Heimskringla - 06.01.1932, Blaðsíða 8

Heimskringla - 06.01.1932, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 6. JANÚAR, 1932. Dry Cleaned & Pressed SUITS $ TUXEDOS DRESSES Plain Cloth 1 FJÆR OG NÆR. Mr. Magnús Hinriksson frá Churchbridge, Sask., kom til bæjarins s.l. miðvikudag, að leita sér lækninga við innvort- is sjúkdóm. Hann er á Al- menna sjúkráhúsinu. • • Séra Ragnar E. Kvaran og frú hans fóru s.l. laugardag vestur til Wynyard, Sask. Þau dvelja þar eins eða tveggja mánaða tíma. \ 9 0 0 Mrs. Anna Pétursson, kona Mr. Ólafs Péturssonar fasteigna sala í Winnipeg, og móðir henn- ar, Mrs. Elizabeth McNabb, lögðu af stað s.l. laugardag til Seattle. Staðnæmist Mrs. Pét- ursson þar í nokkra daga, en heldur svo áfram suður til Los Angeles, í heimsókn til Mr. og Mrs. Hannes Pétursson. En Mrs. McNabb heldur suður til Panama, þar sem maður henn- ar á heima og er kafteinn eða stjórnari í vélahúsum Panama- skurðsins. 0 0 0 George Long verkfræðingur frá Chicago, lagði af stað suð- ur um síðustu helgi. Hann var hér yfir hátíðarnar í heimsókn hjá foreldrum sínum, Mr. og Mrs. B. M. Long. • • • Sigurður Sölvason póstmeist- ari frá Westbourne, Man., var staddur í bænum í gær. Hann kvað líðan landa í sinni bygð eftir vonum. 0 0 9 Mrs. Nanna Benson, tengda móðir dr. B. J. Brandssonar, lézt s.i. sunnudag að heimili sínu, 739 Toronto St. hér í bænum. Jarðarförin fór fram í 'gær frá heimili dr. Brandsonar. — Mrs. Benson var mesta myndar- og merkiskona. Að starfi hennar í félagsmálum, bæði kirkjumálum og goodtemplaramálum, kvað mjög mikið. Hvar sem hún kom opinberlega fram, sópaði að henni sökum gervileiks og mynd arskapar. Hún var og fríðeiks- kona og lét lítt á sjá við ald- urinn. Hún var 77 ára. Hennar verður eflaust minst síðar í blöðunum. 0 0 0 Steinberg Þorbergsson, í Riv- erton, Man., 24 ára gamall, lézt s.l. föstudag að heimili foreldra sinna úr lungnabólgu. Hann var sonur Einars Þorbergsson- ar og konu hans, var efnispilt- ur. mesti og er sárt saknað af þeim, er honum kyntust. 9 0 9 Dr. Lárus Sigurðsson og frú hans höfðu heimboð á heimili sínu, að 104 Home St., hér í bænum, á nýársdag. Við það tækifæri var skírður sonur hjón anna. Var sveininum gefið nafn ð Arthur Jóhannes. Dr. Rögnv. Pétursson skírði, en skírnar- .ottar voru Jón Jónsson, afi sveinsins, og dr. Ólafur Björns- íon. • • • Mrs. Björg Blöndal White í Winnipeg, var skorin upp við botnlangabólgu s.l. laugardag á Almenna sjúkrahúsinu. Henni heilsast eftir vonum. 0 0 0 Hannyrðafélagið heldur árs- fund sinn fimtudaginn 14. þ.m. að heimili Mrs. Finnur Jónsson, Ste. 1 Bartelle Apts., 773 Home St. Óskað er að allir meðlim- ir komi. • • • Mrs. Margrét Stevens að Gimli, veiktist af lungnabólgu s.l. laugardag. Var dr. M. B. Halldórsson móðurbróður hinn- ar sjúku vitjað, og fór hann norður að Gimli s.l. sunnudag. Hefir blaðið ekki frétt frekar af lieilsu Mrs. Stevens, en von- ar og óskar henni fulls bata. Alt annað í fréttabréfi þínu var svo ómerkilegt sem mest rnátti verða. Einnig fórstu þar sumstaðar með rangt mál, sem vafalaust hefir stafað af fljót- færni, og engu öðru. Á þetta benti eg þér í “Athugasemd” minni, og var því ekki að undra, þótt þér félli hún illa í géð. Skrif þín um þessi mál hafa orðið mörgum hér í bæ til hinn- ar mestu skapraunar, og einn- ig komið óorði á bæinn út í frá. Er því vonandi að þú fram- vegis grátir yfir syndum þessa bæjar í einrúmi, en hrópir ekki og reitir skegg þitt fyrir al- menningsaugum. Virðingarfylst. X. NORRÆN MENNING Merkilegt rit, sem er að koma út. Nýlega eru komin út tvö bindi af bók sem heitir “Norr- æn menning”, en alls á hún að vera í 30 bindum. Aðalritstjór- ar þessa mikla bókmentafyrir- tækis eru þeir prófessor Magn- us Olsen í ósló, prófessor Otto von Friessen í Uppsölum og prþefssor Johs. Bröndum-Niel- sen í Kaupmannahöfn. En auk þeirra skrifa fjölda margir vís- Halldór sál. var yfirlætislaus maður, lét lítið til sín taka í almennum málum. Hafði þó \ gott skyn á þeim og fylgdist með öllu, sem gerðist á þeim sviðum. Árvekni hans, ástund- um og iðni, heimili sínu og fjölskyldu til þægðar og á- nægju, var hans aðal um- hyggjuefni og hugsun til síð- ustu stundar. Studdur af konu sinni með hyggindum og útsjón skilur hann eftir gott heimili, sem lengi ber menjar hans. — Hann var greindur vel, bjart- sýnn og þjóðrækinn, og kunni vel að segja frá ýmsum við- burðum frá unglingsárunum á íslandi. Með honum er genginn til moldar ágætur heimilisfaðir og góðúr drengur. Hann var jarðsunginn 30. nóvember af Rev. George Dick- son, D.D., prests Presbytera- kirkjunnar, að viðstöddum flest um íslendingum og fjölda hér- lends fólks. Kistan var þakin blómum frá vinum og vanda- mönnum. Reykjavíkur- og Akureyrar- blöðin eru vinsamlega beðin að taka upp þessa dánarfregm G. S. Grímsson. l^níbíonylíhtgt dTontpann, IMCORPORATED MAV 1670. indamenn sjálfstæðar ritgerðir íslenzka karlakórið efnir til • í bókina, og sérstakur ritstjóri skemtunar í The Institute of' er að hverju bindi. Prófessor the Blind, á horninu á Portage Haakon Schetelig í ósló er rit- og Sherburn, fimtudaginn 21. stjóri að öðru bindinu, sem út janúar. Verður þar sungið, spil- er komið, en þeir prófessor að, dansað, drukkið kaffi o. s. Knut Liestöl í ósló og docent frv. Byrjar kl. 8 að kvöldi. Alt C. W. von Sydow í Lundi hafa þetta kostar 35 cent. ! séð um útgáfuna á hinu. Ann- • • • I að bindið fjallar um list, og eru Brandur Pétursson málari, í því 15 ritgerðir, en hitt fjallar ROSE THEATRE Thur. Fri. Sat. This Week Jan. 7-8-9. Paradise Isiand with KENNETH HAKLAN MAKCELINE DAV Serial—Heroes of the Fiames Comedy — Variety — Cartoon Mon. Tues. Wed. — Next Week Jan. 11 - 12 - 13 CONSTANCE BENNETT in “Common Law” Comedy — News — Variety maður á unga aldri, til heimilis í St. James, lézt 30. des. s.l. á Almenna sjúkrahúsinu í Win- nipeg. . • • • í kvæðinu “Bænrækni" á öðrum stað í blaðinu, er þessi prentvilla í þriðja vísuorði ann- arar vísu: “hrygginn”, á að vera hygginn. • • • Almenn guðsþjónusta verður haldin sunnudaginn 10. janúar kl. 2.30 e. h., í skólahúsinu á Mary Hill. G. P. Johnson pré- Jikar. Allir eru lijartanlega velkomnir. um alþýðuvísur, þjóðsagnir og æfintýr. Annars fjallar bókin um alt, er viðkemur norrænni menningu, eigi aðeins í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, heldur einnig íslandi, Færeyjum og hinum sænska hluta Finnlands. —Lesb. Mbl. DÁNARFREGN. BRÉF TIL BÚA. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Repair Service Banning and Sargent Slmi 33573 Heima aími 87136 Expert Repair and Complet* Garajfe Serrice Gm. OB«, Extras, Tirea. B»<teriet. Etc. Lundar, Man., 31. des. 1931. Kæri vinur! Mig langar til að senda þér ofurlitla kvittun fyrir “Þakk- ’ætisviðurkeninngu” þá, er þú nefnir “Sök bítur sekan”. Þótt sú sending sé fremur klaufalega rituð og dónaleg, eins og við má búast af manni, sem skrif- arslúðursögur um -nágranna sína, þá má þó ekki minna vera en að henni sé svarað. Þar sem grein þín er aðal- lega lýsing á mér og mn'nu inn- ræti, þá finst mér ekki nauð- synlegt að gera hana að frek- ara umtalsefni. En af því að þú og ýmsir aðrir virðast hafa mis- Þann 26. nóvember s.l. lézt Halldór Ásmundsson að heim- ili sínu í Calgary. Hann var fæddur 9. júní 1873 í Haga í Gnúpverjahreppi í Árnessýsln á íslandi. Foreldrar hans vorn Ásmundur Benediktsson frá Stóruvöllum í Bárðardal í Þing- eyjarsýslu og kona hans Sigur- laug Jónsdóttir, ættuð úr Fnjóskadal. Fluttist Ásmundui búferlum suður í Árnessýslu með fjölskyldu sína og búslóð. og fór Sprengisand, og þótti það vel gert, eins og ferðalög voru erfið í þá daga. Halldór fluttist vestur um haf árið 1901. Var fyrst í Norður Dakota í eitt ár, og fór svo þaðan til Albertafylkis í Can- ada. Tók heimilisréttarland norðvestur af Markerville póst- húsi, vann sér inn eignarrétt á því, en skifti því svo fyrir fast- eignir í Red Deer og settist þar að áríð 1905. Til Calgary fluttist hann 1919 og Wefir búið þar síðan. Árið 1904 kvæntist hann ung- skilið mína fyrri grein, þá lang- | ar mig til að leiðrétta þann mis- jfrú Kristínu Þorvaldsdóttur frá ikilning. Það var ekki ætlun i Skaftholti í Gnúpverjahreppi. mín að verja eða breiða yfiri^ar Þoi-valdur faðir hennar brot þeirrá manna, sem mis- ! sonur séra Jóns Eiríkssonar frá þyrmdu saklausum svínunum,, Stóranúpi, faðir hinna mörgu eins og þú kemst svo skáldlega Stóranúpssystkina, sem mikill að orði í “fréttabréfi’’ þínu, ættleggur er frá kominn. — enda nefndi eg það óhappaverk t Halldór og kona hans eignuð- og munu þeir, sem orðið skilja,' ust tvo syni, sem nú eru full- varla draga þá ályktun, að eg; tíða menn; Þorvald Pál, sem hafi álitið það ineinlaust gam- j nú vinnur hjá Canadaian Bank an. Aftur á móti þótti mér of Commerce, og Eggert, skrif- það ósanngjarnt af þér, að gefa FRÁ ÍSLANDI Frh. frá 5 bls. Steindór Hjaltalín í heyranda bljóði, hvort Sveinn mætti sitja fundinn, og óskaði að það yrði borið undir atkvæði. Neitaði Sigurjón hvorutveggja. Kröfð- ust þá margir sjómenn at- kvæða. En Sigurjón sat við sinn keip. Fór nú Sveinn burt um sinn, en ko maftur í því er Ein- ar Olgeirsson lauk ræðu sinni. Gekk Sveinn nú inn í fund- arsalinn og óskaði að formað- ur bæri undir atkvæði, *hvort hann mætti sitja fundinn. Heimtuðu þá sjómenn aftur atkvæði. En Ólafur Friöriks- son og Sigurjón skoruðu á menn að fleygja Sveini út. Réðist nú Jón lóðs, hinn nýi fulltrúi í útflutningshiefiid á Svein. En sjómenn komu hon- um til iiðs, svo að alt lenti í áflogum á milli þeirra annars vegar og embættismanna einka sölunnar og embættismanna Sjómannafélagsins hins vegar. En Ólafur Friðriksson lagði á flótta og kailaði lögregluna. Sex lögregluþjónar komu vettvang. Tveir þeirra komu inn í salinn og var þá alt í áflog um. Stiltu þeir til friðar. Fór Sveinn af fundinum samkvæmt beiðni þeirra, og með honum fjöldi fundarmanna. Höfðu þá sumir fengið glóðaraugu, en Svein sakaði ekki. (Vísir.) Mansjúríumálið og Þjóðbanda- lagið. í skyn að svona atburðir væru ekki nema lítið sýnishorn af framferði manna hér, og að stofuþjón hjá Canada Kyrra- hafs járnbrautarfélaginu. Lifandi systkini Halldórs sál. eru: þrír bræður, Ágúst í Red bæjarbúar í heild sinni bæru j Deer, Alta., og Vigfús og Ás ábyrgð á athæfi þeirra manna,' geir og ein systir, Ingibjörg, I sem sekir voru. öll á íslandi. (Frh. frá 1. bls.) er heimilar Þjóðbandalaginu ákvæði og framkvæmdir í mál- um, þó allir aðilar séu ekki með því, eða þó sú þjóðin, sem ágengni sína er að verja, sé á móti því. Þetta virðist hafa verið eina leiðin út úr vandræðunum, eins og málið var hafið, og fyllilega lögmæt. En þessi ráðagerð varð að engu fyrir áhrif fulltrúa Japans á fundinum og í þess stað var nefnd kosin til að fara til Man- sjúríu til að rannsaka sakirnar, sem nú verður líklegast ekki leyft landganga þar hvað þá meira. Ástandið nú eystra ber með sér hvaö einskisverð þessi þátttaka Þjóðbandalagsins hefir verið í Mansjúríu-málinu. Og það er ef til vill að kenna hringlanda- hætti þess, að uppreisn varð í Kína og stjórninni var steypt af stóli. Japanir fóru og öllu sínu fram í Mansjúríu meðan á sátta-tilaruninni stóð og virti það starf þjóðbandalagsins að engu. Og nú hefir það .tekið . landið herskýldi. Nýja stjómin i í Japan hefir einnig látið á sér ; heyra, að afskiftum annara þjóða af þessu máli, verði ekk- ert blíðlega tekið. Erfiðleikar Þjóðbandalagsins að taka ákveðna afstöðu í þessu máli, eru ef til vill meiri en j marga grunar. Margir fulltrú- j anna hafa eflaust verið bundnir j í báða skó af þjóðunum, sem þeir voru frá. En þeir sem máli þessu eru kunnugir, halda því fram, að þá hafi Þjóðbandalag- ið, sem félag, átt að gera yfir- lýsingar og greina frá ástæðum öllum í málinu. Segja þeir bandalagið hafa verið skyldugt til þess, ef það kærði sig nokk- uð um álit sitt og traust í aug- um heimsins. Og sennilega hefði það orðið til þess, að stefna, sem einhvers var verð, hefði verið tekin í málinu. En í stað þess er nefnd kosin af bandalginu, til þess að ákveða landamæri Japans og Kfna, sem Japan var búið að sýna, að ekki var að neinu virt, og hefir ekki vestrænu þjóðirnar heldur raun- verulega að bakjarli. Sú yfir- skyns-tilraun rann kínversku þjóðinni svo í skap, að hún gerði uppreisn móti sinni stjórn, seni það mál hafði með höndum með Þjóðbandalaginu. Það getur engum dulist að Japan var með framferði sínu að fótumtroða og lítilsvirða rétt Þjóðbandalagsins. Það hélt á- fram að vaða yfir land með vopnum, sem það átti engan rétt til, og vestrænu þjóðirnar, MESSUR 0G FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Mrssur: — á hverjum sunnudein k| 7. e. h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjáiparnefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvcnfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Sömrflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. — FOR SALE — Tailor-made Wiinter Overcoat, size 42. Heavy quality Irish Frieze—Tweed lined and cha- mois interlined. Very warm. — Very little used. Cost $60.00. Sell for $15.00. — S. J. S., Ste. 1— •*01! Main St., Winnlpeic. hvað sem stjórnum þeirra líður, biðu með óþreyju eftir að heyra hvort Þjóðbandalagið ætlaði að láta Japana ganga yfir sig, því um það var engin í efa, að þeir ætiuðu sér að gera, heldur en að láta af áformi sínu, að hrifsa landið í sínar hendur. Briand sagði þegar á um- ræðunum stóð um þetta mál á fundi Þjóðbandalagsins, að heiður þess og æra væri undir því komin að Mansjúríu-málinu lyki svo, að enginn hafði sann- gjarna rétt til að vera óánægð- ur út af því eða með öðrupa orðum, að engum væri óréttur gerður með úrslitum þess máls. En eins og þau hafa nú orðið, hefir Briand kveðið upp þungan dóm yfir Þjóðbandalaginu. lanuar CAIRO-PALM SÁPU Sérstök kjörkaup Þessi yndislega og hressandi handsápa, /erður færð niður í verði aðeins yfir þenna mánuð, ofan í 12 stykki fyrir 39« Það er skoðun vor að Cairo-Palma sápan muni ná hylli á hverju heimili. Vér getum mælt skilyrðislaust með henni. Vér viljum gera yður tilboð um að reyna hana, með þessu sérstaka verði. Þér munuð finna að það er endingargóð sápa — og mikill sápusparnaður að kaupa liana. Hún er búin til eingöngu fyrir Eaton og seld aðeins í Eaton’s búðunum. Cairo-Palma sápan hefir verið reynd á ýmsa vegu, er sanna, að hún er fullkomnasta handsápan. Hún er búin til úr Olív-, Kókus- og Pálma-olíum. Hún er rjómamjúk, kælandi og hreinsandi. Hún er einkar hressandi — heilsusamleg fyrir yfirlitinn og sval- andi fyrir hörundið. Hún er ilmandi og óviðjafnanleg. KAUPIÐ HANA f DÚZÍNATALI TU hoIii f lyfjnhflffinni. ahalffólfl vlS Donald T. EATON C°u WINNIPEG LIMITED CANADA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.