Heimskringla - 27.01.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 27.01.1932, Blaðsíða 6
«. SIÐA HEIMSKRINCLA WINMIPEG 27. JAN. 1932 Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir George A.. Henty -----------—— "Eg hugsa helzt ekki neitt sérstakt, Miss Hannay. Sannleikurinn er, að eg hefi altaf meira að gera en eg kemst yfir. Þegar mað- ur fer að kynnast hérlenda fólkinu getur mað- ur ekki annað en kent í brjósti um það, og fengið löngun til að hjálpa því, en vanafestan er svo mögnuð, að það er nærri ómögulegt að fá það til að aðhyllast nokkra breytingu, eða nýja hugmynd. Trú þeirra sýnist helzt sniðin til að vera eilífur þrándur í götu fyrir öllum umbótum, — þrándur sem ómögulegt er að víkja úr vegi. Að undanteknu afnámi kvenn-fórna* getur varla heitið að við höfum enn getað vanið þá af nokkrum þeirra forna * sið. Það kemur fyrir enn, þrátt fyrir allar okkar tilraunir, að konur fórnfæra sjálfum sér, og fá almennings hrós fyrir. Eg vildi eg hefði tíu þúsund enskar konur, allar vel að sér í málinu, tU að dreifa út um landið meðal hér- lendu konanna og ná vinfengi þeirra. Sá kvenna-her gerði meira og varanlegra gagn en allir hermennirnir á Indlandi tií samans. Eg segi ekki að hérlendu konurnar gætu slitið af sér öll kreddu og venjuböndin, en þær ó- efað innrættu hjá bömum sínum þær vest- rænu frelsis-skoðanir, og legðu þannig hym- ingarsteinana að komandi siðbóta-bylting. En það er hlægilegt,” sagði hann alt í einu, eins . og vaknaður af draumi, “að eg skuli tala þannig við þig í þessum stað. En svo afsakar þú það máske þegar eg segi, að til þessa sé eg hneigður. Það má vera að það sé heimsku- æði að hugsa um þetta, en eg get ekki að því gert, get ekki annað en kent í brjóst um iðju- samt, fátækt fólk, sem vinnur baki brotnu, en kemst hvergi þversfótar í framfara-áttina fyrir óhæfum reglum og siðum frá ómunatíð. Þegar eg horfi á þetta get eg ekki að því gert, að mig sárlángar til að brjóta þessa hlekki af vesalings fólkinu, jafnvel þvert á móti vilja þess.’’ Doktorinn kom að í þessu og rétt í tæka tíð til að heyra seinustu orðin. “Þú ert ó- læknandi, Bathurst!” sagði hann, snéri sér svo að Isabel og hélt áfram. “Eg verð að vara þig við þessum manni, Miss Hannay! Hann er trúlofaður! Eg sveittist og streittist við að draga hann hingað frá vinnunni, honum til hvíldar og hressingar, og svo situr hann hér og prédikar fyrir þér um umbætur rétt þegar eitt veðhlaupið er að byrja. Þú getur rétt getið þér til hvaða fleinn hann muni vera í haldi þeirra stórbokkanna okkar hér á Indlandi! ‘Umfram alt, ekki ákafa,’ var ráðlegging Tall- eyrands einu sinni. Burt svo, með þig, Bath- urst! Miss Hannay langar til að sjá veðhlaup- ið, og þó það væri ekki þá hefir hún ekki nokkur tök á að hjálpa þér á þínum kross- ferðum!” Bathurst svaraði engu, en gekk burtu hlægjandi. “Þetta gerðir þú illa, doktor,” sagði þá Isabel. “Eg hafði ánægju af að heyra hann tala. Mér þykir æfinlega ánægja að heyra þá tala, sem skyn bera á eitthvert æðra mál- efni en veðreiðar, dans veizlur, og annað slíkt hégóma-hjal.” “Já, í hófi, góða mín. Hóf er bezt í hverj- um leik.” Hvað Bathurst snertir, þá efa eg ekki að honum verður ljúft að segja þér álit sitt á barna-giftingum, endur-gifting ekkna, á mentun kvenna, á land-skifta málum og hundrað öðrum slíkum, hvenær sem þú vilt gefa honum tækifæri til þess, en til þess að skýra alt slíkt þarf langan tíma. í alvöru að tala álit eg Bathurst einn bezta drenginn i þjónustu stjórnarinnar, en alvara hans og kappgirni spililr fyrir .honum. Yfirmennirnir flestir hafa viðbjóð á ákafa. Þeir viija ekki fyrir aðstoðarmenn aðra en þá, sem ekki hafa hugmynd um annað en þræða brautina sem þeim er boðið að fara, líta aldrei til hægri eða vinstri, en vinna trúlega það sem þeim er sett fyrir, en ekkert heldur meira. Þegar er að ræða um hugmyndir Bathursts út af fyrir sig, er eg honum algerlega samdóma, en sé á hinn b.óginn að ef nokkrir embættismenn tækju sig til að frámfylgja þeim verklega, kveiktu þeir uppreistareld sem undireins æddi um alt það hérað. “Farðu hægt, svo þú kom- ist áfram” er máltæki, sem ef til vill má heim- færa upp á Indland betur, en nokkurt annað land undir sólunni. Hér er að berjast við tvö þúsund ára gamla fordóma gegn öllum breyt- ingum. Fólkið verndar þessa gömlu siði eins og sjáaldur anga síns, og hatar þá, sem við þeim vilja hrófla. Breytingin kemur, má til með að koma, með tíð og tíma, en hægt verð- ur hún að fara, og það eru Hindúar sjálfir, en ekki við, sem þurfa að stjórna þeirri breyt- *)■ Kvenn-fórnir kalla eg hér þann sió Hindúa, og sem átti rót sína aó rekja til trúar-kreddu þeirra, ali bera konuna á bál og brenna lifandi metS líki manns hennar. Þessi hrsetSilega fórnar-athöfn var afnumin metS lögrum é stjórnarárum Bentincks lávaröar (1828 til 1836).—ÞýtS. ingu. Að reyna að flýta komu þess breytinga- tíma er að eyðileggja allar framtíðarvonir til umbóta. En, þar byrjar veðhlaupið! Hugsaðu nú um það eitt í svipinn, Isabel.” “Eg skal gera, sem þú segir, doktor, en ekkl er nema sanngjarnt að segja þér, að það sem Bathurst sagði við mig, var svar upp á nokkuð sem eg sagði við hann”, sagði Isabel, og snéri sér svo við í sætinu og tók að horfa á veðhlaupið, en gat samt ekki fest hugann á því, eins og áður. Isabel var alvörugefin að upplagi og æfi hennar á Englandi hafði verið svo gleðisnauð, að einnig vaninn hafði gert hana alvörugefna. Henni féll vel breytingin sem á var orðin, og hagnýtti sér allar skemtanir sem buðust síðan til Indlands kom, en þó féll henni ekki vel að hafa ekkert ákveðið verk að vinna, og nú þeg- ar var hún farin að finna til þess, að sér leidd- ist með tímanum, ef hún hefði ekkert að gera, annað en taka þátt í iðjuleysis-masi og til- gangslausum skemtunum. Sjálf hafði hún ekki enn búið sér til neitt umhugsunarefni, og af því leiddi að alvara Bathursts og áhugi hans fyrir málefnunum, sem hann mintist á, sýndi henni nýja og ókunna veröld. Þar fékk hún umhugmmarefni, sem hún hugsaði sér að sleppa ekki, en þó lét hún ekki á því bera, en spjallaði um alt sem fyrir bar, við kunn- ingja og vini umhverfis. En þessi hugsun, sem Bathurst hafði valið, vaknaði hjá henni þegar hún var einsömul og gengin til hvílu um kvöldið. Hún mintist þess þá, að síðan hún kom út til Indlands, hafði hún aldrei heyrt minst á innlenda fólkið, þennan óhemju fjölda, fremur en þar væri ekki sál nema þessar fáu manneskjur frá Norðurálfu. Orð Bathursts færðu henni fyrst heim þann sannleika, að umhverfis þeirra fámenna hóp var ótrúlega mikill svarmur af innlendu fólki, sem einungis hafði sína gleði, sínar vonir, sorgir, og þján- ingar. Þessi nýi, blökkumannaheimur, var sannarlega alvarlegt umhugsunarefni. Mrs. Hunter varð hissa morguninn eftir, þegar Isabel, alt í einu, við morgunverðarborð- ið, fór að spyrja um eitt og annað áhrærandi innlenda fólkið, og meðal annars hvert hún hefði ekki oft komið í kvenna-búr Hindúa. “Ekki oft, góða mín,” svaraði Mrs. Hunt- er, “en komið hef eg í sum þeirra, og þykir það leiðinlegt. Konurnar eru svo óvenju barnalegar, og vita þekkingarlausar.” “Er ekki hægt að gera eitthvað fyrir þær?" spurði Isabel. “Mjög lítið. ' Það kemur að vonum sá tími, að skólar komast upp fyrir stúlkur, en af því þær giftast svo ungar, verða altaf vand- ræði að fást við það.” “Hvað gamlr eru þær, þegar þær giftast?’’ “Þær eru trúlofaðar meðan þær eru hvít- voðungar, og þau trygðabönd gilda eins og hjónasáttmáli, svo það getur komið fyrir að þær séu ekkjur tveggja eða þriggja ára gaml- ar. Þegar svo hittist á, mega þessir aumingjar þrælka sem vinnu konur alla æfi hjá fólki mannsefnis hennar. Lifi bæði giftast þau þeg- ar stúlkan er tíu eða ellefu ára gömul.” Isabel var sem steini-lostin, er hún heyrði þetta. Mrs. Hunter sá það og hélt áfram: “Eg heyrði að Mr. Bathurst var eitthvað að tala við þig um þetta í gær. Hann er maður sem mik- ið vill vinna fyrir innlenda lýðinn. Okkur þykir mikið kveða að honum, en við höfum alt of lítil kynni af honum.” “En þú mátt vara þig á honum, Miss Hannay,” tók þá Mr. Hunter fram í. “Hann er vís til að telja þér trú um að hans hug- mynda-grufl s! vizkan sjálf. Eg segi ekki að hann hafi ekki mikið til síns máls. Hann sér hve brýn og hve stór er þörfin á umbótum, en hann sér ekki hve stór eru vandræðin við að koma nokkrum umbótum að." “Það er nú lítil hætta á að hann leiði mig í gönur”, svaraði Isabel. “Það er að minsta kosti lítil hætta á að eg taki til starfa, því hvað gæti ein stúlka gert?’’ “Ekki nokkurn skapaðan hlut, góða mín,” sagði þá majórinn. “Þó allar hvítar konur á Indlandi færu af stað, þá yrðu afköstin æði lítil. Öfundsýkin og óvildin til þessara út- lendu “óboðnu gesta”, er alt of megn til þess hjá innlendri alþýðu. Parsarnir, eða eldsdýr- kendurnir, er eini flokkurinn hér í landi, sem framfara hugur er í. Kvennfólk okkar er vel- komið á hérlendum heimilum og í kvenna búrunum, en það yrði ekki til lengdar ef þær færu að kenna hérlendu konunum að verða óánægðar með sitt hlutskifti, og upplýsingin vitanlega miðaði til þess, þó ekki væri það tilgangurinn. Skólarnir eru að komast upp, en þeir eru enn eins og dropi í sjóinn. Samt heldur það góða verk áfram og með tímanum kemur einhver breyting til batnaðar. En þreyttu þig ekki á að grufla í því, Isabel. Und- ir kringumstæðunum er bezt að láta alt hafa sinn vana gang.” Þegar doktorinn kom til að drekka “eftir- miðdags kaffið” færði hann þær fréttir að gestur sinn (Bathurst) væri kominn af stað heimleiðis, til Deennugghur, og færði majórn- d$L RobinÍHood FI/OUR ÞETTA MJÖL ER FLJÓTAST OG ÞÆGI- LEGAST AÐ VINNA ÚR, OG ER DRÝGRA.. 1 um afsakanabæn, fyrir að fara án þess að kveðja, en að hann vonaði að koma til Cawnpore aftur áður en langt liði. Hann hafði fengið fjölda af bréfum og skjölum frá skrifstofu-þjóni sínum, inn- lendum, og efni þeirra hafði verið þannig að hann mátti til með að fara tafarlaust. “Eg skal játa”, sagði doktor- inn, “að eg varð hissa þegar hann gerði ráð fyrir að koma aftur, af því það er svo erfitt að fá hann til að ganga úr hýði. Þegar eg var í Deen- nugghur fyrir tveimur árum vorum við mestu mátar og mér þykir vænt um hann síðan. Og eg veit hann ætlar sér að koma, úr því hann sagði það, enda veit hann að eg hefi æfinlega bedda handa honum að flegja sér á, ef hann kemur.’’ Isabel talaði ekkert út f þetta, en verra þótti henni að hann skyldi vera farinn. “Við sjáum hann varla aldrei”, sagði þá Mary Hunter. “Hann er á ferðinni á hest- baki frá morgni til kvölds. Þá sjaldan hann kemur er það helzt þegar’enginn er kominn, og enda þá fæst hann ekki til að stanza nema augnablik. Hann hefir þau ósköp til að skrifa, er þá viðkvæðið hjá honum. Við Amy köll- um hann þess vegna “Aþenu Túnon*”. “Einrænn er hann máske, en engan veg- inn líkur Túnon”, svarað doktorinn. “En þið eruð nú svona, ungu stúlkurnar. Þið hugsið að karlmannsins fyrsta og æðsta skylduverk, sé að snúast í kringum ykkur. Bathurst lítur óvarlega á tilveruna, og það ekki að ástæðu- lausu, þar sem hann er altaf á ferðinni meðal hérlenda fólksins og heyrir allar þess kvart- anir og harmatölur. Hann tekur um plóginn með báðum höndum og lítur svo hvorki til hægri né vinstri.” “En þó verðurðu að játa, doktor, að Bath- urst er ólíkur flestum öðrum mönnum”, sagði Mrs. Hunter. “Það er satt,” svaraði doktorinn. “Hann tekur engan þátt í félagslífi og skemtunum, hefir ekkert gaman af íþrótta-æfingum af einni eða annari tegund, kemur varla aldrei á Klúbb-salinn og þó hann komi þar, þá tekur hann aldrei þátt í spili eða öðrum skemtunum til dægradvalar. Af útliti og framkomu að dæma er hann þó einmitt einn þeirrar manna, sem menn mundu ætla að væri æfinlega með í öllu slíku. Hann er heilsu góður, hraustur maður og ákafa maður. Hann er fríður sýn- um og skemtilegur í viðræðum, og, að mér virðist, gáfaður maður og lesinp. Hann hefir alt það til að bera, sem íþróttavinum er til- einkað.” “Og hann getur líka verið sérlega skemti- legur þegar hann vill,” sagði Mrs. Hunter. “Það hefir komið fyrir tvisvar eða svo, heima hjá okkur, að hann hefir eins og gleymt ann- ríki sínu og tekið sinn þátt í öllum skemtun- um. En er það annars ekki undarlegt að maður eins og hann skuli þannig sneiða sig hjá félagsskap, og sökkva sér alveg niður í þreytandi vinnu.” Mér hefir stundum dottið í hug”, sagði þá Mr. Hunter, “að Bathurst hafi mætt ein- hverju megnu mótlæti, en get þó ekki einu- sinni ímyndað mér hvað það gæti verið, því hann var ekki nema tvítugur þegar hann kom út hingað, svo það gat varla hafa verið von- brigði í ástum”. “Það er æfinlega sama sagan, Hunter”, svaraði doktorinn. “Ef einhver einn maður gengur sína eigin slóð, og ef sú slóð liggur í aðra átt e:i slóð hinna, þá telja hinir æfinlega sjálfsagt. að þessi einræni maður sé einhver mótlætismaður. En nú vill svo til að faðir Bathursts var nafntogaður hermaður, og að Bathurst á mikla og fagra landeign heima á Englandi. Eg get því ekki séð um hvaða mót, læti gæti verið að tala. Það er auðvitað hugs- anlegt að hann hafi fengið ímyndunar-ást á einhverri stelpu, en svo gat það þá aldrei verið meira en ímyndun og hann er allra manna ó- líklegastur til að búa yfir þess kyns barna- skap. Sannleikurinn er, að hann er blátt á- fram ákaflyndur hugsjónamaður, og mann- félagsins vegna er það gott og gagnlegt, að slíkir menn eru til hér og þar. Eg skal viður- kenna, að það væri óþægilegt, ef við værum allir þannig gerðir, en af því svo langt er frá að það sé, ætti það sannarlega að vera okkur gagnlegt og lærdómsrík hugvekja, að sjá ein- stökusinnum hvernig einn einasti maður slít- ur sér út við að hugsa upp ráð og vinna að ráðum til að bæta hag fjöldans. Lítið á þessa unglinga!" og hann benti á þá Wilson og Rich- ards, er í þessu gengu að dyrunum. “Um hvað hugsa þeir, annað en að skemta sér og svíkj- ast undan skylduverkum sínum þegar kostur er.” "Þetta kalla eg nú ekki göfuglyndi, dokt- *) Aþenu Túnon, svo nefndur var merkur maSur í Apenu-borg, en mjög einrænn, uppl á 6 öld f. K.—>ýC. or”, sagði WUson, alveg hissa, “að vaða svona upp á okkur með ónotum. Eða eigum við það skilið, majór? Að vísu skemtum við okkur þegar ekkert er að gera, en viljandl svíkjumst við ekki undan neinu sem við eigum að gera. Þú ætlast þó ekki til, að við förum að sitja við að læra grísku í frístundum okkar, doktor?” “Ekki er það, en það væri ykkar eigin hagur að verja dálitlum tíma til að læra hér- lenda málið eða einhverja mállízkuna, sem hér er töluð,” svaraði doktorinn. “Eg trúi ekki að þið báðir til samans kunnið meir en tíu til tuttugu orð í hérlenda málinu. Þið getið reip- rennandi beðið um brennivín og vatn og vindla og eldspítur, en þá hugsa eg að öll ykkar vizka sé talin.” ‘En svo er nú von á tungumála-kennaran- um í næstu viku, trúi eg ,doktor,” sagði Wil- son, “og það þykir mér nú líka skemtilegt, eða hitt þó heldur.” “Það er nú af þvi þú þarft að standast próf í fáeinum hérlendum orðum,” svaraði doktorinn. “En fari svo að þú 9læpist í gegn„ þá er það samt ekki þér að þakka!” “Það liggur óttalega illa á þér í morgun„ doktor”, sagði þá Isabel. “Þú ert svo tann- hvass á okkur öllum, að það tekur engu tali.’* “Það er nú líklega nokkuð rétt, Miss Hannay. Sannleikurinn er að eg er reiður yfir stroki Bathursts. Eg hafði ásett mér að> hafa hann hjá mér þrjá eða fjóra daga enn, því það er ótrúleg unun í að tala við einhvern sem getur hugsað og talað um annað en veð- reiðar og danzveizlur. En svo skal eg^ hafa mig burt, því ekki vil eg raska ró ykkar. Svo- efa eg ekki að Richards þarna þolir ekki við fyrir ílöngun til að tala um einhver veðmálin sem nú eru á prjónunum.” “Eg vona að við hittumst við reiðhringinn í dag, doktor?” sagði majórinn, er doktorinn gekk af stað. “Nei, og langt frá”, svaraði doktorinn. “Eg fékk meir en nóg í gær. Ef þeir vildu hafa veðhlaup fyrir asna og í þeim asna-hóp ekki annað en úrvalslið af yngri hermönnun- um hérna úr herdeildinni, þá er öll von til að eg kæmi til að horfa á, — annars ekki.” Að svo mæltu gekk doktorinn leiðar sinnar, en hitt fólkið alt hlóg, og svo fór Wilson að af- saka sig og kvaðst ekki sjá hvernig hann eða Richards væru skuld í þessu uppþoti. “Þín skuld er sú ein, Wilson’, sagði majór- inn, “að þú rakst þarna á doktorinn þegar illa lá á honum og hann hafði alt og alla á hornum sér. En svo fæst enginn um hveraig hann lætur. Hann er neyðarlegur í orði, en vill þó engan meiða. Bíðið þið bara þangað til þið leggist veikir. Þá reynið þið fljótt að ykk- ar eigin faðir gæti ekki verið stima mýkri en doktorinn.” “Það er satt,” sagði Isabel, er sá að Rich- ards var að búa sig til að segja eitthvað ann- að. “Það er ekki til hjartabetri maður en doktorinn.” Sannleikurinn var að Isabel undi ekki betur hag sínum en doktorinn. Henni féll illa að frétta um burtför Bathursts, því hún hafði ásett sér að taka hann tali og ræða ítarlega við hann um það sem hann hafði vakið máls á, því hana langaði til að fræðast um siði og háttsemi hérlenda fólksins. Undir niðri hafði hún líka löngun til að kynnast manninum sjálfum, — meiri löngun heldur en hún hefði verið fús til að viðurkenna. Um kvöldið var majórinn og hans fólk alt ásamt felstum heldri mönnum á staðnum, f heimboði að Bithoor, og fanst þeim I§abel og dætrum Hunters mikið um ljósa-dýrðina í hallargarðinum og dáðust að höllinni sjálfri, þar sem austrænu gliti og norðurálfu-þægind- um var svo laglega blandað saman hvar sem litið var. Þó skemti Isabel sér hvergi nærri eins vel og við hefði mátt búast. Morguninn eftir þegar doktorinn kom til majórsins, að venuju, sagðist hann víst mega til með að óska Isabel til lukku yfir sigurvinn- ingum hennar kvöldinu áður, að Bithoor. “Það hafa bara allir, sem eg hefi séð”, sagði hann, “verið að segja mér hvað Rajahinn var stima- mjúkur. við þig, og að af því Ieiði, að nú sé ofboðslegt gnístur tanna meðal þeirra kvenna í okkar hóp, sem áður ríktu sem drottningar á þessum stöðvum.” /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.