Heimskringla - 06.04.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 06.04.1932, Blaðsíða 2
I. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 6. APRIL 1932 ÞREHÁNDAIÁRSWNG WOÐRÆKNISFELAGSINS FUNDARGERÐ. Fimmti fundur Þjóðræknisfélags 13- lendinga í Vesturheimi var settur, föstu- daginn 26. febr. 1932, kl. 10.30 f. h. á venjulegum stað. Fundargerð síðasta fundar lesin upp og samþykt. Arni Eggertsson ávarpaði þingið út af umræðum þeim sem orðið höfðu á aíðasta fundi um fjárhagsskýrslu Þjóð- rækinsfélagsins og gerði grein fyrir störfum féhirðis og fjármálaritara á síðastliðnu ári og gat þess að hann mundi ekki taka endurkosningu sem féhirðir. Þá lá álit útbreiðslunefndar fyrir og var lesið upp af séra Guðmundi Árnasyni svohl jóðandi: Nefndarálit útbreiðslunefndar. Nefnd sú sem sett var í útbreiðslu- málin, leyfir sér að leggja fyrir þingið eftirfylgjandi skýrslu: Með þvi að íþróttafélagið "Falcons" hefir farið þess á leit að komast í sam- band við Þjóðræknisfélagið, leggur nefnd- in til að það sé veitt með eftirfylgjandi skilyröum: Þeir af meðlimum "Falcons" sem kjórgengir eru í Þjóðræknisfélagið, .sam- kvæmt 15. grein, b-lið, grundvallarlaga þess, gerast meðlimir í því og eru venju- legir félagar í íþróttaf élaginu; aðrir meðlimir iþróttafélagsins verða auka- meðlimir (associate members) í því, og hafa að sjálfsögðu hvorki atkvæðisrétt né kjörgengi í Þjóðræknisfélaginu. Nefndin er þeirrar skoðunar, að Þjóð- ræknisfélagið og stjórnarnefnd þe3S ættu að hlynna að iþróttafélaginu eftir föngum og hvetja það í starfi þes3. rr. Nefndin vill benda félaginu á, að sjái stjórnarnefndin sér fært að halda fundi í bygðum Islendinga, eða vinna á annan hátt að þvi, að vekja áhuga fólks al- ment fyrir íslenzkri þjóðrækni, eða að aðstoða deildir, sem stofnaðar hafa ver- ið, þá heimilist stjórnarnefndinni að nota til þess fé, sem nemur væntanlegum inngöngugjöldum nýrra félaga. III. Nefndin er þeirrar skoðunar, að út- gáfa íslenzku vikublaðanna hér vestan hafs sé mjög mikilsverður þáttur i þjóð- ernisviðhaldi voru, og að það sé mjög áríðandi fyrir kaupendur blaðanna, að kaupendur þeirra greiði andvirði þeirra skilvíslega. Vill þess vegna beina þeirri bendingu til félagsins, að það með at- beina stjórnarnefndarinnar, leitist við að benda mönnum á, hver hætta vofir yfir Þjóðeraisfélagi voru, ef svo skyldi fara, að blöðin yrðu að leggjast niður vegna fjárhagslegra örðugleika. Winnipeg 26. febr. 1932. Guðm. Árnason, A. P. Jóhannsson, J, P. Sólmundsson, Asgeir I. Blöndahl, Benjamin Kristjánsson. Viðaukatillaga. Þar sem það er vitanlegt, að fjöldi fólks óskar þess, að Þjóðræknisfélagið annist um útgáfu lesbókar fyrir börn og unglinga, og slíkt fyrirtæki liggur inn á svið þeirrar hugsjónar, að efla og útbreiða islenzka tungu í Vesturheimi, og þar sem ennfremur má gera ráð fyrir að slík útgáfa beri sig kostnaðarlega, þá leggur nefndin til að stjórnarnefndin sjái um útgáfu einnar slíkrar bókar á þessu ári. Asgeir I. Blöndahl, Dr. Rögnvaldur Pétursson lagði til og Stefán Einarsson studdi, að nefndarálitið yrði tekið fyrir lið fyrir lið. Samþykt. 1. liður: Séra Guðm. Arnason gerði með nokkrum orðum grein fyrir því, hvað fyrir nefndinni vekti með þessum lið. Spurningar komu þá fram frá Guðmundi Bjarnasyni um það fyrst, hvort Fálkarnir hefði óskað eftir inn- göngu í Þjóðræknisfélagið — í öðru lagi, hvað Þjóðræknisfélagið mundi gera við þá meðlimi "Fálkans", sem af ýmsum ástæðum kynnu ekki að vilja ganga í Þjóðræknisfélagið og í þriðja lagi, hvort leitast hefði verið eftir hvort Fálkarnir skildu með hvaða skilyrðum og skyldum þeir gengi inn í Þjóðræknisfélagið. For- seti kvað það hafa verið upprunalega til- mæli Þjóðræknisfélagsins, að Fálkarnir gengi inn sem sérstök deild. Kvaðst hafa farið á ársfund Fálkanna og reifað málið fyrir þeim og hefði þar verið samþykt í einu hljóði að ganga inn í Þjóðræknisfélagið sem sérstök deild. Séra R. E. Kvaran spurðist fyrir um það, hvort ekki hefði verið samþykt auka- lög í þinginu í fyrra um upptöku félaga í Þjóðræknisfélagið undir sérBtökum skilyrðum. Skýrði forseti frá að slík aukafélög hefði ekki verið samþykt, en stjóraarnefndartillaga þess efnis lægi fyrir þinginu nú. Dr. Rögnvaldur Péturs- son las upp tillöguna. Forseti Jón J. Bíldfell vék þá úr forsetastól og flutti snjalt erindi þess efnis að rétt væri að gera þessu félagi Fálkunum sem léttast fyrir, um inn- göngu í Þjóðræknisfélagið. Það hefði ekki sóst eftir inngöngu, en tekið mjög vel í málaleitun sína og væri það óneit- anlega mjög ánægjulegt, að fá jafn fjöl- ment félag af ungu fólki inn. Væri það starf, sem Fálkarnir innu hið nýti- Iegasta og þjóðinni til sóma, og auk þess lægi í unga fólkinu mestar vonir um framtíð íslenzks Þjóðræknisfélags- skapar í Vesturheimi. Með því að nokkrar umræður höfðu orðið um það, hvort útbreiðslunefnd hefði ætlast til að Fálkarnir gengju inn í Þjóðræknisfélagið sem einstakir meðlimir eða sérstök deild — kvað hann það hafa verið skiling sinn og Fálkanna að þeir gengju inn sem sérstök deild er gildi 50c af hverjum meðlim til Þjóðræknisfélagsins. Hins- vegar hefði hann fyrir hönd stjórnar- nefndar heitið Fálkum því, með þvi að þeir væri mjög fjárþurfi, að þeir skyldu framvegis njóta framlags úr félagssjóði eins og að undanförnu, svo að þeir biðu engan fjárhagslegan hnekki af þessu sambandi. Jóh. P. Sólmundsaon lýsti þvi yfir, að þessi hefði og verið skiln- ingur sinn í útbreiðslunefndinni og hefði nefndin aðeins undanskilið hina ensku meðlimi af því að lög mæla svo fyrir, að þeir geti ekki orðið félagar í Þjóð- ræknisfélaginu og í öðru lagi af þvi að hún hefði álitið, að hinir útlendu með- limir Fálkanna mundu ekki kæra sig neitt um það og í þriðja lagði hefði hún þess vegna viljað létta þeim kostnaði af Fálkum að greiða 50c af hverjum þessum meðlimi inn i Þjóðræknisfélagið. Taldi ástæðulaust fyrir hina útlendu meðlimi Fálkanna að láta sér mislíka þetta. Vara-forseti séra R. E. Kvaran taldi, að nauðsynlegt mundi vera að vísa þessum lið til baka til nefndarinnar, með því að af álitinu væri helzt að skilja, að hún ætlaðist til að meðlimir Fálkans gengi inn í Þjóðræknisfélagið sem einstakir félagar með fullu ársgjaldi. Séra Guðm. Arnason, formaður út- breiðslunefndarinnar, kvaðst ekki sjá annað en að nefndarálitið, væri í fullu samræmi við tillögur stjórnarnefndar, og kvað það yfirleitt hafa verið skilning nefndarinnar, að félagið gengi inn sem deild. Væri álitið ef til vill óskýrt orðað að þessu leyti. Var þá leitað álits Carls Thorlakssonar, sem mættur vár á þing- inu fyrir hönd Fálkanna, og kvaðst hann ekki sjá, að fenginni skýringu út- breiðslunefndar, að neitt væri að athuga við að samþykkja þenna lið álitsins. Urðu enn um það nokkrar umræður, og lýsti Asgeir Blöndahl þvi yfir, að út- breiðslunefndin hefði áreiðanlega engin þröskuld viljað leggja í veg fyrir það, að Fálkarnir gætu gengið inn í Þjóð- ræknisfélagið, með sem rýmilegustum skilyrðum, og lýsti gleði sinni yfir því, að komið hefði til samninga um þes3i efni, og kvaðst vilja þakka forseta fyrir framgöngu sína í málinu. Dr. Rögnvaldur Pétursson gerði þá tillögu, og Ragnheiður Daviðsson studdi, að liðurinn yrði samþyktur óbreyttur og var það samþykt. 2. liður. — Arni Eggertsson gerði til- lögu og J. J. Húnfjörð studdi, að þessi liður væri feldur úr álitinu. Jóh. P. Sólmundsson skýrði frá þvi, hvað fyrir nefndinni hefði vakað: Aðeins að ekki væri veitt meira til útgjalda á þessum lið en vissa væri fyrir að borgaði sig. Benti á að ef liðurinn yrði feldur, væri engin heimild til þess fyrir væntanlega stjórnarnefnd, að veita neitt fé til út- breiðslustarfsemi, nema önnur ákvæði kæmi fram. Taldi það varhugavert að taka þannig algerlega fyrir fjárveitingu til þessara mála, þótt hins vegar væri svo til ætlast að félagsstjórnin færi var- lega í þessum sökum á næsta ári. — A. P. Jóhannsson benti á að fyrir nefndinni hefði vakað, að einhver kynni að vilja takast ferð á hendur til að safna á- skriftum að riti félagsins og fá menn til að gerast félagar Þjóðræknisfélags- ins um leið, með þeim kjörum að fá það sem næmi fyrsta ársgjaldi hinna nýju félaga. Væri þetta enginn kostnað- ur eða áhætta fyrir félagið. Agúst Sædal taldi ekkert varhugavert við sam- þykt þessa liðs nefndarálitsins, og taldi að margir mundi glaðir vilja safna á- skriftum að Þjóðræknisfélagsritinu, með þessum kjörum. Séra Guðm. Arnason benti á, að einnig hefði vakað fyrir nefndinni, að það væri uppörfun fyrir fólk út um sveitir, að fá einstöku sinn- um menn til sín, til að spjalla um þessi málefni, en hins vegar hefði nefndin ekki séð sér fært að leggja til, að heim- ilað yrði mikið fé úr félagssjóði til slíkr- ar starfsemi á árinu. J. J. Húnfjörð taldi alt eins nauðsynlegt, að senda menn þess erindis um Winnipegborg, að VISS MERKI kemur af þvi að nýrun hreinsa ekki eitraðar sýrur úr blóðinu. Gin Pills veita lækningu með þvi eyðileggja sýrur þessar og koma nýrunum aftur til að starfa eðlilega. — Kosta 50c i öllum lyfjabúðum. safna mönnum saman í Þjóðræknisfé- lagið, enda væri hér búsettur mestur fjöldi Islendinga. Ragnar E. Kvaraon lagði á móti því, að þessi aðferð yrði höfð, og að borgað yrði annað en ferða- kostnaður við slík ferðalög. Taldi hins vegar æskilegt að væntanleg stjórnar- nefnd gætti allrar varúðar í fjárveit- ingum til þessara mála. Arni Eggertsson óskaði eftir, að lagt væri í sjálfsvald væntanlegrar stjórnarnefndar, hvað hún vildi verja miklu til þessarar starfsemi, eða að tiltekin væri viss fjárupphæð, svo sem að undanförnu, sem verja mætti til hennar. óskaði að tillaga sín væri borin upp. Forseti benti á, að ef lið- urinn væri algerlega feldur burt, væri vafasamt, hvort að hægt væri að koma að síðar, frekari tillögum í þessu máli. Tillaga Arna Eggertssonar og J. J. Húnfjörð borin upp og feld. Kom þá fram tillaga frá séra Guðm. Arnasyni, studd af Mrs. Byron, um að vísa þessum lið til baka til nefndarinn- ar. Samþykt. 3. liður. — Mrs. Byron lagði til og Halldór Gíslason studdi, að þessi liður væri viðtekinn. Samþykt. Viðaukatillaga Asgeirs I. Blöndahl. — Dr. Rögnv. Pétursson lagði til og Th. S. Thorsteinsson studdi, að þessum lið verða visað til baka til nefndarinnar. Samþykt. Var þá liðið fram undir hádegi og fundi frestað til kl. 2 e. h. Frh. SKRIÐJÖKLARNIR í AUSTUR- SKAFTAFELLSSÝSLU. Ef það er satt, sem varla þarf að efa, sem vitringar og fræði- menn kenna nú á dögum, að í fyrndinni hafi jökull hulið öll Norðurlönd, og máske lengra suður. þá hefir ísland á þeim öldum verið ein jökulhella, og engri skepnu lífs í þeim heljar- greipum, sem þá hafa spenst um löndin. Hvað lengi að löndin voru spent í þessum klakaböndum veit víst enginn með nokkurri vissu. — Nú liðu ár og aldir, og undir áhrifum og krafti hitans, fór að smá- losna um klakaböndin, jurtir að vaxa og dýr að koma frá öðr- um heitari heimkynnum, ef þau voru þá nokkur til, og taka sér bólfestu á þessum nýju stöðvum. Þetta var náttúrlega alt áður en sögur hófust, svo um ástandið bæði dautt og lif- andi á þessum sviðum, og tím- um saman, má segja alt og ekkert. Nú er svo komið eins og kunnugt er, að jöklar eru þó enn miklir. bæði á Grænlandi og íslandi. En bæði eru þau bygð af siðuðum mönnum, ftð minsta kosti ísland, hvað seni segja má um Grænland. Margir eru jöklarnir á í lani' og heita ýmsum nöfnum, sen eg man ekki að telja. Stærst^ þyrpingin er Öræfa- eða Vatn: jökull. Hann er yfir 6000 feta hár og tignarlegur á að líta. svona úr- 40—50 mílna fjar lægð. Og um þenna jökul ætla eg nú að tala fáein orð, helzt í þeim tilgangi, að þeir sem bet- ur vita, reki mig í vörðurnar, með sannari upplýsingum. og tilgátum. Fornsögur vorar segja, að skógar miklir hafi verið á ís- landi á landnámstíð. Því lengra sem leið frá ísöld, þá fyrir á- hrif hitans bráðnaði jökull af öllu láglendi, svo upp komu graslendur miklar og skógar, sem nú er víða alt eyðilagt. Vatna- eða öræfajökull nær frá Lómagnúp og að Felli í Suðursveitum, sem eitt sinn /ar stór jörð, en er nú í eyði. Þessi vegalengd er nálægt 90 enskar mílur, og sveitin Öræfi er framan við aðal hálendið á jöklinum. Það má skifta þessu mílnatali í þrent, þó það sé ó- nákvæmt: Skeiðarársandur 30, bygðin öræfi 30 og Breiðumerk arsandur 30, og á Söndunum eru Skriðjöklarnir. En hvernlg stendur á því að beir urðu að skriðjöklum? Á ¦'söldinni og löngu þar á eftir var alt hálendið reyrt og spent svo sterkum og hörðum klaka- böndum, að nálega engin vatns lind eða uppspretta hafði fram- rás. En þegar með tíð og tíma — fyrir áhrif hitans — fór að smálosna um klakaböndin, þá fóru uppspretturnar að ná fram rás. Svo gat líka jarðhiti á sumum stöðum komið til greina Þyngdarlögmálið réði því, að 'ökullinn seig og hrundi úr há- 'endinu og niður á láglendið jöklinum eins og hálf fljóta á vatninu, en sígur niður á öðrum stöðum. Þessi kraftur vatnsins veldur því, að þó bæði sauðir og hestar og menn, og hvað raunar sem er, hverfi of- an í niðamyrka jökulsprungu þá er nokkurn veginn víst að það verður ofan á jöklinum eft- ir 10 til 12 mánuði. Stundum má sjá ofan á jöklinum steinc- svo stóra, að þeir mundu vega mörg þúsund tonn. Svo loksins eftir ótal áriog og ryskingar, verður jökullinn að gefa upp vörnina og vatnið kemur æðandi með ótal mörg stór og smá jökulstykki í för með sér. Þegar þessi ofsi hleyp ur í vatnið og jöklana, þá er engri skepnu fært yfir sandana nema fuglunum fljúgandi. Hvort þessi jökulhlaup hafa byrjað fyrir landnámstíð, veit eg ekkert um. En annálar segja, að mestu hlaupin hafi komið á eða um miðja 14. öld úr Öræfajökli og eyðilagt blóm- lefnilega sandana; Skeiðarár- Iegar bygðir og bæi. Vegsum- :and og Breiðumerkursand (um bá er eg að tala). Og hvers egna lág jökullinn kyr, þegar ^ann var kominn svo að segja liður á jafnsléttu? Þurfti hann tltaf sí og æ að ýtast fram >g til baka, eða eiginlega að núast og hringla í allar áttir? Tvað var á seiði. "Illa lét Þór- ffur bægifótur," segir Eyr- >yggja. En það var alt eins og ^amanleikur hjá ólátunum kriðjöklunum. Eg gat þess áður, að þegar ~ór að losna um klakaböndin, og lækir og máske ár að ná Yamrás, þá var þar ekkert afl tiL sem gat varnað því að vatn- ið rynni til sjávar. En jökullinn i láglendinu spyrndi á móti, alt ?em hann orkaði, og gerir enn bann dag í dag. En það dugar ^kki, hann verður að láta sigast indan vatninu. Þessir skriðjöklar eru allir með gjám og glufum. Sé horft ifan í sumar er ekkert að sjá iema myrkur. Aðrar eru hálfar % sumar fullar af vatni- svo stærri og smærri partar af merki sjást þar enn þann dag í dag á 4 stöðum í Öræfum, að þar hafi átt sér stað stórkost- leg umbrot af vatnagangi (eða jökulhlaupum). Njála segir að Kári hafi búið á Breiðá. Vestan við þessa á er fjall inni í jöklinum, sem heitir Breiðumerkurfjall. Styzta leið til fjallsins eftir jöklinum er 1 til \y» ensk míla. Þar eru örnefni sem benda á að þar hafi verið búið fyr á öldum: Miðaftanstindur. Hrossadalur, Kúatorfur og Lakan (einkenni- legar rákir í fjallinu. Hafi Kári búið þarna við fjallið, sem er mjög sennilegt, þá hefir þar verið graslendi fyrir framan fjallið, sem nú er jökull og eyðiland. Eg hefi heyrt menn tala um hvaða kraftur eða afl það væri sem -færði skriðjöklana fram og til baka, og hafa aldrei, svo eg viti, orðið á eitt sáttir. Það eru ekki nema fáir íslendingar, sem hafa kynnl af þessum skriðjöklum, og bæði þeim og fleiri þykir litlu máli skifta, hvernig er ástand eða hreyfing þessara jökla. Þeir væru aldrei nema til bölvunar hvort sem væri. Eg er alinn upp þarna við jökulinn á Breiðumerkur- sandi, og hlaut eins og fleiri að veita honum og vötnunum eftirtekt. Um 1865 komst skriðjökull- inn á Breiðumerkursandi lengst fram. Hann átti þá aðeins eft- ir hálfa mílu enska til sjávar. Það sýna enn þann dag í dag sandöldurnar, sem skriðjöklarn ir raka á undan sér. Nú er hann kominn til baka um 2 mílur enskar. Og svona er það á báðum söndunum. að jökull- inn hefir horfið til baka svo hundruðum faðma skiftir. Það er vatnið, sem Jiefir sprengt og hrundið fram og velt um skriðjökunum, en er held eg að eyða þeim um leið. Og sá tími kemur að árnar takd fastan farveg eftir því sem jök.1 • arnir eyðast. Og þá rísa upp fram á sand. Þetta að framrás vatnsins hindrast um lengri og skemri tíma, hefir verið og er orsök til allra jökulhlaupanna á báðum þessum söndum. sem hér eru nefndir. Frá bænum Svínafelli í Ör- æfum, blasir við auga manns hvenær sem út úr húsi er kom- ið, skriðjökullinn á Skeiðarár- sandi. í norður af Lómagnúp erutindar (hnúkar), sem heita Súlutindar. Margir hafa heyrt nefnd Skeiðarárhlaupin al- kunnu. — Á undan hverju hlaupi hefir Skeiðaráin hætt að renna fram alveg eða að miklu leyti. Þá er það kallað að árnar standi inni eða uppi. Þá hafa menn veitt því eftirtekt að jökullinn hefir hækkað eða færst fram, og eins og tútnað allur út og mest upp, svo að Súlujtindarnir hafa nærri horfið augum frá Svínafelli að sjá. — Svo einn góðan veðurdag sprirígur blaðran, með svr> skógi þaktar, sem fái að standa um aldur og æfi. Selkirk í febr., 1932. Sveinn A. Skaftfeld. UM "BRÉF INGU' blómleg héruð og bygðir, þav miklum umbrotum og djöfla- sem nú eru eyðisandar og jökl- [ gangi, að tæpast verður ofsög- ar. Þetta verður nú máske! um sagt. Dynkir, skellir, fossa- ekki á næstu 5—800 árum eða öldum. Nú vil eg færa til aðeins tvö dæmi, sem sýna hvaða ótrúleg vald og áhrif að vatnið virð- ist hafa á jöklana. Eg nefndi áður Hrossadal sunnan í Breiðumerkurfjalli. Fjöllin í kringum dalinn á þrjá vegu munu vera 2—3000 feta há, og lægðir þar á milli. Læk- ur er í dalnum. Jökullinn fram- an við fjallið er víst ekki undir 200 fet á hæð. Nú hefir það oft komið fyrir að jökullinn hefir heft framrás læksins. Þá myndast lón í dalnum. Þarna geta verið fleiri uppsprettur, sem ekki sjást, því jökullinn spennir fjallið heljargreipum alt í kring. Fyrir 50 árum sá og fleiri menn svo mikið vatn safnaðist í Hrossadalinn, að rann fram af jöklinum, svo eftir fáa daga sprakk jökullinn fyrir þunga vatnsins, sem velti stórum jökulstykkjum með dunum og gauragangi langt gangur, eins og brimniður, heyrist langar leiðir. Sandurinn allur eins og hafsjór á að líta, en öskugrár að lit. Jökulstykkin sum á stærð við stórhýsi, liggja víðsvegar út um allan sand. Svo þegar þessum látum Iinnir, þá lækkar jökullinn og eins og dregur sig til baka — ;r að hvíla sig. Nú þykist eg hafa sýnt, að það er einungis vatnið (árnar og lækirnir) — vatnsþunginn - sem hafa um mörg hundruð ár verið að hringla með og róta um skriðjöklunum. Og þetta heldur áfram þangað til allir skriðjöklar (á nefndum söndum) verða eyðilagðir, og þar rísa upp bygðir og bú; ell- egar þá að alt verður reyrt í hin fornu, illvígu klakabönd, sem eyðfleggja iflest iaít líf jurta og dýra. En eg vil miklu fremur trúa og treysta hinu fyrnefnda, að á fslandi eigi eftir ir að vaxa upp og þroskast víð- Það yrði óverðskuldaður rit- dómur um "Bréf frá Ingu'' ef enginn legði þar orð í belg nema E. P. Jónsson. Hann auglýsir sína eigin fáfræði, á þeim málum er bókin fjallar um, á sama tíma, og hann gerir lítið úr þeim. Því, hvað er athugavert við fingraförin hennar Ingu, á bréfunum sem hún skrifar hér á jörðu. og hvað er furðulegt við það sem hann kallar hnign- unarmerki, á seinni bréfunum; ekki neitt frá þeirra sjónar- miði, sem kynt hafa sér eilífð- armálin, með óbundnum huga. Hvað er eðlilegra en, að þegar yfir kemur, verði undrun og jafnvel hrifning, svo yfirgnæf- andi, að fólki verði talfátt; og fari nú að líta í kring um sig og átta sig á tilverunni, með þeim mætti og skilningi, sem hver og einn á yfir að ráða, og eftir því sem hlutaðeigaitdi er gætnari að eðlisfari. eftir því fer orðsendingin hiingað til jarðarinnar. Og svo það að hún felli fjaðr- ir í stað þess að hefja vængi til flugs. Hvert á að fljúga? Tilgangur lífsins er ekki sá, að flýta för héðan, heldur að undirbúa, sig svo hér, að fölk fari áfram, en ekki afturábatc, þegar þessu lífi lýkur. Hvað verndarmönnum "Varn- ar'' viðvíkur máske það sé einn þáttur í þeirra þroskasögu, að vinna við Vörn. Hver veit. E. P. J. talar um að það þurfi, sér- þekkingu þegar fjalla eigi um einhver sérstök vísindi, vitur- lega mælt, ef menn vildu að- eins lifa eftir því sjálfir. og láta sig ekki skrifa, önnur mál, en þau, er þeir hafa þekkingu á. E. P. J. minnist ekki einu orði á góða sönnun, sem er í ar og miklar lendur, grasi oglbókinni. Inga var sjálf búin að

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.