringla er fræðandi, hátt- prúð og fín, heitbundin “bergi’’, það goða- sögn er mín. Þau færa oss fregnir um þjóð- lönd og sjó, en hugljúfar myndir af þeim, sem að dó. Þær hugljúfu myndir í bundnu og óbundnu máli eru áreiðan- legustu heimildir að heildarsögu “Landnámu”, er líklega kemur út á eitt hundraðasta afmæli Vestur-Islendinga, á forn-ensku er Guðmundur Finnbogason spáir að verði alheimsmál inn- an lítils tíma, á íslandi sem annarsstaðar. Lesari góður, fyrirgef þú út- úrdúr frá héraðsfréttum. Jólablað Kringlu var ágætt. Tvær prestaræðurnar fyrirtak, er lýsa skapgerð hvors um sig. Þá kom Lögberg prúðbúið á annan í jólum, ágætt að efni og fjölbreytt, en fyrirlestur H. Bergmanns þó beztur. Mér brá er eg las skapgerð séra Björns, er liann lýsir sínu eigin sálar- ástandi í dulargervi vantrúar- innar. Hann veit vel að fyrsti maður jarðar, Adam, talaði við andana sem maður við mann. Abrham hélt þeim veizlur oftar ep einu sinni í tjaldi sínu. — Hann veit að stærri og smærri spámenn hinnar heilögu ritn- ingar höfðu sínar náðargáfur frá öndunum. Þeir vernduðu þá í eldsofnum, Ijónagrifjum, og leystu lærisveina Jesú úr fjötr- um og fangelsi og leiddu þá út úr myi’kvastofum Gyðinga. En andatrúarkonungur himins og jarðar, Jesús Kristur, var borinn í faðmi andanna um musterisburstir og fjöll. Hann í bæninni fékk andana til að fara til sinna fyrri bústaða í jarðbundinn mannslíkama. — Hann sýndi lærisveinum sínum á fjallstindinum í geisladýrð morgunroðans, hina framliðnu anda forfeðranna, og andi hans lifði með lærisveinum sínum sex vikur eftir andlát sitt, til að fullvissa þá og okkur öll um alla eilífð, um andlega lífið _hjá föður ljósanna í andaheimi í hinum himnesku bústöðum. — í stuttu máli er þetta trúarsaga forfeðranna, og okkar allra, er kristnir köllumst, sérkreddu- laust, svo að hvorki lærisvein- ar hans né aðrir þyrftu að lifa “jólvana jól”. Og andi vor leit- ar upp til föður ljósanna til hinnar himnesku Jerúsalem, en ekki langt ofan í rústir og ó- þrifafjós um pöddur og eðlur í myrkrastofum jarðarinnar. • 0 • íslendingar hér hafa haldið nokkrar samkomur. Kvenfélag- ið Vonin safnaði og gaf um tvö hundruð dali fátækum til jólaglaðningar, mest til enskra fjölskyldufeðra. Tenórsöngvarinn Sigurður Skagfield söng hér á Marker- ville 19. desember s.l. 19 lög, og sum tvisvar, er á söngrskrá voru. En meðan bið varð eftir kaffi og hátíðaréttum kvenfé- lagsins, söng hann 5 lög. Hreif hann tilheyrendur með sinni hljómfögru rödd. En söngkenn- arinn Jónas Pálsson sló slag- hörpuna með sinni leikfimislist, er öllum til ununar var. Séra Pétur Hjálmsson setti samkom- una, kýnti gestinn, með um- mælum danskra og þýzkra söng fræðinga. Og með fögrum orð- um þakkaði hann söngvaran- um fyrir hinar hljómfögru tónaraddir, hið yndælasta, tára- mýksta tónaregn íslenzkunnar í allri veröldinni. — Þann 28. desember heyrðist liin þrum- andi hljómfagra rödd, en orða- skil ekki vel nema á lægstu tónunum, píanóspilið ágætlega. Sigurður Sigurðsson var bíl- stjórinn. Með honum komu Skagfeild, Pálsson, J. Guð- mundsson og frú Reykjalín. — Þökk fyrir komuna og komiö aftur. Skáldin þau yrkja dýrt sagn- fræða ljóð, söngvarinn flytur þau alheims- ins þjóð, útvarpið færir oss orðin hans snjöll í afdala hreysi og konungsins höll. • • • Ef vér lítum til baka hið liðna ár, var veðráttan að vetr- inum að heita mátti snjólaus. Vorið þurt og vindasamt, sem skóf moldina þurra af ökrunum, og stundum urðu bílar að stanza á brautunum í hinum svörtustu moldarbyljum. Tjarn- ir, uppsprettur og brunnar þom uðu upp, svo víða varð tilfinn- anlegur skortur á vatni handa fénaði manna, bithagar gras- minni, blómin fölnuðu af þurk, hita og regnleysi. Sáðlönd sáð í marz og apríl, lágu í dvala, eða komu með plöntur á strjálningi er gulnuðu, og ekki sjáanleg uppskera af korntegundum eða slæjum. En áttunda dag júní byrjaði að rigna og næstu daga. Var þá sem töfrasprota væri bruðið yfir jörðina. Gulu strá- in urðu græn á engi og ökr- um, sem á einni nóttu væri. — Umbreytingin var undrandi og stórkostleg, sem engir munu trúa, er ekki sáu. Er nær upp- skeru dró varð heyfenguic meiri en í meðalári, því af og til urðu oft hellidembur fram yfir miðj- an júk'. Kornskurður byrjaði 2 vikum seinna en vanalega, eða seint í ágúst. Blöðin sögðu að margir mundu fá um 80 bushel af ekrunni af höfrum, og þar yfir, beztu tegundar, og 60—70 bushel hveitis. Tjarnir fyltust vatni, uppsprettulindir flóðu yf- ir barma sína. En nú komurn við augliti til auglitis við hina lægstu prísa. Heildsalar höfðu allar kælihallir fullar af eggj- um, smjöri, kjöti, vörum frá hinum milda vétri og vorinu, og kornvaran of mikil og út- flutningar sama sem engir. Og vörur bænda þar af leiðandi féllu svo lágt, að slíkt er áður óþekt í Vestur-Canada. En það er vanalega morgunroði í hin- um dökkíistu skýjutn. Vér ósk- um og vonum að tímamir batni, vara okkar bænda hækki í verði eins og áður átti sér stað í þessu héraði erum við vel stödd hjá mörgum öðrum, hér lifum við góðu lífi. Þó gull óg silfur sé sumstaðar minni en áður; í umferð manna á milli, af því að allir geta ekki verið miljónerar, og’ samkomur sýna alt annað en skort á skotsilfri sem hér hafa haldnar verið í haust og vetur. Og matvara, sem hend hefir verið héðan til annara héraða, sem erfiðara áttu í Al- berta fylkinu, og jóla hátíð og jóla gjafir með sömu héraðs risnu sem áður og glaðning til hinna fátækari og barnanna á öllum jólatrés samkomum. í fáum orðum sagt um veðrið, september votviðrasamur, októ- ber, nóvember og desember yndælasta tíð, snjólaust og frostvægt. En föl um 4 þuml. þann 28 desember er það mesti fannburður það sem af er haustsins og vetrar. En jörð- in vatns meiri nú en á sama tíma 1930, og vonir manna betri um farsælt jarðræktar ár. Og ríkulega uppskeru, ef vorið verður hagsældarvor með regn skúrum og hlýindum. Hér er ást og yndi — eilíf gleði og ró, hér leikur alt í lyndi — í löfg- um furu skóg. Gleðilegt og farsælt nýtt ár. J. Björnson. NOKKUR KVÆÐI. Stökur. Út á lífsins ólgusjó einatt fæðist skaðinn, því boðarnir og blindsker nóg buga gæfuvaðinn. Áframhaldsins öfugheit oftast braut á skeri. En sá betur öðrum veit, út-frá lengra reri. Gunnar Lindal. Haustvísur. Æsku hallar öllum leik! Alvalds kalþ það styður — Blöðin falla brátt af eik bleik til vallar niður. Sumars blíða er burt að líða, bregður kvíða á þorið. En við skulum bíða betri tíða. Blómrunn skrýðir vorið. Gunnar Líndal. Vetur og vor. Vetur nauða-tök ei tefur — treður mjöll í gróðrarspor; að mér hvíslað enginn hefur unaðshlýrri rödd en vor: Þá sáðkorn öll af sólu hlýjuð sín út breiða þroska-pund. Þar sést æskan endurnýjuð, uppvakin af sætum blund. Gunnar Líndal. TVÖ KVÆÐI Einbúinn og ofninn. Klökna ei á mér kuldabrosin, kæri vinur minn! Þarna stendur þú og frosinn, þegar eg kem inn. Eg hélt þú héfðir heitið því að hlýja upp mitt blóð — Hér er enginn eldur til og útkulnuð þín glóð. “Von er að eg sé kaldur, því ekki er í mig lagt — Þú ert þess sjálfur valdur, og það get eg þér sagt, að svo fer það með hipa, sem hafa vit og sál, en hitta aldrei nokkurn, sem skilur þeirra mál. En þér er alveg sama, því þér er aldrei kalt — Og það skal hrinda ama, að nú er í þig lagt. ’*• Og er þú ferð að tala þitt elda-tungu mál, þú ylar mér með þinni viðar-kubba-sál. Það væri bara gaman að vera eins og þú: með viðar-gin að framan — og ösku fyrir trú. — En kunna þó að tala töframál við þjóð, sem tímdi og vildi leggja eina spítu í glóð. Jak. J. Norman. Bænrækni. Þú mátt biðja hann og hinn, hertu á þessu suði. Altaf verður and......... úthverfan á guði. Upp á hann þó hermir snuð, harma teljir þína, hann er eins og hrygginn guð hugsar bara um sína. Jak. J. Norman. FRÁ FÁLKUNUM. Mánudaginn þann 28. des., léku Fálkarnir í St. James In- temiediate League á móti Im- perials, og töpuðu þar með 2 á móti 4. En sá leikur hefði ekki átt að vera leikinn það kvöld, því ísinn var ómöguleg- ur. Hann var allur með liolum og hæðum og vatn á honum, og var kringlan föst í vatninu eða þá í holunum. Og það var bara lukka hver sem komst í gegn með hana, og hinir sýnd- ust hafa hana. Okkar drengir eru allir eldfljótir á skautum, en þeir nutu ekki flýtis síns þar. Þeir sem skutu í mark fyr- ir Fálkana voru þessir: C. Ben- son, 1 og Palmatees, 1. Þeir sem léku fyrir Fálkana voru: Albert Dalloway, hafn- vörður; C. Benson, A. Johnsbn, W. Bjarnason, Ingi Jóhannes- son, C. Munroe, Ad Jóhannes- son, Matt. Jóhannesson, Pal- matees, H. Gíslason. Á miðvikudagskvöldið lékum við okkar flokki á Wesley Rink, og lenti þeim saman Natives og Rangers, og fóru svo leikar að Rangers höfðu betur, og unnu þeir Natives með 4 á móti 1 í fyrri part leiksins. En Nati- ves sóttu í sig veðrið og höm- uðust sem óðir væru, og óðu þeir um alt H. Chase og Pat- terson, og dundi þá skothríðin jafnt og þétt á mark Rangers, og hafði H. Pálsson markvöröur nóg að gera, og var hann hepp- inn að þeir voru á undan í fyrri leiknum, Rangers unnu samt með 5 á móti 4. Þeir sem skutu DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Blidg. Talsimi: 22 296 ttandar ■<rstaklaga kvensjúkdóme ots uarnasjúkdóma — AS hitta: kl 10—12 * h og S—6 e h. Hatmtll: S06 Vlctor St. Simi 28 lSn W. J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON ISLKNZKIR I.OGFKÆÐINGAB á oðru gólfi 325 Main Street Tals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur aS Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Dr. J. Stefansson IHI MEDIOAI, AHTS BLDG. Homi Kennedy og Grah&m Itnndar elagöBgu augina- eyrna a*f- og kverka-sjflkdómH Br &« hitt& frá kl. 11—12 f h og kl. 3—5 e b Talaifmi; 21H34 Helmlli: 088 McMill&n Ave 4269 Telepfione: 21 61J J. Christopherson, íslenskur Lögfrœffingur 845 SOMERSBT BLK. Winnipeg, :: Manitob*. MOORE’S TAXI LTD. A. S. BARDAL 1 Cor. Donald and Grakam. SO Ccnta Taxl selur Ifkkistur og ann&st um útf&r FrA einum statJ til ann&rs hv&r ir. Allur útbún&Öur aá hestl sem er í bænum; 6 manns fyrir sama og einn. Allir farþegar á- byrsstir. ailir bilar hitatiir. Ennfremur aeJur h&nn allakon&r minnisv&röa og legsteina. Slml 23 SIXJ (8 Ifnur) Kistur, töskur o RhúsgaRna- 843 SHKRBROOKE ST. Phouci K66OT WINNIPBt flutning-ur. DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Office timar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 í höfn fyrir Rangers voru þess- ir: J. Reid 3, H. Palmatees, 2. En þeir sem léku fyrir Rangers voru þessir: Pálsson, hafnvörð- ur, H. Bjarnason, W. Jóhann- esson, J. Reid, H. Palmatees, M. Jóhannesson, P. Frederick- son, H. Edgington, S. •Vigfús- son. En fyrir Natives voru þessir: A. Dalloway hafnvörður, H. Chase, A. Jóhannesson, W. Sigmundsson, N. Thorsteins- son, Patterson, O. Johnson. — Þeir sem skutu í höfn fyrir Natives voru þessir: H. Chase, 2; W. Sigmundsson, 1; Patter- son, 1. Svo lenti þeim saman Can- ucks og Víkingum, og varð það harður slagur, og leit illa út fyrir Víkingum, því Canucks höfðu 3 á móti 0 í fyrri part leiksins. En þá reiddust Víking- ar og hömuðust sem óQmir' væru, og voru Canucks hepnir að þeir voru á undan i byrjun. Og nú dundi skothríðin á Jóni Bjarnasyni, og kom það sér vel að hann var vel vakandi í marki sínu, því annars hefðu Víkingar farið illa með þá. C. Hallson eggjaði þá fast fram til atlögu, og mátti lengi ekki á milil "sjá, hvorir mundu vinna. Markvörður Víkinga varðist vel alt í gegn, og stöðvaði alt sem hægt var að stöðva. En það er ekki við lambið að leika sér þar sem Canucks eru, því þeir eru harðsnunir drengir. Leik- urin nendaði svo, að Canucks unnu með 5 á móti 4, og voru hepnir að liafa það. Þeir sem skutu í mark fyrir Canucks, voru þessir: Gillies, 1; A. John- son, 1; C. Munroe, 1; W. Bjarna son, 1; R. Jóhannesson, 1. En fyrir Víkinga skutu í mark þessir: H. Gíslason, 2; Reid, 1; C. Hallson, 1. Þeir sem léku fyrir Víkinga voru þessir: E. Reid, hafnvörð- ur, Bailey, H. Gíslason, S. Reid, C. Hallson, A. Jóhannesson, C. Davidson. En fyrir Canucks voru þessir: Jón Bjarnason hafnvörður, F. Gillies, A. John- son, C. Munroe, W. Bjarnason, Ingi Jóhannesson, G. Stephen- son, R. Jóhannesson. P. Sigurðsson. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 8. G. SIMFSON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseasea Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. * MARGARET DALMAN TKACHER OF PIANO H.-V4 RANNIN6 ST. \ PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthú3inu. Sfmi: 23 742 HelmiUs: 33 328 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Banxt mné ranltin tf.Ttag 762 VTCTOIt 8T. SIMI 24.599 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. Islenzkur IttflræSi.cvr Skrlfstofa: 411 PARIS BLDQ. Siml: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talafml t 38 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR •14 lomeraet Block Portago Aveine WINNIPBG BRYNJ THORLAKSSON Siaptjórl StUlir Pianos og Orgnl Sfani 38 345. 5*4 AlverntmM St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.