Heimskringla - 06.04.1932, Page 1

Heimskringla - 06.04.1932, Page 1
PortJis The 4 STAR CLEANERS Men’s Suits Sa,u.....$1.00 Ha“...-...50c PHONE 37 266 Perth’s The 4 STAR CLEANERS Ladies’ Dresses Cloth, Wool »4 AA or Jersey 3 I aUU PHONE 37 266 XLVl. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVXKUDAGINN 6. APRÍL 1932 NÚMER 28 HAGFRÆÐISKENNINGIN NÝJA. I. FramleiSslutakmörkun. 'Skálda minstur fyrst eg fann, frekar þó sé skrítið, eina kíínst sem enginn kann: að yrkja nógu lítið. II. Sparnaður, þó í koll komi klerkunum. Þegar eg sálast, því má ekki gleyma, þarflaust er að láta pr^stinn tala, Ttýrnar flytja húskveðjuna heima, Ranarnir á kistu minni gala; utanbókar úti í grænum skógi, allir geta sungið, “Gamli Nói”. K. N. Júlíus. BRETLAND. í gær greiddu Bretar síðustu 20 miljónirnar af 200 miljón dala láninu, sem þeir tóku hjá bandarískum bönkum s.l. ágúst. Er lán þetta því nú greitt að fullu fjórum mánuðum áður en það fellur í gjalddaga. Segir John Maynard Keynes, hinn viðurkendi hagfræðingur, að Bretland hafi frá því í júní s.l. ár, greitt helming allra lána sinna, er til skamms tíma voru tekin — eða upphæð, er nem- ur hálfri annari til tveimur bilj- ónum dollara. Þetta á við þau lán, er landið tók til þess að bjarga gengi sterlingspundsins. Þetta gengur næst því að vera yfirnáttúrlegt. Og með því áframhaldi er gengi sterlings- pundsins ávalt að hækka. Það hækkaði meira að segja svo ört um tíma, að Bretar lögðu hömlur á það, til þess að það truflaði ekki, eða tæki skriðið af viðskiftunum. Tvent er það, sem stuðlað hefir að þessari viðreisn Bret- ans. Fyrst er það að þjóðin hefir einhuga lagt sig fram til að bjarga landinu, og grafið upp öll þau verðmæti, í gulli og gimsteinum er hún átti og lagt fram, til.þess að rétta við geng- ishalla pundsins. Annað er, að landið hefir selt meira en það liefir keypt undir nýju tolllög- unum, sem viöskiftahallann við önnur lönd hefir jafnað. Og í þriðja lagi er gullið frá Indlandi sem fluzt hefir til Bretlands í stærri stíl en nokkru sinni fyr. HVEITISKORTUR f RÚSSLANDI. Rússland er hrætt við, að hveitiuppskera sín á þessu ári verði lítil vegna “glæpsamlegrar ar vanrækslu bænda að sá hveiti í vor”, eins og Soviet- stjórnin segir. Til héraðanna við Volga, Vestur-Síberíu og í Ural hefir nú hveiti verið sent til út- sæðis síðustu dagana í stórum stíl. Að þetta sé vanrækslu bænda að kenna, eins og stjórnin segir, mun vafamál. Stjórnin tók alt »það hveiti af þeim, er liún þurfti með til þess að greiða skuldir sínar við aðrar þjóðir. Bændur höfðu ekki einu sinni nægilegt hveiti eftir fyrir sjálfa sig að lifa á; því síður til útsæðis. KLÓR í BAKKANN. í sambandi við rannsóknina, sem hafin var út af fylkisbanka farganinu, hafa sum vitnin svarað því til, að þau hafi dreg- ið fé sitt út úr bankanum sök- um þess, að þeim hafi verið símað af óþektum mönnum, að bankinn mundi ekki vera á sem tryggustum fðtum.^Tveir eða fleiri stjórnarþjónar þykjast hafa fyrir þessu orðið, en með því að þeir vissu betur, hafi þeir ekki dregið fé sitt úr bankan- um. En nöfn þessara manna vita þeir ekkert um. Skyldi fylkisstjórnin láta sér detta það í hug, að hún geti með svona sögusögnum þvegið skuldina, sem á henni hvílir út af falli bankans, af sér? Þetta er svo bamalegt, að það er ekki hægt að sjá til hvers í ósköpunum er verið að halda þessu á lofti. Engum heilvita manni getur dottið í hug að leggja nokkuð upp úr því. — Hvernig ættu menn að fara að kenna mönnum um bankahrap- ið, sem ekki áttu minsta þátt í stjórn hans? BÓKASAFN “FRÓNS” Eins og getið var um í “Heimskringlu’’ síðast liðna viku, þá hefir nú Þjóðræknis- deildin “Frón” hér í Winnipeg, tekið við bókasafni aðal félags- ins. Kaus svo “Frón” fimm manna nefnd er sjá skal um safnið á þessu ári. Sú nefnd er nú búin að fá gott og hent- ugt pláss fyrir safnið í verzl- unarbúð hr. B. E. Johnson’s að 888 Sargent Ave., og geta nú allir sem vilja fengið lán- aðar bækur til lesturs gegn eins dolars gjadi á ári. Síðan nefndin tók við ,um- sjón á bókasafninu, hefir hún látið binda um sextíu bækur, sem ekki var hægt að lána til lesturs óbundnar, og eru því nú á fjórða hundrað bækur í lánfæru standi í safninu og nokkrar, sem enn eru hjá bók- bindaranum bætast við það innan skamms. Einnig er von á nokkrum hundruðum bóka heiman frá íslandi nú á næst- unni. Nefndin vill nota þetta tæki- færi til að þakka Mrs. Gróu Brynjólfsson, fyrir safn aí> bók- um, í ágætis bandi, er hún gaf nefndinni fyrir nokkru síðan, og einnig Mrs. Hólmfríði Pét- ursson, er gaf. einnig safn af bókum. Það eru vinsamleg til- mæli nefndarinnar að íslending- ar víðsvegar, sem kunna að eiga eitthvað af bókum er þeir eru búnir að lesa en vilja vernda frá glötun, muni eftir, að allar bækur verða þakksamlega þegn ar fyrir bókasafn “Fróns’’. Það er sannfæring nefndar- innar, að margir séu þeir ís- lendingar í Winnipeg borg, og víðar, sem viljugir væru til að styrkja alment bókasafn af þessu tagi, fjármunalega, og hafa nokkrir af þeim sýnt það nú þegar með því að gefa því ríflegar upphæðir í peningum. Öllum slíkum gjöfum verður veitt móttöku af hverjum nefnd armanni, sem hægast er að ná til og verður kvittað fyrir allar slíkar gjafir af móttakanda. Nú ættu íslendingar hér í borg, að bregða tafarlaust viö og hagnýta sér safnið. Bóka- vörðurinn hr. B. E. Johnson hefir skrá yfir þær bækur, sem til eru og er yðar þjónustu reiðubúinn hvaða dag vikunn- ar sem er fram að klukkan 6 eftir hádegi frá því klukkan 9 að morgni. Með beztu óskum til allra. Vinsamlegast, Bókasafnsnefndin: Lúðvik Kristjánsson B. E. Johnson Thorleifur Hansson Fred Swanson G. P. Magnússon DR. SIGURÐUR NORDAL. Hann hefir nú dvalið hér rúma viku, kom hingað til bæj- ar 28. síðasti. mánaðar. Á þess- um tíma hefir hann flutt þrjú erindi, hið fyrsta hér í bæ, þ. 30 f. m., hin tvö norður í Nýja íslandi, að Árborg og á Gimli, og hefir þeim hvarvetna verið vel fagnað. Fjórða erindið flyt- ur hann í kvöld (miðvikudag) fyrir Jóns Bjarnasonar skóla. Ekki eingöngu með erindun- um, heldur og með hinni per- sónulegu viðkynningu, er hvar- vetna hefir verið söm og jöfn, hinni ljúfmannlegu og alþýðlegu framkomu og nákvæmni við alla hefir hann náð þeim vin- sældum og því vinfengi landa sinna hér, að telja má nokk- urn veginn einstakt, á ekki lengri tíma, en viðstaða hans er orðin. Dr. Nordal á þann orðstír með réttu, að ekki geti viðkynnilegri mann, í hópi hinna lærðu manna þjóðarinn- ar. Veldur því hin yfirgrips- mikla þekking hans og djúpi skilningur, á upplagi, eiginleik- um og lundarlagi þjóðarinnar. Hann þekkir hana frá uppruna- dögum hennar og fram til þess- ara tíma og allar mótsagnirnar er koma fram í eðli hennar. Hann þekkir tilfinningar henn- ar og hugsanir, óskir hennar og drauma, geðríki hennar og auðsveipni, stolt og lítillæti, viðkvæmni og kaldsinni. Rapn- sóknarefni hans, frá því á ung- um aldri hafa verið hin marg- víslegu einkenni, er komið hafa í ljós í menningar- og sálarlífi hennar frá fyrstu tímum. Nú í vikulokin, er dr. Nordal hverfur héðan austur aftur, mun eigi verða nema eitt sagt um komu hans hingað — það, að hann hafi verið góður gest- ur, einhver hinn bezti er til vor hefir komið austan um haf. Nokkurn virðingar og vin- áttu vott hafa landar hans viljað sýna honum þessa daga. Á mánudaginn var, 4. þ. m., bauð dr. B. J. Brandsson hon- um til mjög virðulegs árdegis- verðar á Manitoba Club ásamt eldri og yngri íslendingum ei skipa opinberar stöður hér i bæ. Um 30 manns voru að boð- inu, prestar, lögfræðingar og læknar. Hið sama kvöld héldu landar hans honum hið almenna fagn- aðarsamsæti, er efnt hafði ver- ið til á Hotel Fort Garry, undir forustu stjórnarnefndar Þjóð- ræknisfélagsins. Það boð sátu um 160 manns víðsvegar að. Til borðs var gengið kl. 8 e. h. Boð þetta sóttu allmargir frá hinum nærliggjandi sveitum, auk bæjarmanna, og hefði þó fleiri orðið ef fyrirvari hefði verið meiri. Flutti prófessor Nordal þar hina ágætustu ræðu, fulla af samúð til þjóðarbrots- ins íslenzka hér í álfu. Benti hann á að ástæðulaust væri fyr- ir íslendinga hér, að gefast upp í þjóðernisbaráttu sinni. Lengja mætti líf íslenzkrar tungu hér í álfu um langan og óákveð- inn tíma, ef réttilega væri á haldið. Frá ræðunum, er þar voru fluttar, verður skýrt í næsta blaði og þær birtar, er í kann að nást. BARNARÁNI HÓTAÐ f WINNIPEGBORG Síðastliðinn mánudag barst bæjarráðsmanni John Blum- berg, að 277 Aberdeen Ave., hótunarbréf um það, að einni af dætrum hans sem er á skóla aldri, yrði stolið, nema því að- eins að hann léti bréfritarann hafa $5000. Bréfið var í póstinn lagt kl. 2 á mánudagsnóttina í Winni- peg. Þegar viðtakanda barst það í hendur, gerði hann lög- reglunni strax aðvart. Var vörð ur settur að gæta hússins fyrstu tvo dagana og börnunum fylgt á skóla. En svo virðist því nú hætt. Lítur lögreglan víst svo á. sem þetta sé ekki alvarlegt. Eigi að síður er bréfið ögr- andi. Það minnir Mr. Blumberg á, hvernig farið liafi með son Lindbergh’s. Og dætur hans, segir bréfið ,að geti orðið þeim til aðstoðar, í hermdarverkum sínum. Bréfið veldur fjölskyldunni nokkurrar áhyggju. En Mr. Blumberg segist samt fela lög- reglunni umsjá málsins. Mr. Blumberg er hræddur um að bréfið sé frá kommúnist- um. Þó Mr. Blumberg sé og sjálfur verkamannasinni, er alt ‘annað en vingott milli hans og kommúnista í Norður-Winni- peg. FLEYGAR STUNDIR. Þegar leiftur líðandi stundar eru svo ljósgjöful og hljómrík, að þau lokka hugann frá dæg- urþrasinu og hefja lífið til víð- feðmis og heiðríkju, þar sem “Andinn í andköfum teygar, andlegar sælunnar veigar”, þá verður gott til unaðar og ró- semi í þeim ljósbrota hjúp, sem máttur lífsins fær fegurstan framleitt og birtir í þeim verð- mætum, sem þroskun og snilli mannsandans er leyft að ná. Og gott eiga þeir, sem auðnan auðgar slíkri aðstöðu, að þeir fái brugðið upp bjarma þeirrar heiðríkju, sem andar vorblæ um skuggahverfi vanmáttar og vesalmensku, þar sem nepjunni blæs byr tortrygni, öfundar, ó- sanngirni og dómgræðgi. • • • Það er sunnudagur. Eg sit inni hjá frændfólki mínu að 693 Banning stræti. Það er eitthvað notalegt hér inni. Á vegg gegnt mér hangir mynd úr Mývatnssveit. Þar rís Blá- fjall í tign og prýði lengst í t'jarska. Næst og neðst sést á vatn og skrúðgræn tún verma heildarsvip myndarinnar. Eg er ekki að athuga list málarans, en læt hugann dreyma inn í töfraheim þess útsýnis, sem myndin bregður upp. Þó ekki hafi eg augum litið þær sveit- ir, sem alið hafa glæsilegasta alþýðumenningu lands míns um tugi ára, þá kannast eg þó við þessa draumríku mynd, þetta sambland hrikaleiks og mildi, auðnar og allsnægta, þar sem kvöldroðinn býr yfir fegurstu litskrúði og fátíðustum kynja- myndum, og lætur mann finna “hve ljúft er og rólegt að eiga þar heirna”. — — — Þögnin er rofin, frá slaghörpunni ber- ast þýðir hljómar. Það er for- spilið að “Draumalandinu’’. — Ragnar H. Ragnar er mjúk- hentur, eins og \ildi hann sveigja hugi hinna fáu áheyr- enda að inni þess unaðar, sem “Draumalandið” býr yfir. — “Ó, leyf mér þig að leiða”! — Það er rödd Rósu Hermanns- son, sem fjytur orðin, þýð, þróttmikil og aðdáanlega fög- ur. Og ljúf er leiðin á bylgjum þess auðuga hljómmagns, heim til “landsins fjallaheiða”, þar sem angandi blómabreiða batt æskuna því trygðabandi, að út- legðin fær ei orkað eyðingu. — Eg var gripinn mætti hljóms og ljóða. Vestræna sléttan var horfin, en við mér blasti blá- fjalla geimur og fjalldalaskraut, þar sem bárur bergmáls endur- ómuðu röddina frá þessu ís- lenzka brjósti, frá einum berg- stalli til annars, eins og dular- fult víðvarp, sem fésýslunni auðnast aldrei að klófesta tii okuryrkju í kauphöllum stór- borganna.-------Vonirnar fang- binda hugann. Eg læt þær ráða ferðinni og fylgja þessari list- fengu íslenzku konu út í heim- inn, í náinni framtíð, fylgja henni um hljómhallir stórþjóð- anna í sigurför fyrir sitt eigið nafn, dásemdir sönglistarinnar og íslenzkt þjóðerni. Og þá líður bergmálið af rödd Rósu Hermannsson milli Bláfjalla íslands, þrýstir sér inn í ís- lenzka " þjóðarsál, sem þakkar þessari “frænku eldfjalls og ís- hafs” fyrir að hafa lagt þroska íslenzkrar menningar við hlið- ina á því bezta, sem skreytir háborð þeirra sala, sem drotn- ing listanna ræður yfir. Ásgeir I. Blöndahl. MESTA GULLNÁMA í EVRÓPU Fyrir 400 árum var maður að nafni Paracelsus á ferðalagi um norðurhluta Svíþjóðar. — Spáði hann þá að auðugustu gullnám- ur heimsins mundu finnast í Svíþjóð, milli 63. og 65. gr. norðurbreiddar. Nú hefir þessi spádómur ræzt því að í Boliden, sem er á 64. breiddargráðu, hefir fundist ein- hver auðugasta gullnáma, sem nú er til í heimi. Það er eld- spýtnahringurinn Kreuger og Toll Company, sem á landið þarna og hefir byrjað að starf- rækja námuna. Fyrir nokkrum árum fanst í Norður-Svíþjóð laus steinn, er mikið var í af kopar. Þóttust menn vita, að á ísöld hefði hann fluzt þangað með ísnum, og var nú rakin sú leið, er menn hugðu að hann hefði farið, og fanst þá koparnáma skamt frá Bolid- en, og mun steinninn vera úr henni. — Síðan hefir landið þar umhverfis verið rannsakað árum saman, og vegna þess fanst gulináman. En það hef'ir fram að þessu verið hljótt um námurnar, því að Kreuger og Toll Co. hafa ekki viljað að neitt bærist út um þær. Það er ekki aðeins gull í námunum, heldur einnig, silf- ur, kopar og arsenik. Hefir hvergi í heimi fundist jafnmik- ið af arsenik og þarna. En vegna þess hve það er blandað saman við gullið og hina aðra raálma, hefir það reynst mikl- um vandkvæðum bundið að vinna gullið. Nýjar aðferðir og nýjar vélar hefir orðið að finna upp til þess. Hefir verið reist bræðsluverksmiðja að Ttönn- skær, skamt frá Boliden, og er hún einhver hin stærsta og full komnasta, sem til er í þeirri grein. Yfirleitt má segja, að rekst- ur þessara náma sé að öllu leyti frábrugðinn gullnámi, eins og það hefir áður verið. Það er vísindunum ^að þakka, að nám- an fanst, og með vísindalegum aðferðum og nýjustu tækjum verður hún starfrækt. Nú er þarna alt í einu risið upp þorp með 2000 íbúum, þar sem fyrir nokkrum árum var ekki annað en skógur og ó- ræktar mýrar. Það er talið að úr hverri smá- lest af grjóti úr Boliden nám- unni fáist að meðaltali 20 gröm af gulli, 60 grömm af silfri og VORHUGUR. Tileinkað söngkonunni Rósu Hermannsson. Sjáðu, móðir, vorsins vængjum vaxinn litla fuglinn þinn. Skal með tknans tökubörnum treysta fjaðrastyrkinn sinn. Sjá hve ljómar austanáttin öll í morgunroðakjól, líkt og vonir frelsi fegnar fagni dagsins veldisstól. Út til bjarta bjarmalandsins beita fleygum vængjum skal, þar sem skreyta þúsund sólir þenna glæsta morgunsal. Hversu dýrlegt draumaveldið! dagsins vígt af morgunbrag. Hversu skamt úr vorsins vöggu víðan út í sumardag! Vera skulu vængjatökin vogun fram í sólarátt, þar sem líka þú átt eldinn þinn, í dagsins sigurmátt. Vísa skulu veginn langa vegaleysi yfir hver, þessar mörgu þrár og vonir þú sem ólst í brjósti mér. Blás þú, móðir, byr und vængi, bið þú fugli þínum vel, út í draumsins dýrðar-ríki dagsins stóra sólarhvel. Lát um þínar söngva-svalir svífa tónablökin mín, þar sem þinna söngva-svana sögu geymir krónan þín. T. T. Kalman. 2 prósent af kopar. Til saman- burðar má geta þess, að í gull- námunum í Suður-Afríku fást ekki nema 9 grömm úr smá- lest og úr Hollingernámunum í Canada og Homestakenámun- um í Suður-Dakota fást 10 gr. gulls úr smálest. Bræðslustöð- in hjá Rönnskær, sem á að vinna málmana úr grjótinu, á að geta unnið úr 600,000 smá- lestum á ári. Með öðrum orð- um, hún á að geta framleitt 1 smálest gulls á mánuði hverj- um ,og jafngildir það 667,000 dollurum. En þar sem hér ei* aðeins um byrjun að ræða, má gera ráð fyrir því, að þegar fram í sæk- ir, verði Svíþjóð talin meðal helztu gullframleiðslu landa í heimi. Lesb. Mb. Munið.. eftir.. spilasamkomu Kvenfélags.. Sambandssafnaðar í.. samkomusal.. kirkjunnar.. á fimtudaginn 7. þ. m. Það er ekki vist. Þegar Friðrik áttundi ferð- aðist um landið, með fylgd sinni, varð mönnum, sem von- legt er, tíðrætt um ferðalag það og veizluhöld. Fólk var við heybinding í góðviðri. Ræddi það um, að vel ættu þeir nú fyrir því þessir hofmenn, að ganga til hey- vinnu svo sem dagstund. Voru menn helst þeirrar skoðunar, að konungur og fylgdarmenn hans myndi hafa gaman af þeirri tilbreytni frá veizluhöld- unum. — Já, því ekki það, sagði kona ein, um leið og liún hélt að reipum á heysátu. — Það er ekki víst að konungurinn hafi nokkurn tíma bandið bagga.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.