Heimskringla - 16.01.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 16.01.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 16. JAN. 1932. HEIMSKRINGLA 7. SIÐA FRÁ fSLANDI Frh. frá 3. bls. Rvík 16. des. Jón G. Snæland bóndi á Eiríksstöðum á Jökul- dal, óróðir Gunnlaugs Einars- sonar læknis, andaðist á Landa- lcotsspítala á sunnudaginn. — Kom hann hingað suður fyrir nokkru til að leita sér lækn- inga, og var gerður á honum holskurður á miðvikudaginn var. Mbl. * * * * Ljóslaust skip. Rvík 19. des. 1 ensku blaði er frá því skýrt um miðjan fyrra mánuð, að margsinnis berist kvartanir yfir því, að íslenzkir og færeyskir fiskimenn hafi ekki siglingaljós á skipum sínum, þegar dinima tekur. Sá, sem síðastur hefir kvartað um þetta, er J. Bone, skipstjóri á Frank Tireur. — Hann segist hafa verið (í heim- leið frá íslandi 31. október, og l>egar hann var um 15 mílur undan Reykjanesi, sást skip beint framundan. Stýrjð var þverlagt og árekstri forðað með naumindum. Þetta var íslenzkt þilskip (smack) að sögn skip- stjóra, og þegar það barst aftur með bakborðssíðu skipsins, var brugðið upp ljósi, en annars sá- ust þar engin ljós af nokkru tæi, hvorki siglingaljós eða önn- ur. (Vísir). * * * Rvík 12. des. Rausnarlegan stuðning hefir einn meðal margra Borgfirð- inga veitt Reykholtsskóla. Það var Vigfús Guðuiundsson bóndi og veitingamaður í Borgame'si. Hann hefir lagt í sjóð ung- mennafélaga 4—5000 kr. í framlag þeirra í Reykholts- skóla. Hefir hann gefið og safnað um 800 kr. í hljóðfæra- sjóð skólans, og hann og Þor- gils íþróttakennari hafa beitt sér fyrir, að reist var liið mikla íþróttahús í Reykholti, þar sem sex hundruð manns gátu rúm- ast við skólavlgsluna. Og í þetta hús hgfir Vigfús gefið og lánað fram undir helming bygg ingarkostnaðar. Eru slíks fá dæmi hér á landi, að efnalítill maður leggi svo ríflegan skerf til almenhra framkvæmda. Tíminn. * * * Rvík 12. des. Stefán Ekilsson múrari, fað- ir Sigvalda læknis Kaldalóns í Crrindavik og þeirra bræðra, andaðist á heimili sonar síns í Grindavík 30. nóv. s.l. Hann var jarðsettur 6. þ. m. Tíminn. Afnám Síldareinkasölunnar. Rvík 12. des. Þann 9. þ. m. gaf atvinnu- málaráðherra út bráðabirgða- lög um skiftameðferð á búi Síldareinkasölu íslands. í grein- argerð ráðherra til konungs segir: að Síldareinkasala íslands hafi orðið fyrir svo miklum ó- höppum og tapi á yfirstandandi ári, að hagur hennar standi nú þannig, að eigi sé annað fyrir- sjáanlegt, en að bú hennar hlyti bráðlega að verða að takast tii gjaldþrotaskifta, ef eigi væri önnur skipun gerð um meðferð hennar. Taldi hann og miklum erfiðleikum bundið að skipa búi einkasölunnar með venju- legum gjaldþrotaskiftum, og bæri því brýn nauðsyn til að gefa út um þetta efni bráða- birgðalög, samkv. 23. grein stjórnarskrárinnar, frá 18. maí 1920. Fyrsta grein bráðabirgð- arlaganna hljóðar svo: “Bú Síldareinkasölu íslands skal tekið til skiftameðferðar. Skift- in framkvæmir skilanefnd 2 manna, sem atvinnu og sam- göngumálaráðherra skipar. — Skilanefnd kemur í stað stjórn ar Síldareinkasölunnar, og hef- ir samskonar vald og skyldur, að því leyti sem við á.” Aðrar greinar kveða svo á um skift- in: Síld, sem veidd er eftir 15. nóvember, og sem er ekki þeg- ar í vörzlum Einkasölunnar, er talin henni óviðkomandi. Þó er útflútningur þeirrar síldar því aðeins heimill, að hann komi ekki I bága við hagsmuni Einkasölunnar, og ráðherfa set- ur reglur um flokkun hennar, mat og merkingu. — í skila- nefndina voru skipaðir Svavar Guðmundsson og Lárus Fje(d- sted. Tíminn. * * * ♦ Rvík 12. des. Óseldur fiskur er nú meiri en nokkru sinni fyr. Þann 1. þ. m. var hann 137.617 skippund mið- að við fullverkaðan fisk, en það er 10 þús. skp. meira en á sama tíma í fyrra. — í neyzlulönd- unum liggja auk þess miklar fiskbirgðir. t. d. 3000 smálestir í Barcelona, en 1700 smálestir á sama tíma í fyrra, og 2300 smál. í Bilbao, en 1850 smálest ir á sama tíma í fyrra. Tíminn. * * * Rvík 12. des. Refabúum fjölgar nú óðum. í Eyjafirði eru þegar komin á fót fimm refabú og hið sjötta er að komast upp. Stærst er ,búið á Múnkaþverá. Þar hafa verið flest 116 dýr. Annað er á Fífilgerði, stofnsett af bændum í Kaupangssveit, þriðja á Þverá, fjórða á Leifsstöðum, fimta í Kaupangi og sjötta á Arnarhóli sem er nýbýli skamt frá Kaup- angi. — Guðmundur Jónsson frá Ljárskógum í Dalasýslu lief- ir leiðbeint Eyfirðingum í refa- ræktinni og lánast vel. Tíminn. * * * Rvík 12. des. fsfisksmarkaður á Englandi hefir verið óvenjulega hagstæð ur undanfarna daga. Nýlega seldi Sindri fyrir 1750 sterlings pund og Otur fyrir 1246 ster- lingspund. Tíminn. NIKULÁS SNÆDAL. Minningarljóð. Fækka frónskir hljómar. feigðarlúður ómar, syo lengi ei teppist tímans rás. Drengur góður, greindur, genginn er, og reyndur, Snædal nefndur Nikulás. Sinna vina vinur var hann hreint ólinur, jáfnt í gleði og grimmri hrygð. Fró$leiks sagði sögur, söng oft fyndnar bögur, því volgur var hans viðurstygð. Skemtinn yfir skálum, skýr I félagsmálum, vísindum hann veitti lið. Ef einhvern mæðan meiddi, hann margoft sárum eyddi með göfuglyndi og gleðifrið. Viðmótsgóður var hann, virðing fyrir bar hann öllu því, sem þektist hreint. Hugarheill í ráði, hræsniskreddur smáði. * Hann var maður ijóst og leynt. Jón Stefánsson. HVAÐANÆFA. Rumba. Það , er mælt, að þeir, sem gera sér að atvinnu að lifa á heimsku fjöldans, lifi beztu lífi. Heimska mannkynsins nær þá- stígi með tízkunni, enda lifa þeir, sem tízkuna ákveða, kon- unga lífi, þótt fjöldi svelti. Og svo eru þjóðirnar undirokaðar á þessu sviði, að þeim er lítil viðreisnarvon. Þótt páfinn, sem eitt sinn var talinn milligöngu- maður milli guðs og manna, sendi út boðskap, er honum hlýtt — með hangandi liendi þó — af þeim kirkjudeildutn, sem eru tryggastar páfastóln- um. Þótt hann, páfinn, flytti boðskap frá guði, dytti- engum I hug að taka hann alvarlega. Þegar framsýnir menn segja fyrir óorðna hluti, leggur eng- inn eyru við boðskap þeima. En þegar boðskapurinn kemur frá aðalherbúðum tízkunnar, hlýða KLIPPIÐ ÞETTA ÚR. 75c askja ókeypis til sjúklinga. 1 borginni Syracuse, New York hef- ir verib uppgrötvub lækning sem hundruöir sjúklinga segja aö "reynst hafi ágætlegra.” Frá mörgum tilfell- um hefir veriö skýrt, þar sem snög;gur bati hefir fengist eftir nokkra daga lækningu, þó allar tilraunir a15rar hafi mistekist. Lækningin eyöir hinum skaölegu efnum, er stýfla líffærin, meö því aö örfa gallrení?liÖ frá lifrinni, sem aft- ur Örfar hreinsun innýflanna, svo aö bæöi þvag-sýra og kalk sölt sem þýngja blóöiö, veikja nýrun og orsaka stiröleika og bólgu, veröa aö engu. t»rautir og verkir viröast oft hjaöna og hverfa. Lækning þessi, sem Mr. Delano kom á framfæri hefir reynst svo vel, aö sonur hans hefir sett á fót skrifstofu í Canada og vill aö allir Canadabúar er þjást af gigt eöa eiga kunningja er þannig eru þjáöir, fái 75c öskju — til þess aö reyna hvaö meöaliö gerir — áöur en eyri er eytt. Mr. Delano segir: ‘Til þess aö bæta gigt, hversu ill og þrálát sem hún er, eöa lang- varandi, ef þér hafiö ekki reynt þessa lækningu áöur, skal eg senda yöur heila 75c öskju, ef þér klipp- iö úr þessa auglýsingu og sendiö mér hana með nafni yöar og heimilisfangi. Ef þér viljiö. þá megiö þér senda mér lOc í frímerkjum til þess aö borga part af útbýtingar og buröar- ’^tds kostnaöi.” Skrifiö F. H. Delano 1802L Mutual T ife bldg., 455 Craig St. W., Montreal, Canada. Eg get aöeins sent eina öskju hverjum. • DELANO’S Ukeypis allir. Eldri móðar eru lagðir á hilluna. Fatnaði fyrir tugi milj- ónir dollara kastað í rusla- skápana, samtímis sem miljón- ir klæðlausra manna krókna úr kulda. Annað er eftir þessu. — Og fólkið eltir “móðinn’’ í fleiru en klæðaburði. — Þeir, sem kenna að dansa, þurfa líka að lifa. í sumar komu 600 danskennarar saman á fund suður í löndum. Tilefni þessarar samkomu var að ákveða, liváð skyldi verða tízkudans á kom- andi vetri. Valinn var villimanna dans, sem áður hafði ekki náð hylli dansenda. Dansinum var gefið nafn. “Rumba" heitir hann á okkar máli. Að fundin- um loknum fóru þessir 600 post ular danstízkunnar út um all- an heim til að kenna “rumbu”. Og nú er “rumba’’ dönsuð um öll lönd. Og danskennararnir höfuðstað vorum eru farnir að augalýsa “rumbu”. Ef til vill eigum við eftir að upplifa það, að dansa “þoku”, “slyddu’’, ‘skafrenning’’ eða “súld”. Alþýðum. * * * Prentun- The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- lr mjög sanngjarnt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leyst. Látiö oss prenta bréfhausa yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VIKING PRESS LTD. 853 SARGENT Ave., WINNIPEG % ^ ^ Sími 86-537 ^ ^ Stærsta skip Frakka. Frakkar eiga nú í smíðum farþegaskip, sem ver§ur stærsta hraðskriðasta og skrautlegasta skip Frakklands. Kostnaður við skipssmíðina verður um 30 mil- jónir dollara. Skipið verður um 70 þús. smálestir og 1000 fet á lengd og lengra en nokkurt farþegaskip annað. Skipið get- ur flutt 2,132 farþega. Það lief- ir meðal annars bifreiðageymslu fyrir 100 bifreiðar. í skipinu verður smáborg, nokkurskon- ar eftirlíking af París. Þar verða götur, búðir, skemtigarður og sundlaug mikil og leikfimissal- ur. Einnig verður kapella í skipinu. í danssal skipsins verður gólf úr gleri. — Sem stendur vinna 1400 menn að skipssmíðinni, og er ráðgert að henni verði lokið í apríl 1934. Skipið á að heita eftir “meynni frá Orleans’’. Tíminn. ♦ * * Smásaga frá Broadway. Það var einu sinin lítil og ljóshærð stúlka, sem var hrein hjörtuð sem dúfa, og sakleysis- leg á svipinn eins og barn. — Hún var aðeins 16 ára, dóttir fransks aðalsmanns. Hún var svo saklaus og góð að hana langaði mest til þess að fara í kaustur, og faðír hénnar gat Nafnspjöld G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrceðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsimi 24 587 Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bld*. Skrifst«fu>íml: 23674 Stundar a4rstakleg;a lungnasjúk dóma. Br aB finna & skrifstofu kl 10—12 f. h< og 2—6 e h. Helmill: 46 Allow&y Ave. Talntml s 33158 DR A. BLONDAL 60Í Medlcal Arte Bldg. Talsíml: 22 296 ■tandar idrstaklega kvenslúkdóma o* barnasjúkdóma. — AD hltta: kl. 10—11 * h og 3—5 e. h Hetmlll: 30« Vlctor St. Sfml 28 180 W. J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIB LöGFKÆÐINGAK á oðru gólfi ' 325 Main Street Tals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur að Lnudar og Gimli og eru þkr að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Dr. J. Stefansson 216 NBDICAL AKTS BLDG. Hornl Kennedy og Gr&h&m ftaadar elagnsgu aticHin- eyrna »«f- »g k verka -nJflkdAma ■r &6 hitt& frá kl. 11—12 f. b o* kl. 3—6 e. h Talaf nai j 31834 Helmill: 688 McMlll&n Ave 42691 Telephone: 21613. J. Christopherson, Islenakur Lögfrceðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. MOORE’S TAXI LTD. Cor. Donnld and Graham. 50 Ccnts Taxl Frá einum staö tll ann&rs hv&r sem er í bænum: 6 m&nns fyrir sama og einn. Allir farþe*ar á- byrgstir, allir bílai* hitaötr. Sfml 23 S06 (8 Ifnnr) Kistur, töskur o ghúsgagna- flutningur. --------------------i----------- DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Office timar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 ekki bannað henni það, því að hann hafði ekkert að bjóta henni. Þessi góða stúlka hét Jeanne de Duffy og í tvö ár var hún i klaustri. En svo var það eina nótt, að henni vitraðist María mey, og skijmði henni að fara út í heiminn og prédika trú fyr- ir börnum lastanna og synd- anna. Jeanne yfirgaf klaustrið þá þegar, fór áleiðis til Ameriku og setti á stofn næturklúbb á Broadway í New York. Ríkir syndarar frá öllum löndum heimsins gerðust þar stöðugir gestir, — og það kom við hjart- að í þeim, þegar Jeanne horfði á þá blíðu augunum sínum og með óútmálanlegum sorgar- svip. Þeir iðruðust synda sinna féllu henni til fótu og fórnuðu hennni of fjár í þakklætisskyni fyrir það, að hún hafði leitt þá af vegi glötunarinnar inn á veginn, sem liggur til eilífrar farsældar. Næturklúbbur Jeanne varð fínasti næturklúbburinn í New York. Gestirnir átu þar af silf- urdiskum og drukku af gull- skálum. Blððin keptust um að segja frá æfisögu þessarar dá- samlegu stúlku. Hér hefði nú sagan raunar átt að enda. En því miður er ofurlítið eftir. Forlögin höguðu því þannig, að lögreglan þótt- ist hafa ástæðu til að kynnast Jeanne nánar. Og þá kom það upp úr kafinu, að A1 Capone átti þenna næturklúbb, og að hin fróma ungfrú Je.anne Duffy — öðru nafni frú Mamie Duffy frá Chicago — hafði lengi ver- ið í óaldarflokki hans. Mbl. * * * Nýjar neyðarráðstafanir í Þýzkalandi. Hindenburg forseti hefir skrifað nndir ný neyðarráðstaf- analög, sem látin eru koma til framkvæmda sem seinasta ör- þrifaráð, til þess að bjarga við fjármálum Þýzkalands og koma veg fyrir víðtækar óeirðir í landinu. Neyðarráðstafanalög þessi eða sparnaðarlög, en svo eru þau einnig kölluð, fyrirskipa launalækkun, húsaleigulækkun og hækkun skatta. Bannað er að bera einkennisbúninga á fjölmennum fundum og bera á sér vopn. Mbl. A. S. BARDAL selur líkkistur og ann&st um útf&r- ir. Allur útbúnaöur «6. bo»ti Ennfremur seJur h&nn &U»kon&r minnísvartSa og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Ph«.f.et KÖ««7 WIMBTIPM HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 8. G. SIMI’SON, IV.D.. D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TKACHER OP PIANO 854 BANMING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipag Gegnt pósthúsinu. Slml: 23 742 Heiniiiis: 33 328 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— »4 Fnnllir. N.4la« 762 VICTOlt ST. SIMI 24.564 Aanast allskonar flutnlnga fram og aftur um beinn. J. T. THORSON, K. C. lilenxknr l«gfrR«lnrttr Skrifstofa: 411 PARIS BLDO. Simi: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talalmli 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNL.4CKNIR •14 Someriet Block Porlafi Aveaue WIBfNIPBO BRYNJ TH0RLAKS80N Söngstjórt StUllr Planoa of Orpl Shni 38 345. 3M AlvaratM* 88.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.