Heimskringla - 30.03.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 30.03.1932, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA pciniakringla fStofnuð 188«) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537______ VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrlríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 30. MARZ 1932 UM BJÖRGUN ISLENZKRA BÓKA. Það virðist, sem ýmsum sé það nokk- urt áhyggjuefni, hvað verða muni um ís- lenzkar bækur vestan hafs, er tímar h'ða og lslendingar “fyrir finnast’’ hér ekki. Og fyrir flestum, er um málið hafa rit- að, virðist vaka, að ekki sé nema um eina björgunarvon að ræða, þá að senda bækurnar heim. Og því fyr sem viðbún- aður í þá átt sé hafinn, því betra sé það. Það getur vel verið, að eitthvað megi benda á því máli til sönnunnar, að þessi sé nú kosturinn vænstur. Eigi að síður virðist fullsnemt, að gera ráð fyrir því, að svo sé nú komið, að íslenzkt mál sé hér að leggjast niður með öllu, eða verði horfið, jafnvel undireins að núlifandi eldri Islendingum íátnum, eins og ýmsir halda fram. Að minsta kosti getum vér ekki felt oss við þá hugsun, að tími sé enn- þá til þess kominn, að fara að huga aö vallarklárunni) uppi á smiðjubita, og festa hana á skafti, til þess að geta taf- arlaust eftir fráfall eldri manna, byrjað að krafsa í kofarústum þe'irrá eftir ís- lenzkum bókum, til þess að senda þær heim. Þessir menn eiga þó einhverja af- komendur hér, sem ef til vill væri ekki móti von, að einhver not vildu eða gætu haft af bókunum enn. Og hvaða not eða þörf hefir ísiand bókanna?- Það er oft talað um ísland sem fátækt land. Hvort sem nokkur sann leikur er í því eða ekki, er hitt víst, að það er ekki snautt að bókum. Það á svo mikið af þeim, að það hefir ekki líkt því markað fyrir þær. Og væri það því ekki að gefa bakarabarni brauð, að senda því gamlar eða notaðar íslenzkar bækur héð- an að vestan? Einstökumenn hafa nú þegar gefið eða arfleitt ísland að skrudd- um sínum. En ræður ekki tilfinning manna meiru um það, en hitt, að þeir geri sér hugmynd um að ísland hafi bók- anna þörf? Eitt eða tvö félög hér vestra er bókasöfn eiga, buðu nýlega Lands- bókasafni íslands bækur sínar. Svar for- manns Landsbókasafnsins, er oss sagt, að verið hafi á þá leið, að draga at- hygli að því, að bókanna hefði ísland ekki þörf. Mátti það og fyrirfram vita, ef málið hefði verið nokkuð athugað. Þegar að þeim tíma kemur, að á ís- lenzkum heimilum er hér engin not bók- anna, er eigi að síður viturlegt, að safna þeim á einn stað. Og þann stað teljum vér sjálfvaiinn. Það er hjá Þjóðræknis- félagi Vestur-íslendinga. Þar er nú þeg- ar að nokkru leyti orðin miðstöð ýmsra íslenzkra mála hér vestra. Og þar verður bækistöð þess í framtíðinni, er í þjóð- ræknisáttina verður starfað. Eitt af því verður að sjá fyrir því, að hér sé íslenzk- um bókasöfnum haldið við, eins lengi og nokkur hefir not af lestri íslenzkunnar í bæjum eða bygðarlögum íslendinga. Islenzkar bækur eru því hvergi betur komnar en hjá því, er svo er komið, að einstöku heimili hafa þeirra ekki not. En vonandi verður þess yfirleitt langt að bíða enn, þó einstökum undantekningum megi nú þegar gera ráð fyrir. En svo er og annað. Það hefir lengi verið talað um þörfina á því, að koma upp íslenzku bókasafni við háskóla Mani- tobafylkis. Hefir einnig verið minst á að Islendingur yrði fenginn til þess, að annast safnið, rita skrá yfir bækur þess og skýra frá efni þeirra, á ensku auð- vitað, svo þeim, sem fræðast vildu um það nánar, gæfist kostur á því undir leiðsögn safnsvarðar. Ekkert væri á móti því að þetta verk væri byrjað, með- an að íslenzkan lifir sem víðast á vör- um manna. Og svo mikinn áhuga hefir Þjóðræknisfélagið fyrir þessu máli, að ekkert er í veginum,. að á því sé byrj- að, nema fjárskortur. En væri nú ekki stórt skarð höggvið í kostnaðinn, sem þessu er samfara, ef bókum væri nú til þess safnað, að mynda þetta háskóla- bókasafn? Þarfara verk en það væri ekki hægt með þeim að vinna. Það gæti orðið til þess að leggja varanlegan grundvöll að því, að þeir, sem ísienzku vildu ein- hver not hafa í framtíðinni, ættu þess greiðan kost. Og mætti ekki búast við, að sjálfum afkomendum íslendinga hér yrði það lengi hugleikið? I raun og veru ættu íslendingar ekki að þurfa að leggja annað en bækurnar til þessarar starfsemi. Manitobafylki ætti að sjá um annan kostnað. Það yki mentahróður þess, að stofna þetta em- bætti við háskólann, og yrði fylkinu jafnframt á annan hátt til nytsemdar, með aukinni þekkingu, sem því væri samfara. Það teldum vér drjúgum skynsamlegra og hagfeldara, að íslendingar gæfu bæk- ur sínar í þessum tiigangi, sem í grein þessari hefir verið minst á> vestur-ís- lenzkri stofnun, sem Þjóðræknisfélaginu, en að senda þær heim. Með því gætu bækurnar orðið steinn í byggingu til viðhalds íslenzku vestra> um óákveðinn tíma, í vissum skilningi, þar sem ekk- ert væri unnið, engri þörf fullnægt, með því að senda þær heim. BANKAKRAFAN. “Bréfin sem Mr. Bracken og fulltrúum bankanna fórust á milli í sambandi við Sparisjóðsbankann sæla, eru sláandi dæmi af því, hvað bankamir halda að þeir megi leyfa sér. Mr. Bracken voru sagðir skilmdarnir, sem bankarair settu, .ef þeir ættu að koma Sparisjóðsbankan- um til aðstoðar. Meðal annars var fram á það farið í þessum skilmálum- að for- sætisráðherra kallðai þing saman innan fjórtán daga, og lögin um rekstur Spari- sjóðsbankans, væru numin úr gildi. Það er nú alveg sitt hvað fyrir banka. að gera fjármála-samninga við stjórnir, og hitt, að krefjast þess að forsætisráð- herra, eins af fylkjum landsins, kalli þing saman til þess að staðfesta lög, er bank- arnir einir hafa samið. Það er nú þegar talsverð óánægja, út og austur um alt þetta land, út af því, hvað einvaldir bankarnir séu orðnir. Framkoma þeirra í Sparisjóðsbankamálinu, eins og hún birtist í bréfum þeirra, til forsætisráð- herra, og þingnefndin sem skipuð var til að rannsaka málið> hefir nú kurihug gert, verður ekki til þess, að mýkja eða draga úr þeirri óánægju almennings. “Bankavaldið” eins og það sýndi sig þarna gagnvart einni af fylkisstjórrium þessa lands, er efni, sem umhugsunar- vert er. Bankar í Canada eru stoltir af fyrirkomulagi sínu og því hve traust og óveilt það sé. Af þessu mega þeir stæra sig, því ástæða er til, og ber ekkert ljós- ari vott um það, en viðskiftin, sem íbúar landsins gera við þá, og þeir njóta í ó- skiftum mæli. En þegar þeir skoða það orðið í verkahring sínum, að segja stjórn um í Canada fyrir verkum í löggjafar- málum, þá sýnir vald þeirra og styrkur sig í nýju og eftirtektarverðu ljósi. Það er óskiljanlegt, að bankarnir hafi gert sér í hug> að þetta hefði engin á- hrif á skoðanir manna út í frá, ef opio- bert yrði. Og við því máttu þeir fylli- lega búast. En svo er að sjá, sem þeir álíti, að slíkt þyrftu þeir ekki að taka til greina. Sannleikurinn mun þó reyn- ast sá, að þetta verður til þess, meira en nokkuð annað, að opna augu almennings fyrir þörfinni á endurskoðun bankalög- gjafar landsins, Bréf bankanna vekja það mál upp í huga hvers manns, er efni þessu hefir hinn minsta gaum gef- ið.” (Þýtt úr Free Press). - FRÁ SAMBANDSÞINGINU. Ætla mætti, að menn væru öllu fúsari til samvinnu á þessum krepputimum, en endrar nær, stjórnmálamennimir eigi síður en aðrir. Á þessu bólar þó að minsta kosti ekki mikið í sambandsþinginu. — Um tillögu um það- að framlengja i tvo mánuði, frá 1. marz til 1. maí, heimild sambandsstjórnarinnar, að leggja fram fé, ef bráða nauðsyn bæri til, vegna á- standsins, hefir nú verið rædd þar af svo miklu kappi í rúmar fimm vikur, að furðu gegnir. Og í vikunni fyrir páska WINNIPEG 30. MARZ 1932 er skríða átti til skarar um tillöguna, gripu stjóraarandstæðingar til þeirra ráða, að halda uppi óslitnum umræðum, svo að stjórain varð að. binda enda á málið með því að banna umræður um það. En þá þykir mælir þingmanna vanalega hafa verið barmafyltur. er banna verður málfrelsi. Þessi sama tillaga var samþykt á þingi síðastliðið ár. Og ekkert hefir verið und- an því kvartað, að sambandsstjómin hafi misbrúkað vald sitt á liðnu ári, með heimild þessari, eða að hún hafi greitt létta fjárbyrðinni af emærri fylkjum landsins, sem nú eiga nóg með, að kljúfa reksturs- kostnað sinn. Ontariofylki og Quebecfylki hafa sína fylkis- lögreglu af því að þau eru ofur lítið betur stödd til að bera kostnað hennar- en hin smærri fylkin. Hitt hávaða-málið er út af frumvarpi um breytingu á hegnípgarlöggjöfi^ni viðvikj- andi uppreistramönnum, er J. “ r----—s------- **” ----- ---— o ----- út fé að óþörfu úr landssjóði. Hvaða ó- S. Woodsworth ætlaði að leggja skapa hætta gat af því stafað að fram- lengja hana til 1. maí, eins og stjórnin fór fram á, dylst víst flestum nema and- stæðingum stjóraarinnar. En ástæða stjórnarinnar fyrir að biðja um þessa framlengingu, var sú, að skeð gæti að greiða þyrfti út fé fyrir útsæði handa bændum, fyrir 1. maí. En þá hefir sam- bandsstjórnin boðið öllum forsætisráð- herrum fylkjanna á fund til þess, að koma sér saman um fyrirkomulag á veit- ingum til stjTktar atvinnulausum mönn- ym, eða öðrum bágstöddum á næsta ári. Það sem stjórnarandstæðingar hafa máli sínu til stuðnings, er það. að þetta sé að gefa sambandsstjórninni hættu- lega mikið fjármálavald í hendur. Vilja þeir að þingið ákveði upphæðina. En það virðist sambandsstjóminni ekki ráðlegt vegna þess, að ekki sé hægt að vita fyrirfram um upphæð þess fjár, er þörf kunni að vera fyrir. Verði veitingin of lítil, getur það komið mörgum afar illa. Verði hún óþarflega mikii? sé enginn vegur að komast hjá að eyða henni allri, sem einnig sé slæmt. Þess vegna sé heppilegast að ákveða ekki fjárhæðina, en verða við brýnustu þörfum eigi að síður. Um þetta hafa nú þeir, sem að hag lands og þjóðar eru að vinna, þjark- að á sjöttu viku í þinginu. Ætli að ekki hefði verið unt, að vinna landinu eins mikinn hag með einhverju öðru? Og eftir þetta má nú búast við, að endalaust þjark byrji út af takmörkun málfrelsis þingmanna. Þó leiðtogi stjórn- arandstæðinga, Mr. King, yrði sjálfur að beita verkamennina því bragði í þinginu 1926, mun hann ekki reka mikið minni til þess, en halda í þess stað áfram un^- ræðum um þetta fantatak Bennettstjórn- arinnar. * * * Annað mál> sem stjórnarandstæðingar hafa verið orðmargir um, er sú einvalds- stefna Bennettstjórnarinnar, að banna að flytja gull út úr landinu, án þess, að bera það. undir þingið. En þannig stend- ur á, að stjórnarráðið lögleiddi þetta, að þinginu fornspurðu, að s. 1. haust hóp- uðust menn hingað frá Bandaríkjunum með Bandaríkjapeninga og keyptu cana- diska peninga fyrir þá, sem afföll voru á. Með þessa canadisku peninga fóru þeir svo til sambandsstjórnar og kröfðust gulls fyrir þá. Því gat stjórnin ekki neit- að, eins lengi og nokkurt gull var til. Á tæpri viku varð stjómin þannig að greiða út í gulli tvær miljónir dala. Að mánuði eða sex vikum liðnum og ef til vill miklu fyr, hefði hver gullmoli stjóraarinnar verið farinn. Og afleiðingarnar af því hefðu vissulega orðið alvarlegar. Hvað átti nú stjórnin að gera, annað en það- sem hún gerði? Átti hún að bíða til næsta þings með að bjarga landinu úr þessum voða, sem auðvitað hefði ekki afstýrt honum heldur, því það hefði þá verið orðið um seinan. Það getur margt að höndum borið fyrirvaralítið á þessum tímum. Og það getur auðveldlega komið fyrir, að stjórnum verði ráðafátt, er ráða skal farm úr því. Það getur aldrei frem- ur hent en nú, að stjórnir misstígi sig. En eins og Bennettstjórnin réði fram úr þessu máli, virðist lítil ástæða til að eyða miklri af hinum dýrmæta þingtíma frá öðrum þarfari málum í að ræða annað eins mál og þetta. Um tvö önnur mál, sem fyrir þingið hafa komið, hefir einnig verið gerður talsverður hávaði af stjórnarandstæðing- um, bæði innan þings og utan. Annað mála þessara er um lögreglu-eftfcrlit fylkjanria- sem sambandsstjórnin hefir nú tekið að sér. Sagði Mr. J. S. Woods- worth þ. m. fyrir Winnipeg í ræðu er hann hélt á páskadaginn í West-End Labor Hall i Winnipeg, að sambands- stjórnin hefði tekið lögreglu eftirlitið yfir í þeim tilgangi, að efla hervaldið í landinu, ef rétt er frá ræðu hans skýrt í dagblöðunum. Sannleikurinn er sá, að sambandsstjórnin var með þessu að fyrir þing, en hindrað var, að kæmist að. Ástæða sambands- stjórnarinnar fyrir að taka ekki frumvarp þetta til umræðu á þessu þingi var sú, að hún áleit það tímaeyðslu eina. Frumvarp þetta hefir einum fjórum sinn- um áður verið felt í efri deild þingsins og mundi eflaust eins verða gert enn. Hvað það þýðir á þessum tímum, þegar hundrað mál bíða íhugunar og úrlausnar viðvíkjandi hag lands ins, að vera að eyða þingtíma í mál, sem sjánalegt er, að ekki verður í framkvæmd hrundið, eða að lögum gerð, mun meira en almenningur fær skilið. Á sum þessara mála höfum vér ekki séð minst í blöðrim hér vestra nema með svo mikl- um ærslum og bægslagangi. að ekki hefir verið hægt að átta sig á því sanna um þau. Hér er stuðst við frásögn þingtíð- indanna af þeim. I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s» nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. TIL MRS. M. J. B. Mikið vanþakklæti bæri það vott um, af hálfu Heimskringlu, og lesenda hennar, ef svo væri lokið við birtingu og lestur ferðasögu þinnar, að þér væri ekki svo mikið sem þökk goldin fyrir að hafa skrifað hana. Vér göngum þess ekkert duldir, að hún er lang ítarleg- asta og fjölbreyttasta sagan, sem sögð hefir verið af heim- ferðinni 1930. Og þær hefðu orðið æði margar, fréttirnar af hátíðuninni og heimfeðinni, sem við, sem heima sátum. hefðum farið á mis. ef sú saga hefði ekki verið skrifuð. Auk þess verður sögu þess- arar ekki svo minst, að ekki komi fram í hugan um leiö hinar mörgu og fögru lýsing- ar af íslenzkri náttúru og ís- lenzkri sveitafegurð, sem þar er svo oft brugðið upp í svo skýrri skuggsjá, að fáir munu eftir leika. Hver sá, er íslenzkri náttúru-fegurð ann, hefir ekki lesið þá kafla ferðasögunnar með sút í sinni. Það hefir stundum verið minst, og ekki að ástæðulausu, á andlegt atgervi íslenzkra al- þýðustéttar kvenna. Ferðasagá sú sem hér um ræðir, er eitt af því, sem vott ber um slíkt atgervi. GUÐR0N ÞÓRARINSDÓTTIR. Hún andaðist laugardaginn 12. marz . s. 1. á King George sjúkrahúsinu, eftir fjögra daga legu, 70 ára að aldri. Bana- meinið var diphtheria. Guðrún Þórarinsdóttir var fædd á Halldórsstöðum í Lax- árdal í Suður-Þingeyjarsýslu á íslandi 26. nóvember árið 1861. Voru foreldrar hennar Þórarinn bóndi Magnússon á Halldórs- stöðum og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Er það kunn merk- is- og atorku-ætt í Þingeyjar- sýslu. Ólst hún upp með for- hjá Páli bróður sínum, sem einnig dvaldi í Skotlandi til að kynna sér búnaðarháttu. Stóð hún fyrir búi hjá honum í nokkur ár, unz hún fór aftur af landi burt og fór hún þá til Ameríku, árið 1890, og settist að hér í Winnipeg. Dvaldi hún hér í fjögur ár, og fór þá heim til íslands aftur. Hafði þá Magnús Þórarinsson, sem var elztur bræðra hennar, komið á fót ullarverksmiðju á Halldórs- stöðum, sem hann starfrækti um margra ára skeið. Hann hafði sjálfur smíðað spunavél og fleiri tóvinnuvélar, sem síð- an hafa breiðst út um flestar sveitir, og þótti hin mesta bragarbót frá þeim ullarvinnu- vélum, sem áður þektust, alt þangað til að verksmiðjur í stærri stíl eftir útlendum fyrir- myndum voru reistar á nokkr- um stöðum á landinu. Guðrún dvaldi nú um nokk- ur ár hjá bræðrum sínum á föðurleifð þeirra og hjálpaði þeim til að starfrækja vélar þessar. Árið 1900 fýsti hana enn af landi brott og fór hún þá aftur til Skotlands og dvaldi þar um tveggja ára skeið. Síð- an fluttist hún á ný til Canada og settist þá enn að í Winni- peg og stundaði hér ýmisleg störf. Hefir hún jafnan átt hér heima síðan og dvalið lengst af, nema hvað hún hefir farið nokkrar ferðir vestur á Kyrra- hafsströnd, og dvalið þar tima og tíma hjá ættingjum og vm- um. Systkini Guðrúnar voru alls átta, og lifa aðeins tveir bræð- ur, Páll og Sveinn Þórarinssyn- ir, bændur á Halldórsstöðum í Laxárdal. Hin systkinin, Magn- ús, Sigríður, Guðlaug, Jón og Þorbergur, eru öllu dáin. Guð- rún giftist aldrei. En nokkra ættingja á hún á lífi hér í bænum, meðal annara sex börn Jóns bróður hennar, sem flutt- ust hingað vestur að honum látnum með móður sinni 1891. Þau eru: Methúsalem, Magnús, Sveinn, Þórarinn, Þórður og Guðrún. Eins og sjá má af þessu æfi- ágripi Guðrúnar heitinnar Þór- arinsdóttur, þá hefir æfin verið talsvert viðburðarík og athafna mikil. Hún hefir verið víðförul og séð margt og reynt, enda verið kona mikilhæf og vllja- föst, að koma fram áformum sínum. Hinn fjölbreytti lífsferill hennar vitnar um óvenjulega mikið táp og sjálfstæða lund, sem fór sínar leiðir án þess að spyrja mjög marga ráða, einö og gáfuðu fólki er títt. En um eldrum sínum til rúmlega tví-j hitt var og heldur ekki minna tugs ára aldurs, fór og þá til Skotlands til þess að kynna sér vert, hversu mikið hún átti til af innilegri trygð, fórnfýsi og ostagerð og fleira. Var um það i blíðu. Enda þótt hún væri tek leyti mikril framfarahugur í in örlítið að bogna undir þunga Þingeyingum. og réðust þeii j áranna, glampaði þó altaf í í ýmsar framkvæmdir í búnaði gegnum ellihjúpinn á æsku- og verzlunarmálum, stofnuðu bjartan og gáfulegan svip, sem kaupfélög og framfarafélög. — j var um leið svo stillilegur, Þegar Guðrún kom aftur heim mildur og djúpur, að maður til íslands, gerðist hún bústýra fann það ósjálfrátt, að maður

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.