Heimskringla - 16.01.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 16.01.1932, Blaðsíða 6
6. SlDA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 16. JAN. 1932. Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreisninni .á Indlandi. Eftir George A. Henty “Já, þá geturðu komið með mér yfir í sjúkrahúsið, ef þér sýnist,’’ sagði þá doktor- inn, “þó því aðeins að þú lofir því fyrirfram, að gera ekki tillögur til breytinga á öllu mögu- legu, sem þú sérð.” í»að lá vel á Isabel, þegar hún kom ofan til morgunverðar, veðreiðadaginn. Það hafði alt gengið ljómandi vel undanfarandi kvöld. Borðbúnaðurinn hafði verið prýðilegur og niðurröðun blómanna og ljósanna á borð- inu rétt snildarverk. Það hafði alt gengið að óskum. Enda skyldur hennar sem hús- móðir, reyndust miklu léttari en hún hafði búist við. Mrs. Hunter var viðfeldin og alúð- leg kona, og dætur hennar, báðar nýkomn- ar frá Englandi, voru blátt áfram og hispurs- lausar. Gestirnir höfðu yfir höfuð að tala allir reynst þægilegir, glaðir og kátir. Hún gat ekki annað en játað, að fyrsta heimboðið hjá henni hafði gengið ágætlega. Og nú bjóst hún við ánægjuríkum degi. Hún hafði til þessa ekki séð nema fátt af hérlendu fólki, en nú átti hún vísa von á að sjá það í þúsunda tali í dag, og alt í sínum bezta búningi. Hún hafði heldur aldrei horft á veðreiðar. Alt sem beið hennar nú, var þess vegna nýtt og tilkomumikið. “Hvenær komst þú inn í gærkvöldi, frændi?” spurði hún majórinn, þegar hann gekk heim að húsinu frá heræfingunum um morguninn. “Það var ekkert vel gert af þér og Mr. Hunter að stökkva út undireins, í stað þess að sitja hjá okkur og skrafa.’’ "Ja, eg hugsa nú að þið kvenfólkið hafið gert það svo viðunandi sé,” svaraði majórinn. "Það gerðum við nú einmitt ekki, frændi. Þær höfðu komið langan veg í gær, svo Mrs. Hunter vildi endilega að dætur hennar færu að sofa undireins og þið fóruð út. Eg gat ekki hímt uppi einsömul, svo eg mátti til með að fara að sofa.” “Við komum heim klukkan hálfgengin eitt,’’ svaraði majórinn. “Eg hélt eg þyldi reykjarsvælu á móti hverjum meðalmanni, en hún varð mér ofjarl í gærkvöldi í klúbbnum.” “Þótti þér ekki alt ganga vel í gærkvöldi? spurði þá Isabel. “Ljómandi vel, góða mín, og það þakka eg þér, doktornum og Rumzan.’’ “Eg á nú æði lítinn þátt í því held eg,’’ sagði Isabel hlæjandi. “Já, eg bjóst aldrei við að þú tækir mik- inn þátt í umræðunum, góða mín, en eg álít að þér hafi farist ljómandi vel að stýra verk- um sem húsmóðir. Eg gat ekki betur séð en að þér gengi vel að halda uppi samræðum og láta engum leiðast í grend við þinn enda á borðinu..” “Já, en svo hafði eg nú góða liðsmenn — dætur Hunters og doktorinn, og svo þenna glaðlynda gamla mann, hann Mr. Gregson, sem leiddi mig inn í borðsalinn.” “Já, honum þætti nú lítið til koma, ef þú kallaðir hann gamlan og hann heyrðí til,” sagði majójrinn. “ í raun og veru er hann nú máske ekki svo gamall, en það, að hann er “commission- er”, og hvað annað, gefur manni þá hugmynd að hann hljóti að vera gamall. En þarna kemur hitt fólkið.” Þar slitnuðu samræðurnar og þau gengu inn til morgunverðar. Veðreiðarnar skyldu byrja klukkan tvö, og hálfum tíma áður kom vagn þeirra Hunt- ers með þær mæðgur og Isabel inn um hlið- ið á girðingunni umhverfis reiðhringinn. Þar voru hestarnir teknir frá, en vagninum ýtt þar sem hann skyldi standa, og bjuggust Isa- bel nú að sjá og heyra það sem fram átti að fara. Það var glæsilegt að horfa fram á sviðið. Hindúarnir í sínumí marglita búningi voru í röstum hvarvetna, enda á reiðhringnum sjálf- um á meðan hestarnir komu ekki út. Innan um þröngina af sveitafólki úði og grúði af Sepoyum í rauðu serkjunum og herbúningi Breta. Hins vegar við reiðhringinn var aragrúi af Hindúa reiðfærum og hestum, og þó æði mörgum fílum, er allir voru málaðir í fram- an og í marglitum skrautbúningi fyrir aktýgi. Á baki þeim gnæfðu svo burðarstólarnir stóru með hvolfþaki yfir, er alt glóði í gulli og silfri. Til beggja handa við vagn þeirra Mrs. Hunter, var mesti fjöldi af vögnum og kerr- um, og þar á meðal þó nokkrir vagnar inn- lendra höfðingja, sem leyft var að vera í þessu sérstaka hólfi. Vögnunum var raðað þannig, að á milli þeirra og girðingarinnar umhverfis reiðhringinn var tíu til tólf feta breið spilda, og á þá spildu röðuðu sér fót- gangandi menn, bæði hermenn og stjórnar- þjónustumenn. “Það er fallegt að horfa á þetta, Miss Hannay,” sagði doktorinn, er í þessu gekk framhjá vagninum og staðnæmdist þar. “Ljómandi fallegt, doktor,’’ svaraðj, Isabel. “Veðreiðafundir heima á Englandi eru léttir á metum í samanburði við þetta, skal eg segja þér. Meðan eg var heima núna brá eg mér á Derby-veðreiðaþingið, og eg man ekki eftir að hafa séð jafnstóran hóp af ruslaralýð eins og þar var samankominn.’’ “Litbreytingin er meiri hér en heima, doktor,’ ’sagði 'þá Mrs. Hunter, “en sú fegurð nær ekki nema til klæðnaðarins. En óvíst er að hollara sé að treysta þessu fólki, en því, sem þú sást á Derby-fundinum heima.” “Já, eg Var nú líka að tala um myndina, sem fyrir augun ber, í samanburði við mynd- ina heima, og ekkert annað. Hitt efa eg ekki, að maður er óhultari miklu mitt í hópi fjár- ' glæframannanna heima, heldur en meðal þess- ara kyrlátu innlendu manna hérna. Þeir heima tækju með ró hvert einasta skildings- virði úr vösum manns, en hér bættu þessir svörtu menn því við, að þeir tækju af manni höfuðið á eftir, með jafnmikilli rósemi.” “Nei, það er þó ekki alvara þín, doktor, að segja það?’’ sagði þá Isabel. “Jú, bláföst alvara, Miss Hannay,’’ svar- aði doktorinn. “Allir menn í Oude-héraðinu eru nafntogaðir fyrir barsmíðar og hryðju- verk, og innlendi skríllinn í Cawnpore og Lucknow, hefði eg sagt að væri miklu verri viðfangs en argasti skríll í Norðurálfu-bæjun- um. Tökum til dæmis þessa fjóra menn, sem þarna ganga saman. Þeir náungar mundu hiklaust myrða mann til fjár, það er nú það sjálfsagða, en þeir mundu líl^g jafnhiklaust myrða hann án nokkurrar minstu ástæðu, án jafnvel þeirrar almennu ástæðu, að þeir hati okkur hvítu mennina. Gæfist þeim tækifæri, myrða þeir okkur, bara til að svala meðfædd- um blóðþorsta sínum.’’ “En hvers vegna hata þeir okkur? Þeim líður ekkert ver nú en áður en Englendingar tóku við stjórninni,” sagði Isabel. “Jú, þessum flokki manna líður nú ver núna, Miss Hannay. Það var siður höfðingj- anna fyr á tímum, að hafa herlið, sem ekki gerði annað en að berjast við nágrannana, á sama hátt og barúnar okkar í Norðurálfunni gerðu einu sinni. Þessa hermensku hiöfum við gert ómögulega og af því leiðir, að þessir uppgjafa-hermenn eru nú flakkarar, híma í bæjunum og fremja glæpi hverju nafni sem nefnast, þegar tækifæri gefst, einkum sé þar von um skildinga. — En þarna er þá Nana Sahib kominn!” Isabel leit upp, og sá prúðbúinn vagn með ljómandi fallegum hestum spentum fyrir, með aktýgi öll glansandi af silfri. í vagninum sátu fjórir indverskir menn. “Það er Rajahinn, sem situr fjær okkur, með kórónulíkið lir demöntum á húfunni,” sagði doktorinn. “Hann er ekta Hindúi í dag, en stundum apar hann Norðurálfusiði. Það er mikið í manninum og gestrisinn er hann mjög. Má svo að orði kveða að hús hans sé öllum heimilt á hvaða tíma dags, og hann hefir líka upp á eitthvað að bjóða. Hann hefir alt það á heimili sínu í Rithow, sem til er á ensku höfðingjasetri.’’ “Hérna er kíkirinn minn, Isabel, líttu á hann,’’ sagði Mrs. Hunter, en Isabel tók kík- irinn og horfði lengi á þenna nafnkunna Hindúa. “Hvernig lízt þér svo á hann?’’ spurði doktorinn, er hún skilaði kíkirnum. “Eg veit það ekki,” svaraði hún. “Maður les ekki svo mikið út úr andlíti hans, því það er eins og maður horfi á grímu. Og svo er eg nú auðvitað nokkuð mikill viðvaningur enn, til þess að dæma um lyndiseinkunnir þessara dökku manna, af andliti þeirra. Þeir eru svo gagnólíkir Norðurálfumönnum í því, að svip- ur þeirra lýsir ekki tilfinningum þeirra. Það er líklega uppeldi og vana að kenna.” “Það er margra alda þrælkun og harð- stjórn, sem hefir gert Hindúa dularfulla, slæga og ótri'ia,” sagði doktorinn. En þó eru ekki eins mikil brögð að því hér eins og suð- ur með Bengal-flóanum. Þar eru menn yfir höfuð hugdeigir og ónýtir í styrjöldum, enda hafa þeir öld eftir. öld verið þrælar þessa eða hins harðstjórans. En évo ræð eg af svari þínu, Isabel, að þér geðjist ekki að Nana, og það þykir mér vænt um, því satt að segja he'fi eg ekkert álit á honum, þó hann sé uppá- halds-goð allra enskra manna í grendinni. Það er ónáttúrlegt að hann sé sannur vinur okkar, og þess vegna hefi eg ýmugust á honum og hans fleðulátum. Að dómi hér- lendra manna höfum við óneitanlega rænt hann bæði að eignum og hárri tign, með því að neita að viðurkenna útvalning hans sem héraðshöfðingja eða smákonungs. Hvort- tveggja höfumjrið að vísu bætt, með því að helga honum svo miklar tekjur, að konungi eru sæmandi. En samt eru þær tekjur ekki á móts við tekjur hérlendra þjóðhöfðingja. — Hversu miklar dygðir, sem við viljum helga Hindúum, getum við ekki með nokk- urri sanngimi tileinkað þeim tilhneigingu til að fyrirgefa þeim, sem á einhvern hátt hafa árett þá. Þess vegna finst mér eitthvað óeðlilegt við framkomu hans, hvernig hann apar enska siði og leggur sig í líma til að geðj- ast okkur og gleðja okkur.’’ Rajahinn var að spjalla við Wheelér hershöfðingja, og aðra fyrirliða er'flyktust. að vagni hans, og barst það- an ómur af hlátri og gleði- látum. Isabel tók þá kíkir- inn og leit á hann aftur, lagði hann svo frá sér og sagði: “Það er satt, doktor, mér lízt ekki á hann.’ “Það er líknin, að hann hefir engin ráð til þess að gera okknr ilt, það eg sé, þó hann svo vildi,’’ sagði doktorinn. Eg sé ekki hvaða ástæðu hann hefir til að látast vera vinur okkar, ef hann er í raun téttri óvinur. Og víst þætti mér vænna um hann, ef hann væri fúll og sneiddi sig hjá okkur, því að það væri svo eðlilegt. Fyrsta veðhlaupið átti nú að byrja. Bjall- an í dómarabyrginu gall hátt, og í sömu svif- um ruddist fram hópur Hindúa í lögreglu- búningi, er ráku nú alla burt af reiðhringn- um. Þeir majórinn og Hunter komu þá og tóku sér sæti í vagninum hjá þeim Mrs. Hunter og Isabel. “Hér er nafnaskrá allra manna og hesta, sem taka þátt í veðhlaupunum, sagði Mr. Hunter og útbýtti prógram-miðunum, “og skuluð þið nú taka ykkur til og veðja, stúlk- ur mínar.” “Eg hefi ekki heyrt nefndan neinn þeirra, sem eru í fyrsfa veðhlaupiiyi, hvað þá að eg þekki nokkurn þeirra,” sagði Isabel er hún hafði litið á prógram sitt. “Það gerir ekki nokkurn skapaðan hlut, Miss Hannay,” sagði Wilson, er í þessu kom að. Hestarnir, sem reyna sig, eru sex, og þú bara kýst þér hvern þeirra sem þú vilt. Svo skal eg veðja við þig fimm pörum af glófum að hann tapar, á móti einu glófa-pari, sem veðjar að hann vinni.’’ “En hvernig á eg að veðja, þegar eg Þekki ekki einn einasta hestinn?” spurði Isa- bel. “Eg væri nú vís að kjósa þann, sem altaf væri aftastur.’’ “Vitaskuld. En eins víst er líka, að þú kjósir þann, sem altaf verður á undan,” sagði Wilson. ‘Það er algerlega réttlátt fyrir okk- ur bæði.” “Veðja þú ekki, Isabel,” sagði majórinn, ‘við skulum heldur leggja í veðsjóð.’’ “Hvað er veðsjóður, frændi?” spurði Isa- bel, og ráku þá allir upp hlátur — svo skringi legt virtist þeim, að hún skyldi ekki vita svona mikið um veðreiðar. “Það er nú þannig, góða mín,” svaraði majórinn. “Hér erum við sex, og hvert okk- ar leggur til einn rúpí. Svo eru þeir Wilson og doktorinn. Þeir verða með, er ekki svo, doktor?” “Sama er mér um rúpí, majór. “Gott, þá erum við átta. Þá látum við átta rúpí í einn hatt, og átta miða í annan. A sex þeim miðum verða nöfn hestapna í hlaupinu, én á tveimur miðunum ekki neitt. Svo drögum við öll, sinn miðann hvert. Sú eða sá, sem dregur nafn hestsins, sem fljót- astur er, tekur þá fimm rúpía, sá sem næst- ur verður ,tekur tvo, og sá þriðji einn — nær veðfé sínu aftur. Mrs. Huhter skal geyma sjóðinn — við trúum ekki að hún strjúki með hann.” Þetta var gert, og þau drógu. “Minn hestur heitit Bruce.” sagði Isabel. “Og þarna er hann, Miss Hannay,” sagði Wilscn og benti henni á hest, og var reið- maðurinn með gula húfu og í samlitri kápu. . “Þetta hlaup er fyrir hérlenda hesta með eigendur í hnakk, en það þýðir að reiðmað- urinn á hestinn sjálfur. Þessi gulklæddi mað- ur er Mr. Pearson, úr þrett^ndu Hindúa her- deildinni í Lucknow. Hann kom með hann þaðan.” “Hefir hann nokkurt tækfæri til að vinna?” spurði Isabel. “Eg hefi ekki minstu hugmynd um það, Miss Hannay. Eg hefi ekkert heyrt um veð- mál í sambandi við þetta hlaup,”' svaraði Wilson. “Þetta er fallegur hestur, frændi,” sagði Isabel, er maður í dökkum búningi reið fram á sviðið. “Já,” svaraði majórinn. “Hann er falleg- ur og hefir liðlegt fótatak. Hann heitir Delhi.” “Það er minn hestur,” tók þá eldri dóttir Hunters fram í. “Það er laglegur maður, reiðmaðurinn,” sagði doktorinn, “og auðsætt líka að hann veit af því. Hver er það, Wilson? Eg kem honum ekki fyrir mig.” ÚR ÞESSUM PRESSUÐU HÖFRUM MÁ CERA LJÚFFENGAN GRAUT Á FÁUM MÍNÚTUM. "i Robin “Hann er í stjórnarþjónustu,” svaraði Wilson, “og tilheyrir, held eg, deild opinberra starfa. En hver hann er, veit eg ekki.” Hinir hestarnir fjórir komu nú fram á sviðið, og eftir fáeina smáspretti til æfngar var spretturinn hafinn. Isabel til ánægju reyndist hennar hestur mesti hjassi, en lengi vel leit út fyrir að Delhi myndi reynast bezt- ur. En þegar komið var heim undir dómara- byrgið, snaraðist annar hestur í einu vetfangi, sem þó sýndist heldur silalegur, fram fyrir Delhi og var fullkomúa hestlengd á undan, yfir strikið framundan dómarabyrginu. “Þetta getur ekki verið réttlát aðferð,” sagði dóttir Hunters, sem hafði dregið Delhi. “Minn hestur var altaf á undan þangað til fáa faðma seinast. Er ekki þetta sviksamlega unnið?” “Nei, ekki er það nú, góða mín,” svar- aði faðir hennar. Það hafði verið auðsætt, að á seinasta mílufjórðungnum var Munshi altaf að búa sig undir seinasta sprettinn, og hentist fram fyrir rétt í tæka tíð. “Það er ekkert rangt við það. En eg hugsa að Delhi hefði unnið, ef reiðmaðurinn hefði verið gætn- ari. En það leyndi sér ekki, að hann taldi sér vísan sigurinn frá upphafi, og bambaði svo áfram áhyggjulaus, en varð svo hissa, að hann misti móðinn, þegar Munshi alt í einu snaraðist framhjá honum.'’’ “En það er þá samt ill-þolandi, þetta. fyrir Delhi, eftir að hafa verið svo vel á und- an nærri alla leiðina,” svaraði stúlkan, “og víst hefði reiðmaðurinn átt að líta eftir skyldu sinni betur en hann hefir gert.” “Eg er nú á því, Miss Hunter,” sagði þá doktorinn, “að Delhi og reiðmaðurinn finni hvergi nærri eins mikið til úrsliianna og þú, einmitt af því að þú vonaðist eftir svo miklu.” “Eg skal ekki bera á móti, að svo geti verið,” svaraði hún. “En eg held nú, að úrslitin séu tilfinnan- legri fyrir mig en nokkurn annan,” sagði Isa- bel. “Þið höfðuð þó einhverja von, en eg aldrei, því minn jálkur drattaði altaf á eftir.” “Réttu lýsingarorðin, að því er þig snert- ir, Miss Hannay, er að þinn hestur hafi ekki sýnt þér neinn heiður,” sagði doktorinn. “Það kalla eg flónsku, að komast þannig að orði, því heiður á ekkert skylt við þetta,” sagði Isabel. “Þar kemur þá Bathurst,” sagði doktor- inn. “Hvar hefir þú verið, Bathurst? |>ú skauzt í burtu frá mér áðan, og eg gat ekki fundið þig.” • “Eg var að tala við umboðsmanninn, doktor. Eg var að reyna að koma honum í skilning — —” “Hvað!” greip doktorinn fram í. “Viltu virkilega telja okkur trú um, að þú hafir ver- ið að reyna að • troða kenningum þínum í mannaumingjann, á veðreiðafundi?” “Ekki eftir að veðhlaupin byrjuðu,” svar- aði Bathurst. “Og svo held eg nú líka að umboðsmaðurinn kæri sig ekkert meira en eg um úrslit veðreiðanna.” “Það getur verið,’i svaraði doktorinn. “En eg hugsa að honum sé ant um að njóta allrar skemtunar, sem á boðstólum er. En það er nokkuð, sem þú sýnist ekki hafa minstu hug- mynd um. Láttu mig nú sjá og komdu með Rúpía í veðsjóð, sem við erum að stofna hér, fyrir næsta hlaup, og vittu svo, hvort þú get- ur ekki fest hugann á því. Gerðu það fyrir mig, að gleyma störfum þínum meðan á þessum fundi stendur. Eg dreif þig hingað í því skyni að gera þér gagn. Meðan þú ert hér skoða eg þig sem sjúkling undir handar- jaðri mínum, og sem læknir þinn skipa eg þér að fara að njóta skemtananna.” Bathurst hló og svaraði því, að hann skemti sér vel á sinn hátt. “Hver er þessi fallega kona, sem stendur upprétt núna í öðrum vagni héðan?” spurði Isabel. “Hún kemur frá lítilli herstöð úti í hér- aði,” svaraði doktorinn. “Hún er kona coll- ectorsins. En eg held að henni falli betur í Cawnpore en í Boorgum. Hún heitir Rose.” “Er það maðurinn hennar, sem er að tala við hana?” “Nei. Eg sé ekki betur en að hann sé úr stórskotaliðinu okkar hérna,” svaraði dokt- orinn. ^

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.