Heimskringla - 02.03.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.03.1932, Blaðsíða 4
4. SIDA H E I M S K R L A WIXNIPEG 2. MARZ 1932. (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. »53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 Ver?! blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON «53 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla" is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 2. MARZ 1932. ÞJÓÐRÆKNISÞINGIÐ Um það ber flestum saman, að ekk- ert ársþing Þjóðræknisfélagsins hafi jafn vel sótt verið og það, er haldið var síð- ast liðna viku. Öll kvðldin mátti heita húsfyllir. Kvöldskemtanirnar fyrsta og síðasta daginn sóttu um 500 manns. Og á daginn, meðan fundir fóru fram, voru bekkir oft þéttskipaðir áheyrendum. Virð- ist af þessu öllu mega dæma hver ítök þjóðræknissamtökin eiga í hugum íslend- inga. Ætlun vor er ekki sú, að skrifa hér langa lýsingu af ársþinginu. Svo vel stendur á, að fundargerningur þess er nú þegar skrifaður, og kemur fyrsti kafli hans í þessu blaði. Er fyrir þessu séð, með það fyrir augum að koma í veg fyrir, að eins lengi þurfi að bíða eftir fréttum þingsins og oft áður. Vitum vér, að fátt muni fréttnæmara þykja en það, sem á þessu ársþingi fer fram. Til bráðabirgða má þó geta tveggja eða þriggja mála, sem veigamest mætti kalla. Hið fyrsta þeirra var um það, á hvern hátt ákjósanlegast væri að Canada mint- ist hátíðarinnar á íslandi . Eins og kunn- ugt er, drógust framkvæmdir þess máls úr hömlu fyrir þáverandi stjórn Canada. Komst Heimfararnefnd Þjóðræknisfélags- ins að þeirri niðurstöðu, að stofnun námssjóðs, :af hálfu Canada-stjárnar, væri mjög viðeigandi minning. Og með því að íslendingar yfirleitt virðast hug- myndinni mjög hlyntir, hefir Þjóðræknis- félagið unnið að framkvæmdum þes3 máls. Hefir það skrifað sambandsstjórn- inni bréf, með öllum þeim skýringum, sem málinu mega að haldi koma, og farið fram á stofnun sjóðs er nemur $25,000. Eru ekki svör komin frá sam- bandsstjórninni, en mjög líklegt er, að Canada taki þessari bendingu vel. Væri ekki fram úr máli þessu á annan hátt betur ráðið. Annað sem góðar fréttir mega heita er það, að íþróttafélagið "Fálkinn", hef- ir nú gerst ein deild í Þjóðræknisfélag- inu. Eru um 140 manns, alt ungir sveinar og meyjar í íþróttafélaginu. Hafði fulltrúi "Fálkanna" á þinginu orð' á því, að sér virtist íslenzkum félögum hér talsvert borgnara, með því, að til- heyra Þjóðræknisfélaginu. Var að því gerður hinn bezti rómur. Ættu fleiri íslenzk félög að fara að dæmi "Fálk- anna'', því á því leikur enginn vafi, að eitt sambandsfélag, sem Þjóð'ræknisfélag- ið, væri hinum smærri félögum hagur og heill. Þá var og mikið rætt um bókasafns- málið. Er von nokkra bóka að heiman bráðlega, og með þeirri viðbót þykir ekki frágangssök, að byrja að lána bækur út til lesturs, sem í hverju öðru lestrar- félagi. Var stjórnarnefndinni falið að eiga um það við þjóðræknisdeildina "Frón" í Winnipeg, hvort hún vildi ekki taka þetta starf að sér. Enda þótt sam- fara því sé nokkur kostnaður, er mjög líklegt, að deildin "Frón" verði við því. Af skemtunum þingsins er og margt að segja. Fyrsta kvöldið hélt Walter J. Líndal, K. C, fyrirlestur. Var efni hans um heimskreppuna. Leit fyrirlesarinn svo á sem kreppa sú, er nú sverfur að, sé nokkurskonar bylting, bylting, er upp af muni spretta hagkvæmara fyrirkomulag en það, er heimurinn eigi nú við að búa. Efni fyrirlestursins var mjög tímabært. Og höf. brá upp mörgu fróðlegu í sam- bandi við það. Væri óskandi að erindi I það birtist á prenti, en því miður mun hann ekki hafa haft það uppskrifað nema að litlu leyti. Af öðrum skemtunum þetta kvöld má geta þessara: Nokkrir ungir, fráir svein- ar úr íþróttafélaginu "Fálkinn", sýndu fimleika. Þá fór og fram samkepni í framsögn, og tóku sex börn þátt í henni. Þau héltu: Gerald Stephenson, Sigríður Gísladóttir, Guðrún Bjering, Gladys Gil- lies, Þrúða Backman og Hallgrímur Pét- ursson. Mæltu þau öll snjalt Qg áheyri- lega. Verðlaunin (gullmedah'a frá ÞjÓð- ræknisfélaginu) hlaut Þrúða Backman. Mrs. Sigurrós Anderson lék á Piano. — Karlakór íslendinga söng þar og við raust og þótti takast vel. Ragnar A. Stefánsson las upp sögu. Annað kvöldið var íslendingamót deild- arinnar "Frón". Má ýkjalaust um þessa samkomu segja, að hún væri, sem mót "Fróns" áður, ein sú fjöibreyttasta og til- komumesta skemtun, sem íslendingar eiga hér völ á. Aðalræðuna þetta kvöld hélt dr. Björn B. Jónsson. Var hi'in um vissar hliðar og horfur á þjóðræknis- starfi Vestur-íslendinga og veigamikil að efni. Að máli hans var gerður hinn bezti rómur. Birtist sú ræða eflaust í blöðun- um, þar sem hún var skrifuð. Ætti einn- ig svo að vera. Aðra ræðu flutti dr. Sig. Júl. Jóhannes- son. Kvað hann þarfasta þjóðræknisstarf- íð á þessum neyðartímum vera það, að líta eftir efnalegri afkomu íslendinga. Þeim liði misjafnt sem öðrum. Benti hann á dæmi úr sögu fslands, er vott bar um að þeír skiftu bróðurlega með sér viður- væri, er hart var í ári. Hið sama ættu Vestur-íslendingar að gera. Ræða hans var stutt en vissulega laggóð. Einar P. Jónsson flutti ágætt kvæði, ort af honum sjálfum. Er það birt á öðrum stað í þessu blaði. Lúðvík Kristjánsson las upp skop- kvæði, er hann hafði ort, og böfðu á- heyrendur ómengaða skemtun af því. Þá voru og einsöngvar þeirra Mrs. K. Jóhannesson og Mr. Paul Bardal til ó- endanlega mikillar skemtunar. Og hið sama er að segja um hljóðfæraspil Mrs. H. Helgason, Ragnars H. Ragnar og P. Pálmasonar. Alt þetta hljómlistarfólk er svo þekt vor á meðal, að óþarfi er á að minnast skemtanir þær, er það býður á- heyrendum, með söng sínum og hljóm- leikum. Að lokinni þessari ágætu skemtiskrá byrjaði dansinn. Og á sama tíma settust menn að bæði miklum og góðum veit" ingum í neðri sal hússins. Eiga forstöðu- konurnar Miss E. Hall, Mrs. Ragnh. Da- víðsson, Mrs. Sesselja Gottskálksson miklar þakkir fyrir þær skilið frá deild- inni "Frón", og þeir aðrir, er aðstoð veittu þeim. Veitingarnar má segja að þær gæfu mótinu, og meira til. Þá bera og þeim, er á skemtiskránni voru, einn- ig miklar þakkir fyrir aðstoð sína, er öll var veitt endurgjaldslaust. Þetta er eina tekjusamkoma "Fróns" á árinu. Hverjum eyri af því fé, er hefst inn, er varið til að kenna börnum að lesa íslenzku. Til styrktar því starfl hefir því fólk þetta lagt drjúgan skerf. Er gott tii þess að vita, hve margir þeir eru, sem af fúsum vilja leggja því iiðveizlu sína. Það gerðu og þeir einnig ,er mótið sóttu, að sínu leyti. Þriðja kvöldið flutti séra Ragnar E. Kvaran fyrirlestur. Var það geysi-fróð- legt erindi og vel samið, og flutt af þeirri snild, er örfáum lætur. Ekki verð- ur hér reynt til að segja frá efni fyrir- lestursins. Aðeins skal þess getið, að í honum var gerð góð grein fyrir því, í hverju aðaJáhrif sögunnar væru fólgin, og skilningur helztu söguhöfunda heims- ins rakinn í því efni. Var bent á áhrif ariska mannflokksins, er dreifðist um alla Evrópu, suður til Afghanistan og austur til Indlands frá Kákasuslöndunum (að líkindum), og í hverju þessi áhrif komu fram síðar hjá ættkvíslunum á hinum ólíku stöðum, er þær tóku sér bólfestu á. Til þessa ættslofns taidi höf. sögufróða menn þykjast geta rakið allar helztu framfarir mannkynsins, eða til á- hrifa hans, á suðlægari þjóðir, eigi síð- ur en hinar norðlægu. En nú væri svo komið, að vald og áhrif þessa kynstofns væru að dvína. Aðrir eettstofnar breidd- ust nú meira út en hann. Hvaða afleið- ingar það hefði, væri þó enn ekki hægt að gera sér grein fyrir. Hvað er saga? Hverjar eru þær bylgj- ur, er varanlegast mót setja á lundernið og stefnur þjóðlífsins? Er það ætterni, lands- eða loftslag eða athafnir einhverj- ar, svo sem viðskiftalífið eða annað því- umlíkt? lTm þessar spurningar fór fyr- irlesarinn mörgum orðum. Væri óhugs- andi að minnast hér á svör hans við þeim, en vonandi verður þessi ágæti fyr- irlestur birtur. Annað, sem til skemtana var þetta kvöld, var sem hér segir: Ungar stúlkur ÚT íþróttafélaginu "Fálkinn" sýndu fim- leika, ungfrú Pearl Pálmason lék á fiðlu, í ungfrú Lily Bergson lék á píanó, ungfrú Lóa Davíðsson söng einsöng, og Lúðvík Kristjánsson las upp kvæði. * * * í stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins voru þessir kosnir: Forseti, Jón J. Bíldfell (endurkosinn); varaforseti, séra Ragn- ar E. Kvaran (endurk.); ritari, dr. Rögn- Valdur Pétursson (endurk.); vararitari, séra Benjamín Kristjánsson; gjaldkeri, Árni Eggertsson (endurk.); varagjaldkeri Ásiríundur P. Jóhannsson; fjármálaritari Ó. S. Thorgeirsson (endurk.); varafjár- málaritari, G. A. Dalman, skjalavörður Guðjón Friðriksson. Endurskoðunarmað- ur reikninga, W. J. Jóhannsson (í stað- B. Finnssonar, er verið hafði endurskoð- unarmaður í tvö ár). í þinglokin var lát séra Kjartans Helga sonar minst með nokkrum orðum af dr. Rögnv. Péturssyni. Kvað hann Vestur- íslendinga, sem alla íslenzku þjóðina, við lát hans eiga á bak að sjá einum hinum hugljúfasta vini og bezta manni. Var samþykt að þingið skrifaði eftiriifandi ástvinum hans bréf sem samhygðarvott sinn í sorg þeirra. Eftir fieiru munum vér nú ekki í svip, er hér gerist þörf frá að segja, af árs- þinginu. Verður enda ítarlegar frá öllu skýrt, er þar gerðist, í fundargerningun- um. Þingið var mjög friðsamt. Ágreinings- atriðin voru rædd kalalaust með öllu. — Áhugi almennings virtist með bezta móti fyrir málefnum Þjóðræknisfélagsins. Og marga af hinum eldri íslendingum heyrð- um vér segja, að betri skemtunar hefðu þeir ekki lengi notið, en þeirrar, að sitja bæði starfsfundi þingsins og heyra þau mál rædd, er hverjum sönnum íslendingi væru hugðnæm í mesta máta, og hins að sækja skemtisamkomurnar kvöld eftir kvöld. Kváðust margir þeirra geyma bjartar endurminningar um það alt sam- an. fyikið verða að bera hluta af eldri nöfnum allra fylkjanna til tryggingar góðri sambúð, en þetta sé eina orðið, sem hon- um geti hugkvæmst að smíða úr þeim. TRÚIN Á SAMFÉLAGIÐ. KIDNEY ',, PILLS^ SÁ HVERT STEFNDI. Maður er nefndur E. C. Drury. Hann á heima í Ontariofylki, og var þar, sakir alþýðuhylli sinnar, eitt sinn kosinn for- sætisráðherra. Hann var og blíðmáll og gjöfull. Eftir að hann varð stjórnarfor- maður, neitaði hann að þiggja alt það kaup, sem honum bar, en það voru $12,- 000 á ári. Sætti hann sig við $9,000, en afganginn gaf hann fylkinu. Hróður hans barst víða fyrir þetta. í augum alþýðunnar hafði aldrei slíkur öðlingur sem hann á valdastóli setið. En svo kom nú að því, að hann fór frá völd- um, eins og alilr verða að gera fyr eða síðar. Nýlega datt honum í hug, að í raun og veru skuldaði Ontariofylki sér ennþá nokkuð af launum eínum. Sýndu reikn- ingar fylkisins að þetta var hverju orði sannara. Hon. E. C. Drury, átti laglega summu ógreidda &ér á bókunum, því hon- um var fært til innlegg* alt kaupið. Kall- aði hann þá ef'tir þessum afgangi, en bað þess um leið að það væri ekki í hámæli haft. Launaköku sína hefir hann þvi nú alla fengið og etið, einnig þann bitann, er hann áður ánefndi fylkinu. En það er þó að virða, að hann sá hvert stefndi, ef þetta yrði lýðum ljóst. SASK-ALB-OBA. Hvað ætti hið nýja fylki að heita, sem skapa átti úr beinagrindum þriggja vest- urfylkjanna einu sinni, en sem nú mun þó vera horfið frá? Um það heyrðum vér ekkert hér vestra, er málið mátti heita á dagskrá. En gárungi einn skrifar grein um það í blaðið Montreal Standard nýlega, og kveðst mikið hafa um málið hugsað. Leggur hann til, að ef af sam- einingu yrði, væri nýja fylkinu gefið nafnið "Sask-alb-oba". Kveður hann Frh. VIII. Það getur verið miklum erf iðleikum bundið að halda ann- að þeirra tveggja boðorða, er fyr voru nefnd: að láta hags- muni samfélags víkja fyrir hags munum annars stærra, sem það er hluti af. Yfirleitt verður auð- veldast að fórna sér fyrir það sem næst er. Það er algengt, að menn leggi mikið í sölurnar fyrir fjölskyldu sína. Verka- menn gefa oft fögur dæmi til eftirbreytni um fórnarlund gagn vart samtökum sínum og stétt. Að vinna ósíngjörn verk í þágu föðurlandsins er undireins erf- iðara. Jafnvel þjóðhöfðingjar, sem ætla mætti að hefðu fulla hvöt til að líta á hag þjóðfé- lagsins fyrst og fremst, lá'ta hagsmuni þess oft sitja á hak- anum fyrir sínum eigin hags- munum og ættar sinnar. P"n allra erfiðast verður það, að láta eigi aðeins eigin hagsmuni heldur líka hagsmuni sinnar þjóðar víkja fyrir hagsmunum hinnar stærri heildar — mann- kynsins alls. En þetta volduga úrlausnarefni bíður nú mann- anna og hrópar á alla byggj- andi starfskrafta; þessa þyngstu allra þrauta fá næstu áratugir og aldir að leysa. Öld hinnar alþjóðlegu sam- vinnu stendur fyrir dyrum. — Heimurinn er þegar orðinn fjár- hagsleg eini.ng. Alþjóðleg sam- vinna er þegar hafin á mörg- um sviðum. Heimsstyrjöidin og atburðir þeir er síðar gerðust, hafa rutt braut skilningnum á því, að allir séu öllum háðir. Jafnvel í stjórnmálum eru þjóð- irnar farnar að vinna saman, í og skilningurinn almennur orð- inn á nauðsyn slíkrar samvinnu. En sennilega tekur það all- langan tíma, þangað til þjóðirn- ar fara að gjalda jákvæði í verki þeirri sannreynd, að þær verði af frjálsum vilja að fórna sérhagsmunum sínum fyrir vel- ferð mannkynsins í heild. Eins og hin fyrstu samfélög gátu því aðeins orðið til, að sá sterk asti legði á sig bönd, svo að hin- um vanmáttuga mætti unnast hlutdeild í gæðum lífsins, e.ins verður hin voldugasta þjóð að slá af sérkröfum sínum til hags bóta fyrir heildina, ef mann- kynið á ekki að berast á bana- spjót um alla eilífð. Vitanlega yrði þetta hagur hverri þjóð, er til lengdar léti. Alþjóða-samvinna rnundi auka verðgildi hverskyns framleiðslu. andlegrar sem efnislegrar, meir en nokkurn grunar, og öllum gæti liðið vel. En jafnvel þótt ein þjóð liði skaða við slíka allsherjar samvinnu, hvort held- ur væri um stundar sakir eða um langt skeið, yrði hún að sætta sig við það. Jafnvel í því ímyndaða falli, að hún ynni heildinni nieira gagn með því. að hverfa af sjónarsviðinu en að halda áfram að vera til, bæri henni skylda tfl, sam- kvæmt boðorðinu, að hverfa úr sögunni. Jafnhliða samvinnunni mundi verða háð friðsamleg kepni um að ná sem beztum árangri. — Hver einstök þjóð legði sig fram á því sviði, er hún hefði sérstök skilyrði fyrir. í>að mundi verða einskonar alheims verka- skifting, bygð á náttúruskil- yrðum hvers lands og skapgerð þjóðanna. Hið ótrygga ástand, sem heimurinn býr við í dag, knýr hverja þjóð til að fást við alt mögulegt, svo að hún standi ekki ráðþrota, ef ófrið ber að höndum. Samþjóðleg skipulagn ing og verkaskifting myndi fá ^IdNVL Í287THE SBrai I fullan aldarfjórðung hafa Dodd's nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. hverjum sitt sérstaka hiutverk að vinna. Svo kann að virðast, sem þróunin stefni ekki að samein- ingu ríkja, heldur sundurgrein- ingu. Fjölmörg dæmi hafa ver- ið færð því til sönnunar. Á rústum hins forna Rómaveldis risu síðar upp mörg ríki. Á síðustu tímum hafa Rússland og Austurríki safnast í marga hluta. Kína er að klofna sund- ur í fleiri smærri ríki, eftir öll- um líkum að dæma. Brezka heimsveldið liðast seinnilega í sundur í mörg sjálfstæð ríki í náinni framtíð. Vér getum sagt, að á öldinni sem leið, og það, sem af er þessari, hafi þjóðleg sérhyggja verið uppi á teningn- um. Mannréttinda yfhjlýsingin franska, er sló fastri þeirri grundvallarreglu, að þjóðin væri óskiftanleg heild og óháð öðr- um, hefir verið áhrifarík á síð- ari tíma. Flestar styrjaldir í Evrópu síðan á dögum frönsku byltingarinnar, hafa verið háð- ar um sjálfstæði þjóða. Það var sjálfstæðisbarátta smáþjóðar, sem hratt af stað heimsstyrjöld- inni. Wilson hafði, fyrstur leið- andi stjórnmálamanna, þjóðern- isréttinn að stefnumiði og sund- urliðun Evrópu við friðinn í Versölum varð árangurinn af starfi hans. Vér megum þó ekki láta þetta villa oss sýn. Það, sem þessi þróun sýnir oss, er einungis þetta: að ríki, sem eru grund- völluð á hernámi og haldið sam- an af járngreipum kúgunar- valda, fá ekki staðist til lengd- ar. Það sem var sameinað með ofbeldi, gliðnar í sundur fyr eða síðar. En draumur þeirra Alex- anders, Cæsars og Napoleons ærtist aldrei með þeim hætti er þeir hugðu. Heldur ekki draum- ur páfakirkjunnar um heimsyf- irráð gat orðið að veruleika. En þessar staðreyndir geta ekki lokað augum vorum fyrir því ,að þróunin stefnir að heims sameiningu í nýrri mynd — samtökum og samstarfi af frjálsum v|lja. Margs konar samvinnubönd tengja þjóðirnar saman nú þegar — í vísindum, trúmálum, fjármálum, stjórn- málum, að ógleymdum albeims- samtökum verkamanna. Samn- ingar og bandalög milli ríkja, opinber og leynileg, verða æ tíðari. Ófriður, þar sem aðeins tvær þjóðir eigast við, er vart hugsanlegur nú á tímum. Sú örhraða þróun samgöngumál- anna, sem ár frá ári gerir hvers konar viðskifti greiðari en áður, eykur mjög kynni þjóðanna. i Það verður með hverju árinu j algengara að stjórnarherrarnir hittist og talist við; minna og minna veltur á leynimakki og \ refakrókum erindrekanna. Þeg- ar rafbylgjurnar bera rödd ! mannsins umhverfis hnöttinn á svipstundu, þegar hægt er að fljúga yfir Atlantshaf á nokkr- um tímum, fara augu þjóðanna að opnast fyrir vitfirringu tor- trygninnar, öfundarinnar, fjand- skaparins og herbúnaðarins hverrar gegn annari. Stofnun Alþjóðabandalagsins

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.