Heimskringla - 02.03.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 02.03.1932, Blaðsíða 6
6. SEÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 2. MARZ 1932. Á HASKA TÍMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir George A. Henty “Eg skil það jafnt og hann Adam gamli hefði skilið það,” sVaraði Wilson. “Nú, þá skal Richards skýra það,’’ sagði doktorinn. “Hann hét okkur að hafa augun opin!” En Richards svaraði engu! “Hvernig er þetta gert, Bathurst?” spurði þá Isabel. “Mér sýnist það hreint og beint kraftaverk!’’ “Eg skil ekki meira í því en hann Wil- son, Miss Hannay. Eg hefi séð þenna leik oft, en get með engu móti hugsað mér, hvernig hann er gerður. Já, nú kemur hann með körfuleikinn. Vertu alveg óhrædd þó þú heyr- ir stúlkuna hljóða. Þú mátt vera viss um að hún er ómeidd, því faðir hennar unnir henni hugástum og vildi ekki snerta hár á höfði hennar til að meiða hana.” Rujub setti körfuna á jörðina og dóttir hans steig upp í hana, og hyktist niður að venju, en án þess að látast vera hrædd, eins og þó er siður þessara leikenda. Þegar hér var komið, sagði majórinn við Doolan, að þeir skyldu ganga yfir til “drengjanna”, til að halda í þá, ef á þyrfti að halda. Gat majór- inn þess, að þegar hann hefði fyrst séð þenna leik, hefði hann naumast getað ráðið sér, og af því Wilson væri skapbráður, byggist hann eins vel við, að hann réðist á töframanninn, en sem yrði til þess, að hann reiddist og sýndi ekk’i meira, en það væri leitt, því það væri útlit fyrir að þetta yrði góð sýning, ef dæmt væri af orðum Bathurst. Undireins og töframaðurinn hafði látið lokið yfir körfuna, fóru þau töframaðurinn og stúlkan í körfunni að jagast, að virtist, og jókst deilan þangað til Rujub virtist óður orð- inn af bræði. Þreif hann þá upp langt og grant sverð og rak það gegnum körfuna þrisvar eða fjórum sinnum, alt að hjöltum. Stúlkan í körfunni rak upp óskaplegt hljóð við fyrsta lag, en síðan heyrðist ekkert. Svo óttaslegið varð sumt af kvenfólkinu, að það rak upp hljóð og stökk úr stólunum. Og fór, sem majórinn gat til, að þeir “drengir’’ urðu óðir og hefðu stokkið á Rujub, ef majórinn og Doolan hefðu ekki haldið þeim. “Vilt þú gera svo vel og opna körfuna?” sagði Rujub ofur rólega við Mrs. Hunter. Og af því hún hafði séð körfuleikinn áður, gekk hún fram óhrædd og tók lokið af körfunni, og sagði þá svo hátt, að allir máttu heyra: “Karfan er tóm!” Tók þá Rujub körfuna og hélt henni á lofti, hvolfdi henni og sneri alla vega. “Hvað í veröldinni varð af stúlkunni?’’ sagði Wilson yfirkominn. En um leið og hann slepti orðinu, gekk Rabda með hægð fram á sviðið og milli þeirra “drengjanna”. “Ja, nú gengur yfir mig!" varð Wilson að orði. “Þessu hefði eg ekki trúað, þó fimtíu manns hefðu lagt sáluhjálpareið við að það væri satt.” Og Wilson var svo lamaður, að hann gat engu svarað, þegar doktorinn sagði hæðnis- lega: “Við bíðum eftir útskýringum ykkar, herrar mínir!” “Viltu spyrja hann, majór, hvort hann vilji sannfæra okkur um að stúlkan sé virki- lega áþreifanleg?” spurði Richards. Majórinn flutti spurninguna og var henni svarað á þann veg, að Rabda gekk yfir til Richa^ds, sem þegar rétti fram hendina og þreifaði á henni. Áhorfendurnir gerðust nú forvitnir mjög og gátu margs til um, hvað næst yrði sýnt, því þeir, sem áður höfðu séð töfrabrögð, mintust þess, að leikir á borð við þessa höfðu jafnan verið sýndir seinast, en nú voru þeir sýndir fyrst, og mátti af því merkja, að þessi maður var snillingur. Næsti leikur var sá, er Rujub hafði sýnt Bathurst áður, sá að Rabda sat á kybbinu, er svo tognaði þangað til hún hvarf áhorf- endunum upp í geiminn. Var sá leikur með sömu ummerkjum og áður, að því einu und' skildu, að eftír að Rabda hvarf upp yfir ljós- hafið, var hún nú umkringd af ljósbláleitum glampa, svo að hún sást greinilega. Þeír, sem setið höfðu á pallinum komu nú fram á brautina til þess að sjá betur, og stóð nú allur hópurinn f kringum stöngina og í sex feta fjarlægð — nær leyfði Rujub engum að ganga. Hærra og hærra leið Rabda upp í hvelfinguna, þangað til áhorfendunum virtist hún mundi komin að minsta kosti hundrað og fimtíu fet upp frá yfirborði jarðar. Þá slokn- aði blái glampinn umhverfis hana og Rabda hvarf sýn þeirra. Sló þá þöfn yfir hópinn, en að mínútu liðinni kom efri endi stangarinn- ar í ljós, en Rabda ekki. Að annari mínútu liðinni var stöngin komin í sitt fyrra horf — orðin að kybbinu, sem Rujub geymdi í börfu sinni. Nú sagði enginn neitt. Þetta var alt svo undarlegt, að það gat enginn komið upp orði um stund. Rujub sagði þá eitthvað við Mr. Hunter, er hann svo útskýrði með þeim tilmælum, að allir tækju sæti á pallinum. “Þetta er markverður leikur,’’ sagði þá doktorinn við Bathurst. “Eg hefi aldrei séð hann leikinn þannig áður, en eg sá töframann einu sinni kasta kaðli upp í loftið, og þar stóð kaðallinn upp á endann og stífur eins og stöngin sú áðan, en meðhjálpari töframanns- ins klifraði upp kaðalinn og hvarf að síðusta sjón minni, en rödd hans heyrðum við þar uppi. Að lyktum kom kaðallinn í hendings- kasti og lá í hrúgu á balanum, og rétt á eftir kom drengurinn og gekk með hægð fram á leiksviðið, eins og Rabda gerir núna. Það var gert að kvöldi eins og nú, svo eg gat ekki áttað mig á, hvernig sá maður byrjaði þann leik.” Rabda gekk nú fram á mitt sviðið og staðnæmdist þar. “Þið gerið svo vel og talið ekki neitt meðan næsta sýning fer fram,” sagði Rujub. “Það gæti verið háskalegt. Hafið augun á jörðinni við fætur hennar.” Augnabliki síðar bólaði á dökkri þústu á balanum, þar sem Rabda stóð. Þetta, hvað sem það var, leið upp úr jörðunni, og reis æ hærra með öldumynduðum hreyfingum. “Hamingjan góða! Það er kyrkislanga!” hvíslaði doktorinn að Bathurst. Hvíslingar fóru þá að verða almennar, en Rujub leit til þeirra hvasseygður og veifaði hendinni sem þagnarmerki. Ormurinn bylgjaði sig upp eftir stúlkunni, þangað til haus hans reis miklu hærra en höfuð hennar, og byrjaði þá að vefja sig utan um hana, jafnharðan og hann færð- ist upp úr jörðunni. Hélt ormurinn þannig á- fram, þangað til hann hafði myndað fimm- faldan hring utan um hana. Teygði hann þá hausinn upp yfir höfuð hennar og hvæsti hátt og illilega. Rétt á eftir byrjaði hann að síga aftur niður í jörðina, og losnaði þá Rabda smám saman úr vafningunum. Að lyktum var haus ormsins einn eftir ofanjarðar, og augna- bliki síðar var hann einnig horfinn, og balinn heill eftir. Það leið nú æði stund þangað til nokkur fékk þrek til þess að hreyfa sig eða tala. Það var doktorinn, sem fyrstur rauf þessa djúpu þöfn. “Þetta hefi eg aldrei séð áður!” mælti hann; “en hérlendur héraðshöfðingi hefir sagt mér frá þessum leik.’’ “Vilja herrar mínir sjá meira?” spurði þá Rujub. Þær dætur Hunters, Mrs. Rintoul og ýmsar fleiri konur, vildu helzt ekki sjá meira, en það var almenn löngun karlmannanna að hann héldi áfram. “Þetta vildi eg ekki missa fyrir nokkra muni,” sagði doktorinn, og það væri blátt á- fram brjálæði að neita að þiggja meira. Endirinn varð sá að konurnar allar fóru inn í húsið, nema Mrs. Hunter, Mrs. Doolan og Isabel. “Nú verðið þið öll að vera til annarar handar við mig," sagði þá Rujub, “því það sem eg sýni nú, sést aðeins frá einni hlið.’’ Að svo mæltu fór hann og kveikti eld með viðarkolum, og er kolin voru komin í glóð, skipaði hann að slökkva ljósin, svo að dimt yrði á pallinum og fram af honum. Undireins og þetta hafði verið gert, stökti hann dufti nokkru á glæðurnar og lagði þegar upp hvíta gufu. “Nú skl eg sýna ykkur liðna tíð,” sagði þá Rujub. “Hver vill sjá sína?” Áhorfendusnir hikuðu við að gefa sig fram. Doktorinn varð fyrstur til og sagði: “Sýndu mér eitthvað af minni liðnu æfi.” Var þá sem daufri ljósglætu brigði yfir hvítu gufuna, og óx Ijóshringur þessi og varð æ skýrari og bjartari. Og alt í einu kom fram skýr og greinileg mynd í ljóshringnum. Þar sást sjórinn. Á sjávarbakkanum stóð einstakt íbúðarhús í garði allmiklum, og var girðing umhverfis, en akbraut lá eftir bakk- anum milli girðingarinnar og’ sjávarins. Eftir litla stund gekk stúlkan fram að hliðinu á girð ingunni, gekk út fyrir girðinguna og rendi augunum eftir þjóðveginum, eins og væri hún að líta eftir einhverju. Svo skýr var myndin, að greinilega sást hver dráttur í andliti stúlk- unnar og fellingar allar og rykkingar á bún- ingi hennar. Doktornum brá svo við sýn þessa að hann hrópaði upp yfir sig, en þá hvarf myndin. “Framtíðin!” kallaði þá Rujub, og um leið kom fram önnur mynd, landsýn á Indlandi. — Framundan var löng bein braut með hrfsskóg- arflækju til beggja handa. Hindúi einn kom eftir brautinni og nam staðar. “Þetta ert þú, doktor!” sagði Mr. Hunter. “Þú hefír stælt hérlendan búning og lit mæta vel, en það ert þú sjálfur.” Nærri því samtímis komu karlmaður og kvenmaður fram á brautina úr skógar- flækjunni. Þau einnig voru í Hindúabúningi. “Þú og Miss Hannay!” hvíslaði doktorinn í eyra Bathursts, “í Hindúagervi og með hörundið málað.” Myndin hvarf á sama augnabliki, og að því er ráðið varð, hafði enginn þekt þau nema doktorinn, og hann sagði það svo lágt, að eng- inn heyrði nema Bathurst einn. RofcinÍHood FLOUR ÓDÝRASTA MJÖLIÐ VEGNA ÞESS AÐ ÚR ÞVf FÆST MEIRA BRAUÐ. “Þetta er nóg, Rujub!” sagði Bathurst, því hann fann, að Isabel hall- aðist þéttings þungt að hendi hans, er hann hafði látið hvíla á bakinu á stólnum, er hún sat í. Honum datt því í hug að yfir hana mundi hafa liðið. “Vill einhver hleypa upp gluggatjöldun- um,” hélt hann áfram. “Eg held þessar mynd- ir hafi reynst meira en Miss Hannay þoldi." Tjöldunum var undireins hleypt upp og Mrs. Hunter kom út með ljós, og var þá dokt- orinn að annast um Isabel. sýndi okkur í gufunni upp af kolaglóðinni, eru yfirgengilegar. Það væri auðgert að skilja í þeim sýningum, ef myndunum hefði verið varpað á hvítgráan gufustólpa með töfralukt, en hér var ekki um neina töfralukt að ræða. Rujub stóð rétt hjá mér og Rabda sat við fætur hans. Eg athugaði þau bæði nákvæm- lega og er sannfærður um að þau höfðu alls engin áhöld, sem varpað gætu myndunum á gufuna.” “Þú hefir, vænti eg, kannast við fyrri “Já, það hefir liðið yfir hana,’’ sagði hann við Bathurst. “Berðu hana inn í húsið, svo að hún rakni við þar, en ekki hér hjá leiksviðinu.” Bathurst gerði svo, en doktor- inn sneri þá máli sínu til hinna áhorfend- anna: “Kveikið þið nú á lömpunum hérna úti og látið þið konurnar og mig fást við það að lífga Miss Hannay og hressa hana.” Þegar búið var að kveikja á pallinum úti, leyndi það sér ekklUað sjálfum karlmönnun- um hafði fundist nóg um það, sem fyrir þá bar. “Jæja, mér hafði verið sagt, að þessi maður væri nafnfrægur töframaður,” tók þá Hunter til máls, “enda tekur þetta langt fram öllu, sem eg hefi áður séð. Eg hefi heyrt hér- lenda menn segja frá svona sýningum, en það er sjaldgæft að Norðurálfumönnum auðn- ist að sjá það.” “Eg vil ekki þurfa að horfa á annað eins aftur,’ ’sagði majórinn. “Það fer illa með mann og kveikir allskonar efasemi. Eg er á því að við þurfum að fá okkur ærlega kollu fyrir nátthúfu í kvöld, til að styrkja taugarn- ar. Eg játa fúslega, að eg er ekki betur á mig kominn heldur en ungur drengur, sem finst hann hafi séð vofu flögra um kirkju- garð.’’ Það voru allir á sama máli og majórinn, að það væri ekkert á móti því að fá “rétt bragð’’ af taugastyrkjandi dropum, og innan stundar komu svo þau efni og áhöld, sem til þess þurfti. “Ja, hvað segið þið félagar nú um þetta alt?” spurði majórinn eftir að hafa tekið ríflegt brennivínsstaup. “Eg hefði ímyndað mér, að þið hafið breytt áliti ykkar eitthvað dálítið á síðastliðnum tveimur tímbm.” “Eg skal ekkert segja um Richard,” svaraði Wilson; “en hvað mig snertir, skal eg segja það hispurslaust, að mér finst eg hljóta að vera meira en meðal flón. Eg sé eftir að hafa talað eins og eg gerði í kvöld, Bathurst, en afsökun mín er, að mér fanst alveg óm^gulegt að trúa því, sem þú sagðir um stúlkuna á stönginni og hvarf hennar upp í dimt loftið, sérstaklega þegar hún kom ekki niður aftur með stönginni. En eftir að haí'a nú séð það, sem gerst hefir í kvöld, neita eg ekki framar að trúa nokkurri töfra- sögu um hérlenda menn.’’ “Það var rétt eðlilegt að þú værir van- trúaður,’’ svaraði Bathurst. “Eg hefði verið alveg eins og þú, hefði eg verið nýkominn út hingað. Eg hefi sjálfur horft á margar töfrasýningar, en þó er eg hissa á því, sem okkur var sýnt í kvöld.” í þessu kom doktorinn út aftur og sagði að Miss Hannay væri búin að ná sér, og hélt svo áfram: myndina?” spurði Bathurst. “Já, eg skyldi nú segja það! Myndin flutti mig aftur í tímann sem svarar tuttugu og fimm árum. Það var nákvæmlega rétt mynd af litlu koti skamt frá Sidmouth á Englandi. Stúlkan, sem sýnd var, var unnusta mín, og giftumst við fjórum árum síðar. Það var æði oft að eg sá hana standa þannig úti hjá hlið- inu, þegar hún átti von á mér. Þá átti eg heima í litlu gestgjafahúsi í þorpinu. Þegar eg sá myndina, rifjaðist upp fyrir mér, að eg hafði einmitt oft séð hana í svona búningi, en þvi hafði eg þó gleymt fyrir langalöngu. Hefði eg verið að hugsa um eitthvað í sambandi við þetta núna í kvöld, finst mér að eg hefði ein- hvern veginn getað gert mér grein fyrir, hvernig Rujub fór að framleiða myndina — að hann hefði þá getað séð, hvað mér bjó í huga, og síðan beitt einhverju dularafli til að framleiða þannig mynd af hugsunum míhum, því þó eg skilji það ekki sjálfur, skil eg þó, að til geti veriö öfl, er geri manni mögulegt að sjá, hvað í annars huga býr. Alt slíkt er leyndardómur, sem við skiljum ekkert í, þó vel geti verið að ýms þvílík dularöfl náttúr- unnar verði mönnum kunn.orðin eftir hundr- að ár. En það var langt frá því að eg væri nokkuð að hugsa í þessa átt, eða nokkuð sér- stakt, þegar eg sagði honum að sýna mína liðnu tíð. Ég átti von á að hann sýndi eitt- hvað, sem liðið er, og sem eg mundi kannast við, en hugur minn komst ekki nær nokkru ákveðnu atriði en það. "Hin myndin var alveg eins undarleg,. doktor,” sagði þá Doolan. “Það varst virki- lega þú, sem þar varst í Hindúabúningi. Og mér sýndist hinn maðurinn vera hann Bath- urst, — á ferð með hérlendri stúlku, rétt.eins og hann væri að strjúka með hana! Hvernig í veröldinni á maður að skilja það?” “Það er held eg þýðingarlaust að böggl- ast við að ráða þá gátu,” sagði doktorium. “Það er engin vissa fyrir að sú mynd reynist rétt. Eg veit svo mikið, að eg hefi enga tik hneigingu til að apa Hindúa í lit eða búningi, þó hugsanlegt sé ,að eg kynni að gera það, ef þörf krefðist. Það er nóg af öðru til að undrast yfir. Eg hefi oft séð bæði mangó og körfuleikinn, og skil báða jafnvel og þegar eg sá þá fyrst. Uppstigningarleikurinn gengur yfir mig í hvert sinn og eg sé hann, en voða- legastur er slönguleikurinn.” “Heldurðu að þar hafi verið virkileg kyrkislanga, doktor?” “Eg læt það ósagt, Richards. Allar hreyf- ingar voru í fylsta máta eðlilegar. Eg gat auk- heldur séð rifjahylkið í orminum, þegar hann var að vefja sig utan um stúlkuna. Eg sá líka tungu hans titra, þegar hann teygði haus- “Mig undrar ekki, þó að liði yfir hana, majór. Eg hefi held eg séð margvíslegri töfraleiki en nokkur annar hvítur maður á Indlandi, og er þess vegna enginn viðvaning- ur, en eg skal játa, að það fór hrollur um mig í kvöld, sérstaklega þegar að sýnd var þessi voðalega kyrkislanga. Uppstigningarleik- inn hefi eg séð áður, en hvaða öflum beitt er til að framkvæma hann, skil eg ekki frem- ur en hvítvoðungur. Myndirnar, sem hann inn upp og hvæsti. Undir almennum kringum- stæðum mundi eg vilja leggja eið út á að þetta hefði verið virkilegur ormur, en eins og nú er ástatt, vildi eg ekki láta uppi ákveðið álit mitt á nokkrum hlut í sambandi við þessa sýn- ingu.” “Það er líklega ekki til neins að spyrja töframanninn sjáJfan um neitt af þessu?” sagði einhver.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.