Heimskringla - 24.02.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.02.1932, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRIN^LA peiinskrinjla (StofnuS 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” ds published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 24. FEB. 1932. SPARISJÓÐSBANKI FYLKISINS. Eftir að John Bracken forsætisráðherra lýsti því yfir, síðastliðinn föstudag, að sparisjóðsbanka Manitoba fylkis yrði lokað, hefir mönnum ekki um neitt orð- ið tíðræddara þessa síðustu daga, en ör- lög þessarar stofnunar. Sparisjóðsbanki Manitobafylkis var stofnaður fyrir 12 árum. Hann greiddi heldur hærri vexti af sparisjóðsfé, en aðr- ir bankar og bankastofnanir gerðu, að minsta kosti fyrstu árin. Og öruggari geymslu sparisjóðsfjár gat almenningur ekki hugsað sér, en bankastofnun, sem Manitobafylki ábyrgðist. Inneign almennings óx því brátt í bankanum. Við lok síðasta fjárhagsárs nam hún 14 miljónum dala. Og tala við- skiftamanna bankans var um 40,000. Viðskifti bankans virðast því hafa ver- ið sæmilega mikil. En ýmsra hluta vegna hafa menn tekið meira fé út úr bankan- um síðastliðið ár, en nokkru sinni áður. Eru eflaust erfiðir tímar að mestú leyti orsök þess. En við þessu virðist bankinn ekki hafa búist. Hann hafði lagt svo mikið af fénu, eða um 11 til 12 miljónir, í verðmæti ýmiskonar, að afgangurinn í peningum í bankanum nægði ekki þörfinni, er far- ið var að taka féð í óvanalega stórum stíl út úr bankanum. Enda þótt eignirnar, sem bankinn lán- aði féð út á, séu fyllilega taldar að standa fjrrir sér, eins og menn segja, og mikið af þeim séu verðbréf á Manitobafylki og bæi ýmsa og sambandsstjórnina, þá samt gat bankinn auðvitað ekki selt þær á augabragði, eða komið þeim í peninga, til þess að mæta kröfum almennings um fjárútborganirnar. í þessum eignum voru nú peningarnir liggjandi, þegar viðskiftamenn bankans þurftu að nota þá sjálfir. Og bráðabirgð- arláni, til þess að sjá við þessari þörf, virðist fylkið ekki heldur hafa átt kost á hjá bönkum eða öðrum peningastofn- unum. í>að virtust því flest sund lokuð fylk- isbankanum með að halda áfram starfi. En til þess að tryggja almenningi inni- eign sína og notkun fjárins eftir þörf- um, hefir forsætisráðherra samið við banka landsins um að taka yfir eignir fylkisbankans og skuldir. Það var eina leiðin, sem virðist hafa verið um að ræða út úr ógöngunum. Hafa nú bankarnir gengið að þessu, og er fylkisbankanum þar með lokað. Á því almenningur að- ganga að þeim, ef hann fýsir að fá hina fyrri innieign sína í fylkisbanka útborg- aða. Reikningur hvers manns hefir ver- ið fluttur á þann banka, er hann sjálfur hefir kosið að eiga skifti við, ef þeir létu stjórn fylkisbankans um það vita. Og það skal og tekið fram, vegna þess að ýmsir hafa um það óttast, að þeir væru að tapa fé sínu, að svo er alls ekki. —- Hræðsla einstöku manna út af því, er með öllu ástæðulaus. Fé þeirra er í bönk- unum, og hvern eyri af því er hægt að fá greiddan í peningum, hvenær sem æskt er eftir því. * * * Fylkisbankinn var hin þarfasta stofn- un. Hann hefir með því að greiða heldur hærri vexti en bankar yfirleitt gera, unn- ið að hagsmunum viðskiftamanna sinna. Sparisjóðseigendum er því nokkur eftir- sjá að honum. En auk þess var fylkis- bankinn óháður öðrum bönkum, og að líkindum andstæður stefnu þeirra í mörgu. Hann var frá því sjónarmiði skoð að, nauðsynlegur keppinautur. Og á því er ekki vafi, að aðrir bankar hafa lltið á það sem vatn á mylnu sinni, að hann lagði niður störf. Með bæði þetta og annað fyrir aug- um, er ilt til þess að vita, hve slysalega hefir tekist til með stjórn þessarar stofn- unar. Er auðvitað fylkisstjórninni um hana að kenna. Hefði hún vakað og gætt meiri varúðar í rekstrinum, hefði stofn- unin óefað haldið áfram, því hér var ekki um neitt bankahrun að ræða. Eignir bankans eru taldar fyllilega þess virði sem skuldirnar eru. Væri því fróðlegt að vita allar orsakir fyrir því, að bankinn varð að hætta störfum. Eftir að hag fylkisbankans var riú þannig komið, að hann þurfti á aðstoð að halda, virðist heldur ekki hafa betur tekist með að bjarga honum, en ætla hefði mátt. Telja bæði stórblöðin hér. að auðvelt hefði verið fyrir sambands- stjórnina að hlaupa undir bagga. Ef til vill getur eitthvað verið í því, þó rekstur stofnunarinnar komi þar fyrst til greina, sem ekki hefir enn verið rannsakaður. En hvað sem um það má segja. getur það ávalt verið álitamál, hvort landið eigi að vera reiðubúið að leggja hverri stofnun fé, sem í kreppu lendir vegna ó- hagsýni í rekstri hennar. Hvorugt á- minst blað virtist mjög spent fyrir því, er vesturfylkin gengu í ábyrgð fyrir Hveitisamlagið. Var þó þar alveg eins mikið í húfi og þörfin engu minni en hér er um að ræða. Ef því væri ávalt að heilsa fyrir einstaklinga, félög eða stjórn- ir, stórar eða smáar, að eiga víst iánsfé, er í vörður rekur með fyrirtæki, mætti afstýra öllum fjákreppum og gjaldþort- um að eilífu. En það er nú einmitt vegna þess, að það lánsfé hefir ekki ávalt ver- ið við hendina, að það hefir reynst óhægt til þessa. , Skal ekki að sinni fjölyrt frekar um þetta mál. WASHINGTONS MINST. Bandaríkin eru að undirbúa minning- arhátíð mikla þessa viku (22. febrúar). Ástæðan er 200 ára fæðingardagsafmæli George Washingtons. Minning þessa manns mun seint fyrn- ast í huga Bandaríkjaþjóðarinnar. í»ó hér verði ekki gerð nein tilraun til þess að segja sögu George Washingtons, skal hins eigi að síður getið, að það er margt, sem til þess ber, að hans sé og verði um langt skeið minst af Banda- ríkjaþjóðinni. Hann var hennar fyrsti forseti. Og til þeirrar stöðu hefir enginn forseti fyr eða síðar verið sjálfkjörnari, þótt sumir forsetanna hafi verið afbragðsmenn, og margir eða flestir góðir og nýtir stjóm- endur. En það sem gerir George Washington stærri í augum þjóðarinnar en þá alla, er það, að hann var maðurinn, sem leiddi þjóðina til sigurs gegnum frelsisbaráttu hennar. Um hana er óþarft að fara hér mörgum orðum. Öllum er ljóst af sög- unni, við hvert ofurefli nýlendumenn áttu að etja, þar sem Englendingar voru fyrir, vopnum vanir, eins og þeir voru, og vel að öllu búnir, en nýlendumenn að flestu leyti illa búnir við ófriði, í fyrstu að minsta kosti, og sátu sumir jafnvel á svikráðum við sinn hugumstóra foringja. En sakir vitsmuna og mannkosta George Washingtons, vann hann bug á þessu öllu. Meðan hann var að sameina ný- lendumenn og búa þá undir bardagann, lét hann, fyrstu ófriðarárin, ávalt undan síga fyrir hinum eflda her Englendinga. En þegar hann loks var búinn að koma öllu í það horf, er hann hafði hugsað sér, lagði hann til úrslitaorustunnar, og J með henni hlutu íbúar hinna 13 nýlenda' þjóðfrelsi það, er þeir höfðu þráð, þótt hugmyndin um það framan af væri ef til vill líkari fögrum draumi í hugum margra, en veruleika. Fyrir þetta afreksverk hefir George Washington verið kallaður “faðir Banda- ríkjanna” (Father of his Country). En svo óbifanlega staðfestu, þrek, ár- vekni, snarræði og ráðsnild, sem Wash- ington sýndi sem herforingi, kvað eigi minna að honum við friðsamleg störf. — Enda þótt þjóðfrelsisbaráttunni væri lok- ið, var eftir að koma á fastri stjórnar- skipun og gera þessi 13 smáríki að einni heild. Reit hann og talaði um það mál, unz að ný stjómarskrá var samin. Og fundinum, sem hún var samþykt á og samin, stýrði Wlashington. f»egar því til þeirra kasta kom, að • . !> \ kjósa forseta yfir öll ríkin, var ekki ó- eðlilegt, að menn hefðu augastað á George Washington. Enda var hann kos- inn, og varð því, eins og áður er sagt, fyrsti forseti Bandaríkjanna. Fyrir næsta kjörtímabil var hann og endurkosinn. — Vildi þjóðin friðlaus kjósa hann í þriðja sinn, en hann baðst undan því. Að minning George Washingtons lifi með Bandaríkjaþjóðinni, er því ekkert undrunarefni. Hans er minst út um heim allan sem eins af mikilmennum sögunn- ar. SMÁVEGIS. Kirkjuflokkarnir og vísindin. Tveir háskólakennarar í Bandaríkjun- um hafa nýlega samið yfirlit yfir kirkju- lega aðstöðu nafnkendra vísindamanna þar í landi. Yfirlitið er merkilegt sökum þess, að það sýnir glögt þann mikla mun, sem er á frjálslyndum og íhalds- sömum kirkjuflokkum með tilliti til vís- indamensku. I hinni miklu nafnaskrá yfir nafn- kenda menn, “Who is Who in America”, standa nöfn 1189 frægra vísindamanna. Af þeim hafa 303, eða Túmlega fjórði hlutinn, látið þess getið, hvaða kirkju- flokkum þeir heyra til; en þrír fjórðu hlutar eru annaðhvort ekki meðlimir neinna kirkna, eða láta þess ekki getið af einhverjum ástæðum. Sé nú þessum þremur hundruðum jafnað niður í hlut- falli við meðlimafjölda þeirra kirkna, er þeir heyra til, kemur í ljós feykilega mik- ill munur á þeim skerfum, sem kirkjurn- ar leggja til vísindamensku. Efstir á blaði eru Únítarar. Þeir eiga meira en áttatíu sinnum fleiri nafn- kenda vísindamenn en búast mætti við eftir meðlimatölu. Næstir eru Congrega- tionalistar með níu sinnum fleiri; Kvek- arar með sex sinnum fleiri, Úníversalist- ar með sex sinnum fleiri, Biskupakirkju- menn með fimm sinnum fleiri og Presby- terar með þrisvar sinnum fleiri. Ýmsir kirkjuflokkar eru langt fyrir neðan mark- ið. Þannig hafa Gyðingar .717 (sjö hundr uð og seytján þúsundustu af hlutfalls- tölunni); Methódistar .44; Baptistar .244; Lútherstrúarmenn .206 og kaþólskir .048. Hollenzka endurbætta kirkjan á einn nafnkendan vísindamann og er rétt á takmörkunum. Tala nafnkendra vísindamanna í Ún- ítarakirkjunni í Bandaríkjunum er 37, og í congregational kirkjunni 66. En sökum þess að meðlimatala Congregationalista er miklu hærri, standa þeir neðar í hlut- fallstölunni. Einn mjög smár trúflokkur, fylgjendur Sw<*denborg, stendur hátt í hlutfallstölunni, næstur Únítörum, en á | þó aðeins einn nafnkendan vísindamann. Hjá þeim er hlutfallstalan há vegna með- | limafæðarinnar. Eftirtektarvert er það, hversu lágt Gyð- ^ ingar standa hlutfallslega í vísinda- mensku, vegna þess að það er alment á" litið, að þeir séu yfirleitt gáfaðir menn og fjöldi þeirra nær hárri mentun. En þess ber að gæta í sambandi við þetta, að hugir Gyðinga hneigjast að verzlun og ábatasömum fyrirtækjum, fremur en að vísindum og listum. Náttúrlega er þetta ekki mælikvarði á gáfnafar, heldur aðeins á það, hversu trúflokkarnir standa með tilliti til rann- sókna og vísindalegra iðkana. Það má gera ráð fyrir því, að nafn einskis vís- indamanns sé tekið í “Whö’s Who’’ nema hann skari fram úr. Ályktunin, er draga má af skýrslunni, er sú, að því frjáls- lyndari sem kirkjuflokkurinn er, því lík- legri séu meðlimir hans til að leggja mikilsverðan skerf til vísindarannsókn- ar. Væru t. d. Únítarar eins fjölmennir og kaþólskir menn í Bandaríkjunum, ættu þeir að eiga 1695 nafnkenda vís- indamenn. Hin afar lága hlutfallstala kaþólsku kirkjunnar í þessu efni stend- ur bersýnilega í nánu sambandi við íhald hennar og mótspyrnu gegn vísindum, þótt fleira geti komið þar til greina, svo sem það, að mikill hluti kaþólsks fólks, sem fluzt hefir til Bandaríkjanna frá Ev- rópu, hefir verið fátækt og staðið ver að vígi en afkomendur hinna eldri inn- flytjenda með að sækja hærri menta- stofnanir. Aðeins þrír af þeim 1189 vís- indamönnum, sem á skránni eru, kalla sig kaþólska. Skýrslan nær að vísu ekki nema yfir fjórða hlutann af þeim, sem á skránni eru, en höfundar hennar halda fram, að WINNIPEG, 24. FEB. 1932. hlutfallstölurnar mundu lítið breytast, þótt hún næði yfir fleiri. Segjast þeir ekki sjá neina ástæðu til þess að ætla, að þeir vísindamenn, sem heyra til íhaldssamari kirkjuflokkum, mundu síður vilja láta þess get- ið, hvar þeir standa í trúmálum, heldur en hinir, sem tilheyra þeim frjálslyndari. Það má telja víst, að sumir af vísindamönnum þeim, sem ekki láta trúarbragða sinna getið séu samt sem áður meðlimir einhverra kirkjuflokka, en að líkindum er þó meiri hluti þeirra alveg afskiftalaus um trúmál. Kristmunkareglan á Spáni. Félagsskapur sá, er nefnist Kristmunkaregla, eða Jesúítar, var stofnaður á Spáni á 16. öld. Stofnandi hans hét Ignatius Loyola. Hann var hermaður framan af æfinni; en eftir að hann hafði særst hættulega og legið lengi í sárum, helgaði hann kirkjunni alla krafta sína. Páll páfi hinn þriðji samþykti stofnun reglunnar árið 1540. Síðan hafa kristmunkar farið um öl llönd og snúið mönnum til kaþólskrar trúar. Enginn félagsskapur hefir unnið jafn mikið í þarfir kaþólskrar kirkju sem þeir. Þeir hafa stofnað skóla, sem hafa þótt ágætir, og ákafi þeirra í að vinna kirkj- unni gagn hefir verið einstæð-^ ur í sögunni. Alstaðar hafa þeir blandað sér í stjórnmál, þar sem þeir hafa getað komið því við. Þeir hafa ekki hikað við að beita ofsóknum og hverj- um brögðum, sem þeir hafa haldið að kæmu að notum, til þess að koma sínu máli fram; enda hafa þeir jafnan í viður- eigninni við mótstöðumenn sína fylgt þeirri illræmdu reglu, að tilgangurinn helgi meðalið. Kristmunkareglan hefir hvað eftir annað verið leyst upp í ýmsum löndum, og svo óvinsæl varð hún um tíma að páfinn sjálfur skipaði að leggja hana niður fyrir fult og alt. En árið 1814 var hún endurreist af Píusi páfa sjöunda. Nú nýlega hefir stjórnin á Spáni gert regluna landræka og allar eigur hennar upptækar. Spánn hefir til skamms tíma verið kaþólskasta land í heimi, og meðan konungsvaldið var þar við lýði, hefði enginn dirfst að hrófla við stofnunum kaþól- sku kirkjunnar þar í landi. En það er alt breytt nú, síðan Spánn varð lýðveldi. Eflaust hefir stjórnin óttast áhrif krist- munkanna í stjórnmálum, og þess vegna tekið til þessara úrræða. Spánverjar þekkja þá líka allra manna bezt og vita, hvers af þeim má vænta. Ekki verður annað sagt en að veldi hinnar kaþólsku kirkju sé nú nokkuð tekið að hnigna, er lönd eins og Mexíkó og Spánn beinh'nis gera uppreisn á móti henni með stjórnirnar í boddi fylkinga. “Green Pastures.” Svo nefnist leikrit, sem vak- ið hefir feikilega mikla eftir- tekt í Bandaríkjunum. Höfund- ur þess heitir Marc Connelly. Hefir það verið sýnt á leiksviði og lesið meira en títt er um þess konar rit. , Efni leikritsins er biblfan, eins og hún er skilin af óment- uðum svertingjum í Suðurríkj- unum. Byrjar það í himnaríki, áður en jörðin er sköpuð, og heldur svo áfram niður aldirn- ar, samkvæmt sögu Gyðinga, og endar með krossfestingu Jesú frá Nazaret. Adam, Nói, Móses, Jósúa og margir fleiri af mönnum gamlatestamentis- ins koma fram á sjónarsviðið, og enda Jahve sjálfur. Englar, patríarkar og spámenn eru allir sýndir í gerfi nútíma svert- ingja; þeir hugsa og tala eins og svertingjar; og guð er eins og há-rétttrúaður svertingja- T fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50e askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. prestur úr Baptista flokki. Svertingjamir trúa öllum »ög- um gamlatestamentisins bók- staflega; sköpunarsögunni, flóð- sögunni og svo áfram alla leið niður að sögunni um Jónas spá- mann og hvalinn og miklu lengra. Leikritið alt er hlægi- lega barnalegt og kjánalegt í augum þeirra, sem ekki hafa sömu trú og svertingjarnir. Það er gersneytt allri lotningu, og eins og til þess samið að gera trúarskoðanir þessara einfeldn- inga hlægilegar í augum ment- aðra fólks. En, eins og Horace J. Bridges, einn af leiðtogum “Elthical Cul- ture” félagsins í Bandaríkjunum bendir á í langri ritgerð, sem hann hefir ritað um leikritið í “The Standard”, mánaðarrit félagsins, þá eiga ekki svertingj- arnir einir hér hlut að máli, heldur hvítir menn líka. Svert- ingjarnir lærðu sinn kristindóm af hvítum mönnum, öll þeirra barnalega bókstafstrú er til þeirra komin frá rétttrúnaðar kirkjudeildum, sem þóttust vera að kenna þeim helög sannindi. Svertingjarnir eru yfir höfuð einfaldir og barnalegir í skoð- unum og fram úr hófi trúgjarn- ir. Þeir hafa ekki neina hug- mynd að nokkuð sé athugavert við munnmælasögur gamla- testamentisins, þær eru allar sannar og áreiðanlegar í aug- um þeirra, jafnt þær, sem segja frá ómögulegum hlutum, eins og t. d. dýrasafninu í örkinni hans Nóa, sem hinar, er vel geta haft við sögulega viðburði að styðjast; þeir gera engan veru- legan greinarmun á lýsingum á lífi patríarkanna og beztu sið- feröis-prédikunum spámann- anna. Það er alt innblásið guðsorð í augum þeirra. En þetta sama gera margar þús- undir hvítra manna, sem þykj- ast langt ip>p yfir svertingja hafnir, enn í dag. Það má þó segja svertingjunum yfirleitt til málsbóta, að þessi trú er við þeirra hæfi, þeir eru ekki þrosk- aðri en það, að þeir skilja naum ast nokkuð annað; og sízt er fyrir það að synja, að trú þeirra geri þeim nokkurt gagn. En aftur á móti er það mest ó- skynsamleg fastheldni hvítra manna, sem lætur þá halda fast við allskonar úreltar hugmynd- ir, þótt allur fjöldi manna leggi í raun og veru ekkert upp úr þeim. Annað, sem dr. Bridges bendir á, er það, að listamenn allra þjóða hafa málað menn og kon- ur biblíunnar rétt eins og þeir hefðu verið að mála samtíðar- fólk sitt — hafa yfirleitt ekki haft neinn réttan sögulegan skilning. Segist hann t. .d í Noregi hafa rekist á mynd af Kristi á krossinum og ræn- ingjunum tveimur; og voru ræn ingjarnir klæddir í síða, svarta frakka og «ieð harða hatta á höfðinu. Á svona fáránleg tímaskekkju — missmíði starir fólk með undrun og aðdáun. Og hvaða furða er það þá, þó að svertingjar geti ekki hugsað sér lífið á Gyðingalandi fyrir þrjú

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.